Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. JCfLÍ, 1930. Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir-- SIR EDWARD BULWER LYTTON DAi; Skip Haraldar hafa dreift og stökkt nor- ínannska flotanum á brott, eins og óveður dreifir fuglahóp. Uppreisnarmenn Saxa, sqm igengu í lið með Griffiði, undir forustu Álf- geirs, hafa verið svo illa leiknir, að þeir sem eftir eru, hafa skilið við foringjann, og Griffið- ur sjálfur er afkróaður í síðustu vígskörðum sínum, og getur ekki veitt viðnám öllu lengur gegn óvininum, sem vissulega er ágætis for- ingi. Þegar Griffiður er yfirunninn, mun Álf- geir verða umkringdur í hæli sínu, eins og upp- blásin köngurló í vef sínum. Og þá mun Eng- land fá hvíld, nema því aðeins að lénsdrottinn okkar, eins og þú varst að gefa í skyn, setji ailt í uppnám aftur.’’ Hinn normannski riddari hugsaði sig um nokkur augnablik og sagði síðan: “Mér skilst þá að enginn sé jafningi Har- aldar í landinu; jafnvel ekki, Tiýst eg við Tosti bróðir hans.’’ “Nei, vissulega ekki Tosti, þar sem ekkert nema áhrif Haraldar myndi halda honum dag- langt í hans eigin jarlsdæmi. En samt, á síðari tímum hefir honum tekist að vinna sér tiltrú, því hann er hugrakkur og frækinn í orustum. En ekki hefir hann ást þegnanna, þessara grimmu Norðimbralandsmanna. Því er ekki að neita, að hann hefir aðstoðað jarlinn mik- ið og hrustlega, í þessu upphlaupi í Valsklandi, bæði á sjó og landi. En frægð sú, sem menn hafa tileinkað Tosta, er aðeins endurskin frá bróður hans. En ef Gyrðir væri dálítið met- orðagjarnari en hann er, væri hann sá eini, er gæti komið til mála sem keppinautur Har- aldar.” Normaðurinn, sem var mjög ánægður með það, sem hann hafði frétt, af ræðum sínum við ábótann, sem, þrátt fyrir það að hann kunni ekki saxneska tungu, var eins og allir ætt- menn hans, skarpgreindur og forvitinn — stóð nú á fætur og ætlaði að fara. Ábótinn stöðvaði hann nokkur augnablik, horfði á hann eftirvæntingarfullur og sagði: , “Hversu mikið tækifæri heldur þú að Vil- hjálmur hertogi hafi, að taka England?” “Hann hefir gott tækifæri, ef hann notar herkænsku sína; að minnsta kosti ef hann getur yfirunnið Harald.” “En trúðu mér, Englendingar bera eng- an ástarhug til Normanna, og munu verjast hraustlega.” “Eg trúi því. En ef kemur til þess að berjast, þá verður það aðeins ein orusta, því hér eru hvorki virki né fjöll, þar sem verjast má úr, svo um langan ófrið er ekki að tala. Og sjáðu, vinur minn, svona er nú ástandið: Konungsættin deyr út með Játvarði, nema ef vera skyldi eitt barn, sem eg heyri engan mann nefna. Gamla aðalsættin er farin; eng- inn ber virðingu fyrir gömiu nöfnunum; kirkj- an er eins fúin andlega, eins og máttarviðirn- ir í Múrlangsbandaklaustrinu þínu. Hernað- arandi Saxanna er nálega dauður, í auðmýkt sinni við klerkastétt, sem hvorki er hugdjörf né lærð, heldur fremur hugdeig og fávís. — Græðgin eftir peningum etur upp allan mann- dóm. Pólkið hefir vanist útlendum klaustrum Undir stjóm Dana. Og Vilhjálmur, þegar hann á annað borð væri orðinn sigurvegari, þyrfti ekki annað en að lofast til að halda uppi við- teknum lögum og frelsi, til þess að verða eins fastur í sessi og Knútur fyrrum. Danir frá Anglíu myndu ef til vill verða honum dálítið erfiðarí; en upphlaup mundu verða að vopni í höndum slíks stjórnvitrings sem Vilhjálmur er. Hann myndi byggja kastala og virki um allt land. Allt landið yrði herbúðir. Vesalings vin- ur minn, við munum lifa til að óska hver öðr- um til hamingju. Þú verður yfirklerkur í ein- hverju ágætis brauði á Englandi. Eg verð bar- ón yfir víðáttumiklum fasteignum.” “Eg held þú hafir rétt fyrir þér,” sagði hinn risavaxni ábóti glaðlega. “Og þegar þar að kemur skal eg svei mér berjast fyrir hertog- íinn. Já, þú hefir rétt fyrir þér,” hélt hann á- tram, og horfði á hina hrörlegu klefaveggi í kringum sig. “Allt er hér útslitið, og ekkert getur lagað eða rétt ríkið við, nema Vilhjálm- Ur hinn normannski eða---------” “Eða hver?” '“Eða Haraldiur hinn saxneski. En þú íerð nú að hitta hann. Dæmdu sjálfur.” “Eg mun gera það, og það nákvæmlega,” sagði de Graville, og eftir að hafa faðmað Vin sinn, lagði hann af stað aftur. SJÖUNDI KAPÍTULI Herra Mallet de Graville var í hinum rík- asta mæli gæddur hinni kænlegu slægð, sem einkenndi Normenn, eins og annars alla sjó- íæningja í Eystrasaltinu. Og, lesari góður, ef þú af tilviljun skyldir á þessum síðustu tím- um, kynnast hinum hávöxnu niönnum frá Eb- er eða Yorkshire, þá muntu mæta fyndni þess- ara dönsku forfeðra vorra. Það verður ef til vill á þinn kostnað — sérstaklega ef umræð- umar snerust um dýr, þar sem forfeöur okkar lögðu sér til munns sömu dýrin, sem synirnir fita sig enn á, þótt þeir eti þau ekki. En þótt hinn slægi riddari gerði sitt bezta á leiðinni frá Lundúnum til Valsklands, að fræðast um Harald og bræður hans, af sam- tali sínu við Sexúlf — fá að vita allt, sem hann vildi vita — þá fann hann, að í slægð og var- færni var þessi saxneski maður meira en jafn- oki hans. Sexúlfur hafði eðlisávísun hunds- ins gagnvart húsbónda sínum; og honum fannst, þótt hann vissi ekki hvers vegna, að Normaðurinn dyldi eitthvert leynilegt ráða- brugg gegn Haraldi, með hinum endalausu spurningum, sem virtust framsettar svo sak- leysislega. Og hin óbifanlega þögn, eða óljósu svör, þegar minnst var á Harald, sýndust í al- gerðu ósamræmi við hin frjálslegu svör hans, þegar talað var um algenga hluti, eða um sér- kennileik saxneskrar háttsemi. Smátt og smátt dró því niður í riddaranum, og seinast þagnaði hann alveg, argur og vonlaus um að nokkuð væri hægt að veiða upp úr þeim sax- neska. Hann lét nú þjóðardramb sitt og fyr- irlitninguna fyrir mönnum af lágum stigum koma í staðinn fyrir uppgerðar kurteisina. Hann reið því einn dálítið á uhdan öllum hin- um, og tók nú vel eftir legu landsins, eins og hermenn vanalega gera, og undraðist — á sama tíma og hann gladdist — yfir hinum ó- merkilegu varnarvirkjum, jafnvel á landamær- um sem áttu að hglda fjallabúunum frá Cym- via, frá því að vaða inn á enska jörð. Niðursokkinn í hugsanir sínar, sem hvorki voru vingjarnlegar né spáðu neinu góðu fyrir landið, sem hann var að heimsækja, var Nor- maðurinn á öðrum degi frá því að hann lagði á stað úr klaustrinu, staddur í hinum hræðilegu fjallaskörðum í Norður-Völskulandi. Hann nam staðar í þröngu gili, þar sem klettar slúttu yfir á alla vegu, og kallaði til skjaldsveins síns; klæddi sig í hringabrynju og sté á bak hinum trausta bardagahesti sín- um. “Þú gerir ekki rétt, Normaður,’’ sagði Sexúlfur; “þú þreytir þig að óþörfu — þung herklæði eru hér gagnslaus. Eg hefi barist hér áður. Og viðvíkjandi reiðhesti þímim, þá verðurðu bráðlega að yfirgefa hann og ganga.” “Þú skalt vita, *finur,” svaraði riddarinn önuglega; “að eg kom ekki hingað til þess að læra stafrofskver bardagallistarinnar; og að því er hitt snertir, skaltu líka vita, að aðals- maður frá Normandíu fellur dauður niður fyr en hann skilur við hest sinn.” “Þið útlendingar og Frakkar,” sagði Sex- úlfur og lét skína í tennurnar gegnum hið þétta skegg, “með ykkar ástaröfgar og stór- yrðin! Það er enis víst að þú verðir fullsadd- ur á þessu enn; því við erum enn á slóð Har- aldar, og hann skilur aldrei óvin sinn eftir á slóðinni. Þú ert eins óhultur hér, eins og þú sætir við sálmasöng í klaustri.” “Slepptu þessum gamanyrðum þínum, kurteisi herra,” sagði Normaðurinn. “Eg að- eins mælist til, að þú kallir mig ekki Prakka. Eg set það allt í samband við fákænsku þína í öllu, sem viðkemur velsæmi og hernaði, en ekki það að þú viljir móðga mig. Þó móðir mín væri frakknesk, skaltu vita að Normaður fyrirlítur frakkneska menn nálega (eins mikið og hann fyrirlítur Gyðinga.” “Eg bið þig fyrirgefningar,” svaraði Sax- inn; “en eg hélt að þið útlendingarnir væruð allir alveg eins, rétt eins og rif af sömu skepnu eða kollóttar kindur.” “Þú munt bráðlega fá betri vitneskju. — Áfram, herra Sexúlfur!” Pjallaskarðið opnaðist smátt og smátt, og tók þá við flæmi nokkurt af grastausri, ósléttri auðn. Sexúlfur reið til riddarans og dró at- hygli hans að steini, sem á voru grafin orðin: “Hér vann Hara’dur sigur”.. “Nærri slíkum steini þorir enginn velsk- ur maður að koma,” sagði Saxinn. “Ágætt sigurmerki, þó það sé einfalt,” svaraði Normaðurinn, “og mikið sagt. Mér þykir vænt um að lávarður þinn kann latín- una.” “Eg segi ekki að hann kunni latínu,” svar aði hinn varfærni Saxi, sem hræddist að það væri ekki hollt fyrir lávarð sinn, að gefa nokk- uð það í skyn. “Haltu áfram meðan unnt er — í guðs nafni.” Á landamærum Caemvonshire stanzaði herdeildin í litlu þorpi. í kringum þetta þorp hafði nýlega verið grafið djúpt síki, og þétt- settar stauraraðir mynduðu afgirt svæði með- fram síkinu. Innan þessara girðinga gat að líta fjölda manna — sumir lágu í grasinu, sum ir köstuðu teningum og aðrir sátu að drykkju. Búningar þeirra og veðurbitin andlitin gáfu til kynna að þeir væru Saxar og menn Harald- ar. Og flöggin, sem blöktuðu hvar sem litið var, báru tígríshöfuðin, tignarmerki Haraldar. jarls. Hverníg Yinna Skal pris a Home Cooking Deildinni á sýningum og samkomum. Árið 1929 unnu Robin Hood notendur eftirfylgjandi prísa: FYRSTA PRÍS á Canadian* National Exhibition Toronto einnig GULL MEDALÍUNA SILFUR MMEDALfUNA 75 FYRSTU PRiSA og í allt 165 prísa af 35 tegundum af heimabök- uðu brauði, sem opinberlega var keppt um af öll- um. Þessir snillingar í bökunarlistinni leggja mikla áherzlu á að hveitið sé gott og mæla allir með notkun Robín Hood FLOUR' NOTE! Vaktið príslistana fyrir fylkis- sýningar, Class “B” og County Fairs fyrir tilboð Robin Hood félagsins. ROBtN HOOO “Hér munum við fregna,” sagði Sexúlfur, “hvað jarl- inn hefst að — og hér endar ferðalag mitt í bráðina.” “Eru þetta stöðvar jarls- ins? Engin kastali, jafnvel úr timbri; enginn múrvegg- ur; ekkert nema síkið og stauramir!” sagði Mallett de Graville, og bar rómur hans vott um bæði undrun og fyr- irlitningu. “Normaður!” sagði Sex- úlfur; “kastalinn er þarna, þó þú sjáir hann ekki, og einnig múrveggirnir. Kastal- inn er nafn Haraldar, sem enginn velskur maður þorir i að ráðast á, og múrveggirnir eru valkestirnir, sem em í hverjum dal og dæld um- hverfis.” Og um leið og hann sagði þetta, blés hann í horn sitt, sem var svarað fljótlega, og lagði af stað eftir planka, er lá yfir síkið, áleiðis til kast- alans. “Jafnvel engin vindubrú!” stundi riddarinn mæðulega. Sexúlfur talaði nokkur orð við þann, sem sýndist vera fyrir setuliðinu, kom svo til baka til Normannsins og sagði: Jarlinn og hans menn hafa nú lagt upp í fjalllendið við Snjódun, og þar er sagt að hinn blóðþyrsti Griffiður sé nú loks króaður af. Haraldur lagði svo fyrir, að eftir eins stutta viðdvöl og hressingu og unnt væri, skyldi eg með mínum mönnum kveðja leið- sögumanninn, sem hann skildi mér eftir, mér til fylgdar, og koma á eftir honum gangandi. Það má vel vera, að við séum í hættu staddir, því þó Griffiður sjálfur sé ef til vill kvíaður í fjöllunum, þá getur hann átt vini hér á leið- inni, sem gera áhlaup, þegar minnst vonum varir, frá hömrum og hengiflugum. Að fara á hestbaki er ómögulegt. Og þar sem, herra Normaður, að misklíðin, er ekki á milli okkar og þín eða yfirboðara þíns, þá legg eg til að þú nemir hér staðar, en dveljið hér óhultur á meðal hinna herteknu og særðu.” “Það væri óefað skemtilegur félagsskap- ur,” svaraði Píormaðurinn. “En maður ferð- ast til þess að kynnast, og vildi eg feginn mega sjá eitthvað af þessum villimannabardögum þínum við þessa fjallabúa. Þess vegna, þar sem eg geri ráð fyrir að vistabirgðir mínar séu orðnar fremur litlar, skaltu gefa mér að eta og drekka. Og svo skaltu sjá, ef við komumst augliti til auglitis við óvinina, hvort stóryrði Normannsins eru vottur um aumingjaskap.” “Vel sagt, og betur en eg bjóst við,” sagði Sexúlfur alúðlega. Á meðan de Graville, eftir að hafa stígið af baki reiðhesti sínum, ráfaði fram og aftur um þorpið, heilsuðu hinir upp á ættmenn sína. Þorpið var, jafnvel í augum hermannsins. hryggðarsjón. Hér og þar sáust haugar af ösku og rústir. Húsin brotin og brennd. Hin litla og lítilfjörlega kirkja var ósnert af stríð- inu, en eyðileg, og eyðilögð af sauðfé á beit á háum haugum, nýlega gerðum. Þetta voru dysjar hinna hraustu drengja, sem fallið höfðu og hvíldu nú á fornu flötunum, sem þeir höfðu svo drengilega varið. Loftið var þrungið ilm jurtanna, sem gol- an dreifði um allt. Þorpið lá afskekkt og út- sýnið umhverfis það var öræfakennt og villt., en fól þó í stérfenglega fegurð, sem Normað- urinn, er var kominn af skáldum og var fræði- maður mikill, yarð snortinn af. Hann settist á ósléttan stein, burt frá hinum herskáa, suð- andi mannfjölda, og horfði á hina dimmu og hrikalegu fjallatinda, og til árinnar, sem straiumhörð rann í gegnum þorpið og hvarf í eskiviðarrunnunum. Saxinn. “En maður verður að taka til greina hinn útlenda smekk, ókunni maður.” Nokkru eftir miðjan dag, var blásið í horn, og herinn bjóst til að leggja af stað. Og Normaðurinn tók eftir því, að þeir skildu: eftir alla hestana; og skjaldsveinn hans kom til hans og sagði honum, að Sexúlfur hefði kurt- eislega en ákveðið fyrirboðið að hestur ridd- arans yrði leiddur fram. “Hefir það heyrst nokkru sinni fyr!” hrópaði herra Mallet de Graville, “að nor- mönnskum riddara væri ætlað að ganga, og að ganga á móti óvinunum líka. Kallaðu þorpar- ann hingað — það er foringjann!” En rétt í þessu kom Sexúlfur að, og til hans beindi de Graville sínum önugu mótmæl- um. Saxinn lét sig ekki, og við öllu, sem Nor- maðurinn sagði, gaf hann sama svarið: “Það er vilji jarlsins.’ Og loksins endaði hann með þessu: “Þú getur gert hvort sem þú vilt; verið hér kyr hjá hesti þínum, eða komið með okk- ur gangandi.” “Hestur minn er ígildi manns að viti oe myndi því verða mér hinn bezti félagi. En eins og á stendur, þá læt eg undan. En mundu eft- ir því að eg læt undan nauðugur, því eg vil ekki að það verði nokkurntíma um Vilhjálm Mallet de Graville sagt, að hann fari viljugur gangandi til orustu.” Hann losaði nú sverð sitt í slíðrunum, en fór ekki úr hringabrynjunni, sem féll snyrti- lega að líkama hans. Svo hraðaði hann sér áleiðis ásamt hinum. •Velskur leiðsögumaður, þegn einhvers smákonungs, sem var skattskyldur Englandi, en snortinn, eins og margir aðrir, ákafri af- brýðissemi gagnvart Griffiðsættinni, og réði það meiru en hatrið til Saxa, — fór nú á und- an. Vegurnn lá all-lengi meðfram Conwlay- ánni, og það hillti undir Penmaerheiðina. —■ Engin lifandi vera sást nokkursstaðar, hvorki maður né málleysingi. Auðnin og hið bjarta skin ágústssólarinnar hafði lamandi áhrif á alla. Herdeildin fór fram hjá nokkrum hús- um, — ef að eins herbergis hreysi úr óhöggnu grjóti geta kallast hús, — en þau voru öll auð. Merki eyðileggingarinnar voru alstaðar sýni- leg, þvi þeir voru á slóð Haraldar — sigurveg- arans. Hann var vakinn af hinum djúpu hugleið- ingum sínum, af Sexúlfi, sem af meiri kurteisi en vanalega, slóst í för með þrælunum, sem færðu riddaranum fæðu hans, sem vár ostur og nýsoðið kálfskjöt og fylgdi því stórt drykkj- arhorn af lélegum mjöði. “Jarlinn lætur alla menn sína neyta velskra matvæla,” sagði Saxinn afsakandi; “og í sann- leika sagt, í þessu langvarandi stríði, er ekk- ert annað til.” Riddarinn skoðaði ostinn, einkennilega nákvæmlega, og laut alvarlegur niður yfir kálfskjötið. “Þetta er nægilegt, kæri Sexúlfur,” sagði hann og leyndi stunu, sem var að brjótast upp frá brjósti hans. “En í staðinn fyrir þennan hunangsdrykk, sem er eðlilegri hunangsflug- um en mönnum, þá útvegaðu mér sopa af köldu vatni. Vatn er það eina, sem hættu- laust er að drekka áður en maður leggur til orustu.” “Þú hefir þá aldrei drukkið öl?” sagði Loksins fóru þeir fram hjá gamla Cono- vium láglendinu skamt frá ánni. Þarna voru enn (óh'kar því sem þær eru nú, eftir margra alda eyðileggingar), hinar miklu leifar róm- verskrar menningar: Afarmiklir fallnir vegg- ir og hálfhruninn turn og eftirstöðvar tröll- aukinna baðhúsa . Og nálægt hinum núver- andi ferjustað Tal-y-Cafn sást bera við loft virkið Castell-y-Bi-yn. Yfir kastalanum blakti merki Haraldar. Margar flatbotnur láu í festum við árbakkann, og alstaðar skein á spjót og önnur vopn. Það hresstist nú yfir riddaranum, þó að hann væri aðfram kominn af þreytu undir hin- um þungu herklæðum. Og hann hefði heldur dáið píslarvættisdauða fremur en að fara úr þeim. f von um að komast sem fyrst á fund Haraldar, og eins til að láta ekki bera á þreyt- unni, stökk hann fram og inn í hóp manna. Þar hitti hann gamlan kunningja sinn Guð- röð. Hann tók af sér hjálminn, greip í hönd þegninum og hrópaði:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.