Heimskringla - 27.11.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 27.11.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 27. NÓV., 1929 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSlÐA I Hún fékk að vita a?S nafn hans var Vance Rossman, og að hann var einn af hinni auöugu mikilsvirtu Rossman ætt, sem áttu sumarbústaöi lengra upp með ánni. Hann spurði aldrei um nafn hennar — og hún nefndi það heldur aldrei, svo að hann ekki af tilviljun sæi hana við dags- birtu, sem yrði til þess að eyðileggja allt. Hún fann af eðlisleiðslu, að hann áleit hana vera mjög fallega, —eins fallega og hún var fyrir fjór- um mánuðum síðan. Hún vildi að hann skyldi hugsa sér • hana þannig, að minnsta kosti á meðan þetta skáld- sagnaæfintýri stæði yfir. Heima sagði ungfrú Emily við systur sína: “Sagði ég þér ekki þetta? Bar- bara er orðin eins og hún áður var. Hún er glöð og ánægð.” “Það er eitthvað sem gleður hana,” sagði ungfrú Karólína. “Eg vona að þú hafir rétt fyrir þér, Emily.” Októbermánuöur kom. Kveldin urðu kaldari, og nú var glerhurðun- um lokað. En alltaf gekk hin grá- klædda persóna út og inn um þær. Inni í dimmu stofunni logaði eld- ur í ofninum alaln daginn, en á kveldin var aðeins glóðin eftir, og fyrir framan hana var reist hátt skýli, þegar hún kom. Það var eins og hann grunaði hvað hún vildi, þá hún hefði aldrei minst á það. Tvisvar sinnum hafði hún gengið framhjá húsinu með þykka blæju fyr- ir andlitinu og sá hann þá mjög greinilega, þar sem hann • sat í sól- byrginu alveg grafkyr og virtist sofa. Hann var ungur, hár maður, með reglubundna andlitsdrætti — hina kynfestu drætti Rossmans ætt- arinnar — breiðar herðar og jarpt hár. * * ¥ Eitt októberkveld opnaði Barbara dyrnar og gekk inn. Skýlið stóð fyrir framan glóðina í ofninum og í reykháfnum lét kaldi kveldvindur- inn til sín heyra. Án þess að segja eitt orð, eins og venja hennar var, settist hún að ^ 011 kol duga ekki! Sumar kola tegundir brenna ílla í miðstöð- varvélinni. Vér höf- •um þau er loga vel. l^ARCTIC ICEsFUEL CaLTD. 439 PORTAGE AVE O**o**tt Hudsorrs Boy PHONE 42321 pianóinu og lék á það. Maðurinn talaði ekki heldur fyr en sön^ur hljóð færisins þagnaði. Þá sagði hann með bænarróm: “0, syngið—syngið þér nú söng- in sem þér sunguð fyrsta kveldið.” Hún söng hann aðdáanlega vel, síðustu tónarnir þögnuðu. Aðeins vindhvinurinn í reykháfnum braut kyrðina. “Kunnið þér vel við að sitja í myrkri?” spurði hann allt í einu. Hana grunaði hvað nú myndi koma svo hún skalf sem strá í vindi. Þetta var þá endirinn. “Já,” svaraði hún. “Eg vil helzt að dimmt sé—alltaf dimmt. Eg vil enga birtu.” “Þér mynduð þá ekki vera hrædd- ar við myrkrið?” sagði hann undur blíður. “Hrædd við myrkrið'? Eg sagði yður að ég elskaði myrkrið. Eg óska—” “Eg verð að fara í næstu viku,” sagði hann, “og án yðar—” Orð hans urðu ekki misskilin. Hún greip fram í fyrir honum með ekka- kvaldri rödd. “Nei,” sagði hún, til þess að verða fyrri til þess að þagga niður i hon- um. “Nei,” endurtók hann. “Hefir mér þá skjátlað? Eg var viss—” Hún hafði tekið af sér hattinn og blæjuna og stóð upp af stólnum. Það brakaði í eldspýtu. Við hina blak- andi birtu sá hún borð á miðju gólfi og á því stóð lampi með stórri ljós- hlíf; aúgnabliki síðar logaði ljós á honum. Við birtu hans ' sá hún margar hillur fullar af bókum, og á veggjunum hengu gamaldags og út- lend vopn. Maðurinn snéri baki að henni og bevgði fæturna að eldsglóðinni alveg hreytingarlaus. Hún stundi og greip um borðrönd- ina og átti bágt með að tala. “Eg vissi að þetta myndi koma fyr- ir. Samvera okkar hefir verið of góð, of skemtileg til að geta haldið áfram. Lítið þér á mig!” Hann hvorki hreyfði sig né talaði. “Lítið þér á mig,” endurtók hún áköf. “Elskan mín ! Ó, elskan mín!” sagði hann alúðlega. Hann stóð upp og þreifaði eftir veggnum, ^néri sér svo við með and- litið að henni og horfði á eitthvað vfir höfuð hennar. Gekk eitt skref til hennar og rak sig á borðið, þreif- aði sig svo áfram langs nteð borðinu. Nú vissi hún að hann var blindur. * * * Morguninn eftir kom ungfrú Karó- lina hlaupandi ofan stigann allæst. “Þú og þínar spár,” sagði hún með glöðu háði og faðmaði systur sína að sér. “Það fer allt á aðra leið. Barbara ætlar að giftast Vance Ross- man.” “Vance Rossman,” tautaði ungfrú Emily, “en hann er staur—” Hún þagnaði í ntiðju orði. “Rossmans er vel metin og auðug ætt, Emily. Þetta er mér afarmikil ASK FOR* DryGingerAle ORSODA Brewers Of ** COUNTRY CLUB BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR E W E R.-V OSBORN E &. M U LVEY - W1N NIPEG PHONES 411II 41-304 56 PROMPT.DELIVERY TO PERN4IT HOLDERS ánægja,” sagði Karólína með skjálf- andi rödd. ENDIR Gullið í Esjunni scm Björtt Kristjánsson hcfir fundið og GuSm. G. BárSarson talaSi um 'x Danmórku Þess var getið hér í blaðinu fyrir nokkru að Guðmundur G. Bárðarson hafi haldið fyrirlestur í Höfn um gullið í Esjitnni, er hann var á fundi náttúrufræðinganna. Gull hefir, sem kunnugt er, fund- ist við Mógilsá í Esju, á sömu slóðum og kalknáman, sem unnið var úr á öldinni sem leið. Var það Björn! Kristjánsson, sem fann Mógilsár- gullið, um aldamótin síðustu. En hann hefir, sem kunnugt er, unnið allra manna mest að því að leita að málm- um víðsvegar um landið. Hann hefir á hinn bóginn ekki gert mikið að því að auglýsa málmfundi sína. En þar eð fundir hans hafa raskað talsvert kenningum manna um íslenzka jarðmyndun, hafa vís- indamenn oft viljað draga í efa, að fundir þessir væru réttir.. Því var það að honum þótti tilvalið tækifæri að færa vísindamönnum heim sanninti um það, að rétt væri skýrt frá um Mógilsárfundinn. Fyrir tilmæli hans fóru jteir Guðmundur og Trausti Ólafsson efnafræðingur upp á Esju í sumar og tóku sýnishorn til rannsókn- ar, jafnframt því sem G. G. B. at- hugaði umhvorfið og staðhætti alla frá sjónarmiði jarðfræðinga. Sýnishorn rannsakaði Trausti. En G. G. B. hélt síðan fyrirlestur unt gullið í Esjunni, er til Hafnar kom. 1 Berlingatíðindum er sagt frá fyr- irlestri G. G. B. á þessa leið: Á seinni árum hafa hvað eftir ann- að komið frarn fregnir um það, að gull væri fundið á Islandi. En vísinda- menn hafa efast um að þetta gæti ver- ið rétt. Ekki alls fyrir löngu gaf Björn Kristjánsson fyrverandi bankastjóri út skýrslu um málmfundi sína. Hann segir þar að hann hafi m. a. fundið gull, auk ýmissa annara málnja. En þar eð hann gaf ekki út eínagreining ar á bertegundunum, með vísindalegri nákvæmni, þá efuðust margir urn að hann hefði rétt fyrir sér. A jnrðfræðingafundi náttúrufræð- ingamó’sins talaði Guðtn. G. Bárðar- son um einn af málmfundum þessum, þ. e. gullið við Mjógilsá í Esju. Hann lagði fram sýnishorn af bertegund þeirri, sem gullið er í, og sýndi enn- fremur gullkorn, sem unnið er úr bergtegund þessári. Um fundinn og fundarstaðinn sagði G. G. B. blaðinu: 1 fjallshlíðinni nál. 180 metra yfir sjávarflöt er almikið af sprungum t fjallinu, og t sprungum þessum er kalkspat og kvarz. Fyrir mörgum árum unnu ntenn kalk þarna. En hætt var við það vegna þess að það borgaði sig ekki. I sprungum þess- um og í umhverfi þeirra er brenni- steinskís, og er basaltið allt ummyndað þarna. Við tókum fimm sýnishorn af kalk- spati þarna, er Trausti Ölafsson rann sakaði síðan. Rannsóknin sýndi að 1. sýnishorn voru 10 gr. af gulli í tonni af bergi. Var sýnishorn þetta tekið 3 metra neðan við yfirborð jarðvegs. 2. sýnishorn, er tekið var á sama stað, voru 19 gr. af gulli í tonninu. I því sýnishorni var meira af kvarzi en í hinu. 3. sýnish., sem tekið var úr hrúgu, sem stafaði frá kalknáminu, var sem svaraði 8 gr. í tonni. 5. sýnish., einnig tekið úr yfirborði, hafði aðeins gullvott inni að halda. 1 fyrra rannsakaði Trausti ólaís- son sýnishorn frá sama stað í Esj- unni og fann sem svaraði 17 grömm um af gulli í tonni af bergi. Vafalaust er gullið þarna i sam- bandi við brennisteinskísinn. Niöurstöður þessar eru að mestu í samræmi við skýrslu þá, sem Björn Kristjánsson hefir gefið um þetta efni. Þannig fórust G. G. B. orð við Berl.-tiö. Hann mun efalaust, eða þeir Björn Kr. og hann. gefa íslenzk- um lesendtim nánari skýrslu um þetta mál.—Mbl. Vélbátur á Mýrvatni 1 sumar keypti Þórir Steinþórs- son í Álftagerði vélbát, sem gengið hefir um Mývatn í sumar. Hefir hann flutt vörur til þeirra, sem fjær búa við vatnið; fá þeir vörurnar í bifreið á Skútustaði og þaðan eru þær svo fluttar á bátnum. Eínnig hafa ferðamenn tekið sér far með honum til hinna mörgu einkennilegu og fögru staða við vatnið.—Mbl. Samsæti Þann 27. júlí síðastl. safnaðist saman fjöldi fólks að húsi Mr. og Mrs. Bjarna Jóhannssonar í Geysir- byggð- I’að var fögur sjón að sjá unt tuttugu bila uppljómaða af ljós- um koma neðan skógarbrautina kl. 10 um kveldið. Þeir staðnæmdust við framhlið hússins, sem er mjög stórt og fagurt. Þá voru ljósin slökkt á bílunum og inn voru bornar fullar körfur af ýmsu sælgæti; borð voru sett og bekkir eftir endilöngu húsinu. Tímóteus Böðvarson stýrði þessu samsæti, og talaði fyrir hönd fólksins er þar var saman kontið, skýrði til- gang þessarar heimsóknar, sent s‘af- aði af þvi að Mr. Jóhannsson væri nýbúinn að segja af sér skrifaraem- bætti og umsjón Laufás-skóla., sem hann væri búinn að hafa á hendi í 26 ár, oft án endurgjalds, og afhenti svo Mr. Jóhannsson dálítinn fésjóð frá gjaldendum skólans. Þessir töl- I uðu: Friðrik Sigurðsosn, er einnig flutti nokkur stef eftir sjálfan sig, sem hér með fylgja; Einar Benjamíns f son; Kristján Sigurðsson; Jón Skúla son; Gísli Gíslason; Jónas Skúlason. Öllum mæFist mjög vel. Eg, sem þessar línur rita, talaði nokkur orð | og flutti þeirn hjónum þrjú vers, sem j einnig birtast hér með. A milli j ræðna voru sungnir íslenzkjr söngv- j ar. Bjarni Jóhannsson þakkaði j gjöfina og allan þann sóma, er 'sér j og konu sinni var sýndur; —sagði j sögU'skólans frá því fyrsta að hann I var stofnsettur. Hann gat það ntanna bezt, því fyrir hans ötulu fram-j göngu, þekking og viljakraft, var Laufás-skóli byggður. Það voru fáir á þeim dögum sem hefðu getað tekið sér slíkt í fang, en Jóhannsson var lesandi, skrifandi öig mælandi á enska tungu, og um sama leyti og Laufásskóli var byggður og nokkur ár á eftir, var Mr. Jóhannsson líka skrifari fyrir Geysirskóla. Mr. Jó- hannsson er hugsjónamaður, spakur að viti, stilltur og gætinn en dulur, og vill ekki vamm sitt vita. Kona hans er ein af þeim fágætu konum, sem ekkert getut aumt séð án þess að hjálpa með fórnfýsi. Það má segja um liana sem frú Torfhildur Holm segir í sögunni um Sumet greifa, að vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gerir. Eftir að all- ir voru búnir að metta sig var kveikt á bílunum og haldið heintleiðis, kl. 2 um nó^tina. Veðrið var yndis- legt og stillt,— ekki blakti hár á höfði. Alihr voru mjög ánægð'ir yfir þessari gleðistund. Um hundrað rnanns sátu þetta samsæti, og sýnir það bezt hvað þessi heiðurshjón eru vel kynt, þó um há heyskapartím- an væri að ræða. Svo óska ég öllum Geysirbúum til lukku og blessunnar og bið guð að láta sína björtu náðargeisla sveipa þeirra höfuðból. Margrét J. SigurSsson. * * * Ort til Mr. og Mrs. B. Jóhannsson 27. júlí 1929 Þín störf hafa blessast og stoðað oss vel, stofnsett af kærleikans rótum; þó stundum að syrti hér stormanna él, þau standa á öflugum fótum. Mentunargyðjau þér máttug svo rís frá mari til hæðanna stígur; volduga styður hún vizkunnar dís, svo vanþekking skugganum hnígur. Með heiðri og sóma af hendi er leyst þitt hlutverk, sem aðrir ei gátu; þér vinir og nágrannar vel hafa treyst, þin verkin í fordyri sátu: Menntun að efla og menningarþrá á minnisspjöld flestra er ofið, þú, sem að glæddir oss þekkingu hjá, þakkir átt skilið og lofið. Konu þú hefir þér kosið við mund, sem kærleikans dyggðirnar vefur; létt hefir mörgum hér líðandi stund, sem lamandi áhrifin grefur. Ljúfust hér styðja oss líknandi völd lukkunar skapa oss haginn. Vér biðjum svo drottinn öll bljúg hér i kveld að blessa’ ykkur lífstíðar daginn. Margrct J. SigurSsson. * * * Ort til B. Jóhannssonar, 27. júlí, 1929 Skrifari Laufás-skóla nú skaltu þín taka gjöld; hugðum við hingað róla og húsunum ráða í kvöld. Skólanum þú varst svo þarfur, vér þekkjum ei dæmi til neins, sem svo væri dyggur og djarfur oss duldist það yrði til meins. 1 fari þér fundust þó gallar: frekleg var orðin sú trú að konurnar ynnu þér allar sem einn værir faðirinn þú. Svona er það með okkar göfugu gjöld vér gjöldum í misvegnum pundum; þú starfaðir fyrir oss fjórðung at öld, en fékst bara vanþakkir stundum. Nú viljum vér bæta þér upp fyrir allt yfir sú stundin er gengin; ef að þér virðist það vægi nú salt, væri okkur hugléttir fengin. Þú vanst oss með lífi, þú vanst oss með sál; þú vanst os 'smeð kröftunum öllum; við þrefalda drekkum þér þakklætia* skál og þritugfalt húrra við köllum. FriSrik SigurSsson. Hér er Leiðin að Lækna Kviðslit ITndurMamleg: Heimn læknliiK Sem Hver Mnffur Getur JVotntv vltt IIverMkyna KvHlsllt, Melra KSa Mlnna AUÐREYNT ÓKEYPIS Þúsundir kvitSslitinna manna o» kvenna munu tagna því, ati ná- kvæm lýsing á því hvernigr Collinas kapteinn læknatSi sig sjálfur af kvitSslitl bátSumegin, sem haftSt haldi® honum rúmföstum árum sam an, veröur send ókeypis öllum er eftir henní skrifa. Sendiö atSeins nafn ytiar og hetm- ilisfang til Capt. W. A. Collings, In.c., Box 100-C, Watertown, N. V >a« kostar yöur ekki eyrisviröi og getur veritS virtSi stórfjár. HundruS manna hafa þegar vottaö lækningu sina einmitt metS þessari ókeypia tilraun. SkrifitS tafarlaust — tffr_ átSur en þér leggitS þetta blatS frá yöur. ENGIL BRAUD H bolli af smjöri, 2 bollar af hvítasykri, 2 bollar af Purity Flour, 2 teskeiðar af Baking Powder, 1 bolli af Cornstarch, hvíta úr 7 eggjum, 1 teskeið vanilla. Hrær saman smjörið og sykrið, bæt við mjólk- inni, mjölinu með Baking Povvder, Cornstarch, vanilla og loks eggiahvitunni vel hrærðri. Bakist í 1 kl. tima við 250 stiga hita. Þér þurfið minna af PurPy mjöli en venjulegu deigmjöli úr linhveiti — sökum þess að það er malað úr beztu tegund af vorsánu harðhveiti. SendiS oss 50c fyrii matrciSslubók, nicS 700 forskriftum. Western Canada Flour Mills Co. Limited Winnipeg - Calgary Ó D Ý R SKEMTIFERÐA Fargjöld AUSTUR CANADA Fnrlirff tll kíUu ilnalogn 1. DES. til 5. JAN. Frft Ullnm Ktiitlum I Manltoba (WinnlpeK og Testnr), Sask. og Alberta Faricildi 3 niAnu’blr | KYRRAHAFSSTRÖND VICTOHIA - VANCOIVER WKW WKSTMIXSTEK Farbrðf til m«Iii 1. I)eK. ok ft hverjnm IirihjuileKi or flmmtu- degri upp atl 6. febröar. 1 FniR'ildi til 13. npríl, 1930 TIL GAMLA LANDSINS Til AtlanxhnfM hafna, St. John, Hnllfax 1. DES. til 5. JAN. Glldn abeiiiM 3 mAninM LeMtlr beint I Kegn ah skipslilíb UntboSsntaSur nmn góSfúslcga gefa allar upplýsingar um fargjóld og ráSstafa fcrS ySar. SpyrjiS— City Ticket Office, Cor. Portage & Main, Phone 843211—12—13 Depot Ticket Office, Phone 843216—17. A. Calder and Co., 663 Main Street, Phone 26313. H. D’Eschambault, 133 Masson St., St. Boniface, Phone 201481. Canadian PaciSic NotiS ávalt Canadian Pacific TravcUcr’s áwsanir og nafni fylgir Renta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.