Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 7
WINNIPEG 16. JCrLt, 1930. 7. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA CFrh. frá 3. síBu). * það, að taka vélhraðann í þjónustu sína, og er nú lögð í það óstjórnleg vinna og hugvit, að fullkomna þessa uppgötvun sem mest. Verkfæri, er fyrir nokkrum mannsöldrum hefðú verið talin til galdra eða fornaldar- sögu lyga og þóttu fjarstæða, jafn- vel fyrir fáum árum, eru nú dagleg fyrirbrigði í hvers manns lífi, svo sem bílar og flugvélar. Því er spáð. að þessi tæki muni brátt úreldast í núverandi mynd sinni: Það eru hin svonefndu rakettutæki, sem menn haida að komi í staðinn. Banda- rikjamaðurinn Goddard og Þjóðverj- inn von Opel hafa helzt gert tilraun- ir í þessa átt. Arangurinn varð sá, að nú er unnt að knýja bíla og flug- vélar með sprengjum (rakettum), er gera hraðann miklu meiri en áður þekktist. Brezki vélfræðingurinn, prófessor Low, segir að menn verði að fara að venja sig á þá hugsun, að 500 mílur á klukkustund verði hvers- dagslegur hraði. Margir erfiðleikar eru samt á því, að smíða ökutæki fyrir svo mikinn hraða, vegna þeirrar mótstöðu, sem tækin valda og fer vaxandi eftir þvi sem hraðinn vex. Þetta þekkja all- ir, sem hjólað hafa eða riðið hratt, ekki sízt móti stormi. Seagrave, sá sem hraðast hefir farið i bíl, hafði 1000 hesta vél. Af þessu afli fóru 100 hestar til þess að sigrast á nún- ingsmótstöðu (hjólin snerust á jörð- inni 30 snúninga á sekúndu). Af þeim 900 hestöflum, sem eftir voru, fóru 500 til þess að sigrast á loftmótstöð- unni en 400 í hinn eiginlega hraða bílsins. Lítið dæmi sýnir það greini- lega, hvað þessi mótstaða hefit að þýða. Gerum ráð fyrir því, að 10 hestafla vél knýi vagn áfram 30 míl- ur á klukkustund, en vagnstjórinn vill fara 60 mílur. Fljótt á lltið gæti virzt svo, að hann kæmist það með 20 hest- afla vél, eða helmingi hraðara með helmingi sterkari vél. En sannleikur- inn er sá, að vélaraflið þarf að átt- falda til að tvöfalda hraðann, svo mik- il er loftmótstaðan, hér þarf 80 hest- afla vél til að komast á 60 mílna hraða. Vegna þf.ssa er nú reynt að byggja flugvélai, bíla og skip þann- ig í lögun, að þau veiti sem minnsta mótstöðu. Þetta sýnir nokkuð þá erfiðleika, sem á þarf að sigrast til að ná hin- um mikla samgönguhraða. En allt um það eru fræðimenn þess fullviss- ir, að hraði eigi eftir að aukast stór- lega. Þá fara menn umhverfis jörð- ina *á einum eða tveimur sólarhring- um. En strandferðir umhverfis allt ísland verða farnar á nokkrum klukkustundum. (Lögrétta.) aaaannaaaaaaaaaaaaaaaaaaanaaaaaaanaaaaaaaaaaaoaaau63<i Jos. T. Thorson Liberal Candidate Winnipeg South Centre u’ill address • Public Meetings as follows- FRIDAY, JULY 18—General Wolfe School Ellice, Banning and Burnell MONDAY, JULY 21—Good Templars’ Hall 635 Sargent Ave. You are invited to attend these meetings and hear Mr. Thorson discuss the vital issues confronting the countrý in the following elections. THORSON’S COMMITTEE ROOMS: Phone: Headquarters: Acadia Gardens, Portage and Donald .. 89 790 800 Sargent Avenue ................................ 71339 (Published by authority of W. C. Borlase, President Winnipeg South Centre Liberal Association.) Hjónabandið. Eftir þýzkan höfund. hafi staðið vel í stöðu sinni, og hann sé svo vinsæll af félögum sínum að þeir mundu gjöra uppreisn ef honum yrði vikið burtu. Eg hefi leyft mér að segja þessum náungum að þeir séu raggeitur, og nú tek eg til minna ráða. Námugöngin verða eins- og þau eru, vinnlaun verða ekki hækkuð. öllum yfirsjónum verður refsað harðlega og forsprakka æsing- anna rek eg burtu þegar í dag.” “Það getur þú ekki pabbi!” sagði Arthur og reis upp við olnboga. Berkow nam staðar forviða. “Hvers- vegna ekki?” "Af því það var einmitt þessi Hart- mann sem stöðvaði hestana fyrir vagninum okkar og bjargaði okkur úr lífsháska.” Berkow stundi af bræðri. “Mikil vandræði að það skyldi einmitt vera sá maður! Já, þá er ekki hægt að reka hann burtu svona undjreins, eg verð að biða eftir tækfæri. Annars verð eg að segja þér, Arthur, að mér þótti óskemmtilegt að frétta það ó- happ á skotspónum, þér fannst það ekki ómaksins vert að skrifa mér um það sjálfur.” “Því hefði eg átt að gjöra það ? Okkur sakaði ekki, og menn hafa ætlað að gjöra útaf við okkur með lukkuóskum og meðaumkvun. Mér finnst lífið ekki vera svo mikils virði, að vert sé að býsnast svo mikið yfir því þó manni hafi verið bjargað úr lífsháska.” "Svo það finnst þér ekki?” spurði faðir hans hvessti á hann augun. “Og þú ert þó nýkvæntur maður.” Arthur ypti öxlum og svarað engu. Berkow hafði ekki augun af honum. “trr því eg fór að minnast á þetta, þá segðu mér hvað gengur að þér og konunni þinni?” spurði Berkow gamli formálalaust. “Að mér og konunni minni?” hafði Arthur eftir með hægð, eins og hann þyrfti að átta sig á því um hverja væri að ræða. “Já, að ykkur. Eg bjóst við að hitta á sæludaga nýgiftra hjóna en hér ríkir sá heimilishagur er eg sízt af öllu bjóst við. Þú ríður út ein- samall, hún ekur út einsömul, hvor- ugt ykkar stígur nokkurn tíma fæti í herbergi hins. Þið forðist hvort annað og þá sjaldan að þið hittist, þá talið þið varla tiu orð saman, hvað á allt þetta að þýða?” Arthur var staðinn á fætur, en enga breytingu var að sjá á svip hans. “Þér er býsna kunnugt um hagi okkar þú hefir ekki getað orðið alls þessa áskynja þessa litlu stund sem þú varst saman með okkur í gærkvöldi. Þú hefir ef til vill spurt vinnufólkið frétta ?” “Arthur.” Berkow ætlaði að þjóts upp í reiði, en hann var svo vanur að láta undan, að hann hætti við að setjaJ ofaní við son sinn fyrir ókurteisina. “Menn virðast hér ekki vera kunn- ugir lifnaðarháttum heldri manna. Við fylgjum siðum þeirra í þessu efni. Þér þykir ætíð mikið koma til SAMVINNA VIÐ NEYTANDANN KINGSTJÓRNIN GETIJR SfNT ÞENNA ARANGUR -----ÁRANGUR----- 1. Framfærslukostnaður hefir lækk- að lum nærri 50% í þau 8 ár, sem Kingstjórnin hefir setið að völdum 2. Allir skattar til sambandsstjórnar- innar hafa veri ðfærðir niður, og þeir peningar sem þannig sparast neytanda, hafa orðið til að auka á þægindi hans heimafyrir. 3. 3. Verð á lífsnauðsynjum hefir ver ið fært niður með sambandi og og skipulagningu þjóðbrautanná, en það hefir aftur flutt neytand- ann nær framleiðslusvæðiunum. 4. Verð á öllu, notað á heimlunum, verið fært niður með Crows Nest Pass farmtaxtanum, og færist enn niður við fullkomnun Hudsonsflóa brautarinnar, er neyðir önnur járn brautakerfi til að feta í fótspor þessa keppinautar. 5. Kaupmagn canadiska dollarsins, er þegar hefir verið aukið með nið- urfærslu á allskonar sköttum, er enn stórkostlega fært upp með tollívilnuninni við Bretland, eins og hún. er í fjárlagafrumvarpi Dunings. heldri manna siðanna, pabbi!” “Hættu þessari hæðni,” sagði Ber- kow óþolinmóðlega. “Ert þú því þá 1 líka samþykkur, að frú þín sýni þér svo mikla lítilsvirðingu, að íbúar ný- lendunnar tala varla um annað?” “Að minnsta kosti íeyfi eg henni sama frjálsræði, og eg sjálfur hefi.” Berkow þaut á fætur. “Þetta er alveg ótækt! Arthur, þú ert —” “Ekki einsog þú pabbi!” sagði son- ur hans kuldalega. "Eg mundi ekki hafa neytt jáyrði af kvennmanni með skuldabréf föður hennar i hend- inni.” Berkow fölnaði, og hopaði ósjálf- rátt aftur á bak, er hann spurði hikandi: “Hvað á þetta að þýða?” Arthur var nú ekki lengur syfjaður að sjá, hann hvessti augun á föður sinn. “Windeg barón var öreigi, það var á allra vitund. En hver hafði eyðilagt hann?” “Hvernig ætti eg að vita það?” spurði Berkow hæðnislega. “Það var víst eyðslusemi hans að kenna. Hann hefði verið eyðilagður maður án minnar hjálpar.” “Einmitt það. Þessi hjálp var vist engu skilyrði bundin ? Baróninum voru ekki gjörðir þeir kostir, annað- hvort að gefa mér dóttur sína eða fara á vonarvöl? Hann gaf jáyrði sitt til þessa ráðhags af frjálsum vilja?” Berkow gjörði sér upp hlátur. “Auðvitað! Hver hefir sagt þér að því hafi verið öðruvísi farið?” Þó svarið væri einarðlegt, þá leit Ber- kow ekki upp. Þessi maður hafði aldrei litið undan, þó hann væri minntur á misgjörðir sínar, en nú gat hann ekki litið framan í son sinn. Arthur varð sár á svip; nú þurfti hann ekki að efast lengur, nú vissi hann nóg. Eftir litla þögn sagði hann: “Þú veizt, að mig hefir aldrei lang- að til að kvæntast, og að eg aðeins lét undan þrábeiðni þinni. Eg kærði mig ekki fremur um Eugeniu Windeg en neinn annan kvennmann, eg þekkti hana ekki, en hún var ekki sú fyrsta aðalsmannsdóttir, sem gekkst fyrir auðnum. Þannig skoðaði eg þá jáyrði hennar og föður hennar. Þér þóknað- ist ekki að segja mér, hvaða skilmál- um ráðahagurinn væri bundinn. Eg varð að heyra Eugeniu segja mér frá því, hvernig þú hafðir verzlað með okkur bæði. Við skulum ekki þrátta um orðinn hlut, en þú getur nú líklega skilið, að eg muni ekki vilja sækjast eftir frekari lítilsvirðingu úr þeirri átt. Mig langar ekki til að hún lét i ljósi sína innilegu fyrirlitningu á föður mínum og mér, og eg — hlaut að þegja.” Berkow sneri sér að syni sínum og horfði á hann forviða. “Eg hélt ekki að nokkur hlutur gæti komið í aðra eins æsingu” sagði hann hægt. “Æsingu? Þar skjátlást þér. Hér er ekki um ósamlyndi að ræða. Kon- unni minni þóknaðist þegar í byrjun að sýna mér að hún væri hátt upp yfir mig hafin sökum ættgöfgis og mannkosta, og því læt eg mér nægja að dást að henni tilsýndar. Eg vil alvarlega ráða þéi; til hins sama. Hann fleygði sér aftur niður á legubekkinn, en í gegnum hæðnisorð hans mátti heyra hve gramt honum var í geði. Berkow hristi höfuðið, hann var búinn að fá nóg af þessu samtali. “Við tölumst við um þetta ein- hverntíma við hentugra tækifæri” sagði hann og leit á úrið sitt. “Það eru tvær klukkustundir þangað til gestirnir koma, eg ætla að aka yfir að námunum á meðan. Þú ferð víst ekki með ?” “Nei!” sagði Arthur, og hallaði sér letilega út af. Berkow reyndi ekki til að fá hann til að fara með sér. Hann gekk skjótlega burtu. Og á meðan fyrsti vordagurinn brosti úti fyrir, meðan skógurinn angaði og fjöllin glóðu i sólskininu, lá Arthur Berkow inni í hálfdimmu herbergi með niðurhleyptum glugga- tjöldum, eins og að hann einn væri ekki hæfur fyrir vorloft og sólskin. Honum þótti loftslagið of svalt, sólin of skær, honum fannst hann vera óumræðilega þreyttur og veiklaður. Þessum unga erfingja, sem heim- sins gæð stóðu til boða, fannst þessi heimur og öll hans gæði einkis virði, honum fannst það ekki ómaksins vert að vera fæddur í þennan heim. j N afr ispj »•• 10 íd - I Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldfc. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aT5 finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Tnlwíml: 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — At5 hitta: kl. 10—12 ♦ h. og 3—5 e. h. Heimili: 806 Victor St. Sími 28 130 DR. B. H. OLSON 210-220 Medlcal Artn lllda. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21834 ViCtalstími: 11—12 og 1_6.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 210 MRDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar elnirön^u aiiKHin- eyrnn nef- og kverka-njAkdöma Er a« hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 3—F e b. TnÍNÍmi: 21K34 Heimili: 638 McMillan Ave. 42691 Talnfml: 28 SSÖ DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 014 SomerHet Bloek Portaae Avenne WINNI|*EG 1 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard Sask. I»vl ati gnngn nndir nppnknrK vlb liotnlnngabólgu, ga llst ei n u m. mnga- o«: lifrnrveikif Hepatola hefir gefist þúsundum manna vel vítSsvegar í Canada, á hinum sít5astlit5nu 25 árum. Kostar $6.75 met5 pósti. Bæklingur ef um er bet5it5. Mrs. Geo. S. Almnn, Boz 1073—14 Saskatoon, Snwk. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DU. S. G. SIMPSOSí, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur líkkistur og ann&st um útfar- ir. Allur útbúnatSur sá bezti Ennfremu-r selur hann allskonar minnisvartSa og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 80 007 WINNIPEG VII. Miðdegisveizlan, sem haldin hafði verið með hinni mestu rausn og prýði, ! Var nú á enda. Berkow gamli var heldur en ekki upp með sér, því að- alsmennirnir úr nágrenninu, sem aidrei fyr höfðu viljað þiggja boð hans, höfðu ekki viljað neita boðs- bréfi, sem Eugenie dóttir Windegs baróns, hafði undirskrifað, og höfðu þeir því fjölmennt til veizlunnar. Og þar sem veizlan var haldin í húsum tengdaföður hennar, þá urðu gest- Publication authorized by E. G.Porter, Portage la Prairie irnir lska að sýna honum Whiýðilega . ____ Drtflrour VirÓRAfiÍ happi. pvl Ncytandinn byggir heimilin. ..Hagsmunir Canada eru hagsmunir neytandans. Canada er tryggara með King Greiðið atkvæði með King - þingmannsefni G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfræðingar 709 MINING EXCHANGB Bldg Sími: 24 963 356 Main Si. Hafa einnig skrifstofur að Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21613 J. Christopherson. Islenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. Mrs. B. H. Olson TEACHER OF SINGING 5 St. James Place Tel. 35076 Björgvin Guðpiundson A. R. C. M. Teacher of Music, Composition, Theory, Counterpoint, Orchei tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71621 MARGARET DALMAN TRACHER OF PIANO Sa4 BANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar II. Ragnar Pianokennari Phone 34 785 —Kennslustofa— 693 Banning Street TIL SÖLU A ÖDfRlJ VERÐI “KURNACB” —bœtil vlbar og kola “furnace” lítlS brúkat), er ttl sölu hjá unúirritutJum. Ck>tt tœkífœri fyrir fólk út á landl er bœta vilja hltunar- áhöld á beimlllnu. GOODMAti « CO. 780 Toronto St. Sfml 28847 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— BnKRHKf and Furnltnre Morlnf 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. nú vissi hann, hvaða virðingar mundu biða sín, er ungu hjónin flyttu til höfuðstaðarins um veturinn. Þar myndi tengdadóttir hans í hávegum höfð sem fyr meðal heldra fólksins, og hann sjálfur njóta góðs af. Berkow hafði því ástæðu til að vera tengdadóttur sinni þakklátur, jafnvel þó framkoma hennar hefði aldrei verið drembilegri en einmitt í dag. En framkoma Arthurs þótti honum undrunarverð. Arthur hafði ætíð sózt eftir umgengni aðalsmanna, en nú var eins og hann forðaðist þá, og sýndi þeim aðeins kuldalega kurt- eisi. Berkow skildi ekki 1 þessum dutlungum sonar síns. Skyldi hann gera það konu sinn itil ertingar að forðast hennar gestl? Gestirnir, sem lengra voru að, voru farnir, vegirnir voru sllæmir yfirferð- ar sökum unndanfarandi rigninga, svo þeir vildu komast heim fyrir myrkrið. Þar sem nú engar konur voru eftir, þá yfirgaf Eugenie einnig veizlusalinn og gekk til herbergja sinna. (Framlhald) 100 herbergl meö eöa án baöí SEYMOUR HOTEL verö sanngjarnt Slml 28 411 C. G. HUTCHISON, etgnndl Market and King St., Winnipeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR t kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudeai kl. 7. e.h. Safnaðarnefudin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánu8i. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuCi. Kvenfélagið: Fundir annan þriíSju dag hvers mánaSar, kl. 8 at5 kveldinu. Sóngflokkuri~n: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. h.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.