Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA WINNIPEG, 2. JtrLí 1930. Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ---eftir-- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK Sem fyrirmyndir í því efni valdi hann í klajustrinu Waltham, tvo bræður af lágum stigum: Ásgaut og Alfráð; annan fyrir hug- rekki það, sem hann hafði sýnt á ferðum sín- um um landið, þar sem hann prédikaði fyrir háum sem lágum, ábóta sem þegn, um að fría þræla og aðra undirokaða, og að það væri hið ágætasta verk sem hugsast gæti til sáluhjálp- ar. Hinn, sem upphaflega hafði verið lítilfjör- legur búöarmaður, hafði gifst samkvæmt sið- venjum saxneskra klerka, og hafði síðan með talsverði mælsku innleitt þá siðvenju. þvert of- an í reglugerðir kaþólsku kirkjunnar í Róm. og hafði neitað að þiggja auðlegð og þegn- réttindi, sem í boði voru til þess að hann skildi við konu sína. En eftir dauða þessarar konu sinnar hafði hann gerst múnkur, og á sama tíma að hann hélt því fram við klerka iutan klaustra, að giftingar væru löglegar. Var hann nú orðinn frægur fyrir sína óvægilegu dóma um hið ófrægilega frillulíf í klaustrun- unj, sem allir sáu að var ósamrýmanlegt við hin hátíðlegu loforð og eiða hinna stoltu pre- láta og ábóta. Þessur tveimjur mönnum, sem höfðu báðir hafnað ábótastöðunni í Waltham, fól Haraldur á hendur að mynda hið nýja bræðrafélag þar. Og munkarnir í Waltham voru skoðaðir sem dýrlingar í nærliggjandi héruðum, og bent á þá sem fyrirmynd hinnar almennu kristnu kirkju. En þó að þetta nýja stjórnarfyrirkomulag Haralds sýndist meinlaust, þá var það, raun og veru eitthvað utanað lært, og spillti þannig hans upprunalega hreina og einfalda eðli. Hann hafði nú í fyrsta sinn á æfinni orðið hrifinn af metorðagirnd, sem var ekki það sama og að vinna fyrir land og lýð. Nú var það ekki lengur landið og þjóðin, sem efst var í huga hans, heldur hann sjálfur, sem æðsti stjórnari þjóðarinnar; þægilegasti vegurinn að koma því í framkvæmd, dró skugga á með- vitund hans yfir hinn heilbrigða innileika sann- Teiks og réttlætis. Og nú líka smátt og smátt byrjaði vald það, sem Hildur hafði náð yfir bróðlur hans, að hafa áhrif á þennan mann, hingað til svo afarsterkan á sviði heilbrigðrar skynsemi. Framtíðin varð honum skínandi og föfrandi leyndardómur, sem ímyndunarafl lians sökkti sér í nleira og meira. Hann hafði ekki enn staðið inni í rúnahringnum og kallaö fram hina dauðu; en töfrakrafturinn umvafði hjarta hans, og hinn illi alþekkti andi hafði vaxið upp í sálu hans. Samt sem áður ríkti Edith enn, ef ekki í hugsumum hans, þá samt í tilfinningum lians. / Og það var ef til vill vonin um að yfir- vinna alla mótstöðu, gegn því að giftast henni, sem aðallega kom honum til þess að breyta fyrirkomulaginu innan kirkjunnar; því aðeins í samræmi við hana gat hann komið fram vilja sínum í því efni; og sú von kastaði enn meíri vonarljóma yfir hina langþreyðu ríkis- kórónu. En sá sem meðtekur metorðagirnd- ina sem fylgisystur ástarinnar, hefir veitt að- göngu flagði, sem fljótt gengur hina fögru, nettstígu fylgimær af sér. Brá Haralds tapaði allri rósemi og blíðu, sem þar hafði áður dvalið. Hann varð hugs- andi og annars hugar. Hann ræddi við Edith minna, en meira við Hildi. Nú var svo komið að honurn virtist Edith ekki nægilega vitur til ráðagerðar. Bros Fylgjunnar hans, eins og Ijós stjörnunnar, lýsti upp yfirborðið en komst ekki niður í djúpið. Samt sem áður, á sama tíma, þreifst og þróaðist stefna Haraldar. Hann hafði nú þeg- ar náð því takmarki, að hin minnsta tilraam . til þess að auka va’d hans og vinsældir, myndi margfalda útbreiðslu þess. Smátt og smátt urðu allar raddir samróma um verðleika hans. Smátt og smátt könnuðust allir við spurning- una: Ef Játvarður deyr áður en Játgeir son- arsonur Jánrsíðu er fullaldra, svo að hann geti fekið konungstign, finnum við konung líkan Haraldi? Upp úr þessú blíðviðri og vaxandi sólskini hamingju hans, lauzt allt í einu illviðri, sem virtist að myndi annaðhvort kasta skugga yfir framtíð hans, eða dreifa öllum skýjum frá sjóndeildarhringnium. Álfgeir, hinn eini hugsanlegi keppinautur uni yöldin — hinn eini mótstöðumaður, sem engin brögð gátu mýkt — Álfgeir, hvers erfða- nafn gerði hann kæran leikmönnum á meðal Saxa; hvers mikilverðasti arfur frá föðurnum var elskan til.saxnesku kirkjunnar; hvers ó- sveigjanlega hernaðarlöngun hafði gert hann að átrúnaðargoði hinna herskáu Dana í Aust- ur-Anglíu (í jarlsdæminu þar sem hann hafði orðið eftirmaður Haraldar), eftir dauða föður HEIMSKRINCLA Hin betri tegund verzlunarmaima selur og mælir með FLOUR “Peningana tii baka” Ábyrgðin í hverjum pOKtt síns. Yfirmaður Mercíaríkis notaði nú sitt nýja vald til þess að gera uppreisn. Aftur var hann gerður útlægur og aftur tók hann höndum saman við hinn örgeðja, eldheita Griffith. Allt Valland var í uppnámi. Menn óðu inn í nærliggjandi lönd og lögðu allt í eyði. Hrólfur, hinn veikburða jarl af Herfurðu, dó rétt þegar allt stóð sem hæst, og varðmenn og málaliðar í hans umdæmi gerðu uppreisn á ýmsum stöðum. Víkingafloti frá Noregi rændi á vesturströndinlfi, og sigldu svo upp ána Mensi og slógu sér saman við flota Griffiths. Og allt keisaraveldið virtist vera að liðast í sundur, þegar Játvarður skar upp herör; og Haraldur sem foringi konungssinna, lagði ti! orustu við óvinina. Hræðileg og hættuleg voru þessi fjalla- skörð á Vallandi. f þeim höfðu hetjur Hrólfs hins norska verið kvíaðar og slátrað. Engir saxneskir hermenn höfðu svo sögur færu af, unnið sér neina sigursveiga í fjallaheimkynn- um Cymbriaha. Ekki heldur höfðu skip Saxa borið sigur úr býtum í viðskiftum sínum við hina hræðilegu vfkinga frá Noregi. “Ef þú tapar nú, Haraldur, þá' er kórónan töpuð! Ef þú vinnur sigur, þá hefir þú á þinni hlið það sem hverjum konungi er mest um vert: samúð þeirra manna, sem fylla fylking- ar þær, sem þú ert foringi yfir. VI. KAPÍTULIL. Það var einn dag á miðju sumri, að tveir ríðandi menn vonu á ferð um hið yndislega landssvæði sem myndar útjaðar Vallands. Þeir fóru mjog hægt og töluðust ríð Aingjarn- lega, þrátt fyrir mismun þann, sem virtist aug- ljós á stöðum þeirra og þjóðerni. Það leyndi sér ekki, að sá yngri var Norðmaöur. Húfan huldi að nokkru höfuðið, sem var snoðklippt nema að framan þar sem það liðaðist um stoltar og skarplegar brár. Fötin fóru vel og var hann í engri skikkju yfir sér. Legghlífar hans voru myndaðar einkennilegum vafningum er minntu á stykkjóttan dúk; og á hælunium hafði hann gullna spora. Hann var vopnlaus; en á eftir honum og félaga hans, í nokkurri fjarlægð, kom stríðshestur hans söðlaður og skrautbúinn, reiddur af skjaldsveini hans, er reið traustum, norskum hesti. Sex saxneskir þrælar gengu á eftir og leiddu með sér þrjú múldýr, með þungar klyfjar, er í voru eigi að- eins vopn norska hermannsins, heldur einnig körfur fullar af dýrindis kjólum, víntegundum og vistum. Nokkru síðar kom hópur léttklæddra manna er voru í skinnfeldum einkennilegum útlits, með axir reiddar um öxl og boga í hönd - um. Félagi þessa norska riddara var eins aug- sýnilega saxneskur, eins og hinn var norskur. Hið stutta og breiða andlit hans var að mestu hulið skeggi. Þetta andlit, sem var í lögun einna líkast óákveðnum ferhyrning, stakk al- gerlega í stúf við hina kringuleitu ásjónu, með hinum skörpu dráttum, hins norska riddara. Kyrtill hans var líka úr leðri, dreginn saman um mittið, en féll laus niður um hnén; en skikkja nokkiur féll aftur af öxlunum, svo hún lét handleggi hans frjálsa er liann gekk. Húfa hans var öðruvísi en hilfa Norðmannsins; hún kringlótt og gúlpaðist á hliðunum eins og tyrk- neskur höttur. Hinn beri , brúni háls hans var allur þakinn ýmiskonar útflúri; og jafnvel heilt vers úr Davíðs sálmum hafði verið krot- að á hörundið. Andlit hans, þótt þar væri ekki að finna hina stoltu brún og fránu augu félaga hans. bar samt vott um stolt og gáfur — stollt sem frekar var þótti og gáfurnar voru þunglama- legar “Góði vinur minn, Sexúlfur,” sagði Norðmaðurinn á þolanlegri saxnesku, “eg ætla áð biðja þig að gera ekki of lítið úr okkur. Þegar allt kemur til alls, þá erum við Norð- menn sömu ættar og þið. Feður okkar töluðu sama mál og feður ykkar.” “Það má vel vera,” svaraði Sáxinn blátt áfram; “og það gerðu Danir líka, með litlum mismun, þegar þeir brenndu hús okkar og skáru okkur á háls." “Þetta eru nú gamlar sögur,” svaraði ridd- arinn; “og eg þakka þér fyrir samanburðinn, því að Danir, eins og þú sérð, hafa nú sezt að á meðal okkar sem friðsamir þegnar og stilltir menn, og eftir fáa mannsaldra verður erfitt að gizka á, hver á ætt sína að rekja til Saxa og hver til Dana.” “Það er einungis tímaeyðsla að vera að tala um þetta,” mælti Saxinn, sem fann að hann fór halloka fyrir hinum lærða félaga sínum í samræðunum, og sá af sinni meðfæddu heil- brigðu skynsemi, að eitthvað annað, sem hann gat ekki gizkað á hvað var, lá hulið undir hin- um sáttfúsu orðum Normannsins. “Held- ur ekki trúi eg því, herra Mallet eða Grayel — þú fyrirgefur að eg ræð ekki yfir viðeigandi orðum til að ávarpa þig —r, að Norðmenn muni nokkurntíma elska Saxa eða Saxar Norðuiertn: Og látum okkur nú fella talið niður. Þarna er nú klaustrið þar sem þú ætlar að hvíla þig og endurnæra.” Saxinn benti á lága og klunnalega byggingu úr timbri, eyðilega og hrörlega, sem stóð nálægt daunillu feni eða foraði, þar sem uppi yfir sveimaði grúi mýflugna i og annar smákvikinda. Mallet de Graville, því sá var maðurinn, yppti öxlum með fyriríitningar og með- aumkunarsvip. “Eg vildi, Sexúlfur vinur minn, að þú gætir séð hús þau, sem við byggðum guði til dýrðar og dýrlingum hans í Normandi, úr dýrum steini, sem stóðu á yndisfögrum völlum' Greifafrúin okkar, Matt- hildur, befir ágætan smekk fyrir öllu múrsmíði, og menn okkar tilheyra bræðrafélag- inu á Langbarðalandi, sem þekkir alla leyndardóma múr. • smíðinnar.” “Eg ætla að biðja, þig lengstra orða að troða ekki slíkum hugmyndum inn í hið viðkvæma höfuð Játvarðar könungs. Við höfúm nóg að borga til kirkjunnar, þó hún sé byggð aðeinS úr timbri. Allir heilagir hjálpi okkur, ef við ættum nú að fara að byggja þær úr steini.” Normandíumaðurinn gerði krossmark fyrir sér, alveg eins og hann hefði hlustað á eitthvað voðalegt guðlast, og sagði síðan: “Þú elskar ekki kirkjuna, móður vora, minn kæri Sexúlfur.” “Eg var upp alinn til þess að vinna og sveitast blóði,’’ svaraði Saxinn; “og eg sannar- lega elska ekki hina lötu, sem gleypa það sem eg vinn fyrir og segja að hinir heilögu “gefi sér það”. Veiztu ekki, herra Mallet, að einn þriðji allra landeigna á Englandi er í höndum presta?” “Einmitt það!” sagði hinn skarpskyggni Normandíumaður, sem þrátt fyrir alla sína guðrækni, gat lagt sig niður við að veiða upp úr félaga sínum allt það, er hann sjálfur gat grætt á veraldlega. “Þið hafiö þá, í þessu glaðværa Englandi, ykkar sorgir og ástæður til að kvarta.’’ “Já, í sannleika er það svo, og eg dreg enga dul yfir það,” svaraði sá saxneski. “En mér skilst að það sé aðalmismunurinn á okk- ur, þér og mér, að eg get sagt eins og maður hvað mér þykir að, án þess að saki; en þínir limir og þitt líf myndi verða í hættu, ef þú værir eins hreinlyndur í hinu andstyggilega heimalandi þínu.” “María Guðs móðir komi til!’’ sagði Nor- maðurinn með mestu fyrirlitningu; hann hnyklaði brýrnar og augun tindruöu. “Svo réttlátur dómari og mikill foringi sem Vilhjálm- ur hin norski er, þá þora barónar hans og ridd- arar að !íta framan í hann; og ekkert er það, sem okkur liggur á hjarta, að við þorum ekki að láta það koma fram af vörum vorum.” “Það hefi eg heyrt,” svaraði Saxinn með niðurbældúm hlátri; “eg hefi heyrt að þið hirðmenn, þegnar og fyrirmenn, séuð býsna frjálsir og djarfir í framkonm allri. En hvern- ig er það með almúgann — hinar lægstu und- irlægjur og leiguliða, herra minn? Þora þeir að tala um konung sinn og lög eins og við ger- um? Eða um hirðmenn og foringja?” “Nei, auðvitað ekki!” var komið fram á varir Normannsins, en hann sá að sér, og sagði í þess stað hægt og kurteislega: “Hvert land hefir sínar siðvenjur fyrir sig, kæri Sexúlfur. Og ef Normaður væri konung- ur yfir Englandi, mundi hann taka við lögun- um eins og þau eru. Og leiguliðar og frels- ingjar myndu eins óhultir undir stjórn Vil- hjálms, eins og þeir eru undir stjórn Játvarð- ar.” “Normaður konungur Englands!” hróp- aði Saxinn og roðnaði út undir eyru. “Hvað ert þú að bulla um, ókunni maður?" “Ó, mér datt þetta aðeins f hug! — En hugsum okkur nú að þetta yrði svo,” hélt ridd- arinn áfram, og sat enn á vonzku sinni. “Og hvers vegna álítur þú hugmyndina svo meið- andi? Konungurinn er barnlaus. Vilhjálmur er næsti erfingi hans og honum kær sem bróð. ir; og ef Játvarður léti hontum eftir ríkisrétt- inn —” “Enginn maður getur afhent öðrum ríkis- réttinn eða útnefnt eftirmann sinn til konung- dóms!” nærri því grenjaði Saxinn. “Heldur þú að fólkið á Englandi sé eins og nautgripir eða sauðir, lausafé eða þrælar, sem hægt sé að arfleiða menn að eftir vild? Auðvitað eru óskir konungsins þungar á metiunum; en svo verður að taka tillit til yfirráðsins og ekki síð- ur alþýðunnar. En æðsta ráðið og alþýðan eru sjaldan sammála um slíka hluti. Her- toginn ykkar konungur Englands! En sú fjar- stæða! Ha! Ha!” '“Óþokki!” muldraði riddarinn í hálfum hljóðum; en bætti við upphátt, í hinum kalda og hæðnfskennda málróm sínum, sem vara- semin hafði kennt honum að halda í skefjum: “Því tekur þú svona stranglega í streng smá- eignamannanna, þú sem ert foringi, eða nærri þegn?” “Eg var fæddur á meðal smælingja, og faðir minn á undan mér,” svaraði Sexúlfur; “og eg hefi samúð með minni eigin stétt, þó að sonarsonur minn verði ef til vill í flokkl hinna svokölluðu þegna; og ef til vill með jörl- unum." Hinn stæriláti Normaður færði sig eins og ósjálfrátt frá hlið Saxans, eins og hann hefði allt í einu orðið þess var, að hann hafði lítillækkað sig ótilhlýðilega með þessum sam- ræðum sínum við smáeignamann; og hann sagði kæruleysislegar en áður og með þótta- fyllri svip: “Þú varst smáeignamaður áður, maður minn; en nú ertu foringi í liði Haraklar. Hvern- ig víkur því við? Eg skil það ekki almenni- lega.” “Hvernig ættir þú að geta það, vesalings Normaður,” svaraöi Saxinn í meðaumkunar- hljóm. “Sagan e rþó ofur einföld. Vita skaltu, að þegar Haraldur jarl okkar var gerður út- lægur og lönd hans tekin, að við smáeignæ- mennirnir hjálpuðum honum með aðstoð und- irmanna hans, að kaupa land hans skamt frá Lundúnum, og húsið, þar sem þú fannst mig» land ójjekkts manns af þínum þjóðflokki, sem ; löndin höfðu ólöglega verið gefin. Og við ræktuðum landið, við hirtum gripina og liéld- um húsinu við þar til jarlinn kom aftur.” “Og þið höfðuð peninga til alls jiessa — þið, smáeignamennimir!” svaraði Normaður- inn með öfundarhreim í röddinni. ♦ “Ilvernig gætum við á annan liátt keypt okkur frelsi? Hver einasti leiguliði eða smá- eignamaður hefir dálítinn frítíma, sem hann getur notað til þess að vinna fyrir sjálfan sig, og l>annig safnað dálitlum peningum, sem hann á sjálfur. Þetta sparifé notuðum við í þarfir jarlsins; og þegar hann kom aftur, þá gaf hann hverjum almúgamanni dálitla landar- eign, nægilega stóra til þess, að hann gæti orðið þegn. Og liann gaf þessum leiguliðum, sem höfðu hjálpað honum, frelsi og ríflegar spildur af góðu landi; og flestir þeirra plægja nu sitt eigið land og hirða sínar eigin skepa- ur. En mér l>ótti vænt um jarlinn, vænna en um svín — og eg var einhleypur — svo eg bað hann að leyfa mér að berjast í fylkingum hans. Og svona hefi eg smátt og smátt hækk- að í tigninni, eins og við leiguliðarnir getum gert, ef hamingjan er með.” “Eg hefi fengið svarið,” sagði Mallet de Graville hugsandi og hálf vandræðalegur. “Er1 þessir þrælar eru ófrjálsir menn. til dauða- dags. A.ð. því er þá ^hejrtir,i.ggrj^,það engan mismun, hvort sá, sem í hásætinu situr, er skegglaus Normandíumaður eða alskeggjaður Saxi.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.