Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG 16. JírLI, 1930. HEIMSKRINCLA 3. BLAÐSIÐA (Framh. frá 2. blsj arathöfn. öldum saman höfðu kon- ungar þar umboðsmenn. Endurminn- ingarnar um þá eru misjafnar, sem endurminningar aldarfarsins. En Kristján X. er fyrsti konungur, sem endurtekið hefir komur sínar hingað til þess að kynnast landi og' þjóð, fyrsti konungur hins fullvalda íslenzka ríkis — fyrsti konungur að Lögbergi. Og er hann lítur yfir þingheim, lítur yfir mannfjöldann, sem saman kemur á Þingvöll úr öll- um héruðum landsins, mun hann sjá og finna, að hin frjálsa íslenzka þjóð fagnar honum á hinum fornhelga stað, ekki aðeins sem konungi, held- ur og sem vini og verndara íslenzkr- ar menningar, íslenzks athafnalifs, íslenzks sjálfstæðis. Meðal hinna tignu gesta, sem hing- að koma i dag, ber fyrst að nefna Gustaf Adolf ríkiserfinga Svía, er heiðrar Alþingishátíðina með nær- veru sinni. Meiri og betri viðurkenn- ingu hefðum vér Islendingar ekki get að kosið fyrir hátíð vora fyrir þvi, að hin sænska þjóð er okkur vinveitt, og vill telja til frændsemi við okkur, minnstu Norðurlandaþjóðina. Snemma lærðu Sviar að meta gildi íslenzkrar menningar, enda stendur menning þessarar glæsiþjóðar tveim fótum í norrænum hugheim. Væri það mikill fengur ,okkur Islending- um, ef okkur auðnaðist að ná til menningaráhrifa frá Svíum, sem svo djarflega hafa sameinað norrænar. smekk og norrænt hugarfar við nú- tímalíf Evrópumenningarinnar. I fylgd haeð hinum sænska ríkis- erfingja eru þingfulltrúar tveir — hvor úr sinni þingdeild. Því miður gat hinn norski ríkis- erfingi, ólafur, ekki komið hingað eins og til var ætlast. Þótt vegir frændþjóðanna> Norðmanna og Is- lendinga hafi skilið snemma á öld- um, er saga vor á margan hátt sam- tvinnuð, og uppruna sínum gleymir íslenzk þjóð aldrei, ætterni þeirra, er fyrir 1000 árum stofnuðu hið íslenzka lýðveldi, gleymir því eigi, að Norð- menn og Islendingar eru tvær grein- ar af sama þjóðstofni. Norðmenn senda hingað tvo full- trúa, sinn frá hvorri þingdeild, og er annar þeirra Chr. Hornsrud iorseti. Og fjærsta Norðurlandaþjóðin. Finnar, sendir hingað tvo fulltrúa, Hakkila varaforseta þingsins og ung- frú Sillandaa, til að sitja Alþingishá- tíðina. Þótt Finnland sé okkur fjar- stáddast allra Norðurlanda, og lcynni okkar af þeirri ágætu þjöð minnst, þá standa þeir okkur að því leyti næst allra, að þeir eru okkur svo jafngamlir í tölu hinna sjálfstæðu Norðurlandaþjóða. Því er hvert framfaraspor þeirra okkur hjart- fólgið. — Þeir eru útverðir Norður- landa að austan. Við vildum geta heitið eitthvað i þá áttina að vest- an, þó fámennið geri það nafn ekki réttmætt. Mikill sómi hefir oss fallið í skaut, Islendingum ,með hinni veglegu þátt- töku Breta í Alþingishátíðinni, er þeir sendu hingað eitt sitt mesta og tígulegasta herskip, “Hodney” (42, 000 smálestir), með fulltrúa sína á Alþingishátíðina, og ennfremur flug- vél, sem flýgur hingað alla leið og vekur með því sérstaka athygli á landi og þjóðhátíð. Fulltrúar þeir, sem Bretar sendp. hingað eru fimm að tölu. Eru það þessir: Newton lávarður. Marks lávarður, Lamington lávarður. Sir Robert W. Hamilton. Rhys J. Davies. Er alveg sérstök ástæða til þess fyrir okkur Islendinga, að fagna þvi, hve mikinn sóma brezka þjóðin sýn- ir Islandi með þessari sendiför, að sú þjóð, sem fremst allra þjóða hefir al- ið þingræðið við brjóst sér, skuli á þúsund ára afmæli Alþingis vors, senda sitt mesta skip með hinu fríð- asta liði í heimsókn hingað. Með sendiför þessari sýnir brezka þjóðin okkur Islendingum jafn vin- áttu sem viðurkenningu, og er hvort- tveggja okkur ómetanlegt. En um leið er vert að minnasi sendinefndar, sem vekja mun sér- staka athygli í fulltrúahópnum, og sérstakar endurminningar í íslenzk- um brjóstum. Það eru fulltrúar Manarbúa. Þeir eru þrír: Mr. Far- rand dómari, P. M. C. Kermode safn- vörður og þingforsetinn Clucas. Saga eyjarinnar Mön er skyld sögu vorri. Þeir eiga þar þingvöll, sem við. Þeir eiga og varðveita minjar frá þeim tímum, er norrænir víking- ar sigldu um höfin og reistu hér bú. Þá er skylt að fagna þeim fulltrú- m, er hingað komu vestan um haf: endinefnd Bandaríkjanna, þeim Pet- r Norbeck senats þingmanni frá luður Dakota, O. B. Burtness con- :ress þingmanni frá Norður Dakota, iveinbirni Jónssyni prófessor, Frið- rik H. Fljózdal forseta bandalags járn brautarmanna og O. B. P. Jacobsen söngfélagsstjóra. Þing og stjórn Bandaríkjanna hafa séð svo um, að koma þessara manna á Alþingishátíðina gleymdist seint meðal íslenzkrar þjóðar. Með hinm merkilegu gjöf, myndastyttu af Leifi Heppna, hefir hin volduga Banda- ríkjaþjóð veitt Islendingum stór- merkilega uppörvun í því að varð- veita sín fornu einkenni, áræði, víð- sýni, stórhug. Þegar reist verður hér minnismerki Leifs heppna, sem gjöf til Islands frá Bandaríkjunum. er hér greypt í málm og stein hin sögulega staðreynd, sem íslenzkum sjógörpum mun ætíð verða hjart- fólgnust, en um leið áberandi viður- kenning frá Vestmönnum um það, að íslenzkt landnám varð upphaflega til þess, að mönnum opnuðust leiðir til Vesturheims. Gleðiefni hið mesta er það okkur Islendingum, að meðal fulltrúa Banda ríkjanna eru tveir menn íslenzkir. En eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, eru þeir fleiri land- ar vorir, sem hingað eru komnir sem fulltrúar stjórna og þinga þar vestra. Allir eru þeir hjartfólgnir gestir ís- lenzku þjóðarinnar. Allir sýna þeir þjóð sinni, að fátæku landnemarnir íslenzku í Vesturheimi, hafi reynst atgervismenn í hvívetna, reynst þjóð sinni góðir fulltrúar meðal stórþjóð- anna. áður, og eru allar líkur til þess að þau aukist að nýju, eftir því sem kynni vor vaxa við hina Víðsýnu og framtakssömu hollenzku þjóð. Full- trúar Hollendinga hér á hátíðinni eru þeir verkfr. J. Koster senator og dr. H. J. Knottenbelt. HRAÐI IÞRÓTTAMANNA, DfRA OG VJELA. Komast menn á aðrar stjörnur? Er við Islendingar fögnum þeim þrem fulltrúum Þjóðverja, sem hing- að eru komnir, þeim Karl Hildebrand sendiherra, Emil Berndt borgarstjóra og Herm. Hoffmann yfirkennara, er skylt að minnast þess með þakk- læti, með hve mikilli kostgæfni þýzk- ir fræðimen nhafa lagt rækt við ís- lenzk fræði, íslenzkar bókmenntir og rannsóknir íslenzkrar náttúru. Fjöl- margir eru þeir Þjóðverjar, sem eytt hafa árum æfi sinnar við fræðiiðkan- ir um íslenzk efni. Hafa þeir gefið út fjölda bóka um ísland, sem vél flestar hafa verið þjóð vorri til gagns og sóma, jafnframt því sem þýzkir menn hafa kappkostað að gera is- lenzk fornrit aðgengileg þýzkum les- endum. Hin trygga og bjargfasta vinátta milli þýzkra og íslenzkra manna ætti enn að styrkjast við þessa heimsókn. Frakkar hafa og sýnt oss þann heiður, • að senda hingað herskipið “Suffren” með fulltrúa sína tvo, sinn úr hvorri þingdeildinni: M. Leon Vincent frá fulltrúaþing- inu, og Fernand Lancien frá efri deild þingsins. Sú var tíð, er menning Islendinga stóð með mestum blóma, að tiltölu við nágrannaþjóðirnar, að íslenzkir menn sóttu franskar menntastofnan- ir, sóttu þangað menntun og listræn áhrif. En um skeið hvarf að mestu samband Islendinga við öndvegisþjóð evrópískrar menningar og lista, unz nokkrir franskir ágætir vísindamenn lögðu leið sína hingað á öldinni sem leið. En á síðustu árum, síðan sjón- deildarhringur íslenzkra mennta- manna víkkaði, hverfa fleiri og fleiri íslenzkir upprennandi menntamenn til franskra menntastöðva, og eru hér nú þegar sýnileg áhrif þaðan, t.d. í íslenzkri myndlist. Ágæta vini hefir íslenzka þjóðin eignast meðal Hollendinga, er lagt hafa stund á islenzkar bókmenntir og sögu. Viðskifti Islendinga og Hol- lendinga voru mikil hér á árunum Þá gætti hér ekki siður áhrifa frá Italíu fyr á öldum, er íslenzkir höfð- ingjar og alþýðumenn lögðu leiðir sínar oft og einatt suður yfir Mun- díufjöll og alla leið til Róm. En hér á við slíkt hið sama og um Frakkland. Með auknu viðskifta- og menningarlífi Islendinga, aukast sam- bönd vor við hina fornu, ágætu menn- ingarþjóð. Með forna vináttu í huga ósk um aukna viðkynningu i fram- tíðinni, heilsar hin íslenzka þjóð hin- um ítölsku fulltrúum á Alþingishá- tíðinni, þeim Fausto Bianchi lögmanni og Bach prófessor. -Og síðast en ekki sízt er vert að minnast fulltrúar þeirrar þjóðar, sem á þau meginatriði sameiginleg i sögu sinni og við Islendingar, að vera *i senn ung þjóð og gömul. En svo er um Tjekkó-Slóvaka. öldum sáman voru Tjekkar ófrjáls þjóð, en frelsi sitt fengu þeir um sama leyti og vér. Tvo fulltrúa senda þeir á hátiðina, Jean Malypetr, fyrverandi innanrík- isráðherra, og núverandi forseta neðri málstofu þingsins, og Francois Soukup, fyrv., dómsmálaráðherra og núverandi varaforseta efri málstof- unnar. (Mbl.) Svo er sagt, að það sem mest ein- kenni menningu nútimaus sé hrað- i . mn, hraðinn í hugsun og athöfnum, viðskiftum og samgöngum. Sumum þykir þessi hraðl vera að eyðileggja lífið, ánægju þess og rósemi, og segja að hann geri fólkið taugaveikl- að, óánægt og nautnasjúkt. Aðrir segja aftur á móti að hraðinn sé vottur vaxandi menningar og heil- brigði og að fyrir hans tilverknað hafi skapast hin mestu menningar- verðmæti og einkum velmegun. Menn gera sér jafnframt ýmsar æfintýra- legar hugmyndir um það, hvað verða muni í lífi framtíðarinnar. Enski fræðimaðurinn Haldane, sem Lög- rétta hefir sagt frá nokkrum sinn- um áður, segir t. d., að það sé eng- in fjarstæða að hugsa sér það, að maðurinn nái slíkum hraða og eignist slík tæki til að beita honum, að hann geti komist burtu af jörðinni, til ann- ara hnatta. Hann segir að tilraunin muni vafalaust verða gerð. En fyrstu ferðamennirnir um rúmið milli hnatt- anna muni deyja. En samt sé engin skynsamleg ástæða til að ætla annað. en að mennkomist á aðrar stjörnúr. Hraðinn, sem til þess þarf að sigrast á þyngdarlögmálinu, er 7 mílur ensk- ar á sekúndu á yfirborði jarðar, og á að vera hægt að smíða rakettur, sem ná þeim hraða. Þvi hefir annars helzt verið haldið fram gegn slíkum ráðagerðum, að mannskepnan þoli ekki slíkan ógnar hraða, eða dauð- þreytist á honum. Annar enskur fræðimaður, Eddington, segir aftur á móti að hraðinn, eða hreyfingin þreyti alls ekki. Ef hreyfingin væri þreytandi, ættu allir menn að vera dauðir fyrir löngu, þvi mennirnir snú- ast á jörðinni, eins og á hjólhelti með 20 mílna hraða á sekúndu umhverfis sólina, en sólin ber menn áfram með 12 mílna hraða á sekúndu í sínu kerfi og með því kerfi berumst við enn á- fram með 250 mílna hraða á sek- úndu. Þetta eru annars stjörnufræðilégir útreikningar eða bollaleggingar. En ef athugaður er sá hraði, sem raun- verulega hefir verið náð á jörðinni, kemur ýmislegt furðulegt i ljós, og hefir ýmislegt af því nýlega verið rakið í amerisku tímariti (The At- lantic Monthly). Mesti hraði, sem maðurinn hefir ná í flulgvél, er 357 mílur á klukkustund (Orlebar kap- teinn) og á landi 231 míla í bíl (Sea- grave major). Mesti hlaupahraði í- þróttamanns, sem kunnur er, er rúm lega 14% míla á klukkustund (Nur mi). Vöðvar mannsins, jafnvel hinna æfðustu íþróttamanna, eru því til- i tölulega máttlitlir til hraðafram- ! leiðslu, ekki einungis borið saman | við vélamagn, en einnig borið saman við vöðvakraft ýmsra dýra, jafnvel smáfugla, er sýnast veikir og vesæl- ir. Amerisk dúfa flaug nýlega 300 mílna leið með 71 mílu hraða á klukku stund. Svala flaug nýlega frá Com- ! piégne til hreiðurs síns í Antwerpen (148 mílur) með 134 mílna hraða á klukkustund. Amerískur visinda- maður ók nýlega bíl sínum i Gobie- eyðimörkinni með 50 mílna hraða, en gasella, sem hljóp á undan honum, lék sér að því ’að fara með 60 mílna hraða. Héri hefir verið athugaður á 35 mílna hraða á klukkustund og úlfar á meira en 40 mílna hraða, en þann hraða hafa erlendir veiðihund- ar oft. Það væri fróðlegt og skemti- legt, ef athugulir menn reyndu að rannsaka eftir föngum hraða ein- hverra íslenzkra dýra, t. d. fugla eða smalahunda eða tóu. Af þessu sést það að hraði sá, er manninum var eiginlegur, áður en honum tókst að nota vélahraða, var ekki mikill á móts við hraða ýmsra annara lifandi vera. En nú hefir manninum einu sinni hugkvæmst (Frh. á 7. bls). Frítt við Ásthma og Heymæði Lækningaraðferð sem hrífur undursamlega. REYNIÐ ÞAÐ FRITT Ef þér þjáist af Asthma eða hey- mæði eða eigið erfitt með andardrátt, sendið á augabragði til Frontier Asthma Co. eftir ókeypis tilraun með eftirtektarverða aðferð. Það gerir ekkert hvar þér búið eða hvort þér hafið trú á nokkru meðali undir sól- inni, sendið samt eftir þessari ókeyp- is tilraun. Ef þér hafið þjáðst æfi- langt og árangurslaust reynt alla hluti; jafnvel þó þér hafið misst all- an kjark, þá gefið ekki upp vonina og sendið eftir þessari fríu tilraun. Hún getur sýnt yður hvað fram- farirnar geta gert fyrir yður, þrátt fyrir öll yðar vonbrigði, i leit yðar eftir frelsun frá Asthma. Sendið nú eftir þessari ókeypis tilraun. Þessi tilkynning er prentuð til þess að all- ir þeir sem þjást megi verða aðnjót- andi þessarar framúrskarandi aðferð- ar og gera fyrstu tilraun ókeypis, sem þúsundir viðurkenna að sé stærsti velgerningur í lífi þeirra. Sendið úrklippuna i dag. Bíðið ekki. FREE TRIAL COUPON FRONTIER ASTHMA CO. 2054J Frontier Bldg., 462 Nia- gara St., Buffalo, N.Y. Send free trial of your method to: ! ^ T 1 M B U KA UPIÐ n AF 1 The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton I VERÐ GÆÐI ANÆGJA. SAFNIÐ POKER HANDS Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. < Fyrir þær getið þér fengið dýrmæta muni POKER HANDS KONUR: Aðeins NÝIR BANKA- SEÐLAR gefnir í býttum til baka hjá British Ame- rican Service Stations — sem er aðeins eitt tákn þess hve fullkomið allt er hjá British American fé- laginu. BETRA EFNI BETRI AFGREIÐSLA ÁN VERÐHÆKKUNAR BRITISH AM ERICAN í 24 ár fyrir mynd að gæðum Á HVERJU ÁRI FJÖLGAR ÞEIM SVO ÞÚS- UNDUM SKIFTIR, SEM VIÐURKENNA, * AÐ BRITISH AMERICAN MERKIÐ VORT SJE TÁKN ÞESS AÐ FJE- LAGIÐ VAKI YFIR VELFERÐ HVERS MANNS ER f BíL EKUR. sw cfhe Brit;sh American Oil Co.Limited Super-Poner and Brilish Ameiitdn ETHYL Gusolenes - íuihjient Oite

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.