Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 8

Heimskringla - 02.07.1930, Blaðsíða 8
8. BLAÐSÍÐA heimskringla WINNIPEG, 2. JCrLl 1930. Fjær og Nær Séra Bcnjamín Kristjánsson flyt- ur guðnþjónustu í Plney n.k. sunnu- dag þann 6. júli, kl. 2 e. h. * * * Allir íslenzkir Goodtemplarar í borg inni og nágrenninu ætla að sameina sig á “picnic” til Gimli 13. júlí. • * • Eitt orð hefir fallið úr fimmta vísuorðinu i VI. flokki Hátíðaljóða Davíðs Stefánssonar. Ljóðlínan á að vera á þessa leið: I þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga. Þetta eru menn beðnir að athuga. * • • Þann 28. júní s.l. lögðu Mr. og Mrs. Victor Jónasson af stað héðan ■ úr bæ í skemtiferð vestur til Seattle. Búast þau við að verða þrjár vikur i burtu. Þau fóru í bíl. • m m George F. Long verkfræðingur og frú hans frá Chicago, hafa dvalið um tima hér i bænum, í heimsókn hjá foreldrum Georgs, Mr. og Mrs. B. M. Long, 620 Alverstone St. I síðustu viku ók Georg með foreldri sín vest- ur til Argyle og suður til Duluth og þaðan norður til Port Arthur. Heim til sín til Chicago lögðu hjónin aft- ur i dag. • • • Guðjón Bjarnason frá Pembina, N. D., var staddur í bænum s.l. viku. Sagði hann allt bærilegt að frétta úr sinni byggð. Þurka kvað hann hafa verið æði mikla, en með síðustu rign- ingu hefðu uppskeruhorfur batnað jnjög. Mr. Bjarnason var hér á Is- lendingadagshátíðinni, og sagðist hafa, sem fleiri, skemt sér vel. Og svo stóran hóp Islendinga hafði hann ekki um langt skeið séð saman kom- inn, sem þar. • • • Á Rose hreyfimyndahúsinu er síð- ari hluta þessarar viku sýnd mynd- in: “Son of the Gods”. Dick Barth- elmess og Constanee Bennett leika aðalhlutverkin. Eru þessar persón- ur svo vel þekktar, að allir, sem á myndahús hafa komið, vita, að þar er mikla skemtun að hafa, sem þau eru bæði. Heimsækið Rose þessa viku, og njótið ánægjulegrar kvöld- stundar þar. • * • Fyrra þriðjudag lézt í Minneota, Minn., öldungurinn Joseph Johnson, 87 ára að aldri, og var jarðsunginn frá lútersku kirkjunni i Westerheim á fimtudaginn var af séra Guttorrr.i Guttormssyni. Jóseph heitinn var fæddur á Hól- um I Vopnafirði á Islandi 2. febrúar 1843, sonur Jóns Sigurðssonar og Ambjargar Arngrímsdóttur, er þar bjuggu. Var hann lengi vinnumað- ur hjá séra Halldóri á Hofi í Vopna- firði og fluttist vestur um haf árið 1879 og kom þá beint til Minneota. Giftist hann þar 1889 eftirlifandi ekkju sinni Stefaniu Sigurðardóttur, og bjuggu þau um 40 ára bil í West- erheim, en fluttust árið 1913 til Min- neota. Varð þeim eigi barna auðið, en tóku fósturson, Tom Johnson, er féll í styrjöldinni miklu. Joseph Johnson hafði verið blindur síðustu fimm ár æfi sinnar og bar það vel. — Hann var dugnaðarmaður og vinsæll með afbrigðum. • • • Islendingadagshátíðin í Winnipeg var mjög vel sðtt og heppnaðist yf- irleitt ágætlega. AUt að 1200 Is- iendingar munu þarna hafa verið samankomnir og var það stærri hóp- ur en um nokkur undanfarin ár hef- ir sótt Islendingadaginn. Það sem sérstaka nægju veitti gestum dags- ins, var fyrst og fremst hinn ágæti söngur karlakórsins undir stjórn Björgvins Guðmundssonar. Þá var og ánægjulégt að horfa framan úr sætunum á málverk hr. Fr. Sveins- sonar af Þingvelli, á framþili skál- ans. Sýning fornmannanna Clfljóts «g Gríms og Þrumuguðsins Þórs og FjaUkonunnar, þóttu ágætar, enda var nýlunda að sjá það allt. Ræð- nrnar og kvæðin voru éinnig með skemtilegasta móti. Hina miklu að- sókn að deginum í ár, er auðvitað að þakka því, að hátíðin hafði sérstaks atviks að minnast, þúsund ára af- mæli Alþingis. Sá mérkisviðburður í sögunni og minning hans hefir vak- ið Vestur-Islendinga til sterkari þjóð- ræknismeðvitundar en nokkuð annað. Er það nú skylda Islendinga að sjá um, að sá neisti kólni. Kvæðin sem flutt voru, eru birt í þessu blaði og fyrirlestur séra Krist- ins ólafssonar. Aörar ræður og á- vvrp verða birt síðar. • * * Þakkarávarp. I tilefni af 35 ára Sambúð okkar i hjónabandi, og burtflutningi frá Mountain, N. . D., þar sem við hjón höfum átt heima í nærri 50 ár, var stærsti salur bæjarins lýstur og prýddur, þar setn um 350 af vinum okkar og vandamönmrm gerðu okk- ur eftirminnilega ánægjustund. Alls- konar veitingar voru fram bornar. Söngur, bæði einsöngur og marg- raddaður, var um hönd hafður ásamt ræðum. Síðan voru okkur afhentar rausnarlegar peningagjafir, frá kven- félaginu á Mountain, stúkunni Freyju og stúkunni A. O. U. W. No. 25, og frá öðrum sérstökum vinum okkar og kunningjum, sem lögðu fram skerf til að gleðja okkur hjónin. Samkomunni stýrði séra Haraldur Sigmar af sinni venjulegu snilld og lífgandi fyndni, sem heldur fjöldan- um í ánægjulegu samræmi. Að endingu biðjum við gjafarann allra góðra hluta að endurgjalda all- ar þessar velgerðir, þar sem við finn- um vanmátt okkar í því efni. Með alúðar kveðju frá Mr. og Mrs. H. H. Reykjalín. * • • A skotspónum. "A skotspónum” er skrambi smellin skemtibók, ef rétt er tekin. Þanka-hressing þeim, sem ellin þjakar og lífs er stormum skekinr.. Finnst mér hún eins og góður gestur — glaðsinna, i máli léttur — til mín kominn sé og seztur sagnafrjór, með kýmnis-glettur. Bak við glens og gamanyrði gægjast skarpar ályktanir; mörgum það er mikils virði, mat sem þunnum eru vanir. Þökk 'fyrir liprar lausafréttir lands um mál og þjóðlífs trosið. Hógvært gaman lifið léttir. Lof sé þeim er vekur brosið. Þorskabítur. • • m Vörugæði vinna ávalt. Það er nokkuð eftirtektarvert á þessum samkeppnistímum, sem við lifum á, að cigarettu framleiðandi skuli finnast, sem leggur allt í söl- urnar fyrir að búa til góða vöru. Þó önnur félög gefi kaupbætur með ým- iskonar premíum, hafa framleiðend- ur Buckingham cigarettanna sífellt neitað tilboðum í þessa átt, en hafa i þess stað lagt alla áherzlu á gæði vörunnar. Að sala á vörunni hefir ekki minnk að við þetta, sést bezt á því, að Buckingham cigarettur eru seldar meira en nokkur önnur cigarettu- tegund. Vegna þessarar almennu eftir- spumar eftir Buckingham Cigarett- um, höfum vér myndið klúbb, Buck- ingham Boosters’ Club, sem menn ganga i og stuðla að því að sem flestir viti um ágæti Buckingham vindlinga — og fá meðlimir gjöf nokkra fyrir. Þessi klúbbhugmynd hefir fengið góðar undirtektir, og ættu þeir sem félagar vilja gerast, að skrifa “The Booster Secretary, Tuckett Limited, 171 Market Ave. East, Winnipeg, Man. HVAÖ ER BLÓM? Skyldi nokkur vera, sem ekki skil- ur hvar orðið Vínlandsblóm þýðir? Já, einn að minnsta kosti, ef dæma á eftir grein er birtist í Heimskringlu 12. júní, með fyrirsögninni “Fundur- inn”, eftir einhvern Jóhannes Eiríks- son. Greinin dæmir sig sjálf og þekking aumingja mannsins. Hann sýnist ekki hafa borið skyn á það, að skógarland Vestur-Canada hefir verið fram til þessa í höndum sambandsstjórnarinnar, en ekki Mani- tobastjórnarinar. Col. Stevenson er og hefir verið í þjónustu sambands- stjórnarinnar, og er það þess vegna algerlega rangt að hann hafi verið að tala um Manitobastjórn. Mr. Eiriksson finnst að Mr. Hooper hafi verið einkennilegur maður, og ei það mjög eðlilegt, því Mr. Hooper er viðurkenndur gáfu og menntamaður Hefir hann sjálfsagt talað langt fyrir ofan skilning Mr. Eiríkssonar. Ekki, getur greinarhöfundur gefið mér meiri heiður, en skín út úr grein hans, þar sem hann gefur í ljós, að Col. Stevenson hafi fyllilega skilið til- gang félags vors; og er hann svo góð- ur að gefa mér þann heiður, að leggja á mig sama mælikvarða og þessa gáfu- og mentamenn' Að við þrir — eg meðtalinn — skyldum hafa rætt það mál, er hann hafði ekkert vit á að dæma um. En því er maðurinn að láta al- ménning vita hve skilningssljór hann er? Hvað þekkingu mína snertir á [ skógrækt, þá skal eg viðurkenna að sú þekking er mjög takmörkuð. Þess meira sem eg les, og þess meira sem eg grennslast eftir skógargróðri, þess sárar finn eg til þess, hve litið eg veit. Mér nægir þó, að þessir mætu menn, Col. Stevenson, Mr. Hooper, hr. Sig. Sigurðsson búnaðarmála- stjóri, og aðrir mætir menn, skilja | tilgang minn og áhugamál. Blóm er sá partur af jurt, sem! framleiðir fræ, hvert tré, er fram-1 leiðir fræ, ber blóm. Engin jurt nær I sínum fullþroska, nema hún hafi i blómgast og borið fræ. Orðið blóm, þýðir líka það bezta, það fegursta, það fullkomnasta af hverju sem er. Þegar maðurinn hefir náð fullþroska lífsins, þá er hann i blóma sinum. Svo er með allt líf, málefni eða hvað sem er. Þegar það hefir náð sínum fullkomlegleika, þá er það í sínum blóma. Fagrar hugsanir eru líka blóm. Skáldið segir: “Þá er það víst að beztu blómin gróa í brjóstym sem að geta fundið til.” Félagið Vínlandsblóm er ungt, og er stofnað aðallega til þess að hjálpa til við endurreisn skógargróðurs á Islandi, í samvipnu við áhugasama menn þar. En einnig til að vinna að verndun og viðhaldi skóga hér I landi. Vínlandsblóm hefir mætt mót- spyrnu, þótt það sé ekki gamalt. En af hvaða ástæðum, er oss óljóst. Björn Mugnússon. 428 Queen St., St. James, Man. [ nema hvað farið var að fúna framan i af nefbeininu. Skallinn var alveg I hreinn og allar tennur heilar. • * • Rvík 31. maí. Islands minnst í Þýzkalandi. — Þ. 11. maí hélt borgarstjórnin í Lybeck hátíð til minningar um 1000 ára af- mæli Alþingis. Hátíðin var haldin í ráðhúsi borgarinnar, og hafði “Nor- ræna félagið” þai forgöngu alla. Sveinn Björnsson sendiherra í Höfn og Zahle sendiherra Dana og Islend- inga í Berlín voru þarna viðstaddir. Prófessor Neckel hélt þarna fyrir- lestur um íslenzkar bókmenntir, og likti meðal annars saman stíl þeirra Snorra Sturlusonar og hins víðkunna þýzka rithöfundar Emil Ludwigs. — Ungfrú Gagga Lund söng íslenzk lög og frú Hermína Sigurgeirsdóttir Kristjánsson aðstoðaði. Að endingu hélt Sveinn Björnsson ræðu og þakk- aði fyrir heiður þann er íslenzku þjóðinni væri sýndur með hátíð þess- ari, og óskaði borgarbúum Lybeck og einkum “Norræna félaginu” allra heilla. ljóð eftir Davíð Stefánsson voru sung in. Sveigar voru lagðir á leiði amt- mannanna Bjarna og Stefáns Thorar- ensen. Iþróttasýning fór fram. Ræð- ur voru haldnar: Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, Einar Árnason fjármálaráðherra, Sigurður Guð- mundsson skólastjóri, Valtýr Ste- fánsson ritstjóri og Þórður Gunn- arsson, Höfða. — Hagstætt veður. Á Akureyri hófst hátíðin kl. 9 um morguninn (seinni daginn). Skrúð- ganga í kirkjugarð og sveigar lagðir á leiði skólastjóranna Hjaltalíns og Stefáns Stefánssonar. Kl. 11 var morgunverður fram borinn. Söngur, ræðuhöld. KI. 7 át- veizla, sem stóð yfir í 5 klukkustund- ir. Ásgeir Sigurðsson ræðismaður afhjúpaði mynd af Hjaltalín, er mál- að hafði Jón Stefánsson, gefin skól- anum af gömlum gagnfræðingum. Hátiðaljóðum eftir Huldu skáldkonu var úthlutað. Mælt fyrir ótal minn- um. Að síðustu dans stíginn fram undir morgun. Hátíðin var tilkomumikil og virðu- leg. • • • Rvík 1. júní. var með “Hvidbjörnen”, er ætlar til Grænlands, m. a. Rechnitzer flota- stjóri, C. Schaffelitzky de Muckadell barón, V. A. Purschel fólksþingmað- ur og Larsen ritstjóri. • • « Rvík 1. júní. Gunnar Gunnallsson rithöfundur hefir verið kjörinn heiðursfélagi í al- þjóða rithöfundafélaginu P. E. N.- klúbbnum I London. Jafnframt hef- ir honum verið boðið að koma til London scm heiðursgestur einhvern- tíma á veiri komanda. Er Gunnari hér sýnd mikil sæmd, því að heiðurs- félagar i klúbb þessum eru aðein3 frægustu rithöfundar í hverju landi. THOMAS JEWELRY CO. Tjrsmíði er ekki lærð á einu eða tveimur árum. 25 ára reynsla sannar fullkomna þekkingu. Hrenslun $1.00 Fjöður $1.00 Waltham Pr $12.00 Póstsendingar afgreiddar tafar- laust. CARL THORLAKSON úrsmiður. 627 Sargent Ave., Winnipeg Frá Islandi Rvík 29. maí. Slys á togara. — Togarinn “Þór- ólfur kom hingað í gær, með fjóra menn slasaða. “Þórólfur” hafði á mánudaginn verið að veiðum vestur á Hornbanka, og var vonzkuveður og mikill sjór. Sjö hásetar voru við aðgerð á þilfari. Brotsjór reið yfir skipið og sópaði öllu lauslegu af þil- farinu. Mennirnir köstuðust aftur i þilfarið og meiddust fjórir þeirra og tveir allmikið. Sá sem mest hafði meiðst er Jón Jóhannsson (fyrrum skipstjóri) frá Bíldudal. Hann hafði skorist allmikið á andliti. Sveinn Sveinsson, Sellandsstíg 14, meiddist allmikið u fæti, og hini rtveir, Arsæll Sumarliðason og Guðjón Jónsson, höfðu maríst töluvert. Þeir Jón og Sveinn voru fluttir á sjúkrahús. Var ætlun skipstjóra á Þórólfi að fara inn á Isafjörð, en veðrið var svo vont að ekki var tiltækilegt að fara þangað. • • • Rvik 29. maí. Mannabein fundin. — 1 hitteðfyrra haust var verið að grafa fyrir stein- steypuvegg að bænum Stóru-Sand- vík I Flóa. Komu menn þá niður á beinagrindur — hauskúpu og hálslið tveggja manna. Voru bein þau mjög fúin og þess vegna látin um kyrt. En. á miðvikudaginn var, var á þe3sum stað . farið að grafa fyrir hlöðu, sem þar á að byggja, og út frá því umróti komu menn niður á 7 beinagrindur, er láu hlið við hlið, mjög skaddaðar flestar, en sást þó hvernig þær sneru. Menn halda þar eystra, að það sé áreiðanlegt, að hér sé um mjög forn- an grafreit að ræða, og að sá graf- reitur sé ókunnur. Vita menn, að hér var áður bæna- hús það hið forna, sem getið er um í jarðabók Árna Magnússonar (1702), en segir þá að það sé niðurlagt, og orðið nú að geymsluskúr, og að hætt sé að jarða þar fyrir löngu. Kirkjugarður gamall er þarna, en hann er svo sem 12 faðma frá því, sem þessar leifar hafa fundist. Beinagrindurnar lágu samhliða og var svo sem tveggja feta bil á milli þeirra. Þær voru mjög fúnar flestar, sást varla votta fyrir öðru en hauskúpum og hryggjaliðum. En yzta hauskúpan sem fannst, var ósködduð að mestu, Rvík 31. maí. Islendingasögurnar. — Eins og kunnugt er. á að fara að gefa út Is- lendingasögurnar á dönsku. — Kem- ur fyrsta heftið út hjá Gyldendals- forlaginu daginn fyrir Alþingishátið- ina. I því hefti eru: Egils saga, end- ursögð af skáldinu Johs. V. Jensen, og Laxdæla, sem Thöger Larsen hef- ir endursagt og lauk við rétt fyrir andlát sitt. Hinar sögurnar koma út seinna og vinna að útgáfu þeirra Knud Hjortöe, Hans Kyrre, Ludvig Holstein og Vilhelm Andersen. Auk þess veita þeir prófessorarnir Jón Helgason og Bröndum Nielsen aðstoð sina við útgáfuna. — Sögurnar verða prýddar myndum, teiknuðum af Jó- hannesi Larsen málara, sem hér var einu sinni á ferð og mun koma hing- að upp í sumar til þess að viða að sér efni i fleiri teikningar. Gunnar Gunnarsson rithöfundur hefir farið lofsamlegum orðum um útgáfufyrir- tækið, dönskum blöðum. • * • Skógræktarfélag Islands var stofn að á Akureyri 11. f.m. Er ætlas1 til að það verði landsfélag með deildum víðsvegar um landið. I stjórn voru kosnir: Jón Rögnvaldsson garðyrkjú- maður, Jónas Þór framkvæmdasj. og Bergsteinn Kolbeinsson bóndi á Leifs- stöðum. • • • Borgarnesi 2. júní. óþurkatíð að undanförnu í hérað- inu. Grasspretta ágæt. Skepnuhöld eru góð yfirleitt. Þó hefir allmargt af lömbum veikst og drepist í Sveina tungu. Unnið er að viðgerð á veginum yf • ir Ferjukotssýkið, sem skolaði burt í flóðunum í vetur. Verkið er erfitt enda miðar viðgerðinni hægt áfram. Iveruhús úr steini er verið að steypa á Smiðjuhóli í Álftaneshreppi og 'Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi. Lán voru tekin til þessara fram- kvæmda úr bygginga- og landnáms- sjóði. * * • Skólahátíðin á Möðruvöllum og Akureyri. Akureyri 2. júní. t Fimtíu ára afmælishátíð Gagn- fræðaskólans var haldin dagana 31. mai til 1. júní. Fyrri daginn fóru hátíðahöldin fram á Möðruvöllum og var þar saman komið um 600 manns. Skólauppsögn fór fram og útskrifuð- ust 15 stúdentar og 52 gagnfræðing- ar. Guðsþjónusta var haldin og steig séra Sveinn Víkingur í stólinn. Frið- rik Rafnar var fyrir altari. Hátíða- Dánarfregn. — Islendingurinn Ingi mundur Eyjólfsson ljósmyndari er nýlega látinn í Osló. Ingimundur sá.l var mesti merkismaður, var það t. d. að frumkvæði hans, að stofnaður var sjóður I Osló, sem skyldi hafa það markmið að koma upp Islend- ingahæli í Osló, þar sem allir Islend- ingar hefðu greiðan aðgang. * • • Rvík 1. júní. “Hvidbjörnen”, danska eftirlits- skipið kom hingað á uppstigningar- dag, en stóð aðeins stutt við, fór aft- ur í gær. Verður það til eftirlits við Grænlandsstrendur í sumar, en í haust mun það taka við strandgæzlu hér við Island, meðan Fylla fer til Danmerkur. Knud Danaprins er meðal sjóliðsforingja á skipinu. hann nýlega kominn úr langri ferð til Austurlanda, og hafði aðeins dval- ið skamma stund heima, er hann Iagði af stað með Dronning Alexand- rine” til Færeyja, þar sem “Hvid- björnen” lá, og þar tók hann við stöðu sinni. Margt annað stórmenn- J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. Lesið Kaupið og borg- ið Heimskringlu ROSE Sargent and Arlington Phone 88 525 Thur., Fri., Sat., This Week Passed General with CONSTANCE BENNETT 100% Talking from the Famous Novel By REX BEACH Hailed everywhere as the finest Screen Achievment in Twenty Years. Added “TARZAN THE TIGER” All-Talking Comedy—Cartoon Mon., Tues., Wed., July 7-8-9 (General) Victor McLaglen Fifi Dorsay, — El Brendel —in— Another Fox Movietone. All- “Hot For Paris” Talking Laugh Riot. Even bet- ter than “Cockeyed World”. Heitt vatn ódýrara Nægilega mikið af heitu vatni ávalt við hendina. Hið sérstaka vatnshitunartilboð vort er talsvert lægra en vanaleg hitun með gasi. Heimili, sem nú hafa gas, geta fært sér tilboð vort i nyt og þannig haft hvenær sem er nægilegt af heitu vatni, með svo litl- um tilkostnaði að hverfandi er. Símið 842 312—842 314 eftir frekari upplýsingum. Winnipeg Electric Company “YOUR GUARANTEE FOR GOOD SERVICE” JWJAV/JWJlXt King stjórnin leggur gerðir sínar HÚN HEFIR 1. Jafnað misklíðarefnið milli lands og fylkjastjórnanna út af auðs- uppsprettum landsins og afhent þær fylkjunum. 2. Fullgert Hudsonsflóabrautina. 3. Komið aftur á Crows Nest samn- ings flutningsgjaldinil, þrátt fyr- ir mótspyrnu íhaldsmanna. 4. Lækkað verð á áhöldum, sem not uð eru til akuryrkju, námuiðnað- ar, viðurtekju, og fiskiveiða. 5. Endurskoðað The Grain Act, og kosið nýja eftirlitsnefnd í með- höndlun kornviðskiftanna, og komið í veg fyrir blöndun betri korntegundanna. undir dóm yðar Engin stjórn hefir afkastað meira landinu til framfara. í sögu landsins er ekki hægt að benda á þvílík framfara- spor hjá nokkurri stjórn. Aldrei hefir byrði skattgreið- andans eins veri ðlyft af herð- ,um hans og aldrei hefir kaup- gildi canadiska dollarsins ver- ið hærra. i 8- 9. 10. 11. 12. h IIÚN HEFIR Samið lög er banna innflutning áfengis til Bandarikjanna frl Canada, er alstaðar hefir verið rómað. Gert mögulegt að selja canadiskt hveiti. Komið á betri viðskiftum við umheiminn með tollstefnu sinni og á þan nhátt aukið kaupgildi á heimsmarkaðinum. Löggilt ellistyrkslög. Séð fyrir bráðustu þörfum her- manna úr stríðinu mikla. Gert Canada að þjóð. Komið þjóðbrautakerfinu á fast ar fætur, og snúið tapi á starf rækslu þess upp í gróða. . Canada er tryggara með King — KmfþinSatnsXi rtcrtxtm, rsar&xtm trSxmarSxmmrSam Publication authorized by E. G. Porter, Portage la Prairie.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.