Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 5

Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 23. jírLI, 1930. 5. BLAÐSKJA HEIM5KRINGLA fyrra “glæpsamlega stefnu” (Vicious Principle — sjá þingtíðindin) af sam bandsstjórninni að veita skilding til ellistyrks, sem hann hefir nú orðið að leiða í lög, vegna þess, að and- stæðingaflokkurinn (conservatí var) mæltu svo eindregið og uppihalds- laust með því máli, með Bennett í broddi fylkingar. • • • Munið:— Að verkamenn í Bandaríkjunum bera það, að King hafi, þegar hann var þar syðra, unnið öfluglega á móti þeim. • • * Munið:— t Að Kingstjórnin er völd að því stórtjóni, er hveitimarkaðurinn og markaður fyrir flestar búnaðaraf- urðir hefir orðið fyrir, með við- skiftastefnu sinni. • • » Munið:— , Að Kingstjórnin neitaði rétt fyrir kosningarnar, að hefjast handa með að gera þjóðvegi í Canada, sem Ben- nett stakk upp á, til þess að gefa at- vinnulausum mönnum vinnu, þrátt fyrir það þó með aukinni umferð um þann veg, frá Bandaríkjunum, hefð- ist brátt upp kostnaðurinn, en hefir nú verið knúin undir þunga kosn- ingahríðarinnar, á síðustu stundu að lofa að veita fé til brúargerðar ' Winnipeg! • • • Munið:— Að King hefir neitað að veita 5 cents nokkru fylki, sem hefir con- servatíva stjórn, hversu háan skatt til landsins, sem það greiðir. • • • Munið, feður og mæður: Að Kingstjórnin er þess valdandi að synir yðar og dætur verða að flýja til Bandaríkjanna til þess að fá sér atvinnu. • • • Munið:— Að Kingstjórnin lét þúsundir manna j svelta hálfu eða heilu hungri síðast- liðinn vetur, í stað þess að veita þeim j nokkra bráðabirgðar hjálp, á ■ sama hátt og conservatívar gerðu 1920, er veittu $1,800,000 til þess. • • • Munið:— Að síðasta fjármálafrumvarp King stjórnarinnar, er hrein og bein ó- skammfeilin kosningablekking. * » • Munið:— I Að Kingstjórnin lofaði að endur- bæta Senatið, en sveik það, þó ekk- ert væri í veginum, og hans menn væru í meirihluta í báðum deildum, og neitaði að eyða tíma þingsins til að taka málið fyrir, þó conservatív- ar krefðust þess. » • • Munið:— Að King afhenti Quebecfylki til að selja gróðafélagi þjóðeignar-orkuver i st. Lawrence ánni, er nam 100 milj. dala, og Bennett heimtaði að konung- leg rannsóknarnefnd væri látin rann- saka, en sem ekkert var átt við. • * • Munið:— / Að King- heldur að hifnn geti tal- ið yður trú um það, að hann og fylg- ismenn hans séu rétt bornir, yfir- burða sinna vegna, til þess að fara með völdin og sitja á fundum brezka ríkisins. • • s Munið:— Að conservatívar sögðu yður fyr- ir 10 árum síðan, að ef að King- stjórnin fylgdi fram í verkunum sumum af þ'ein\ stefnum, sem hún hampaði mest í kosningunum, þá hlytu afleiðingarnar að verða erfið- ir tímar í landinu. • • • Munið:— Að flest af því, sem til sannra framfara hefir orðið fyrir þetta land, er conservatívum að þakka. » » • Munið:— Að þegar liberalar hafa brotið mjög i bág við þjóðmegunarstefnu Sir John A. Macdonald, hefir það æf- inlega orðið landinu og þjóðinni til hins verra. • * • Munið:— Að á það hefir verið bent með góð- um rökum, að komist Kingstjórnin nú að völdum, er engin breyting á tímunum í vændum, og þvi síður, sem þetta verður hennar síðasta stjórnartímabil, því húit fellur næst, ef ekki nú. * » * Munið:— Að viðskiftasamningur Kingstjórn- arinnar við England, tryggir ekki sölu á hveiti héðan, vegna þess að stórkaupmenn þar eru að reyna að ráða niðurlögum hveitisamlaganna hér og Bretland kaupir vörur héðan svo miklu meira nemur en því, sem þeir selja hingað, og eru þvi í engu háðir ívilnuninni nýju. Þetta er að- eins ein af kosningablekkingum King- stjórnarinnar. • » • Munið:— Að Kingstjórnin getur ekki hald- ið völdum nema með því að hún sé studd af öðrum flokkum, er kosn- ingu ná á allt öðrum grundvelli, en hún hefir, og að þeir flokkar svíkja kjósendurna eftir að á þing kemur, með því að ganga öðrum flokki á hönd, hvort sem fyrir embætti er að gangast eða ekki. Kingstjórnin er ekki nógu ærleg til þess, að standa eða falla á stefnu sinni, og er ólík- legt að slíkt verði lengur talið henni til fræknleiks eða bóta. * • » Munið:— Að liberalar (og Winnipeg Free Press) segja bóndanum, að framleiða hveiti ódýrara svo hægt sé að selja það, sem þýðir að hann eigi að vinna lengur og harðara og fyrir lægra kaupi. • • • Munið:— Að King er með auðfélögum Banda ríkjanna og rýir Canada fyrir þau, eins og innflutningaskýrslur hans sýna. * * m Munið:— Að liberalar bregða Bennett um ríkidæmi og að hann noti auð. sinn til að vinna þessar kosningar, en sjálf eys Kingstjómin út fé úr fjár- hirzlu landsins, úr þínum vasa og mínum, í tífalt stærri stíl, til þess að hanga sjálf við völd. Stjórnin virð- ist ausa út meira fé í þessar kosn- ingar, en nokkrú sinni hefir gert ver- ið áður. i * » » Ef þér, kjósandi sæll, hafið allt þetta í minninu, þegar til atkvæða- greiðslunnar kemur 28. júlí, er engin hætta á að hún skjátlist yður. fulikomnunar. Heimsmarkaðurinn er háður því lögmáli. Einu verzlunar- umráð ,sem við höfum, eru í okkar eigin landi, því þar getum við varist ásælnum keppinautum — með hækk- un tolla á innfluttum vörum. Það grundvallaratriði verzlunarsamkeppn- innar hefir Kingstjórnin ekki skilið og skilur aldrei! Eg tala ekki af vanþekkingu um Canada, hvað mig sjálfan snertir, því þar hefi eg lengst af dvalið. Eg man svo langt, að á minum slóðum komu fyrstu akvegir, sem því nafni mátti nefna, með conservativum. Þar runnu þeir á vaðið. Og einhvern veginn treysti eg þeim nú til þess, að stofna vegi til betri verzlunar fyrif Canada. Lögberg trúir á liberala — og Sig. Júl. siglir í því kjölfari; þar hefir hann komist næst átrúnaði og goða- trú. Einu sinni þóttist hann tals- maður verkamanna og alþýðunnar— nú er hann búinn að gleyma þvi öllu. Canada-lslendingar! Eg treysti ykkur nú til að hugsa allt vel og rækilega ,og við komandi kosningar að greiða atkvæðl eftir beztu . sam- vizku. O. T. Johnson. 4250 Fourth St. N., Minneapolis, Minn. Um víða veröld Islendingar! Kingstjórnin er alræmd um allan heim — meira að segja á Islándi. Eina stjómin er sendir fulltrúa á Al- þingishátíðina — alla valda ..utan þings. Canada var ekki til við hinn stórmerkasta atburð, er skeð hefir í sögu Islands og íslenzkrar þjóðar, því enginn fulltrúi mælti þar fyrir hönd Canada, þings eða stjórnar. öll önnur lönd sendu þingfulltrúa eða stjórnarsendiboða. Sver þetta sig í ætt við állt það, sem reikna má Kingstjóminni til hneysu. Vanþekking og vanhugsun í öllu stjórnarfarslegu. Fimbulfamb og flaustur — fulltrúar Canada vald- ir án nokkurrar hugsunar um stjórn- vizku. Rekið á allt eintómt nafnið — ekki einu sinni fyrirhugsuð gjöfin sem Canada á að gefa — þó hér ræði um stórmerkan viðburð veraldarsög- unnar. Sá Islendingur, sem ekki sér þetta eða skilur, verðskuldar ekki rétt til þess að greiða atkvæði í kom- andi kosningum. Bandarikin gefa myndastyttu af Leifi heppna, öli lönd sæma Island gjofum. Canada, þar sem meginþorri erlendra Islend- inga býr, hafði ekki vit á að velja heppilega og viðeigandi gjöf við þetta tækifæri. Líkt er þetta öðru. Vagga liberal- ismans er*úr þröngu og takmörkuðu umhverfi. Quebecfylki er kaþólskt og háð kirkjulegri undirokun. Þar var liberal flokkurinn í heiminn bor- inn. Quebecbúar munu greiða at- kvæði með Kingstjórninni, því þeim hefir verið kennt að hlýða. Hingað til hefir Quebec neitað þátttöku i öllu, sem miðað hefir að velferð Can- ada sem heildar. Og kaþólska kirkj- an lætur ekki staðar numið við það stjórnarfarslega, því nú er hún að mynda iðnfélög, sem eru á öndverð- um meiði við öll önnur iðnfélög í Canada. Skarað eldi að köku ka- þólsku kirkjunnar, allir aðrir verka- menn mega deyja drottni sínum. Við, sem urðum að hrekjast úr Canada, rennum vonaraugum til næstu kosninga. Canada er okkar land, hvar á jarðarhnettinum sem við dveljum! Við viljum Canada svo vel, að þeirri stjórn sé steypt frá vaidastóli, sem orsakaði burtför okkar úr heimahögum. Og ljúf væri heimkoman til Canada, ef allt væri þar breytt til betra. Við krefjumst ekki annars, en að eiga kost á at- vinnu og að afla brauðsins í svita líkamans — sem er ljúfara í Canada en öðrum löndum, ef allt er eins og það á að vera. Við viljum að Canada sé fyrir sig sjálft, en ekki England eða Banda- ríkin eða önnur lönd. Hví skyldum við Canadamenn ekki geta boðið heim inum byrgin ? England kaupir ekki Canadahveiti af kærleika til Canada, heldur af brýnni nauðsyn. Hví að vera að fara á knén fyrir Englandi eða nokkru öðru landi ? Canada- bóndinn framleiðir bezta hveiti í heimi, og semi bezta hveiti í heimi fær það sölu á veraldarmarkaðinum. öll ívilnun við England er þvl heimska tóm og ónauðsynleg. Can- ada fellur eða stendur með sínu hveiti eða öðrum afurðum. Engar þjóðir verzla við okkur af kærleika, þvi sú hugsjón er ekki til í verzlun- arheiminum. Við erum þátttakendur samkeppninnar og föllum eða stönd- um eftir okkar eigin möguleikum til Maðurinn sér í myrkrl. Hinn frægi hugvitsmaður Marconi hefir nýlega gert afarmerkilegar til- raunir, sem vakið hafa alheimsat- hygli, um þráðlausar orkusendingar. Hann var staddur á skemtiskipi sínu “Electra” suður i Miðjarðarhafi og sendi rafstraum til Sidney í Astralíu og kveikti þar samstundis á mörgum rafmagnslömpum. Mikla athygli vekur líka uppgötv- un eftir Baird, sem mest hefir starf- að að fjarsýnistilraunum og náð undraárangri, svo að menn geta nú með raftækjum, sést í fjarska eins og þeir talast við í síma. Hann kvað hafa fundið áhald til þess að sjá með í myrkri, án þess að sjást sjálfur. Enska stjómin á að hafa tryggt sér þessa nýju uppgötvun. • Þekkingin á lífinu og stjörnunum Skoðun Sir James Jeans Lögrétta sagði nýlega frá merki- legri athugun á stórri nýrri reiki- stjörnu utan við Neptún, sem talin var yzta stjarna sólkerfisins. Italsk- stjörnufræðingur 'ullyrðir einnig, að hann hafi fundið fleiri stjörnur fyrir utan Neptún. Þess er einnig getið, að einn merkasti stjörunfræðingur nútímans, Sir James Jeans, teldi að að þessar nýju athuganir gætu haft merkileg áhrif á alla heimsskoðun manna. En sú skoðun á þessum efn- um, um uppruna og þróun sólkerfis- ins, sem stjörnufræðin hefir nú kom- ist að, er í stuttu máli þessi og er farið eftir frásögn Sir James: Jörðin hefir fæðst af sólunni fyr- ir svo sem tvö þúsund miljónum ára. Þá var jörðin furðulega ólik þvi, sem hún er nú. Hún var eins og hnykill úr ákaflega heitu lofti og ekkert líf hafði þar neina fótfestu. En smám saman fór þessi gufuhnykill að kólna, varð fyrst fljótandi og svo fastur. Svo fer að myndast á honum föst skurn, klettar, fjöll, gjár og dalir koma fram, svipað og nú er. Vatn- ið, sem eftir er, safnast í höf og ár, en lofttegundirnar, sem stöðugar eru verða að gufuhvolfi umhverfis jörð^- ina. Smátt og smátt verður jörðin hæfur bústaður fyrir lif, og kemur það þá að lokum fram, en ekki vita vísindin neitt um það, hvernig það hefir orðið, og ekki hvenær, nema eft- ir ágizkunum. Það er erfitt að segja, hvenær líf kom fram á jörðinni, en það hefir lík- lega ekki verið til nema stutt skeið af þeim 2000 miljónum ára, sem jörð- in hefir verið til. Það er sennilegast að setja æfi lífsins á jörðinni 300 miljónir ára. Allt líf mannsins hefir því verið eins og augnablik í eilifðinni Það eru nú um 10 þúsund kynslóð- ir manna, sem lifað hafa á jörðinni og líf hinna fyrstu manna hefir senni- lega verið mjög líkt lífi dýranna. Veiðar og bardagar tóku mestan tím.». lífs þeirra, og lítill tími vannst til andlegra hugleiðinga. En að lokum fór, maðurinn að vakna af svefni vitsmuna sinna, og eftir því sem upp kemur dagrenning menningarinnar fór hann að finna til þarfarinnar á fleiri viðfangsefnum en þeim, sem einungis hnigu að því að fæða sig og klæða. Hann fór að finna opin- berun óendanlegrar fegurðar í mann inum sjálfum og í leik ljóssins á lit- merlandi sjónum, og hann reyndi að setja þetta fram í höggnum marm- ara eða vandlega völdum orðum Hann fór að gera tilraunir með málma og plöntur, og hann fór að prófa áhrif elds og vatns. Hann fór að taka eftir og reyna að skilje hreyfingar himinhnattanna, þvi fyrir þeim, sem lesið gátu rúnir himins- ins, voru stjörnurnar opinberun þess að fyrir utan endimörk jarðarinnar lágu óþekktir heimar, miklu stór- fenglegri en hún sjálf. Þannig komu listir og vísindi til jarðarinnar, og meðal þeirra stjörnufræðin. Við vit- um ekki hvenær þetta skeði, en það er engu líkara en að það hafi skeð í gær, þegar það er borið saman yið allan aldur mannkynsins. Vísinda- leg stjörnufræði er varla eldri en 3000 ára. Og það er meira að segja skemmra síðan þeir Pythagoras Ar- istarkus og aðrir útskýrðu það, að jörðin snerist um fasta sól. En eig- inlega eru stjörnuvísindin miklu yngri, síðan menn fyrst fóru að byggja á ákveðnum rannsóknum og útreikningum og höfðu stjörnukíki. En það var ekki fyr en 1610, þegar Galileo beindi kíki sínum í fyrsta sinn á Júpíter. En á þessum stutta tíma hefir undra margt komið í ljós, ný- ir og nýir heimar opnast, nýjar dá- semdir opinberast manninum. Við vitum ekki hversu langt sú þekking nær að lokum, en við megum búast við meira en okkur dreymir um. Á þrjú hundruð árum hefir manninum opnast “óendanleg veröld”. Og enn á heimkynni hans, jörðin, sennilega eftir að vera til í meira en 2000 milj- ónir ára, og stjörnufræðin er ennþá á einuskæru byrjunarstigi. Við er- um ennþá eins og nýfædd börn, sem eru að byrja að opna augun. Fjarlægðir alheimsins. Tvær miljónir sólkerfasafna. Þetta er skoðun vísindanna á upp- runa og þróun jarðlífsins. En jörð- in og hennar líf og allt sólkerfið er að þeirra áliti ekki nema lítið fis í alheiminum. Það sólkerfasafn (the galactic system), sem þetta sólkerfi telst til, er svo stórt, að ummál þess nemur 220 þúsund Ijósárum, segir Sir James Jeans. En samt þekkir stjörnufræðin miklu meiri fjarlægð- ir í rúminu, eða 600 sinnum meiri. Nú er verið að smíða nýjan stjörnu- kíki, sem á að vera á Mount Wilson stöðinni, og er þegar hann verður fullgerður, helmingi stærri en sá, sem nú er stærstur, og vænta menn þess að þegar hann verður fullsmíðaður, komi enn ný undur í ljós. Það er ekki gott að gera sér grein fyrir fjarlægðum og hlutföllum og hraða himinhnattanna. Jörðin fer á hverju ári 600 miljón mílna leið um- hverfis sólina, með 1200 sinnum meiri hraða en fljótasta hraðlest. Ef við hugsum okkur að þetta ferðalag fari fram í títuprjónshaus, sem er einn sextándi úr þumlungi, verður sólin Htil rykögn, 1/3400 hlut úr þuml- ungi að þvermáli og jörðin þaðan af minni, svo að hún sæist ekki í sterk- ustu smásjám. Þó að þéssi litli mælikvarði væri notaður, væri næsta stjarna á himninum, Proxima Cen- tauri, samt i ca. 225 metra fjarlægð. Og til þess að koma fyrir þó ekki væri nema 100 næstu stjörnunum við okkar sól, þyrfti að þenja þessa í- mynd alheimsins út um mílu á hvern veg. Þó að þessu yrði haldið áfram ca. 7000 mílur í allar áttir út frá títuprjónshausnum, væri samt sem áður ekki komið út fyrir takmörk þessa “galactic”-kerfis. En i þessu sólkerfasafni er jörðin eins og títu- prjónshaus hjá öllu meginlandi Ame- ríku. En heiminum er engan veginn öll- um lokið með þessu sólnasafni. En við þyrftum að ferðast svo sem 30 þúsund mílur (enskar) áður en við kæmum að næsta sólkerfasafni og reyndum að gera okkur grein fyrir því á sama hátt. Þar tekur við nýtt kerfi, líklega dálítið minna og þétt- ara en "galatic”-kerfið, en annars fullkomlega sambærilegt við það Stjörnufræðin þekkir hvorki meira né minna en tvær miljónir slíkra kerfa, sem hvert um sig er safn af stórum sólkerfum með miljónum hnatta. Með þessu móti, miðað við okkar sólkerfi eins og títuprjóns, er alheimslíkanin orðin 4 miljónir mílna á hvern veg. Þetta samsvarar þeim fjarlægðum, sem menn geta nú séð í stjörnukíkjum, en samt vita menr. að þetta er aðeins brot af öllum al- heiminum. I 100 þumlunga stjörnu- kíki má því sjá veraldir, sem þenjast yfir þúsundir miljóna af stjörnum. Það er varlega áætlað, segir Sir James, að stjörnur alheimsins séu á- líka margar og rykagnirnar í allri Lundúnaborg. Ef við gætum hugs- að okkur Almannagjá tæmda að ,öllu nema sex sandkornum, þá væri samt meiri sandur í gjánni en stjörnur eru á himninum. Það eru sem sé ekki stjörnurnar, sem mest ber á í geimn- um, heldur tómið á milli þeirra. Stjörnurnar eru svo strjálar, aðVþað er eins og áttatíu mílur á milli sand- kornannaf Við skulum hugsa okkur, að við settumst í rúminu einhversstaðar nálægt sólinni til þess að sjá stjörn- urnar hreyfast framhjá, með hraða sem er meira en þúsund sinnum meiri en hraði járnbrautarlestar. Ef mik- il stjörnuþrengsli væru í geimnum, mundum við verða eins komin og i mesta umferðarasa á miðju stór- borgarstræti og væri dauðans skamt að bíða. En sannleikurinn er sá, að WHO>S BOSS? Pr°f- Taussig, noted Economist of Hsurvard Uotrersity, and former Chairman of the United States Tariff Commission, says: “For many yeara we (the United States) have treated Canada much as a big bully treats the smaller boy.” SCARED OF UNCLE SAM “So perilous do I believe the situation to be....” etc.—Rt. Hon. W. L. Mackenzie King speaking in parliament, March 14, 1930. (Unrevised Hansard, Page 637). stjörnuumferðin í alheiminum er ekki meiri en svo, að fjarlægðirnar eru svo miklar á milli stjarnanna þrátt fyr- ir mergðina, að við þyrftum að hinkra við í hérum bil miljón-miljón-miljón- ir ára áður en við sæjum eina stjörnu fara fram hjá. Með öðrum orðum, ein stjarna getur öslað áfram í milj- ón-miljón-miljónir ára, áður en hún á það á hættu að rekast á aðra stjörnu. Stjörnurnar renna í blindni um geiminn, en hætta á árekstrum er hverfandi lítil í bessum lífsins skollaleik. Einstein. Alheimurinn ekki óendanlegur. Allar þessar óskapa fjarlægðir og afarmiklu stærðir hafa ósjálfrátt leitt huga manna að þeirri hugmynd að alheimurinn væri óendanlegur. Það hefir verið sagt margoft fram á síðustu ár. En þá kom Einstein til sögunnar með sínar kenningar. Sam- kvæmt þeim er heimurinn alls ekki óendanlegur. Samkvæmt afstæðis- kenningu Einsteins er rúmið að vísu ótakmarkað, en ekki óendanlegt. Það hvelfist í sjálft sig ei,ns og kúla, eins og yfirborð jarðarinnar. Það á að hafa sýnt sig með tilraunum, að ljós- geislar bogna á leið sinni um geim- inn. Ljósið getur farið um geiminn í stórum bug og komið aftur á sama stað, af því að rúmið er holt og hvelft eins og kúla. Þessi beygja á lögun rúmsins er • einnig samkvæmt kenningum Einsteins ástæða ýmsra fyrirbrigða, sem áður voru skýrð með hinu svonefnda þyngdarlögmáli. Með því var áður skýrð beygjan á brautum hnattanna og það, t. d., að þegar steini var hent upp í loftið, þ4 leitaði hann aftur niður á jörðina eft- ir meira eða minna boginni línu. Nú er þessi þyngdarlögmálskenning úr- elt. Einstein skýrir allar þessar bognu hreyfingar þannig, að allir hlutir, smáir og stórir, verði að lagu hreyfingu sína eftir Jögun rúmsina, sem er bjúgt — hlutirnir eru aðl reyna að fara beint í bognu rúml, Þetta bjúga rúm er að vísu ekki htft ivenjulega rúm stjömufræðinnar, heldur stærðfræðilegt rúm, og ef tll vill alveg ímyndun og kemur fram við samruna hins stjörnufræðilega rúms og hins stjörnufræðilega tima (ár í tímanum svarar til ljósárs t rúminu) . Afstæðiskenning Einsteina er nú almennt viðurkennd rétt. En þar fyrir þarf ekki að vera rétt sú sérstaka heimsskoðun, er hann hefir sjálfur dregið af henni, og mun Lög- rétta síðar segja nánar frá þeim mál- um. En niðurstaðan er nú þessi: Stjörnufræðin þekkir nú 2 miljónir sólkerfasafna. Samt er svo rúmt um þær, að engar tvær stjörnur þurfa að rekast á nema með miljón* miljón-miljón millibili, og þó er rúm- ið, sem þær hrærast í, ekki óendan- legt; rúmið er bjúgt, hvolft í sjálft sig, eins og kúla, og radíus þessa rúms er áætlaður 84 þúsundir milj- óna ljósára og það mundi taka 500 þúsund miljón ljósár að ferðast um^ hverfis allt rúmið. (Lögrétta.) Daglega frá 15 maí Til 30. sept. LÁG FARGJÖLD Að fáum vikum liðnum geturðu not- ið ánægjunnar af að dvelja á hinum undurskemtilegu stöðum í Kletta- fjöllunum, á Kyrrahafströndinni, Al- aska, á vesturströnd Vancouver Is- land, Austur-Canada eða jafnvel fyr- ir handan haf. Á ÞEIM FERÐUM ER MARGT AÐ SJÁ KYRRAHAFS STRÖNDIN ______AUSTUR CANADA Um.. þrjár.. ljómandi landslags- Ieiðir að fara yfir fjöllin. STAÐIÐ VIÐ A ÖLLUM FRÆG UM SUMARBtrSTöÐUM Engar dýrar aukaferðir nauð- synlegar. Hótel meðfram braut- unum og mjög fagurt útsýni. ALASKA Heimsækið hið dular- fulla norð^rland á hinu þægilega Princess skipi Frá Vancouver og til baka. $90 FARBR.TEF GETA VERIÐ UM VÖTNIN MIKLU Með $10.00 aukaborgun fyrlr máltiðir og rúm. ÞRJAR LESTIR DAGLEGA The De Luxe Trans-Canada • Limited The Imperial The Dominion VESTURSTRÖND VANCOUV- ER-EYJAR Ferð sögulega eftir- tektarverð og mjög skemtileg. Frá Victoría. og til baka $39 LÁG FARCJÖLD Komin aftur 31. okt., 1930 til 22. maí til 23. sept. BANDARfKJANNA Látið Pacific Agent gefa upplýsingar. Canadían Pacífic Stiamship Tickets to and from European Conntrles.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.