Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 1
*vo* *. ii. i'etuiisíioii a 45 Home St. — OITY. XLIV. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN16. JULI, 1930. NCrMER 43 DYERS & CLEANERS. LTD. Sendit5 fötin ytiar met5 pósti. Sendingum utan af landi sýnd sömu skil og úr hænum og á sama ver'ði. W. E. THURBER. Mgr 324 Young Str.f Winnipeg DYERS & CLEANERS, LTD. Er tyrstir komu upp n ie að afgreiða verkið sama dagina. Lita og hreinsa fýrir þá sem eru vandlátir. W. E. THURBER, Mgr. Sími 37061 Vestur-Islendingum fagnað Heimkoma seinna hópsins. Rvik 22. júní. I fyrrakvöld, kl. 11.30, kom hið stóra farþegaskip Montcalm hingafl og með því hópur vestur-islenzku há- tíðagestanna, um 370 manns. Skipið hafði tafist nokkuð vegna óveðurs og hafði flestum farþegum liðið hálf- illa leiðinni vegna sjóveiki. Kl. 6.30 fór varðskipið óðinn héð- an út í flóann á móti skipinu, og með honum fór Jónas ráðherra, Alþingis- hátíðarnefndin og fleiri til þess að fagna gestunum. Skömmu seinna fór varðskipið Ægir út fyrir eyjar og beið þar komu skipsins. Með honum fór söngflokk- ur Akureyrar, og fagnaði gestunum með söng, er skipið kom. Voru bæði varðskipið fánum skreytt, en “Mont- calm” ekki.. Þegar skipið renndi inn á ytri höfnina, lagði Magni af stað frá hafnarbakkanum, og með honum var borgarstjóri, bæjarfulltrúar, Karla- kór K. F. U. M., hafnarstjóri, blaða- menn nokkrir og ýmsir, sem áttu von á vinum og kunningjum. Fögnuðu farþegar “Magna" með húrrahrópum, en nokkur töf varð á því að menn fengju uppgöngu á skip- ið. En það tókst að lokum — og varð þá að fara yfir bæði varðskipin sem lágu síbyrt utan á “Montcalm” — var farið rakleitt til borðsalar skipsins. Söng karlakór þar “Eld- gamla Isafold”. A eftir hélt borg- arstjóri ræðu og bauð gesti vel- komna. Þvi næst söng karlakórið “ó, guð vors lands”, og varð þá svo mikil hrifning meðal landanna að vestan, að kórinn varð að endurtaka lagið. Því næst gekk fram séra Jónas A. Sigurðsson og þakkaði fyrír hönd Þjóðræknisfélagsins og gestanna hin ar hlýju móttökur. Hann talaði um heimþrá Vestur-Islendinga og mælti meðal annars á þessa leið: “I okkur öllum hefir sífellt vakað óslökkvandi heimþrá, og það er hún, sem hefir borið okkur hingað. — Er cg viss um, að allir Islendingar vest- an hafs, gamlir og ungir, hefðu vilj- að vera með, en ástæður margra leyfðu það ekki. Þessi heimþrá er Framhald á 8. síðu ISLAND AKVEÐUR AÐ GANGA I ÞJÓÖBANDALAGID Samkvæmt fréttum, sem Banda- rikjablaðinu Time hafa borist, hefir konungur Islands, Kristjn X., í sam- bandi við Alþingishátíðina, undirrit- að skjal viðvíkjandi inngöngu Is- lands í Þjóðbandalagið. Er þar á- kveðið að Island gangi í Þjóðbanda- lagið, sem fullkomlega jafnrétthátt Danmörku og öðrum ríkjum. ■Sömu- leiðis er þess getið, að i vináttusamn- Ingi þeim, sem N^rðurlandaríkin gerðu með sér, hafi þau heitið hvort öðru því, að fara aldrei í stríð sam- an og jafna öll sín ágreiningsefni með gerðardómi, er öll ríkin skipi fulltrúa i. Við þetta bætir svo Time þessari athugasemd: “Þessum framfaraþjóðum, sem svo djarflega stefna í friðaráttina, sem eru svo vel menntar og fram- sæknar í stjórnmálum sinum, lög- reglumálum, vínbindindi og löggjöf allri — hefir sennilega blöskrað hinn ægilega tröllslegi bryndreki, Rodney, og fundist hann stinga í stúf við nú- tímann, eins og þangað væri komin afgömul fornaldarófreskja, dinosaur eða brontosaurus.” Rodney, herskipið, sem Bretar sendu til Islands, er eitt hið öflugasta stríðsskip í heimi, 33,900 að stærð. RÚSSAR OG TRt>ARBRÖGÐ. Allmikið hefir menn greint á um afstöðu Sovietstjómarinnar til krist- indómsins, og sumir látið mikið af ofsóknum hennar í garð kristninnar, en aðrir borið til baka og sagt róg einn og illmælgi. Sannleikurinn mun vera sá, að sumt af ofsóknarsögun- um er orðum aukið, en enginn Vafi er á því, að stjórnin leitast við svo mikið sem henni er mögulegt, að uppræta kristindóm, en innræta “Lenindóm”, og er þá vitanlega ekk- ert fyrir það að sverja, hvað ofstæk- isfullir Lenin-sinnar kunna að aðhaf- ast, þó stjórnarvöldin beri ekki bein- linis sökina á neinum hryðjuverk- um. Skýrsla frá brezka sendiherr- anum í Moskva til ensku stjórnar- | innar um þessi efni, munu skýra nokkurnvegin hlutdrægnislaust frá málavöxtum, og frásögn hans er á þessa leið: “Mönnum er frjálst að biðjast fyr- ir, skíra börn sín, giftast og greftr- ast eftir kristnum sið, og samskonar frelsi hafa Gyðingar og Múhameðs- trúarmenn. En ef hins vegar kom- múnisti, sem tilheyrir kristinni fjöl- skyldu deyr, krefjast flokksbræður hans að fá að grafa hann samkvæmt þeirra siðum. Það er að segja, for- ingi eða fulltrúi kommúnista flokks- ins er viðstaddur og eys hann moldu og heldur um leið ræðu um blessun og ágæti stjórnarbyltingarinnar. Og þar sem guðsafneitun er eitt af inn- gönguskilyrðum I kommúnistaflokk- inn, þá er það álitið að þetta hljóti að vera samkvæmt vilja og óskum hins látna. Það er öllum kunnugt, að Soviet- stjórnin er andstæð trúarbrögðum, enda gerir hún ekkert leyndarmál af þvi. Er það álit hennar, að trúar- brögð yfirleitt, og þó einkum kristin- dómurinn, séu í beinni andstöðu við undirstöðuatriði kommúnismans. — Þeir sem nú sitja að völdum, játa það hreinskilnislega, að fyrir þeim. vaki fullkomin útrýming trúarbragða úr Rússlandi og eins og sjá má af nýútkomnum lögum, vænta þeir, að þessum árangri verði náð með því að banna alla trúarbragðafræðslu með- al ungmenna innan 18 ára aldurs. Eftir þann tíma má hver aflá sér þeirrar trúarbragðafræðslu, er hann æskir. — Prestar eru rændir öllum borgaralegum réttindum, svo sem kosningarétti. Verða söfnuðurnir að sjá fyrir þeim og lifir hávaði þeirra sæmilegu lífi, þótt allmargir hafi auðvitað misst atvinnu sína og kom- ist á vergang. En ef prestar sýna af sér einhvern fjandskap eða mót- spyrnu við stjórnina, gengur auðvit- að hið sama yfir þá og aðra, að þeir eru skotnir, settir í fangelsi eða reknir í útlegð till Síberíu. Ekki 'nafa þeir rétt til neinnar annarar atvinnu né böm þeirra til venjulegs skólauppeldis, og gengur það sama yfir þá að þessu leyti og fyrverandi aðalsmenn og þjóna keisarastjórnar- innar, nema þeir gangi Sovietstjórn- inni á hönd. Er þannig í sjálfu sér ekki þröngvað athafnafrelsi krist- ingja að því er guðsþjónustugerð snertir. En í sjálfu sér verður því ekki neitað, að þetta er ákveðin mót- spyrna gegn trúarbrögðum, og hljóta prestarnir næstum því stöðu sinnar vegna, að andmæla stjórnarvöldun- um, en það verður þeim svo aftur að hegningarsök. Er þá ljóst, hver endirinn hlýtur að verða. Þar sem kirkjur hafa ekki verið starfræktar til tíðagerða, hafa þær verið teknar til afnota fyrir skóla eða félög. Annars er fjöldi kirkna, sem enn heldur áfram guðsþjónust- um. Er guðsþjónustuleyfi gefið söfn uðum, sem eru 20 manns eða fleiri. Þó fækkar stöðugt kirkjunum, sem notaðar eru til guðsþjónustu, sök- um vaxandi fráhvarfs frá kristin- dómi, og einkuin i borgunum eru kirkjurnar óðum að tæmast. Yngri kynslóðin er yfirleitt kommúnistar, og þess vegna ekki kristin. Gætir þessa jafnvel meðal kúlakanna (efn- aðri bænda), svo að sjaldan eru fleiri en tveir í fjölskyldu “trúaðir”. I Moskva, þar sem hinn mesti aragrúi er af kirkjum, er ekki nema lítill hundraðshluti íbúanna í söfnuðum, og ungt fólk sést varla í kirkju. — Þessi mikli árangur trúarandstöð- unnar er fyrst og fremst að þakka því, að kommúnisminn er í raun og veru orðinn að nýjum tkarbrögð- um. Stjórnarskipun og agi kom- múnistaflokksins og innganga í hann er bundin svo þröngum skilyrðum, að það líkist langmest helgisiðum." Þannig mælir sendiherrann, og mun það vera mála sannast, að öll viðhöfnin við smurningu Lenins, hafi gert hann í vitund þjóðarinnar að þeim frelsara, sem hún nú hefir tekið trú á í stað hinna gömlu guða. En öll trúarbrögð skapa andlega kyrstöðu, ef þau eru einsýn og ofsa- leg. Og þannig virðist einmitt dauðatak þessa rússneska násmyrl- ings, er án efa var stórmenni á sinm tíð, vera að sliga heilbrigða þróun jafnaðarstefnunnar í Rússlandi. Beztu menn þjóðarinnar eru reknir í ut- legð, en miðlungsmennirnir, sem ekki eru færir um að benda á neinar nýj ar leiðir og aörar en þær, sem Lemn var með fyrir 10—20 árum siðan undir allt öflriam kringumstæðum, sitja við stjórnvölinn, og öll alþýða | manna fellur fram við kistu Lenins og gerir bæn sína af samskonar hjá- trú og f jálgleik og hún tilbað dýrling- ana áður. 1 stað svo nefnds kristin- dóms er kominn “Lenindómur”. FRA INDLANDI — Ekki er hlaupið að því að átta siíí á ýmsum slitróttum fregnum, er nú berast frá Indlandi, en auðséð er þó að margt merkilegt er þar á seiði, þótt ekkert sé líklega merkilegra en bardagaaðferð Indver ja: mótstöðu- leysið. Gersamlega ætla Indverjar sér að hundsa Bretann, og eru furðu samtaka. T. d. standa brezkar stór- verzlanir nú næstum þvi auðar, eftir þvi sem síðustu fregnir herma, brezkum blöðum hefir verið sagt upp í stórum stíl og brezkir bankar tap- að geysimiklum viðskiftum. Hafa indverskir verksmiðjueigendur í Bombay gert félag með sér, að skifta ekki við enska banka. Ganga þvi allir bankaeigendur og myllnu- eigendur með bænaskrá i hendi fram fyrir jarlinn, til að biðja hann að gefa Indverjum' sjálfstjórn; en hvort þeim gengur fcíl þeirrar bænar hags- munir landsins eða eigin hagsmunir, skal látið ósagt. Baðmull hefir fall- ið um þriðjung i verði og margar myllnur hafa orðið að hætta að miklu eða öllu leyti. Segir “Bombay News” að ef verzluninni haldi áfram að hraka jafn hröðum skrefum og nú upp á síðkastið, sé fullt útlit fyrir að landið verði gjaldþrota. Stórkost- legar vörubirgðir liggja i verzlunar- húsum, er enginn spyr um. Innflutn- ingur á kramvöru hefir þó minnkað um 75% frá þvi I fyrra um sama leyti. — Er nú óhlýðni Indverja orð- in gegndarlaus á öllum sviðum. En Englendingar láta hart mæta þófi þeirra. Hafa yfirvöldin í Madras gert það að hengingarsök að bera Gandhi húfu og bannað heimaiðnað. Æfa Bretar heri sína sem ákafast austur þar, og reisa sjúkrahús til við- búnaðar, ef í hart slær. Æsingin er ákafleg á móti Simon’s tillögunum. og er nefndinni varla vært á Ind- landi. ÞÝZKALAND Hræðilegt námuslys varð í Neurode á Þýzkalandi s.l. miðvikudag, þann 9. þ. m., af gassprengingu, er menn vita ógerla hvernig hafi að höndum borið. 144 menn dóu en 49 komust af, flestir stórmeiddir. Er þetta eitt hið svakalegasta námuslys, sem orð- ið hefir þar i landi. Arið 1912 dóu 112 menn við Bochum af námuslysi, og árið 1925 135 manns nálægt Dort- mund. BRETAVELDI Við lok fjárhagsársins reyndist að verða 70 milj. dollara tekjuhalli á fjárlögum Astralíu fyrir síðastlið- ið ár, samkvæmt því er James Hen- ry Scullin forsætisráðherra lýsti yf- ir i fjármálaskýrslu sinni fyrir full- trúadeild þingsins nýlega. Jafn- framt lagði hann stórkostleg tol’- hækkunarlög fyrir þingið, hærri en nokkru sinni hefir viðgengist í land- inu áður. Hafa atvinnumál landsins verið í mjög miklu hraki undanfarið, sem ekki sizt er að kenna mikilli verðlækkun á ull, sem er ein aðal- framleiðsluvara landsins. Talið er víst að naumast verði staðið í skilum með nauðsynlegar útborganir, nema að landið taki svo sem 150 miljón dollara lán til langs tíma. Bjóst ráð- herrann við að lán þetta myndi fást og hvatti til þess að það yrði tekið. KANADA A mánudaginn var fórst af flug- slysi í Great Bear Lake í Norðvestur- landinu, Lieut. J D. Vance, einn af langbeztu og frægustu flugmönnum Canada, er hann leitaðist við að lenda á vatninu í svarta þoku. Vita menn eigi fyrir vist á hvern hátt slysið bar að höndum, en maður, sem með honum var, komst lifs af, nærri því ómeiddur. Sjálfur kastaðist Lieut. Vance á einhvern hátt út úr vélinni og týndist í vatninu. Hann var einn af þeim, sem leituðu uppi þá McAl- pines félaga í fyrrahaust, og gat sér við það góðan orðstír. Samkvæmt hagtölum frá Wash- ington, reyndist vöruinnflutningur til Canada 28 milj. dollurum minni í síð- astliðnum maímánuði, en i fyrra á sama tíma, og útflutningur Canada til Bandarikjanna, hefir sömuleiðis orðið 7 milj. dollurum minni. ------------------------------4 HVAÐANÆFA Rockefeller, sem á 2000 miljónir dollara, hefir gefið 600 miljónir til ýmissa fyrirtækja, helzt vísindalegra rannsókna. Einhver maður, sem ekki hefir haft annað að gera, hefir reiknað út, að ef þessar 600 miljónir hefðu verið borgaðar út í 10 dollara seðlum, og að þeir væru lagðir hv^r við endann á öðrum, myndu þeir ná umhverfis jörðina þrisvar sinn- um. Væri rentunum bætt við, mundu seðlamir ná til tunglsins, og þó væri meira eftir en 15,000 daglaunamenn ynnu að jafnaði fyrir á einu ári. * * • Detroit Edison félagið hefir nú i seinni tíð verið að reyna að framleiða ódýrari rafmagnseldstæði, en dæmi hafa þekkst til áður, svo að allur al- menningur gæti eignast þau. Fyrir nálega mánuði síðan setti það á markaðinn rafmagnsvél (electric stove), sem kostaði 85 dollara, eða ekki nema eins og þriðjung á við venjulegt verð. Hafa þegar komið yfir 70 þúsund pantanir til félagsins, og var þá verðið fært niður í 75 doll- ara. Aðalástæðurnar fyrir þvi, að rafmagn hefir ekki verið notað enn meira en gert er, er fyrst og fremst hvað rafmagnsinnlagningin og raf- magnstækin eru dýr í fyrstu. I öðru lagi þykir rafmagnið seinna að hita, en gas. Tóku nú rafmagnsfræðing- ar í Detroit að leggja höfuðin i bleyti Lfl (tð smiða vél, sem bæði væri en- föld í meðförum, fljót að hita, snot- ur í útliti og ekki of dýr. Þessi nýja rafsuðuvél líkist ekki vitund öðrum suðuvélum, en ofninn í henni er orð- inn 400 stiga heitur á fimm mínút- um, og hún notar miklu minni straum en aðrar vélar. Eins og nærri má geta, líta önnur framleiðslufélög þessa galdramenn illu auga. * * » Viðbrugðið er forsjá Tardieu’s försætisráðherra Frakka. Frakkland er næstum því hið eina land í ver- öldinni (fyrir utan Island), þar sem ekki er kvartað um atvinnuleysi og allir hafa nóg að gera. Samt sem áður lagði ráðherrann fimm ára áætl- un um opinberar framkvæmdir, til þess að sjá almenningi fyrir vinnu, nýlega fyrir fjármálanefnd þingsins. Urðu menn hálf ókvæða við þessari áætlun, þar sem gert var ráð fyrir að verja um 17 biljónum franka ($666,400,000) til opinberra fram- kvæmda á næstu árum til að fyrir- byggja vinnuleysi, og bentu á, að ekki væri farið að bóla á neinum slikum vandræðum ennþá. En ráðherrann mælti: “I haust komanda hefst vinnuleysið, herrar mínir, nema að séð sé við því í tíma, með því að auka innlendan iðnað, og koma betra skriði á atvinnumálin. Það er betra að sjá við lekanum áður en skipið er sokkið.” * » * Liu Huan-yen landstjóri í Kwangsi fylki í Kína, gekk hér um daginn sér til skemtunar ásamt lífverði sínum út í aldingarð sinn. 1 sama bili og landstjórinn laut niður að einu af lótusblómunum í aldingarðinum til að dást að ilmi þess og fegurð, kvað við byssuskot, er særði Liu Huan-yen til ólífis. “Skotið kom yfir garðmúr- inn,” sagði lífvörðurinn við lögregl- una, þegar hún kom á vettvang. En þegar honum var bent á að byssan, sem hann hélt á sjálfur i hendinni, var ennþá rjúkandi heit eftir skot. sem hleypt hafði verið úr henni, ját- aði hann hispurslaust glæpinn. “Eg skaut landstjórann,” sagði hann, “af því að maður bauð mér fé til þess. Eg er fátækur hermaður, og þarf á peningum að halda.” • • • 1 Barcelona á Spáni vildi sá at- burður til i síðustu viku, að 30,000 börn, sem stjórnað var af mörg hundruð prestum, voru látin biðjast fyrir knéfallandi á almanna færi, við mikil hátíðahöld, sem fram fóru í borginni. Eins og siðvenja er i þeirri borg við slík tækifæri, báru börnin öll grímur fyrir andlitinu, og leið þeim áreiðanlega ekki vel undir bænahald- inu, því að steikjandi hiti var úti. Samt urðu þau að biðjast fyrir í belg og biðu, og segir ekki af árangri bænarinnar, fyr en staðið skyldi upp af knébeðinum. Þá risu 28,000 börn á fætur, en 2000 máttu sig hvergi hræra. Læknar skoðuðu þau og lýstu yfir því, að þau hefðu fengið sólsting. Var þeim sem bráðlegast komið á sjúkrahús. • * * Yngsta og ininnsta nýlenda Frakka hefir ekki ennþá verið sýnd á neinu korti. Er það smáeyja, sem skírð hefir verið Tempest og nýlega er fundin milliCochincina og Bomeo, 50 ekrur að stærð, með 4 ibúum. Það var franskur bátur, sem fann eyju þessa 15. apríl í vor, og reisti þar franska fánann, svo að á landabréf- um mun hún verða sýnd sem frönsk nýlenda framvegis. • • • A Þýzkalandi er nú vakin mikil líkamsmenningaralda, sumum til fagnaðar en öðrum til hneykslunar. Einkum vekur hneyksli sú hreyfing, sem gengur undir nafninu “Freikör- perkultur und Lebensreform”, og menn hafa gerst mjög frjálslegir í sér sér með það að ganga alls naktir, t. d. á baðstöðum og við íþróttir utan og innan húss. Þykir það engin kurteisi framar, að hylja suma lík- amshluta fremur en aðra, heldur að- eins spaugileg hindurvitni. Hefir fjöldi af konum og körlum af yngri- ky^slóðinni hyllt stefnu þessa, og veit enginn til þess að nokkur ógæfa hafi af þvi hlotist, nema ef nefna skyldi það að nokkrar kerlingar hafa gengið úr öllum liðamótum af sið- ferðisvandlætingum. Til Englands er þessi alda einnig tekin að berast. Sólböð, sem víðast hvar um hinn menntaða heim eru talin hin mesta endurfæðingarlaug allrar heilbrigði og ráðlögð af lækn- um við ýmsum kvillum, eiga ekki upp á pallborðið enn sem komið er hjá ýmsum skikkanlegum Englend- ingum. Nokkur “nýmóðins” félög, eins og t.d. The New Life Society í London, hafa átt undir högg al- menningsálitsins að sækja, en þau hafa viljað taka upp böðin. Um síð- astliðna helgi tók félag þetta, sem saman stendur af ungu fólki af báð- um kynjum, sér bessaleyfi og af- klæddist hverri spjör, þar sem það var statt á sinni eigin bækistöð, ná- lægt baðstað einum í Norður-Lon- don. Baðaði unga fólkið sig þarna i sólskininu í sínum upprunalega Ad- amsskrúða, eins og vorir fyrstu for- eldrar í Paradis, og er þess eigi get- ið, að það hefði af því haft meiri blygðunartilfiningu, en Adam og Eva fyrir syndafallið. En þeim mun næmari var samvizka eldra fólksins. Heiðursmaddömur borgarinnar ætl- uðu alveg aS rifna af vandlætingu og hleyptu öllu í uppnám af brennandi siðsemisákefð. Var gerð heilög krossferð á móti unga fólkinu og rif- in klæði meyjanna og ungu mennirn- ir hýddir, hvar sem “matrónurnar” komust í færi. Atti síðan að reka alla hjörðina út fyrir borgarhliðin. og grýta hana þar fyrir hið ófyrir- gefanlega hneyksli, sem búið var að fremja í söfnuðinum, en þá kom lög- reglan unga fólkinu til bjargar. Slíkur er kraftur siðgæðisins á vorum dögum! • • • A Jótlandi í Danmörku ganga sög- ur um mikinn undralækni, er flest- um bæti mein sín, er til hans leita. — Nýlega komu foreldrar til hans með 14 ára gamlan dreng, sem verið hafði heyrnarlaus og mállaus í 6 ár. Læknirinn tók drenginn af- siðis, og eftir 20 mínútur kom hann altalandi til foreldra sinna. Margar slíkar sögur ganga um lækni þenna. Hann er múrsmiður að iðn, og hefir þannig ofan af fyrir sér, en fæst ekki til að taka eyri fyrir lækningar sín- ar. • * * Hæsta bygging í heimi er Chrysler byggingin í New York talin að vera. Hún er 1046 fet og 1% þumlungur á hæð. Eiffelturninn í París, sem lengi var hæsta bygging í víðri ver- öld, er 1024 fet og 6 þuml. Eldheit- ir ættjarðarvinir í Frakklandi hafa orðið svo æfir yfir því, að nokkur þjóð skyldi voga sér að byggja hærra en þeir, að þeir hafa sent André Tar- dieu forsætisráðherra ótal áskoran- ir um að hækka turninn um 22 fet, svo að hann héldi áfram sinni fornu frægð að vera hæsta bygging i heimi. Bræður þrír í Zagreb í Júgóslavíu, höfðu ákveðið að nema burt af heim- ili sínu 18 ára gamla blómarós, sem einn bróðirinn var ákaflega hrifinn af. Völdu þeir til þess niðdimma nótt og skriðu með mikilH varúð inn um gluggann á herbergi stúlkunnar, og er þeir komu að sæng hennar, vörpuðu þeir teppinu yfir höfuðið a þeim, sem þar svaf og átti sér einsk- is ills von, og kom hún engri vörn eða hljóðum fyrir sig. Nú héldu bræðurnir hróðugir heim á leið með herfang sitt og hugði sá ástfangni gott til glóðarinnar að gera brullaup sitt til meyjarinnar. Vafði hann ofurgætilega utan af reifastrangan- um, þegar heim kom og gerði sig blíðan á svipinn. En herfileg urðu vonbrigði þeirra bræðra, er þeir sáu, að þeir höfðu tekið langömmu stúlk- unnar i misgripum, sem var orðin afgömul og komin að fótum fram. Kunnu þeir ekkert ráð annað en að flýja burt sem fætur toguðu, en lög- reglan náði þó í þá og sitja þeir nú i steininum. * * » A Egyptalandi hafa nýlega verifl sett lög um almenna velsæmi, sem banna konum að láta sjá sig á götu eða almannafæri með beran háls eða handleggi. Ef kona lætur sjá sig svo fáklædda á götum úti, fær hún aðvörun frá lögregluþjóni eða manni sínum, sem þá lögreglan hefir gert aðvart, Láti hún sér ekki segjast við tvær aðvaranir, fær hún sjö daga fangelsi. Gilda þessi lög fyrir allar konur frá fjórtán ára aldri. • » • Hinn frægi ásiralski heimskauts- fari Hubert Wilkins, sem farið hefir margar ferðir norður með norska flugmanninum Eilson, er nýlega hlekktist á, hefir nú ákveðið að fara leiðangnr, í neðansjávarbát til að rannsaka héruðin umhverfis norð- urheimskautið. Hefir hann tekið á leigu gamlan bát, 0-12, sem hann ætlar sér að útbúa sérstaklega í þess um tilgangi. Wilkins hefir i margri svaðilför verið, og tók meðal annars þátt í hinum hörmulega leiðangri Shackle- tons. Hann hefir siglt þvert og endilagt um norðurhöfin, farið 4 hundasleðum og flugvélum, og kom- ist að þeirri niðurstöðu, að neðan- sjávarbátarnir séu hin útmetnustu þing til norðurpólsferða. Geti menn siglt.í sælu og friði um undirdjúpin hvernig sem vindur og veður steyta^ grimmd sinni á yfirborði jarðar. Ef maður vill skyggnast til veðurs, megi hæglega koma borunarvél fyr- ir á bátnum, sem ryðji honum veg upp í loftið og ljósið, jafnvel þó siglt sé undir öllum heimskautaísn- um. Dettur manni ósjálfrátt í hug kafbátssaga Jules Vemes, sem nú er svo greinilega að rætast. • • • Eins og kunnugt er, var það stór- skáldið Ibsen, sem lét Sólveigu bjarga Pétri Gaut frá skipbroti og tortímingu ræfilsskaparins, og hef- ir mönnum verið það ljóst alla stund síðan, að konuástin er nokkurs virði. Hvort Carl Brisson, danskt kvenna- gull, hefir nokkru sinni lesið Pétur Gaut, vita menn ekki, en hitt er á- reiðanlegt, að vel hefir hann kunn- að að færa sér í nyt ástir kvenna Hefir hann alltaf síðan hann óx úr grasi, haft einkaskrifara til að halda nákvæmustu bókfærslu yfir allar sínar ástmeyjar, og hafa menn það fyrir satt, að hann muni eiga eitt- hvert mesta safn af ástarbréfum, myndum og öðrum fríðindum, sem slíkum skjólstæðingum ástaguðsins mega áskotnast. Hyggja menn að þar kenni margra merkiegra grasa, eins og vandi er til um slík efni. — En nú kemur gróðahnykkurinn, sem hr. Brisson ætlar að gerá af þessu öllu. Nýlega bauð hann enska blað- inu Sunday Express endurminning- ar sínar til birtingar. Ritstjórinn varð nú að vísu ekki svo hrifinn af þessari aðferð til að byrja með, en hét þó að athuga málið. Sendi þá Brisson honum talsverðan slatta af myndum af ýmsum kærustum sin- um til yfirlits, og dálitla greinargerð 4 þeirra töfrandi sálargáfum. Tók þá fljótlega að lyftast brúnin á rit- stjóranum, enda sá hann, að með því að birta þessar greinar, mundi hann eiga vissa hundrað þúsund kvenles- endur á Englandi einu saman. — Kom fyrsti kapítulinn nú fyrir skemmstu, og áhrifin komu fljótt í ljós á kaup- endatölunni. Askriftirnar streyma inn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.