Heimskringla - 27.11.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.11.1929, Blaðsíða 6
<*. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. NÓV., 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. Ekkehard fór út í víða véröld, og sá aldrei Hohentwiel framar, né St. Gall klaustrið. En satt er það, þegar hann kom ofan úr Ölpunum og nálgaðist hina gamalkunnu klausturveggi, átti hann í harðri baráttu við sjálfan sig um það, hvort hann ætti ekki að leita inngöngu aftur, til að gera yfirbót. En þá flugu hon- um ummæli gamla hjarðmannsins í hug: “Þegar maður hefir lengi verið hjarðmaður er maður ekki fús að gerast geitasmali aftur” —og svo hélt hann áfram. Nokkru síðar getur um Ekkehard nokk- urn við hirð Saxakonungs, stoltan mann og dulan, sem bæði var orðlagður fyrir mikla guð- rækni og ákafa fyrirlitning á veraldlegum hlut- um, en sem þótti þó djarfur og vaskur í hverj- um leik og vel á sig kominn í öllu. Hann var ráðunautur konungs og leit eftir uppeldi son- ar hans, og átti mikið atkvæði um öll mál rík- isins. Einum sagnfræðing farast þannig orð um hann, að hann hafi verið komin til slíkra mannvirðinga, að allir hefðu búist við að hon- um myndi verða fengin einhver mesta tignar- staða kirkjunnar. Aðalheiður, drotning hélt hann í miklum licdðri. Var sagt, að það væri einkum því sað þakka, að hann hefði lagt á ráð um að senda her á hendur Knúti Danakonungi, sem þá var í miklum uppgangi. Ekkert verður sagt um það með vissu, hvort þetta var hinn sami Ekkehard, og munk- «r sá, er um getur í sögu vorri. Sumir hafa jafnvel haldið því fram, að fleiri munkar með þessu nafni, hafi búið í St. Gall klaustrinu, og sá sem skrifaði Valters- kvæðið hafi ekki verið sá sami, sem uppfræddi hertogafrúna í latínu. En þeir, sem lesið hafa nákvæmlega þessa sögu, sem nú er á enda, vita betur um það. Aðeins eigum við eftir að drepa ofur- lítið á æfi sumra þeirra manna, sem getið hef- ir verið um í þessari sögu. Heiðveið hertogafrú giftist ekki aftur og náði hárri elli í guðræknu ekkjuh'fi. Hún stofnaði síðar ofurlítið klaustur í Hohentwiel og gaf til þess eignir sínar í Alemóníu. Strang- lega bannaði hún að nafn Ekkehards yrði nokkuru sinni nefnt í sinni nærveru, en oft og mörgum sinnum las hún Valterskvæðið, og var það henni til stöðugrar huggunar í einver- unni. Eftir því sem munkarnir reikna og segja — þó þeir reyndar hafi enga sönnun fyrir skoðun sinni — þá á hún að hafa lært það alveg utanað. Praxedis þjónaði húsmóður sinni með trú og dyggð nokkur ár lengur, en smám sam- an greip hana svo ómótstæðileg heimþrá ti! hins sólríka Grikklands, að hún lýsti því yfir, að hún gæti ómögulega dvalið lengur í Svab íu. Hertogafrúin gaf henni fararleyfi og ’fékk henni ríkulegan heimanmund. Mleð fömneyti hins riddaralega herra Spazzo hélt Praxedis til Feneyja, en grísk skúta tók þar við hinni fögru mey, og flutti hana alla leið tO borgar St. Markúsar í Bysantínu. í>jón- «stumeyjarnar í keisarahöllinni þar hlustuðu oft efagjarnar á frásagnir hennar af lífinu kringum Konstanzvatnið, og um hina trygg- lyndu útlendinga, sem bjuggu á bökkum þess, =a)veg eins og hún væri að segja frá einhverju töfravatni og æfintýralandi. Moengal gamli hélt áfram enn um nokk- ur áraslceið, að hafa umsjón með andlegri velferð sóknarbarna sinna. Þegar Húnar gerðu sig líklega til að ráðast aftur inn í landið, hrant hann mjög heilann um það, hvernig bezt væri að taka á móti þeim. Hann ráð- gerði að grafa nokkur hundruð djúpar gryfjur, og þekjá þær með trjágreinum og burknum, 'Og bak við þær skyldu þeir svo bíða óvinarins í þéttri fylkingu svo hestar og riddarar mættu bíða hraklegar ófarir. En þessir hatrömu fjend- ur komu aldrei í augsýrí, svo að sóknarprestur- inn varð af þeirri ánægjunni, að mola haus- kúpur þeirra með sinni tröllslegu kylfu. Hægt og friðsælt andlát beið hins aldna veiðimanns, þegar hann lagðist einn aftan til hvíldar, eft- ir gifturíka veiðiför. Sígrænt tré óx upp af gröf hans í skjóli steinkirkjunnar. Það var hærra og sterkara en nokkurt annað tré á því svæði, og fólkið sagði, að það hlyti að vera afkvisti af hinu góða barefli prestsins, sem kallað var Cam- butta. Adifax, geitasmalinn, lærði gullsmíði, og settist að í Konstanz undir vernd biskups- Ins, og þar smíðaði hann marga ágæta gripi. Seinna giftist hann og eignaðist erfingja, og var hertogafrúin guðmóðir fyrsta sonar bans. Burkhard, klaustursveinn varð frægur á- bóti að St. Gall klaustrinu og orti við hátíð- leg tækifæri mörg önnur latnesk kvæði, sem góðu heilli hafa glatast seinni tímum. Allt þetta fólk hefir fyrir löngu síðan orð- ið að dufti og ösku, og safnast heim til feðr- anna. Aldirnar hafa runnið hver eftir aðra yfir þær stöðvar, þar sem forlagaþræðir þeirra voru spunnir, og nýjar sagnir komið í stað hinna gömlu. Hohentwiel hefir orðið að reyna margt síðan, bæði á friðarárum og ófriðarárum. Margir riddarar riðu út af hliðum hans, og margir fangar vanmegnuðust í fangelsunum, unz hinn örlögþrungni tími kom fyrir kastal- ann sjálfan, er hann var sprengdur í loft upp af óvinaliði einn maímorgun. Nú á tímum er það friðsæll staður, og una geiturnar sér vel innanum rústirnar og kring- um þær. En hinumegin við hið glamp- andi Konstanzvatn gnæfir Sentis í blámóðu- fjarska, eins tignarlegur og áður. Og það er ennþá unaðslegt, að liggja í hinu gróður- ríka grasi, og horfa yfir landið. Sá, sem skrífaði þessa bók, hefir eytt mörgum indælum sumarkveldum í þessum fjallahlíðum, sem ókunnur gestur, meöan krákar og dúfur flögruðu í kring um hann eins og til þess, að hæða hann í einstæðings- skap sínum. Þær sáu ekki, að umhverfis hann var glöð og virðuleg samkunda — því meðal rústanna stóðu allar þessar persónur, sem lesaiinn hefir kynst. Og allt þetta fólk sagði honum söguna með miklum skýrleik og nákvæmni, um allt það, sem borið hafði þar við, og hvöttu hann til að skrifa það niður, svo það fengi að lifa aftur í hugum hinnar hröðu og umsvifamiklu nútíðar. Ef honum hefir heppnast, lesari góður, sem hlustað hefir með þolinmæði þar til nú, að draga fram glöggar myndir hinnar fjar lægu fortíðar, þá skaltu líta svo á, að erfiði hans og áreynsla hafi hlotið ríkuleg laun. Lifðu í guðs friði og sýndu höfundinum vinsemd næsta sinn. ENDIR. | Husið milli grenitrjánna ! í stiganum heyrðist fótatak. Framdyrn- ar voru opnaðar og þeirn lokað aftur. Bein- vaxin, gráklædd persóna með þykka blæju fyrir andliti sínu, gekk hægt en liðlega eftir stígnum milli sortulyngsreitanna. Lásinn fyr- ir háa, gamaldagsgirðingarhliðinu skrölti hátt og gráklædda persónan gekk niður eftir kyr- látu götunni, þar sem tré voru gróðursett ti! beggja hliða, í hinu nýbyrjaða septemberrökkri. Ungfrú Karólína Baxom snéri sér frá glugganum þar sem hún hafði staðið og horft á eftir ungu stúlkunni. “Mér líkar þetta ekki,” sagði hún við systur sína, ungfrii Emily. “Mér líkar tþað alls ekki.” ' * “Það er dramb — aðeins dramb. Það hefir nú skeð, og verður ekki úr bætt. Hún verður að reyna að gera sér eins gott af því og hún getur,’’ sagði ungfrú Emily. Hún sat fyrir framan eldstæðið, þar sem brast og brakaði í eldiviðnum. “Ó, Emily, hvernig getur þú talað þann- ig?” sagði systir hennar. “Það er ekki ein- göngu dramb — það hefir breytt öllu fyrir henni, henni hryllir við þeirri meðaumkun, sem hún veit að allir muni hafa með sér. Ef þú hefðir verið eirís falleg og hún.” “Hún,” muldraði ungfrú Emijy og færði sig nær eldinum. Ungfrú Karólína lét sem hún sæi ekki óánægju hennar. “Ef þú heföir verið eins falleg og hún,” endurtók hún alvarleg, “og hefðir orðið fyrir álíka ógæfulegri tilviljan, og fengið jafn ó- prýðandi ör í andlitið, — ör, sem breytti þér frá hinni fegurstu stúlku í margra mílna um- hverfi í — í það sem hún nú er, hvernig myndi þér hafa líkað það?’’ “Hum,” muldraði ungfrú Emily aftur,v “ég hefði reynt að sætta mig við það eins vel og ég gæti. f fyrsta lagi hefði ég aldrei ekið með Frank Murchie. Eins og hann ók bif- reiðinni sinni, hlaut að enda með ógæfu. Og hefði ég verið með honum þegar óhappið skeði, þá hefði ég verið forsjóninni þakklát fyrir það - að ég fékk að losna við hann lifandi.” “Eg veit ekki hvort það var gæfa,” sagði ungfrú Karólína. “Ef hún heldur áfram að líta á það eins og hún gerir nú — forðast allar aðrar manneskjur — finnst mér—næstum— stundum—” Ungfrú Emily snéri sér við og leit til henn- ar allæst. “Rugl og vitleysa!’’ hvæsti hún. Hún jafnar sig með tímanum. Tíminn læknar allt. Hún mun átta sig á því hve heppilegt það var, að hún slapp lifandi — jafnvel þó andlit hennar — ég ætla að viðurkenna að það var óvenjulega fallegt andlit, Karólína — sé afskræmt fyrir alla æfina.” “Hún heyrir til þeirrar tegundar ungra meyja, sem ætti að hafa stóran hóp ungra manna í kringum sig,” sagði ungfrú Karólína, “og nú—” “Og nú er engin von íynr hana hér eftir tii æfiloka af því tagi,” sagði hin hörku- lega. “Það verður hún að læra að skilja. Það er margr annað sein er meiia virði á lífsleiðinni, heldur en dans og tilgerð.’’ “Já, Emily, en það liryggir mig að sjá hana ganga svo þögula og kyrláta um kring, og aðeins fara út þegar dimt er orðið og ávalt einmana. Hún er eini náni ættingin okkar, Emily,—idóttir okkar eigin systur. Þenna tíma sem hún hefir verið hér, er hún orðin mér mjög kær; hún var svo falleg og glöð, sannarleg- ur sólargejsli; full af fjöri og æsku. Hvers vegna átti þetta líka að koma fyrir hana?” “Þeirri spurningu getum við ekki svarað,” sagði ungfrú Emily. “En það er voðalega sorglegt, að hún skyldi særast í andlitinu, óg ég er hrædd um að enn bætist gömul ung- frú við fjölskylduna.” * ¥ * Við endan á þessari stuttu götu snéri Barbara Rapes sér í áttina til árinnar. Litlar stjörnur, birtudaufar komu í ljós á hinum heiðríka himni septembermánaðarins. í vestri blikaði ennþá hinn1 . rauði bjarmi sólarinnar, er hvarf niður fyrir sjóndeildar- hringinn — Síðustu þrjá mánuðina hafði hún reynt að sýna móðursystrum sínum brosandi andlit, en aðeins hún ein vissi hvað það kost- aði hana. Hún alein vissi um hræðsluna, sem hún fann til, þegar hún innan luktra dyra stóð fyrir framan spegilinn, og horfði á rauða örið, sem lá upp og ofan eftir hægri kinninni — örið, sem dró annað augnavikið liægra megin niður á við og munnvikið þeim inegin upp á við. Betra Hafranijöl--Betra Leirtau í hinum NÝJlJ'Tvíinrisigluðu” Pökkum Rpbin Hood Rðpid BEST } ví það er ofn-þurkað svo með öðrum orðum en þeim réttu, það sem eftir var. Áður en Barbara vissi hvað hún gerði, hafði hún sagt: “Nei, nei! þetta eru ekki þau orð." Hún snéri sér við til að flýja en röddin stöðvaði hana. “Þekkið þér þetta kvæði?’’ spurði hann. “Eg væri yður mjög þakklátur, ef þér vilduð syngja það fyrir mig. Píanóið stendur hérna til hægri handar við dymar. Eg ætla að setjast út í horn og vera þar alveg kyr.” Engin af þessum glöðu og skemtilegu manneskjum, sem fyllt höfðu þetta gamla hús með spaugi og hlátri skyldi nokkuru sinni fá að sjá hana þannig. Hún treysti sér ekki til að þola meðaumkun þeirra; og hún vissi að hún gæti séð meðaumkunina í augum þeirra, þegar þeir sæi hana eins og hún var nú. Þessi hugsun vaknaði hjá henni og sannfærði hana um þetta, þegar Emily frænka hennar var búin að koma henni fyrir í rúminu, og snéri andliti sínu frá henni um leið og hún rétti henni Hann hafði ekki spurt hver hún var — eða hvers vegna hún væri komin þangað. Hann talaði eins og hún væri búin að vera lengi inni í stofunni. Hún heyrði einhvern ganga um gólfið og stól vera hagrætt. “Þér eruð líklega ekki farin? Eg hef ekki hrætt yður til að flýja burt?” sagði hann kvíðandi. Eg sit hér í króknum og bíð. Eg elska þenna söng, og mig langar svo mikið til að kunna hann rétt. Er þetta til of mikils mælst?" spegilinn, sem hún hafði beðið um. Hún vissi að hér eftir myndi lífsferill sinn verða öðruvísi og allur annar, en hún hafði hugsað sér, en hvernig hún ætti nú að haga sér og hvaða lífsstefnu hún ætti að taka, var hún enn óráðin í. Hún snéri inn á þá braut, sem lá yfir hæða hryggina við ána. Sólsetursbjarnrínn var nú horfinn og hinríninn þakinn björtum stjöm- um. Hún hélt áfram án þess að hafa ákveðið hvert hún ætlaði, þangað til hún kom að girð- ingu, sem lítill stígi lá beggja megin að, svo auðvelt var að ganga yfir hana. Fyrir innan girðinguna stóðu mörg há og greinarík greni tré. í rökkrinu sá hún óglöggt móta fyrir húsi umkringdu af bergfléttum. Hún vissi að þetta var eitt af sumarskýlunum sem mikill fjöldi var af á árbakkanum. Það stóð svo rólegt og kyrlátt á milli grenitrjánna og engin hreyfing heyrðist eða sást í krjngum það. Barbara gekk upp og ofan stigana litlu yfir girðinguna, hana langaði til að sjá húsið betur. Þegar hún hafði gengið lítinn spöl, heyrði hún sungið og leikið á píanó, og barst hljóðið til hennar í kveldkyrðinni. Hún stóð kyr og hlustaði; það var karlmannsrödd, ekki sterk rödd, en hrein og skýr barst hún til hennar á milli grenitrjánna. Barbara læddist nær og með varkárni, aðallega til þess að heyra betur. Húsið var umkringt af breiðu sólbyrgi, sem nokkurar stórar glerhurðir lágu að. Gegnum einar af þessum opnu dyrum ómaði söngurinn; og einmitt á sömu stundu og unga stúlkan lædd. ist upp tröppuna, og inn í sólbyrgið, á tánum, byrjaði maðurinn á einum af uppáhaldssöng- um hennar, sem vakti endurminningu hennar um alla hina glöðu, ánægjuríku daga, áður en nokkurt óhapp vildi til. Hún hugsaði alls ekki um það að hún hafði troðið sér inn á annara landeign. Hún andaði að sér vindilsilminum með ánægju, sem lagði út um opnu dyrnar, og hlustaði á þenna ósýnilega söngvara í skógumkringda hnsinu. Hún gleymdi um stund hinum síðustu löngu og leiðinlegu mánuðum; og nú lyfti hún blæj- unni frá andlitinu og augu hennar geisluðu af ánægju. Söngvarinn mundi ekki síðustu hending- ar kvæðisins, hann hikaði ofurlítiö og söng Röddin var mjög þægileg, með dálitlum þungsinnishreim. Kinnar Barböru voru afar heitar, og hún gekk ósjálfrátt eitt skref aftur á bak. En svo fann hún tóbaksilminn aftur; hún herti upp hugann og gekk inn um dyrnar. Hún sá óglöggt að maður sat lengra inni í stofunni, sem var afar dimm, blóðrjóð í kinn- um með mikinn hjartslátt settist hún við pianóið, og söng hálfhátt með blíðu, skýru röddinni sinni “Þannig eru hendingarnar í versinu," sagði hún, þegar hún var búin að syngja það. “Kæra þökk fyrir,” sagði hann. “Viljið þér ekki líka syngja hin versin fyrir mig?” Hún söng betur en hún hafði nokkuru sinni sungið áður. Lág stuna heyrðist frá manninum. Barbara söng öll versin. “Þökk fyrir,” sagði maðurinn aðeins, þeg- ar liún hætti. “Þér hafið indæla rödd.” Barböru skaut nú skelk í bringu yfir sinni vanhugsuðu framkomu, stóð upp og gekk út í sólbyrgið. Að maðurinn hafði ekki hreyft sig af stólnum, það var hún viss um. “Viljið þér ekki koma aftur og syngja fyrir nríg?” spurði hann. “Eins og núna — óþekt — í myrkrinu, eins og maður sér anda. ég er stundum mjög einmana,’’ bætti hann við. “Jú,” svaraði unga stúlkan. “Jú, eins og í kveld — sem — rödd að nóttu til. Ef ég má koma þannig—” “Ó, já,—gerið þér það,” sagði hann með biðjandi róm. * * * Ilún gat heyrt slög hjarta síns, að henni virtist, þegar hún hljóp á milli grenitrjánna heim á leið. Hún vissi að þetta var ekki nein veruleg gæfa, aðeins augnabliks, þokuskyggð- ur ljósgeisli, en hún festi huga sinn við hann eins og druknandi maður er nær í strá. En þetta var þó betra en beisku hugsanirnar, ein- veran og verða að forðast aðra sökum með- fædds mikillætis; jfnvel þessi litli, þokuskyggði ljósgeisli var betri en ekkert. . Þau sungu saman í þessu dimma, litla húsi, þau töluðu saman, hlógu saman; yfir þeim báðum hvíldi æfintýranna og skáldsagn- anna töfrablær. Hann sat alltaf í fjarlæga króknum, og hún alltaf á rönd stólsins við dyrnar, eins og hún væri við því búin að flýja. (Framh. á næstu síðu)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.