Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.07.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIM3KRINCLA WINNIPEG, 23. jCLI, 1930. Bökunin tekur skemri tíma, minni tyrirhöfn og minna mjöl ef þér notið - - - - - obínHood PIiOUR “Peningana til baka” ábyrgðin í hverjum poka 13 Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK “Hvað mér þykir vænt um að hitta þig, Ventre de Guillaume! Hvílíkur fundur! Og Goddrell hinn prúði. Þú manst eftir Mallet de Graville. Og í þessum ósjálega búningi, gangandi og í fylgd me ðþorpurum, löðrandi af svita. Á meðal almúgamanna finnur þú þann hinn þrekaða mann!’’ “Velkominn!” mælti Goðröður dálítið feimnislega. “En hvernig kemur þú hingað og að hverjum ertu að leita?’’ “Að Haraldi hertoga þínum, maður — eg vona að hann sé hér.’’ “Ekki er hann það; en ekki er hann langt burtu; fram við mynni árinnar Caer Gyffin Þú skalit fá þér 'bát, og kemstu þá þangað fyr- ir sólsetur.” “Er von á bardaga bráðlega? Dóninn þarna lék á mig og sveik mig. Hann lofaði mér orustu, en við höfum engum mætt.” “Haraldur gerir hreint fyrir sínum dyrum,” svaraði Goðröður brosandi. “En þú verður kannske viðstaddur, þegar kemur að dauða- dómi. Við höfum loksins afkróað hið velska ijón- Hann getur ekki umflúið okkur eða óg- urlegan dauða- Sjáðu. þarna!” og Goðröður benti til hæðanna á Penmaenheiðinni. “Jafn- vel í þessari fjarlægð geturðu enn grillt í eitt- hvað grátt og dimt, sem ber við himinn.” “ÁJíturðu augu mín svo óvön umsátrum, að eg sjái ekki turna? Háir og fyrirferðar- miklir eru þeir- þó þeir sýnist renglulegir í þessari fjarlægð.” “Uppi á þessari hæð. og í þessum tumum er Griffiður. hinn velski konungur. með það sem eftir er af herafla sínum. Hann getur ekki komist undan. Skip okkar gæta allra stranda landsins. Her okkar. hér eins og ann- arsstaðar. er fyrir í hverju fjallaskarði. Njósn- arar eru á flakki nótt og dag. Vitahæðir Wales eru skipaðar varðmönnum vor- um- Og ef hinn velski konungur skyldi koma niður af hæðunum, myndu merkin leiftra frá varðstöð til varðstöðvar, og umkringja hann með eldi og Járni, hvert sem hann sneri sér- Til virkisins þarna, sem sagt er að byggt sé af djöflum eða risum, gegnum fjallaskörð og skóga, yfir kletta og kiungur, gegnum fen og foræði, höfum vér elt hann- í orustum og við að afla sér vista, hefir hjarta hans blætt- Og þú munt hafa séð rauða blóðdropana á vegin- um, þar sem steinarnir segja frá sigurvinning- um Haraldar.” “Hraustur maður og sannur konungur er hann þessi Griffiður.” sagði Normaðurinn með talsverðri aðdáun. “En” bætti hann við kulda- legar en áður; “eg viðurkenni. hvað mig áhrær ir- að þó eg hafi meðlíðun með hinum hrausta manni, sem er yfirunninn, þá virði eg ekki síð- ur þann manninn, sem vinnur sigurinn. Og þó eg hafi séð lítið af þessu hálfvillta landi enn sem komið er, þá get eg vel dæmt af því, sem eg hefi séð, að enginn foringi, sem ekki er gæddur óþrjótandi þolinmæði, og sein ekki væri allra manna fræknastur, gæti yfirunnið hug- aðan og hraustan óvin, í landi, þar sem hver steinn og hver klettur er varnarvirki.” “Það er eg hræddur um,” mæiti Goðröð- ur. “að samlandi þinn Hrólfur hafi sannfærst um- því völskur hröktu hann sorglega. og or- sökin er augljós. Hann vildi endilega nota hesta. þar sem engir hestar gátu fótað sig. og albrynjaða menn, tii þess að berjast við menn, léttklædda og léttfæra sem svölur, sem iíða yfir jörðina og hverfa svo inn í skýin. Harald- ur var honum hyggnari, og breytti Söxum vor- um í Völskur, sem þutu engu síður en hinir og klifruðu þar sem hinir klifruðu. Sennan hefir líkst bardaga fuglanna. Og nú er eftir örnin ein, í sínju síðasta eyðilega fjallafylgsni ” “Orustur þær, sem þú hefir verið í, hafa mjög mikið aukið á mælsku þína, vinur minn,’ sagði Normaðurinn lítillátlega- “Samt sem áður get eg ekki annað en álitið, að fáeinir léttir hestar---------” “Gætu klifrað yfir fjallabrúnirnar,” greip Goðröður hlæjandi fram í- Normaðurinn horfði út í biáinn og þagði. en hugsaði þó með sjálfum sér: “Sexúlfur er enginn heimskingi þrátt fyrir allt ” í. ____________ SJöunda bók. HINN VELSKI KONUNGUR. Fyrsti Kapítuli. Sólin hafði sent sína síðustu geisla yfir hinar bugðóttu bárur Cyn-wy fljótsins. Þegar þetta gerðist- sem að framan er skráð* **) var hinn mikli kastali ekki til » kastalinn- sem nú er minnismerki Játvarðar Plantagenet- og er uppáhald Völskulands. En til viðbótar við fegurð þá, sem þessi blettur hafði þegið frá náttúrunnar hendi, var ekki laust AÚð að hann benti á fomar listjr. Óvandað virki gnæfði yfir Gyffin-ánni, sem sýndist eins og vaxi/5 upp úr öðru stærra verki rómversku, sem þar hefði staðið fyrrum. En rétt á móti virkinu á hinum mikla en óyndislega Gogarth-höfða, sáust enn eyðileg- ar gráar leifar hinnar tignarlegu borgar, sem fyrir öldum síðan var eyðilögð af eldingum. Allar þessar leifar valds og mikillætis, er Rómverjar létu til einkis Bretunum eftir, fylltu menn sorglegum en hátíðlegum tilfinningum. Og við þá hugsun blandaðist sú tilfinning, að þarna yfir á þverhnípinu væri hinn hrausti prins hetjuþjóðar. hvers ætt um aldaraðir blandaðist öllum konungaættum á Norðurlönd- um- sem biði nú dóms síns á meðal fallinna manna. og í því eina vígi- sem náttúran enn lagði honum til- ■ En þessar tilfinningar sæmdu ekki hinum herskáa og eftirtektarsama Normanni. í hvers æðum rann blóð nýrrar ættar — sigurvegara- “í þessu landi.” hugsaði hann, “miklu fremur en í landi Saxa, eru rústir hinna gömlu tíma; og þegar nútíðin getur hvorki haldið Við hinu gamla né endurbætt það, þá ber framtíðin ekki annað í skauti sér en undirokun og von- leysi” í góðu samræmi við leikni og sérstakt hernaðarfyrirkomulag Saxa, t,em virðast hafa lagt ala áherzlu á múrveggi og síki, sem voru ef til vill ódýrustu og fljótgerðustu varnir, sem hægt væri að hugsa sér, hafði nýt síki verið grafið á tvo vegu, sameinað á þriðju og fiórðu hlið við árnar Cyn-wy og Gyffin. En bátnum var róið fast upp að múrnum- og Normannin- um, sem stökk nú á land> var óðara fylgt til jarlsins. Haraldur sat við óvandað borð og laut yf- ir uppdrát af fjallinu Penmaen. Járniampi stóð hjá landabréfinu. þótt enn væri bjart 1 lofti. Jarlinn stóð á fætur. þegar De Graville gekk inn- með sinni viðhafnarmiklu kurteisi, sem er svo töm ættmönnum hans. Og hann sagði á sinni beztu saxnesku: “Heill sé Haraldi Jarli. Vilhjálmur Mallet de Graville- Normaðurinn, heilsar honum og. færir fréttir handan um haf.” Það var aðeins eitt sæti í hinu fátæk-. lega herbergi, sætið sem jarlinn hafði staðið upp af. Hann setti það blátt áfram og kurteis- lega fyrir gést sinn, studdist við sverðið, og sagði á Normannamáli, sem hann var miög vel aði sér í: “Það eru ekki litlar þakkir, sem eg skulda herra de Graville, að hann hefir tekið sér á hendur ferðalag á sjó og landi fyrir mínar sak- ir- En áður en þú segir mér fréttirnar- þá bið eg þig að gera svo vel og þiggja hressingu og hvíld.” “Hvíld myndi ekki verða óvelkomin. og fæða, ef ekki bundin algerlega við geitarost og kálfskjöt — nýtt sælgæti mínum éómi — myndi verða talsvert tælandi- En hvorki get eg tekið fæðu né hvíld- minn göfugi Harald- ur> fyr en eg hefi afsakað mig, sem útlending- ur. fyrir að hafa þannig brotið að nokkru þau lög, sem gerðu okkur Normenn útlæga; og viðurkennt þakksamlega hinar kurteislegu viðtökur. sem eg hefi mætt af samlöndum þín- um, þrátt fyrir það ” “Hreinskilni herra,” svaraði Haraldur, “fyrirgefið oss, ef vér sakir virðingar fyrir lög- um vorum, höfum sýnst óvinveittir þeim, sem á einhvern hátt hafa brotið þau- En Saxar eru aldrei ánægðari. en þegar útlendingur heim- sækir þá sem vini þeirra. sem setjast á meðal þeirra sem verzlunar- eða iðnaðarmenn, eins og Flæmingjar. Langbarðalandsmenn, German- ir og Gyðingar. Vér bjóðum skýli og samúð vora þeim fáu. sem heimsækja oss- eins og þú, Normaður; leggja út á höf til þess að bjóða oss þjónustu sína> fögnum vér hartanlega og bjóð- um þá velkomna.” Hrifinn af þessum óvæntu og vingiarnlegu mótttökum hjá syni Guðina, tók Normaðurinn þétt í hönd þá, sem rétt var að honum, rétti fram skrín nokkurt, og sagði nákvæmlega en þó viknandi frá fundi þeirra frænda síns og Sveins, og frá andlátsbón þess síðarnefnda. Jarlinn hlustaði og horfði niður fyrir sig, en skugga sló á andlit hans. og þegar de Gra- ville hafði sagt sögu sína> sagði hann með til- finningum, sem hann reyndi árangurslaust að halda í skefjum: “Eg þakka þér hjartanlega, göfugi Nor- maður- fyrir velgerð þína, sem er svo vingjarn- lega af hendi leyst. Eg — eg —’’. hann hikaði. “Sveinn var mér mjög kær. Vér heyrðum. að hann hefði dáið í Lýcíu, og hörmuðum hann mikið og lengi. Svo eftir að hann hafði tal- að þannig við frænda þinn — hann, hann — Ó, Sveinn bróðir minn!” “Hann dó,” mælti Normaðurinn í hugg- lunarrómi; “en eftir að hafa játað brot sín og fengið lausn, rólegur og öruggur í trúnni, eins og þeir allir deyja, sem hafa kropið við gröf frelsarans.” j Haraldur hneigði höfuðið. og handlék skrínið. sem bréf- ið var í, og virtist varla þora að opna það- Riddarinn sjálf- ur, sem einnig var snortinn af sorg Haraldar, þó hann léti ekki á bera> reis nú á fæt- ur og dró sig í hlé fram að dyrunum. Úti fyrir beið em- bættismaðurinn. sem hafði fylgt honum þangað- Haraldur reyndi ekki að aftra honum frá að fara. en fylgdi honum yfir þröskuld- inn. og skipaði embættis- mannimum í fáum orðum að sjá um vellíðan gestins- Síð- an sagði hann, eins og við sjálfan sig: “Að morgni munum við, herra de Graville, hittast aft,- ur- Eg sé að þú ert einn af þeim mönnum, sem ekki þarf að útskýra fyrir eða afsaka, manns eðlilegu tilfinningar, þegar sorgina ber að hönd- um.” “Göfugmannleg framkoma-’ sagði Normaðurinn lágt við sjálfan sig. “En hann hefir normannskt ef ekki n-orskt blóð í æðum.” Síðan sneri hann sér að embættismann- inum og sagði upphátt: “Góði herra! Viltu segja mér hvort nokk- urt kjöt er til annað en kálfskjöt, og nokkuð annað að dreklca en mjöðurinn.” “Vertu óhræddur, gestur,” svaraði em- bættismaðurinn. “því Tosti jarl hefir tvö skip þarna úti á firðinum. og hefir sent okkur vist- ir- sem jafnvel myndu geðjast Vilhjálmi Lund- únabiskupi. Því Tosti jarl er gefinn fyrir lost- ætan mat.” “Gefðu mér þá meðmæli til Tosta iarls,” mælti riddarinn; “hann er maöur að mínu geði,” II- Kapítuli. Þegar Haraldur kom inn í herbergið á ný. rak hann slagbrand fyrir hurðina, opnaði skrínið og tók fram hið kruklaða bréf:— “Þegar þessar línur ná þér- Haraldur, verður bróðir þinn og æskuvinur sofnaður svefninum langa, laus frá dómum mannanna og jarðarinnar vonzku. Eg hefi kropið við gröfina; en engin dögg hefir fallið á jörðina — engin lind líknarinnar streymt, þar sem barn ólánsins gæti endurskírst í. Þeir segja mér — prestarnir og múnkarnir segja mér, að nú hafi eg afplánað allar mínar syndir; að hið ægilega lausnargjald sé borgað; að eg geti nú haldið út í veröldina á ný og haft samneyti við mennina, laus við byrðina og með óflekk- að nafn. Trúðu því, bróðir minn! Biddu föð- ur okkar — ef hann er ennþá lifandi — að trúa því! Segðu Gyðu að trúa því! Og, bróðir minn, kenndu syni mínum að trúa því að það sé sann- leikur! Haraldur, enn á ný fel eg þér son minn; vertu honum sem faðir! Dauði minn hlýtur að leysa hann úr gíslingunni. Láttu hann ekki alast upp við hirð útlendingsins. í landi ó- vinanna. Láttu hinar ungu fætur hans troða holt og hæðir Englands; — láttu augu hans» laus við dimmu syndarinnar. drekka af bláum lindum himins þess- Þegar þetta nær þér> þá j verður þú orðinn meiri Guðina föður okkar- Völd komu til hans gegnum stríð og strit, sem laun gáfna og orku- Völd eru þér meðfædd. eins og styrkleikinn er þeim sterka; þau safn- ast að þér, hvar sem þú ferð- Það er ekki af því að þú keppir til þess, það er eins og náttúr- an hafi ákveðið að þú sért mikill! Skýldu barn- inu mínu undir skildi styrkleika þíns; leiddu hann út úr prísundinni við þína örtuggu hægri hönd . Eg biðekki um völd og virðingar hon- um til handa. Eg bið aðeins um, að hann megi frjáls anda að sér hinu tæra lofti Eng- lands! í trausti til þín, Haraldur, sný eg mér til veggiar, og leita friðar mínu sorgmædda hjarta.” Bréfið féll úr hendi Haraldar. “Þannig,” sagði hann raunalega, “hefir lokið þessu tilgangslausa lífi. Þó var Guðini stoltastur af Sveini í barnæsku okkar; enda var enginn honum ástúðégri í friði né grimm- ari í stríði. Móðir mín kennd honum norræna söngva, og Hildur leiddi hann í æsku um merk- ur og skóga við hetjusögur og söngva. Einn var hann af okkar ætt. er frá Dönum hafði ljóðgáfuna að erfðum þegið. svo að hann gæddi lífi og litum hvern dauðann hlut í nátt- úrunni . Ó. þú glæsti apaldur. er öllum svás- um söngfuglum gafst skjól í greinum þínum, þar sem fálkinn átti hreiður sitt og dúfan kurr- aði ástarsöngva. hversu kalinn og blaðlaus stendur nú eigi stofn þinn; eldingu lostinn og ormum nagaður!” Hann þagnaði og fól lengi andlitið í hönd- um sér. þótt enginn væri nálægur- “En nú,” hugsaði hann um leið og hann reis á fætur og gekk hægt um gólf í herberg- inu, “nú skil víkja að því, sem hendi er nær — syni hans- Oft hefir móðir mín ámálgað um gíslingu þessa, og oft hefi eg eftir þeim sent- Mjúkleg svör og undirförul og lævísleg- ar undanfærslur hefi eg alltaf fengið, og sömu svör hefir jafnvel Játvarður sjálfur fengið. En úr því að Vilhjálmur hefir nú leyft Normanna þessum að bera bréf þetta hingað, þá mun hann nú vissulega. játa því, sem orðið er rangsleitni og móðgun að hafna lengur; nú mun Haki snúa aftur til föðurlands síns og Úlfröður til arma móður sinnar.” III- Kapítuli- Mallet de Graville riddari hafði ekki fyr lagt höfuðið á svæfilinn, en blundur rann hon- um á augu, og svefninn hertók alla meðvit" und hans — eins og sæmir þeim manni, er við vopnaburð er vanninn og grípa verður hverja stund til þess að láta sér renna í brjóst, ef svo ber undir- En um miðnætti vaknaði hann við þann hávaða, að vel hefði mátt vekja sofend" urna sjö: öskur. hróp, köll, hornaþyt, fótatraðk og fjarlægar undirgangsdunur æðandi múgs og margmennis. Hann hljóp úr rúmi sínu> og um leið fylltist herbergið af ægilegri. blóð- rauðri birtu. Fyrst kom honum til hugar- að virkið stæði 5 björtu báli. Hann hlióp upp í veggbekkinn og leit út um varðgluggann. — Virtist þá sem ekki einungis virkið, heldur allt héraðið umhverfis stæði í Ijósum loga. en í þessum heljarbjarma sást fjöldi manna æðandi fram og aftur. fiæT og nær. Mörg hundnuð syntu yfir lækinn. klifruðu yfir víggarðana og þustu beint á spjót virkisliðsins- brutust gegn- um fremstu fylkingu þess, yfir stauragarðinn og þyrptust inn í virkisgarðinn; sumir hálf- brynjaðir — annaðhvort hjálm- eða brynju* klæddir eingöngu — isuniir í línskikkjum ein- um; margir hálfnaktir. Háreyst hailelúja- hróp* heyrðust innanum: “Út! út! Heilagur kross!”¥¥) Hann skildi þegar að þetta voru Walesmenn. er áhlaup gerðu á virki Saxanna. Á augnabliki hafði þessi vaski riddari herklætt sig að öllu. og með brugðinn brand í hendi geystist hann út um dyrnar, ofan stigann og niður í hallarsalinn, er fullur var af mönnum, er hervæddust í skyndi. “Hvar er Haraldur?” hrópaði hann. “Hann er þegar kominn út í víggrafirn- ar!” hrópaði Saxúlfur og hneppti að sér leður- brynjunni. “Nú eru lausir allir djöflar í Wales!” “Og þarna eru varðeldar þeirra? Þá er allur lýðurinn kominn yfir oss!” “Skrafaðu minna,” sagði Sexúlfur. “Þetta er hæðirnar, sem varðlið Haraldar heldur enn- þá- Njósnarar vorir komu viðvörunarorðum til þeira, og varðeldarnir igáfu oss í tíma vitn- eskju um áhlaup fjandmannanna, enda lægjúm vér nú annars hér fótalausir og höfuðlausir- Fram nú, drengir, og örugglega!” *) Árið 220 e. Kr., er biskuparnir Germanicus og Lupus leiddu Breta gegn Piktum og Söxum, páska- vikuna eftir að þeir höfðu.látið skírast, skipaði Ger- manicus þeim að hefja hróp sitt: Hallelúja. Bergmál- aði það um hæðirnar með svo miklum krafti, að fjand- mennirnir lögðu á flótta án þess að til orustu kæmi, en á flóttanum drápu Bretar af þeim fjölda manns. **) Heróp Englendinga var “Heilagur kross, Guð almáttugur,” er þeir lögðu í orustu, en “trt, út!”, eftir að í orustuna var komið. — Höf.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.