Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 23. jÚLI, 1930. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA Um íslendingadaginn á Hnausum Pyrir nokkrum árum síðan skrif- aði eg dálitia gamangrein í Lögberg um Islendingadaginn á Hnausum, og nefndi hana "Islendingadagurinn í Paradís”. Eg ásamt öðrum fleirum, sem ekki voru bílaeigendur, leit þann ig á, að almennt hátíðahald fyrir fólk í vestur- og austurhéruðunum í sam- einingu bæri að halda nálægt mið- punkti sveitarinnar, svo að sem flest- um gæfist kostur á að njóta skemt- ananna. Við urðum í minnihluta- há- tíðin var haldin á Hnausum. Ekki datt mér í hug þá, að svo miklar og snöggar breytingar yrðu á högum manna hér um slóðir, sem nú er orð- in raunin á. Nú má heita að hvert íslenzkt heimili hafi einhverskonar bíl, og er það nú ekki lengur þrætu- epli hvar Islendingadagurinn skuli haldinn, þar eð mönnum hefir tekist að svo miklu leyti að útrýma tíma og rúmi . Þessar árlegu hátíðir okk- ar Ný-Islendinga, hafa undanfarin. ár ekki átt sér neinn samastað, held- ur hafa þær verið háðar hér og þar til skiftis I þorpunum. Á þessu voru miklir annmarkar. Allar eða flestallar þessar hátíðir um langt skeið hafa þó haft það sam- merkt að vera framúrskarandi að- laðandi. Vinsældirnar hafa verið látnar í Ijós með aukinni aðsókn ár frá ári, en það hefir aftur á móti gefið forstöðunefndunum byr undir báða vængi, enda hefir ekkert verið látið ógert, að gera fólki stundina sem ánægjulegasta. Fyrir ári siðan var fjárhagur þessa fyrirtækis svo glæsilegur, að þáver- andi stjórnarnefnd (sem í raun og sannleika hefir setið að völdum h. u. b. helmingi lengur en Kingstjórnin) sá sér fært að kaupa landspildu, sem svo skyldi reisa á tilhlýðilega bygg- ingu fyrir áframhaldandi Islendinga- daga í komandi tíð. (Til frekari skýringar viðvíkjandi nefndinni þykir rétt að geta þess, að hún er kosin til lífstíðar eins og sen- atið, þó að aðferðin sé frábrugðin, að því leyti að hún kemur saman einu sinni ár hvert, til þess að end- urkjósa sjálfa sig, og bæta einum eða tveimur minniháttarmönnum inn í, til þess að gera alþýðuna ánægðari. Nú eru orðnir um 30 í nefndinni. Þeir eru allir stjórnarsinnar, engin “opposition”) Ef þú lesari góður, ert einn af þeim þremur þúsundum, sem heiðr- aðir hinn nýja reit með nærveru þinni síðastliðið sumar, mátt þú leggja blaðið frá þér. Eg veit að þér mun standa það enn í fersku minni, hvað þessi skemtistaður er aðlaðandi, hve ræðurnar voru viturlega og sköru- lega fluttar, hvað hornaleikaraflokk- urinn fyllti vel upp í allar eyður, og!' þá ekki sízt, hvað ánægjulegt það var að hitta gamla og góða kunn- ingja, rabba við þá um landsins gagn I og nauðsynjar, eða kannske þú haf- ir hitt gamla ástmey, sem lofaði þér að leiða sig í lundinum fagra og raula enn einu sinni hinar hugljúfu hendingar Þorsteins: “Að minnast á armlög þín, ástrík og góð, og allt sem að þú hefir talað”. , Þetta og annað þvíumlíkt getur ekki verið liðið þér úr minni . Þessi litli ljósgeisli, sem þér hefir lánast að að flétta inn í tilveru þína. Eg veit að þú bíður með eftirvæntingu eftir annari eins stund. En ef þú, lesari góður, ert einn af þeim, sem ekki hefir stígið fæti á •‘‘Iðavelli”, þá reyndu að hugsa þér j stað, þar sem himin og jörð mætast | og lauga sig í djúpi lagar, og eru þerruð af vindblæ, sem er varmur eins og andblær í kossum, þar sem aldrei er of heitt og aldrei of kalt, er alltaf svo mátulegt, hressandi og svalt. Þar sem skrúðgrænan bak við þig skóginn þú sérð, sem skjaldborg fyrir sól og næðingsvindum, en fram- undan vatnið og víðsýnið, er það vek ur jafnvel sjón hjá áður blindum. Þar sem sólin skín á daginn* en skuggi skrýðir nótt. Ef þú ert full- | orðinn, getur þú gleymt því um stund. Þú getur stokkið með strákunum, þú getpr steypt þér á sund. Þú getur stríplast með stelpunum, og velt þér í vatni og sandi. Það er hressandi að vera hálfur í sjó og hálfur á þurru landi. Og svo er eitt, sem er undra- vert og enginn veitir sér heima, en það er Brynjólfur Þorláksson, og því máttu alls ekki gleyma. Fríður er hans flokkur og furðu stór, blandað- ar raddir, sóló og karlakór. Og svo er það eitthvað svo kjút að sjá karl- inn með prikið. En nú má eg ekki segja þér mikið meira, þú verður að læra þá leyndardóma og líta þá sjálfur og heyra. En ef þú ert snið- ug að snúast og lipur og létt á fæti, stígur þú verðlaunavals, og kannske þú kórónir daginn um kvöldið á old timers dans, ef verðlaunin berð þú úr býtum, þér bundinn er dansmeyja krans. Það er aðeins einn galli á Iðavöll- um, en sá galli nær ekki til allra, og ef þú, lesari góður, ert Islendingur f húð og hár ,nær hann alls ekki til þín. En §f þú aftur á móti hefir ver- ið fleginn og færður í nýja húð, gæti hugsast að þú mættir hér einum erf- iðleika. Nafnið gæti nefnilega vöðl- ast óþægilega í munninum á þér. Taktu þess vegna þetta “tip” frá mér. Ef þú finnur að "eðið” og “ell- in” eru hinumegin við tunguna, sem þú brúkar auðvitað þenna dag, þá láttu sem þú þurfir að hnerra, en getir það ekki, og tekur þá enginn eftir því þó þú berir það fram “Æda- vala”. Einn af 30. Frá Islandi W. J. Lindal Það hefir láðst að geta um það í Heimskringlu, og hafði þó athygli hennar verið að því dregin, að í sam- bandi við þessar kosningar, sem nú standa yfir, var landi vor, W. J. Lin- dal lögfræðingur, kjörinn af liberal flokknum aðal umsjónarmaður kosn- inga í Manitoba fylki. Er verk það svo umfangsmikið og vandasamt, ekki sízt eins og á stendur I þessum kosningum, að það ber vott um, að sá maður njóti mikils álits og full- komins trausts liberal flokksins, er til þess er kjörinn. I verki þessu er svo margt innifal- lið að vér getum því ekki í fáum orð- um lýst. En umsjón allra fundar- halda, móttaka forsætisráðherra og hálfrar tylftar af ráðherrum hans á ferð um landið að halda ræður, allt auglýsinga stússið, og síðast en ekki sizt að sjá um fjármálin í sambandi við þetta allt saman, gefur nokkra hugmynd um, hve starfi þessu er samfara mikil ábyrgð, og að leysa það viðunanlega af hendi er þeim ein um hent, er fjölhæfum gáfum eru gæddir, og þaullesið hafa sig inn í stefnu stjómarflokksins. Þó Heimskringla eigi ekki í stjórn- málum samleið með Mr. Lindal, hafa J henni ekki dulist hæfileikar hans og | hún telur flokki hans það lán, að l hafa falið honum þetta verk öðrum ! fremur, og Islendingum sóma að því, I er svo mikið traust er til þeirra bor- j ið af hérlendum mönnum, sem þetta ' sýnir. Walter J. Lindal er vel pekktur vor ' á meðal, og í hverju sem hann hefir tekið sér fyrir hendur, hefir hann reynst dugandi drengur, frá því að vér fyrst þekktum hann, en það var haustið 1905, er hann sem fiskimað- ur norðan frá Winnipegosis ítom hing að til þess að byrja nám við Wesley College. Arið 1911 útskrifaðist hann af háskóla Manitobafylkis, eftir svo aðdáunarverða frammistöðu, að Is- lendingar fá honum það seint þakkað að verðleikum. Hann tók ekki að- eins hæsta verðlaunapening í náms- grein sinni við prófið, heldur hlaut. hann einnig siðustu tvö árin á skól- anum svo háan vitnisburð, að um mörg ár, og gott ef ekki til þessa dags, hefir enginn námsmaður í neinni námsgrein nokkurntíma tekið svo háan vitnisburð við Manitobahá- skólann. Vér höfum ekki að minnsta kosti heyrt annað, en að hann haldi þessum heiðri enn. Seinna fór hann til Saskatchewan og byrjaði þar að nema lög og lauk lögfræðiprófi skömmu áður en hann innritaðist í herinn. A Frakklandi varð hann fyr- ir slæmri gaseitrun. Til Canada kom hann aftur í lok ársins 1917, og hefir, að undanteknum þeim tíma, er hann hefir á sjúkrahúsi verið til að leita lækningu á áfalli því, er hann varð fyrir í hernum, stundaði hann lögfræði störf í Winnipeg. Árið 1827 sótti hann um þingmennsku í Winnipeg i fylkiskosningunum, en náði ekki kosningu. 1 félagslífinu hefir hann teklð mik- inn þátt og nýtur þar mikilla vin- sælda. Siglufirði 12. júní. Fannkomuhrið í fyrrinótt og gær- dag. Setti niður hnéháan snjó á öllu láglendi hér í sjó fram. Allur fén- aður var tekinn á gjöf. Hríðinni létti upp í gærkvöldi og er nú sæmi- legt veður, en norðan stórsjór. Nokkr- ir bátar rónir. Maður féll í fyrradag út af vél- bátnum Reyni, en náðist. Varð það honum til bjargar að loft hljóp í sjó- stakk hans. Manninn sakaði ekki. Mörg færeysk og norsk fiskiskip liggja hér inni. * * * Rvik 13. júní. “Antonia” er væntanleg í kvöld kl. 10. A meðal farþeganna eru pró- fessor Sveinbjörn Johnson, en hann er einn fulltrúi Bandaríkjanna á Al- þingishátíðina, Dr. Brandson, Winni- peg, einn af þremur Alþingishátíðar- fulltrúunum fyrir Canada, og Major dómsmálaráðherra, fulltrúi fylkis- þingsins i Manitoba, Dr. W. A. Cra- gie, íslandsvinurinn frægi, mun vera meðal farþeganna, en W. Kirckonne’l prófessor, sem um var skrifað í Vísi í gær og ætlaði að koma með Antoníu kemur ekki fyr en á Montcalm, skipi því, sem flytur Islendingana, sem eru á vegum heimferðarnefndar Þjóð- ræknisfélagsins, og kemur þann 21. júní. A Antoníu munu vera um 560 farþegar. Af þeim eru um 180 há- tíðargestir og er mikill hluti þeirra Vestur-íslendingar. * * * Rvik 13. júní. Með síðustu skipum kom hingað til bæjarins flugvél, er Albert Jó- hannesson bifreiðarstjóri á Vífils- stöðum hefir keypt. Er flugvélin komin til Vífilsstaða og er verið að setja hana saman í dag. Albert hefir keypt flugvél þessa frá Californíu. Er það einmennings vél með 20 hestafla mótor. Er hún svo létt, að til þess að hefja sig til flugs þarf hún ekki nema 50 metra færi. Albert mun fyrst og fremst ætla sér með flugvélinni að fara í smá- ferðalög um landið. Hefir hann not- ið einhverrar tilsagnar í flugfræði og verið viðstaddur flugæfingar í Englandi. Þó mun hann hafa fengið í lið með sér íslenzka flugmanninn Sigurð Jónsson, til þess að reyna flugvélina og verður hún reynd ein- hvern næstu daga. Siglufirði 16. júní. Vegleg guðsþjónusta i gær í kirkj- unni í minningu um 1000 Alþipgisaf- mælið. Presturinn, séra Bjarni Þor- steinsson flutti skörulega ræðu. Söng- flokkur söng í messulok þjóðsöng séra Matthíasar, en menn hlýddu á stand- andi. Aflatregt og beitulítið. Góðviðri. Allan snjóinn, sem nýlega kom, hef- ir nú tekið upp. þ/r settt tiotift TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. MUNCIPALITY OF VILLAGE OF GIMLI Sales of Lands for Arrears of Taxes By virtue of a Warrant issued by the Mayor of the MUNICIPALITY of VILLAGE OF GIMLI, in the Pro- vince of Manitoba, under his hand and the corporate seal of the said Municipality, to me directed, and bearing the date of 4th day of June, 1930, commanding me to levy on the several parcels of land hereinafter mentioned and described, for the ar- rears of taxes due thereon with costs, I do hereby give notice that unless the said arrears of taxes and costs are sooner paid, I will sell of Satur- day, August 30th, 1930 at the council chamber in the Town Hall in the said Municipality, at the hour of twp o’clock in the afternoon, proceed to sell by public auction the said lands for árrears of taxes and costs. to v (D be M rt o m o tí E cS b O Lot 61 .... 1 13744 9.45 .50 9.95 Lot 76 .... 1 13744 86.43 .50 86.93 Lot 78 .... 1 13744 47.76 .50 48.26 Lts. 65-66 2 24427 39.17 .50 39.67 Lot 89 .... 2 24427 13.50 .50 14.00 Lot 7 .... 5 13744 9.45 .50 9.95 N. 53 ft. Lot 63 .... 7 13744 59.42 .50 59.92 Dated at Gimli this 17th day of July, 1930. B. N. JONASSON, Sec.-Treas., Village of Gimli RURAL MUNICIPALITY OF GIMLI SALE OF LANDS FOR ARREARS OF TAXES By virtue of a warrant issued by the Reeve of the RURAL MUNICI- j PALITY OF GIMLI, in the Province of Manitoba, under his hand and the j corporate seal of the said Municipality, to me directed, and bearing date ' the 6th day of June, A.D. 1930, commanding me to levy on the several par- [ cels of land hereinafter mentioned and described, for the arrears of taxes due thereon with costs, I do hereby give notice that unless the said arrears J of taxes and costs are sooner paid, I will on Friday, the 29th of August, 1930, at the council chamber at Gimli, in the said Rural Municipality, at the hour of two o’clock in the afternoon, proceed to sell by public auction the said lands for arrears of taxes and costs. m xn <v N g S m - ^ O O < S O E" 114.91 .50 115.41 43.80 .50 44.30 252.71 .50 253.21 210.61 .50 211.11 87.89 .50 88.39 121.98 .50 122.48 95.19 .50 95.69 > 62.44 .50 62.94 c 88.79 .50 89.29 hJ P 16.35 .50 16.85 g 22.18 .50 22.68 ST 82.76 .50 83.26 36.30 .50 36.80 • Descriptio Sec. Twp. Rge. Acres moi or Less S. W. v* 9 18 4 E 160 s. y2 of N.W. v*.... 22 18 3 E 80 S.E. % 33 18 4 E 160 S.E. V* 8 19 4 E 160 S.W. \í 34 18 3 E 160 E % of N.E. \i . . 11 19 3 E 80 N. E. V* 6 20 4 E 160 Fraetional N.E. Vt 4 21 4 E 40 s. y2 of s. y2 .... 12 21 3 E 160 Subdivisions:— Lot 1; Block 2; Plan 933 ............. Lot 5; Block 7; Plan 1759 ............ N. 33 ft.; Lot. 2, Block 4; Plan 891 ... Lots 1, 2, 3; Block 1; Plan 1227 ..... Dated at Gimli, Manitoba, this 18th day of July, 1930. E. S. JONASSON, Secretary-Treasurer, Rural Municipality of Gimli. y Ap '- ‘ ðS ETHYL Ár eftir ár bætast þúsundir við tölu þeirra, er nota einungis British American Gasolene og Lubricating oil. Eigendur bila, dráttvéla og trucks hafa reynt, að vorur þessa canadiska félags eru ávalt hinar beztu árið í kring. VISS TEGUND FYRIR HVERN BIL, TRAC- TOR OG TRUCK 4W EtfGlNE 77't’ British American Oil Co. Limited Suþer-Power <nifi British Anierican ETHYL Gdsolcnos - úatutono Oi/s I r SAFNIÐ POKER HANDS Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. SKEGGBURSTI Fjögur setti af Poker Hands VE A KLUKKA Fimm setti af Poker Hands BLYSLJÓS Átta setti af Poker Hands Fyrir þær getið þér fengið dýrmæta muni POKER HANDS ERU EINNIG í EFTIRFARANDI ALÞEKTUM TÓBAKSTEGUNDUM MiÍlbanK Sigarettur WincHester Sigarettur Rex Sigarettur Old Ciits.m tobaK Ogdens plðtu reyRtobaK Dixie plötta. reyRtobaR Big Ben munntobaR Stonewall JacRson Vindlar (í vasa pökkum fimm í hverjum) AXLABÖND Tvö setti af Poker Hands Tvö setti af Poker Hands KETILL Tíu setti af Poker Hands SPIL Eitt setti af Poker Hands

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.