Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 23. jOLÍ, 1930. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSBÐA Hjónabandið. Eftir þýzkan höfund. styttur, allt sem rikismaður getur j vettt sér, var hér samansafnað í rík- um mæli. Var ekki ólíklegt að sá maður fengi ofbirtu í augun, sem I vanastur var að horfa á dimmu námugöngin. En Ulrich brá hvergi við þessa sjón. ' Hann renndi reyndar augunum yfir herbergin, en enga aðdáun var að sjá á svip hans, miklu fremur lýsti hann bræði og gremju og hann sneri fljótlega baki við allri dýrð- inni. Ulrich var ekki vel til þess fallinn að standa lengi og biða eftir því að menn virtu hann viðtals. Loks varð hann var við hreyfingu á bak við sig. Hann sneri sér við og hopaði ósjálfrátt aftur á bak. Nokkur fet. frá honum, beint undir ljósakrónunni, stóð Eugenie Berkow. Hann hafði munað bezt eftir dökku augunum, sem höfðu horft svo fast á hann; en nú — aðra eins sýn hafði Ulrich aldrei dreymt um. Kjóllinn hennar var úr finasta hvítu silki og kniplingum og prýddur lifandi rós- um, hún bar einnig rósir í hárinu, er glóði á likt og demantana, er prýddu háls hennar og handleggi. Skrautið í Ulrich Hartmann hafði komið á tilteknum tíma. Hann hafði ekki komið I höllina síðan hann var litill drengur. Siðan frú Berkow dó, höfðu foreldrar hans ekkert samneyti við hallarbúa, og höll húsbóndans og allt henni tilheyrandi var eins og lokuð paradís fyrir verkalýðinn. Jafnvel umsjónarmennirnir komu þar ekki, nema þeir ættu brýnt er- indi, eða þeim væri boðið þangað. Ungi maðurinn gekk í gegnum stóra forsalinn, sem var allur blómum prýddur, upp stigann, sem þakinn var með þykkri ábreiðu og kom inn í uppljómaðan gang, þar sem sami þjónninn, sem um morguninn mætti honum, fylgdi honum inn í eitt ,her- bergið. “Tignarfrúin kemur strax,” sagði hann og skildi Ulrich einan eftir. Það var skrautlegur forsalur, sem Ulrich kom inn i, inn af því herbergi var hver skrautsalurinn af öðrum, | höllinni hæfði vel þessari undurfögru en enginn maður var þar, gestirnir konu, sem vlrtist vera hátt upp hafin voru ennþá í borðsalnum. öll dyra- tjöldin voru dregin til hliðar, svo að Ulrich gaf á að líta öll þessi skraut- legu herbergi, hvert öðru dýrðlegra, öll fagurlega uppljómuð. Veggtjöld úr flaueli, stólar og legubekkir silki- fóðraðir, loft og hurðir með gylltum útskurði, dýrindis málverk og mynda yfir verkamenn og þeirra líka. En þó Eugenie hefði allt kvöldið komið fram eins og tign hennar sæmdi, þá mátti nú sjá á svip hennar að hana skorti ekki tilfinningu, hún horfði vingjarn- lega á fnga manninn, sem beið henn- ar. “Mér þykir vænt um að þér hafið BaaaaaaaaaaaaaaaanaaaanaaaaaaaaaaaaaEBaaEEæoæaaaEBæaEKœKi Vote for - - THORSON Liberal Candidate FOR Winnipeg South Centre Liberal Policies and the Contiuance of the BRITISH PREFERENCE are vital to the existence of Winnipeg and Western Canada. MARK YOUR BALLOT: í (Published by authority of W. C. Borlase, President Winnipeg South Centre Liberal Association.) 5 aaacaaggagncaacaacnaagnciacaaEfiaEaaaagagagppappgíwttawnnwwrff^f orðið við ósk minni. Mig langaði til að tala við yður itl þess að gjöra enda á misskilningi. Gjörið svo vel að koma með mér.” Hún opnaði hurð og gekk inn í herbergi til hliðar og Ulrich á eftir Það var dagstofa ungu frúarinnar, gagnólík hinum skrautsölunum. Birt- an var ekki eins skær, veggirnir klæddir ljósbláu silki, þykkar ábreið- ur voru á gólfinu* og ilmandi blóm breiddu angan sína um herbergið. Ulrich varð hálf utan við sig og nam staðar við ’dyrnar. Honum hafði verið illa við skrautið á hinum her- bergjunum en hér komst sú tilfinning ekki að, hann varð heillaður af hinni draumblíðu fegurð sem ríkti í þessu herbergi. En hann reiddist sjálfum sér jafnframt fyrir þessa tilfinningu, sem hann gat ekkert nafn gefið. Hon- um fannst sér búin einhver hætta hér í þessu fegurðarinnar heimkynni. — Eugenie settist niður skammt frá dyr- unum og virti gest sinn fyrir sér. Hrokkna bjarta hárið huldi örið sem tæplega var gróið; sárið, sem mundi hafa orðið mörgum manni að bana, hafði ekki getað unnið þessu hraust- menni mein. Eugenie sá ekki neinn vott um lasleika í útliti hans, en samt sem áður hóf hún samtalið á því að spyrja hvernig honum liði. “Eruð þér orðinn frískur? Finnið þér ekkert til í sárinu framar?” “Nei tigna frú! Það var nú einkis virði.” Eugenie virtist ekki taka eftir því hve hann var stuttur í spuna og sagði jafn vingjarnlega og áður: "Læknirinn sagði mér reyndar dag- inn eftir, að engin hætta vær á ferð- um, annars hefðum við sýnt yður meiri hluttekningu. Eftir að læknir- inn hafði vitjað yðar i annað sinn sagði hann mér að þér væruð á bata- vegi, og herra Wilberg sem eg sendi til yðar kvöldið eftir að slysið vildi til, sagði mer hið sama.” Það hýrnaði yfir Ulrich er hún hafði lokið máli sínu, og málrómur hans var mikið þýðari er hann svar- aði: “Eg vissi ekki að þér hefðuð gefið heilsu ^minni svo mikinn gaum, .tigna frú. Herra Wilberg nefndi ekki að þér hefðuð sent hann — annars------” “Annars hefðuð þér tekið vingjarn- legar á móti honum” sagði Eugenie i ásökunarróm. “Hann kvartaði yfir því hvað þér hefðuð tekið honum stirðlega það kvöld, og tók svo samt innilega þátt í kjörum yðar og bauðst til að vitja um yður. Hvað hafið þér út á herra Wilberg að setja?” “Ekkert, nema að hann leikur á gítar og yrkir kvæði.” Eugenie hló. “Þér virðist ekki telja skáldgáfuna með kostum” sagði hún brosandi. “En sleppum nú því. Eg ætlaði að talaði að tala um annað við yður. Forstöðu- maðurinn hefir sagt mér að þér hafið neitað að taka á móti þvi merki um þakklæti okkar, sem honum hafði verið falið að afhenda yður?’ “Já” sagði Ulrich án þess að bæta einu orði við til afsökunar. “Mér þykir fyrir því, ef yður héfir verið flutt tilboð okkar á þann hátt að það hefir orðið yður til skaprauL- ar, herra Hartmann, herra Berkow ætlaði sjálfur að þakka yður fyrir sína og mina hönd, en hann gat ekki komið því við og bað því forstöðu- manninn að gjöra það í sinn stað. Mig mundi taka það sárt, ef þér hefðuð álitið það vott um vanþakklæti frá okkar hálfu til lífgjafa okkar, við vitum bæði hve mikið við eigum yðar að þakka og þér megið ekki neita mér þegar eg bið yður að taka við Ulrich þaut á fætur. Hann varð allur annar, er hann sá hvert hún fór ! og sagði með ákaf a: “Hættið tigna frú! Ef þér líka farið að bjóða mér peninga, þá vildi eg óska að eg hefði látið vagninn hrapa með öllu sem á var.” Eugenie varð hverft við þennan ógurlega geðofsa. Slíkum málróm og augnaráði hafði dóttir Windegs bar- óns ekki vanizt, hún hafði heldur aldrei haft neitt samblendi við menn úr Ulrichs flokki. Hún styggðist og stóð á fætur. “Eg vil ekki neyða yður til að taka við þakklæti minu. Fyrst yður er það svo mótstæðilegt, þá þykir mér fyrir að eg skyldi gjöra boð fyrir yður.” Hún bjóst til að ganga burtu, en þá áttaði Ulrich sig. Hann flýtti sér til hennar. “Fyrirgefið mér, tigna frú! Eg vildi ekki móðga yður.” I orðum hans og augnaráði lá svo innileg iðrun, að Eugenie nam staðar og virti hann fyrir sér. Henni var runnin reiðin. “Þér vilduð ekki móðga mig?“ sagði hún. “Stendur yður þá á sama þó þér móðgið aðra með stirðleika yðar, til dæmis forstöðumanninn og herra Wilberg?” “Já”, svaraði Ulrich, “og þeir mundu gjalda líku líkt. Það er ekkert vinfengi okkar á milli.” “Er það svo?” spurði Eugenie und- randi. “Eg vissi sannarlega ekki að samkomulagið milli yfirboðaranna og verkmannanna hér væri svona slæmt, og herra Berkow hefir víst ekki hug- mynd um það því annars mundi hann hafa reynt að miðla mál^im.” “Herra Berkow” sagði Ulricn í sárbeittum málróm “hefir í tuttugu ár skift sér af öllu i námunum öðru en verkmönnunum, og það mun hald- ast við þangað til við förum að skifta okkur af honum; og þá — já, tigna frú, eg gleymi að þér eruð kona sonar hans. Fyrirgefið mér!” Ungu konunni varð orðfall við þessa hörkulegu hreinskilni. Hún hafði reyndar heyrt kvis um þetta áður, en hin mikla beiskja i orðum Hartmanns sýndi henni hve ógurlegt djúp var staðfest milli tengdaföður hennar og verkmanna hans. Hún hafði sjálf orðið að kenna á sam- vizkuleysi tengdaföður síns, og því var hún í huga sínum meðmælt hverj- um þeim sem ákærði hann, en þar sem hún nú var kona sonar hans þá mátti hún ekki láta á því bera. “Þér viljið þá heldur ekki taka á móti neinni umbun frá minni hendi?” sagði hún og hvarf til hinnar fyrri samræðu frá hinu hættulega umtalsefni. “Þá get eg ekki annað gjört en að flytja lífgjafa mínum innilegt þakklæti. Viljið þér líka vísa því frá yður ? Eg þakka yður, Hart- mann!” Hún rétti honum hendina. Nokkrar sekundur lá litla mjúka hendin henn- ar í lófa unga námumannsins, en hon- um brá undarlega við. öll beiskja hvarf úr svip hans, hann laut ofan að höndinni svo mildur og blíður á svip, að yfirmenn hans mundi hafa furðað að sjá það. “Nú, nú, þér veitið hér áheyrn, Eu- genie, og það einum af verkmönnum okkar”, sagði Berkow gamli, sem kom inn i þvi bili og sonur hans með hon- um. Eugenie dró hendina áð sér og Ulrich rétti fljótlega úr sér, einsog hann hefði ekki þurft annað en að heyra þennar málróm, til þess að ná aftur óvildarsvipnum, sem ekki minn- kaði þegar Arthur spurði óvenjulega skarplega: “Hartmann, hvernig eruð þér hing- að kominn?” “Hartmann!” endurtók Berkow, sem tók eftir þessu nafni og gekk nær. “Þar er þá æsingamaðurinn kominn----------” CANADA ER HEILLARA MEÐ KING VESTUK-CANÁDA KKEFST AÐ HAN NSJE ENDURKOSINN STÖRF HANS Canada hefir fleygt áfram á þroska brautinni á þeim átta árum, sem hann hefir verið við völd. Er það hæfileikum hans að þakka og lög- gjöfinni, er hann hefir sniðið svo vel eftir þörfum tímans. STEFNUSKRÁ HANS RÁÐHERRAR HANS Þarfir Canada eru miklar. Can- ada hefir þörf fyrir þær framfarir, Hver maður í stjórnarráði Kings. sem Kingstefnan ein getur veitt. — hefir mikla o gvíðtæka þekkingu á Kingstjórnin biður um endurkosn- canadiskum málum. Alþekktir fyrir ingu á þessum grundvelli: hæfileika síná og framsýni í að Vikkun verzlunar. stjórna, alkunnir að trúmennsku og Lægri framleiðslukostnaður Meiri samvinna við ríkisheildina. einlægum vilja, að verða Canada að sem mestu liði. ----------------------Vestur Canadamenn í stjórn Kings- Skoðanir og nauðsynjar vesturfylkjanna verða lagðar fyrir ríkisráðið af fimm mikilmennum, sem vest- urfylkin eru stolt af að eiga fyrir fulltrúa RT- HON. W. L. MacKENZIE KING, Premier (Prince Albert) HON. CHAS. DUNNING’ Minister of Finance (Regina) HON. CHAS. STEWART, Minister of the Interior (Edmonton West) HON. W. R. MOTHERWELL, HON. T. A. CRERAR, Minister of Agriculture (Melville) Minister of Railways (Branddon) ÞETTA ERU FIMM BEZTU ASTÆÐURNAR TIL AÐ STYÐJA KINSTJÓRNINA. Greiðið atkvæði með King - þingmannsefni N afns pjöl íd ** Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd lllilc Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungmasjúk- dóma. Er aí finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Tnlsíml: 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — Aó hitta: kl. 10—12 ♦ h. og 3—6 e. h. Helmili: 806 Victor St. Sími 28 130 DR. B. H. OLSON 210-220 Medieal Arts Bldfc. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21834 VitStalstími: 11—12 og 1_6.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 21« MEDICAL ARTS HLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eiUKTOn^n autfna- eyrna- nef- ng kverka-sjflkdAma Er a« hit^a frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e h. TalMÍmi: 21834 Heimili: 638 McMillan Ave. 42691 TaUfmÍ: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIU 614 Snmeraet Bloek Portaee Avenue WINNIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. I»vl afl ganga undir uppHkurtS vifl botnlanKahólgu, k>i lÍNteinum, uiairn- og lifrarveikif Hepatola hefir gefist þúsundum manna vel víósvegar í Canada, ó hinum sít5astlit5nu 25 árum. Kostar I $6.76 met5 pósti. Bæklingur ef um J er bet5it5. Mra. Geo. S. Almns, Box 1073—14 Saskatoon, Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur líkkistur og ann&st um útfar* ir. Allur útbúnat5ur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvartSa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Publicatiö^authörizé^^E^^ortér^örtag^E^rairie “Sem stöðvaði ólmu hestana okkar og sjálfur hlaut sár við að bjarga lífi okkar,” sagði Eugenie stillilega en þó í mjög einbeittum málróm. “Það er svo!” sagði Berkow, og brá undarlega við. “Einmitt það! Eg hef nýlega heyrt minnst á það og for- stöðumaðurinn sagði mér að þér og Arthur hefðuð launað ríflega. Ungi maðurinn er hér þá líklega til þess að þakka fyrir gjöfina? Eruð þér ánægður með hana, Hartmann?” Hartmann hnyklaði brýrnar, og svarið, sem komið var fram á varir hans hefði líklega valdið vandræðum, ef Eugenie hefði ekki gengið nær hon- um Og lagt hendina á handlegg hans til að vara hann við. Hann skildi hvað hún vildi, og þegar hún horfði á hann áhyggjufull, þá hvarf hatur hans og ofsi aftur og hann svaraði stilli- I lega: “Jú, vissulega, herra Berkow, eg er ánægður með þakklæti tignar frúarinnar.” “Mér þykir vænt um það!” sagði Berkow stuttlega. Ulrich sneri sér að Eugenie: “Eg má þá vist fara, tigna frú?” Hún beygði höfuðið til samþykkis, því hún sá hve mikil hugraun það var fyrir hinn skapmikla mann að stilla sig; og er hann hafði kastað kveðju á húsbóndann og son hans með lít- illi bliðu, fór Ulrich burtu. G. S. THORVALD^ON B.A., L.L.B. LöQfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfrœðingar 709 MINING EXCHANGB Bldg Sími: 24 963 356 Moin St. Hafa einnig skrifstofur að Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lógfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. Mrs. B. H. Olson TEACHER OF SINGING 5 St. James Place Tel. 35076 Bjömvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Music, Composition, Theory, Counterpoint, Orche»- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. StMI 71821 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIAltO 8.14 BANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Pianokennari Phone 34 785 —Kennslustofa— 693 Banning Street TIL SÖLU A rtDÝRD VERÐI “FURNACK” —bæhi vlt5ar os kola "furnace” lStltt brúkat), or til sölu hjá undirrltuöum. Gott tækifæri fyrlr fólk út á landl er bæta vilja hltunar- áböld á helmJllnu. GOODMAN & CO. T80 Toronto St. Slml 28847 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Bagtage and Fnrnitnre Moring 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. 100 herbergi meö et5a án baOa SEYMOUR HOTEL verö sanngjarnt Stml 28 411 C. G. HFTCHISON, elKandl Market and King St., Winnlpeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánufii. Kvenfélagið: Fundir annan þriBjtt dag hvers mánaöar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkuri~*i: AJfingar á hverju frmtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. <*.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.