Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. jírLI, 1930. Ólafur Goodman Dáinn 15. nóvember 1930. Nornir sitja að teningstafli tefla djarft um líf og hel. Enginn veit hvað upp mun velta, enda er slíku farið vel. Hlutaát til með hendingunni hærra vald um kjör vor öll. Flytur einum auðnu og gengi, öðrum slys og skakkaföll. Virtist út til vegar-enda vera langt og greðfært skeið. Nornin sat að sínu tafli, sá hvað valt og aldan reið. lsar brustu, bylgjan kalda bjó honum hvílu á sinni lóð; vafði hann sínum silkivoðum, söng við rekkjustokkinn ljóð. Enn er teflt og enn er kastað, enginn veit hver hnígur næst; forlögin í fylgsnum sínum framtíð hefir byrgt og læst. Eitt er víst: að tenings-táknið til vor allra visa skal. Lífið allt er fætt til feigðar, friður sé með dauðans val. m m 0 Einn af hinum mörgu, er fór- ust af slysum við fiskiveiðar síð- astliðinn vetur, var ólafur heitinn Goodman, Guðmundsson, frá Stóra- Eyrarlandi í Eyjafirði, sonur Guð- mundar ólafssonar frá Hvammi, er lengi bjó á Eyrarlandi og var vel kunnur maður í sínu héraði og víðar. Flutti ólafur heitinn til Canada þá er hann var fulltíða maður, og átti heima hér í Manitoba ávalt síðan. Hann var dugnaðarmaður og hafði unnið að ýmsu síðan hann kom hing- að, bæði fiskiveiðum og öðru. Hann var ötull fiskimaður og hafði stund- að vetrarveiðar á Manitobavatni ár- um saman. En síðastliðið haust breytti hann til og flutti útgerð sína til Moose Lake, er liggur í nánd við Flóabrautína norður af The Pas. Hafði hann búið þar vel um sig og var byrjaður að leggja net sín, er slysið bar að. Fór hann út um morguninn 15. nóvember að vitja fárra netja, er lágu út frá landsteinum í vík nokk- urri eigi alllangt þaðan, er hann hafði verstöð sína. Isinn var orðinn alltraustur og skildi hann því eftir bát sinn, sem hann annars hafði með sér er ísar voru ótryggir. Með hon- um var ungur maður og efnilegur, A. Hall Davidson frá Sinclair, Man. — Bjuggust þeir við að verða aðeins stundarkorn að heiman; en hér sann- aðist hið fomkveðna, að margt fer Ekki voðaverk Þetta kom mér til hugar, þegar eg sá ritgerðir dr. Sig. Júl. Jóhannes- sonar í síðust tveim Lögbergsblöðun- um. Því að í fornsögunum er það kallað voðaverk, sem óviljandi var gert og varðaði fjórðungs bótum; en þá er slys hlutust af glannaskap eða kæruleysi, hálfar hætur, en væri slysum valdið af ásettu ráði, varðaði það fullum bótum eða fullum sekt- um. Nú finnst mér að eg, og allir aðr- ir Islendingar, sem íslenzku blöðin lesa, ættum að mega ætlast til þess og treysta því, að óhætt væri að trúa því sem slíkur maður segði, og að hann væri nógu merkur maður og mikill drengur, til þess að treysta mætti orðum hans. En því er ver, að margir kunningjar hans hafa orð- ið fyrir vonbrigðum, við að sjá ódrengskap og ósannindi koma fram í greinum doktorsins. Það er ó- drengskapur þar sem hann segir að Thorson sé fátækur, en Kennedy hafi öðruvísi en ætlað er, og drukknuðu þeir báðir. Brast á ofviðri skömmu eftir að þeir komu á vatnið og rofn- aði ísinn. Veit enginn með hverjum hætti slysið varð, en líklegt þykir að þeir hafi snemma orðið varir ísrasks- ins og hafi verið að reyna að komast yfir raufina, sem opnast hafði milli íss og lands, og farist við þá tilraun. Vatnið lagði auðvitað aftur jafn- skjótt og veðrinu lægði, og urðu leit- ir að líkum þeirra félaga árangurs- lausar; fundust þau ekki fyr en isa leysti. Lík ólafs heitins var flutt til Gimli og jarðað þar af séra Sig. Ólafssyni, þann 17*. f. m. ólafur heitinn var tvíkvæntur. Hét fyrri kona hans Sigurey, var hún dóttir Einars gullsmiðs á Gimli og Málfríðar Honu hans. Þau ólafur áttu tvö börn, bæði upp komin og hin mannvænlegustu: ölaf, er vinnur við Royal bankann, og Lilju, til heimilis hjá fósturforeldrum sínum, Guðmundi og ólafíu Isberg. Seinni kona ölafs sál. var Stefanía Jónsdóttir Sturlusonar frá Kandahar Þau höfðu skamma stund verið sam- vistum og áttu ekki barna. Fimm systkini ölafs heitins eru á lífi, tvö búsett hér: Armann, bóndi við Fairford, Man., og Súsanna, gift kona í Winnipeg, og tvær systur og bróðir á Islandi. P. G. auð fjár til þess að vinna með þessa kosningu (eða atkvæðafjölda). Sann- leikurinn er sá, að báðir þessir menn munu vera heldur fátækir, eftir lík- indum að dæma, þar sem þeir eru báðir ungir lögmenn. Svo efnalega mun líkt vera ástatt fyrir báðum. En hvor er líklegri til að hafa meiri fjárráð? Annar maðurinn, nefnilega Mr. Thorson, er búinn að sitja að völdum með stjórnarflokki í síðast- liðin 4 ár, en hinn er að sækja til byrjunar. Astæðurnar ættu menn að geta leitt sér í grun. Doktorinn talar um afturhalds- menn, notar þar gamla fælunafnið, sem að liberalar byggðu á undirstöðu síns stjórnmálaflokks í fyrri daga meðal 'lslendi^ga, vitandi þó að orð þau er hér fylgja, eru bróður- og systurorð. Conservation: varðveizla, viðhald. Conservative: íhaldssamur í stjórnmálum. Conservator: vernd- ari, gæzlumaður, vörður. Conserve: geima, varðveita. Þegar af sann- gjörnum og óhlutdrægum mönnum að orð þessi eru tekin til íhugunar, þá vona eg að meðal nútíðar Islend- inga vestan hafs, leysist grýla sú í sundur, líkt og andarnir úr Saló- monsflöskunum í Þúsund og einni nótt, svo að enginn villist framar í þessari Sigurðar-þoku. Þá kemur doktorinn að kvenfrels- inu, og þakkar það allt eða eingöngu liberölum, vitandi þó að hann er þar að tala á móti betri vitund. Reynd- ar væri honum varla láandi þó hann væri hlyntur kvenþjóðinni hér vestra — svo vel hafði kvennalag Islendinga í Winnipeg tekið honum, þá er hann 1 fyrst kom til þessa lands; og þar á ofan hefir hann borið gæfu til þess að elgnast ágætis konu. (Engum er alls varnað.) Alla tíð hefir doktorinn talað mik- ið um drengskap; en mér finnst hon- um hafa verið mislagðar hendur í i kné á þeim sviðum. Þegar að synir j okkar börðust í stríðinu mikla fyrir í frelsi okkar, og bréf þeirra bárust ! til ættingja og vina, sem lýstu þeim | hörmungum, sem þeir þurftu að þola j sakir mannfæðar eða vöntunar á fleiri mönnum, þá barðist enginn bet ur en dr. Sig. Júl. Jóhannesson á móti því, að nokkur Islendingur rétti þeim hjálparhönd. Og hefði hans Lokaráðum verið fylgt, þá myndu Vestur-Islendingar hafa fallið svo í manngildisáliti — og það að verð- leikum — meðal hérlendu ensku mæl andi þjóðarinnar, að mannorð þeirra hefði aldrei borið sitt bar. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson nefnir Sjö systra fossamálið. Hann fór á móti C. P. R. í heimferðarmáli Vest- ur-Islendinga í sumar. Hvar var Canadastjórnin með braut sína, þá er Canada Kyrrahafs járnbrautarfélag- ið (C.P.R.) byggði sína braut þvert yfir meginland Norður-Ameríku, frá Atlantshafi til Kyrrahafs? Myndi ekki hafa verið strjálbyggðara í Canada, ef beðið hefði verið þar til stjórnarbrautin tók til starfa? Svip- að hygg eg muni vera með Sjö systra fossana. — Geymdu ei til morguns það sem þú getur gert i dag. Hvað viðvíkur þeim tveim mönn- um, sem hér er um að ræða sem þingmannsefni, nefnilega Mr. Thor- son og Mr. Kennedy, þá veit eg ekki annað en að þeir báðir séu góðir og heiðvirðir menn. Hitt er annað mál, að eins og kjör manna hafa að und- anfömu verið hér í landi, og sem öll- um sanngjömum og skynsömum mönnum kemur saman um, að er að meira eða minna leyti illu stjómar- fari að kenna, þá get eg ekki séð hvemig að doktorinn getur réttlætt það, að Islendingar greiði atkvæði með manni þeim, er þeirri stjórn fylgir, sem fólk er búið að sjá að er óheillavænleg fyrir land og lýð. Svo þar af leiðandi ætti það ekki að gera neinn mun, að hann er Islendingur, eða að minnsta kosti ekki meiri en — ................i Hiding His Head in the Sand “J\[one So Blind as Those Wrho W ill See “It affords me much pleasure to . . . be able to congratulatv. you upon the continued prosperity of the country. The year 1929 was the most productive in the history of Canada.”—Mac- kenzie King, in the Speech from the Throne, February 20, 1930- þegar B. L. Baldvinsson sótti í Nýja Islandi á móti hérlendum manni. Hvað gerðu liberalar þá? Allt sem þeir gátu landanum til bölvunar. — Löng braut sem engan krók hefir. Þá skal eg reyna að skýra mitt mál með sundurliðun: 1. Að Mr. Kennedy hafi auð fjár, er ósatt, sagt á móti betri vitund. 2. Afturhaldsnafnið. Gamall úrelt- ur vani til þess að slá ryki i augu al- mennings. 3. Kvenfrelsisöfgar. 4. tíjo sýstra fossamir. Stjórn- leysisskoðun (sósíalisti.) 5. Að greiða manni atkvæði, ein- göngu fyrir það að hann er íslend- ingur. Ranglátt. * Slíkar kenningar eru eða ættu að vera óalandi; og þeir menn, er þær flytja, munu alla tíð verða meira til skaða mönnum þeim er þeir fylgja> en til uppbyggingar. .. N. Ottenson. Lesið Kaupið og borg- ið Heimskringlu OH ►()-«■ HVORT SKAL HELDUR? GreiSið Atkvæði Og notið áhrif yðar til stuðn- ings JAS. H. STITT frambjóðanda Conservatíva í Selkirk kjördæmi. Ginna bóndann eða VERNDA HANN ER VELMEGUN MEÐ FRAMLEIÐENDA? Skýrslur frá The Department of Trade and Commerce sýna hví efnahagur canadiskra bænda er ekki eins góður og þeir hafa rétt til að búast við. Árið 1929 var flutt inn í Canada $300,000,000 virði af korn- vöru, grænmeti og húsdýra afurðum, og $76,000,000 af þessu voru vör- ur, sem var mögulegt'og hefðu átt að vera framleiddar af canadiskum bændum fyrir canadiskan markað, og þær mundu hafa verið framleiddar hér, hefði Kingstjórnin ekki látið viðgangast, að þessum vörutegundum væri hrúgað á canadiska markaðinn, og þannig rænt canadiska bóndann ágóðanium af þeim. I Á síðastliðnum 10 árum hefir útflutningur Canada á lifandi gripum I minnkað um 65%. . Síðastliðið ár voru flutt hingað inn 41,000,000 pund af kjöti. Á fjárhagsárinu, sem endaði í marz, 1930, flutti Canada inn 42,000,- 000 pund af smjöri. 1920 flutti Canada til Englands 220,000,000 pund af svínakjöti. Á níu mánuðum sem enduðu marz 1930, flutti það þangað aðeins 21,000,000 pund. Áður en Kingstjórnin kom til valda flutti Canada út árlega 1,250,000 pund af sauðakjöti og lambakjöti. En nú hefir útflutningur á þessum kjöttegundum algerlega hætt, og síðastliðið ár flutti þetta land inn 4,000.- 000 pund af sauða- og lambakjöti. Útflutningur á alifuglum og eggjum hefir næstum horfið. Þessi er frammistaða Kingstjórnarinnar í því að styrkjaframfarir og vernda framleiðendur þessa lands. Nærri hvert land veraldarinnar, þar sem akuryrkja er meðal fremstu iðngreina, hefir verndað heimamarkaðinn gegn utanaðkomandi keppi- nautum. KINGSTJÓRNIN HEFIR EKKERT GERT. Hon. R. B. Bennett hefir skuldbundið sig til að koma á fyrirkomulagi, sem ýti undþ framfarir á hinum ýmsu framleiðslusviðum, með því að VARÐVEITA CANADISKAN MARKAÐ HANDA CANADISKUM BÆND UM, og það mun aftur hjálpa til að ná fótfestu á erlendum markaði, sem hefir tapast síðan Mackenzie King komst til valda. Gefið canadiska framleiðandanum tækifæri. Birt af The Selkirk Conservative Association. mO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.