Heimskringla - 11.06.1930, Page 5
WINNIPEG, 11. JtrNl, 1930.
HEIMSKRINCLA
5. BLAÐSIÐA
“Sálin hans Jóns mlns”, var leikin
Point Roberts fólki í samkomusal
F'rikirkjusafnaðar, 1. febrúar 1930,
undir stjórn hr. Magnúsar Arnason- I
&r, sem þar hefir verið nú um und-
anfama mánuði. Milli þátta sungu
og Point Roberts menn. Þar var og >
Ivarsson með harmoníku sína. Fengu
Þeir húsfylli af fólki, fullar hendur
fjár og lof svo mikið, að fáir, ef
hokkrir, sem hingað hafa komið í
samskonar erindum, hafa g?rt bet-
ur.
Pyrirlestrar tveir ,fluttir sinn af
hvorum þeirra, séra K. K. ólafssyni
frá Argyle og herra Arna Pálssyni (
frá Reykjavík, sá síðari 10. april,
hinn nokkru fyr, eða 27. fe’orúar s.l.
Báðir góðir og skemtilegir.
Fagnaðarmót hafa verið jhaldin.
Þessara minnumst vér að hafa heyrt
getið eða vitað af persónulega.
60 ára afmæli herra Jónasar Svan-
sonar, 12. október s.l., af nokkrum
vinum þeirra hjóna.
Heimsókn til hjónanna Halldórs
(Sleitustaða Dóra) og Kristínar
Johnson, í tilefni af því að þau fluttu
nýtt hús á landi þeirra. Mun lúth-
erski söfnuðurinn hafa staðið fyrir
Þvi.
Heimsókn til hjónanna Jóns og
Sólínar Peterson í sama tilefni, aí
Uokkrum vinum þeirra og félags-
systkinum í félaginu Jóni Trausta.
Báðar þessar ijeimsóknir mun j
hafa átt sér stað í janúar 1930.
Silfurbrúðkaup hjónanna óla og
Sigríðar Pálsson, 23 .febrúar, stóð
lútherski söfnuðurinn einnig fyrir
Því.
Silfurbrúðkaup hjónanna Rósu og
Kristjáns Casper, 7. april 1929. Fyr-
ir pví stóðu aðallega séra H. E.
Johnson og frú hans Matthildur. Það
fór fram í Moose Hall að viðstödd-
úm fjölda manns, sumir sögðu nokk-
úð á þriðja hundrað. ,
Var það óefað eitt af þeim vegleg-
ústu samsætum þeirrar tegundar, er
hér hafs. átt sér stað. Þau hjón
hafa veri ðhér svo lengi, síðan 1902.
^erið ágætir félagsmenn, þar sem
Þau hafa verið með. Naut lútherski
söfnuðurinn lengst starfskrafta þeirra
he&gja. Auk þess var og Rósa með
8tofnun beggja elzti’ kvenfélaganna
ísienzku hér í bæ, og lengst af for-
seti Frainsóknar, svo hét annað fé-
fegið, í þau 10 eða 12 ár, sem það
starfaði. Auk þess eru þau hjón
Sestrisin og hjálpsöm, svo að þau
eiga fáa sína líka í því efni, og er
Þó víða vel. Eitt meðal annars, sem
Þau hjón hafa reglulega, eða árlega
gert, er það, að hafa eitthvert fá-
t®kt, munaðarlaust gamalmenni að
horðum sínum að flestum hátíðum.
Slíkt er ekki gert til að sýnast.
Kada féll margt hlýlegt orð í garð
Þeirra hjóna við þetta tækifæri •—
°rð sem áttu djúpar rætur. Margs
er venjulega að minnast eftir 25 ára
samveru. Allan þennan tima hafa
Þau búið í Blaine, og íslenzk félög
°g félagslíf vaxið upp með þeim og
umhverfis þau, og átt þar aðstoð og
hluttekning vísa, er þau voru; alveg
eins og einstaklingar, sem slíks hafa
Þarfnast.
öþarft er að taka það fram, að
veitingar voru hinar beztu, sem
sJálfboðar gengust fyrir. Borð dekk-
u®’ og sátu brúðhjónin auðvitað, er
voru heiðursgestir fólksins, við há-
horðið. Séra H. E. Johnson stjórn-
aði samsætinu og kallaði fram þá er
tala vildu, og voru þeir óvanalega
toargir, er fundu hjá sér hvöt til að
gera það. Þau hjónin svöruðu fyrir
si& bæði, og fórst það vel, sem vænta
ruátti af þeim.
-áuk þess, sem hér er talið, hafa
verið kveðjusamsæti af ýmsu tæi.
Lútherski söfnuðurinn kvaddi séra
Kjört Leó og frú hans s.l. vor, og
kandídat Erling ólafsson, eftir nokk- ,
Urra mánaða prestsþjónustu, getið á :
öðrum stað, s.l. haust, og Hjört aftur J
í vor, er hann fór austur aftur. Einn- j
ig' Fríkirkjusöfnuður þau sr. R. E. !
Kvaran og frú hans, eins og getið er
hér að framan.
Hiftingar hafa verið þessar:
Petrína Johnson Peterson og Thom-
as Saunders, 19. október 1929.
Rósa Dalman og Mr. Wilson, ein-
hverntíma í júlí 1929.
Jngersoll S. Benedictsson og Kristí-
ana Gróa Johnson, 10. febr. 1930. Til
heimilis í Blaine, Wash.
Jón Jónsson (Hnjúka-Jón) ekkju-
hiaður, og Elízabet Eiríksson, einnig
®hkja, þetta yfirstandandi vor. Heim
iii þeirra er í Cloverdale, B. C.
Fleiri kunna þó að hafa gift sig á
Þessu tímabili, þó oss sé það ókunn-
ugt.
Dauðsföll: — St. ó. Eiríksson, 12.
marz 1929, jarðaður af séra H. E.
Johnson tveim dögum seinna.
Ingibjörg Sigvaldadóttir Johnson,
J6. apríl sama ár.
hlr. Sigurður Gíslason varð bráð-
kvaddur 23. maí 1929; jarðsunginn af
séra H. E. Johnson 25. s.m. (Sjá æfi-
feril Sigurðar í Almanaki ó. S. Thor-
geirssonar, árið 1928, bls. 73.
Ragnheiður Sigmundsdóttur Chris-
topherson lézt á mjög sviplegan og
sorglegan hátt snemma í júní 1929;
jarðsungin af Erlingi K. ölafsson.
-áUs þessa fólks mun minnst hafa
verið í blöðunum, og skal því ekki
Anna Vigfúsdóttir
Vigfússon
(sjá æfiminning á 44^blaðsíðu)
fjölyrða um það hér.
Húsbrunar hafa orðið nokkrir í
bænum, en engir stórir eða tilfinnan- I
legir nema einn. En í því húsi bjó
öli Isaksson með börnum sínum. Það
brann að næturlagi í kringum 16. eða
17. febrúar s.l. Engu var bjargað af
munum, en fólkið slapp ómeitt.
Slys af ýmsu tæi hafa orðið mörg
á þessu tímabili. Tveir Diokersons-
bræður meiddust mjög. Annar var
í bíl áleið til White Rock, B. C., að-
faranótt 22. jan. s.l., með fólki, sem
þangað fór frá Blaine til að sjá
og máske reyna til að hjálpa. Þá
nótt brann stór hluti af verzlunar-
parti þess bæjar. Var skaðinn met-
inn um $100,000. Bíll sá, er Dicker-
son var í valt um í lausum sandi og
fór i mjöl. Flestir sluppu lítið eða
ekki meiddir, nema umræddur piltur,
hann skarst mjög á höfði og herð-
um, en hefir þó fengið fullan bata.
Bróðir hans missti þrjá fingur af
hægri hendi í sögunarmylnu, þar
sem hann vann. Bræður þessir eru
góðir drengir og efnilegir menn.
Móðir þeirra er íslenzk. Um hana
eða uppruna hennar og ætt má lesa
í Almanaki ó. S. Thorgeirssonar ár-
ið 1929, bls. 40.
Agúst Breiðfjörð fékk blóðeitrun
í fingur á vinstri hendi síðastliðið
sumar, og er enn ekki jafngóður af
því.
Bjarni okkar Pétursson meiddist
á hendi snemma í júní 1929. Skeði
það með þeim atvikum, sem hér frá
segir. Framundan húsi því, er hann
bjó í, og átti, var staur einn, sem ein-
hverntíma hafði á verið mjólkur-
standur bænda, er þar höfðu verið á
undan Bjarna. Standurinn eða pall-
urinn var nú farinn, en á staurinn
hafði Bjarni neglt póstkassa sinn. t
þetta sinn stóð Bjarni ferðbúinn úti
á braut og beið eftir flutningsfæri,
sem hann átti von á. Nefndur staur
stóð svo utarlega, að hann gerði um-
ferð á því svæði óþægilega. Hafði
Bjami lengi ætlað að færa hann úr
stað, og hugsaði sér að nota biðina
og gera það nú. Varaði sig ekki á
því að staurinn var feyskinn, en
meira eftir af burðum sjálfs hans
en hann gerði sér grein fyrir. Færist
hann nú í aukana, gripur um staur-
inn og hnykkir á fast. Við það á-
tak brotnaði staurinn, en Bjarni fell-
ur endilangur — og hann er langur
•— aftur á bak, og staurbrotið á hann
ofan, og lendir kassaröndin á hand-
arbak hægri handar. Bjarni fann
allmikið til, stendur samt upp og
hristir sig. Varð honum þá litið á
handarbakið, þvi þar fann hann mest
til, og séi1 að úr því dreyrði lítið eitt,
en áleit þó að ekki myndi af verða.
Hætti hann við að bíða eftir flutn-
ingi, grípur stafinn góða, er þeir syn-
ir hans gáfu honum á gull-brúðkaups-
degi, sem frá hefir sagt verið í Hkr.,
og hélt áfram til Péturs sonar síns,
því þangað var förinni heitið. Þegar
þar er komið, blæðir ákaft úr hend-
inni. Tókst Pétri þó að stöðva blóð-
rásina og bindur svo um, og vill þeg-
ar taka hann til læknis. En Bjami
hélt nú ekki. Slíkar skeinur væru
ekki hættulegar, og sat nú við það
sem komið var. Næstu nótt svaf
Bjarni ekki fyrir verk í hendinni, og
nm morguninn var hún öll uppblásin
og leit illa út. Bjarni bregður sér
til Sigurðar Bárðarsonar, sem vissi
strax hvers með þurfti. Samt bar
Bjarni hendina í fatla nokkuð lehgi,
en er nú löngu síðan albata af því
meini.
Eins og kunnugt er, hefir Bjarni
verið heljarmenni og ekki krympað
sig við öllu. Datt því ekki 1 hug að
leita læknis fyr en í fulla hnefana.
Hann hefir og marga svaðilförina
farið, og kann vel frá að segja. Oft
hefir hann komist hætt, en oftast
klakklaust út úr þeim, nema einni..
Frá þeim viðskiftum gekk hann
haltur og hefir aldrei náð sér að fullu
síðan. I það skifti átti hann i brös-
um við naut nágranna sins. Var hann
þá enn í Norður Dakota. Nú er Elli
kerling að bregða honum þann hæl-
krókinn, sem fyr eða síðar ríður hon-
um að fullu. Fyrir flagði því beygja
allir kné fyr eða síðar, hversu hraust-
ir sem verið hafa, það er að segja
þeir, sem ná þeim aldri, að hún telji
sér skylt að sýna þeim I tvo heim-
ana. En okkur þykir öllum vænt um
Bjarna, og höldum í hann meðan kost'-
ur er.
Seint í júni 1929, var ðungfrú As-
birna Líndal fyrir því slysi að festa
hár sitt í þvottavél — það hár hefir
aldrei verið snoðklippt ■—- en fyrir
snarræði hennar sjálfrar varð eigi
meira af en svo, að læknir tók eitt eða
tvö spor í skinnsprettu á höfði henn-
ar.
Ungfrú Svava Daníelsson slapp með
naumindum frá drukknun á Washing-
tonvatni síðastliðið sumar. Hún var
á smábáti ásamt enskum pilti, Larry
Davis. Bátnum hvolfdi og héngu þau
á honum fulla tvo klukkutíma, áður
en þeim varð bjargað. Veður var kalt
og þau aðfram komin af kulda. Ekki
kvað þeim þó hafa orðið meint við
þetta kaldabað, sem betur fór.
Franklin Johnson meiddist svo að
hann var frá vinnu nokkra daga.
Hann var á ferð með öðrum manm
til Point Roberts. Þessi félagi hans
ók. Bilaði gjörð á framhjóli; bíll-
inn valt um koll og varð Franklin
undir. Hinn slapp með öllu. Þetta
var 31. ágúst 1929.
Roosevelt, yngsti sonur hjónanna
Jóns og Rósu Bergmann, fótbrotnaði
seint í september síðastliðið haust.
Ralph, annar og eldri sonur þeirra,
meiddist í baki, einnig í september.
Var hann að brúargerð, og flutti til
eða lyfti þungu timbri með öðrum
manni. Missti hann snögglega sinn
enda, og kom þunginn á Ralph, sem
hékk á sínum, og bjargaði þannig
hinum frá slysi, en leið sjálfur fyrir.
Var um lengri tíma undir lækna
höndum, og er enn ekki jafngóður.
Jón, elzti sonur Bergmannshjónanna,
var skorinn upp við botnlangabólgu.
Komst yfir þann uppskurð eins og
til stóð, en líður að öðru leyti ekki
betur. Auk þess hefir verið meiri
og minni lasleiki á heimili þeirra,
sérstaklega vorið 1929, og einnig
nokkuð þetta vor.
Armann Eiríksson (St. ó. Eiríks-
sonar) varð fyrir bílslysi síðastlið-
ið sumar á leið til Vancouver. Fimm
eða sex voru í bilnum. Þeir voru í
þann veginn að fara yfir járnbrautar
“Crossing”, þegar lest kom á brun-
andi ferð, sjálfir munu þeir og hafa
verið á hraðri ferð; tókst þó að
sveigja bílinn til hliðar, svo lestin
hitti hann á hlið, um leið og hún
flaug fram hjá, og kastaði honum
svo hann kútveltist. Enginn meidd-
ist til muna, nema Armann, sem fékk
rothögg um leið og bíllinn kastaðist
og skarst töluvert á höfði, en er nú
löngu síðan jafngóður. Bíllinn fór í
mjöl, en Eiríksson fékk annan I stað-
inn jafngóðan.
Veikindi af ýmsu tæi hafa stungið
sér niður hér og þar auk þess sem að
framan er getið. Vorið 1929 láu tvær
konur um líkt leyti, báðar þungt
haldnar, en lifðu það af, og hafa nú
náð sér aftur. Konur þessar voru
Oddný Eiríksson og Þóra Pétursson.
Sú fyrri ekkja St. ó. Eiríkssonar, sú
síðari kona Bjarna Péturssonar.
Oddný veiktist síðari hluta banalegu
manns síns; mun hafa ofboðið kröft-
um sínum yfir honum, og var þungt
haldin, er hann var jarðaður. Frú
Þóra Pétursson var og að hjálpa á
heimili Eiríkssons-hjónanna, þegar
hún veiktist.
Louis Bjamason var skorinn upp
við botnlangabólgu á sjúkrahúsi í
Bellingham í júlí síðastliðið ár.
Hafði hann áður verið lengi lasinn
án þess að leita læknis eða vita hvað
að var. Morgun einn tók langinn sér
bessaleyfi og sprakk svona bara upp
úr þurru. Fann Bjarnason það svo
glöggt, að það sannfærði hann um,
hvað um væri að vera. Kallaði hann
þá konu sína og sagði henni, hvar
komið var. Símaði hún þá lækni,
sem kom samstundis og tók sjúkling-
inn með sér til Bellingham, en það
voru um 23 mílur. Hér í bæ er ekk-
ert sjúkrahús . Þegar þangað kom,
var langt leiddur, og vist um skeið
tókst vel eftir vonum. En Bjarnason
var langt leiddur, o gvíst um skeið
vafasamt hvemig fara mundi. En
samt fór það svo ,að lífið sigraði, og
Bjarnason er nú eins fallegur og
hann hefir nokkru sinni verið — og
hann er fallegur — mennilegur mað-
ur.
Af miðskólanum í Blaine útskrif-
uðust vorið 1929, eftirfylgjandi ung-
menni: Clarence Magnússon, Doro-
thy Stevens, Barney Peterson og
Bill Hansson.
Af Luster High School, Finnur Lín-
dal og máske fleiri.
Gestir hafa verið óvanalega marg-
ir hér á þessu tímabili. Flestir þó
um það leyti sem Seattle-fólk hélt
Islendingadag sinn að Silver Lake,
og um það leyti sem kirkja Fri-
kirkjusafnaðar var vígð. Meðal
þeirra er vér minnumst eru þessir
Sv. Jóhannesson frá Portland Ore.;
Sveinn Björnsson frá Ballard; þeir
prestarnir Kvaran og Friðriksson að
austan, beggja getið hér að framan,
og sá síðari væntanlegur í þessum
mánuði til að taka að sér Fríkirkju-
söfnuð; Jóhann Straumfjörð, forseti
Sambandssafnaðar í Seattle; Dr.
Comish að austan; Dr. Blake frá
Portland; Magnússon-hjón frá Win-
I nipeg; Weburt Christie frá Argyle;
I frú Þórunn Tait frá Antler, Sask.;
Mr. Benedikt Líndal frá Winnipeg og
sonur hans, nokkru síðar. Benedikt
veiktist snögglega og var fluttur á
sjúkrahús í Bellingham, og kom son-
ur hans að vitja um hann og dvaldi
hér um skeið. Benedikt komst til
heilsu og fór austur aftur. Forseti
Lútherska kirkjufélagsins, séra K. K.
j ólafsson hefir og verið hér af og til;
er að sögn væntanlegur hingað vest-
| ur til þess að þjóna söfnuði þeirra
| lúthersku, er séra Kolbeinn Sæmunds-
j son hefir þjónað síðustu árin. Har-
aldur B. Narfason ásamt frú sinni
J Halldóru Kristjánsson, frá Foam
| Lake, og fjöldi af fólki frá nærliggj
I andi bæjum og byggðum, flest, eins
og fyr segir kom til að vera við
kirkjuvígsluna. Og síðar, eftir að
séra Kvaran og frú hans komu hing-
að og voru hér, kom fólk hvaðanæfa
til að hlusta á séra Kvaran, og þótti
öllum það borga sig vel.
Síðast en ekki sízt er að minnast
hr. Áma Pálssonar, sem flutti fyrir-
lestur sinn hér 10. apríl s.l.
Um sarna leyti var og á ferð hér
frú Þorstína Jackson-Walters, í
þarfir Cunard línunnar. Frú Walt-
ers er viðkynningargóð kona, auk
þess sem að henni sópar, og fús að
gefa leiðbeiningar til heimfarar,
hvort sem menn fara á hennar fari
eða annara.
Margt fleira mun hafa skeð, sem
frásagnar er vert, og eitt af því kem-
ur nú í hugann, nefnilega veikindi á
heimili Hansenshjónanna. Guðlaug
Hansen mun hafa verið meira og
minna veik nú í fleiri mánuði — í
og við rúmið. Og maður hennar Pét-
ur Hansen meiddist allmikið. Það
skeði svo, að Pétur var að aka út
mjólk (hann er mjólkursali) í hand-
kerru. Einhver gapinn kom keýr-
andi og fór svo nærri að bíll hans
rakst á kerruna og kastaði henni og
Pétri með til hliðar. Stóð þó Pétur
utan við brautina og beið þess að
billinn færi framhjá. Þetta virtist
með öllu óþarft. Er illa farið, ef
menn gera leik til slysa; nóg er nú
samt. Gamli maðurinn fékk engar
bætur. ökuþórinn sá ekki eða lézt
ekki sjá og hélt leiðar sinnar.
Fasteignasala og fasteignabýtti —
Vinur vor, Jón Veuði, seldi eða býtt-
aði heimili sínu hér utarlega í bæn-
um, fyrir annað land meira út við
bæjarlínu. Fór heimili hans á $6000.
Jón byggði þegar mikið og vandað
hænsnahús í viðbót við tvö, sem fyr-
ir voru, og mun á þessu vori hafa
alið 6000 hænsn.
Bjarni Peterson seldi heimili sitt
út við bæjarlínu, fimm ekrur og hús,
og flutti inn í bæinn. Kaupendur
voru Wels-hjónin. Frú Wels er syst-
ir Magnúsar kaupmanns Thordar-
sonar og Matthildar Johnson.
Pétur Finnsson, einn af þeim er
til Islandsferðar var talinn sjálfsagð-
ur, fékk allt í einu eignartækifæri á
landi, sem hann hefir búið á nokkur
undanfarandi ár. Hætti hann við
heimförina og keypti jörðina, svo nú
er hann óðalsbóndi — ennþá einu
sinni.
Þau hjónin, séra H. E. Johnson og
frú hans, býttuðu heimili sinu, góðu
húsi I bænum, fyrir hænsnabújörð
utar I bænum og ala nú 1000 hænsn
— eða hún. Hann vinnur þetta sum-
ar hjá fiskifélagi norður í Alaska.
Ungu hjónin Ingersoll og Kristi-
ana Benedictsson eru að byggja gott
hænsnahús á lóðum, sem hann keypti
síðastliðið sumar, og búast þau við
að ala 1500 hænsn.
Benedikt Benson hefir og byggt
mikið og vandað hænsnahús og
keypt 700 hænur 8 vikna gamlar.
Slíkar skepnur seljast á 90c til $1.00
stykkið. Þykir það gott kaup og
betra en að kaupa unga, þar sem
æfinlega má búast við fullum helm-
ingi af hönum (en sú tegund karl-
kynsins er minna en lítilisvirði), og
þess utan dauðsföllum að minnsta
10%, fyrir utan hitagjafa í 5 vikur,
sem að sjálfsögðu skiftir tugum
dala, og vinnu, sem engin takmörk
hefir fyrstu 5 vikurnar og lengur.
Þegar ungarnir eru 8 vikna, séu þeir
þá hraustir, eru þeir vanalega taldir
úr hættu. Margir, sem hafa pen-
inga, byrja á þann hátt. Ýmsir fleiri
Islendingar, sem aðrir, eru nú að
byrja á þessari atvinnugrein. Er það
allmikil áhætta fátækum byrjendum
— kostnaður æfinlega mikill — en
gefst misjafnlega. Menn verða að
taka eitthvað til bragðs, þegar at-
vinna bregzt, og atvinnuvegum hér
um slóðir fækkar óðum og þrengist
um; fækkað mönnum, og vinnutími,
þ. e. að daga og mánaðatali *fækkar
óðum. Þó vilja þeir, sem vinnuna
veita af náð — eða fyrir eigin hags-
munasakir — helzt láta vinna 10
klukkutima á dag, og meina víst að
svelta fólk til þessarar imdirgefni,
hvernig sem fer. /
Atvinnumál eru í þvi öngþveiti, að
aldrei hefir ver verið, og ekkert út-
lit fyrir bót á því þrátt fyrir gumið
um góða tima. Það er einkennilegt
hvað þessum skrumurum tekst að
sannfæra fólk um velgengni — jafn-
vel það fólk, sem sjaldan eða aldrei
hefir fullan maga.
Tiðarfar hefir þessi síðustu ár ver-
ið allólikt þvi, sem menn hafa átt
að venjast. Mildu rigningarnar, sem
varla vættu, en féllu meira eða
minna á sólarhring hverjum vikum
og mánuðum saman, eru mi ótíðir
gestir. Regnfallið minnkar með ári
hverju, og þegar að rignir, fylgir þvi
oftast kalsi, sem varla þekktist hér.
Síðastliðinn vetur voru tveir kulda-
kaflar, báðir langir og vondir, eftir
því sem hér hefir tíðkast. Frost tók
á ýmsum stöðum 18 þumlunga í jörð.
Hingað til hefir verið álitið, að vatns-
pípum væri óhætt 6—8 þuml. niður.
En svona reyndist það nú þenna vet-
urinn. Að vísu er tíðin enn mild,
borið saman við verulega kulda. Og
ennþá er ströndin okkar, hér um slóð
ir að minnsta kosti, laus við mann-
drá’psský eða regnstorma og storm-
sveiflur, sem á ýmsum öðrum stöð-
um sópa öllu föstu og lausu í hrúg-
ur og rastir á fáum augnablikum.
Hvort sem þessi veðurbreyting er að-
eins tímabils spursmál, eða byrjun á
framhaldandi breytingum til hins
verra, vita menn auðvitað ekki, en
leiða að því ýmsum getum, eins og
gengur. Ýmsir kenna það skógleys-
inu, og er þá sízt við bótum að bú-
ast. Aðrir vona að Republicanar
muni koma á nýju jafnvægi, eins og
þeir hafa gert í atvinnumálum og
öllu öðru — blessaðir. En hinir
segja: “Ja, mikil er trú þin, kona.”
Margt er nú til tínt, þó margt
kunni að vera eftir; sumt af vilja,
af þvi að það er betur gleymt en
getið. Sumt af gleymsku. A því
biðst hér með velvirðingar.
Kvæði. — Eg hefi verið beðin að
senda nokkur kvæði til birtingar í
Heimskringlu, sem tilheyra sérstök-
um atburðum í fréttum þessum.
Fyrirsagnirna rskýra kvæðin, og
mega þau því birtast hvar og hvenær
sem rúm og tækifæri leyfir. Þau
koma innan fárra daga.
Með kærri þökk fyrir fjölmargt
nýtilegt og vel sagt í Heimskringlu
allan þennan langa tíma. Stundum
kemur það fyrir að mig langar til að
setjast niður strax og þakka, svo
hrifin þefi eg orðið af heilleik skoð-
ana þeirra, er ihún hefir flutt, og
drengilegri og hispurslausri fram-
setningu. Stundum hefir mig jafnvel
langað til að segja orð hér og þar. En
letin ræður, og svo hitt. Nú er tími
yngri manna og kvenna — timi fyrir
mig að leggja árar í bát — og samt •
A meðan eg lifi, vil eg vaka og fylgj-
ast með því, sem gerist, þó eg geti
ekki meira.
Með vinsemd og virðingu,
M. J. B.
A sunnudagskvöldið 1. júnl lögðu
af sta ðhéðan úr borginni þau Mr.
og Mrs. Jakob Vopnfjörð, til Van-
couver og annara staða þar suður
með ströndinni. Með þeim hjónum
fara tveir synir þeirra Davíð og
Hörður. Verða þau hjón í burtu um
óákveðinn tima. A laugardagskvöld-
ið komu saman á heimili þeirra um
40 vinir og vandamenn til að kveðja
þau og óska þeim fararheilla, og var
þar glatt á hjalla fram yfi rmið-
nætti. óska allir vinir þeirra þeim
góðrar ferðar og heillar afturkomu.
LÁG FARGJÖLD
Daglega
frá 15 maí
Til
30. sept.
CANADIAN
PACIFIC
Að fáum vikum liðnum geturðu not- _
ið ánægjunnar af að dvelja á hinum
undurskemtilegu stöðum í Kletta-
fjöllunum, á Kyrrahafströndinni, Al-
aska, á vesturströnd Vancouver Is-
land, Austur-Canada eða jafnvel fyr-
ir handan haf.
Á ÞEIM FERÐUM ER MARGT AÐ SJÁ
KYRRAHAFS STRÖNDIN AUSTUR CANADA
Um.. þrjár.. Ijóniandi landslags-
leiðir að fara yfir fjöllin.
STAÐIÐ VIÐ A ÖLLUM FRÆG
UM SUMARBtrSTöÐUM
Engar dýrar aukaferðir nauð-
synlegar. Hótel meðfram braut-
unum og mjög fagurt útsýni.
ALASKA
Heimsækið hið dular-
fulla norðurland á hinu
þægilega Princess skipi
Frá Vancouver og til
baka.
$90
FARBRJEF GETA VERIÐ UM
VÖTNIN MIKLU
Með $10.00 aukaborgun fyrir
máltíðir og rúm.
ÞRJAR LESTIR DAGLEGA
The De Luxe Trans-Canada
Limited
The Imperial The Dominion
VESTURSTRÖND VANCOUV-
ER-EYJAR
Ferð sögulega eftir- A ^ .
tektarverð og mjög C? ^ O
skemtileg. Frá Victoría
og til baka
LÁG FARGJÖLD
Komin aftur 31. okt., 1930
tíl
22. maí tíl 23. sept.
BANDARÍKJANNA
Látið Pacific Agent gefa upplýsingar.
Canadían Pacifíc
Steamship Tickets to and from European Countries.
^oeooooooeooooeeoooooocooooooooooooooooooooooeooooooe
NEALS STORES
“WHERE ECONOMY RULES”
NABOB TEA—
1 lb. pkt....................................
JUBILEE FRUJT JUICES—Lime or Cherry
12 oz. Bottles ..............................
CARILLON CHEESE—
% lb. brick ................................
BUTTER—Pride of the West, Extra Choice Creamery,
2 lbs........................................
SALMON—B.C. Red Cohoe Fancy,
y2 lb. tin .................................
EGGS—Fresh Firsts Guaranteed,
per doz.....J...............................
ASPARAGUS CUTTINGS—ExceUent on Toast,
Large No. 22 size tin ................I.....
JAM—Wagstaff’s High Quality, Pure Cherry,
Large 4 lb. tin (24 oz.) ...................
PEAS—Green Giant Fancy,
No. 2 size tin .............................
CORN—Golden Sweet, No. 2 size tin,
2 tins .....................................
TOMATOES—Ontario Choice Quality, No. 2 size tin
2 tins .....................................
CALAY TOILET SOAP—
4 bars .....................................
SPAGHETTI—Franco-Amer Cooked in Tomato Sauce
with Cheese, No. 1 tin, 2 tins .............
CATSUP—Heinz Pure Tomato,
Large bottle ...............................
SHORTENING—Domeestic Pure Vegetable Oil,
2 Ibs.......................................
PAULIN’S TURKISH DELIGHT—Rose and Lemon flavors
per lb......................................
“AND MANY OTHERS”
733 Wellington (við Beverley) 717 Sargent Ave.
759 Notre Dame Ave. 666 Sargent (horni Agnes St.)
----------------1—n--nnnnnnnnrinnonnooonooonnnnii n im;