Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 1
Bov. K. Pétm^on ' 45 Homie 8t. — DYERS & CLEANERS. LTD. SenditS fötin yöar meö pósti. Sendingum utan af landi sýnd sömu skil og úr bænum og á sama veröi. W. E. THURBER, Mgr. 324 Young Str., Winnipeg. DYERS & CLEANERS, LTD. Er tyrstir komu upp n. 11 aö afgreiöa verkiö sama daglna. Lita og hreinsa fyrir þá sem eru vandlátir. W E. THURBER, Mgr. Sími 37061 XH,V. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN, 23. jOLt, 1930. NOMER 44 W!I,I.I \ \I W. KENNEDY Þingmannsefni Conservatíva í Mið- Winnipeg, syðri. Nokkur æfiatriði: Fæddur af írskum og skozkum ætt- um á bændabýli í Ontario. Nam skólalærdóm á menntaskólum í On- tario og siðar við Queen’s háskólann í Kingston og Manitobaháskólann. Kom til Winnipeg fyrir tuttugu og sex árum og hóf þar starf sitt sem fréttaritari við The Winnipeg Tele- gram. Áður en tvö ár voru liðin, var hann gerður að ritstjóra nætur- útgáfunnar. Síðan las hann lög og fékk mála- flutningsleyfi í Manitoba árið 1909, með háum heiðri, og stofnaði þá skrifstofu þá, er seinna hefir hlot- ið nafnið Kennedy, Kennedy & Ken- nedy, og hann er enn starfandi við. Var hann árum saman í stríðinu og hér um bil tvö ár I fremstu skot- gröfunum í 46. fótgönguliðssveitinni. Hlaut hann tvisvar heiðursmerki fyr- ir hraustlega framgöngu á vigvellin- um og var leystur úr herþjónustu með majórs nafnbót. Þingmaðu^ fyrir Mið-Winnipeg syðri var hann kosinn 1925 með mikl um meirihluta. I kosningunum 1926 féll hann aftur með litlum minni- hluta. Nú stendur yður til boða að kjósa hann aftur. Orðsending frá W. W. KENNEDY til kjósenda í Mið-Winnipeg syðri. Hon. R. B. Bennett, leiðtogi Conservatíva Conservatíva flokkurinn lítur svo á, að atvinnuleysið, er nú háir land- inu, sé svo alvarlegt, að sambands- stjórnin verði tafarlaust að greiða fram úr þeim wmdræðum. Framtíð Winnipegborgar er undir þvi komin, að iðnaður rísi hér upp, og með orkuna honum til reksturs við dyrnar, og vinnulýðinn reiðubú- inn að taka til starfs, er ótilhlýði- legt að ekki sé hafist handa, og um leið og Winnipeg er það til framfara, sé úr atvinnuleysinu á sama tíma bætt með því. Annað atriði er, að byrja á að leggja vegi, svo hægt sé að ferðast milli Austur- og Vestur-Canada með því að fara um Canada sjálft, en ekki Bandaríkin. Einnig það gefur tugum þúsunda manna atvinnu. Að öðru leyti biðjum vér kjósend- ur að kynna sér stefnu conservatíva flokksins, eins og Mr. Bennett út- skýrir hana, og geri þeir það,. erum vér vissir um að þeir sjá eins og vér, þýðingu hennar fyrir þetta land á þessum yfirstandandi tímum. Yðar einlægur, JAPAN Hræðilegur fellibylur geysaði á lánudaginn var um Suður-Japan og :óreu, og drap, að því er menn vita yrir vissu, um 400, en um 1400 menn afa týnst þar að auki, er menn yggja að hafi drukknað. Stormin- m fylgdi hellirigning og vatnsflóð, r skolað hefir burtu og eyðilagt um 600 heimili. Er tjónið metið svo liijónum dollara skiftir. Einnig hafa ýnst um 950 fiskiskip í nánd við íiushiu og farist fjöldi manna. Kichard Bedford Bennett er fædd- ur 3. júlí 1870, i Hopewell Cape, New Brunswick. Faðir hans hét Henry J. Bennett. Ættfeður hans, í níu liði fram, komu til Ameríku áður en Bandaríkin sögðu sig úr sambandi við England. Einn af ættfeðrum hans, Caleb Bennett, átti part af þvi landi, þar sem stórborgin New York stendur nú. Þegar frelsisstríðið var hafið af nýlendumönnum, neitaði Caleb Bennett að fylgja þeim að mál um, svíkja sitt föðurland, og flutt- ist því með öðrum samveldismönn- um (United Empire Loyalists) úr ný- lendunum til Canada, sem þá var kallað British North America. Hafa allir forfeður Hon. R. B. Bennett verið ákveðnir ástvinir brezka sam- veldisins frá byrjun. Móður sinni segist Mr. Bennett eiga allt það bezta að þakka, sem honum hafi gefist í æsku, og jafnvel til fullorðinsáranna. Hún var af brezkum ættum eins og faðir hans. Capt. David Stiles, móður-langafi, var í miklum metum og ætt hans fjölmenn. Faðir hans var alltaf efnalítill, og gat lítið • sem ekkert hjálpað syni sínum til æðri menntunar. Varð Mr. Bennett kennari 16 ára gamall og vann sig áfram eins og ungir menn urðu að gera á þeim tímum. Tók hann strax mikinn þátt í öllum fé- lagsmálum. Kappræður um stjórn- mál og öll önnur félagsmál voru hon- um kær frá því fyrsta. Sem kenn- ari varð. hann fljótt þekktur, og 18 ára er hann orðinn yfirkennari í Douglastown, nálægt Catham, N.B. Þar byrjaði hann að lesa lög hjá Mr. L. J. Tweedee, er síðar varð fylkis- stjóri í New Brunswick. Svo fór hann að nema lög við Dalhousie há- skólann í Halifax. Tuttugu og þriggja ára gamall var hann kominn til Mr. L. J. Tweedee í Catham aftur, sem félagi hans í lögum. Hér byrjar hans ferill, sem leiðir hann fljótlega til almennra virðinga og viðurkenningar. Hann var ekki að- eins frábær lögmaður, heldur einnig sem einn af þeim ungu framtíðar- mönnum, er marka spor sín í sögu Canada. Forseti Dalhousie háskól- ans, Dean Weldon, verður til þess að benda á hann og mæla með honum. sem félaga i lögum með senator Jas. Lougheed í Calgary. Mr. Lougheed var frægur lögfræðingur og hafði víðtækt starfssvið hér I Vestur-Qan- ada á þeim tíma. Mr. Lougheed var þá einnig leiðtogi conservatíva flokks ins í efri deild þingsins í Ottawa, er þá var andstæðingaflokkur Laurier stjórnarinnar. . Var því nauðsynlegt fyrir hann að fá sér félaga, sem hann gæti fyllilega treyst að fara með “Þér hafið ákveðið fyrir mig, að héðan í frá, eins Iengi og eg hefi krafta og heilsu, skuli eg helga alla mína hæfileika og tíma, helga allt það bezta sem eg hlaut i viiggugjöf, helga aliar þær auðlegðir, sem guð hefir lagt mér í skaut, í þjónustu lands og þjóðar, ásamt þeim mikia flokki, sem eg hefi nú verið heiðraður með að veita for- ustu og leiðsögn. Það hefir verið sagt, og ekki rangiega sagt heldur, að eg væri rikur maður. ..Það er satt. En eg hefi orðið það fyrir óþreytandi starf mitt hér í vesturlandinu, sem eg líka skulda svo mikið; og það sem meira er, eg lít á auðlegð rína sem það pund, sem mér hefir verið afhent til þess að brúkast i þarfir þjóðarinnar, án nokk- urs ótta um framtíðina, þvt að enginii einn maður getur af- kastað þessu mínu heiðursstarfi, eins og á að gerast, ef yfir honum hvílir skuggi skulda og annara ábyrgða. ..Það sem eg er, og það sem eg á og hefi umráð yfir, fylgir mér og verður framlagt af mér í baráttunni fyrir heill og hamingju lands og þjóðar.” (Hon. R. B. Bennett, 13. október, 1927, þegar hann var kosinn leiðtogi conservatíva flokksins.) stórmál og flytja þau, ekki einungis í Vestur-Canada, heldur einnig fyrir hæstarétti Canada og fyrir leyndar- ráði Breta heima á Englandi. Mr. R. B. Bennett varð svo heppinn, að verða fyrir valinu, og sýnir þetta hversu mikils álits og trausts hann nýtur, þá aðeins 26 ára gamall. Arið eftir, 1897, fer hann til Cal- gary í félag með Sir James Laugheed og er félagið nefnt Laugheed and Bennett. Nú op'nast nýir vegir og svið, þar sem Mr. Bennett er kallaður inn á til starfa og ráðsmennsku. 1898 er hann kosinn á löggjafar- þing Norðvestur héraðanna (North- west Territories), og situr þar þang- að til 1905, að héruðunum er skift á milli Alberta og Saskatchewan. Fjórum árum síðar var hann kosinn á þing i Albertaf og sat þar til 1911, að hann sagði því af sér til þess að sækja um þingsæti i sambandsþing- inu í Ottawa. Vann hann sigur og var þá einn af þeim fremstu er börð- ust á móti viðskiftasamningi Laur- ierstjórnarinnar við Bandaríkin, og j fylgdi Sir Robert Borden að málum, ! að fella stjórnina og koma conserva- tívum að, við þær kosningar. Þegar Sir Robert Borden tók við völdum 1911, varð Mr. R. B. Bennett | einn af fremstu og færustu mönnum i á Þingi, sakir mælsku og dugnaðar. j Vann hann þar mikla virðingu og j traust hinna eldri og beztu þing° manna, og þegar stríðið mikla skall á 1914, var hann af stjórninni kjör- inn Director General of National Ser- vice. Þegar Sir Robert Borden myndaði samsteypustjórnina 1917, með lib- eral flokksmönnum, neitaði Mr. Bennett að fylgja foringja sínum að málum. Kvaðst ekki geta séð neitt grætt með þeirri breytingu, svo lengi sem liberal flokkurinn, undir leiðsögn Lauriers, sameinaðist ekki allur, með foringja sínum, 1 því að vinna einhuga og einróma stríðið. Fyrir þessar ástæður sótti hann ekki 1917 og fór vestur til sinna lögfræð- isstarfa í Calgary. Var hann þar til 1921, að Hon. Arthur Meighen, sem þá var orðinn forsætisráðherra Cán- ada, (af þvi að Sir Robert Borden sagði af sér), bað hann að koma og j bauð honum stöðu í ráðuneyti sinu I sem dómsmálaráðherra. 1 kosningunum, er fram fóru 1921, með þessa nýju ráðherra og að af- loknu striði, féll Meighenstjórnin og einnig Mr. Bennett I Calgary. Varð þetta fall Bennetts aðeins af vangá nokkurra vina hans sjálfs, sem sé að þeir mörkuðu miða hans með penna og bleki í stað blýnants, sem lögin ákveða. Hann var aftur kosinn bæði 1925 og 1926, og hefir setið á þingi síðan fyrir Vestur-Calgary kjördæmið. i Eins og allir muna, féll Rt. Hon. Arthur Meighen i kosningunum 1925. Var þá af þingmönnum kosinn bráða- birgða Ieiðtogi á þingi, Mr. Guthrie frá Ontario. En í október þann 12. og 13. ,voru saman komnir í Winni- peg, Man., 1700 menn og konur úr öllum fylkjum landsins, til þess að kjósa sér nýjan leiðtoga og mynda sér nýja stefnuskrá. Var það flokks- þing óefað hið fjölmennasta, sem menn muna eftir í sögu þjóðarinnar. Það var síðla dags þann 13. október 1927, að þessi mikli þing- heimur, 1700 menn og konur, kusu Hon. R. B. Bennett í einu hljóði sem leiðtoga conservatíva flokksins I Canada. HON. KOBT. ROGERS er þingmannsefni conservatíva í Suð- ur-Winipeg í þessum kosningum. Mr. Rogers er svo þekktur fyrir starf- semi sína í opinberum málum, bæði sem ráðherra opinberra verka í Mani- tobafylki og hjá Borden stjórninni að um hann er óþarft að fjölyrða. Er nafn hans tengt við sum helztu fram- faraspor þessa lands. trtnefningarfund ur hans var fjölmennari en dæmi eru til um nokkurn útnefningarfund, og spáir það strax góðu um kosn- ingu hans. Heimskringla skorar á alla is- lenzka kjósendur að veita þingmanns efnum conservatíva óskift og ein- dregið fylgi á mánudaginn kemur, þ. 28. þ. m. JAMES HERBEKT STITT ^ er i Selkirk kjördæmi sækir undir merkjum conservatíva, hefir átt svo jmiklum vinsældum að fagna á fund- ' um sínum, að honum er talin kosn- ingin vís. Hann er eitt hið mesta llipurmenni ,er hægt er að hugsa s^r, fjölhæfum gáfum gæddur, og einurð, | og prýðis vel máli farinn. KANADA Haglél og ofsastormur gekk yfir mið- og vesturhluta Saskatchewan aðfaranótt fimtudagsins í síðustu viku og olli stórkostlegum skemmd- um bæði á uppskeru og hverju sem fyrir varð. Varð og nokkur óskundi bæði í Manitoba og Alberta, þótt veðrið væri þar eigi jafn mikið. — Tjón er metið um eina miljón dollara. * * • Lokið er nú nefningum í þingsetu fyrir Winnipeg og St. Boniface, og sækja 11 þingmannsefni um fjögur þingsæti borgarinnar og þrír í St. Boniface. Af umsækjendum í Win- nipeg eru þrír conservativar: Hon. Robert Rogers í Suður-Winnipeg; William Walker Kennedy lögmaður, í Mið-Winnipeg syðri, og Mr. Mat- hew Robert Blake læknir, í Norður- Winnipeg. Tveir liberalar sækja: John S. McDiarmid, viðarkaupmað- ur, í Suður-Winnipeg og Joseph Thorson lögmaður, í Mið-Winnipeg syðri. Af sameignarmönnum sækja: Martin I. Forkin, í Mið-Winnipeg nyrðri, og Leslie Morris í Norður- Winnipeg; og af verkamönnum þrír: Chas. A. Tanner, i Suður-Winnipeg: James Shaver Woodsworth, í Mið- Winnipeg nyrðri, og Abraham A. Heaps, í Norður-Winnipeg, og loks einn óháður canservatív; Thomas Gargan í Mið-Winnipeg nyrðri. 1 St. Boniface bjóða sig fram: Edgar Honswell Cooke, vélfræðingur, af hendi conservatíva; John Power Howden, læknir, fyrir liberala, og Edward Hansford fyrir verkamenn. Lokið er nú að fullu Aefningum fyr- ir sambandskosningarnar, og hafa alls verið tilnefnd 545 þingmannsefni, fyr- ir 245 þingsæti landsins. Er það 17 mönnum fleira en við almennar kosn- ingar 1926, en 37 mönnum færra en við kosningarnar 1925. Tveir hafa verið kosnir i einu hljóði án nokkurs gagnsækjanda. Eru það þeir Robert Gardiner, foringi sam- einaðra bænda i Alberta, og Henri Bourassa, gamall foringi þjóðernis- sinna i Quebec. Hann var endurkos- inn í einu hljóði á mánudaginn fyrir Labelle, Quebec. Milli flokkanna skift- ast frambjóðendurnir sem hér segir: Liberalar 222 (23 fleiri en árið 1906); conservatívar 231 (tveim færri en 1926); Framsóknarflokkurinn 7 (árið 1926 hafði hann 20 frambjóðendur); liberal-prógressivar 12 (níu færri en 1926); sameinaðir bændur 11 (einum færra en 1926); bændur í Saskatche- wan 9; óháðir 33 (8 fleiri en síðast), og loks 9 kommúnistar. kvæma legu fyrir flugleið, sem þeir hafa nú i undirbúningi. Hefir verið gerður út leiðangur undir yfirstjóm H. G. Watkins, er búist er við að taka muni um 14 mánuði, til þess að rannsaka og kortleggja flugleið frá' Englandi til Canada, yfir Færeyjar, lsland og Grænland. Er fullyrt af sumum stjórnmálamönnum hér, að jafnvel Canadastjórn sé einnig mikið að hugsa um að kaupa Grænland í svipuðu skyni. Viðvíkjandi þessum lausafregnum má geta þess, að bæði hefir forsætis- ráðherra Dana lýst því yfir, að þessi kaup hafi aldrei komið til tals við Breta, og einnig hefir Canadastjórn neitað því ,að hún sé nokkuð riðin við slík kaup, eða hefði látið sér detta þau í hug. borganir af þjóðarskuldum 587 milj. dollurum. VILJA BRETAK KAIIPA GRÆNLAND ? 1 New York Times 19. þ. m. stóð svohljóðandi grein frá fréttaritara blaðsins i Washington: Vakið hefir mikla athygli meðal stjórnmálamanna hér sá orðrómur, að Bretar séu að leitast við að ná kaupum á Grænlandi, að öllu eða einhverju leyti, eða ef kaupin ganga ekki saman, að fá þá með samning- um fótfestu i landinu. Þó að alla vissu fyrir þessum samningum skorti, þá dylst mönnum ekki hitt, að Grænland hefir hag- BANDARIKIN ______________________* * Fjármálaráðuneyti Bandarikjanna hefir nýlega gert upp reikningana fyrir síðasta fjárhagsár, og reyndist tekjuafgangurinn að nema 184 milj- ónum dollara. Virðist markaðshrun- ið síðasta haust og þar af leiðandi verzlunardeyfð, eigi hafa haft mikil áhrif á tekjuskattinn, því að haan varð 80 miljónum dollara meiri en í fyrra, en ef til vill eiga afleiðingarn- ar eftir að koma í ljós á næsta árs fjárlögum. Samkvæmt skýrslu And- rew W. Mellon, fjármálaritara, voru tekjur alls á fjárhagsárinu $4,178,- 000,000, útgjöld 3,994,000,000 doUar- ar. Tekjuskatturinn nam 2,411 milj. dollurum, tollar 587 miljónum og af- Fyrir skömmu síðan stigu 20 verk- fræðingar frá Rússlandi af skips- fjöl við Ellis-ey og báðust landsvist- ar í Bandaríkjunum með þeim fors- endum, að þeir ætluðu sér að dvelja þar tíma til að kynna sér ameriska vélmenning og iðnaðaraðferðir, og hverfa síðan heim aftur og nota þekking sína Soviet-Rússlandi til efl- ingar. Mjög þótti landtökubeiðni þessara manna varhugaverð föður- landsvinum suður þar,. af þvi að þetta voru “bölvaðir bolshevikar”, og var rannsóknarnefnd sett í málið, er eftir langar vifilengjur gerði Rúss- um þann kost, að fá landvist um stund með því að þeir með svardög- um og 500 dollara veði hver, hétu því, að verða sem fyrst er þeir gætu, lærdóms síns vegna, á brottu úr Bandaríkjunum. Tók nú heldur að linast skelkur manna við Bolshevika þessa, er svo rammlega hafði verið um hnútana búið, en i því bili kem- ur “bulla” frá páfa, heilögum Piusi XI., sem alvarlega varar Bandaríkin við aff láta “villu” bolshevismans breiðast út um land sitt á þessum erfiðleika- og atvinnuleysistímum, og er það tákn um það, hvernig sam- vizka þessa blessaða föður og guðs- ráðsmanns nær til endimarka jarðar. Tóku menn nú enn að ýfast við Bolshevikum, og lögðu margt mis- jafnlega viturlegt til málanna. Þessi ummæli eru höfð eftir Charles F. Sorenson, aðal framkvæmdastjóra The Ford Motor Co.: “Ef þeir rauðu E. H. COOK þingmannsefni conservatíva í St. Boniface, er vélmeistari og vinnur hjá C. N. R. jámbrautarfélaginu. Hann hugsar málin út í æsar, áður en hann leggur mikið til þeirra, enda nýtur hann mikils trausts hjá þeim er hann þekkja bezt. írtlitið er því gott fyrir honum í þessum kosning- eru jafn eldfimir og sprengihættir og af er látið, svo að fáeinir þeirra geta sett allt landið í* uppnám, þá hlýtur sannarlega eitthvað að vera bogið við allt okkar stjómarfar.” Ford- félagið, sagði hann, að ekkert væri hrætt við stjórnmálaflokk sameign- armanna, enda hefðu þeir fjölda þeirra í vinnustofum sínum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.