Heimskringla - 06.08.1930, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.08.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 6. AGÚST, 1930. 5. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA sem á Islandi. Vornóttin, sem oss finnst synd að sofa burt, því að hún sjálf er dásamlegri en nokkur draum- ur og laugar gervalt jarðlífið í sín- um huggandi og friðandi hvíldar- straumum. — Og enn finnum vér glöggskyggni skáldsins, er hann heldur áfram kvæðinu um Frey og þessa ijósörmuðu dís norðursins: Hann Freyr er guð, svo fagurgóður hann friðarörmum ljóssins bazt og seldi fyrir sumargróður sitt sverðið hvasst — Hverjum mundi koma í hug sverð og dauði, meðan jörðin angar af gró- andi lífi. Lífs og gróðrarguðinn sel- ur banasverðið af hendi til að ná ást- um ljósgyðjunnar Gerðar Gymis- dóttur. Að vísu er henni það skap- að að byggja jötunheim norðursins. En þar á hún sér þó mikið hús og fagurt: J>að er Island — Island ægi girt, með iðgrænum dölum og snæ- krýndum fjöllum, með hraunum og söndum og heiðum, bláum silungs- vötnum og fossandi fljótum. Hversu oft höfum vér séð hana, hina bjart- hendu dís, lyfta hurð skammdegis- ins frá stöfum og hleypa inn öllu geislaflóði sínu! Hóglega drepur hún fæti sínum í fyrstu á jörðina, og þó bráðnar gaddurinn undan hverju spori hennar. en ekki líður á löngu áður en fjalaltindana setur dreyr- rauða á kvöldin undan brosum henn- ar, og þá tekur mjöllin að hjaðna, fyrst hægt og hægt, en síðan með ó- stöðvandi leysing. Hver lækjarsytra sem áður seyrði uppburðarlaus og þegjandi undir oki klakans, færist í ásmegin og veltur fram magnþrung- in og óstöðvandi og skolar burtu leirnum og óhroðanum og hraðar sér til sjávar, syngjandi lífinu fagnað- arljóð sitt. Það eru þessi straumköst leysing- arinnar, þessi margraddaði vatna- niður, sem bergmálar milli íslenzkra fjalla á vorin, sem mótað hefir lund þjóðarinnar meira en nokkuð ann- að, og er því jafnframt hið sannasta tákn hennar. Island hefir á öllum öldum, jafnvel hinum örðugustu tím- um sínum, átt marga vormenn, mörg skáld. Það eru Islenzku vorin, sem hafa fóstrað þau. Straumröst vor- leysingarinnar hefir flætt beint inn I blóð þeirra, víðskyggni langdegis- ins og helgidraumar vomæturinn- ar, hafa blandast hug þeirra og feng- ið þá til að hugsa og yrkja um vax- andi frelsi og komandi sumar, bæði í óði og athöfn. Það eru þessi einkenni, sem vér viljum minnast í dag. Því að enda þótt skammdegisnótt hörmunganna hafi einnig lagst yfir vora fámennu þjóð og leikið hana hart, þá hefir hún, guði sé lof, aldrei kreppt oss S j þá beygju, sem vér höfum eigi rét.t oss úr, af því að undir heljardróma þrenginganna hefir alltaf logað eld- , ur uppreisnargjams hugar, og yfir honum hefir ljómað langdegi íslenzkr- ar náttúru. Hamingja Islands reynd- ist hverri óheillanorn ofurefli. A öllum öldum hefir Island átt sína í frelsara, skáld í óði og athöfn. Tök- um t. d. þá Eggert ólafsson, Skúla Magnússon, Baldvin Einarsson, Fjöln- ismenn og Jón Sigurðsson. Aldrei hafa fæðst meiri vorsólir á þessari jörð. Næstum hvert ljóð Jónasar Hallgrímssonar er laugað í íslenzkri vorblíðu og sumardýrð, en þó heyr- ist stundum einnig I þeim dunandi byltingarhugur leysingarinnar. Veit þá engi að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki að hrista, hlýða réttu, góðs að bíða. Fagur er dalur og. fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna: skáldið hnígur og margir í moldu, sem með honum búa, en þessu trúið. Þannig yrkja vorsálirnar, þær er stöðugt vænta sumarsins, frelsisins og fagnaðarins, þær er veginn ryðja og endurleysa þjóðirnar. En það er sjálf hamingja Islands, sem vorsál- irnar yrkir. Börn þess fæðast með gróskuna í eðli sínu og Ijósþorstann í sálunni. Meiri vöggugjöf getur engin fósturjörð gefið. Hið tæra heiðloft, hin nakta og hreinskorna fegurð fjallanna og niður vatnanna, hefir gefið börnum þess skýrleik hugsunarinnar, og fagra hrynjandi málsins. Betra veganesti fær enginn kosið. Og nú skulum vér fagna yfir því, að aldrei hafa bjartari líknstafir ljómað yfir vorgróðri Islands. Aldrei hefir vorið altekið meir hugina, fjöt- ur örbirgðarinnar verið djarflegar brotinn, né trúin verið öruggari á vaxandi hamingju lands og lýðs, en meðal þeirrar kynslóðar, sem nú vex upp á íslandi. Sú þjóðhátíð, sem nú hefir verið háð á Þingvelli, bendir ótvírætt til nýrra tíma. Allir ljúka upp einum munni um það, sem sótt hafa hátíð þessa, bæði innlendir menn og út- lendir, að meiri hátíð né einkennilegri hafi þeir aldrei lifað. Og hvers vegna? Það er vegna þess að þetta i I er hátíð þjóðar, sem borið hefir gæfu til að brjóta af sér í annað sinn fjöt- ur kúgunar og þrældóms og ganga frelsinu á hönd. Sá þrældómur var eigi aðeins þrældómur undir útlend- ar þjóðar. Það var þrældómur við innbyrðis krit og sundurþykkju, sem fámennið 'og einangrunin skapaði. Fyrir þúsund árum hófst gullöld ís- lenzk, með því að þjóð, sem vildi verða frjáls, setti sér viturleg lög, svo að næstum var með eindæmum í mannkynssögunni, lög sem voru að sama skapi skáldlegri og víðskyggn- ari, sem vordagurinn er lengri á Is- landi en í átthögum þeim, sem þess- ir menn voru komnir úr. Röskar þrjár aldir stóð þessi stjórnarskipun með fögrum blóma. En bæði ytri og innri ástæður ollu því þá, að þessi gullöld leið undir lok. Vordráumur- inn íslenzki fórst í skammdegisnótt komandi hörmunga, af því að reynsl- an og varúðin héldust eigi I hendur við skáldlega innsýn höfunda hins ís- lenzka rikis. Nú er nóttin liðin hjá og þrældóms- fjöturinn brotinn á ný. Reynslan hefir í sannleika verið dýrkeypt, en hún verður aldrei of dýrkeypt, ef nú verður betun varðað um það frelsi, sem fengifF er; ef börn Islands svíkja nú eigi framar málstað þess, með sundurþykkju og skammsýni. Þessi hátíð hefir sýnt, að Islending- ar geta staðið saman, þegar miklu varðar, þrátt fyrir smávægilegar ýf- ingar, sem auðvitað verður aldrei stýrt hjá. Og það gefur oss þá von, að ný gullöld sé nú að renna yfir land og lýð, eins og einn Vestur-Is- lendingurinn komst að orði á hátíð- inni, ný gullöld, sem verða muni mik- ils til meiri og frægari hinni fyrri. Nú hafa íslendingar mörg tækifæri ! á við það, sem þeir höfðu hið fyrra J sinn, er lýðstjórn hófst með þeim, til þess að blómgast og dafna og verða forustuþjóð andlegrar menningar. Því að þrátt fyrir fámenni og liðs- fæð, geta þeir orðið menningar- og forustuþjóð, í andlegum skilningi. Til þess þarf eigi mannafla, heldur atgervi. En vandinn er og miklu meiri, að varðveita hið sannarlega frelsi hugans. Vér skulum vænta þess, að hamingja Islands tapi eigi í annað sinn fyrir innlendum eða út- lendum óvinum, því að með svo harðri baráttu hefir frelsið verið unnið á ný. Og einmitt þess vegna höldum vér Islendingadag i fjarlægri álfu, að þessar hugsjónir og þær skap- einkunnir, sem til þess þarf að varð- veita þær, eru oss jafnkærar og vort eigið líf. Islendingar viljum vér all- ir vera, i þeim skilningi, hvar í heimi sem vér búum. Það hefir verið sagt, að hið nor- ræna kyn hafi átt í sál sinni ein- hvern undarlegan þenslumátt, eitt- hvert vaxtarafl, sem fágætt sé með afbrigðum. Þetta er arfurinn, sem á- valt verður sóttur til Gerðar Gymis- dóttur, þar sem hún gengur til ásta við Frey í lundinum Barra. En þar sem Himinbjörg heita út við Bifröst, vakir Heimdallur, hinn hvíti áss, vörður goða. Það er sagt, að hann sé bæði mikill og heilagur og sjái jafnt nótt sem dag, og heyri jafnvel það er gras vex á jörðu, og allt, sem hærra lætur. Og þegar vér minnumst Islanfjs l dag, vil eg sérstaklega benda yður á þenna vökula, víttsjáanda og heyrn- arnæma guð norðursins, sem hlustar á það, hvernig grasið vex. Þenna guð skóp ímyndun forfeðra vorra, og sýnir það aðdáanlega þeirra víðskyggni. En vel fer hverri þjóð, sem á slíkan vörð um hamingju sína. Vel fer þeirri .þjóð, sem leggur hlustir við vaxtarhljóðinu i sál sinni — hún mun aldrei glata viðsýninu, frelsinu og dirfðinni. Megi ljós vorsins ávalt skína yfir fósturjörð vorri. Lifi Island! RÆÐA Guðmundar ólafssonar forseta efri deildar, er Vestur-fslendingum . var fagnað að Lögbergi föstud. 27. júní. Háttvirtu Vestur-Islendingar. Kæru samlandar frændur og vinir. Það hefir orðið mitt hlutVerk að ávarpa yður sérstaklega fyrir hönd Alþingis á þessari 100 ára afmælis- hátið þess. Mér er það sönn ánægja, að geta í nafni Alþingis fært yður þökk al- þjóðar fyrir komu yðar hingað til föðurlandsins til að taka þátt í þess- ari einstæðu afmælishátíð með oss og leggja þannig yðar skerf til þess að gera hana sem hátíðlegasta. Þegar eg stend nú hér og mæli til yðar á þessum merku tímamótum i þjóðarsögu vorri, verður hug minum reikað rúmlega hálfa öld aftur í tim- ann, er vorri ástkæru móðurjörð blæddi mdst fyrir útflutning margra ötulustu sona hennar og dætra. Vér þekkjum sjálfsagt flest að þá var ástand þessa lands ekki betra en svo og atvinnuskilyrðin ekki glæsilegri en það, að út leit fyrir, að það ekki gæti fætt öll börnin sín og veitt þeim sæmileg lífsskilyrði. Svo var þá komið eftir margra alda baráttu við "ís og hungur, eld og kulda” og margskonar áþján, að blóðtaka virt- ist mörgum nauðsynlegt meðal. — Eg ætla ekki að fara að rifja upp \ verulega þá sorgarsögu þjóðlífs vors. Hún er og verður skuggi yfir þvi tímabili, enda þótt, að ýmsu leyti væri þá farið að roða fyrir nýjum degi. Vér þekkjum það, að úr mörgum fátækum foreldrahúsum hafa börn- in orðið að leita burt, ef þau hafa verið mörg, og ekki getað notið þar framfærslu, eða unnið sér þar lífs- brauð. Þau hafa þá leitað út í heim- inum, orðið að leita burt eftir lífs- möguleikum og gæfu, fé og frama Og þó svo hafi orðið að vera, hefir burtförin aldrei verið gleðidagur móðurinnar. Þessi saga, er svo margsinnis endurtekur sig, hún var að gjörast með vorri fámennu þjóðarfjölskyldu aðallega á 3 síðustu áratugum næst- liðinnar aldar. Og synirinr og dæturnar, sem burt fluttust, burt frá móðurlandinu fá- tæka, reyndust flest vel. Þau urðu að heyja harða baráttu í nýja land- inu, baráttu við hina margvíslegu | erfiðleika landnemans. I þeirri bar-1 áttu urðu þau sigurvegarar, sem lærðu að vera sjálfum sjer nógir. “Löngum var jeg læknir minn, lög- fræðingur, prestur, smiður, kongur, kennarinn, kerra, plógur, hestur,” I segir Klettaf jallaskáldið, og lýsir. þannig skýrt lífi hinna fyrstu íslenz- . ku útflytjenda til Vestur-heims. En þessi harða lífsbarátta, ásamt. j ástinni til Islands, sem lifði i brjósti 1 landnemanna gjörði þá að þroskuðu þjóðarbroti, eyju, sem lýsir af í hinu margbreytta þjóðarhafi Vestur-heims. j Islendingar vestan hafs hafa eignast j marga ágætismenn; vísindamenn, skáld og stjórnmálamenn, sem hlotið hafa frægð og frama víða um lönd. Nægir að nefna í því sambandi þá . Vilhjálm Stefánsson, Stephan G. | Stefánsson og Thomas Johnson, sem j fyrstur var þar ráðherra allra íslenz- : kra manna og eru þó margir fleiri. Hefir háskóli vor hér heima leitast við að sýna þess nokkra viðurkenn- J ingu með því að gera nú á þessum j merkilegu tímamótum 8 þeirra að heiðursdoktorum sínum. En hvort sem var í erfiðleikum eða upphefð hafa Vestur-Islendingar ald- rei gleymt ættjörðinni. Þeir eru sjálf- sagt margir, sem með Stefáni G. j Stefánssyni hafa af alhug getað tekið j undir þetta, ef til vill, fegursta og j háfleygasta vers, sem ort hefir verið með tsland í huga: Yfir heim eða himin, hvar sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtiðarlönd, fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þin, nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. Ræktarsemin og ástin til Islands veldur því hve margir þeirra heim- sóttu oss og munu þeir þó vera marg- ir, sem ekki hafa haft ástæður til þess ýmsra hluta vegna, en sem sjálfsagt munu nú engu síður hugsa hlýlega heim á Frón til þess fornhelga staðar er vér nú stöndum á. Eg er þess fullviss, að engum getur Alþingi og þjóðin öll látið innilegra þakklæti i té fyrir komu sína á Al- þingishátíðina en Vestur-lslending- um, sambornum systrum hennar og bræðrum. Hátíðargestir vorir hafa engir lagt meira í sölurnar, en Vest- ur-Islendingar, hvað fé og fyrirhöfn snertir. ,til að heimsækja Island og heiðra það með nærveru sinni á þess- ari minnisverðu hátíðarstundu, og kemur það heim við fornmælið "röm er sú taug er rekka dregr föðurtúna til”. En það bróðurþel og þann velvilja, sem Vestur-Islendingar sýna Alþingi og íslenzku þjóðinni í heild með komu sinni nú, vænti eg að þeir fái að nokkru endurgoldinn, er þeir kynnast högum lands og þjóða#, og bera þá saman við það, sem áður var, er þeir fluttu burt af landinu fyrir nokkrum tugum ára, margir, að eg hygg, eins og eg áður sagði, af þeirri ástæðu einni, að þeir sáu ekki framtíð sinni borgið hér á ættland- inu, því að Vestur-Islendingar hafa jafnan sýnt það, að þeir unna Is- landi eins og eigin börn og gleðjast því af bættum hag þess og framför- um, og hafa við tækifæri drengilega stuðlað að því. Sameiginlegt fagnaðarefni fyrir Austur- og Vestur-lslendinga á þess- ari hátíðarstundu, má það vera, að Vestur-lslendingar eru nú búnir að yfirstíga hina miklu,örðugleika land- nemans í ókunnri heimsálfu og orðn- ir þar kunnur og vel virtur þjóðflokk ur, með góðar framtíðarhorfur fyrir sig og afkomendur sína. En mikinn kjark og þrek hafa þeir lagt fram til að afla sér þessara gæða, enda hlotið að verðugu fyrir það gott álit hvarvetna. Hefir dæmi þeirra að sjálfsögðu hvatt Austur- Islendinga til meiri dugnaðar og framkvæmda en áður, og orðið með þvi báðum þessum bræðraþjóðum tii hagsældar og blessunar. Eg vil því fyrir hönd þings og þjóðar færa Vestur-íslendingum heið- ur og þökk fyrir drengilega fram- komu sína jafnan gagnvart bræðra- þjóðinni “austan hafs”, og nú sér- staklega fyrir þá ræktarsemi, sem þeir hafa sýnt föðurlandinu, hinni “eldgömlu ísafold”, á þessum minnis- verða heiðursdegi Alþingis Islend- inga. Vestur-Islendingar lengi lifi! (Tíminn) Silfurbrúðkaup Laugardaginn 27. júlí s.l. söfnuðust nokkrir vinir og kunningjar, bæði frá Winnipeg og Bandaríkjunum og úr Piney og umhverfinu, saman að Piney, til að halda hátíðlegt silfur- brúðkaup Mr. og Mrs. E. E. Einars- son í Piney, Man. Yfir hundrað manns var saman komið á heimili Mrs. Lawson, þang- að sem brúðhjónin voru sótt, eftir að allir voru komnir. Var þeim heilsað með dynjandi brullaupsmarsi og sett í öndvegi fyrir borðum, sem skreytt höfðu verið eftir föngum. Séra Philip M. Pétursson stýrði samsætinu og mælti hann nokkur vel valin orð til brúðhjónanna, og sömu- leiðis þeir Björn Stefánsson lögmað- úr í Winnipeg og Mr. Williams frá Piney. Sigurður Magnússon las upp kvæði, er hann hafði ort fyrir þetta. tækifæri og birt er hér á eftir. Mrs. Dalman söng tvisvar sinnum einsöng og tvær litlar stúlkur færðu Mr. og Mrs. Einarsson ljómandi fallegt silf- ur te-“set” á silfurbakka. Var syk- urskálin full af skotsilfri. Var og Mrs. EinarSson gefinn blómvöndur úr rósum og og brúðarburknum. Þegar lokið var söng og ræðu- höldum, framreiddi Mrs. Lawson hinn rausnarlegasta kvöldverð, og skorti þá borð og bekki til þess að allir gætu notið góðs af í einu. Varð að tvísetja fram borðin áður en öllum væri borinn beini. Að loknum veizluhöldunum, er borð- um hafði verið hrundið, var slegið upp dansi i hinu nýja samkomuhúsi bæjarins, sem nú er í byggingu og komið svo langt áleiðis, að sem bezt má nota gólfið til þeirra hluta. Var dansað i einni striklot/i til morguns, og skemtu allir sér hið bezta, sem þennan fagnaðarfund sóttu. * • » I SILFURBRÚÐKAUPI Mr. og Mrs. E. E. Einarssonar. Guðbjörg Sigurðson Nú er heiðloft blítt og bjart og beltað skærum litum, og aftanroðans skýja skart er skarað sólarglitum. Nú er kyrrð og ró í runnum, raddir þagna í ótal munnum, nú er sólin að síga að unnum. Og brátt ei heyrist hljómur neinn, er húmið breiðist yfir, en blærinn hvíslar óði einn að öllu, sem að lifir. Þá skal heima í húsi skarta, hefja loga-kyndla bjarta. Nú er vorhlýtt í hverju hjarta. Og gestum hér með gleðiróm er gott að koma saman með vorið sjálft í huga og hljóm, því hollt er það og gaman. Hér er loftið heilnæmt inni. Hér er brúðkaup öðru sinni. Hér er bjart yfir hjóna minni. Þau hafa staðið hlið við hlið, að hlúa að veikum gróðri, og lítinn kjarna leitast við að lífga í berurjóðri. Ljúft, í fáleik frumbúanna, félagslífs og högum manna áttu þáttinn til þrifaanna. Við höfum reynt, að reynist bezt að ríki gleði og friður; en ástin sú skal metin mest, sem mannkærleikann styður. Muna gestir greind í orðum, gestrisninnar merki á borðum — opnar dyr, sem hjá Unni forðum. Og enn er tími að iðka margt, sem unga tíðin velur. Þó aldur hækki, er alltaf bjart þar ást og vorið dvelur. Unna heill í okkar haginn, aldarfjórðungs heiðursdaginn flytjum þökk fyrir frjálsa blæinn. Og því skal nú með hlýjum hljóm þeim heillaóskir greiða, því viljum fáein vorsins blóm á vegu þeirra breiða. Blik af æskublóma haga brosi þeim um æfidaga. Verði framtíðin sigursaga. S. J. M. Aðfaranótt hins 21. júní þ. á. and- aðist hér i borginni ekkjan Guðbjörg Gísladóttir Sigurðson. — Hún sást ganga glöð í bragði ti^ herbergja sinna að kveldi, en fanst örend i rúmi sínu morguninn eftir. Alt var í röð og reglu — hún hafði stígið um borð á fley draumaguðsins, og látið í haf. Hinir ótal mörgu vinir hennar glöddust yfir hinni rólegu og þjáningalausu burtför. Guðbjörg sál var fædd 12. júlí, 1851 — skorti þrjár vikur í 79 æfi- árin, er hún lézt. Hún var ættuð og upprunnin úr Laugadal, í Húna- vatnssýslu. Mér er ókunnugt um ætt hennar og æfi heima; en af ýmsu réði eg það, að hún hefði alist upp í umkomuleysi nokkuru, og lítt átt þess kost að leggja rækt við bók- hneigð sína, eða fegurðar-smekk. En alt til þess síðasta hafði hún á- nægju af bókum — og frá siðustu árunum og næði þeirrra, liggur eftir hana feiknamikið af fagurlega gerð- um hannyrðum. Marga góða fer- skeytlu sagði hún mér, er hún nam á ungdómsárunum. Hún hafði t. d. uppáhald á þessari, og taldi hana vera eftir föður Dr. Valtýs sál. Víða fara seggir a sveim. Og sóa tímans arði.—- A endanum komast allir heim, Upp að Geitaskarði. Frá Islandi fluttist Guðbjög til N Dakota. Þar giftist hún ekkjumanni. Jóhannesi Sigurðssyni frá Viðvík í Hjaltadal, og tók að sér heimili hans ’og börn. Af börnum Jóhannesar sál er einn sonur á lífi, Peter Johnson, lögfræðingur, ’og nú Senator í þingi Idaho ríkis, til heimilis að Sand Point Idaho. Lét hann sér ant um stjúpmóður sína alt til hins síðasta, kom og annaðist um útförina ásamt. nánum vinum hér. Til Seattle fluttu þau Johannes og Guðbjörg í apríl 1889, rétt fyrir “stóra brunann”, sem mjög er minnisstæður öllum er sáu, og stór- viðburður talinn á uppvaxtar árum borgarinnar. Voru þau hjónin því á meðal íslenzkra frumbyggjenda hér, tóku sinn þátt í hinum fyrstu félags- legu samtökum, og kyntust þeim er smábættust í hópinn. Um þau má með sanni segja að “þeir verða eigi taldir sem viku að þeirra garði,” þvi þau voru sann-islensk að gestrisni. Þar var ætíð haldið uppi hreinskiln- um, skýrum og skemtilegum sam- ræðum, sem Jóhannes var fyrir, og Guðbjörg var aldrei ánægðari en er hún gekk um beina fyrir gesti sina. Þau munu hafa flutt í eigið hús, i þeim hluta borgarinnar sem Ballard nefnist, árið 1896, og bjuggu þar til þess er Jóhannes dó, vorið 1910 — og ekkjan síðan ein um nokkur ár. Þau sáu ætið með ráðdeild fyrir hag sínum. Það var eitt af einkennum Guðbjargar sál. að vilja marg-endur- gjalda hvern smágreiða, sem henni var gerður. Mér er sem hún standi hér við hlið mér, og biðji mig að þakka hugheilt og hlýtt hinum á- gætu nágrönnum og vinum, sem létu sér ant um hana síðan hún varð ein á vegferðinni, og þreytan færðist yfir. Hún varð fyrir óviðjafnlegri ástúð og vináttu fjarskyldra, sem svo er nefnt, enda var hún sjálf svo trygg og vinföst, að gott er slíkt að muna. Jarðarförin fór fram 24. júni. Séra Kolbeinn Sæmundsson flutti ræðu, Gunnar Matthíasson söng sóló og ísl. söngflokkur söng tvo sálma. Það var fjöldi fólks saman kominn, og ilmrikar rósir alt um kring. Það má vel vera að þar hafi ekkert skyld- menni verið við — en loftið var þrungið af vinakveðjum og hlýjum endurminningum. Jakobína Johiison Seattle, Wash. 24 júlí, 1930. Um víða veröld Fridtjof Nansen dáinn. Fridtjof Nansen er nýlega dáinn (f. 10. okt. 1861). Er þar i valinn fallinn einn af þektustu og merkustu mönnum < Norðurlanda. Hann var upphaflega dýrafræðingur, en fór snemma (1882) í siglingar, fyrst til Grænlands með selfangara. 1887 fór hann ásamt 5 mönnum öðrum í hina frægu för sina um þvera Grænlands- jökla og í þeirri ferð kom hann hingað til lands. 1893 fór hann í aðra för, sem ekki er síður fræg, “Fram”-leiðangurinn norður í höf og komst þá norðar en nokkur annar hafði áður komist. Eftir aldamótin varð hann forstöðumaður alþjóða- hafrannsóknarstofunnar i Oslo og 1910 fór hann rannsóknarferð á “Friðþjófi” um norðanvert Atlants- haf, frá Irlandi til íslands og um sama leyti skrifaði hann stórt rit um sögu rannsóknanna í norðurveg, en ýmislegt skortir þar á skilning íslenskra heimilda. 1912 fór hann hafrannsóknarferð til Spitsbergen og 1914 aðra um Atlantshafið norð- austanvert. Um þessar ferðir sínar og aðrar rannsóknir skrifaði hann bækur og ritgerðir og varð snemma víðfrægur. En hann starfaði einnig að opinberum málum, var sendiherra Norðmanna í London 1906 — 1908, en einkum fór að bera á honum í þeim málum um og eftir striðsárin. Hann var yfirmaður fangaskiftanna eða heimsendinganna í Mið-Evrópu og Rússlandi og ráðstafaði svo mikilli röggsemi að það vakti heimsathygli. Seinna varð hann yfirmaður starf- semi til að ráða fram úr hungurs- neyð í Rússlandi og bjargaði þá 2 ! miljónum manna. Hann fjekk frið- 1 arverðlaun Nobels 1923 og gaf þau | til Rússlands og sömuleiðis jafnháa upphæð, sem danski bóksalinn Ehich- i sen gaf honum þá. Nansen var skemtilegur rithöfundur, skarpur fræðimaður og duglegur ferðamaður ; og stjórnsamur og tillögugóður í af- skiftum sínum af opinberum málum, ; einn af glæsilegustu fulltrúum norsk- rar og norrænnar nútímamenningar. Aldur jarðarinnar og ný skoðun á uppruna hennar. I síðustu Lögrjettu var sagt frá kenningum Sir James Jeans, eins helsta stjömufræðings nútímans, en síðasta bök hans um þessi efni hefur i hvarvetna vakið mikla athygli. í 1 ensku náttúrufræðiriti (“Nature*) 3. þ. m.) gerir jarðfræðingurinn Cole- mann í Toronto að umtalsefni eitt at- j riði þessarar frásagnar, sem annars ! er ekki aðalatriði í frásögn Sir James. s. s. aldur og uppruni jarðarinnar. Hann segir að jarðrannsóknir, einkum í Ameríku (Ontario og Quebec) sýni ! það, að jörðin sje miklu eldri en 2,000 (Framh. á 8. síðu* LÁG FARGJÖLD Að fáum vikum liðnum geturðu not- ið ánægjunnar af að dvelja á hinum undurskemtilegu stöðum í Kletta- fjöllunum, á Kyrrahafströndinni, Al- aska, á vesturströnd Vancouver Is- land, Austur-Canada eða jafnvel fyr- ir handan haf. Á ÞEIM FERÐUM ER MARGT AÐ SJÁ KYRRAHAFS STRÖNDIN AUSTUR CANADA Um.. þrjár.. Ijómandi landslags- leiðir að fara yfir fjöllin. STAÐIÐ VII) A ÖLLUM FRÆG UM SUMARBÚSTöÐUM Engar dýrar aukaferðir nauð- synlegar. Hótel meðfram braut- unum og mjög fagurt útsýni. ALASKA Heimsækið hið dular- fulla norðurland á hinu þægilega Princess skipi Frá Vancouver og til (]) / V baka. FARBRJEF GETA VERIÐ UM VÖTNIN MIKLU Með $10.00 aukaborgun fyrlr máltíðir og rúm. ÞRJAR I.ESTIR DAGLEGA The De Luxe Trans-Canada Limited The Imperial Tlie Dominion VESTURSTRÖND VANCOUV- ER-EYJAR Ferð sögulega eftir- tektarverð og mjög skemtileg. Frá Victoría og til baka $39 LÁG FARCJÖLD Komin aftur 31. okt., 1930 tíl 22. maí til 23. sept. BANDARÍKJANNA Látið Pacific Agent gefa upplýsingar. Canadían Pacífíc Stoamship Tickets to and from Kuropcan Countries. t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.