Heimskringla - 06.08.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.08.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 6. ÁGCrST, 1930. Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK uð þér — er meðan a ræðu hans stendur skul- uð svo lítið beri á færa yður sem næst Gryff- iði — hvísla að honum á saxneskri tungu, er hann gjörla kann skil á, og um leið koma hring þesssum í hönd honum: “Hlýðið þessu tákni, vitið þér að Haraldur er undirbyggju- laus, og að höfuð yðar er þegar framselt af yðar eigin mönnum. Ef hann spyr um fleira, þá skuluð þér eigi önnur svör kunna að gefa.” “Enn sem komið er, er þetta alt á þá leið er þjóðhöfðingjum ^æmir,” kvað Normanninn, er komist hefði við, “og svo myndi Fitzos- borne hafa skift við fjandmann sinn. “Eg þakka yður herra jarl, að þér hafið falið mér þetta erindi, og því fremur, sem þér hafið eigi biðið mig að grennslast eftir því hversu traust- ar muni víggirðingar þeirra, eða hversu margir muni þar fyrir vera til vamar.’’ Haraldur brosti aftur. “Berið eigi lof á mig fyrir þetta, göfugi Normanni — vér emm menn óbrotnir, Saxarnir, og yður eigi jafn- slyngir. Ef þér verðið leiddir á sjálft háfjall- ið, sem eg þó eigi býst við, þá hefir að minnsta kosti múnkurinn auga í höfði til þess að sjá með og tungu til þess að mæla fram fréttirnar. En yður, herra riddari, vil eg fyrir þessu trúa: eg veit þegar að meginstyrkur Gryffiðs er eigi varnargarður hans né vígturnar, heldur hjá- trú vorra manna og örvænting manna hans sjálfs. Eg gæti tekið hæðir þessar með á- hlaupi, því eg hefi áður unnið jöfn skýsveipuð fjöll, en með því einu að láta fjölda manns, og þyrma alls engum óvina vorra. En báðum vildi e^hlífa, ef unnt væri.” “í>ó hafið þér eigi sýnt þá umhyggju fyrir lífi manna á þeim eyðislóðum, er eg hefi ium farið,” sagði riddarinn blátt áfram. Haraldur fölnaði, en sagði rólega: “De Gra- ville riddari, skyldunni fylgir alvara og henn- ar röddu verða allir að hlýða. Ef Walesmönn- um þessum er eigi með harðri hendi haldið í fjöllum sínum, þá holéta þeir undirstöðu Engla- veldis eins og sær og sjávarföll strendur land- sins. Miskunarlausir eru þeir, er þeir gera útrás yfir landmæri vor og skelfileg og feikn- stöfum fyllt hefnigirni þeirra. En eigi skift* ir sama máli að eiga í höggi við grimma fjend- ur í fullu fjöri, og að fást við þá er af þeim eru klær og vígtennur. Og er eg sé fyrir mér örlagadæmdan konung mikillar ættar, og ieif- ar hetjuflakks, er ekkert nema feigðina sér framundan, og eigi megnar lengur sigurs að vona gegn vopnum mínum þegar landið er mér allt fallið til fóta, og sverð mitt er ekki lengur hjör hermannsins heldur brandur böðulsins, þá segi eg yður sannlega, herra Normanni, að skyldan slíðrar sinn tvíeggjaða tyrfing, og maður verður aftur að manni.” “Eg fer,” sagði Normanninn, hneigði höf- uð sitt, eins og hann lyti hinum mikla hertoga sínum, og sneri sér síðan til dyranna. En er hann var þangað kominn, stanzaði hann, leit á hringinn, er hann hafði dregið á fingur sinn. og mæiti: “Enn er eitt, herra jarl, ef eg má gerast svo djarfur og mætti svar yðar styrkja röksemdafærslu mína, ef röksemda þarf við. Hverja sögu á Sér jarteikn þetta?” Haraldur roðnaði og þagði um stund, en mælti síðan: “Sú saga er til þess: Drottning Gryffiðs, frú Aldís, sem er kona saxnesk, féll í hendur mínar. Vér gerðum áhlaup á Rhadlan, sem er á hinum enda eyjarinnar, en þar var hún. Vér eigum eigi í ófriði við konur, en eg óttaðist ástríður liðsmanna minna og sendi eg því frú- na til Gryffiðs. Aldís gaf mér hring þenna, er við skildum, og bað eg hana að flytja þau orð Gryffiði, að hvenær sem eg sendi honum aftur hring þenna, þá er hann væri í sem mestum háska staddur og sæi sér engrar und* ankomu auðið, þá gæti hann haft hann til merkis um það, að lífi hans myndi þyrmt verða, ef hann sýndi hann.” “Hyggið þér að frú þessi muni í víginu vera með manni sínum?” “Eigi veit eg það svo gjörla, en það óttast eg,” kvað Haraldur. “Enn eitt: ef Gryffiður hafnar þessum Bkilmálum þrátt fyrir allar aðvaranir?” Haraldur leit til jarðar'. “Ef svo fer, er það hans bani, en eigi munu þá saxnesk vopn verða honum að aldurtila. Guð og hin heilaga mær séu með yður, herra riddari.” V. KAPÍTULI Á hæð þeirri, er heitir Pen-y Dinas (Borg- arhaus), og er eirtn aðaltindur Penmaen;— mawr, og um miðbik þeirra stöðva, þar sem menn héldu að virkið væri og ekkert saxneskt auga hafið litið, sat Gryffiður konungur. Er HEIMSKRINGLA ekkl að undra þótt mörgum sögum færi á þeim dögum um eðli og traustleika þessa ímyndaða virkis, þar sem a síðustu tímum og það á meðal “Góðir herrar,” sagði þá De Graville, “ef þér haldið að eg, þótt útlendingur sé, geti farið þessara erinda, sem sendiboði yðar, þá væri mér sérstök ánægja að því að takast þessa ferð á hendur. Ber það fyrst til, að eg er harðla forvitinn um allt það er lýtur að víggirðingum og kastalagerð, og vildi eg því feginn sjá með eigin augum hvort mér hefir skjáltast er eg hélt turna þessa vera hina sterkustu víggirð- ingu. En annað það, • að fáséna hirð hlýtur slíkur villiköttur, sem konungur þessi er, að hafa í kringum sig. En eina ástæðan fyrir því að eg sækji eigi þetta mál fast, er sú, að þó eg geti bjargað mér á brezkri mállýzku, þá er eg þó næsta fákunnandi í tungu þeirra Wales- manna. En með því að svo virðist sem að minnsta kosti einn á meðal þeirra kunni nokk- uð í latínu, þá efast eg ekki um að eg muni geta gert erindi mitt skiljanlegt.” “Nei, að því leyti, De Graville riddari,” sagði Haraldur, er virtist vel tilboð riddarans, “skal ekkert verða til fyrirstöðu, eins og eg mun skýra yður nánar, og þrátt fyrir það, er þér hefið nú nýlega heyrt, þá skal Gryffiður ekkert tjón vinna yður á lífi né limum. En ágæti og kurteisi herra, munuð þér sára yðar vegna, megna að takast á hendur þessa ferð, sem er hin erfiðasta brottför þótt eigi sé hún löng, og ekki verður farin nema á fæti?” “Á fæti,” sagði riddarinn og brá nokkuð í brún. Pardex! í sannleika sagt hefi eg eigi við því búist.” “Mælum eigi fleira um það,” sagði Har- aldur og snerist á hæli, auðsjáanlega með nokkrum vonbrigðum. “Hugsið eigi til þess frekar.” “Nei með yðar leyfi, það sem eg hefi eitt sinn sagt, það stend eg við,” sagði riddarinn, “þótt að vísu megi því nær jafn vel kljúfa í tvennt kentára þá er vér í æsku vorri lásum um í goðafræði Grikkja, eins og að skilja Nor- mannskan riddara frá hesti sínum. Mun eg nú rakleitt ganga til herbergis minna og búast svo sem þessari för sæmir, og mun eg — til þess að vera við öllu búinn — hafa brynju mína undir klæðum. Lánið mér aðeins her- gagnasmið til þess að bæta hringi þá, er sund- urrifnir voru af klóm Gryffiðs þessa.” “Eg tek boði yðar með þökkum,” sagði Har- aldiur, “og skal alt vera yður til reiðu, þegar er þér aftur komið hingað á fund minn.” Riddarinn stóð á fætur, og þótt hann' væri nokkuð stirður og lerkaður af sárum sínum, þá gekk hann út léttum skrefum, og kallaði á vopnasmið og vopnasvein sinn. Bjóst hann nú með allri þeirri umhyggju og skarti er ein- kenndi Normannana, setti gullfesti um háls sér, klæddist bol er höfugur var af gullsaumi og gekk því næst aftur á fund Haraldar. Jarl var einn, er hann tók á móti riddaranum, og heilsaði honum glaðlega. “Eg er þér þakk- látari hrausti Normanni en eg dirfðist að segja í áheyrn þegna minna, því eg segi yður af- dráttarlaust, að áform mitt og markmið er að bjarga lífi þessa hrausta konungs. En þér mun- uð vel skilja, að nú er hiti mikill í öllum Söx- um yfir áhlaupi þessu, og að þeir eru blindað- ir af þjóðhatri. Aðeins þér, sem eruð útlend- ingur, komið auga á hreysti þessa hiundelta þjóðhöfðingja, og getið því í brjósti borið karl- mannlega meðaumkun gagnvart honum.” “Satt er það,” sagði De Graville, nokkuð hissa, “þótt vér Normannar séum engu síður grimmir en Saxarnir, er vér höf.um bergt á blóði enda ætti eg enga heitari ósk, en að koma finngálkni þessu í herklæði, fá honum spjót í klæmar og hest á milli fóta, og berjast þann* ig jafnbúinn við hann til þess að afmá þá smán að eg hlaut sár af klóm hans fyrir skemmstu. Og þó eg beri fulla virðingu fyrir göfugum riddara, er illa er staddur, þá nær þó með- aumkun mín tæpast til þess, er berst gagnstætt öllum reglum, hemaðarlegum og konungleg- um.” Jarl brosti alvarlega. “Samkvæmt þess- um reglum ruddust forfeður hans á spjót Cæsars. Virðið honum til vorkunnar.” “Það geri eg, fyrir yður göfumannlegu fyrirbæn,” sagði riddarinn stórlátlega, og sveipaði til arminum. “Haldið þér áfram.” “Til fylgdar fæ eg yður velskan múnk — sem Walesmenn bera fulla virðingu fyrir, þótt eigi sé hann einn af áhangendum Gryffiðs. Mun hann fylgja yður að ægiiegu hamra- skarði, rétt við árgilið. Mun múnkurinn bera róðukross á lofti sem friðarmerki. Þá er þér komið að skarðinu verðið þér vafalaust stanz- aður. Múnkurinn skal þá hafa orð fyrir yður, og biðja um griðleið á fund Gryffiðs til þess að flytja erindi mitt við hann. Skal hann einn- ig hafa þau jarteikn meðferðis, er yður munu að fullu haldi koma.” “Þá er þér komið fyrir Gryffið, mun múnk- urinn ávarpa hann. Skuluð þér nákvæma athygli veita látbragði hans, þar að þér munið eigi skilja valska tungu er hann mælir. En er múnkurinn hefur á loft róðukrossinn, þá skul- Peningana til baka ábyrgðin í hverjum poka hinna lærðustu manna í forn- um fræðum, hefir ráðið hinn mesti ágreiningur, ekki að- eins um tilgátur, heldur einti- ig um ástand og jafnvel mæi- ingar þessara stöðva, eða þess er sýnilegt er þar hverj- um, er eftir grennslast. Að vísu má nærri geta, að mjög er þar nú allt breytt frá því sem þá var, þar sem nú eru einungis eftir tröllauknar rústir, er ýmsum getgábum um má leiða; en jafnvel þá var uppruni og aldur þessa jötnarústa myrkri forneskj- unnar hulinn. í miðju, og þar sem kon- ungur þeirra Wialesmann- anna nú hvíldi, var stór, sporöskjulagaður ávaii úr lausum steinum, hvort sem það hefir svo verið myndað af náttúrunnar höndum, eða þar hafa verið leifar einhverr- ar fornar byggingar, er ó* óþekkt var jafnvel skáldum og spámönnum. Umhverfis ávala þenna voru ferfaldir garðar, mjög sterklega gerð- ir úr lausagrjóti og voru um 240 fet á milli hvers, var hver garður nálega átta feta breiður, en misjafnlega háir voru þeir, og höfðu steinar mjög úr þeim fallið, er stormar og tímans tönn hafði unnið á. Fram eftir veggjinum þessum reis fjöldi hringmynd- aðra bygginga er vel hefðu mátt vera einskon- ar turnar, þótt á fáa eina af þeim hefði nýlega verið hróflað lélegu þaki. Á einum stað að- eins varð gengið inn í þessa voldugu ferföldu og ferhyrntu girðingu, og var sá inngangur eftir skilinn á víða gátt, eins og í algerðri fyrir- litningu gegn því að áhlaup gæti komið til mála en, að innganginum varð aðeins komist eftir þröngu einstígi, er hlykkjaði sig ofan eftir fjallshiíðinni í ótal bugðum. Langt niðri í hlíðunum gaf aftur að líta vegghleðslur, en allar voru þessar snarbröttu hlíðar þaktar stórkostlegum, lausum steinum eins og væru þar gjörfallnar rústir geysimikillar borgar. En utan við innstu garða virkisins (ef þarna var obmHood FL/OUR, Brauðin verða fleiri og betri úr þessu mjöli skorpan, er eftir var, og í einu kerinu var vatn, úr lind þeirri, er án afláts klíðaði milli rústa hinnar löngu hrundu borgar. Fyrir utan þessa innstu girðingar, og um* hverfis steinskál, er lindin streymdi í gegn um, eins og henni hefði verið veitt þangað af mannahöndum, lágu særðir menn og örmagna, er einn á fætur öðrum skriðu að skálinni og svöluðu þar hitasóttarþorsta sínum, fegnir því að vatnið sefaði um leið sárasta hungrið. Grindhoruð og skinin mannvera stjáklaði fram og aftur milli sjúklinganna, eips og í hugsunar- leysi. Á velmegunardögum var þessi maður læknir hirðarinnar og var hinn tólfti í tignar- röðinni við hirðina. Og mikið fé hefði hann átt að þiggja að launum þenna dag fyrir að gera að hinum þrenskonar banasárum,” heilund, um virki að ræða en ekki fornar, afgirtingar helgistöðvar) stóðu þétt ýms frekari minnis- merki um hina fornu Breta; fjöldi Drúðasteina, sundur sprungnir og úr lagi gegnir: rústir af steinhúsum, og gnæfandi hátt yfir allt, risavaxin steinmen, eins og við Stonehenge, er reist höfðu verið, ef unnt er að reiða sig á óljósar sagnir, í tilbeiðsluskyni við Bel, eða Bal-Huan, sólguðinn. í stuttu máli bar allt þess vott, að staðurinn (Borgarhausinn, eða Höfuð borgarinnar) bæri nafn með rentu; allt bar þess vott, að þarna hefðu Keltar eitt sinn haft aðsetur sitt, og að þar hefði verið helgi- staður Drúðanna. Og nú lá hinn örlagadœmdi afkomandi Pen Dragon í þungum hugsunum hólund og mergund (er til jafns voru metnar). En nú krafðist hann engra launa kunnáttu Binnar, þar sem hann gekk frá einum til ann- ars með rauð smyrsli í höndum sér og töfra- bænir á vörum. Og þeir, sem hann hristi flókakoll sinn yfir, eftir að hafa athugað þá, brostu við honum af feginleik yfir þeirri vissit að nú væri lausnarinn mikli dauðinn, á leið* inni til þeirra. Aumlegar’ leifar herskara Gryffiðs konungs ýmist lágu, eða reikuðu eirðarlaust fram og aftur, innan girðinganna. Einn sauður, eitt hross og einn hundur var allur matarforðinn er eftir var og þann dag skyldi skiftast meðal svo margra munna. Eld" ur hafði þegar verið kveiktur til matreiðs" lunnar, þótt allar þessar skepnur væru að vfsu enn á lífi. þarna innan um beinagrindur forneskjunnar. Við hlið hans hafði verið reist einskonar hásæti úr óhögnu grjóti og yfir það var breitt trosnað og upplitað flosklæði. í þessu hásæti sat Aldís drottning, og umhverfis konungs- hjónin voru enn hinar broslegu leifar af hirð, er afbrýðisstolt hins keltneska konungs gat ekki án verið, innan um allar ógnir blóðsút- hellinga og hungursneyðar. Flestir tignar- menn hirðarinnar, er annars voru tuttugu og fjórir talsins, voru nú hröfnum og ormum að bráð. En ennþá stóð þarna penhebogydd (yfirfálkavörður) hirðarinnar, með margan hauk á armi, skammt frá konunginum; enn stóð þar, og hallaðist upp að veggnum gos- degwr (kallari) hirðarinnar, með sítt skegg er huldi bringu hans, og með embættisprota sinn í hendi; enn stóð þar penbard (höfuðskáld) hirðarinnar, og grúfðist yfir laskaða hörpu, er eitt sinn hafði ómað um steinhvelfingarnar í Caerleon og Rhadlan, undir lofsöngvum um Guð, konunginn og fallnar hetjur. Fyrir kon- ung og drottningu var settur hinn skrautleg- asti borðbúnaður úr gulli,*) á steinana og á einum diskinum var síðasta svartabrauðs- En fram á lægri hluta garðsins, sem næstur var ávalanum, hölluðu sér þrír menn. Garðurinn var þar svo fallinn, að auðvelt var fyrir þá að horfa yfir hann á hinar hryggilegu leifar hirðarinnar, er enn stóð um konunginn, og allir þrír mændu þeir grimmum og hung" ruðum refsaugum á Gryffið. Þeir voru allir þrír prinsar af hinni forn- frægu konungsætt, og gátu rakið sagnfrægan ■uppruna sinn jafn langt aftur í tímann sem Gryffiður; alla leið til Hu-Gadaru og Prydain, og hver þeirra taldi það smán mikla, að Gryff- iður skyldi vera settur konungur yfir þá. Hver þeirra átti sér hirð og hásæti; hver þeirra sína “hvítu höll,” ur sköfnum pílviðartein- ungum — fátækleg huggun, þér koniungar, fyrir kastala, turna og listir allar, er Rómverj- ar létu eftir forfeðrum yðar! Og hvern þess- ara þriggja hefði sonur Llewellyns yfirbugað, er vegur hans og vald stóð sem bezt og hann sameinadi undir veldissþrota sinn öll smákon- nugaríki í Wales, og sat þannig um stundar- sakir sveipaður sigurljóma þeim, er leikið hafði um básæti Hróðreks hins mikla. *) Svo virðist sem Walesbúar hefi haft gnótt dýrra málma, í hlutfalli við slegna mynt. Að ekki sé minnst á halsmen, armbönd og brjóstþynnur úr gulli, er algengir voru í eign höfðingja þeirra, þá bera hegningarlög þeirra vott um gull og silfuraustur þeirra. Þannig var bætt fyrir móðgun gegn undirkonunginum í Aberfraw með silfursprota, jafngildum litlafingri konugs og svo löngum, að hann náði frá jörðu til munns konungs, er hann sat í hásæti, og með gull- skál, er hafði jafn breitt lok andliti konungs og var jafnþykk plógmanns nögl, eða gæsaeggskurmi. "Eg er á þeirri skoðun, að það hafi einmitt verið fyrir þá sök hversu lítið var slegið af peningum, að dýrir málmar voru svo algengir í húsbúnaði. Gull hefði verið miklu sjaldgæfara jafnvel meðal Inka í Perú, ef þeir hefðu notað það til mynsláttu. —Höf.— “Það er,” hvíslaði Óðinn hásum rómi, fyrir þenna mann, sem öll máttarvöld himins hafa yfirgefið, og sem ekki einu sinni gat verndað hálshring sinn fyrir greipum Saxans, að við eigum bana að bíða á þessum hæðum, nagandi holdið af okkar eigin beinum. Hyggið það ekki að nh sé stundin komin?” “Stundin kemur, er sauðurinn, hesfcurinn og hundurinn eru étnir,” svaraði Móðröður, “og þegar alt liðið hrópar að Gryffiði, sem einn maður “þú, konungur! — gef oss brauð!”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.