Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 2. JCrLl 1930. HEIMSKRINCLA 7. BLAÐSIÐA íFrh* frá 3. sí8u). er ekki hægt að breyta því sem skeði í gær, að minnsta kosti ekki þegar í stað, án þess að við verðum bæði að athlægi. En ef þú hefir hafið þessa deilu til þess að sýna mér að mér beri ekki að nálgast dóttur Windegs baróns, þá hefir þú náð til- gangi þínum. En eg bið þig að láta þetta verða síðuStu deiluna okkar á milli. Mér er illa við allar deilur, taugar mínar þola þær ekki, og það er hægt að haga svo lifnaðarháttum sínum, að maður þurfi ekki að kom- ast í svona óþarfa æsingu. Nú sem stendur ímynda eg mér að þér komi bezt að skilji þig eftir eina saman. Eg bið þig afsökunar á því að eg fer leiðar minnar.” Hann tók einn silfur-ljósastjakann og gekk út úr herberginu, en fyrir framan dyrnar nam hann staðar og horfði til baka. Leiftrinu sást aftur bregða fyrir í augum hans, en hvarf svo aftur; en loginn á kertunum blakti til, er hann gekk niður gang- inn — annaðhvort af súgnum, eða af því að höndin, sem hélt á stjakan- um skalf. , Eugenie var ein eftir; hún dró andann þungt, er maður hennar var farinn. Hún hafði fengið vilja sínum framgengt. Hún þurfti að fá sér ferskt loft eftir æsinguna, og gekk út að glugganum, opnaði hann og horfði út. Vorkvöldið var blítt og inndælt, stjörnurnar skinu dauflega gegnunj léttar skýslæður, er nær þvi huldu himinhvolfið, en rökkrið hvíldi ýfir nágrenninu. Neðan úr garðin- um heyrðist kvika. Allstaðar ríkti ró og friður nema ekki í hjarta ungu konunnar, sem í dag í fyrsta sinn hafði komið á hið nýja heimili sitt. Nú var það á enda, þetta þreyt- andi stríð, sem hún hafði átt í tvo síðustu mánuðina, og þó var það ein- mitt stríðið, sem hafði haldið henni uppi. Drenglyndar sálir geta fundið fullnægju í því að láta hamingju sína í sölurnar fyrir þá, sem þeim eru kærir. En nú, þegar þeim var bjarg- að, og ekki þurfti að berjast fyrir neinu, þá hvarf hetjubjarminn, sem dótturástin hafði varpað yfir breytni Eugeniu, en tómleikar æfinnar, sem í vændum var, blasti við henni. A þessu blíða vorkvöldi vaktist sorgin aftur upp hjá þessari ungu konu, sem einnig hafði getað krafizt ástar og hamingju, en forlögin höfðu svift hvorttveggju. Hún var ung og fögur og í æskudraumum sínum hafði hún búizt við að mannsefni hennar yrði prýtt þeim kostum sem einkenndu hina frægu forfeður hennar. Hún hafði talið sjálfsagt að hann yrði að standa henni jafnfætis að ættgöfgi —- og nú? Ef maðurinn, sem hún var neydd til að eiga, hefði verið kjark- maður og karlmenni — þá kosti mat hún mest — þá hefði hún máske getað fellt sig við hann, þó hann væri af lágum stigum; en kveifarskapur hans hafði vakið hjá henni eintóma fyrirlitningu. Höfðu móðgunarorð hennar, sem mundu hafa gjört alla aðra menn bálreiða, geta hróflað við deyfð hans og kæringarleysi ? Og i gær, þegar þau bæði komust i lífs- háska, hafði hann þá hreyft hendina til hjálpar henni og sér? Annar maður, bráðókunnugur, hafði orðið til þess að varpa sér á móti hinum ólmu hestum og eiga á hættu að þeir tröðkuðu hann í sundur. Eugenie sá glöggt í huganum unga manninn með svipmiklu augun og blóðugt. ennið. Maðurinn hennar vissi ekki hvort hjálparmaður þeirra væri hættulega sár — máske til ólífis — og samt hefðu þau bæði hlotið bráð- an bana, ef hann hefði ekki bjarg- að þeim með hreysti sinni og snar- ræði. Unga konan hné niður á stól og tók báðum höndum fyrir andlitið. Allt, sem hún hafði hlotið að þola og stríða við siðustu mánuðina, þrengdi nú að sál hennar, og í örvæntingu hrópaði hún: “Drottin minn, hvernig á eg að geta borið þessi örlög!” V. Hinar geysistóru námur Berkows voru í fremur afskekktu fylki, langt frá höfuðborginni. Ekki kvað mikið að náttúrnfegurðinni um þær slóðir, skógi vaxin fjöll sáust á alla vegu greniskógurinn breiddi sig yfir dali og hæðir, en þess á milli smáþorp og stöku búgarðar. Jarðvegurinn var ekki frjósamur, auðæfin voru þar fólgin í jörðu, og fjöldi manna hafði atvinnu við að ná þeim þaðan. Námurnar lágu nokkuð afskekkt, næsta borgin var nokkrar mílur i burtu, en námurnar sjálfar og hinar geysimiklu bygglngar, er þeim fylgdu og íbúðarhús hinna mörgu verka- manna og yfirmanna, mynduðu næst- um því borg útaf fyrir sig. öll þau hjálparmeðöl, er hendur geta i té látið, voru hagnýtt hér til að ná í auð þann, er jörðin geymir. Mesti fjöldi ráðsmanna, iðnfræðinga og yfirum- sjónaimanna hlýddu fyrirskipunum forstjórans og mynduðu nýlendu fyrir sig, en aðeins lítill hluti verkmanna. — sem voru mörg þúsund —• hafði fengist til að taka sér búsetu í ný- lendunni, hinir bjuggu i þorpunum i grendinni. Þetta mikla fyrirtæki, sem í fyrstunni hafði byrjað i smáum stP, en eigandinn nú hafði hafið á sv: hátt stig, virtist næstum því ofvaxið einstökum manni. Það bar ægis- hjálm yfir öll önnur fyrirtæki í fylk- inu og hafði mjög mikil áhrif á ýmsar atvinnugreinar. Þessi nýlenda hinar stórkostlegu vinnuvélar, verk- mannfjöldin og byggingarnar var eins og ríki útaf fyrir sig, og eigandinn voldugri en margur fursti. Mörgum virtist undarlegt að slíkum manni skyldi hafa verið neit- að um aðalstignina, er hann sótti svo fast eftir, þar sem hann hafði unnið iðnaði landsins svo mikið gagn, en mannorð hans hefði verið þvi til fyrirstöðu. Ymsar sögur gengu um hann frá fyrri tímum og auðlegð hans hafði ekki getað þaggað þær niður. Hann hafði reyndar aldrei brotið í bága við landslög, en alloft farið fast að takmörkum þess sem löglegt var, og þótt námur hans voru stórkost- legar, þá vildu sumir ekki telja þær neina fyrirmynd. Sá orðrómur lá á, að eigandinn hugsaði eingöngu um að auðga sjálfan sig, en hirti minna um velferð undirmanna sinna, og óánægja átti að vera talsverð meðal verkmanna hans. En þetta var að- eins orðasveimur, — nýlendan var svo afskekkt — en það vissu menn, að hún var ótæmanleg auðsupp- spretta fyrir eigandann. Berkow hafði misst konu sína fyrir mörgum árum, og hafði ekki kvænzt aftur. Einkasonur hans og erfingi var uppalin í höfuðborginni og var ekkert til sparað að hann fengi sem fullkomnasta menntun, hann hafði gengið á háskóla og ferð- ast erlendis, en aftur á móti var ekkert gjört til að búa hann undir að taka við stjórn hinna stórkost- legu fyrirtækja föður hans. Herra Arthur var líka frábitinn öllum alvar- legum störfum og faðir hans var svo ánægður yfir að vita hann í hóp tig- inna slæpingja. að honum kom ekki til hugar að heimta annað af honum. Hann mundi geta fengið nóga menn með sérþekkingu til að vinna fyrir sig. Ungi erfinginn kom sjaldan útá búgarðinn, honum leiddist þar ákaflega, en faðir hans, sem reyndar líka var búsettur í höfuðborginni, hafði samt sjálfur alla yfirstjórn á hendi. Ungu hjónin höfðu ekki verið heppin með veðrið þennan tíma sem þau höfðu dvalið i sveitinni: Sólin sást sjaldan þetta vor, en loks rann upp einn sunnudagur með Ijómandi sól- skini. Námugöngin voru auð, og engir voru i vinnu, en þrátt fyrir sunnudagsfriðinn og sólskinsblíðuna var ekki fallegt að lítast um í ný- lendunni. * Húsin voru byggð aðeins til að veita nauðsynlegt skýli, ekkert hugsað um að prýða þau eða veita íbúunum þægindi. En íbúarhöil eigandans sjálfs bar vott umað hann skorti eigi fegurðartilfinningu, höll- in var byggð kippkorn frá námunum, og var þaðan fagurt útsýni til skógi- vaxinna fjalla, höllin var að utan og innan útbúin með konunglegri prýði, og svalirnar, blómreitirnir og gras- hjallarnir löðuðu augu manna til að- dáunar. Hús námumeistara Hartmanns var snotrara en hin húsin, og mátti sjá að eigandi þess var settur skör ofar en hinir verkmennirnir. Hartmann hafði á unga aldri kvænzt stúlku sem hafði verið herbergisþerna hjá konu Berkows, og notið mikils 'ást - ríkis af húsmóður sinni. Þess naut Hartmann, og fékk hverja stöðuna af annari og var loks gjörður að námumeistara. Eftir dauða frú Berkow hafði húsbóndinn reyndar lítið skift sér af honum, en Hartmann mundi alltaf að hann átti Berkows- fólkinu stöðu sína að þakka og bar mikinn velvildarhug til þeirra feðga. Hartmann hafði nú lengi verið ekkju- maður, en fyrir nokkrum árum hafði hann tekið systurdóttur sína, Mörtu Ewers, til sín og vonaði að sonur sinn mundi trúlofast henni, en litlar líkur virtust til að sú von mundi rætast. Þennan sunnudagsmorgun varð hörð deila milli feðganna í litla hús- inu. Námumeistarinn stóð á miðju gólfi í stofunni og talaði ákaft við Ulrich, sem var nýkominn heim frá forstöðumanninum, en stóð nú og hallaðist upp að dyrastafnum þung- búinn á svip, en Martha stóð á milli þeirra og horfði á þá angistarfull. “Eg hefi aldrei heyrt annað eins!” sagði námumeistarinn. "Hefirðu ekki nógu litlum vinsældum að fagna hjá húsbændunum þó þú ekki viljandi æsir þá upp á móti þér? Þarna er stráknum boðin nægileg fjárupphæð til að reisa bú fyrir, og svo er hann sá þverhöfði að neita að taka við peningunum. En hvað hugsar þú um að taka þér konu og reisa bú! Þegar þú kemur frá vinnunni ferð þú að lesa blöðin og allskonar nýmóðins bækur, sem kenna þér þær skoðanir, sem ærlegum námumanni eru ó- sæmandi, þú gjörir þig að höfðingia félaga þinna, svo að bráðum kemur vist að því að menn spyrja ekki forstöðumanninn, heldur herra ' Ul- rich Hartmann að því hvað gjöra skuli í námunum. Þetta er nú þín skemmtun. Og þegar þú ert minntur á hver þú ert, þá fleygir þú pening- unum fyrir fætur húsbændanna. Mér finnst að þú sannarlega hafir unnið fyrir þeim peningum!” Ulrich, sem hafði hlustað þegjandi á föður sinn, stappaði nú fætinum af bræði í gólfið. “Eg vil ekki hafa neitt saman við þá menn að sælda. Eg hefi sagt þeim að eg vil ekki hafa neina borgun fyrir þetta "hreystiverk” mitt sem þeir býsnast svo yfir. Eg vil ekki heyra minnst á það framar!” Karlinn ætlaði að þjóta upp og taka son sinn enn betur til bæna, en Martha greip þá fram í. “Hættu,. frændi” sagði hún stuttlega, “hann hefir rétt fyrir sér.” Námumeistarinn varð alveg for- viða. “Einmitt það, hann hefir rétt fyrir sér? Þú ert alltaf á hans máli.” “Ulrich getur ekki fellt sig við að húsbændurnir láti forstöðumanninn sjá um þetta á þennan hátt” sagði Martha “ og það er heldur ekki fallegt Ef herra Berkow hefði sjálfur fundið hann að máli og þakkað honum -— en hann kærir sig ekki um nokkurn skapaðan hlut. — Hann lítur alltaf út einsog hann sé nývaknaður, eins- og það sé stórkostleg áreynsla fyrir hann aðeins að líta á fólk, og þegar hann ekki sefur, þá liggur hann á legubekknum og starir upp í loftið”. “Skiftu þér ekki um unga hús- bóndann” sagði námumeistarinn. “Faðir hans hefir alla galla sonarsins á samvizkunni. Hann hefir látið alla skapaða hluti eftir honum, sagt hon- um frá því á hverjum degi hve ríkur hann mundi verða, og rekið þá kenn- ara og þjóna burtu sem ekki vildu hlýða drengnum. Þegar hann svo var orðinn fulltíða, mátti hann ekki vera með öðrum en greifum og barón- um. Hann fékk eins mikla peninga og hann vildi, og þegar hann eyddi sem mestu, var faðir hans glaðastur, Eg veit ekki hvað frekar getur orð- ið til að spilla ungum manni. En það var gott upplag í Arthur það veit eg, hann hefir oft setið á kné mínu, og hjartagóður var hann. Eg man enn- þá eftir þvi þegar hann átti að fara til höfuðborgarinnar þegar móðir hans var dáin, þá tók hann um háls- inn á mér og vildi með engu móti fara frá mér, hvernig sem faðir hans bað hann og lofaði honum öllu fögru, eg varð sjálfur að bera hann út í vagninn. Reyndar breyttist hann mikið efitr að hann var búinn að vera í höfuðborginni, þegar hann kom aft- ur rétti hann mér bara hendina, og hann er orðinn svo þurlegur í við- móti —raunasvipur kom á karlinn við þessi orð, en hann harkaði það af sér. “Mér má reyndar standa á sama, en eg get ekki þolað að þið séuð að níða hann niður; Ulrich leggur nú beint hatur á hann. En ef Ulrich hefði fengið að ráða sér sjálfur og haft hundruð þúsunda til umráða, þá er mér spurn hvað orðið hefði úr honum. Fyrir víst ekkert gott.” “Ef til vill eitthvað illt, faðir minn!” sagði Ulrich biturlega, “en aldrei mundi eg hafa orðið annar eins væskill og hann, það máttu vera viss um!” Deilan mundi nú hafa harnað aftur, en þá var barið að dyrum og litlu síðar kom inn þjónn í hinum skraut- lega einkennisbúningi Berkows og heilsaði námumeistaranum. “Tignarfrúin sendir mig; eg á að segja Ulrich — ó, þarna eruð þér, Hartmann! Tignarfrúin vill fá að tala við yður, þér eigið að koma til hennar klukkan sjö í kvöld.” “Eg ?” “Ulrich?” Námumeistarinn og sonur hans kölluðu þetta samtimis alveg forviða. Martha starði undrandi á þjónin sem hélt áfram dælunni: “Eitthvað hlýtur að hafa komið fyrir milli yðar og forstöðumannsins, Hartmann! Hann kom til tignarfrú- arinnar snemma í morgun, og undir eins og hann var farinn, var eg sendur hingað, þó við höfum sannarlega nóg að gjöra í höllinni í dag. öllum um- sjónarmönnum er boðið til miðdegis- verðar og eg veit ekki hve margir höfðingjar koma úr borginni — eg má enga stund missa. Komið á rétt- um tíma! Klukkan sjö kvöld, þegar miðdegisverði er lokið!” Maðurinn átti auðsjáanlega ann- ríkt, hann kastaði kveðju á heimilis- fólkið og flýtti sér burtu. “Þarna kemur það!” sagði námu- meistarinn. “Nú hafa húsbændur- nir frétt um neitun þína. Þú mátt hafa þig allan við að komast úr þessari klípu.” “Ætlar þú að fara þangað Ulrich ?” spurði Martha. “Hvað hugsarðu, stúlka?” sagði karlinn. "Finnst þér að hann geti sagt nei, þegar tignarfrúin sendir beinlínis boð eftir honum. Það væri reyndar eftir ykkur báðum.” Martha gaf orðum karls engan gaum, hún lagði höndina á öxl Ul- richs og spurði aftur í hálfum hljóð- um: “Ætlarðu að fara þangað?” Ulrich þagði fyrst litla stund og var sem hann ætti í stríði við sjálfan sig, en sagði síðan: “Já víst ætla eg að fara! Mig lang ar til að vita hvað tignarfrúin vill mér eftir hún nú í heila viku hefir ekki gjört sér það ómak að —” “Hamingjan hjálpi okkur, ef þú kemur svona fram í höllinni! Til allrar ógæfu þá kom Berkow gamli þangað í gærkvöldi. Ef ykkur lendir saman, þá verður endirinn sá að þú missir stöðuna, og eg líka. Eg þekki húsbóndann.” Ulrich brosti hæíinislega. “Vertu rólegur ,pabbi! Þeir vita hve hús- bóndahollur þú ert og hve nærri þú tekur þér að sonur þinn skuli vera svo illa innrættur að vilja ekki lúta húsbændunum. Enginn mun kenna þér um neitt, og eg” hér rétti Ulrich þóttalega úr sér, “eg mun verða hér kyr fyrst um sinn. Þeir þora ekki að segja mér upp vistinni, þeir óttast mig of mikið til þess.” Hann sneri bakinu að föður sinum og gekk út. Námumeistarinn ætlaði að fara á eftir honum og veita honum ofanigjöf, en Martha aptraði honum og tók svari Ulrichs einarðlega. Gamli maðurinn varð uppgefinn á deilunni og brjóst til að fara. “Heyrðu, Martha,” sagði hann og sneri sér við í dyrunum, “þú ert mesta þráablóð, en Ulrich tekur þér þö fram í þeirri grein. Hann mun líka verða ofurliði borinn, svo sannar- lega sem eg heiti Gottlob Hartmann!” t VI. 1 höllinni voru menn önnum kafnir við að undirbúa veizluna sem halda átti um daginn. Þjóntfrnir þutu upp og niður stigana, í eldhúsi voru mat- sveinar og stúlkur í óða önn að búa matinn til, og allt var á ferð og flugi, eins og vant er að vera þegar veizlu- hald stendur til. En því meiri var kyrðin í her- bergjum Berkows yngra. Glugga- tjötdunum var hleypt niður, og dyra- tjöldin dregin fyrir; þjónn einn var að taka til í hliðarherberginu og læddist íram og aftur, því húsbóndi hans vildi ekki láta neinn hávaða trufla sig. Arthur Berkow lá endilangur á legubekknum; hann leit á bók í hend- inni, en langt var síðan hann hafði snúið blaði í henni, hann hafði lokað augunum til hálfs, honum fannst víst ofmikil áreynsla að lesa, nú datt lika bókin uú hendi hans ofan á gólfábreiðuna. Það hefði verið lítið ómak að lúta niður og taka hana upp og ennþá minna að kalla á þjónín og láta hann gjöra það, en Arthur gjörði hvorugt. Hann hreifði sig ekki næsta fjórðung stundar, heldur lá kyr og lét sér leiðast. Þá var hurðinni að hliðarherberg- inu hrundið upp hastarlega. Gamh Berkow var þar kominn og spurðx eftir syni sinum í ómjúkum málróm, hann dró dyratjaldið til hliðar og kom auga á Arthur. “Liggur þú þá ennþá þarna í sömu stellingum og fyrir þrem kfukku- síundum síðan!” Arthur var ekki vanur að sýnu föður sínum mikla kurteisi. Haixii hreyfði sig ekki þó hann kæmi inn. Faðir hans hleypti brúnum. “Deytó þín og leti keyrir fram úr öllu hófi. Hún er ennþá meiri hér enn í höfuð- borginni. Eg vonaði að þú mundir þó hafa ofurlítinn áhuga á fyrir- tækjum þeim er eg hefi stofnað þín vegna, en —” “Hamingjan góða!” sagði ungi maðurinn. "Þú ætlast þó ekki til þess að eg fari að skipta mér ar verkafólki, vinnuvélum og þesshátt- ar ? Eg hefi aldrei gjört það, og eg skil ekki i þvi, hversvegna þú lézt okkur fara hingað. Mér dauðleiðis. hér í þessari eyðimörku.” Það mátti heyra að það var eftir- lætissonur sem talaði, maður sem var vanur við að allt væri látið eftir honum og sem því stygðist við það að heimtað væri af honum að hann gæfi sig að þvi sem honum væri ógeðfellt. En faðir hans var nú ekki i skapi til þess að láta undau honum í þetta sinn. “Eg er því vanastur, að þér leiðst hvar sem þú ert, en eg varð að bera allar áhyggjurnar. Og nú sækja að mér vandræði úr öllum áttum. Eyðslusemi þín hefir komið við efni mín, og að borga skuldir Windegs baróns kostaði líka skildinginn, og þegar hingað kemur verður mér allt til skapraunar. Forstöðumaðurinn og umsjónarmaðurinh eru með tómar kvartanir. Þeir heimta viðgjörð á námugöngunum, hækkun á vinnulaun- um, nýja gufuleiðslu — einsog eg hafi nú efni og tíma til þess!” Arthur hlustaði þegjandi á hann. Hann vildi helzt að karl faðir hans hefði sig á burt, en Berkow fór að ganga um gólf í ákafa. Ekki er það til mikils að reiða sig Nafnspjöld •* | I | Dr. M. B. Halldorson 401 n«ty«l BIiIr. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aC finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmill: 46 Alloway Ave. Taluíml: 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdðma og barnasjukdóma. — At5 hitta: kl. 10—12 • h. og 3—5 e. h. Heimlli: 806 Victor St. Sími 28 130 Þvi aS RanRa undir uppakurii vift l»ut nln iik» hóljaru, srnllMtelnum, mntn- or lifrarveikif Hepatola hefir gefist þúsundum manna vel vítSsvegar í Canada, á hinum síðastliftnu 25 árum. Kostar $6.75 meí pósti. Bæklingur ef um er befcifc. Mrn. Gew. S. Almaa, liox 1073—14 Saitkntoon. Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja IIK. S. ti. SIMI'SON, M.D.. D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar ir. Allur útbúnatSur sá ber.ti Ennfremur selur hann allskonar minni^vartSa og legsteina 843 SHERBROOKE ST. I’hnne: «6 «07 W l\MI*E(. TIL SÖLU A ODtKI VKRDI “FWRNACBi" —bœTSl vlhAr og kola “furnace" lltlS brúkah. *r Ul sðlu bJA undlrrituðum Oott tæklfeerl fyrlr fólk út A landl er bæta vilja hitunar- éheid A belmUinu. OOODNAN A CO. TMfl Tnroilo St. Stml 2SS47 á skýrslur umboðsmanna. Eg hef ekki komið hér í missiri og svo er allt komið á ringuleið. Þeir segja mér að óánægja og æsingar eigi sér stað meðal verkmannanna, og að hætta sé í vændum, og þó hafði eg skipað þeim að hafa góða stjórn á öllu. Höfuðmaðurinn i þessum æs- ingum kvað vera einhver Hartmann. verkmennirnir kvað trúa á hann, sem nýjan spámann, og þegar eg spyr þá þvi þeir hafi ekki rekið þennan óróasegg burtu hverju heldurðu þá að þeir svari mér? AS þeir hafi ekki þorað það! Hann (r'rarrihald) G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfrœðingar 709 MINING EXCHANGE Bldg Sítni: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur að Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21 613 J. Christopherson, lslenskur Lögfrœðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :; Manitoba. Mrs. B. H. Olson TEACHER OF SINCING 5 St. James Place Tel. 35076 Biömvin Guðmundson A.R.C.M. Teacher of Music, Composition, Theory, Counterpoint, Orche»- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71621 MARGARET DALMAN TEACHEK OF PIANO 834 BANNIJVG ST. PHONE: 26 420 Ragnar Ii. Ragnar Pianokennari Phone 34 785 —Kennslustofa— 693 Banning Street Gunnar Erlendson Pianokennari Kennslustofa: Talsimi 684 Simcoe St. 26293 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Binncr „nfl Furnlturr Niiring 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga frarn og aftur um bæinn. 100 herbergi með eða An baða SEYMOUR HOTEL verí «apng3arnt Slnl 38 411 C. 6. HCTCHISON, rlga.41 Market and Kinfl 8t., Wlnnlpefl —:— jgan. MESSIIR OG FUNDIR < kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin; Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánufli. Hjálparnef ndin: Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjum mánufii, Kvenfélagið: Fundir annan þriCju dag hvers mánafiar, kl. 8 a« kveldinu. Söngflokkuri-n: Æfingar á hvcrju fimtudagskveldi. 1 Sunnudagaskólinn: - \ hverj„rn . sunnudegi U. 2 30—130 e. •

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.