Heimskringla - 18.12.1929, Side 6

Heimskringla - 18.12.1929, Side 6
o. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 18. DES., 1929 Kosningin Kýmnissaga eftir Stcphcn Leacock Islenzkað hefir Stefán Einarsson Spurðu miif ekki að hvaða kosning það var. I>að getur hafa verið sam- bands- fylki's- ríkis- eða airikiskosn- ing fyrir öllu seni ég veit um það. Að líkindum hefir hún verið háð víða um land; þó var mér ekki af sjón og reynd kunnu'gt um það nema i Missinabahéraði eða í bænum Mariposc, sem var miðstöð héraðs- ins, og þar af leiðandi sjálfkjörinn brennipunktur kosninga-skothríðarinn- ar. Hitt er mér aftur ljóst, að kosning- in var mikilsverð og að á úrslitum hennar ultu sum mikilvægustu mál þjóðarinnar, eins og ti! dæmis það, hvort Mariposa ætti að verða hluti af Bandarikjunum, hvort fáninn, sem svo hundruðum ára skifffhafði blakt- að við hún á Tecumseh skólahúsintt, ætti að vera troðinn undir fótum út- lends ránslýðs, hvort Bretar ættu að verða þrælar, hvort Canadamenn ættu að verða Bretar, hvort bændastéttin myndi nú sýna sig seni sanna Cana- damenn—og ótal mörg önnur mál þessu lik. Og samfara þessu var svo mikill ys og þys og fánaburður og blysfarir Og trumbusláttur, að þó eitthvað svip- að hafi veriö að gerast annarsstaðar, hlaut það að vera smávægilegt og einskisvert, borið saman við undir- búninginn og viðhöfnina i Missinaba- héraði. I'ar sem þetta er nú allt um garð .gengið, getum við i ró og næði hugs- að um það. Við vitum með %rissu, því það dylst nú engum, að kosningin í Canada barg brezka ríkinu, að Mís- sinaba barg Canada, aö atkvæða- greiðslan í Tecumseh kjördæmi barg Missinaba, og þeir af okkur, sem voru sigursins megin— já, um það er óþarft að orðlengja. Við viljum ekki gera neitt meira úr þvi en það var. Sé enn á það minnst, er það með gætni og hæg'ð gert og mjög blátt áfram og sjaldnast oftar en þrisvar til fjórum sinnum á dag. En kosningu þessa skilurðu ekki til hlítar, hvorki allan undirbúninginn. fundarhöldin, tilnefninguna og at- kvæðagreiðsluna, nema því aðeins, að þú fyrst kynnist hinu einkennilega á- Hljómuiinn hæsti Ótal raddir hljóma þér í hug hefjast upp og lækka síðan flug. Ýmsar þeirra eru fals og tál— eiturdropar fyrir þína sál. Hlusta vel — og heyra muntu þá hljóm, er streymir loftsins bylgjum frá. Yfir stígur allan jarðarglaum, ómur sá, og hafsins voðastraum. Ómur þessi, undur hreinn og skær, instu hjartastrengjum þínum nær. Strax er alt sem öðlast þú, í vil, engin sorg í brjósti þínu til. Ómi þeim fær engin tunga lýst, er hann gegn um 'sálarveldið brýzt. Enginn þekkir hámark þessa hljóms, hulið valdi guðlegs eigindóms. Maður sá, er heillast hljómi þeim, hlýtur dýrsta tilverunnar seim: ódauðleikans elsku, trú og von öðlast fyrir Jesúm Drottins’ son. Himna söngur, herrans náðar ljóð hræri, næri, styrki þjóðablóð! Helgur logi herrans kærleiksarns hlúi neggi sérhvers jarðarbarns! —Jóh. örn Jónsson. —Manufacturers of— Lager Red Fox Stock Ale SHEA’5 WINNIPEG BREWERY LTD. Colony -r- Brydges Ave. Skrifstofa: 901 Main St. Sími 37 011 — — Sími 55 622 Gleðileg Jól og Farsæls Nýárs óska öllum viðskiftavinum sínum 5HEA’S sigkomulagi stjórnmálanna í Mari- posa. I Mariposa er hver einasti maður annaðhvort íhaldssinni eða frelsis- sinni. Telji hann sig hvorugt, er hann vanalega hvorutveggja. En svo mikið er vist, að sumir hafa alla æfina fylgt sama flokkinum. Eru þeir stundum kallaðir hinir “ólækn- andi.” I>eir hafa einu sinni fyrir allt lært landsmálafræðin sin svo vel i flokksskólanum, að þeir geta greitt úr hvaða vandamáli sem er á fjórum sekúndum’. Um leið og þeir hafa fest hendur á blaðinu sínu í morgun- póstinum, geta þeir ráðiö umsvifa- laust hverja stjórnrnálalþraut ^em fyrir þá er lögð. Svo eru aftur aðrir, sem hafa sett sér það mark og mið að vera víðsýnir og andlega sjálfstæðir og greiða þeir atkvæði með ihaldssinna i dag en frelsissinna á morgun, allt eftir því hvernig i segl andlega sjálfstæðisins blæs. F.í viðsýnið segir þeim að þeir hafi hag af því að greiða frelsissinnunt at- kvæði sitt i einhverju máli, þá gera þeir það. Sé engin hagur í því af- segja þeir að vera þrælar nokkurs flokks eða flokksleiðtoga. I’ing- mannaefnum er á náðir flokksfylgis- ins’ leita, er því fyrir beztu, a'ð halda sig fjarri þeim. í Mariposa verða allir að hafa einhverja stjórnmálaskoðun. Undan þvi kaupir sig enginn. Auðvitað get- ur staðið svo á, að það komi sér illa, að sýna stjórnmálaspilalitinn, og verð- ur þá ekki við því gert. Frá þess- ari reglu, eins og flestum öðrum regl- um, verða því nokkrab undantiekn- ingar. Tökum Trelawney gamla. póstmeistara, til dæmis. Hann hlaut fyrir mörgttm árum atvinnu sem póst- ur hjá MacKenzie stjórninni sælu. Nokkru seinna fékk hann stöðu hjá Macdonaldstjórninni við að lesa : sundur þréf t pósthúsinu. Og loks ^erði Tupper stjórnin hann að frí- merkja-stimplara. Trelawney sagði alltaf, að hann hefði enga stjórn- málaskoðun. Sannleikurinn var 5á, að hann bjó yfir þeim helzti mörg- um. Svipað var því farið með prestana í Mariposa. Þeir höfðu enga stjórn málaskoðun ----- allsendis enga. Eigi að síður auglýsti Drone Baptista-pró- fastur ávalt um það leyti er kosning- ar fóru fram, texta á þessa leið : "Sjá ! er ekki einn réttlátur maður til í Is- rael ?” Eða : “Ö, er ekki breyting- apna tími enn í r.áncí?” Flestir frjálslyndu kaupsýslumennirnir vissu hvað klukkan s!ó og týndust þá einn Og einn út úr kirkjunni meðan a messunni stóð. í Presbýtérakirkjunní var þessu eins farið. Presturinn sagði að vísu, að hin helga köllun sín leyfði sér ekki að taka neinn þátt í stjórn- málum og fjarir væri sér sem drott- ins hirði, að mæla köld orð í garð nokkurs kristins bróður. En þegar svo sé komið, að hinum óguðlegu sé I hampað og hossað upp í æðstu stöð- ur í þjóðfélaginu (þ. e., að íhalds- maður hafi verið tilnefndur sem þing- tnannseínij þá ætli hann ekki að láta starf sitt í víngarði hins æðsta, aftra sér frá, að segja álit sitt um það. Þegar hér er komið ræðunni, eru sæti íhaklsmanna flest orðin auð í kirkjunni, svo presturinn heldur áfram að sýna með innvitnunum í biblíuna, að hinir gömlu góðu Hebrear hafi allir verið frjálslyndir, að þeim ein- urn undánskildum, er drukknuðu í flóð inu og þeim, sent fórust—og ekki með öllu að óverðskulduðu—á eyðimörk- inni. Eins og tekið var fram er ekki hart tekið á því þó vissir menn, svo sem skrifstofustjórar, prestar, kenn- arar og gistihúsastjórnendur, segist skoðanalausir í stjórnmálum. F.n haldi nokkur annar því fram í Mari- posa er undantekningarlaust og undir- eins litið á hann sem bragðaref, og menn fara að grufla út í og furða sig á hvar fiskur liggi undir steini til að beita öngulinn fyrir. Bærinn og héraðið spriklar af stjórnmálaáhuga. Og þeir sem að- eins hafa séð stjórnmálasamkundur í neðri deildinni í Westminster eða efri málstofunni í Washington, en hafa aldrei verið á fundum íhalds- eða frelsissinna í Tecumseh skólanum, rista ekki djúpt í stjórnmálaþekk- ingu. Það má því nærri geta hvernig mönnum varð við það í Mariposa, er sú fregn barst út að Georg konung- ur hefði leyst upp þingið i Canada, og hefði sent íbúum Missinaba-héraðs skiflega beiðni unt að kjósa fyrir sig annan þingmann en John Henry Bagshaw vegna þess aö hann nyti ekki trausts stns lengur. Kontingtirinn er auðvitað vel þekkt ur og ekki nema að góðu einu í Mariposa. Það mundu allir eftir því þar er hann heimsótti bæinn á ferð sinni um Canada og nam nokkra stund staðar á járnbrautarstöðinni í Mariposa. Þó að hann væri þá að- eins prins, safnaðist hópur manna niður að járnbrautarstöðinni, og allir fttndtt til þess, hvílik skömtn það var, að prinsinn skyldi ekki hafa tíma til aö sjá meira af bæniim en járnbraut- arstöðina og viðarhrúgttrnar um- hverfis hana, sem auðvita'ð gæfu mjög ranga hugmynd um bæinn. Eigi að síöur kontu allir niður á stöðina og íhalds- og frelsissinnar voru þar hver innan um annan og hegðuðu sér sem vinir og jafningjar, svo að prinsinn yrði ekki var neins flokkarígs hjá þeim. Hann varð heldur ekki neins slíks var. Þeir lásu honum ávarp um spekt og friðsemi þegna hans og hollttstu þeirra við rikið. Á hitt forðuðust þeir að minnast, rifrildið sem varð út af bæði bryggjusmtð- inni og því hvar nýja pósthúsið var reist. Þeim fannst óþarft og ósann- gjarnt a'ð raska nú ró og gleði prins- ins með því. Seinna, sem konungur, yrði hann auðvitað að fá að vita allt ttm það. En nú var mest utn vert, að hann færi þaðan með þá hugsun, að óslitin ást og eindrægni rikti hjá þeim. Að öðru leyti var ávarpið svo vel orðað, að það varð prinsinttm til ó- blandinnar gleði að hlýða á það. Eg held. að þeir skilji konunga æði vel í Maripósa. I hvert skifti sem konttngur eða prins kemur þangað, reyna þeir ailt sem þeint er unt, að sýna hontim björtu hliðina á hlutun- unt og lá‘a hann halda, að þeir standi saman sem einn maður. Pepperleigh dómari og Dr. Gallagher sem jafnt og þétt eltu grátt silfur saman út af stjórnmálum, leiddust nú aftur og frarn um járnbrautarstöðina eins og bræðttr, til þess eins að láta prinsin- uttt líða vel. Það vakti því engar spurningar hjá þeim er þeim barst fréttin um það, að konungurinn hefði misst traust á John Henry Bagshaw, þáverandi þing ntanni þeirra. Það var nú það? Gott og vel! Þá er að kjósa kon- unginum einhvern annan undir eins. Já, jafnvel hálfa tylft, ef hann þarf á þeim að halda. Þeirn stóð á sama. Þeir myndtt kjósa allan bæinn, mann fyrir mann, heldur en að láta kon- ungimt ltafa nokkrar áhyggjur. Að vísu hafði íhaldssinna svo árunt skifti stórfurðað á því, að kbnttngur- Manitoba Co-operative Poultry Marketing Association Ltd. Stofnsett 1922. Löggilt undir Provincial Co-operative Association lögunum frá 1924 Félagatala 1922—719 Félagatala 1929—12500 STÖRF Að útvega sölu fyrir hænsni, slægtuð eða lifandi, óg á eggjum og að sortéra og bæta þéssa markaðsvöru. ÁFORM Að minnka sölukostnaðinn frá því að varan fer úr höndum framleiðanda og þar til hún kemur í hendur neytandans. Einnig að bæta vöruna. Og þetta hefir samlagi þessu heppnast að gera. HVAI^EGG ERU KEYPT Brandon, Carman, Lundar, Neepawa, Winnipeg UMSETNING FYRIR ÁRIÐ 1929 Af eggjum 174 járnbrautarvagnlilöss, slægtuðum liænsnum 80 vagnhlöss, lif- andi hænsnum 14 vagnhlöss. Þessi félagsskapur höndlar vörur sínar ódýrara en nokkur annar félagsskapur af sama tæi. Vér bjóðum yður velkomin í félagið. Verðið herra yfir yðar eigin vöru. Skrifið eftir upplýsingum til- Manitoba Co-operative Poultr y Marketing Association Ltd. 185 MARKET ST. E. — WINNIPEG

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.