Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 8

Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. JÚLI, 1930. Fjær oí> Nær Sextíu ára afmæli Manitobafylk- Is var hátíðlegt haldið með ýms- um hsetti víðsvegar í fylkinu i gær. Aðalalthöfnin hér í bænum fór fram frá þinghúsinu og hófst kl. 11.30 f. h., með stuttri guðsþjónustu. Að bermi lokinni flutti forsætisráðherra Canada, W. L. Mackenzie King, ræðu þar sem hann afhenti fylkinu loksins oll 'Qáttúrufríðindi sín til umráða, og ávarpaði siðan forsætisráðherra fylk- isina nokkra frumbyggjendur lands- tos, sem hlotið höfðu heiðurssæti ná- líegð ræðupallinum. Lúðraflokkur- »nn "Princess Pat” lék þama ýmsa þjóðsöngva og fólkið tók undir. — Siðari hluta dagsins fóru fram skemt anir og iþróttir í Assiniboine Park, og að lokum dans um kvöldið úti á Ste- venson flugvellinum. • • • Vér viljum leyfa oss að vekja at- hygli á auglýsingu Mrs. Thor Brand hér á öðrum stað í blaðinu. Er það sérstaklega þægilegt fyrir fólk utan af landi, sem ókunnugt er í bænum og enga kunningja á, en þarf að dvelja hér sér til lækninga, að eiga Völ á jafnágætum stað fyrir sann- gjama þóknun. Mrs. Brand er út- lærð hjúkmnarkona og hefir stund- að hjúkmn um nokkurt skeið við Victoria sjúkrahúsið. Hefir hún beðið Heimskringlu að geta þess, að hún mundi sömuleiðis taka á móti sjúklingum, sem ókunnugir væru, hér á járnbrautarstöðvunum, ef æskt væri eftir og hún væri beðin um það i tima. JtÉÍi • • * T>. K. Bjarnason frá Arborg kom í vikunni hingað til bæjarins, frá De- ROSE THEATRE Phone 88 525 Sargent and Arlington "Thur., Fri., Sat., This Week Another Outstanding Hit (Passed General) 100% Talking 100% Singing 100% Thrilling 100% Entertainment LOIS MORAN ~^Musical ^iavietane loraine, Man., þa» sem hann hafði stofnað nýja deild í Gripasamlag’ Manitoba með 234 meðlimum. Eru í þessum hluta fylkisins einhverjir hinir beztu gripir, sem fáanlegir eru hér um slóðir, og sýnir þessi félags- deildarstofnun meðal annars, að starf semi gripasamlagsins er sem óðast að færast í aukana. Hr. Bjarnason var á leiðinni norður til Swan River í sömu erindagerðum, til að hitta þar nokkra íslendinga að máli. « * * Laugardaginn 12. júlí voru þau Ernest Roy Benson og Muriel May Halstrom, bæði til heimilis í Winni- peg, gefin saman í hjónaband of sr. Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður í Winnipeg. • • • Fundir Mr. Stitt, er í Selkirk kjör- dæmi sækir, eru svo vel sóttir, að út- lit er hið bezta með að hann nái kosn- ingu. Húsfyllir er á hverjum fundi hans. Og eftir því sem kunnugur mað ur segir frá, var á fundi er hann hélt nýverið á Víðir Hall um 70—80 manns viðstatt. Nokkrum dögum áður hélt Mr. Bancroft, gagnsækjandi hans, fund þar, og aðeins 11 manns sóttu fundinri. Það er sem conserva- tívar séu mennirnir, sem eitthvað hafa að segja, sem athygli fólks vekur í þessum kosningum. * * * WILLIAM H. BIRNS, sem er þingmannsefni conservatíva | fyrir Portage la Prairie kjördæmið, er járnvörukaupmaður. Hann hefir J verið borgarstjóri í Portage la Prairie í átta ár. Er mikill íþróttamaður, t. d. einn af beztu “curlers” í Mani- I toba. Mr. Burns sækir nú í hinu gamla j kjördæmi Hon. Arthur Meighen, fyr- j verandi foringja conservatíva flokks- ins og eins af Canada beztu mönn- um. Mr. Burns er og vel látinn af öll- um, sem þekkja hann, bæði í Portage la Prairie og nágrenninu, og verður að sjálfsögðu allvel þekktur í öllu kjördæminu áður en sá mikli dagur, 28. júlí, rennur upp. Þegar Mr. Bennett myndar stjóm- ina, mun hann varla gleyma Mr. Bums, sem einum af fulltrúum Mani- toba. Mr. Burns er háttstandandi með- limur Oddfellow reglunnar, og hefir starfað ótrauðlega fyrir þann félags- skap hér í Manitoba. Hann hefir átt heima í fimtíu ár nálægt Portage la Prairie. En hann er litið eldri, kom þangað barn með foreldrum sínum. m • * A silfurbfúðkaupsdag Jóhannesar og ólafar Christie Added TALKING COMEDY MICKEY MOUSE and “TARZAN THE TIGER” Mon., Tues., Wed., Next Week THE GREATEST AND MOST SPECTACULAR PICTURE OF THIS or ANY OTHER YEAR! DOLORES COSTELLO in “Noahs Ark” Part Talking (Passed General) A Picture That Every Member of the Home Should See (Frh. frá 1. síðuj. ákaflega sterk meðal landa vestra, sn bezt hefi eg þó fundið til þess við banabeð fjölda manna. Það var $ þeirra síðasta ósk, áður en þeir iögðu út á hafið mikla, að þeir fengju að koma við á ættlandinu ástkæra, að þeir fengju að líta það augum einu sinni enn áður en þeir gengju inn i til himnaríkis sælu. Ættarböndin styrkjast, þegar menn finna samúð meðal Islendinga heima. Þjóðræknisfélagið þakkar því þá fögru samúð og skilning, sem hér hefir komið fram í því að treysta ættarböndin og viðhalda frændsem- inni. — Hefir sá vilji glögglega kom- ið í ljós og snortið oss i dag, vegna þess, hve vel oss er fagnað.” — Síðari söng karlakórinn “Þú álfu vorrar yngsta land”. - Var því næst tilkynnt, að þeir gestir, sem ættu til vina eða frænda að hverfa, mættu fara í land um kvöldið, en hinir, sem hefðu aðset- ur í Landsspítalanum, færu heim með morgni. Flykktust menn nú út í varðskipin, sem fluttu alla í land en þótt áliðið væri — klukkan var þá 2 um nóttina, beið aragrúi, fólks á hafnarbakkanum og í næstu götum til að fagna komumönnum og sjá þá stíga á land. Með Montcalm komu þessir full- trúar að vestan á Alþingishátíðina • Senator Peter Norbeck og frú hans, formaður sendinefndar Banda- ríkjanna. Congressmaður Olger B. Burtness, fulltrúi fulltrúadeildar þjóðþings Bandaríkjanna, og kona hans. Friðrik H. Fjózdal, fulltrúi i sandinefnd Bandaríkjanna, og frú hans. Gunnar B. Björnsson, fulltrúi frá Minnesota ríki, frú hans og son- ur. Sigtryggur Jónasson kapteinn og Árni Eggértsson, fulltrúar Can- adaríkis. W. H. Poulson, fylkis- skattstjóri, þingmaður Wynyardkjör- dæmis, fulltrúi fyrir Saskatchewan, frú hans og dóttir. Ingimar Ingjalds- son, þingmaður Gimlikjördæmis á fylkisþinginu í Manitoba, fulltrúi fyr ir Manitoba, og frú hans. Nöfn Vestur-Islendinganna, sem komu með skipinu, verða birt síðar. (Mbl.) Móttökusamkoma í Nýja Bíó i gær. Aborg 13. maí, 1930. Kæru silfurbrúðhjón! Þar sem lasleiki og aðrar kringum stæður hamla okkur hjónum frá að geta verið viðstödd og taka þátt í samgleði þessa heiðursdags ykkar, vonum við að þið séuð þess fullviss, að hugur og hjarta okkar verður ykkur nærstatt; og þær óskir biðjum við blað þetta að bera: a,ð hver ólif- aður æfidagur — sem við vonum og óskum að verði margir — megi verða ykkur heilla- og ánægjuríkur. og að þegar æfihaustið færist yfir, megi það firra ykkur allra frostnótta. Ykkar einlæg, Björg og Grímur Laxdal. Nútíðar “Sleeping Beauty” Rvík 22. júní. Kl. 4 í gær var Vestur-Islendingum þeim, sem hingað eru komnir, stefnt saman í Nýja Bíó. Þar var húsfyll- ir. K. Zimsen borgarstjóri var þar samkomustjóri og bauð í öndverðu gesti velkomna. Karlakór K. F. U. M. var þar og skemti með söng, milii þess sem ræður voru haldnar. Kvæði hafði Þorst. Gíslason ort, er allir sungu undir laginu “Hvað sr svo glatt”. Ræðumenn voru þessir: Einar H. Kvaran, Ag. H. Bjamason, Guðm. Finnbogason og Arni Pálsson. Allir fluttu þeir Vestur-Islendingum þakk- ir, hver með sínu móti, allir með hlýjum og eftirtektarverðum ræðum. Væri vel farið, ef Vestur-Islendingar fengju tækifæri til þess að eignast ræður þessar og hafa heim með sér. Rúm blaðsins leyfir því miður ekki að birta þær hér. Einar H. Kvaran talaði meðal ann- ars um sæmd þá, sem Vestur-Islend- ingar hafa gert íslenzka kynstofnin- um þar vestra, þar eð það er nú í augum Breta og Bandaríkjamanna orðið einskonar aðalsmerki að vera af islenzku bergi brotinn. Fátækir komu Islendingar vestur. En arfur- inn, sem þeir höfðu meðferðis, var islenzk tunga, ísl. bókmenntahneigð, ljóðaást, yfirleitt það, sem bjargað hefir þjóð vorri frá glötun í hol- skeflum aldanna. Er Islendingar fluttust vestur, var það spá manna, að þeir myndu hverfa þar eins og dropi í hafið. En þvi fer fjarri, að sú sp hafi reynst sönn. Þeir hafa aftur á móti ávaxt- að vel þann arf, er þeir höfðu með- ferðis, betur en nokkur veit, sem hefir eigi af því náin kynni. Frá Vesturheimi fá bókmenntir vorar nú þann andlega gróða, sem þjóðin má ekki án vera. Ag. H. Bjarnason lagði aðaláherzl- una á það í ræðu sinni, hve undur- samlega vel þeim hefði tekist Vest- ur-lslendingum að manna þá ungu kynslóð, sem þar hefði vaxið upp. Hann lýsti í fáum orðum hörmung- um og örðugleikum frumbyggjanna. sem byrjað hefðu í bjálkakofum og orðið að líða allskonar mannraunir, drepsóttir, einangrun, hallæri. En ekkert hefði yfirbugað hinn sterka stofn. Og nú væru Islendingar þar vestra óðum að leggja undir sig miklar virðingarstöður á öllum svið- um þjóðlífsins. Guðm. Finnbogason talaði einnig um bókmenntagersemar Vestur-ls- lendinga og lagði út af nokkrum ljóð- stefum, þar sem skáldið meðal ann- ars drepur á, að Vestur-lslendingar væru hálft um hálft gleymdir Islend- ingum heima. En við viðkynningu hyrfi sú óhæfa. Vestur-Islendingar hefðu að vissu leyti farið með utan- ríkismál vor, með því að kynna kosti hins íslenzka kynstofns meðal Vest- urheimsþjóða. Margt hefðu Islend- ingar unnið vestra, margt, sem það- an yrði ekki flutt. En eitt, hið dýr- mætasta, sem þeir hefðu unnið, þann orðstír, sem aldrei deyr, hefðu þeir fært þjóðarheildinni í skaut. Orð Arpa Pálssonar féllu nokkuð á annan veg en hinna. Hann byrj- aði með þvi að þakka Vestur-Islend- ingum fyrir síðast. En talaði síðan um komu þeirra hingað. Um að glöggt gestauga þeirra, sem myndi margt sjá, ekki sízt misfellurnar, um rigninguna, sem hefði mætt þeim, en sem hefði þó það til síns ágætis, að hún gerði sér ekki mannamun, væri ekki hlutdræg. Hann drap á, að mörg mannaverlc myndu þeir hér sjá, og mörg mis- smíði, og að við hér heima myndum hafa gagn af þvi, að þeir gerðu hér nýtt mat á því, sem fyrir augu þeirra bæri. Okkur, sem heima sætum, væri það Ijóst, að við værum nývöknuð þjóð, sem hefðum langan erfiðisdag framundan. Að endingu óskaði hann, að gest- irnir fengju að sjá landið í sól- skrúða, og sagði að beztu menn tryðu því, að sól sannleikans gæti bjargað þjóð vorri á yfirstandandi I erfiðleikatímum. Að ræðum þessum loknum talaði Jónas A. Sigurðsson, forseti Þjóð- ræknisfélagsins. Ræða hans var al- úðleg, hlý, fyndin og snjöll, enda þó hann segðist enn hafa sjóriðu eftir ferðina. Hann gat þess meðal ann- ars, að þó að Vestur-Islendingar hefðu eigi komið samskipa hingað, væri þeirra á meðal enginn flokka- dráttur, er hingað væri komið. Svo mikið sagði hann, aG mörgum komumönnum hefði þott varið í mót- tökumar kvöldið áðui, að þeir hefðu haft orð á því, að j.eim fyndist sú kvöldstund líkari draum en veru- leika. Að endingu var sunginn þjóðsöng- urinn. (Mbl.) J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, B^tteries, Etc. THOMAS JEWELRY CO. Crrsmiði er ekki lærð á einu eða tveimur árum. 25 ára reynsla sannar fullkomna þekkingu. Hrenslun $1.00 Fjöður $1.00 Waltham trr $12.00 Póstsendingar afgreiddar tafar- laust. CARL THORLAKSON úrsmiður. 627 Sargent Ave., Winnipeg MRS. THOR BRAND 726 VICTOR STREET WINNIPEG tekur á móti sjúklingum (con- valecent patients) og annast um þá á heimili sínu. Talsími: 23 130 Mjög lágt verð á gasi Sjóðandi heitt vatn æfinlega til á AUTOMATIC GASHIT- UNARVJELINNI. Með þessu fyrirkomulagi lækkið þér nær um helming gas- reikninginn yðar. Notið þetta tækifæri þegar í stað. Símar: 842 312 eða 842 314 Winnipeg Electric Company “Your Guarantee of Good Service” Fjórar búðir:—Poæer Building, Portage and Vaughan St. 1841 Portage Avenue, St. James Marion and Tache, St. Boniface. 511 Selkirk Avenue. PEDLAR’S VÖRUR Á VERKSMIÐJUVERÐI Hin tröllauknu verksmiðjuáhöld vor, gera oss mögulegt að selja vörur vorar á eins lágu verði, og mögulegt er að hugsa sér á fyrsta flokks fram- leiðslu,- Miklar birgðir af eftirtöldum vörum eru í geymsluhúsum vorum: PEDLAR’S NU ROOF CORRUGATED IRON METAL SIDINGS EAVETROUGH CORNER BEAD METAL LATH METAL SHINGLES METAL CEILINGS CONDUCTOR PIPE TONCAN CULVERTS WELL CURBING, Etc. Skrifið eftir upplýsingum og verði. THE PEDLAR PEOPLE LIMITED Winnipeg Office & Factory—599 Erin Street Branches:—Regina, Calgary> Edmonton, Vancouver HEAD OFFICE — OSHAWA Ont. Vote Conservative For Better Business CONSERVATIVE POLICIES AND LEADERSHIP WILL BRING BACK PROSPERITY TO CANADA ELECT KENNEDY For Winnipeg South-Centre WILLIAM W. KENNEDY K 3íinn töfrandi nútímaprins: “Hve sætt hún sefur! Uss-s-s! Vekið hana ekki. frambjóðandi Conservatíva íj í Mið-Winnipeg syðri. ,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.