Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 4
r «. BLAÐSIÐA Hítmskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miövikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. «53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: S6S37 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Ailar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFúa, HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjörl. Utanáskrift til blaösins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 2. JtrLI 1930. Alþingishátíðin Áhrif hennar innáviS og útáviS (Ræða haldin á íslendingadegi í Winnipeg mr 26. júní 1930 af séra K. K. ólafssyni, Glenboro.) I>að dylst víst engum að hátíð sú, sem nú er haldin á Þingvöllum við Öxará — þúsund ára afmælishátíð Alþingis — er einstök ekki einungis í sögu íslenzkrar þjóðar, heldur líka þó lengra sé leitað. Að minnast atburðar, sem við bar fyrir þúsund árum, er sjaldgæft. En að minn- ast stofnunar, sem á þúsund ára sögu og er enn við lýði, er ennþá sjaldgæfara. Flest, sem tilheyrir mannfélagsskipun nú- tímans, á mikið skemri sögu. Sjálfstjórn, lýðstjórn, lýðfrelsi og þær stofnanir, sem bera eiga uppi þessar hugsjónir — þetta alt telst vanalega til nútímans. Því furðu- legra að hjá smáþjóð norður við heim- skautabaug skuli nú vera haldin þúsund ára afmælishátíð löggjafarþings þjóð- fulltrúa — en slík þing eru talin fjöregg allrar lýðstjórnar nútímans. Slík af- mælishátíð hlýtur að teljast einhver merk- asta minningarathöfn í nútíðarsögu. Ýmislegt eykur á sérstöðu þessarar hátíðar auk þess hve einstök hún er. Hún er haldin í því landi Norðurálfunnar, sem síðast var bygt, en á þó elsta sögu á þessu sviði. Hátíðahaldið nú eftir þúsund ár fer fram á sama tungumáli og talað var við stofnun alþingis, svo lítill er munur á fornmáJinu og nútíðarmáii íslenzku. Hvergi annarstaðar gæti slíkt átt sér stað. Hátíðahaldið nú fer fram í sama salnum og alþingi var stofnað í — undir blárri hvelfingu íslenzkrar sumardýrðar, umkringt dýrðlegri fjaJJasýn og tilkonm- miklu umhverfi að öðru leyti í ríki nátt- úrunnar. Ræðustóllinn nú er að líkindum hinn sami og frá byrjun alþingis — Lög- berg hið forna. Er þetta vegleg og við- eigandi umgjörð fyrir hátíðahaldið. Ætti það að vekja eitthvað af þeim anda, sem lá til grundvallar því að alþingi var stofn- að fyrir þúsund árum. íslenzka þjóðin er söguþjóð. Líf henn- ar á djúpar rætur í þekkingu á sinni liðnu síögu. Hún á endurreisn sína að þakka því, að hjá henni kom fram veruleg þjóðernisvakning — sjálfsmeðvitund, sjáJfsþekking og sjáifsvirðing, — er rót sína átti að rekja til þess að forgöngu- mennirnir teiguðu djúpt af lindum sögun- nar og áhrif frá þeim frjófguðu alt þjóð- h'fið. Varð það tii þess að stefna þjóðinni inn á leið þeirrar mestu framfarar, sem hún nokkurntíma hefir orðið fyrir. Þegar hún nú á þessu framfaraskeiði, snýr sé^ að því að halda minningarhátíð þá, er nú stendur yfir — þúsund ára afmælishátíð alþingis — og ryfjar þannig upp fyrir sér æinn merkasta þáttinn í menningarsögu sinni — stjórnarfarsþáttinn í landnáms- sögunni — ætti það að vera til þess fallið að beina henni enn ákveðnara í horfið. Landnám íslands átti rætur í sjálf- stæðislöngun og frelsisþrá. Höldarnir, sjálfseignarbændur er ekki vildu láta knýja sig til að gerast leiguliðar Haralds konungs hárfagra í Noregi, urðu frum- byggjar íslands. Þeir sem ekki komu beina leið frá Noregi, voru þó ekki síður gagnteknir af sjáfstæðisþrá. Hugur landnámsmarmanna var ekki einungis að flýja ánauð heldur líka að varðveita frelsið. Og uyrjunarsaga stjórnarfarsins á rs tur í viðleitni þeirra að vernda um og yarðveita það frelsi sem þeim hafði HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JCLI 1930. ... -9 áunnist við að yfirgefa ættjörð og óðul og setjast að í óbyggðu landi. Fyrst komu þing heima í héruðum, nokkurs- konar sveitarstjórn. Þar voru rædd nauð- synjamál héraðanna og jafnaðar deilur. Þar voru sett helztu Jagaákvæði og reglur. Þetta nægði til byrjunar meðan landsbúar voru fáir og áttu lítil mök saman. En þegar landsbúum tók að fjölga og við- skifti að aukast, fór að verða brýn nauð- syn þess að fá eina löggjöf fyrir alt land- ið, eða með öðrum orðum, að stofna sjálfstætt ríki, því eðlilega stóð ekki hugur þeirra til þess að lúta erlendu valdi. Þetta sáu feður vorir og fyrir það var Úlfijóti falið að semja ein lög fyrir þjóðina. Að einum manni var faiið svo þýðingarmikiö hlutverk, sýndi virðing þeirra fyrir gildi einstaklingsins með því að leggja hin mestu vandmál í hendur vaJinna einstakl- inga. Úlfljótur dvaldi í þrjá vetur í Noregi til að leysa af hendi hlutverk sitt og tók sér sérstaklega til fyrirmyndar Gulaþingslög. En hið merkilegasta í löggjöf hans er ekki úr Gulaþingslögum né neinstaðar annarstaðar frá, svo kunn- ugt sé. Það er að hið nýja fullvalda ríki leggur inn á nýja braut, hverfur frá því stjórnarfyrirkomulagi, sem þá tíðkaðist almennt í Norðurálfu, og verður lýðveldi, einmitt þegar konungsvaldið var að fær- ast í aukana víða annarstaðar. Hér var verndað um rétt einstklingsins, þegar hann hjá öðrum þjóðum var að engu hafður. Að stjómarfyrirkomulagið, þrátt fyrir mikla kosti og yfirburði bafi ekki verið alfullkomið t. d. í því að þola eKkert framkvæmdarvald, skiftir litlu hjá því að hér var lagt inn á þá leið, sem nútíðin tengir við sínar björtustu vonir í stjóraar- farslegu tilliti. Að vísu er því ekki að neita að lýðstjórn nútímans hefir ekki ætíð gefist vel, hefir ekki skapað það himnaríki á jörðu, sem margir vonuð- ust eftir, og á langt í land að losa sig við þá annmarka hina mörgu, sem oft vilja veikja trú á hugsjóninni sjálfri. En af því að lýðstjórn, eigi hún að heppnast, gerír meiri kröfur til einstaklinga en nokkurt annað stjórnarfyrirkomulag, heldur hug- sjónin velli. Menn vilja ógjarnan viður- kenna að nauðsynlegur þroski einstakl- inganna, sé óhugsanlegur, enda hefir ekki verið bent á neitt er komið gæti í staðinn og meiru lofar. — Merki þessarar háleitu hugsjónar — lýðveldishugsjónar- innar — hóf hin íslenzka þjóð við stofnun alþingis. Hið litla íslenzka ríki lagði inn á þá leið, sem hver þjóðin á fætur annari hefir síðan þrætt sem hina einu mögu- legu leið stjórnarfarslega. Nú er haldin þúsund ára minning þessa atburðar. Hver munu verða áhrif þess innávið í íslenzku þjóðlífi og útávið hjá öðrum þjóðum? Fræðimenn þjóðarinnar bregða upp fyrir henni á ný mynd þeirrar gullaldar. sem hófst í sögu íslands með stofnun Al- þingis. Hinar stórfelldu persónur sögu- aldarinnar lifa á ný í huga þjóðarinnar; lýðveldið er stóð í 332 ár, birtist í skæru ljósi sögunnar — ti'drög þess, fyrirkomu- lag og yfirburðir; það bregður Ijóma á liið forna Alþing sem glæsilega miðstöð þjóðMfsins, þar sem ekki einungis voru samin lög og íýst dómum heldur líka kom- ið á framfæri öllu því glæsilegasta er þjóðin átti í fari sínu af málsnild, íþrótt- um, karlmannlegri hreysti, kvenlegri fegurð og hverskonar yfirburðum. Yfir- lit eru gefin yfir þúsund ára sögu íslands, ljós og skugga, heillaspor og hörmungar, og það hvernig fjöregg menningarinnar hafi hjá henni varðveizt alt til þessa dags. En að hverju mun þetta miða? Á úr þessu að verða einskær fornaldardýrkun ? Á hugur þjóðarinnar einungis að standa til hins Iiðna, lifa það upp aftur og dá, og harma það að gullöldin sé horfin? Eða mun frægðarsaga fornaldarinnar skapa hjá þjóðinni óheilbrigt sjálfsálit og þótta, svo hún upphrokist af ímynduðum eða verulegum yfirburðum? Slík ábrif væru hvorki girnileg né glæsileg. Fornaldar- dýrkun ein í fullu veldi er dauð kyrstaða. Engin þjóð getur lifað upp aftur liðna sögu. Og gullöldin má ekki einungis til- hevra hinu liðna heldur framtíðinni. Að upphrokast af yfirburðum getur aldrei nægt í stað þess að sýna þá. I því ekki sízt er feðranna hróður, sem AJþingi stofnuðu og frægan gerðu garðinn í stjóraarfarssögu íslands hinni fornu, að þeir á sinni tíð tóku þýðingarmikil og frumleg spor í framfaraátt, sem síðan hafa verið þrædd af mörgum öðrum þjóð- um. Þó annmarka megi finna á hinni íslenzku ríkisskipun, t. d. framkvæmdar- valdsJeysið, þá lætur að líkindum að leng- ra hefði ekki verið gengið eins og þá stóðu sakir. Nú stendur íslenzk þjóð í öðrum sporum en áður fyrri. Úr öðrum vanda- málum þarf að ráða og önnur eru við- fangsefnin. Hún stendur nú andspænis því að fara með það sjálfstæði, sem hún hefir öðlast sér til heilla og að varðveita og efla menningu sína þrátt fyrir stríðan straum utanaðkomandi áhrifa og þá verklegu byltingu, sem er að gera meiri breytingu á landi og lýð á fáum árum, en áður urðu á mörgum öldum. Sumir sjá ekkert annað í þessum breytingum en sigur svokallaðrar vélamenningar, sem öllu steypti af stóli og það einnig á íslandi. En miklu réttara er að sjá að íslenzk þjóð nú, eins og reyndar flestar eða allar sjálfstæðar þjóðir nútímans, stendur í þeim sporum að hún þarf að varast að lýðstjórn og sjálf-forræði verði að tví- eggjuðu sverði í höndum hennar, ef landslýður hefir ekki þroska með aö fara og um að vernda. Hún þarf að sjá að vélamenning er í raun réttri framför, því bæði eru vélarnar afrek mannsandans og einnig leysa þær krafta mannsins meir og meir úr óþörfum þrældómi, svo honum gefist kostur á að sinna æðri hlutverkum. Að ýms vandi leiðir af þessu, sem ekki er undir eins ráðið fram úr, og að í bili hefir þetta of víða orðið sem nýtt leik- spil í höndum óvita, má ekki skyggja á gagnsemi né gildi þess. Til þess þarf íslenzk þjóð uppörvun þeirra áhrifa er saga hennar veitir, að hún standi betur að vígi í nútíðsporum, en ekki til þess að hverfa aftur'til fornaldarinnar, þó það væri unt. Stofnendur alþingis færðu sér í nyt reynslu hins liðna og hagnýttu hana sem grundvöll til að byggja á framtíðina. En þeir gengu lengra. Þeir horfðust í augu við ástæður samtíðar sinnar, létu þær ekki skelfa sig eða draga úr kjark, og fundu þessvegna úrlausn er leiddi inn í nýja og glæsilega framtíð lýðveldis- tímabilsins. Þegar þjóðin nú aftur er stödd á Þing- völlum og þar standa búðir ekki aðeins innlendra höfðingja, er hafa í fylgi með sér þúsundir bænda og búaliðs, útvegs- og kaupmanna, heldur líka valinnar sveit- ar útlendra höfðingja, er hafa umboð og reka erindi stórvelda heimsins og ná- grannaþjóða íslandi til sóma, og einnig fjölda þeirra íslendinga er í siglingum hafa dreyfst víða um hvel jarðar, stofnað nýlendur og getið sér frægðar og frama, þá ber henni að finna til þess að þrátt fyrir ljóma liðinnar sögu, stendur hún nú í eins örlagaþrungum sporum og nokkrr sinni áður. Hún þarf að vernda um hvert dýrmæti sögu sinnar, hylla Úlfljót lög- sögumann, Njál, Snorra góða, Gizur hvíta og alt það fríða lið; ekki vera upp úr því vaxin að taka til fyrirmyndar Gulaþings- lög hverrar annarar þjóðar, er ti! heilla horfa, en leggja þó Grími geitskó til farar- eyri til að leita heima fyrir þeirra stöðva í andans reit þjóölífsins, er sérstakt helgi á að tilheyra og til þess eru fallnar að hefja og vernda alt þjóðlegt og gott. Hún þarf að kunna að meta sína eigin sögu án þess að gera lítið úr nútíðarlífi eða möguleikum þess. Engin fornaldardýrk- un er skaðlegri en sú, er leiðir til þess að menn líti smáum augum á nútíðarhlut- verk og nútíðarlíf. Þeir er nú flytja mál að Lögbergi þurfa á þeirri andagift að halda og eldmóði, að þjóðin er hún aftur heldur upp úr Almannagjá, horfi og starfi mót gullöld. sem framundan er og finni til þess að hún á þá menningarsögu að baki, að haldi hún ekki velli og ryðji sér braut til sífelt meiri þroska og frama, hefir hún bmgðist hlutverki sínu. Slík ábjTgðar- tilfinning ætti sízt að skapa hroka eða yfirlæti, sem hætta gæti staðið af. En svo eru áhrif hátíðarinnar útávið. Aðdragandinn og undirbúningurinn undir hátíðina og svo hátíðahaldið sjálft, hefir vakið athygli á lslandi, þjóð, tungu og menningu, út um heiminn, framyfir það sem dæmi er til áöur. Ef hátíðin væri einungis að útbreiða auglýsingaskrum, væri lítið upp úr því að leggja, en því fer betur að miklu fremur hefir hún varpað sönnu og réttu Ijósi yfir þjóðina útávið. f ummælum um ísland og íslendinga hefir svo oft víxlast á væmið, skilningslaust lof og sá hatramlegi misskilningur að þeir séu skrælingjar á lægsta stigi, loðskinn- um klæddir leppalúðar, er maki sig í grút í stað þess að þvo sér. Það er hressandi tilbreyting að lesa nú að staðaldri í útlend- um blöðum og tímaritum Ijósar, sannar og gagnorðar lýsingar og frásagnir yfirieitt um allt ísl., og að eiga aðgang að alpýð- legum bókum, er gefa sanna mynd af sögu, þjóð og menning. ísland hefir fengið mikilsverða viðurkenningu frá stjórnum, þingum og fræðimönmum, ein- mitt fyrir það að sönn þekking hefir útbreiðst. Óþekt smá- þjóð er að verða þekt og viður- kend menningarþjóð. Og það á þeirri öld þegar menn eru að átta sig á því — þ. e. hugsandi menn — að skerfur þeirra á- hrifa, er þjóð leggur til lífsins er ekki undir stærð hennar kominn. Er Norðmaðurinn frægi Friðþj. Nansen lézt fyrir skömmu, sagði eitt af hinum merkari tímaritum Ameríku, að hefði hann átt svo mikiö sem fjóra jafningja í öllum heimi þá væru þeir ekki kunnir þeim er ritaði. Þegar þannig er vegið á metaskálar, er horft til smá- þcðar.na engu síður en hinna stærri. Það kann mörgum að virðast að þessi auglýsing útá- við hafi vafasama þýðingu, en það er ekki rétt athugað. Það að þjóð fái að njóta sín í sönnu ljósi fyrir útbreiðslu þekkingar á ástæðum hennar, arfi og at- gerfi, er skilyrði fyrir þvf að hún fái að skipa réttan sess meðal þjóðanna, og er enn frem- ur leiðréttandi afl í lífi þeirrar þjóðar, sem hlut á að máli. Slík útbreidd þekking veitir aðhald og vekur metnað, sem hverri þjóð er þörf á. Sú hugsun að einu bjargráð íslenzkrar þjóðar, til frambúðar, sé einangrun, byggir fyrst og fremst á því, sem ómögulegt er, og er líka vottur um ótrú á getu þjóðarinnar að standa í straumi nútíðarmenn- ingar. Að tileinka sér verð- mæti nútímans á öllum sviðum, en varðveita þó sitt eigið pund, er vandi sem gjarnan vex mönn- um í augum, en það er í slíkum vanda að mest reynir á og oft fæst mestur gróði. Eg vona að hin aukna þekking á íslandi og íslenzkri þjóð útávið fyrir áhrif Alþingishátíðarinnar, fái viðeig- andi útvortis tákn í því að á þessu ári — eða að minsta kosti í nálægri framtíð — verði ísland tekið upp í Þjóðabandalagiö og að það megi skipa þar sess með sóma og heiðri. En er ræða er um áhrif þau, er Alþingishátíðin hefir vakið útá- við, hljótum vér í því efni að snúa oss einnig að oss sjálfum — Vestur-íslendingum. Ekki skal hér rakin saga þess öldu- róts, er undirbúningurinn undir 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. hátíðina, hefir vakið hér vestra, en það sem mestu máli skiftir er að upp úr því ölduróti hefir fleiri Vestur-íslendingum skotið á land á íslandi nú um hátíðina, en dæmi mumu vera til hlut- fallslega að heimsókt hafi ætt- jörð sína í einu frá burtfluttu broti nokkurar þjóðar — sem næst 25 af þúsundi hverju þeirra er af íslenzkri ætt eru hér vest- ra. Með því eru þó ekki talin áhrif hátíðarinnar hér, því óteljandi eru í anda heima á Þingvöllum nú, þó ástæður hafi hindrað þeim frá að yfirstíga fjarlægð- ina. Svo hefir útbreidd þekking á íslandi og íslenzkri þjóð haft óbein áhrif meðal Vesur-íslend- inga í þá átt að vekja og halda við hjá þeim sannri sálfsvirð- ingu. Þegar aðrir koma auga á íslenzka menningu og gildi hennar, er erfiðara að loka aug- unum fyrir því sjálfur. Það get- ur ekki hjá því farið, að áhrif þeirra Vestur-íslendinga, er ís- land gista á þessu sumri, og aðr- ir straumar, er hátíðin beinir inn í líf vort, leiði til þess, að vér áttum oss á því betur en áð- ur, hver sé heilbrigð og rétt af- staða, vor í íslenzkum þjóðernis- málum, án þess að það, að sjálf- sögðu, skerði á nokkurn hátt trúmennsku vora við þjóðirnar, er vér hér tilheyrum. Vildi eg nefna nokkuð af því, er mér finnst að hljóti að heyra undir Þér fáið virði peninga yðar ef þér kaupið Buckingham vindlinga. Buckingham vind- lingar eru kaldir og beztu vindlingarair, er hægt er að fá; ávalt með sínu upprunalega töfrandi bragði. Mjúkir og ilmgóðir, svo allir dást að. Hver vindlingur vekur nýja ánægjutilfinningu hjá hverjum sem reykir. Buckingham eru rétt búnir til og geymdir eins og þarf með frá framleiðslustaðnum til noytandans, í sérstaklega góðum umbúðum. Buckingham vindlingar eru óbrigðulir að efni. Tóbakið, sem þeir eru búnir til úr, er svo gott, að ofdýrt er til þess að vér getum látið nokkra miða eða premíur í pakkana. Þess vegna segjum vér — engir miðar — allt efni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.