Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. Sendit5 fötin yðar með pósti. Sendingum utan af landi sýnd sömu skil og úr bænum og á sama verði. W. E. THURBER, Mgr. 324 Young Str., Winnipeg. XLIV. ÁRGANGUR________ Vestur íslendingar sæmdir nafnbótum WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN. 2. JtrLI 1930. ALÞÍN GISH Á T í Ð A RN EFNDIN Háskóli Islands hefir sæmt þessa Vestur-Islendinga doktorsnafnbót í heiðursskyni, í sambandi við Alþing- ishátíðina: I læknisfræði: Dr. B. J. Brandsson, Winnipeg. I lögum: J. T. Thorson, þingmann, Winnipeg. G. Grimsson dómara, N. Dakota. Prófessor Sveinbjörn Johnson, 1 heimspeki: Vilhjálm Stefánsson landkönnuð. Séra Rögvald Pétursson, D.D., Win- nipeg. H. C. Thordarson rafmagnsfræðing og uppfyndingamann, Chicago. Halldór Hermannsson bókavörð við Cornell háskólann. Jóhannes Jóhannesson Tryggvi Þórhallsson bæjarfógeti í Reykjavík. forsætisráðherra. forseti nefndarinnar. Jónas Jónsson dóms- og kirkjumálaráð- herra. Sigurður Eggerz fyrverandi ráðherra og bankastjóri. Asgeir Asgeirsson, fræðslumálastjóri og for- seti sameinaðs þings. Frá Alþingishátíðinni Fréttir þær af Alþingishátíðinni, er borist hafa vestur yfir hafið í skeyt- um til ýmissa blaða hér hafa verið svo strjálar og sundurslitnar, að örðugt hefir verið að ráða til fulls af þeim, hversu vel hátíðahöldin hafa tekist. Fylgt var í öllum aðaldráttum dag- skránni, sem skýrt var frá í hátíða- blaðinu nýlega. Biskup landsins, dr. Jón Helgason, flutti bænina fyrir Is- landi að morgni hins 26. júní, svo sem til stóð, að öðru leyti en því, að slag- viðri og rigning hafði verið um nótt- ina áður og grúfði þokan enn yfir Skjaldbreið og Hengli, meðan biskup signdi hinn fornfræga þingstað. Að guðsþjónustunni lokinni var gengið til Lögbergs í mikilli hersingu og fór þar konungurinn, Kristján X., í broddi fylkingar eins og konungi sæmdi, enda hefir hann sömu konungsverð- leika og Sál forðum, að vera höfði hærri en allur lýðurinn. Næstur á eftir honum gekk sænski krónprins- inn, Gustav Adolph, þá ráðherrarnir íslenzku og fulltrúar annara þjóð- þinga. Þá biskup landsins með presta sína í fullum skrúða. Þá stú- dentar frá Islandi og Norðurlöndum, alls kringum 1000, sem þar voru saman komnir. Loks fór alþýða manna í flokkum eftir héraða skift- ingu. Þótti skrúðganga þessi mjög tilkomumikil, enda er gizkað á að þarna hafi verið saman komið um 35 þúsund mannS alls. Þá var hátíðin sett á Lögbergi, sungið “Ó, guð vors lands” og fyrri hluti hátíðaljóðanna og Alþingi sett af konungi. Síðari hluta dagsins var tekið á móti er- lendum fulltrúum og gestum. Töl- uðu þar fulltrúar frá Þýzkalandi, Stóra Bretlandi, Bandaríkjunum, Can- ada, Danmörki^, Finnlandi, Frakk- landi, Noregi, Niðurlöndum. Svíþjóð. Czechó-Slóvakiu, Færeyjum, eynni Man, Manitoba, Saskatchewan, Norð- Ur-Dakota, Minnesota. Fyrir hönd Stóra Bretlands töluðu Newton lá- varður, úr efri málstofu enska þings- ins, og Rhys Davies úr neðri mál- stofunni, og eftirlétu Islandi heitið “Mother of Parliaments”, sem Eng- land hefir lengi flaggað með sjálft. Fyrir hönd Canada talaði dr. B. J. Brandsson, og báðir þeir W. J. Major og I. Ingjaldsson fyrir Manitoba, og Wilhelm Paulson fyrir Sakatchewan. Fulltrúar Finna og Færeyinga töl- uðu á íslenzku. öllum ræðum var útvarpað og hátalarar settir upp hing að og þangað fyrir mannfjöldann. Annan daginn undirrituðu Islend- ingar, Svíar, Norðmenn, Finnar og Danir, með sér vináttusamninga á Þingvöllum. Hafa þessar þjóðir all- ar átt margt saman að sælda frá fornu fari, og er eigi nema gott til þess að vita, að þær eigist vináttumál ein við héðan í frá. Þann dag var Vestur-Islendingum fagnað sérstaklega að Lögbergi af forseta efri deildar. Talaði sén Jónas A. Sigurðsson frá Selkirk, af hendi Vestur-Islendinga. Mjög mikla athygli vakti söguleg sýning, er fram fór á eftir, og glímu- sýning um kvöldið. Laugardagurinn fór aðallega í í- þróttasýningar og samsöngva. Mun veðrið hafa verið bezt þann dag, en skemmt ofurlítið hátíðagleðina fyrri dagana tvo. Að minnsta kosti höfðu stúdentar í hótunum að flýja Þing- völl á, föstudaginn, svo illa líkaði þeim veðrið, og þótti það lítil karl- hiennska. Norrænt stúdentamót var háð í sambandi við hátíðina, og ýmis- Magnús Jónsson próf. í guðfræði og kirkju- sögu við Háskóla Islands. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, ritari Alþingisnefndar Magnús Kjaran kaupmaður, framkvæmd- arstjóri nefndarinnar. Pétur Guðmundsson, fulltrúi Alþýðuflokksins. .... — — —- --------7-----■ leg þing önnur. A sunnudaginn var afhjúpuð bronz- taflan af Thomasi heitnum Johnson, sem Manitoba gaf Islandi í hátíða- gjöf. Hún var afhent af Hon. J. W. Major með canadiskum yfirsöngvum og síðan hengd upp í forsal Alþing- I sitt einvalalið og stefndi á ráðhúsið, en lögreglan, sem stöðugt hafði haft vakandi auga á öllum tiltekjum þeirra, gerði sig nú mjög ófrýnilega I og gekk í veg fyrir þá með reiddum | kylfum. Staðnæmdist þá Beattie og féllst hugur, en þrefaði þó um hríð ur á viðureignina, og þykir hans framganga ekki hafa verið sem skörulegust. - * » « Fjörutíu og fimm bæja- og sveita- félög hafa nú ákveðið að taka þátt í 60 ára afmælishátíð Manitoba 15. júlí ishússins. Sama dag afhentu þeir Burtness öldungaráðsmaður og Svein- björn Johnson styttu Leifs, sem er gjöf Bandaríkjanna. Las Árni Egg- ertsson upp þingsályktunartillögu sambandsþings Canada, að veita Is- landi einhverja sæmilega heiðurs- gjöf og skyldi hún verða sniðin eftir tillögum fulltrúanna, er þeir kæmu til baka. Þýzkaland gaf landinu full- komin tæki fyrir vísindalega til- raunastofu. Sviar gáfu myndarlegt bókasafn. Noregur sjóð til að kosta stúdenta við norska háskóla. Dan- mörk postulínsvasa með myndum frá Þingvelli og Danmörku. Frakkland gaf “Sevres”-vasa og sæmdi forseta Alþingis heiðursorðu. Danskar kon- ur í Ameríku gáfu brjóstmynd af Vilhjálmi Stefánssyni, eftir Nínu Sæ- mundsson myndhöggvara. Fjölda- margar aðrar gjafir bárust Islandi, sem oflangt yrði upp að telja. Má yfirleitt ætla, að hátíð þessi hafi ver- ið Islandi til mikillar sæmdar og heilla. KANADA við lögregluna um það, að hann krefðist þess að Webb eða einhver af englum hans kæmi út og ávarpaði lýðinn. Leit um stund út fyrir, að deiian myndi enda friðsamlega. En loks fóru þó leikar á þá leið, að lýð- num, sem stóð eins og Björn að baki Kára, fór að leiðast þóf þetta og tróðst áfram sem ákafast og hratt foringja sínum á undan sér undir högg réttarins þjóna. Fór þá að þykkna í Beattie og varðist hann með miklum vaskleik, unz hann var gripinn höndum. Síðan tók lögregl- an að berja á mannfólkinu og skorti þá eigi stór högg og þung, enda voru þau eigi talin eftir eins og centin, sem bærinn eyðir daglega til þess að viðhalda lífinu í þessu fólki, sem hann skortir forsjá til að fá eitthvert nýtilegra verk að vinna, en standa á strætum úti og bölva sínum fæð- ingardegi. Tókst lögreglunni fljót- lega að berja úr mönnum kjarkinn, enda voru þá auðnuleysingjarnir orðnir höfuðlaus her, þegar Beattie var fallinn, og brast flótti í liðið. “Kandidatinn” hafði skriðið út i hliðargötu og horft þaðan lafhrædd- í sumar. Mun víðast hvar vera til- ætlunin, að hafa allan mannfagnað- inn sem mest að gamaldagshætti, en þó hafa sumir bæirnir ákveðið að hafa sögusýningar og skrúðgöngur. * * » Hagskýrslur stjórnarinnar í Can- ada sýna, að á tiu árum, síðan 1921, hafa fluzt burt úr Canada, mest til Bandarikjanna, um 1,355,655 manns, eða næstum þvi tíundi hluti ibúanna. Arið 1921 var ibúatalan 8,788,000. — Síðan hafa fæðst í landinu 2,172,622 börn og 938,866 menn dáið. Inn- flytjendur hafa verið alls 1,130,659, og hefði því íbúatalan eftir því átt að vera 11,152,455, en ekki 9,796,800 einsc og nú er, ef allt hefði farið með feidu. » • • Frá Brockville kemur sú fregn 27 júni s.l. að þar hafi borið hræðilegt slys að höndum daginn áður, er J. P. King, botnsköfu- og borunarbátur, sem fékkst við að sprengja upp með tundri og dýpka á þann hátt botn St. Lawrence fljótsins, sprakk í loft upp af eldingu, er slegið hafði niður —--------------—-------------* Á miðvikudagsmorguninn s.l. varð lögregla Winnipegborgar að skerast í leikinn og tvístra með kylfum hóp, hér um bil þúsund vinnulausra manna sem ætluðu að ryðjast inn í ráðhúsið og hitta Webb borgarstjóra að máli um vandræði sín. Til þessara aðfara hafði verið stofnað á þann hátt, að James Beattie, foringi þessara manna hafði boðað til útifundar til þess að ráðgast um vandræðin, og fyllti mann safnaðurinn nærri því King St., svo að lögreglan varð að safnast að til að greiða fyrir umferð. Leslie Mor- ris, frambjóðandi sameignarmanna í Norður-Winnipeg, ávarpaði fyrstur mannfjöldann og síðan hver af öðr- um unz Beattie sjálfur sté upp í ræðustólinn og skýrði frá þvi, að borgarstjóri hefði hvað eftir annað neitað sér um áheyrn, þegar hann hefði viljað bera fram fyrir hann málefni lýðsins. Tók þá mannfjöld- inn að ókyrrast, en Beattie skoraði á hann að fylgja sér sem drengileg- ast inn í ráðhúsið og taka borgar- stjóra tali, hvort sem hann vildi eða ekki. Lagði hann síðan af stað með NÝJAR MYNTIR Island hefir látið gefa út sérstaka mynt til minningar um 1000 ára afmæli Alþingis, 10 kr., 5 kr. og 2 kr. peninga. Myndirnar að ofan sýna þessa nýju myntsláttu. Auk þess hafa verið gerð ný frí- merki, alls 16, eftir uppdráttum islenzkra listamanna af merkum sögustöðum og sagnaviðburðum. Sérstakt Alþingishátíðarmerki var búið til með “víkingaskipinu” klettaborg í Almannagjá og miðnæt- ursólina í baksýn. í bátinn og farið í sprengiefni það, sem hann hafði í fórum sínum. Þrjá- tiu manns lét lífið en tólf varð bjarg- að með örkumlum og lagðir á sjúkra- hús. * * • Sama dag urðu ýms slys af vatna- ; vöxtum í Vermillon ánni, skamt fra Sudbury og Capreol, Ont. Járnbraut- arlest C. N. R. félagsins, No. 4, sem var á leiðinni frá Winnipeg til To- ronto, óð út í vatnsflóðið sér að ó- vörum í nánd við ána, þar sem flætt hafði yfir sporið, og flutu sjö vagnar af 9 af teinunum og hálfsukku, og drukknuðu fjögur börn. Fleiri lest. ir lentu í þessum ógöngum, og er tal- ið að alls muni hafa látist um 11 manns á þessum slóðum. BANDARIKIN Astralskur flugmaður að nafni Kingsford-Smith, hefir nýlega flogið yfir Atlantshafið hér um bil 2000 rnílna leið frá Irlandi, ásamt þrem öðrum mönnum, i Fokker flugvél. Hann lagði af stað frá Port Mar- nock á Irlandi kl. 9.25« eftir enskum tíma og flaug á 21 klukkutíma til Horbour Grace á Newfoundland, og síðan til New York á fimtudaginn. Flugu þeir þannig um 100 milur á klukkustund, og héldu stefnunni ör- uggt, enda hrepptu þeir gott veður alla leið, nema ofurlítinn storm skamt frá Cape Race. Þykir þetta flug hafa verið frækilega af höndum leyst, því að minnst níu flugvélar hafa farist á undanförnum árum á At- lantshafsflugi. Var undirbúningur fararinnar líka allur í bezta lagi. * • • Bandaríkjastjórnin hefir nýlega samþykkt að borga 74,243,000 doll- ara fyrir skip þau, stór og smá, alls 94 að tölu, er tekin voru herfangi at' Þjóðverjum í stríðinu síðasta. Eru þessar skaðabætur goldnar sam- kvæmt samningi um stríðsskaða- bætur frá 1928, og mati á verðmæti skipa þessara, sem nýlega er lokið. Borgunarskilmálar eru til 27 ára. Er mikil gleði á Þýzkalandi yfir því, að fé þetta skuli greiðast. *---------------------------->► BRETAVELDl i---------------------------* Sir John Simon og sex meðnefnd- armenn hans, sem í tvö ár hafa set- ið á rökstólum og ferðast fram og aftur um Indland, til þess að líta eft- ir velferð landsins ög skyggnast eft- DYERS & CLEANERS, LTD. Er tyrstir komu upp n ■ I a3 afgreitía verkií sama daglnn. Lita og hreinsa fyrir þá sem eru vandlátir W. E THURRER, áigr. Sími 37061 NCMER 41 ir þvi í hverri borg, hversu mikið stjórnarfarslegt frelsi landinu munl vera hollt að öðlast, hafa nú loks gef- ið út skýrslu sina í 17,000 eintökum, 400 bls. stórum, og dreift yfir allt Stóra Bretland fyrir 3 shillinga ein- takið. Rann skýrslan út, og var les- in með mikilli gaumgæfni af háum sem lágum. Enginn hefir komist að nokkurri niðurstöðu um það, hvaða boðskap skýrslan hefir að flytja i aðalatriðum, segir blaðið Morning Post í skeggræðum sínum um málið. Leggjast tillögur Simons þó ákveðið á móti sjálfstæðiskröfum Gandhis og hans manna. “Takmark brezkrar stjórnaraðferðar verður að vera það, að efla til valda sterka stjórn á Ind- landi, sem ávalt verði skoðað sem óaðskiljanlegur hluti brezka ríkis- ins.” Skýrsla þessi vakti hörðustu andmæli i Bombay, Calcutta og Mad- ras, þar sem Gandhi flokkurinn hóf mótmælagöngu og kallaði skýrsluna “ósvífni gagnvart Indlandi”. Og í Surat, nálægt Bombay, var líkan Sir John Simon, brennt hátíðlega á báli, honum til svívirðingar. ímsar athyglisverðar upplýsingar hafði skýrslan að flytja, svo sem það, að tekjur alls fjöldans af Indverjum nemi svo sem 40 dollurum á ári, að allur þorrinn af íbúum fátækrahverf- anna í stórborgunum, búi við það húsnæði, að verða að kasast í hrúg- um í einu herbergi, að aðeins 2,500,- 000 Indverjar af 320 miljónum, séu læsir á enska tungu, og aðeins 414 miljón þeirra kristnir. * • • I nýútkomnu hefti af Empire Re- view er grein eftir Sir Leo Chiozza Money, er sýnir fram á, að tala barnafæðinga á Englandi fari svo hraðfækkandi, að óhjákvæmilega hljóti að draga til verulegrar fólks- fækkunar mjög bráðlega. Er þar að gerast hin sama saga nú upp úr heimsstyrjöldinni síðustu, og varð á Frakklandi eftir Napoleonsstríðin. Langt er síðan fólksfækkun hófst 4 Irlandi. Siðan 1841 hefir íbúum landsins fækkað hér um bil um helm- ing. Sömuleiðis hefir talsvert fækk- að íbúatala Skotlands á síðari árupa. Mun mjög miklum útflutningi vera talsvert að kenna í þessum löndum báðum. Hins vegar hefir allt til síð- ustu tíma verið stöðug fólksfjölgun bæði á Englandi og í Wales. Þ6 voru barnsfæðingar aðeins 111,000 fleiri en dauðsföll árið 1929. Sir Leo bendir á að árið 1914 hafi íbúar Eng- lands og Wales verið 37 miljónir, og að þá hafi fæðst alls 879,000 böm. Hins vegar hafði fæðst aðeins 640,000 börn árið 1829, þegar fólksfjöldinn var þó orðinn 39 miljón. Árið 1930 eru barnsfæðingar áætlaðar 625,000. Stefnir þannig hag landsins í sama óefni og Frakkar hafa kvartað um nú um hríð: Færri menn til að alast upp í hirðuleysi og svelta í atvinnu- leysi. Færri menn til að siga af stað í stríð og láta drepa á vígvöllunum. Fimm miljón gjafvaxta meyjar em nú á Englandi, sem enginn lítur við. Piparsveinum fjölgar óðfluga. Gifta fólkið á ekki nema einn eða tvo krakka í mesta lagi. Er þetta ekki í sjálfu sér gleðilegt tákn tímanna? Til hvers er að fjölga mannfólkinu, meðan löndin eru ráðalaus að sjá þeim fólksfjölda, sem þegar er til staðar, fyrir sæmilegu lífsviðurværi? Heimspekingar nútímans eru yfir- leitt farnir að gefa mannkyninu þessa ráðleggingu: Framleiðið færra fólk en betra fólk. * • * Nýlega hefir verið ákveðið að hressa duglega upp á hina veglegu Westminster dómkirkju á Englandi. Hefir verið ákveðið að skreyta hana alla að innan með tiglaverki (mosaic) og er talið að hvert ferfet muni kosta um 15 pund sterling. AUt verkið kemur þá til að kosta um 5 miljón pund sterling, og verður naumast lokið fyr en að 200 árura liðnum. Dánarfregn Símskeyti barst vestan frá hafl um það, að hinn 28. júní s.l. hefði lát- ist að heimili sínu í Crescent, B.C., Sveinn Brynjólfsson byggingameist- ari og fyrrum ræðismaður Dana 1 Winnipeg. Hann mun hafa verið 74 ára gamall. Með láti hans er í vaJ fallinn einn af merkari mönnum þjóð- flokks vors hér vestra. Verður hana nánar minnst síðar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.