Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA WINNIPEG 16. JtrLl, 1930. HEIMSKRINCLA Hcímakringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 8S3 og 885 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. AOar borganir sendist THE VlKING PRESS LTD. SIGFOa HALLDÓRS frá Höfnu-i Ritstjórl. Vtanáskrift til blaðsirs: Uanager THE VIKING PP.ESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til rKstjórans: EDITOR HEI y SKRINGLA 853 Sargent A je„ Winnipeg. "Heimskringla” is published by t-nd printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'rrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 Þessum ullarverksmiðjum öllum, og ótal fleiri hefir verið lokað á árunum 1923—1927. Bygg- ingarnar standa enn, og áhöldin eru flest ennþá i þeim. En þær eru ekki starfandi. Þær eru að- eins minnismerki um hjálpsemi Kingstjórnarinn- ar i iðnaðarrekstri landsins. Og eins margar ullarverksmiðjur eða fleiri, WINNIPEG 16. JÚLI, 1930. Sitt af hverju um Kingstjdrnina i. Vegna þess hve Kingstjómin náði i mörg þingsæti úr Vesturfylkjunum þremur við kosn- ingamar 1926, hefir mjög mikið verið um það skrifað i stjómarblöðunum, að það sýni, hve ‘‘andlegi skyldlleikinn”, eins og t.d. Lögb. kemst að orði, sé auðsær milli Kingstjórnarinnar og í- búa Vesturlandsins. Hún á að eiga skoðanir manna hér vestra með gögnum og gæðum, og því sé Jmð eðlilegt, að hún hafi yfirfljótanlegan meirihluta þingmanna héðan. En hvað er um atkvæðin, sem í hlut King- stjómarinnar féllu ekki í þessum áminnstu kosn- ingum? I Vesturfylkjunum þremur (Manitoba, Sask. og Alberta) voru 200,000 atkvæði greidd conservatívum. Aðeins einn Conservative náði kosningu, Mr. Bennett i Vestur-Calgary. Allir hinir flokkamir til samans hlutu 400,000 atkv., en náðu eigi að síður í 53 þingsæti. Einn þriðji allra atkvæða var því á móti Kingstjórninni. Hún er því ekki i “andlegum skyldleika” við alla í Vesturlandinu, og ekkert líkt því, þó þing- sætin telji hún sér öll þaðan nema eitt. 1 Quebecfylki, þar sem Kingstjómin krækti í 61 þingsæti af 65 alls i þessum sömu kosning- um, var einnig 40 af hundraði allra atkvæða greitt Conservatívum. Ennfremur voru í öllu Canada 1,476,000 atkvæði greidd Conservatívum, en 1,361,000 með liberölum. Samt hafði King- stjómin 25 fleiri þingsæti. Eins og allir sjá, situr þvi Kingstjómin við völd með minnihiuta allra greiddra atkvæða. Hvernig stendur á þessu? Það er öllum ljóst að þetta er i fyllsta máta óeðlilegt og óréttlátt. Astæðumar fyrir því em þær, að undireins og Kingstjómin náði vöidum 1921, brytjaði hún kjördæmin þannig upp með nýrri kjördæma- skiftingu, að atkvæði kjósenda fengu engu ráð- ið um það, hvemig þingsæti skiftust milli flokk- anna. Kingstjómin lét með öðrum orðum það verða eitt sitt fyrsta spor, er hún komst til valda, að ónýta atkvæðisrétt kjósenda, hinn helga rétt þeirra sem frjálsra borgara í einu mesta þegnréttindalandi heimsins. Vei hverjum, er slíkt dirfist að hafa í frammi. Og illa hafa Is- lendingar þá misst "móðinn”, ef þeir þora ekki að mótmæla "andlega skyldleikanum” við ann- að eins og þetta, 28. júli. / n. Þannig var nú fyrsta spor þessarar hræsnis- fyllstu stjómar, sem hér hefir nokkru sinni ver- ið við völd. En þó nógu illt væri, er það þó ekki nema lítið brot af öllum hennar verknaðarsynd- um. I Lögbergi er síðastliðna viku minnst á aðstoð “þá hina miklu”, er Kingstjórnin hafi veitt iðn- aðarstarfsemi landsins. Já, það er nú hlutur, sem um er vert að ræða! Héma eru nöfn nokk- urra ullarverkstæða, er Kingstjórnin hjálpaði að vísu — en ekki til að lifa, heldur til að deyja. Þær hafa allar orðið að hætta störfum, vegna ívilnunar og aðstoðar, sem Kingstjórnin hefir veitt stofnunum sömu tegundar í öðrum lönd- um, til að eyðileggja heimamarkaðinn (i Can- ada) fyrir þeim. Verksmiðjurnar eru: Canadian Western Woolen Mills, Vancouver, B. C.; Ren- frew Woolen Mills, Renfrew, Ont.; Gulf Textiles Ltd., Isle Verte, P.Q.; Amherst Woolen Mills, Amherst, N.S.; Ernestown Woolen Mills, Odes- sa, Ont.; Hawthome Mills Ltd., Carleton Place, Ont.; Pembroke Woolen Co., Pembroke, Ont.; T. H. Taylor & Co., Chatham, Ont.; Harris & Co., Rockwood, Ont.; Boyd, Caldwell & Co., Apple- ton, Ont.; Boyd, Caldwell & Co., Lanark, Ont.; Randle Bros., Meaford, Ont.; Shawville Woolen Mills, Shawville, P.Q.; Harriá Bros., Owen Sound Ont.; Kollies Ltd., Kingston, Ont.; Albert E. Morrison, Brownsbury, P.Q.; Clarke Blanket Co., Dundas, Ont.; Philip Dontigny, Arnprior. Ont.; O’Hare & Sons, Midland, Ont.; Baltimore Woolen Mills, Baltimore, Ont.; Madoc Woolen Mills, Madoc, Ont. I starfa aðeins að hálfu leyti. Ætlum vér ekki að I j þreyta lesarann á að telja þær allar upp. Það er nógu slæmt til þess að vita, hvernig fyrir þessari iðnaðargrein er komið, þó ekki sé verið að skaprauna sér frekar með því, að lesa allt það syndaregistur Kingstjórnarinnar. En sök sér væri nú, ef hér mætti staðar nema, og aðmr iðnaðargreinar landsins hefðu ekki orðið fyrir þessu sama skakkafalli. En það er nú öðru nær en svo sé. Það má sömu rauna- söguna — stundum jafnvel nokkuð verri — segja af sextíu af hverjum hundrað öðrum iðnaðar- greinum landsins. Og Kingstjórnin er svo sem ekki enn af baki dottin með að “hjálpa” canadiska iðnaðinum á- fram. Með ívilnunartollinum brezka, sem á síð- asta þingi var að Iögum gerður, er hann að reyna að reka síðasta naglann í líkkistu iðnaðarins i Canada. En skyldi ekki einnig geta farið svo, að það yrði síðasti naglinn í líkkistu Kingstjórnar- innar sjálfrar? III. Um það leyti sem liberalar tóku hér við völd- um 1921, var stríðinu mikla og afleiðingum þess — í bráðina að minnsta kosti — að miklu leyti lokið, sem og ekkert sannar betur en það, að Mr. King var þá kominn til Canada aftur; en eins og menn muna, var hann ekkert elskur að Canada á stríðsárunum. — Var þá almennt svo litið á, að nú færi allt að jafna sig eftir stríðið, og til áranna, sem í hönd fóru, horfðu menn bjartsýnir og vondjarfir. Mr. King lofaði þá líka i kosningunum niðurfærslu á sköttum með öðru góðu, enda var ástæða til að gera ráð fyrir þvi. Og Kingstjórnin heldur jafnvel enn, að hún hafi efnt það loforð, því hún heldur þvi fram i þessum kosningum. En hvað er nú sannleik- urinn í því? Ef maður tekur síðustu sex stjórnarár Con- servatíva í Canada, árin frá 1916 til 1921, og leggur saman skattana á þessum árum, verða þeir samtals $1,392,180,308.00. Þetta er óneit- anlega mikil upphæð, þó jafnvel sé um sex ár að ræða, og þau ár væru vegna stríðsins ein hin þyngstu búsifjaár þessarar þjóðar, sem flestra annara þjóða heimsins. ’> Ef við athugum nú á sama hátt síðustu sex ár Kingstjómarinnar, árin 1925—1930, verðum við þess varir, að skattarnir, sem hún leggur á þjóðina, nema $2,105,840,353.00. Það vantar lít- ið á að vera helmingi meira, en sex síðustu ár conservatíva. Kingstjórnin leggur þannig á sex friðarárunum $713,000,000 hærri skatt á þjóðina en conservativar gerðu á jafnmörgum árum, þegar landið horfðist í augu við eitt hið geig- vænlegasta strið, er veraldarsagan getur um. Og árið 1929 er skattur Kingstjórnarinnar fylli- lega helmingi meiri en árið 1918, er var síðasta og kostnaðarsamasta stríðsárið. Mackenzie King hefir því þannig efnt loforð sitt í kosningunum, um skattalækkunina, að hann hefir sogið út úr canadisku þjóðinni meira en $100,000,000 hærri skatt á hverju af þessum sex árum, en skattar voru hér áður. Þessar tölur eru teknar úr skattaskýrslum stjórnarinnar, sem vér efumst ekki um að Lög- berg hafi haft við hendina og athugað, er það smíðaði greinina um, “að Kingstjórnin hefði efnt hvert einasta kosningaloforð sitt”! Hvað gerði stjórnin við þessa peninga? Auk þessara $713,000,000 skatthækkunar, tók hún einnig inn undir sama lið $147,000,000 á þessu sama tímabili í rentu af lánum, sem veitt voru, sem alls gerir skatttekjur hennar um $860,000,000 til að lækka með þjóðskuldina, sem Lögberg segir að conservativar hafi sökkt land- inu i ? En nú er það ekki gert þó svo hefði átt að vera. Allt sem af þjófískuldinni er borgað öll árin, sem Kingstjómin hefir verið við völd, eru samkvæmt fjármálafrumvarpi Dunnings aðeins $257,000,000. Hvar er afgangurinn, $603,000,- 000? En viðvíkjandi þessari lækkun þjóðskuldar- innar, ber á það að líta, að eftir að King tók við völdum hækkaði skuldin upp að árinu 1925 um 170 miljónir dala hjá honum sjálfum . Verður þá lækkunin frá árum conservatíva einar 84 miljón- ir, og er í þeirri upphæð meðtalið allt varasjóðs- fé, sem lagt hefir verið fyrir. Nemi það helm- ingi þessarar upphæðar, hafa 40 til 50 miljónir alls verið borgaðar af þjóðskuldinni, á öllum stjórnarárum Kings. Af 400,000,000 dala árs- tekjum, hefir Kingstjórnin því borgað skitnar 4 til 5 miljónir dala á ári niður í þjóð- skuldinni. En hundrað milljónir dala hækk- ar hún árlega skattana. Vissulega hækkaði þjóðskuld Canada i tið conservatíva, en hún hækkaði ekki að öðru eða meira leyti en þvi, er stríðsskuld landsins nam. Og þrátt fyrir þann ófyrirséða bagga, er conservatíva stjóm- in varð með stríðsskuldinni að binda sér á herð- ar, tók hún ekki eitt einasta cent að láni á stríðs- árunum, án þess að gera samáinga um, að þau lán væru aftur borguð, með sköttum, sem auð- vitað varð að leggja á þjóðina. Og hvemig að þeir skattar voru lagðir á þjóðina, sýnir ein- mitt bezt, hve vitrir og stjórnspakir menn fóru þá með völdin, þvi með öllu því fé, sem inn þurfti að ná til að mæta árlegri greiðslu á þeim skuldum, komu stríðsskattarnir þannig niður á þjóðinni, að hún fann enga ástæðu til að kvarta undan þeim. King gerði ekki eina einustu ráð- stöfun þessu viðvíkjandi og hafði ekkert af striðsmálunum að segja, að öðru leyti en því, að innkalla þessa skatta, eftir að hann komst til valda, að svo miklu leyti, sem á innköllun við það þurfti að halda. I raun og veru var hún engin, og hans starf og strit var það eitt, að taka við því sem inn kom. Nei — mitt kæra Lögberg! King hafði annað að gera á stríðsárunum, en að berjast með og fyrir hagsmunum þessa lands. Hann var, á sjálfum stríðsárunum, að reikna það út með Rockefeller, hvemig hægt væri að koma verka- mönnum hans í þann bobba, bæði á stríðsárun- um og eftir þau, að þeir yrðu fegnir að taka það kaup, er þeim kumpánum þóknaðist að gefa þeim! Vér nennum ekki að vera að því að þessu sinni, að þýða bréf það, er birt var í blaðinu “The Canadian” 28. júni s.l., frá King til Rocke- fellers, er heldur óþyrmilega lýsir striti Kings við þetta, en látum oss nægja að vísa til þess. En öll afstaða Kings til verkamanna verður að mun skiljanlegri af því bréfi. ö-nei. King bar annað meira fyrir brjósti á stríðsárunum en þetta land. Og það er hálf bros- legt að hlusta á liberal máltólin segja frá þvi, að King hafi komið stríðsmálum Canada til bjargar, með landflótta hans eins ferskan í með- vitundinni og mönnum er hann ennþá. Heill Canada hefði verið meiri, ef King hefði haldið áfram að reikna með Rockefeller syðra, hvernig hægt væri að flá verkamanninn launum, en hefði ekki hingað komið. IV. Framfærslueyrir í Canada átti heldur en ekki að lækka, er Kingstjórnin var tekin við völd- um. Það var eitt af hennar kosningaloforðum. Hvernig hefir það loforð verið efnt? Verka- máladeild stjórnarinnar heldur reikning yfir framfærslukostnað i landinu. Verkamálaráð- herra Kingstjórnarinnar sjálfrar, Hon. Peter Heenan, segir oss frá í skýrslu sinni um þessi efni, að árið 1922 hafi framfærslukostnaður einn ar fjölskyldu (5 manns) verið $20.87 'á viku. Ár- ið 1924 er hann $20.70. Arið 1928 er hann $21.27 en árið 1929 $21.61. Samkvæmt þessari skýrslu ber verkamálaráðherra Kingstjórnarinnar og ráðgjafa Kingstjórnarinnar að “Lögbergi” ekki saman um framfærslukostnaðinn. Mr. Heenan segir hann hafa hækkað. Lögberg segir hann hafa lækkað. Manni er því óhætt að fullyrða, að annarhvor segir ekki satt. Hvor það er, læt- ur Heimskringla íslenzka lesendur dæma um sjálfa. V. Það mætti með nokkurri sanngimi ætla, að þar sem Kingstjórnin hefir hækkað skatta um rúmar hundrað miljónir dala á hverju ári i s.l. sex ár, hafi hún haft þeim mun meira ráðrúm til að taka höndum saman við fylkin, og hefði heldur aukið tillag sitt til þeirra en minnkað. En raunin hefir orðið allt önnur. Eitt af gerð- um conservatíva stjórnarinnar, meðan hún var við völd, var að reyna á allan hátt að efla það, sem til framfara horfði fyrir þjóðina með þessu. Með það fyrir áugum byrjuðu þeir að veita fylkjunum fé til vegabóta, til búnaðarfræðslu, til að stofna sjóð til hjálpar atvinnulausum mönnum, bæði heimkomnum úr stríðinu og öðr- um, til almennrar hagnýtrar fræðslu (technical education þp- o. s. frv. Flest af þessu hefir nú verið lagt niður, styrkurinn afnuminn. Síðasta árið, sem conservatívar voru við völd, nam styrkur stjórnarinnar til fylkjanna $6,700,000 meira, en styrkur Kingstjómarinnar síðastliðið ár. En látum það al!t vera. Hitt þykir fylkjun- um líklega ennþá v'rra, en þó þau hafi verið svift nokkrum styrk, hvernig samvinnuandi stjórnarinnar er nú í þeirra garð. Yfirlýsing Kings um það á síðasta þingi, að ekki skyldu 5 cent veitt nokkru fylki, er conservatíva stjórn hefir, bítur höfuðið af allri skömm hans sem stjórnarformanns. Fyrir fylki eins og Ontário- fylki, er skattabyrði landsins ber I svo rífum mæli, er það heldur súrt á bragðið, að fá annað eins framan í sig. Og sambandsþingmönnunum er það ekki láandi, þó þeir reyndu að koma King til að roðna fyrir þessa opinberu fram- komu hans gagnvart fylkjunum. VI. Viðskifti Canada við önnur lönd eru flestum kunn. Canada hefir þar orðið fyrir stórum við- skiftahalla í ár. Er þar ekki aðeins átt við Bandaríkin, Bretland, Astralíu,, heldur einnig! 1 Frakkland. Hvað er það nú, sem svo er dýr- j mætt þangað að sækja, að þess væri vert, aö opna þvl markað hér með mikilli ívilnun ? Um j 200 vörutegundir eru á tollívilnunarskránni. Ein þeirra er diethysulphonadimethylmeteham. Er i oss sagt að eiginlega sé þetta svefnduft. önn- ur vörutegundin er: monomethyl- paramidocresol; þriðja er: tetrame- thyldiamidebenzophenone; sú fjórða: tetrachlorophthalic o. s. frv. Heims- kringla verður að biðja lesarann að spyrja næsta liberalann, sem hann mætir, hvemig eigi að bera þetta fram og hvað það í raun og veru sé. 1 staðinn fyrir að fá þetta dýrmæti frá Frakklandi, átti að selja Frökk- um aðallega hveiti, segja liberalar oss nú, því vörur verður að borga, með vörum, eins og leiðtogi þeirra hefir sagt. En Frakkinn hefir víst. reynst Kingstjórninni slungnari 5 kaupsamningunum, því nokkru seinna hækkar hann toll á canadisku hveiti upp í 75 eða 80 cent á hverjum mæli. Canada situr því með hveiti sitt ó- selt, en verður að borga fyrir þetta “franska ágæti” í gulli!. Er nú nokkuð annað hægt um þetta að segja, en það sem J. A. Clark þing- maður sagði á síðasta þingi, “að þetta séu þau lélegustu viðskifti, er hann hafi nokkurntíma orðið var við, að gerð hafi verið í allri stjórn- arsögu Canada.” (Þingtíðindi 1929, bls. 873.) vn. “Hugsjónir frjálslynda flokksins — — — sameinast í meginatriðun- um hugsjónum Vesturlandsins, eða hugsjónum æskunnar-----------” segir Lögberg s.l. viku. Ja, það má nú segja! #Lögberg hittir vanalega nagl- ann á höfuðið! Það er ekki lítill frelsis- og æskubragur á bóndanum í Vesturlandinu á þessum tímum, út af velmeguninni, sem hann hefir átt við að búa undir stjórn Kings! Því skyldi hann hafa þurft að hætta öllu æskusprikli, þar sem hann hefir haft svo lítið fyrir lífinu? Það hef- ir verið sagt, að ekki sé öll vitleysa eins, en nauðalík virðist þessi vit- leysa vera öðrum Lögbergsvitleys- um. Og eitthvað svipaður mundi að líkindum dómur aðstoðar-búnaðar- málaráðgjafa Kingstjórnarinnar, ef hann ætti kost á að lesa Lögberg, en sem hann góðu heilli kemst hjá. Mr. J. H. Grisdale sendi bændum bréf fyrir skömmu, er lýsir hvernig hann skoðar atvinnuvegi þeirra komið, og er bréfið á þessa leið: "Þér munuð flestir, að einhverju leyti að minnsta kosti, hafa kvik- fjárrækt með höndum, og vér efum ekki, að yður mun vera annt um að atvinnuvegur yðar blóíngist og að Canada haldi hlut sínum, eins langt og til þess atvinnuvegar nær, óskert- um á heimsmarkaðinum. En sann- leikurinn er sá, þó leitt sé frá að segja, að Canada er að tapa á þessu sviði. Til dæmis flytur Canada nú hvorki út egg né smjör. Sömuleiðis mjög lítið af hænsna- og sauðakjöti. trtflutningur á lifandi nautgripum fer mjög rýrnandi, og nautakjöt má einnig heita að sé úr sögunni sem út- flutningsvara. Svínakjöt, sem fyrir fáum árum var flutt út í stórum stíl, er nú sem næst horfið, og með ost er því eins farið. Þetta hörmulega ástand þessa at- vinnuvegar, er stjórnardeild vorri mikið áhyggjuefni, og að það skuli geta átt sér stað, er þeim mun um- í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýma pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veiklpðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið bangað. hugsunarverðara, þegar þess er gætt, að mikill hluti þjóðarinnar er bænd- ur, og það í landi, sem óneitanlega hefir f sér fólgna óteljandi mögu- leika til reksturs þessum áminnstu atvinnuvegum, auk margra annara.” Það átti ekki við að aðstoðarráð- gjafinn færi lengra út i þessar sak- ir. En á það er vert að benda, eigi að síður, í þessu sambandi, að árið 1929 voru fluttar inn í Canada frá Bandaríkjunum búnaðarvörur, sömu vörumar og þessar áminnstu, svo að nam $300,000,000, sem auðvitað stein drap heimamarkaðinn hér, og þar af leiðandi þenna atvinnuveg bóndans. Eftir þessar aðfarir, er ekki að furða, þó Lögberg sjái ljós æskunn- ar lýsa upp allt Vesturlandið af brá þjakaðs og kúgaðs bóndans, undan stjómarfargani Kings! Conservatív- ar trúa þvi, að Canadamenn hafi átt þenna heimamarkað, en engir aðr- ir. VIII. Liberalar hafa verið að reyna að gera ummæli Mr. Bennetts um Hud- sonsflóabrautina hlægileg. Mr. Ben- nett vék að þvi, að það liti út fyrir að braut þessi yrði ekki fyr en seint og síðarmeir opnuð til reksturs, af liberölum. Lagningu brautarinnar er nú lokið. Og eftir hverju er verið að bíða ? Þegar King komst til valda 1921, var Iagningu brautarinn- ar komið það langt, að aðeins 92 mílur voru eftir til Port Nelson. Nú hefir ’King loksins lokið við brautina, en til Fort Churchill, sem er að vísu nokkru lengra. En hvers vegna að ekki má byrja á að starfrækja hana. er ráðgáta. Og hvað er líklegra en að það bíði stjórnar þess flokks að gera það, sem byrjaði á lagningu hennar, og hefir byggt hana alla, að þessum stutta spotta undanteknum, Þér fáið virði peninga yðar ef þér kaupið Buckingham vindlinga. Buckingham vind- lingar eru kaldir og beztu vindlingarnir, er hægt er að fá; ávalt með sínu upprunalega töfrandi bragði. Mjúkir og ilmgóðir, svo allir dást að. Hver vindlingur vekur nýja ánægjutilfinningu hjá hverjum sem reykir. Buckingham eru rétt búnir til og geymdir eins og þarf með frá framleiðslustaðnum tii neytandans, í sérstaklega góðum umbúðum. Buckingham vindlingar eru óbrigðulir að efni. Tóbakið, sem þeir eru búnir til úr, er svo gott, að ofdýrt er til þess að vér getum iátið nokkra miða eða premíur í pakkana. Þess vegna segjum vér — engir miðar — allt efni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.