Heimskringla - 06.08.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.08.1930, Blaðsíða 1
Roy. R. Péturason x 45 Hoiim 8t. — OITY. DYERS & CLEANERS, LTD. Er tyrstir komu upp n:tl atJ afgreiCa verkift sama daginn. Lita og hreinsa fyrir þá sem eru vandlátir. W. E. THURBER, Mgr. Sími 37061 DYERS & CLEANERS, LTD. SenditS fötin ytSar met5 pósti. Sendingum utan af landi sýnd sömu skil og úr bænum og á sama verói. W. E. THURBER, Mgr. 324 Young Str., Winnipeg. XLIV. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN, 6. ÁGtJST, 1930. NtTMER 46 Islandíerlendum blöðum Sem dæmi um það .hvernig erlend- ir blaðamenn segja frá Islandi, er hér þýddur greinarstúfur eftir John S. Steele, fréttaritara Chicago Tri- hune, ritaður í Reykjavík rétt eftir Alþingishátíðina. Hann segir: “Island, sem er eitt hið einangr- aðasta land 1 heimi, norður við heim- skautsbaug, stendur að menningu ensju landi í Evrópu að baki, en flest- um framar, þótt áhrifa gæti þar lít- illa enn frá umheimýjum. Að vísu hefir ísland orðið fyrir nokkrum á- hrifum frá Frakklandi í málaralist, en i höggmyndasmiði hefir Island farið sínar eigin leiðir og eignast þar meistara, sem stendur einn sér. Einar Jónsson er líklegast einhver mesti myndhöggvari heimsins sem stendur, og að hann er ekki kunnari víðar, en enn er orðið, stafar mest- megnis af því, að hann hefir aldrei fengist við að gera myndir eftir pöntun. En öll myndasmíði hans er sérkennilega frumleg og ber vott um ríka ímyndunargáfu og einstaklings- einkenni. Er hann bezt kunnur í Ameríku af myndastyttu þeirri, er hann gerði af Þorfinni karlsefni, Is- lendingnum, sem fyrstur hvítra manna nam land í Ameríku. Stend- ur sú myndastytta i Fairmount Park í Philadelphia. » Einar Jónsson er líklegast eini listamaðurinn í veröldinni, sem heilt ríki hefir tekið upp á arma sína. Hefir íslenzka stjórnin hyggt hon- um safnbyggingu í Reykjavík, þar sem hann á fullkomið athvarf og get- ur algerlega gefið sig við list sinni. Þar býr hann og getur algerlega starfað eins og andinn inngefur hon- um, umkringdur af hinum ljómandi fögru listaverkum sínum. Hvað leiklistina snertir, á Island eina hina mestu leikkonu Evrópu', önnu Borg. Er hún starfandi leik- kona við konunglega leikhúsið í Kaupmananhöfn, en stödd hér sem stendur til að leika aðalhlutverkið í sorgarleik Jóhanns SigurjónssonaC, “Fjalla-Eyvindur”, sem hér er nú verið að sýna. I bókmenntum, fornum og nýjum, stendur Island engum að baki. Forn- sögurnar eru heimsfrægar, og nútið- arskáld Islenzk, verða talin með á- gætustu skáldum hvar sem leitað er. Er bókaframleiðsla meiri á Is- landi, að tiltölu, en í nokkru öðru landi í Evrópu, og í Reykjavik, sem aðeins telur 25 þúsundir íbúa, eru þrjú dagblöð gefin út og fjöldi viku- blaða, jafnvel í smáþorpum út um land koma út dagblöð. Astæðan fyrir þessari feiknamiklu andlegu starfsemi er sú, hve þjóðin er yfirleitt vel menntuð. Það er eigi aðeins að hver Islendingur kunni að lesa og skrifa, heldur kann íslenzk alþýða að lesa af skilningi, og ber skynbragð á góðar bókmenntir. — Skólaskylda er frá 10—14 ára ald- urs, en íslenzkum mæðrum gert skylt að kenna bbörnum sínum lestur og frumatriði talnafræðinnar, áður en þau ná skólaskyldualdri.” Á líka lund rita ótal fleiri af stór- blöðum heimsins, og höfum vér hvergi séð hallað hlut Islendinga í frásögnum af landi og þjóð í sam- bandi við hátíðina, nema ef vera skyldi í dönskum blöðum, þar sem heimskir menn, af misskilningi eða illgirni, gerðu veður af mistökum nokkrum, sem urðu öldungis á ó- vart og ekki að niðurlögðu ráði nokkurs manns, viðvikjandi danska fánanum, og bætt fyrir að fullu með afsökun forseta sameins þings og ræðu forsætisráðherra. SAMNINGAR MEÐ RÍISSIJM OG ÍTÖLITM. Nýlega hafa Rússar og Italir gert með sér og undirritað samning í Róm, þess efnis, að Italía selji Rúss- landi ýmsar vélar og vinnutæki, svo sem dráttarvélar, bíla of rafmótora, fyrir rússneska olíu, hveiti, við og annað hráefni, sem nauðsynlegt er til iðnaðarframleiðslu. Er þessi samningur talinn mjög svo hagkvæm ur báðum aðiljum, þar sem Italía er, eins og kunnugt er, mikið iðnaðar- land og á mikið af ágætum verk- smiðjum, en hefir ekki haft full not þeirra nú upp á síðkastið fyrir skort á hráefni. Þar hefir aftur Rússland af nógu að miðla, en er enn eigi bú- ið að koma fullu skipulagi á iðnað- armál sín. Er búist við, að fyrstu vöruskifti landanna fari fram í næsta mánuði, og muni þau nema um 25 miljónum dollara. *------------------------------* KANADA *---------------------------- Fengin eru nú fullnaðarúrslit kosn- inganna til sambandsþingsins, og hafa þingsætin þrjú, sem óvíst var um, þegar síðasta blað Heimskringlu var gefið út, fallið á þá leið, að conserva- tívar hafa fengið 2 af þeim, en liber- alar eitt. Kosningarnar hafa þá far- ið þannig: Conservatívar hafa hlotið 138 þing- sæti; liberalar 87; Sameinaðir bændur 10; prógressívar 2; liberal-prógressív- ar3; verkamenn 3; óháðir 2. * * * Eigi er ennþá fullvíst um það, hverjir muni taka sæti í hinu nýja ráðuneyti Mr. Bennetts, en fullnað- arákvörðun mun verða tekin um það fyrir lok þessarar viku, er hinn nýi stjórnarformaður tekur að fullu við völdum. * * * Skógareldar miklir hafa geysað í Norður-Saskatchewan á aðra viku, og hefir gengið erfiðlega að slökkva þá, þrátt fyrir mikinn mannafla, sem að því hefir unnið. Eru eldar uppi á milli 20 og 30 stöðum ,og eru einkum mikil brögð að nálægt Torch Lake, þar sem 60 miljón cubicfet af sögunarvið er í stórri hættu. Rign- ingar á sunnudaginn var drógu tals- vert úr eldinum. * * * Enska flugskipið R-100 lenti á St. Hubert flugvellinum í Montreal, föstudaginn 1. ágúst s.l„ eftir 78 klukkustunda og 51 mínútu flug frá Cardington á Englandi, og hafði þá farið 3364 mílna veg. Hafði ferðin gengið ágætlega að öðru leyti en því, að ytri belgurinn rifnaði talsvert í snarpri vindhviðu, sem gerði meðan skipið flaug yfir Father Point, Que- bec, á fimtudaginn og dró það tals- vert úr hraðanum. Var við þetta gert að nokkru leyti á fiuginu. En loftskipið varð að snara *sér um -±000 fet hærra upp í loftið, til þess að komast upp fyrir storminn. Þykir nú fullreynt að loftskip af þessari gerð séu ágætlega hæf til langfluga. önnur loftskip af líkri gerð, sem flogið hafa yfir Atlantshafið, eru ZR-3, byggt á Þýzkalandi fyrir Ame- ríku, fór yfir hafið frá Friedrichs- hafen til Lakehurst, N. J., í október 1924 á 81 klukkustund. Graf 2ePPe' lin fór sömu leið í hitteðfyrra á 111 klukkustundum og 46 mínútum og í fyrrasumar á 93 klukkustundum í annað sinn. Skömmu seinna fór R. 34, brezkt flugskip, frá Skotlandi til New York, á 108 klukkustundum. * » * Eitt hið sniðugasta bankarán, sem sögur fara af, var framið nú á þriðju daginn var austur í St. Anne de Bellevue, Que. Bófinn símaði fyrst til bankastjórans frá Montreal dag- ínn áður, og bað hann að vænta komu sinnar, en kvaðst vera stjóm- skipaður eftirlitsmaður bankans. Bað hann að allir pappírar og fjárhlutur bankans væri í lagi og til reiðu, er hann kæmi. Má nærri geta að banka- stjórinn færi nú að taka til inni hjá sér. Morguinn eftir símar hinn sami maður enn frá gistihúsi einu í St. Anne de Bellevue, og bað að hafa opnar bækur allar og peninga á hrað- bergi eftir lokunartíma á þriðjudag- inn, svo að hægt væri að ljúka “eft- irlitinu” á sem skemmstum tíma. — Gerði bankastjórinn allt, sem fyrir hann var lagt, og grunaði enga græsku. En þegar hinn “stjómskip- aði eftirlitsmaður” kemur með magt og miklu veldi, þá sýndi hann þegar bankaþjónunum í skammbyssuhlaup- ið, og skifti engum togum, að hann hafði smalað þeim öllum saman, og rekið þá inn í stóreflis jámskáp og keyrt lás fyrir. Síðan stakk hann á sig $8000, sem þarna var að hafa i laus- um peningum, og sneri í hægðum sín- um aftur til gistihússins, þar sem hann hafði tekið sér samastað. Þar skifti hann um föt og hvarf svo út á götuna í mannfjöldann. * * * Uppskeruhorfur víðsvegar i Can- nda eru mjög misjafnar, og naumast eins góðar og búist var við. Lang- vinnir þurkar í Ontario, og sumum stöðum í Saskatchewan og Suður- Alberta, hafa mjög hamlað framför- um kornsins. Vart hefir orðið við ryðskemmdir í Manitoba. Crr Peace River héraðinu norð- vestur af Edmonton, ber^t þær fregnir, að þar muni verða jafnvel meiri uppskera en nokkru sinni áð- ur. ------------------------------f HVAÐANÆFA -------------------------------+. Egyptar hafa nýlega endurheimt til Cairo brjóstmynd Nofrete-Ete drottn ingar, sem þeir hafa Iengi staðið í stímabraki með að fá frá Neues Museum í Berlín, þar sem hún hefir verið geymd. Verður styttan nú settr á fornmenjasafnið i Cairo. — Myndastyttan, sem er forkunnar fög- ur, var fundin við TelI-el-Amarna af þýzkum vísindamönnum, árið 1912, svo að einsætt þykir að Þjóðverjum beri eignarréttur hennar. En samt sem áður hafa egypskir listamenn ekki linnt látum að fá styttuna til baka, og gekk Fuad konungur loks- ins í málið, er hann heimsótti Berlín s.l. ár, og bauðst til þess að hendi Egypta, að gefa þeim í staðinn tvö líkneski fornkonunga. Annað af Ranofer, sem uppi var um 2500 ár- um fyrir Krist, en hitt af Ameno- theps, sem mestu réð á stjórnarárum Amenopsis III., kringum árið 1400 f. K., eða.um það leyti sem Gyðing- ar voru að flytja sig burt úr Egypta- landi. Nofrete-Ete drottning var kona Amenophia konungs IV., og var tilbeðin eins og gyðja, þótt fað- ir hennar væri ekki nema hershöfð- ingi í liði konungs. * * * * Nýlega hefir Mussolini sett nefnd manna til að gera ráðstafanir og til- lögur til að hressa upp á hina forn- fraégu Róm og fegra bæinn á ýmsa lund, án þess þó að forn- menjar borgarinnar liði við það nokkurt tjón. I ræðu, sem hann hélt á nefndarfundi, bar hann fram þá staðhæfingu, að árið 1950 myndu í- búar Rómar vera orðnir að minnsta kosti 2 miljónir, og bæri þvi bráð nauðsyn til að gróðursetja þar nýja listigarða og leggja þar breiðar og fagrar götur, eins og í öllum hinum nýrri bæjum. Hefir nefndin 6 mán- aða tíma til að semja tillögur sinar, en álíka langan tima ætlar Mussolini sjálfum sér til að reikna út hvaðan hann getur fengið peningana til að hressa upp á borgina. • • • Hvergi er annað eins ræningjabæli og í Chicago. George Richardson er maður nefndur, er ekur leigubíl þar í bænum, hinn mesti neinleysingi og góðmenni. Ræningi nokkur tók sér far með honum, og hafði þegar marg hleypuna á lofti, og sagðist skyldi steindrepa hann, nema hann gerði allt, sem hann segði honum. Skipar hann nú Richardson að þeysa milli gasoline stöðvanna í borginni, og all- staðar þar sem komið er, lætur hann greipar sópa og lætur hvem mann leysa út líf sitt með fé því, sem fyrir er. Gekk þetta lengi dags og fénast bófanum sæmilega. Við það óx hann svo í ofstopanum og ójafnaðinum að hann stingur því að vesalings Richardson, sem sannarlega átti þó annað skilið, að þegar hann sé bú- inn að hafa allt það gagn af honum sem hann geti, muni hann diepa hann svo að enginn sé til frásagnar um þeirra ferðalag. Þá þótti nú Richard-- son fyrst taka að versna vistráðning- in fyrir alvöru, og varð nú skelkaður að marki, og hugði með fullum áhuga á undanbrögð. Gat hann með miklu snarræði hripað á miða sínar farir ekki sléttar, og hvert ferðinni væri næst heitið, og fleygði honum út á götuna. Fannst bréfið og var þá lögreglunni samstundis gert aðvart, og var henni að mæta á áfangastað. Þar varð George Richardson í fyrsta sinn feginn að ganga frá örðugu dagsverki með litlum verkalaunum. • • • I Baltimore, Maryland, var George Boone á gangi með föður sínum Charles Boone, 57 ára gömlum, og fann púðurkerlingar á gangstéttinni, sem hann hélt að væri eitthvert góð- gæti og bauð gamla manninum. Stakk hann þessu sælgæti upp í sig og lagði undir tönn, og tuggði í ákafa. Púð- urkerlingin sprakk og tók höfuðið af Mr. Boone eldra. öllu hressilegar fór þó Joseph Szi- gert, ungverskur námumaður í Ber- lín, að ráði sínu. Hann var einhverra hluta vegna orðinn saddur lífdag- anna, en vildi samt deyja á dálítið áhrifamikinn hátt. Át hann fyrst 1 pund of dynamiti og lagði síðan ofur- litla örðu undir tönnina. Sprakk hann í auga lifandi bragði í loft upp eins og tröllskessurnar í gamla daga, svo að ekki sást urmull eftir af hon- um. I Rockford, Illinois, kvongaðist Ray Barry, 34 ára gamall, í sjöunda sinn konu, er verið hafði áður fjórða kona hans. Eftir að hjónavígslan var um garð gengin, stefndi hann fyrir rétt og lét setja I svartholið fimmtu konu sína, er eitthvað hafði abbast upp á hann og gert honum gramt i geði við þessa giftingu. Mjög bráðlega hafði hann fengið nóg af að búa með sjöundu konunni, sem líka hafði verið sú fjórða, og fékk enn á ný skilnað við hana, og ætlar sér nú að giftast aftur sjöttu kon- unni. Ekki er séð fyrir endann á því, hvort hi)n reynist nokkuð skár í annað sinn. Sjá jarðlífsins orm -- Sjá jarðlífsins orm á uppréttum fótum, jietta ódeili tilverunnar: Hann er víðfeðmari en Vetrarbrautin, og vitrari en guðirnir sjálfir; hann er sjáandinn, skáldið og skapari alls; hann er skin hinna fyrstu geisla; hann er brot af anda alvizkunnar; hann er faðir lífsins og Ijóssins, lita og tóna, barna og blóma, — þegar hann ofurselur sig ástinni. I Indlandi úir og grúir af allskon- ar skriðkvikindum. Þar munu fyrir- finnast flest þau skriðdýr, sem ann- ars eru kunn undir sólinni. En nýrra bar þó við fyrir skömmu síðan, er slanga réðist á innfæddan mann i héraðinu Rangpur i Bengal, og drap hann. Gekk slanga þessi á tveim fótum hér um bil 3 centimetra löng- um, með þremur tám á hverjum. Hef- ir hún náðst, og er geymd á náttúru- gripasafni í Kalkutta, öllum til undr- unar, er á horfa. • • • Mjög fágætan atburð bar að hönd- um í Kokoma, Indiana, fyrir skömmu síðan. Dýraþjálfari að nafni Clyde Beatty, sem var að leika sér við 32 Ijón og tigrisdýr á hringleikahúsi nokkuru, laust tigrisdýr eitt, sem ný- komið var í hópinn, undir trýnið með svipu sinni. Likaði tigrisdýrinu ekki sem bezt þessar viðtökur, svo að það réðist umsvifalaust á dýratemjarann, og hugðist að jafna duglega um hann og skifti það engum togum, að Beatty lá marflatur á jörðinni undir gini villi- dýrsins; telja menn að þeir leikar hefðu farið á einn veg, ef ljón eitt, sem var í hópnum, og var elzt og mest í metum, hefði ekki komið hús- bónda sinum til bjargar. Ruddist það að tigrisdýrinu og hrakti það í burtu, og beit kjaftfylli sína út úr síðunni á þvi í tilbót. * • • I samkvæmi í London fyrir skömmu sagði Mme. Adeline Genee, sem er er dansmær frá dögum Játvarðar Englakonungs, frá kunningjakonu sinni, næstum því hundrað ára að aldri, sem ennþá dansaði eins og fugl á kvisti. Heyrði hún nýlega leikið á glymjanda (phonograph) gamalt danslag, er hún kannaðist við frá æsku sinni. Fór þá hver vöðvi að sprikla í þeirri gömlu, og ðró hún dóttur sína af stað, sem var 75 ára gömul. Brátt uppgafst dóttirin, en mamman hélt áfram allt hvað af tók. Og sannaðist þar máltækið, að það sem ungur nemur, gamall temur. Fyrir ári síðan biðlaði ungur mað- ur til höfðingskvinnu í Lundúnum, sem getið hafðf sér orðstír fyrir mál- aralist. en fékk hryggbrot. Ranglaði hann þá til Ástralíu í öngum sinum. Ula gekk honum þó að gleyma hinni fögru Lundúnamey, og gerðist hann svo þungt haldinn af ástartreganum, að hann fær hér um daginn talsima- samband við stúlkuna alla þessa leið eða um 12,000 mílur, og spyr hana enn á ný hvort það sé nú alveg 6- mögulegt, að hún geti átt sig. Hann fékk sama svar. Það var ómögulegt! Og þó kostaði samtalið manngarminn 10 dollara á mínútu. Skyldi maður ætla að konan hefði metið sig eigi lítils virði. En fátítt mun það vera að menn ámálgi bónorð sín úr svo mikilli fjarlægð. * • • Ungverskur skósmiður hefir gert þá uppgötvun, sem mörgum mun þykja notaleg að vetrarlagi. Hefir hann fundið upp að útbúa skó þann- ig, að setja má þá í samband við rafmagnsstraum milli ytri og innri sólans, og þannig hita upp skóinn. Er þar hitageymir, sem heldur hitan- um að minnsta kosti þrjár klukku- stundir í hvaða hörku sem er. Að því búnu má setja skóinn í samband á ný. • * • I Daily Mail hafa nýlega birst eft- irtektarverðar ráðleggingar til ungra og ógiftra manna, frá einhverjum skynsömum eiginmanni, sem segist vera búinn að njóta óslitinnar heim- ilishamingju í 25 ár. Hann segir að þetta sé algerlega þvi að þakka, að konan sín hafi ekki farið fram úr meðallagi að fríðleika. Og hér koma röksemdirnar. Ef hún hefði verið falleg, mundi Kona, kona, kærleikur þinn brýtur hlæjandi hlekkina, sem heimskan og vaninn fjötra um anda, fót og hönd, svo að blekking lífsins bráðnar eins og blákalt náttföl fyrir morgunskini, og hulan fellur af alblindum augum og mér opinberast lífið í allri sinni dýrð, í allri sinni nekt. Kona, þú gafst augum mínum sjón og anda minum frelsi með ást þinni. Eg veit. Eg skynja. Eg skil. Eg er frjáls! Og glaður eg Djöflinum sál mína sel fyrir sælu þessa augnabliks, — því eg er Drottinn Djöfulsins. Eg er skapari Guðs, og eg skapaði Djöfulinn líka. Og Himnaríki og Helvíti eru hugarsmíðar mínar. Og hin angráða Hel er eiginkona mín. Og eilífðin er vegur minn. Eg er takmarkalaus í tíma og rúrni,, í stærð og í smæð. Eg er hringurinn innan í hringnum. En ástin er óskabarnið mitt, — nei, — ástin er móðir mín. Magnús A. Árnason. Point Roberts, Wash., 20. marz 1930. hún hafa orðið montin og látið strák ana í bænum, þar sem hún ólst upp, gera sig vitlausa. En nú var hún ekkert meira en í meðallagi, og þess vegna dó allur hégómaskapur og eig- ingirni bernskunnar eðlilegum dauða í sál hennar, þegar hún stálpaðist. Það var ekki sózt eftir henni, þess vegna varð hún sjálf að hugsa um að koma sér áfram. Hún las góðar bækur og lærði hússtjórn og allan myndarskap, lærði sparnað og ýmsa undirstöðudyggð og þekkingu á því að sjá sér farborða, meðan vinkonur hennar, sem fallegri þóttu, slitu skóm sinum og taugakerfi á sífelldum dansleikjum, og vöndust þannig við það líferni, sem aldrei getur orðið undirstaðan að hamingjusömu heim- ilislífi. Þannig prédikar þessi skynsami eiginmaður, og eys röksemdunum á báðar hendur: Það eru einmitt mennirnir, sem eiga fallegu konurnar, sem aldrei eru ánægðir, segir hann. Því að oftast i fylgir ónotalegur böggull skammrifi fegurðarinnar. Sannleikurinn er sá, að lagleg kona er sjaldan á marga fiska and- lega, og er það leiðinlegur sannleik- ur. En þannig stendur á því, að uppeldið eyðileggur hana í flestum tilfellum, og sú athygli, sem henni er veitt. Hún veit of mikið af sér og hugsar of mikið um sjálfa sig. Alltaf vill hún láta mann sinn vera að dást að sér og snúast i kringum sig, og ekki nóg með það: Hún vill halda áfram að vekja athygli hjá óðrum, og þess vegna vill hún alltaf vera að fara á lansleiki og aðra op- inbera skemtistaði. Hún er eins og Paradísarfuglinn, sem í einfeldni sinni er alltaf að breiða úr stélinu á sér, til þess að láta aðra glápa á sig og taka eftir sér; en hefir svo ekkert sér til ágætis nema þetta stél. Hún verður eigingjörn fram í fingur og tær. Þannig verður aldrei konan, sem guðirnir eru svo náðugir að skapa ekki of fagra. Hún verður aldrei tryllt I dans og aðrar hégómlegar skemtanir, sem engan mann gera vitrari. Ekki er heldur hætt við því að dansfíflin komist of mjög í kynni við hana, og fylli hana af sínu and- styggilega slúðri, sem er í mesta máta forheimskandi. Nei, hennar skemtanir eru heilsustyrkjandi leikir, sund og gönguferðir. Góðir hálsar! Forðist þið allar konur, sem eru fram yfir það að vera meðal friðar. öfriðar konur reynast bezt í hjónabandi. Þær eru hógværar og sanngjarnar og kunna alla góða siðu, og eru ekki of heimtu- frekar. En enga fagra konu hefi eg þekkt, sem ekki hefir verið plága á mann sinn, þvi að þær vilja láta bera sig á höndum sér. Þess vegna eru ó- fríðar konur þær einu, sem eigandi eru. • • • Á Pilippieyjunum eru ekki taldir að búa neinir sérlegir spekingar af innfæddum mönnum. En þó er þar einn maður, sem mikla undrun vek- ur fyrir þá gáfu, er margir kysu að eiga i jafnríkum mæli. Hann hefir það dæmalausa minni, að segja má, að hann kunni allt sem í hann er lát- ið. Ekki kann hann neitt mál nema mál innfæddra, en þó má lesa fyrir honum margar blaðsíður af erlend- um tungum, og getur hann siðan þul- ið allt sem lesið hefir verið. T. d. romsaði hann nýlega 50 vers úr Dante á frummálinu, sem amerískur vísindamaður hafði lesið upp fyrir hann, og álíka mikið mál gat hann endursagt úr enskum bókum, þótt eigi væri lesið fyrir honum nema einu sinni. Sannar þetta meðal annars þá staðhæfing sumra sálarfræðinga, að mannssálin, eða einhver hluti henn- ar, hafi í raun og veru ótakmarkað minni, þótt yfirvitundin anni því ekki, nema undir sérstökum skilyrð- um, að túlka öll þau áhrif er skiln- ingarvitin hafa orðið fyrir. Oft hef- ir tekist að fá það fram í dáleiðslu, sem dagvitundina hefir ómögulega getað rekið minni til.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.