Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.07.1930, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. JtrLI, 1930. “Bandaríki Evrópu” A þingi Þjóðabandalagsins í fyrra hóf Briand umræður um Bandariki Evrópu. Mörgum þótti það stór- merkur viðburður, því Briand leiddi þá þetta mál inn á nýja braut, frá draumalandi hugsjónamanna inn á verksvið rikisstjómanna. — Briand bauð á þinginu í fyrra fulltrúum Ev- rópuþjóða á fund sinn, til þess að ræða málið. Þeir fólu Briand að senda ríkisstjórnunum fyrirppurnir, þar sem spurt væri um álit þeirra viðvíkjandi væntanlegum bandaríkj- um eða bandalagf. Briand sendi nýlega þessar fyrir- spurnir til stjóma alla Evrópuþjóða, sem em í Þjóðabandalaginu. Hann gerði um leið nánari grein fyrir hug- imynd sinni. Briand gerir ekki ráð fyrir, að Ev- rópuþjóðir geti þegar í stað stofnað bandariki eins og t. d. Bandarikin í Ameríku. En Briand leggur til, að Evrópuþjóðir stofni bandalag með svipuðu skipulagi og Þjóðbandalagið. Evrópubandalagið ætti svo ef til vill að geta orðið byrjunin að bandaríkj- um Evrópu. Briand ætlast til að Evrópubanda- lagið hafi fulltrúaþing, skrifstofur og ráð, eins og Þjóðbandalagið. Evrópu- bandalagið á að vinna að úrlausn mála Evrópuþjóða, reyna að efla frið, eindregni og samvinnu milli þjóð- anna í álfunni. Seinna ætti svo að vera hægt að komast lengra á þess- ari leið. Briand leggur áherzlu á það, að stofnun Evrópubandalags megi ekki skerða sjálfstæði hinna einstöku ríkja og að bandalagð megi ekki veikja Þjóðbandalagið. Evrópubandalagið á að verða einskonar undirdeild Þjóðbandalagsins, ekki keppinautur þess. Briand hefir beðið rikisstjórnimar að svara ýmsum fyrirspumum við- vikjandi skipulagi og verksviði vænt- anlegs Evrópubandalags. Svörin eiga að vera komin til Briands fyrir 15. júlí. Málið verður svo rætt í Genf í september, og þá ef til vill ákvarð- anir teknar viðvíkjandi stofnun bandalagsins. Briand vonar að það geti tekið til starfa á næstkomandi ári. — Hér hefir oft áður veríð minnst á, hvað veldur því, að Evrópuþjóðir hugsa nú meira en áður um stofnun bandaríkja. I fyrsta lagi er það hættan frá öðrum heimsálfum — barátta Asíuþjóða á móti Evrópu- þjóðum, og vaxandi fjármálayfirráð Bandaríkjanna í Ameríku. Þar við bætist, að deilurnar milli Evrópu- þjóðanna draga úr mætti þeirra og geta fyr eða síðar valdið því, að strið hefjist og alt fari í auðn í álfunni, ef friðurinn verður ekki fulltryggður í tækan tíma. Menn verða að gera sér grein fyr- ir núverandi ástandi í Evrópu, til þess að skilja, hvers vegna Briand hefir borið fram framannefndar til- lögur sinar einmitt nú, og hvemig þeim muni verða tekið. Stærstu deilumál Frakka og Þjóðverja voru jöfnuð að mestu leyti á Haagfundin- um í fyrra, og nú em þau leidd til lykta að fullu.. En eftir Haagfund- inn í fyrrasumar var fyrirsjáanlegt, að gagngerðar breytingar mundu verða á bandalögum milli stórþjóð- anna . Gömlum bandalögum var slit- ið og líkur til að ný jnyndist. Eng- lendingar slitu gamla bandalaginu við Frakka, og samvinna hefir nú tekist milil Englendinga og Banda- ríkjanna. Englendingar vilja sem minnst afskifti hafa af deilumálum þjóðanna á meginlandi Evrópu. — Utanríkisstefna yfirannu þjóðanna beinist meira og meira í þá átt, að knýja fram endurskoðun á þeim frið- arsamningum, sem þær voru látnar undirskrifa að ófriðnum loknum. En Frakkar og bandamenn þeirra (Litla bandalagið o. fl.) spyrna á móti end- urskoðun. Aðstaða Frakka er nú veikari en áður, þar sem Englending- ar hafa snúið við þeim bakinu. Allt þetta á vafalaust mikinn þátt í því, að Briand hefir borið fram til- lögumar viðvikjandi stofnun Evrópu- bandalags. Merkur franskur stjórnmálamað ur, Henri de Jouvenel, skrifaði ný- lega grein um Bandaríki Evrópu. Jouvenel telur allar horfur vera á því, að stórstríð sé í aðsígi i Evrópu, og að það muni ríða menningu Év- rópuþjóða að fullu. Hann telur upp alvarlegustu deiluefnin í álfunni: Austurríkismenn halda fast við kröf- una um að Austurríki sameinist Þýzkalandi. Ungverjar, studdir af Mussolini, heimta landamærum Ung- verjalands breytt. 1 Makedóníu eru endalausar cleilur og flokkavíg milli Serba og Búlgaríu. Þjóðverjar hugsa stöðugt meira um breytlngar á landa- mærum Þýzkalands og Póllands. Samkeppnin milli Frakka og Itala fer sívaxandi. Og loks nefnir Jou- venel hættuna frá Rússlandi. Jouvenel álitur að Evrópuþjóðir séu að skiftast í tvo flokka, með eða móti breytingum á núverandi landa- mærum í álfunni. Þetta hafi sann- fært Briand um það, að stofnun Bandaríkja og afvopnun sé eina hjálpræðið. Tillögur Briands hafa fengið dauf- arviðtökur í Englandi. Mestur hluti Bretaveldis liggur í öðrum heims- álfum, og hefir því annara hagsmuna að gæta en Evrópuþjóðir. “Times” segir að Englendingar muni varla taka þátt í bandalagi Evrðpuþjóða, þótt það verði stofnað. En náttúr- lega gætu þjóðirnar á meginlandinu stofnað bandalag án þátttöku Breta. Mest veltur á Þjóðverjum og Itöl- um um örlög tillaga Briands. — Þýzk vinstriblöð taka tillögunum vel, en blöð miðflokkanna og hægrimanna taka þeim fálega. — Tillögur Briands hafa vakið tortryggni í Italiu og víða í Þýzkalandi. Italir og margir Þjóð- verjar halda, að tilgangur Briands með þessum tillögum sé sá, að efla vald Frakka. Afstaða Þjóðverja og Itala til málsins verður því mikið undir því komin, að Frökkum takist að út- rýma þessari tortryggni. Stofnun bandalags með Evrópu- þjóðunum verður því vafalaust mikl- um erfiðleikum bundin, og er hætt við, að ekki verði komist langt í þetta sinn. En það er þó þýðingar- mikið, að tilraunin er nú gerð. Til- raun Briands er glöggur vottur þess, að valdamiklum stjómmálamönnum er nú orðin ljós nauðsyn samtaka og friðar með þjóðunum í álfunni. Sennilega ætti Briand að geta komið því til leiðar, að þjóðirnar á meginlandinu stofni einhverskonar bandalag, þótt það verði fyrst um sinn varla til annars en að ræða vandamál Evrópuþjóða. En þetta væri þó strax betra en ekkert — og gæti orðið upphafið að meiru. (Lesb. Mbl.) FRÁ fSLANDI Rvík 17. júní. Séra Stefán M. Jónsson fyrrum prestur á Auðkúlu andaðist á heim- ili sínu í nótt, 78 ára að aldri. Hann hafði látið af prestskap fyrir nokkr- um árum og dvalist hjá syni sínum, séra Birni á Auðkúlu. Siglingar og landnám fornmanna Eftir Vilhjálm Stefánsson. Tvö stórmerk æfintýri eru tengd siglingum Islendinga. Annað er fundur landsins sjálfs. Hitt landa- fundimir, sem þaðan urðu. Litill vafi er á því, að það var Nor- egur, en ekki Island, sem Pytheas, mesti landkönnijður fomaldarinnar, sigldi til, um það leyti sem Alexand- er mikli var að leggja undir sig Asíu meira en þrem öldum fyrir Krists- burð. Hann hafði til farar sinnar æði stór og góð sjöskip, sem notuð voru umhverfis Miðjarðarhafið, og þekkt eru af frásögnum fomaldar- höfunda. A slikum skipum hefði mátt komast til Islands, ef þangað hefði verið stefnt. Að visu er Is- land lengra frá Skotlandi en Noreg- ur, en hvorttveggja er úthafsför, langt úr landssýn. Fáir draga nú á dögum í efa frá- sagnir lærða, irska múnksins Dicuil, um að landar hans hafi hafst við á íslandi kringum árið 795, en aftur er sú skoðun, sem víða verður vart í bókum, að Irar hafi komið til lands- ins á húðkeipum, næsta fjarstæð. Þeir hljóta að hafa haft bæði allstór og hraðskreið skip undir seglum og árum. Skip þesrra hafa að minnsta kosti verið eins góð og þau, sem Pytheas hafði, eða hví skyldi ekki svo vera þijsund árum eft r hans tíma? Hvað- anæfa úr heiminum berast sannanir fyrir því, að sjófarir eigi sér fornari uppruna en áður var haldið. Einn liðurinn í þeim sönnunum kemur frá Islandi. Því vér eigum að vera sann- gjamir í öllum greinum, og þess vegna væri rangt að eigna íbúum Miðjarðarhafslandanna einum þann heiður, að hafa átt skipakost i grárri forneskju. Og þótt vér séum hreykn- ir af að geta rakið ættir vorar til hinna fornu víkinga, þá væri samt jafn ósanngjarnt af oss, að halda því fram, að siglingar um úthöfin hafi ekki þekkst fyr en á víkingaöldinni. — Þær hafa þekkst þúsund áram áð - ur. Oss norrænum mönnum, sem fund- um Grænland á tíundu öld, og áttum síðan skifti við það og Ameríku nokkrar aldir, þykir ótrúlegt að Col- umbus, sem svo var kunnugur fræði- mönnum rómversku kirkjunna-, hafi ekki heyrt um Grænland og löndin þar fyrir vestan. Jafn ótrúlegt er1 hitt, að Norrænir menn, sem réðu á írlandi fyrri hluta níundu aldar, hafi ekki heyrt þar um fund Ira á Islandi, og landnám þeirra þar. Þótt Naddoddur hafi verið fyrsti norræni maðurinn, sem til Islands kom, og þótt hann hafi rekist þang- að af leið til Færeyja, þá hlaut hann þó engu að síður að vita, er hann leit fjöllin glitra í sólskininu framundan, að hann hafði fyrir sér landið, sem Irar höfðu fundið og byggt. Líklega hefir það verið tilviljun, eins og ságan segir, að Gunnbjörn hafi hrakið í höf vestur og séði sker þau, er siðan báru nafn hans. En fundur Grænlands var engin tilvilj- un og af honum hlaut að leiða fund Ameríku. Fram að þessu hefir lítið verið rit- að, sem mark er á takandi, um landa fundi, . en flest slíkt hleypidómum blandið og hlutdrægni. — Mestu sæ- garparnir, sem sögur fara af, era ennþá almennt taldir þeir Kolumbus og Megallan, en sögurannsóknir munu leiða i Ijós, að minnsta tveir menn eru þessum fremri. Mestur allra er ef til vill Hinrik sæfari, því að hann hratt 1900 ára gamalli kenningu um það, að engum mannlegum verum mætti takast að komast í gegnum hitabeltið. Næstan honum ætti að telja Eirík rauða, því hann hafði ýmislegt sér til ágætis fram yfir alla aðra landnema. Skotar höfðu getað frætt Pytheas nokkuð um Noreg, áður en hann sigldi þangað. Sama má segja um allar landkönnunarferðir, sem farnar voru af ráðnum hug þangað til Eirík- ur rauði hóf för sína 982. Aðrir sæ- farar höfðu leiðsögumenn, eða að minnsta kosti leiðbeiningar um sigl- ingar. Eiríkur hafði hvorugt, og þó undirbjó hann fyrstur manna í sög- unni ítarlega rannsókn algerlega ó- þekkts lands. Þessi rannsókn leiddi til þess, að landnám hófst á stærstu eyjif jarðarinnar og lýðveldi var stofnað þar. En landnámið í Græn- landi leiddi aftur til fundar Norður- Ameríku, og kom þannig á í fyrsta sinn sambandi milli gamla og nýja heimsins. A þenna hátt barst kristn- in og siðmenning Evrópu til stranda nýja heimsins. Vafasamt er hvort Svalbarði, sem fannst árið 1194, hefir verið Spdtz- bergen eða Scoresbyhéruðin á Græn- landi. En þótt sleppt sé kröfunni um að hafa fundið Spitzbergen, stendur Island engu að síður í fremstu röð um opnun hins nýja heims. Þvi, — ef því er ekki haldið fram, að ísland sé hluti af Ameríku, og að Irar hafi fundið Ameríku, þegar þeir fundu Island, þá verður að játa, að það vora íslendingar, sem sýndu Ev- rópumönnum inn i nýja heiminn. Ei- ríkur stendur jafnfætis Hinrik. —■ Portúgalskur höfðingi opnaði suður- hvel jarðar, með því að sýna, að ekki væri ófært um hitabeltið. ls- lenzki sægarpurinn opnaði vestur- hálfu jarðarinnar, með því að sýna Evrópumönnum, að byggð var hinu- megin Atlantshafsins. (Lesb. Mbl.) Frá Islandi Hátíðargestimir. Rvík 25. júní. Undanfarna daga hefir margt góðra gesta gist höfuðstað vorn, menn, sem langt eru að komnir og mikið hafa á sig lagt til þess að heiðra þjóð vora á þúsund ára af- mæli Alþingis. I dag leggja hér að landi “skraut- búin skip”, fleiri og stærri en nokkru sinni áður. 1 dag ber hér að garði konung vorn Kristján X. og Alexandrinu drottn- ingu, er koma nú í þriðja sinn til landsins. I þetta sinn er erindi hans hátignar konungsins, að setja þing- fund á Lögbergi á þúsund ára hátíð- inni, og sitja hátíðina sem konung- ur íslands. Er hann á morgun stendur á helg- asta stað þjóðar vorrar, Lögbergi, er eðlilegt, að þingheimur renni hugan- um til þeirra fyrirrennara hans, föð- ur hans og afa, er báðir tóku heilla- ríkan þátt í framþróun Islands og íslenzkra stjórnmála, til Kristjáns IX er færði þjóð vorri “frelsisskrána”, 1874, til Friðriks VIII., er með al- úð sinni og umönnun fyrir velferð og framförum íslands, vakti blátt á- fram vorhug í brjóstum manna. -— Sjálfur hefir Kristján X., konungur vor, undirritað þá samninga, sem gerðu ísland að fullvalda ríki. En því má ekki gleyma, að víðsýni þeirra fyrirrennara hans, velvild og virðing fyrir íslenzkri þjóð, vísuðu honum veginn þangað, sem nú er komið. Nú í fyrsta sinn kemur konungur á Þingvöll, til þess að annast þar stjórn- (Frh. á 3. bls.) OM GREIÐIÐ ATKVÆÐIMEÐ Breytingu Greiðið Atkvæði Og notið áhrif yðar til stuðn- ings JAS. H. STITT frambjóðanda Conservatíva í Selkirk kjördæmi. ER VELMEGUN MEÐ FRAMLEIÐENDA Skýrslur frá The Department of Trade and Commerce sýna hví efnahagur canadiskra bænda er ekki eins góður og þeir hafa rétt til að búast við. Árið 1929 va rfllutt inn í Canada $300,000,000 virði af kom- búast við. Árið 1929 var flutt inn í Canada $300,000,000 virði af korn- ur, sem var mögulegt og hefðu átt að vera framleiddar af canadiskum' bændum fyrir canadiskan markað, og þær mundu hafa verið framleiddar hér, hefði Kingstjórnin ekki látið viðgangast, að þessum vörutegundum væri hrúgað á canadiska markaðinn, og þannig rænt canadiska bóndann ágóðamum af þeim. Á síðastliðnum 10 árum hefir útflutningur Canada á lifandi gripum minnkað um 65%. Siðastliðið ár voru flutt hingað inn 41,000,000 pund af kjöti. Á fjárhagsárinu, sem endaði í marz, 1930, flutti Canada inn 42,000,- 000 puntí af smjöri. 1920 flutti Canada til Englands 220,000,000 pund af svínakjöti. Á níu mánuðum sem enduðu marz 1930, flutti það þangað aðeins 21,000,000 pund. ........ Áður en Kingstjórnin kom til valda flutti Canada út árlega 1,250,000 pund af sauðakjöti og lambakjöti. En ,nú hefir útflutningur á þessum kjöttegundum algerlega hætt, og síðastliðið'ár flutti þetta land inn 4,000.- 000 pund af sauða- og lambakjöfi. Útflutningur á alifuglum og eggjum hefir næstum horfið. Þessi er frammistaða Kingstjómarinnar í því að styrkjaframfarir og vernda framleiðendur þessa lands. Nærri hvert land veraldarinnar, þar sem akuryrkja er meðal fremstu iðngreina, hefir verndað heimamarkaðinn gegn utanaðkomandi keppi- nautum. x KINGSTJÓRNIN HEFIR EKKERT GERT. Hon. R. B. Bennett hefir skuldbundið sig til að koma á fyrirkomulagi, sem ýti undir framfarir á hinum ýmsu framleiðslusviðum, með því að VARÐVEITA CANADISKAN MARKAÐ HANDA CANADISKUM BÆNDUM, og það mun aftur hjálpa til að ná fótfestu á erlendum markaði, sem hefir tapast síðan Mackenzie King komst til valda. Gefið Canadískum Framleiðendum Tækifæri Birt af The Selkirk Conservative Association. ►<0

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.