Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 23. jtrLI, 1930. H^íiitskrtngla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFtra HALLDÓRS frá Höfno-a Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsint: Munager THE VIKING PRZSS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til riístjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. "Heimskringla" is published by nnd printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'srgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 23. jírLt, 1930. Er sagan að endurtaka sig ? Hversu oft er það ekki, sem sagan endurtek- ur sig, þó menn yfirleitt veiti því ekki mikla at- hygli, og læri ekki nærri eins mikið af því og hægt væri að gera. 1 sambandi við þessar kosningar, sem í hönd fara, sem i svo mörgu öðru, getur saga þessa lands verið oss ómetanlega lærdómsrík. >ví neitar enginn, að tímarnir, sem við nú horfumst í augu við, séu hinir iskyggilegustu. >að er ef til vill erfitt að benda á þá Öllu verri nokkru sinni í sögu landsins. En tímar hafa eigi að síður oft verið hér erfið- ir áður, þótt hitt megi segja um leið, að þolan- lega hafi í gegnum þá verið brotist, með ráðum góðra manna. I stjórnmálasögu Canada eru nokkur dæmi, er þetta sýna. Árið, sem Canadasambandið var myndað, voru tímar mjög erfiðir, á svipaðan hátt og nú, að öðru leyti en því, sem það var svo miklu fyr á tinmim. Stefnu beggja stjómmálaflokkanna höfðu menn þá aðeins reynslu af úr fylkjunum. En þá, eins og nú, urðu menn þess áskynja, að stefna conservatíva var ákveðnari og hafði ver- ið betur hugsuð og samin, til þess að mæta þörfum þjóðfélagsins, hvernig sem á stóð, en liberal stefnan . Varð það því úr, að á þessum erfiðu tímum var conservatívum falið að fara með vöjdin. Gengu þá margir liberalar í con- servatíva flokkinn til þess að vinna með þeim að hag og heill landsins, sem þeir mátu meira en fánýtt flokksfylgi. Svo liðu tímar og stjórnarskifti urðu, og þegar fram að árinu 1878 var komið, var neyðarástand aftur að skella á. Treysti þá þjóðin í annað sinn conservatívum betur til að ráða fram úr vandræðunum, en liberölum. Á því ári höfðu conservatívar samið og lagt landsmálastefnu sína fyrir landslýð, og þóttu þá ekki aðrar stefnur vænlegri til þjóðmegunar, enda gengu þá marg- ir nýtir liberalar í conservatíva flokkinn, af þvi að þeir unnu landinu fyrst og fremst. / Arið 1891 harðnaði enn í ári, og ætluðu lib- eralar þá að bæta úr ástandinu með því að rýmka um viðskifti við Bandaríkin. En ekki virtist þjóðinni það heillavænlegt, og treysti þá sem fyr hinni þjóðlegu stefnu conservatíva bet- ur. Gengu þá þúsundir liberala í conservatíva flokkinn af sömu ástæðum og í fyrri skiftin. . Árið 1911 urðu tímar hér einu sinni enn slæm- ir, og þá ætlaði liberal flokkurinn að bæta úr á- standinu með gagnskiftasamningunum sælu við Bandaríkin, en þjóðin vár enn á verði fyrir öll- um yfirgangi á þjóðmegunarstefnu landsins, og fól conservatívum enn á ný völdin. Herskari lib- erala gekk þá í flokk conservatíva. Og árið 1917, þegar fram úr einu mesta vanda- máli þessa lands þurfti að greiða, gengu margir af beztu mönnum liberala í stjómarflokk Bor- dens, með fullri vissu um það, að sú stjórn myndi leysa úr þeim vandamálum á þann hátt einan, sem kleift væri nokkurri stjóm. Af þessum sögulegu atriðum er það ljóst, að hvenær sem hag landsins hefir verið hætta búin, eða að tímar hafa verið erfiðir eða vandamál hafa að höndum þjóðarinnar borið, eru það á- valt conservatívar, sem falið er að ráða fram úr þeim. Með öðmm orðum, alltaf þegar reynir á, er að stefnu þeirra horfið. Auðsætt er að ástæðan fyrir þessu er sú, að stefna þeirrra er svo ákveðin, að ekki verður um það deilt, enda má hún heita eina sögulega þjóð- málastefnan, sem hér er til. Hefir raunin oftast nær orðið sú, að hafi út frá henni verið horfið í stjórn þessa lands, af liberala flokknum t. d., hafa vanalegast fylgt því slæm eftirköst fyrir land og lýð, fyr eða síðar. Ber sagan og liðin tið óskeikult vitni um þetta, ef haft er fyrir að at- huga það. HEIMSKRINGLA I þessum kosningum, sem nú fara í hönd, er aðalmálið að ráða fram úr erfiðleikum tímanna, sem Kingstjórnin hefir leitt yfir land og lýð. Hverjum er nú, af sögunni að dæma, betur trú- andi til að leysa á heppilegan hátt fram úr þeim vandamálum, þeim flokkinum, sem vandræðun- um er valdandi, eða hinum, sem sagan sýnir og j sannar, að þeirri stefnu fylgir, er á öllum erfið- leikatímum þjóðarinnar hefir heppilega fram úr þeim ráðið? Um það mun jafnvel mörgum, er áður hafa liberal flokknum fylgt, ekki blandast hugur, og þess vegna er það áreiðanlegt, hvort sem conservatíva flokkurinn kemst nú til valda eða ekki, að fjöldi liberala mun að hans stefnu hallast og greiða honum atkvæði. Er það þegnhollustumerki, því með því eru þeir að meta heill landsins fram yfir gamalt og fanýtt flokks- fylgi- Að þessu leyti er sagan sérstaklega lærdóms- rík í þessum kosningum, og fram hjá þessum at- riðum hennar ætti enginn kjósandi að ganga, án þess síð gefa þeim hinn alvarlegasta gaum áður en hann greiðir atkvæði sitt 28. júlí. Eftir útlitinu að dæma ,nú fyrir kosningarnar er ekkert líklegra, en að sagan endurtaki sig og að kjósendur muni meta hag Iandsins meira en fylgi við þann flokk, sem enga ákveðna stefnu- skrá hefir, og lofar einu í dag og öðru á morg- un, aðeins til þess að kjassa atkvæði út úr kjós- endum, lofar nú öllu, sem hann hefir áður bann- sungið, til þess að geta hangið við völd. Sá kjósandi er maður að meiri, sem í berhögg við slíkt gengur, og metur heill og hag lands og þjóðar meira. Fríverzlun og verndartollar >ó um þessar tvær stefnur hafi verið þráttað í flestum löndum í síðastliðip hundrað ár, virð- ast menn ekki enn á eitt sáttir um það, hvor þeirra sé farsælli stjómmálastefna. Jafnvel þjóðmegunafræðinga greinir á um það. Af því leiðir svo að sinn hefir orðið síður í landi hverju í þessu efni, og eitt landið hefir tekið upp vernd- artollastefnuna, en annað fríverzlunarstefnuna, og hvort um sig heldur auðvitað að það sé að hagnast á því. Bandaríkin tóku snemma upp verndartolla- stefnuna, með það fyrir augum að koma á fót hjá sér iðnaði. Áður sóttu þau iðnaðarvöru sína til Englands, sem mjög framarlega hefir ávalt staðið í iðnaði og því verið erfitt að keppa við. En án heimaiðnaðar örvæntu Bandaríkin um þroska sinn, enda þakka þau honum nú vöxt sinn og viðgang. Og svo fjarri fer því, að vemd- artollurinn hafi þar verið lækkaður, þó auðvit- að séu þeir margir, er fríverzlun fylgja, að hann mun nú hærri en nokkru sinni fyr. >etta hefir nú verið að gerast í þessum málum hjá þeirri þjóð, sem við getum ekki komist hjá að viður- kenna, sem eina af voldugustu og stórstígustu framfara- og verzlunarþjóðum heimsins. Á hinn bóginn hefir England, sem líklegast má telja aðra stærstu verzlunarþjóð heimsins, átt við fríverzlunarstefnu að búa. Hefir menn þar þó allmikið greint á um það, að hún sé einhlýt, og þess vegna hefir vemdartollur verið um all- langt skeið á ýmsum innfluttum vörum þar, og kallaður ýmsum nöfnum, t. d. iðnaðartryggingar lög (Safety of Industry) o. s. frv. Einnig eru nýlendur Breta í flokki verndartolla-Iandanna. Conservatíva flokkurinn á Englandi er yfirleitt verndartollastefnunni fylgjandi, og má af þvi sjá að skoðanalega skiftast Englendingar í þessum málum því í nokkurnveginn tvo jafnstóra flokka. Fram á síðustu árin virðist þó fríverzlunarstefn- an hafa haft meiri byr, og hefir það ef til vill enn. Fyrir stríðið var og til innflutningstollur á Englandi, en það var ekki tollur til vemdunar neinum iðnaði. Hann var lagður á vinföng og tóbak, sem landið framleiddi ekki. En nú er samt svo komið, að tollur er lagður á ótal vörur, sem inn í landið eru fluttar, svo sem á bíla, úr og klukkur, hljóðfæri flest, kvikmyndir ,eldspítur, borða, glófa o. s. frv., með það beinlínis fyrir augum, að vemda þennan iðnað heima í landinu sjálfu. >að virðist því sem þetta síðasta og sterkasta vígi fríverzlunarstefnunnar, sé smátt og smátt að molna upp, og að ágreiningurinn um not- hæfni þessara tveggja stefna, sem seint virðist ætla að deyja út, sé óbeinlínis til lykta leiddur af reynslunni. Hrakfarir KingsíVestarlandinu King forsætisráðherra hefir nú lokið kosninga- leiðangri sínum um Vesturlandið, og mun nú sem næst vera kominn heim til sín, þ. e. a. s. til Ot- tawa, þvi í Prince Albert á hann aldrei heima, nema þegar hann talar um sendisveit Vestur- Canada á ríkisráðsstefnuna, sem halda á í haust i Lundúnum. >að er auðvitað heldur ekki ó- mögulegt, þó Heimskringla hafi ekki um það frétt, að hann telji sig einnig eiga þar heima, um það leyti sem hann þarf á atkvæði skógar- höggslýðsins þar að halda ,til þess að geta ver- ið þingmaður. En hvað sem því líður, er leið- angri hans hér vestra lokið, og það mun verða langt þangað til hann kemur “heim” til Prince Albert aftur, eða til Vesturlandsins. En viðvíkjandi þessum kosningaróðri Kings í Vesturlandinu, er það að öðru leyti að segja, að hann gekk nokkuð á annan veg en hann bjóst við. Eftir því að dæma, er dagblöðin herma, mætti King víðasthvar nokkrum andróðri á fundum sínum, og honum mjög ákveðnum sumstaðar. Fánýtum loforðum hans var nú enginn gaumur gefinn, en ástand landsins, sem er árangurinn af stjórnarférli hans, var honum alvarlega bent á. I Vesturlandinu var King ekki reiðubúinn að svara fyrir sig, eða koma við nokkurri vörn, því að hann hafði ekki komið auga á það áður, að hag fólksins í landinu væri í neinu áfátt eða illa komið. Hann hélt að hann þyrfti ekki að vera að leggja eyrað við hjartslætti þjóðarinnar, með- an hann sjálfur sat í makindum á veldisstóli. Og það var auðvitað satt, að þess þurfti hann held- ur ekki. En vestrið á lýðfrelsishugsjónir í fórum sínum, og þó að þær bærist rótt og há- vaðalaust á tímabilum, gera þær það ekki um kosningar. Vestrið kann enn að meta einstak- lingsréttindi sín og þau eru falin í kosningarétt- inum. Fram hjá því getur hvorki King né neinn annar gengið. En King hafði ekki neitt lagt á sig andvökur til að hugsa um þetta, og af því stafa nú hrakfarir hans í kosningaleiðangrinum um Vesturlandið. I lok þessa leiðangurs í Vesturlandinu, hélt hann fund hér í Winnipeg. Átti hann fullt í fangi með að halda áheyrendum sínum kyrrum l og rólegum, einkum þegar blekkingatilraunir, hans gengu fram úr öllu hófi í sambandi við af- stöðu hans til atvinnumálanna. Hugsast hon-' um þá nokkuð, sem hann heldur að hreinsi og fági framkomu sína í vor og i sumar í verka- mannamálum, en það er að lofa “dollar á móti hverjum dollar”, er fylkin leggi fram til þess að byggja hér brýr og ráða á þann hátt fram úr atvinnuleysinu. Eins og öllum er ljóst, hefir stefna Kings verið allt fram að þeim degi, sú, j að láta ekki “fimm cent” af hendi rakna til að greiða fram úr atvinnumálum Jandsins. Og nú í lok kosninganna, hvín þetta í eyrum manna á fundum allra þingmannaefna Kings hér, að King lofi atvinnuleysingjum hjálp, ef þeir séu kosnir, en allt fram að þessum tíma þorðu aum- ingja þingmannsefnin ekki fyrir sitt eigið borið líf að opna munninn um þetta mál, nema þá að- eins til þess að segja kjósendum frá þvi, að ^ stjórninni kæmu þau ekkert við, og þau væru þess utan ólæknandi plága, sem engin stjórn gæti reist neinar skorður við. Hafa kjósendur fyr eða síðar heyrt getið um J ein^ augljósa og ósvífna kosningabrellu og þetta ? Að líkindum verða þeir fáir, er þessa síðustu beitu Kings gleypa við atkvæðagreiðsluna. Einar og kýrnar 1 síðasta blaði Lögbergs, reynir ritstjórinn að mæla Nýja Sjálands viðskiftasaminingi King- stjómarinnar bót með því að' telja sem vandleg- ast kýrnar í Canada. Og þegar hann er orðinn sannfærður um, að þær séu engu færri árið 1929 en þær voru 1921, er sönnunin fengin í huga bians fyrir því, að samningurinn hafi ekki neitt illt haft i för með sér. >etta má aðeins til sanns vegar færa, ef* lit- ið er á það frá því sjónarmiði, að samningurinn hafi engu illu til leiðar komið fyrir kýrnar! Ef litið er á það frá þeirri hliðinni, er snertir söluverð á rjóma til smjörgerðar, verður allt annað upp á teningi. Innflutningur smjörs hlaut að hafa þeim mun meiri og hættulegri áhrif á verð á rjóma, sem mjólkurkúm fjölgaði. Við það jókst vörumagn- ið svo, að verðið hlaut að lækka. Hefði kúm aftur fækkað í hlutföllum við innflutning smjörs- ins, hefði verðið haldist óbreytt. >á hefði bónd- inn ekki tapað 10 centum á hverju smjörpundi öll árin, eins og raun varð á. Að tala mjólkurkúa var sem næst sú sama 1921 og 1929, eins og ritstjóri Lögbergs rembist við að sýna fram á, sannar því beinlínis það, sem Heimskringla hélt fram um það, að verð á rjóma eða smjöri, bóndanum til hins mesta tjóns, hafi lækkað, eftir að samningurinn varð að lögum. Hitstjórinn gefur í skyn, að hann hafi lagt mikið á sig 1 þjónustu sannleikans, með því að telja kýrnar og birta skýrslu sína um það. Heimskringla lætur það gott heita, og vonar, að honum hafi með því tekist að sannfæra liberala um bölvun samningsins, sem Kingstjórnin illu heilli gerði. Eigi að síður leymr það sér ekki, að skýrsl- urnar áttu að sýna allt annað. 1 því efni getur Heimskringla ekkert hollara ráðlagt ritstjóra Lögbergs framvegis, en að eiga sem minnst við þær skýrslur, sem hann hvorki getur lesið né skilið, jafnvel þó svo Ijósar séu, að auðráðnar væru lítt læsum og illa reiknandi kúasmala. Lítið á Winnipeg, Hvaða skilyrði eru til þess að Winnipeg geti haldið áfram að vaxa og þroskast? >etta er spuming, sem íbúum þessa bæjar og þessa fylkis er ávalt mjög ofarlega í huga. Og það er mjög eðlilegt. Undir vexti þessa bæjar er hagur og heill fylkisbúa mjög mikið kominn. Haldi Winnipeg borg áfram að þroskast, er ekki að- eins það með því fengið, að sjálfir i- búar bæjarins njóti góðs af því með aukinni atvinnu, heldur hefir bónd- inn einnig ómetanlegan hag af því á þann hátt, að það eykur heima- markaðinn fyrir vöru þá, er hann framleiðir. Að hlynna að framför- um Winnipegborgar hefir miklu meiri þýðingu fyrir hvem einasta í- búa þessa fylkis, en menn almennt gera sér nokkra grein fyrir. En í hverju em nú framfara- skilyrði bæjarins fólgin? Með hvaða hætti er hægt að vinna að þroska hans? Oss hefir aldrei skilist, að á því væri hinn minnsti efi i huga nokk- urs manns, að eina verulega skilyrðið til framfara bænum, sé að koma hér á fót iðnaði. ’Með honum eykst at- vinna. Og með aukinni atvinnu eykst íbúatalan, og með aukinni í- búatölu vex og stækkar borgin. En þá er spursmálið: Hvat5a ráð eru til þess að koma hér upp iðnaði ? Leiðin til þess er aðeins ein sjáan- leg . Hún er sú að vemda iðnaðar- fyrirtæki borgarinnar gegn utanað- komandi samkeppni. Iðnaði hefir ekki i neinu landi, sem ekki á yfir óþrjótandi nýlendum að ráða, verið komið á fót með öðru móti. Ef sömu vörur eru látnar streyma óhindrað- ar inn í landið og þær, er þar er ver- ið að framleiða, er þeirri framleiðslu dauðinn vís heimafyrir. Við þannig innflutta vöru er ekki hægt að keppa vegna þess að sú vara er aðeins af- ganguf af framleiðslu fyrirtækisins utan lands, og verð hennar sett svo niður að engri sanngjarnri átt nær, sem kemur til af því að iðnaðarfyrir- tækið utanlands, reiðir sig aðeins á heimamarkaðinn til þess að fleyta rekstrinum áfram. Verðið á útfluttu vörunni á ekkert skylt við verð henn ar í landinu, þar sem hún er fram- leidd, einkum á meðan verið er að brjóta iðnaðinn þar niður. Eftir að iðnaðurinn er dauður í landinu, sem varan er send til, hækkar verðið svo aftur. í Winnipegborg er vísir til iðnaðar byrjaður. Lífsskilyrði hans er toll- vernd. Og um það er vert að hugsa í þessum kosningum, fyrir alla fylk- isbúa, að sú byrjun iðnaðar, sem bæði er hér nú þegar hafin og væntanlega verður hér á fót komið í náinni fram- tíð, á því aðeins nokkra framtíð, að sú stjórn sé til valda sett í landinu, er að lífsskilyrðum hans hlúir. En í þvi er fólgin verndartollastefna conserva- tíva. Sá kjósandi þessa bæjar og fylkis, er hag og heill Winnipegborgar og Manitobafylkis metur mikils, mun því greiða conservatívum atkvæði sitt 28. júlí. t fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikiuðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Til Minnis. Eftirfarandi málsgreinar eru skráð- ar kjósendum til minnis og leiðarvís- is við atkvæðagreiðsluna 28. júlí: Munið:— Að Kingstjórnin þakkar sér það. þegar góðæri er i landi, en neitar því, að ástandið í atvinnumálum, iðnað- armálum, búnaðarmálum og við- skiftamálum nú sé sér að kenna. * * * Munið:— Að Kingstjórnin hefir sogið um hundrað miljón dala árlega hærri skatt út úr þjóðinni en nokkur önn- ur stjórn. Og þessi skattur var tek- inn af nærri hverri vörutegund, er fólkið kaupir til fatar eða matar. • * • ! Munið:— Að Kingstjórnin hefir eytt 26 milj- ónum dala til þess að flytja fólk inn í landið, sem jafnharðan hefir flutt héðan burt aftur, og að á árinu 1929 I fóru níu manns burtu úr landinu, á. I móti hverjum einum, sem kom inn í I það, og að varið var þremur og hálfri miljón dala í þvi sambandi. * * • | Munið:— i j / Að Kingstjórnin hefir með við- skiftastefnu sinni steindrepið sumar : iðnaðargreinar landsins. . . . Munið:— j Að Kingstjórnin telur sig verndara siðfræðismála, en að hún hefir tekið ínn með skatti fyrir áfengi, sem hún hefir sent til Bandarikjanna, yfir 89 miljónir dala, sem <jr. Sig. Júl. Jó- hannesson hefir kallað “Bootlegging' Business” mjög réttilega. i ... Munið:— Að King kallaði það á þinginu f Þér fáið virði peninga yðar ef þér kaupið Buckingham vindlinga. Buckingham vind- iingar eru kaldir og beztu vindlingarnir, er hægt er að fá; ávalt með sínu upprunalega töfrandi bragði. Mjúkir og ilmgóðir, svo allir dást að. Hver vindlingur vekur nýja ánægjutilfinningu hjá hverjum sem reykir. Buckingham eru rétt búnir til og geymdir eins og þarf með frá framieiðslustaðnum tii neytandans, í sérstaklega góðum umbúðum. Buckingham vindlingar eru óbrigðulir að efni. Tóbakið, sem þeir eru búnir til úr, er svo gott, að ofdýrt er til þess að vér getum látið nokkra miða eða premíur í pakkana. Þess vegna segjum vér — engir miðar — allt efni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.