Heimskringla - 11.06.1930, Side 1
XLIV. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 4. JÚNÍ, 1930.
NÚMER 3ÉP
DYERS & CLEANERS, LTD.
Er fyrstir komu upp vnni a?5
afgreit5a verkitS sama daginn.
Lita og hreinsa fvrir þá sem
eru vandlatir.
W. E. THURBER, Mgr.
Sími 37061
DYERS & CLEANERS, LTD.
SenditS fötin yöar met5 pósti.
Sendingum utan af landi sýnd
somu skil og úr bænum og á
sama vert5i.
W. E. THURBER, Mgr.
324 Young Str., Winnipeg.
Heimfararnefnd Vestur-Islendinga
er fer með stióra IhóprMim á s. s. Montcalm frá Mont?eal Þ>* Mr. Asmundw
Jó&iaffiinssoKi ©g| «Sr. K,ö^nval€Í^o.r Fét^arssoi^ era Romiair Iheirni a injtidan.
Rögnvaldur pétursson, d.d.
gjaldkeri Heimfararnefndarinnar
SÉRA RAGNAR E. KVARAN
ritari Heimfararnefdarinnar
SÉRA JÓNAS A. SIGURÐSSON
forseti Þjóðræknisfélagsins
ARNI EGGERTSSON
fulltrúi Canada á Alþingishátíðinni
GUNNAR G. BJÖRNSSON
skattanef ndarf ormaður Minnesotar
ríkis og fulltrúi þess á Alþingishá-
tíðinni. '
JÖN J. BILDFELL
formaður Heimfararnefndarinnar
ASMUNDUR JÓHANN SSON
fasteignasali
W. H. PAULSON
fylkisþingmaður
Fulltrúi Saskatchewanfylkis 4
hátiðinni.
FRÉTTABRÉF FRÁ BLAINE
Sál mín er eins og sálmur
Sál mín er eins og sálmur og syngjandi englahjörð og hugurinn helgar tíðir er til himinsins stíga af jörð.
og blóðið í æðum bunar sem bænir af dýrlings vör, og andinn hins æðsta leitar sem önd manns á himnaför.
Og heimurinn heilagur verður og himnaríki á jörð, því ástin er æðstiprestur við allsherjar þakkargjörð.
Og þó eg elski þig eina, eg elska hvem volaðan mann. í ást minni til þín einnar eg öðlaðist kærleikann.
Eg helgaðist við þitt hjarta» — og hreinleikans merki ber. Hver andardráttur er dreginn til dýrðar guði og þér.
Magnús Á. Árnason Point Roborts, Wash. 12. apríl 1930.
Frh. frá síðasta blaði
SögiUegir atburðir, tveir eða má-
siíe þrír, tilheyra Fríkirkjusöfnuði
sérstaklega á þessu ári. Það er: 1.
Lagning hornsteinsins að kirkju hans,
Opnun kirkjunnar, og 3. Kirkju-
v*&slan, sem hvort fyrir sig hafði
sérstaka þýðingu fyrir hann og fór
al>t myndarlega fram. Við horn-
steinslagninguna voru ekki margir,
enda vont veður, og ekki aðrir prest-
ar en séra H. E. Johnson, þá þjón-
andi prestur safnaðarins, er stýrði
Þeirri athöfn, og séra Albert E.
Kristjánsson. Þetta skeði 25. marz
1929. i hornsteininn var látið það
sern hér segir: Ræður prestanna H.
Johnson og A. E. Kristjánssonar,
fluttar við þetta tækifæri. Avarp
eftir öldunginn okkar blinda Magnús
Jónsson frá Fjalli — þar lesið upp af
G. Johnson. Nýja Testamentið.
Trú 0g þekking, eftir séra Friðrik
Bergmann. ódauðleika«annanir,
°g 1. hefti af Straumum, með sið-
Ustu páskaræðu Haraldar Níelsson-
ar og mynd af honum, og stutt yfir-
yfir kirkjulega starfsemi í Blaine
eftir M. J. B. Auk þess talaði og
forseti safnaðarins, Mr. Jón Veum,
uokkur vel valin orð við þetta tæki-
faeri.
, Annað: Opnun kirkjunnar sunnu-
daginn 26. mai 1929. Hófst sú at-
höfn kl. 11 f. h. með guðsþjónustu,
Buttri af presti safnaðarins, séra H.
Johnson, sem við það tækifæri
Butti eina af sínum ágætis ræðum.
Auk þess fermdi hann sjö börn og
skírði eitt. En séra Albert E. Krist-
jánsson frá Ballard flutti bæn. Kirkj-
an var troðfull af fólki, sem flest
eða allt var þar komið til að sam-
fagna Frikirkjusöfnuði með hið nýja
°g vandaða heimili hans. Að guðs-
Þjónustunni lokinni, eða kl. 1.30, fór
hópurinn ofan í samkomusalinn. Þar
v°ru þrjú borð eftir endilöngum sal
Uieð fannhvítum dúkum. Settust
eestir að borðum og neyttu góðrar
öiáltíðar, sem fallegustu stúlkur
safnaðarins báru fram. Að lokinni
fnáltíð kallaði forseti fram þessa
*nenn til ræðuhalda: Herra Smith,
enskan fasteignasala og einn af
helztu borgurum þessa bæjar; séra
Sjeffern, prest Congregationalista
hér í bæ, frjálslyndan og góðan
dreng. Höfðu þeir margt gott að
segja um Islendinga og sérstaklega
þennan nýja félagsskap og kirkju
hans. Þá kallaði Veum fram hvern
á eftir öðrum, þá prestana H. E.
Johnson og Albert E. Kristjánsson
frá Ballard. Fóru allar þessar ræð-
ur fram á ensku máli. Sjálfur hélt
Jón Veum gagnorða og viðeigandi
ræðu á ensku.
Kl. 8.30 s.d. hófst síðasti þáttur
þessa eftirminnilega dags með venju-
legri guðsþjónustu, sem prestur safn-
aðarins stýrði. En séra Albert flutti
ræðuna — eina af hans mörgu merki-
legu ræðum. Ekki er hér rúm eða
timi til að taka útdrátt úr þeirri
ræðu, og var hún þó vel þess virði.
En hér verður þó staðar að nema.
Þriðja var kirkjuvígslan, sem fór
fram 25: ágúst 1929, og hófst kl. 11
f. h. Athöfn sú var hin veglegasta.
I henni tóku fjórir prestar þátt. Séra
Ragnar E. Kvaran stýrði þeirri at-
höfn og fluttl aðalræðuna, framúr-
skarandi góða. Séra Friðrik A.
Friðriksson, Wynyard, Sask., flutti
eina þá hjartnæmustu bæn, er eg
minnist að hafa heyrt. Þeir séra H.
E. Johnson og séra A. E. Kristjáns-
son töluðu einnig við það tækifæri.
Auk venjulegs söngs, sem söngflokk-
urinn leysti ágætlega af hendi, venju-
fremur jafnvel, þó syngi vanalega
vel; söng hann og ný vígsluljóð eftir
þau Jakobínu Johnson og séra Fr. A.
Friðriksson, ort sérstaklega fyrir
það tækifæri. Eg held að það séu
engar ýkjur, að þetta hafi verið
lang veglegasta athöfn af nokkru
tæi eða við nokkurt tækifæri, sem
fram hefir farið meðal Islendinga í
Blaine.
Þeir lúthersku mega og minnast
þessa árs, sem merkisárs í sögu
þeirra. Þeir hafa bjargast með
presta eins og fyr segir; ekki haft
fastan prest nema tíma og tíma. En
fjármál þeirra hafa gengið afburða
vel, svo að við árslok 1929 höfðu
þeir mikið í sjóði. Stingur það mjög
í stúf við það sem áður verið hefir,
og sýnir að einnig þeim hefir klofn-
ingurinn verið til ávinnings. Þeir
hafa lært aS treysta sjálfum sér, og
fundið það traust á góðum rökum
byggt. Þegar menn fara svo mjög
að finna til þarfarinnar á hverju sem
er — sé það ekki beinlínis illt —
að þeir eru fúsir að leggja mikið á
sig fyrir það, þá fyrst eiga þeir skil-
ið að öðlast það og halda því.
Vér álítum klofninginn báðum
málsaðilum fyrir beztu, úr því að
þeir gátu ekki komið sér saman um
einn prest og eina kirkju. Þó svo,
að vingjamleg samvinna eigi sér
stað um þau mál, er öllum ættu að
vera sameiginleg. Og einhvern tíma
kemur að því. Einnig því, að allir
geti átt eina kirkju og hlustað á
sama kennimanninn, hvort sem hann
þá kallast prestur eða eitthvað ann-
að. En það á langt í land, en kem-
ur þó.
Einstakt mun það í sögu Vestur-
Islendinga að konur taki sig sam-
an til þess að heiðra eina systur
sina. En það skeði þó, og átti upp-
tök sin í Blaine undir forystu frú
Rósu Casper, sem var fmmkvöðull
þess, og með aðstoð nokkurra ann-
ara kvenna. Þessar konur gengust
fyrir stórkostlegri fjársöfnun í því
augnamiði að gefa umræddri systur
sinni fé til Islandsferðar, til þess að
hún megi verða sjónar- og heymar-
vottur {)úsund ára afmælis þingræð-
is islenzku þjóðarinnar, sem haldið
verður hátíðlegt í júní 1930. Guð
blessi þessar stórhuga konur.
Almennar fréttir: —
Arið 1929 mætti og kalla sam-
komuár, að því er Blaine-Islendinga
snertir. Aldrei í sögu þeirra hafa
verið svo margar samkomur. Má
sama segja um það, sem af er þessu
ári. Stafar það af tvennu. Fyrst
af því, að fleiri menntamenn hafa
komið til Blaine á þessum tíma en
undanfarandi ár, og flestir eða allir
hafa haft samkomur, eina eða fleiri
hver. I öðru lagi stafar það af fé-
lagafjölda, sem öll streitast við að
lifa af almenningi. Auðvitað eru
J>au almenningsafkvæmi, og eiga því
hjá honum uppeldisrétt, að svo miklu
/eyti sem þau miða til góðs, og það
gera þau öll, hvert eftir sinni stefnu
og vitsmunum leiðtoga sinna. Þau
eru ef til vill þyngsta skattabyrði
fólks, þegar alt kemur til alls, vegna
þess að sú byrði, þ. e. þarfir félag-
anna, eiga engin takmörk, eru aldrei
fylltar. En samkomurnar eru yfir-
leitt mun betri, en áður tiðkuðust
þær, og er það góðs vilja vert. Fé-
Jagafjöldinn skapar samkeppni, sem
knýr fram beztu krafta þeirra. Enda
oft meiri völ á nýjum kröftum og
góðum, sem eðlilega stafar af að
mjög miklu leyti heimsóknum fyr-
nefndra menntamanna, og aukinm
samvínnu milli Blaine og nærliggj-
andi byggða og bæja.
Félögin okkar í Blaine eru sem
fylgir:
Fríkirkjusöfnuður; og innan hans
vébanda, Safnaðar kvenfélagið, Ung-
mennafélag, söngflokkur og leikfé-
lag, sem kallast Iceland. Lútherskur
söfnuður og innan hans vébanda,
kvenfélag, ungmennafél, söngflokkur
og máske fleiri. Sjálfstæð félög:
SIGFCrS HALLDÓRS frá HöFNUM
ritstjóri Heimskringlu
GUÐMUNDUR GRIMSSON
dómari
Fulltrúi N. Dakotaríkis á Al-
þingishátíðinni.
Lestrarfélagið Harpa og Lestrarfé-
lagið Jón Trausti.
Samkomur: Frikirkjusafnaðarfólk
lék 17. desember s.l. “Syndir annara”
undir stjórn séra Ragnars E. Kvar-
ans, og með aðstóð frú Þórunnar
Kvaran, er annaðist um búninga og
útlit leikenda með manni sínum; í
samkomusal bæjarins og siðar að
Point Roberts. Aðsókn góð á báðum
stöðum. Um meðferð flokksins á
leiknum fórust séra Kvaran orð í þá
átt: “að hann hefði ekki séð annars-
staðar í Vesturheimi þetta leikrit
jafn vel leikið. Einstöku persónur
hefðu annarsstaðar verið betri, hvergi
slikur jöfnuður”. Skal þetta nægja.
Enginn efar dómgreind Kvarans, sem
oft hefir æft þenna leik áður og séð
hann leikinn. Síðar, þ. e. eftir að
Kvaran fór austur, lék sami flokkur
þennan leik aftur í Blaine, en hafði lé-
lega aðsókn Þá var flokkurinn búinn
að stofna leikfélagið Iceland. Mun
hafa haft tvo nýja menn eða persónur
í leiknum, í stað tveggja, sem gengu
frá, er félagið var stofnað. Síðan hef-
ir nefndur flokkur haft tvær sam-
komur, þ. e. þetta yfirstandandi ár,
og leikið “Arna á Botni”, kýmnis-
leik eftir Jón Jónsson frá Múnka-
þverá, og nú nýlega ítalskan leik á
ensku. I bæði skiftin var ágætur
söngur á milli þátta, bæði af bæjar-
fólki og aðfengnu. Aðkomandi menn
í síðara skiftið voru þeir herrar
Gunnar Matthíasson frá Seattle, Júl.
Samúelsson og Magnús Arnason frá
Point Roberts. Sá síðartaldi las upp
og lék nokkur kvæði eftir sig og
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi,
afburða vel. I fyrra skiftið var og
ívarsson frá Bellingham með harm-
oníku sína. Er hann og hljóðfæri
hans æfinlega velkominn gestur á
öllum samkomum. I bæði skiftin
hafði flokkurinn ágæta aðsókn, og
gerði víst flesta ef ekki alla ánægða.
. Síðari leikurinn var leikinn í safn-
aðarþarfir, og telst því til safnaðar-
ins, þ. e. Fríkirkjusafnaðar.
Ungmennafélag sama safnaðar
hefir haft þrjár samkomur siðan það
myndaðist A tveim þeim fyrri smá-
leiki, ræður, söng og upplestur. Síð-
(Framh. á 4. síðu)