Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. JCrLI 1930. ?. BLAÐSIÐIS Brctska heims\eldið og óeirðirnar í Indlandi Bretska heimsríkið er mesta og merkasta ríkjasambandið í sögu vest.- rænnar menningar. Með dugnaði og mentun og stundum líka með kúgun, hafa Bretar á undanförnum öldum safnað í kringum sig afarvíðlendu og auðugu heimsbandalagi og haldið því saman og eflt velferð þess og menn- ingu á margan hátt með vitsmunum og hagsýni og stundum með harð- ýðgi. Bretska heimsríkið nær nú yfir nærri 14 milljónir fermílna og þegnar þess eru um 450 milljónir í öllum heimsálfum. Landrými bretska veldisins er að visu mest i Afríku, Norður-Ameríku og Ástralíu, en fólksfjöldinn er langsamlega mestur í Asíu, því þar er áætlað að sjeu 333 milljónir bretskra þegna og flestir í Indlandi. Indland hefir lengi verið talið eitt af þeim lpndum, sem mest ylti á fýrir viðhald og framtíð heimsríkis- ins. Þess vegna hafa Bretar lagt afarmikla áherslu á stjórn Indlands- málanna og haft þar marga fyrir- myndar stjórnendur og orðið mikið ágengt, einkum i verklegum endur- bótum og umbótum á heilbrigðis- háttum. Á andlegt líf þjóðarinnar hafa þeir einnig haft nokkur áhrif að sumu leyti til góðs, en að öðru leyti ekki, enda var fyrir í landinu gömul og merkileg andleg menning. Að sjálfsögðu hafa Bretar auðgast á yfirráðum sinum í Indlandi, því það er einn helsti verslunarstaður þeirra. Þess vegna hafa andstæðingar heims- veldis þeirra einnig ávalt lagt mikla áherslu á það, en árangurslausa til þessa, að ráða Indland undan þeim, frá dögum Napóleons I. og til þessa dags, að Riissar vinna mikið að því. En þeir eiga talsverðan þátt í þeirri ókyrð, sem nú er í ríkinu. Annars hefur lengi verið óánægja hjá ýmsum indverskum mentamönnum út af stjórnarfarslegri stöðu Indlands í alríkinu og standa nú yfir einhver hin mestu átök um þau efni. Indlandsmálin eru einhver merk- ustu stjórnmál, sem nú er barist um í heiminum og til viðbótar því, sem Lögrjetta hefur áður sagt frá þeim, verður skýrt hjer nokkuð frá ind- versku stjórnarfari og sögu, sem nauðsynlegt er að kunna dálítil deili á til þess að skilja gang málanna. ríkisþingkosninguna 1925 voru kjós- endur t. d. aðeins 32 þús en við kosn- ingar til löggjafarþingsins árið eftir voru kjósendur 1 milljón 125 þúsund. Núverandi varakonungur heitir Ir- win lávarður, skipaður af konungi 4. april 1926. Hann er dóttursonur 11. jarlsins af Devon og sonur Halifax lávarðar, sem kunnur er fyrir kirkju- málastarf sitt og viðleitni til þess að koma samvinnu við Rómakirkju. Ir- win lávarður er talinn duglegur mað- ur og gætinn. Hann hefur nú ný- lega boðað það, að Bretar vilji koma á i Indlandi dominion-skipulagi eða heimastjórn í einhverju formi og hefur boðað til ráðstefnu allra flokka og kvnþátta til þess að ræða málið Flokkur .þeirra Gandhis og Nehrus vill ekki taka þátt í þessari ráðstefnu, en flestir eða allir aðrir flokkar munu gera það og ekki munaði nema einu atkvæði í flokki Gandhis að það yrði skams. Eru það þá tvenn stórmál sem Bretar eru að semja um um þessar mundir, því nú er einnig byrjuð ráðstefna um egyptsku málin og veltur ekki á öðrum málum meira framtíð heimsveldis þeirra. —Lögr. Hjónabandið. Eftir þýzkan höfund. ir. Þú ert annars undarleg hetja, trlrich. Þér þótti minnkun að því að lagfæra fánastengurnar við heiðurs- hliðið, sem reist var handa nýgiftu hjónunum, en aftur á móti fleygir þú þér fyrir ólma hesta, sem fælst hafa fyrir vagni þessara sömu hjóna, og kærir þig ekki um þó þú eigir gamlan föður, sem ekkert barn á nema þig. Það kallið þið víst sam- kvæmni. En úr því að þið nú viljið fylgja herra ykkar og meistara í öllu, þá myndi það ekki saka, þótt þið tækjuð þetta dæmi hans ykkur til eftirbreytni.” Er hann hafði þetta mælt, leiddi hann Crlrich burt með sér. Mátti vel heyra á orðum hans hve mjög hann unni syni sínum og þótti mikið til hans koma, þótt hann létist vera honum reiður. Indland er stærra en öll Evrópa að Rússlandi fráskildu og íbúarnir eru um 319 milljónir. Bretakonungur er jafnframt keisari Indlands, en keisaradæmið er í raun og veru samband margra og ólíkra landa og þjóðflokka. Ríkin eða skattlöndin eru 33 og staða þeirra i alríkinu er mjög mismunandi. Sum eru skatt- lönd, sem heyra beint undir Breta, önnur eru að ýmsu leyti sjálfstæð ríki með innlendum þjóðhöfðingjum, sem sjálfir ráða málum sínum inn á við, en eru háðir bretsku eftirliti um ýms milliríkjamál og það svo, að bretska stjórnin getur jafnvel sett þá af. Meðal þessara þjóðhöfðingja eru til dæmis Maharajarnir af Bar- oda, Gwalior, Hydarabad og Mysore hinir voldugustu, en alls eru yfir 70 slíkir furstar í Indlandi. Þeir voru flestir einvaldir áður en Bretar komu til sögunnar. En það er upphaf bret- ska veldisins i Indlandi, að verslunar- fjelag eitt fór að leggja undir sig landið og hafði stjórn þess fram yfir miðja síðastliðna öld, en undir eftir- liti ríkisins. En 1858 tók enska stjórnin sjálf Indlandsmálin í sínar hendur. Æðsti maður Indlands, annar en keisarinn, er Indlandsráðherrann, sem j situr í London og ber einungis á- byrgð stórnarathafna sinna gagnvart enska þinginu, en eriga gagnvart Indlandi sjálfu eða þess þingi. Hon- um til ráðuneytis er Indlandsráðið svokallaða, 11 menn, en hann getur í flestum málum mjög mikið vald. Núverándi Indlandsmálaráðh. heitir Wedgwood Benn og er yngri bróðir útgefendans Sir Ernest Benn, sem lesendum Lögrjettu er kunnur m. a. [ af riti hans: Játningur auðmannsins. [ En austur á Indlandi er aðalfulltrúi j og æðsti maður ríkisins, hinn svo- j nefndi varakonunngur eða landstjóri. j Við hlið hans er framkvæmdaráð, en j hann getur samt einn ráðið mjög miklu og er ekki bundinn af ráðinu eða þinginu. 1 ráði hans sitja nú 7 t menn og 3 þeirra að minnsta kosti þurfa að hafa starfað í Indlandi i i 10 ár. Samkvæmt stjórnarskránni j frá 1919 hefur Indland einnig sjer- ; stakt þing í tveimur deildum, en I valdsvið þess er alltakmarkað. I efri deild, eða rikisráðinu, sitja, eftir siðustu kosningar (1925), 34 kosnir fulltrúar (10 múhamedsmenn, 18 annarar trúar, 3 evrópeiskir kaup- sýslumenn og 3 aðrir) en 26 fulltrúar eru stjórnskipaðir. 1 neðri deildinni eða löggjafarþinginu sitja 145 full.-' trúar, þar af, 46 stjórnskipaðir.. Áf hinum fullltrúunum eru 9 Evrópu- menn, 30 múham^dstrúarmenn en 48 annarar trúar. Kosníngarrjettur tíí þingsins er mjög takmarkaður. Við IV. Það var komið kvöld. Veizlugleðin var á enda, að minnsta kosti af brúð- hjónanna hálfu. Þegar hin mikla hætta var afstaðin, sem því nær hafði kollvarpað öllu veizluhaldinu og við- höfninni, hafði allt hátíðahaldið far- ið fram eins og fyrirfram hafði ver- ið gert ráð fyrir. Nú loksins voru ungu hjónin orðin ein í hýbýlum sín- um. Schaeffer var nýbúinn að kveðja þau, hann ætlaði morguninn eftir heim til Berkows eldra í höfuðborg- inni, og nú fór einnig þjónninn út úr herberginu, eftir að hafa lagt á kvöld • j borðið. Lampinn, sem stóð á borðinu, varp- j aði skærri og þægilegri birtu á bláu silkiveggtjöldin og öll hin dýru hús- gögn i herbergi þessu, sem útbúið hafði verið á ný á hinn ríkulegasta hátt fyrir komu hinnar ungu konu. Gluggatjöldin voru dregin þétt fyr- ir gluggana, ilmandi blóm í dýrum j marmaraskálum breiddu ilm um her- bergið, og fyrir framan legubekkinn i herberginu stóð borð, með kvöld- verði framreiddum, og var borðbún- aður úr skæru silfri. En það var aðeins salurinn, sem hafði þenna viðkunnanlega blæ, — nýgiftu hjónin virtust ekki vera mik- ið snortin af unaði heimilislífsins. Unga konan stóð á miðju gólfi, hún var enn í veizlubúningnum og hélt á blómvendinum, sem Wilberg hafði verið svo gæfusamur að rétta henni í stað Mörtu. Hún virtist hafa all- an hugann á gulleplablómunum og j angan þeirra, svo að hún gaf manni j sínum engan gaum. Hann fyrir sit.l leyti virtist heldur ekki búast við neinu slíku, þvi þjónninn var naiim- ast genginn út úr herberginu, fyr en hann lét fallast ofan S hægindastól einS og dauðuppgefinn maður. “Þessi eilífu hátíðahöld eru til þess að gera út af við mann! Finnst þér það ekki Eugenie? Síðan 1 gær höfum við ekki verið látin i friði eina stund. Fyrst hjónavígslan, þá | veizlan, síðan þetta þreytandi ferða- lag með járnbrautinni og póstvagn- inum ,sem öll nóttin hefir gengið I Svo lífsháskinn, og þegar hingað kom, aftur hátíðlegar viðtökur og veizluhald, — það lítur svo út sem faðir minn hafi ekki hugsað um að neitt sé til, sem nefnist taugar, þeg- ar hann bjó út þetta hátíðaprógram. Eg hlýt að játa, að mínar taugar eru alveg eyðilagðar.” Unga konan sneri höfðinu við og leit smáum1 augum á manninn, sem talaði um “taugar sínar” við hana, 1 fyrsta sinn er þau voru stödd- ein samán á heimili þeirra. Eugente. virtist ekki vera á sömu skoðun og hann; á fríða andlitinu hennar sást HtlMSKRINCLA ekki nokkur vottur um þreytu. “Hefir þú frétt hvort ungi Hart- mann er hættulega sár?” spurði hún, í stað þess að svara orðum hans. Arthur virtist verða hálf-forviða á því, að ræðu hans var svo lítill gaumur gefinn; hann hafði þó verið venju fremur margorður. “Schaeffer segir að sárið sé hættulaust,” svar- aði hann kæruleysislega. “Eg held að hann hafi talað við læknirinn. Mér dettur anars í hug, að það verði að sýna þessum unga manni ein- hverja viðurkenningu. Eg ætla að láta forstöðumanninn sjá um það.” “Færi ekki betur á því, að þú sjálf- ur réðir þvi máli til lykta?” j "Eg? Nei, leyfðu mér að vera lausum við það. Eg hefi heyrt að ; hann sé ekki blátt áfram verkamað- j ur. hann kvað vera sonur námumeist- t arans, og sjálfur vera námuumsjón- ; armaður, eða eitthvað þess háttar; hvernig á eg nú að vita, hvort það á betur við að gefa honum peninga eða einhvern minjagrip? Það er bezt, að forstöðumaðurinn sjái um það.” Hann hallaði höfðinu aftur á bak. Eugenie svaraði ekki; hún settist í legubekkinn og studdi hönd undir kinn. Eftir einar mínútu þögn virt- ist herra Arthur loks koma til hug- ar, að það færi betur á því að hann gæfi sig eitthvað við konunni, það væri óviðkunnanlegt að hann sæti steinþegjandi i stólnum meðan þau væru að drekka teið. Hann tók það reyndar nærri sér, en samt stóð hann á fætur. Um leið og hann settist við hlið konu sinnar, leyfði hann sér að taka í hönd henni, og komst jafnvel svo langt að hann reyndi til að taka utan um hana, en það varð aldrei nema tilraunin. Eugenie kippti að sér hendinni og færði sig fjær hon- um. Um leið varð hann fyrir sama augnaráðinu, sem í kirkjunni daginn áður hafði aftrað föður hans frá því að faðma tengdadótturina. Þetta var sama kuldalega, þóttafulla til- litið, sem talaði skýrara en með orð- um á þessa leið: “Þú og þínir líkar skulu ekki snerta mig.” Svo virtist nú samt sem syninum yrði ekki eins mikið við tillitið, eins og föðurnum, ef til vill af því að Arthur féllst aldrei mikið um nokk- um skapaðan hlut. Hann brá sér hvergi við þessar hreyfingar og til- lit, sem báru vott um ótvíræða óvil^ en sagði hálf-forviða: "Fellur þér þetta svona illa, Eu- genie ?” “Eg er þvi að minnsta kosti óvön. Þú hefir hingað til hlíft mér við þessháttar.” mátti sjá að honum var farið að leið- ast samtalið. “Eg skil ekki hvernlg þú getur skoðað þetta samkomulag feðra okkar svona hátíðlega sorglega! Þó j faðir minn hafi haft einhvern annan tilgang um leið, þá hafa ástæður barónsins víst ekki verið öllu göfug- ri, en honum hefir líklega legið meira á, svo hann varð að flytja fyrir því að þessi ráð tækjust, og hann tapaði víst ekki á því.” Eugenie stökk á fætur, augu henn- ar leiftruðu, hún fleygði blómvendin- um á gólfið. “Og þetta dirfist þú að segja við mig, eftir allt það sem fram fór áður en þú hófst bónorð þitt! Eg hélt að þú að minnsta kosti mundir bera kinnroða fyrir það, ef þú annars getur roðnað.” Ungi maðurinn leit nú augunum alveg upp, sem snöggvast brá fyrir leiftri í þeim, eins og neisti leyndist undir öskunni, en málnómurinn var óbreyttur: þreytulegur og kæringar- laus. “Eg varð umfram alla muni að biðja þið að tala ákveðnara, eg get alls ekki skilið hvað þú átt við.” Eugenie krosslagði hendurnar á brjóstinu. Barmur hennar gekk upp og niður, hún var í ákafri geðshrær- ingu. “Þú veizt eins vel og eg, að við vorum í fjárþröng. Hverjum það hafi verið að kenna, vil eg hvorki né get skýrt frá. Það er auðvelt að varpa steini á þá sem berjast við eyðilegginguna. Þegar menn erfa óðul sín skuldum vafin, og þegar menn samt ^iga að halda uppi veg og virðingu gamallar ættar og skipa sæti sitt í mannfélaginu með sóma, geta þeir ekki hrúgað saman fé einsog þið með ykkar gróðafyrirtækjum. Þú hefir getað stráð gulli með báðum höndum og fengið allar þínar óskir uppfylltar; eg hefi orðið að reyna eymdina, sem er samfara því að vera fátækur, en þó hljóta að berast á fyrir mönnum og sjá eyðilegginguna þokast nær. Ef til vill hefðum við j samt getað sloppið, ef við hefðum i ekki fallið í snöru Berkows, sem fyrst i stað næstum því neyddi okkur til að þiggja hjálp sína, allt þangað tii hann hafði náð yfirtökunum og hann hafði allt okkar ráð í hendi sér, svo við sáum engin úrræði. Þá kom hann og bað mín fyrir hönd sonar síns, það var eina skilyrðið fyrir því að okkur yrði bjargað. Faðir minn vildi heldur þola allt, en leggja mig í sölurnar; en eg vildi ekki að hann yrði eyðilagður, vildi ekki sjá fram- tíð bræðra minna að engu orðna, og nafn okkar verða fyrir smán, og gaf því jáyrði mitt. Hvað það kostaði mig, hefir enginn af minu fólki feng- ið vitneskju um. En þó eg hafi selt mig, þá get eg forsvarað það fyrir guði og mönnum. Þú, sem lézt nota þig sem verkfæri í þessu ódrengilega ráðabruggi föður þíns, þú hefir engan rétt til að bregða mér um þetta, á- stæður mínar voru þó drengilegri en þínar.” Hún mátti nú eigi mæla fleira fyrir geðshræringu. Maður hennar stóð grafkyr fyrir framan hana, hann var j eins fölur og hann hafði verið um j daginn, þegar hann var nýsloppin úr j lífsháskanum, en augun voru nú aftur I daufleg. “Mér þykir fyrir því að þú skyldir j ekki skýra mér frá þessu áður en hjónavígslan fór fram,” sagði hann hægt. “Hvers vegna?” “Af þvi þú hefðir þá ekki orðið ■ fyrir þeirri lítilsvirðingu að bera j nafnið Eugenie Berkow.” Eugenie svaraði engu. “Eg hafði enga minnstu hugmynd um þetta ráðabrugg föður míns, og hefi áldrei tekið neinn þátt í gróða- ' fyrirtækjum hans. Hann sagði mér i eitt sinn, að ef eg færi til Windegs j baróns, og bæri fram bónorð til dóttur j hans, þá mundi bónorði mínu verða tekið. Eg féllst á þetta, og heim- j sótti ykkur, og svo komst trúlofunin á fimm dögum síðar. Þetta eru öll mín afskiftú af þessu máli.” an mín fyrir mér ,að hún tekur ekkl orð mín trúanlega?” sagði hann og málrómurinn var beisklegur. Á svip Eugenie mátti sjá ein- dregna fyrirlitningu, er hún leit 4 mann sinn, og einnig heyra á mál- rómi hennar er hún svaraði: “Þú verður að fyrirgefa, Arthur þó eg beri ekki mikið traust til þín. Allt að þeim degi, er þú fyrst heim- sóttir okkur — og eg vissi þá vel I hvaða tilgangi þú komst, þá þekktl eg þig aðeins af umtali fólks í höfuð- borginni — “Og það umtal hefir líklega ekkl lýst mér neitt aðdáanlega! Eg get vel ímyndað mér það. Viltu ekkl vera svo væn að segja mér hva3 fólki eiginlega þóknaðist að tala um mig í höfuðborginni?” Unga konan horfði á mann sinn með föstu augnaráði. “Menn sögðu að Arthur Berkow héldi sig svo rík- mannlega og eyddi hverju þúsundinu á fætur öðru eingöngu í þeim tilgangl að ná með því vinfengi og kunnings- skap aðalsmanna, og koma þeim tif að gleyma því, af hve lágum stigum hann væri. Menn sögðu að í solll hinna gjálífu aðálsmanna væri enginn gjálífari og meiri slarkari en hann — og það sem ennfremur var sagt um hann, vil eg ekki hafa eftir.” Arthur studdi ennþá hendinni 4 stólbakið, en hendin sökk nú dýpra ofan í silkisessurnar. “Og þú álítur það líklega ekki vera ómaksins vert að reyna til að bjarga "glötuðum náunga,” sem heimurinn hefir fyrirdæmt ?” Eugenie srieri sér undan. “Mér hefði þótt vænna um að þú hefðir hreinskilnislega játað að þér hefði verið kunnugt um allt saman,” svar- aði hún kuldalega. I annað sinn lauk ungi maðurinn augunum upp til fulls, aftur sást neistin blossa upp í djúpi augnanna, en slokknaði svo aftur. "Nei!” Það var ískaldur hljómur í rödd- inni. Kippir komu í andlit unga mannsins og hann rétti úr sér. “Þú ert meir en hreinskilin! En það er ætíð betra að vita hvernig maður er staddur, og fyrst um sinn verðum við þó að vera saman. Þa3 “Svona mikla virðingu ber þá kon- (Frh. í 7. bls). þér sem notifi TIMBUR KAUPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 358 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Ungi maðurinn var sljógerður til að skilja beiskjuna, sem í orðunum lá. Hann áleit að þau væru eins- konar ásökun. “Hingaðtil? Jú, i húsi föður þíns voru strangar siðareglur. 1 þessa tvo mánuði, sem við vorum trúlofuð, var eg aldrei svo gæfusamur að vera nokkru sinni einn hjá þér, og nær- vera föður þíns og bræðra þinna var þvingun fyrir okkur; en nú ætti það að taka enda.” Eugenie færði sig enn fjær. “Gott og vel, þá vil eg nú, í fyrsta sinn sem við erum einsömul, láta þig vita, að eg kæri mig alls ekki um þau ástaratlot, sem menn gefa fyrir siðasakir, án þess að hjartað eigi nokkurn þátt í þeim. Eg veiti þér nú í eitt skipti fyrir öll lausn frá öllum þvílíkum skyldum.” Svipur Arthurs lýsti því, að undrun hans fór vaxandi; en hann var sami ennþá ekki kominn í neinn verulega geðshræringu. “Þú virðist vera í undarlegu sxapi j í dag. Eg bjóst ekki við að þú hefðir | svo skáldlegar hugsjónir að fara að | tala um hjarta og þessháttar.” Svipur ungu konunnar var þung- búinn. “Á þeirri sömu stundu og eg lofaðist þér, kvaddi eg hugsjónir mínar fyrir fullt og allt. Þú og faðír þinn vilduð endilega mægjast við hina gömlu og tignu Windegs-ætt, vilduð ná kynni af þeim mönnum, sem hingað til höfðu ekki viljað líta við ykkur. Nú hafið þið náð tilgangi ykkar - eg ber nú nafnið Eugenie Berkow.” Hún talaði síðustu orðin í fyrir- j litningarróm. Arthur var staðinn á [ fætur, hann virtist nú ráða í það, að j hér væri eigi eingöngu um dutlunga að ræða, sem stöfuðu af því að hann hefði sinnt konunni of lítið á ferð- inni. “Þér þyltir ekki sérlega vænt um þetta nafn! Eg hefi þó hingað til ekki álitið að ættingjar þínir hafa neytt þig til að taka þér það; en nú virðist næstum því allt benda til þess, að — — .” “Enginn hefir neytt mig!’' sagði Eugenie, einbeitt. “Mér hefir ekki einu sinni verið talið hughvarf! Það, sem eg hefi gjört, er til orðið af frjálsum vilja, með fullri meðvitund une.þa.ð, að hverju og átti að ganga- Ættin^jum, mínum. féll þungt ,.að þúrfa að þiggja fórn mína.” Arthur ypti öxlum, og á svip hans ENG0E r eftir ár bætast þúsundir við tölu þeirra, r nota einungis British American Gasolene g Lubricating oil. Eigendur bíla, dráttvéla og trucks hafa eynt, að vörur þessa canadiska félags eru valt hinar beztu árið i kring. VISS TEGUND FYRIR HVERN BIL, TRAC- TOR OG TRUCK W& briiish American oil Co. Limiied 'V ' Supcr-Power <ind llniish \nieric«m ETHVL CÍHvolenes - GutuUhr Oils 'v, 4< ~ > _• • _!?*___: • _________ _ \ ’

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.