Heimskringla - 06.08.1930, Blaðsíða 8

Heimskringla - 06.08.1930, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. AGtrST, 1930. Fj ær IS ær Vel láta heimfarendur, sem til baka eru komnir ,af hátíðinni á Þingvöll- um og yfirleitt af ferðalaginu öllu Af stuttu viðtali við Mr. S. Thorvald son, er að heiman kom 28. júli ásamt fleirum, er það að segja, að hann dáð ist að hinu ágæta skipulagi, sem á öllu var í sambandi við það feiknastarf er þjóðin færðist i fang með þessu hátiðarhaldi. Þó ekki væri nema á það eitt litið, að flytja um 10—15 þús. manns daglega fram og til bakn milli Reykjavíkur og Þingvalla á bif reiðum, er það ærið nóg til að sann færast um, hvað þjóðin réðist í með hátíðarhaldinu. Það fóru sem sé margir heim til Reykjavíkur á hverju kvöldi og komu til Þingvalla aftur að morgni. Yfirleitt dáðust Vest menn að þeim myndarbrag, sem hvívetna sýndi sig í sambandi við há tíðarhaldið. Viðvíkjandi viðtökum Vestur-lslendinga lét Mr. Thorvald- son í ljós mjög mikla ánægju, og kvað það auðsæjan og gleðilegan vott þess, að bræðrabandið væri ennþá traust milli frændanna beggja meg- in Atlantsáls. Þakkaði Mr. Thor' valdson samvinnu Heimfaramefndar Þjóðræknisfélagsins við Islendinga heima það, hve heimkoma Vestur Islendinga var þeim greið og ánægju leg, og kvað hann með því starfi hafa verið stígið þýðingarmikið spor í samvinnuáttina milli þjóðarbrots- ins hér og heimaþjóðarinnar. 1 Alfarin fór heim til Islands á mánudaginn var Miss Lína Bjöms son, eftir tæpra tveggja ára dvöl hér í landi hjá systur sinni og mági séra Benjamin Kristjánssyni, 796 Banning St., Winnipeg. Þjóðminjningardagur Iklendinga Wynyard, Sask., hinn 1. ágúst s.l. fór hið bezta fram, og var sóttur af miklu fjölmenni úr nærsveitunum Fóru hátíðarhöldin fram í samkomu- húsi því hinu mikla, sem Wynyard- búar hafa reist við Quill lake og rúmar um 1000 manns. Hvert sæti var skipað að kalla, enda var veður hið fegursta allan daginn. Einna mestur hátíðarfagnaður var að söng flokkum þeim, er B. Guðumunds- son tónskáld í Winnipeg hafði æft á stuttum tíma með þeim árangri, að söngur þeirra mátti heita prýðisgóð- ur, enda lágu þeir ekki á liði sínu, að skemta fólkinu sem bezt. Annað var 30 manna karlakór, en hitt kór 40 kvenna og unglinga. Að loknum ræðuhöldum, söng og íþróttum, var dans stíginn langt fram á nótt, unz stjörnurnar tóku að fölna á himni yfir hinni breiðu og fögru Wynyard- byggð. Islendingadagurinn á Hnausum, 3. 1. mánudag ,var í alla staði hinn skemtilegasti. Veðrið var ágætt, að vísu nokkuð mikill sólarhiti, en bó hressandi svali af og til. Sá múgur manna, sem þarna var saman kom inn, og hann var engu minni en í fyrra, og er þá mikið sagt, gekk því makindalega og ánægður um grund irnar, með vatnið lygnt og spegil- bjart blasandi við auganu á aðra hönd, en laufskúfaðan skóginn á hina. Og svo skemti eyranu dill- andi söngur frá söngflokki byggðar- innar, undir stjórn B. Þorlákssonar, og ræður og kvæði frá mælskumönn- ROSE THEATRE Phone 88 525 Sargent and Arlington Thur., Fri., Sat., This Week. JOSEPH WAGSTAFF and LOLA LANE in “Lets Go Places” 100% TALKING— SINGING A peek at parties and Holly- wood Revelry — one of the years oustanding hits Added “TARZAN THE TIGER” Talking comedy — Micky Mouse NOTE Ol’R NEW POLICY Children Any Time XOC Except Saturday Nights and Holiday Nights Mon., Tues., Wed., Next Week H. B. WARNER and LOIS WILSON in The Greatest Picture of Their Careers “THE FURIE8” 100% TALKING See end hear a mother’s great fight to hold the love of her son —a boy who thought her a mur- deress. As tense as any drama you’ve ever seen. Classified Special — No Child- rens Tickets um, sem blandaðist undursamlega 3aman við söngfuglaklið skógarins, sem umlykur að mestu ræðu- og söngsviðið á Iðavelli. Þeim, sem ekki getur liðið bærilega á Iðavelli, ættu að leita sem fyrst læknis, því þeir ganga ekki heilir heilsu. Og íslenzk- ari Islendingadag er hvergi hægt að hugsa sér en þarna fór fram. Allir töluðu íslenzku og gömul vináttu- bönd barna gamla klakalandsins voru þarna endurnýjuð með hlýju handa- bandi og brosi á vör. I fáum orðum sagt, sjáum vér hvergi glæsilegri framtið Islendingadagshátíðarhalds, en á þessum ný-íslenzka Iðavelli. * * * Þann 14. júlí s.l. andaðist í borg- inni Tacoma, Wash., Magnús Johnson. Hann var fæddur 4. maí 1858. Faðir hans var Jón hreppstjóri Magnússon í Syðra-Skógarnesi, en móðir Krist- ín dóttir Þarleifs læknis í Bjarnar- höfn. Um langt skeið dvaldi Magn- ús heitinn í Piney Valley byggðinni. Verður hans vafalaust minnst nán- ar síðar. * * m Séra Jóhann Bjarnason messar i íslenzku kirkjunni í Brandon næsta sunnudag þann 10. ágúst, kl. 1 e.h. Islendingar þar í bæ, er sjá þetta, eru beðnir að láta aðra vita um mess- una, svo að sem flestir geti verið viðstaddir. Allir velkomnir. • * * “IÐUNN” 2. hefti af yfirstandandi árgangi Iðunnar er nýkomið hingað vestur, og hefir þegar verið sent til allra kaupenda og útsölumanna. * * * Undirritaður biður hvern þann, er einhverjar upplýsingar gæti gefið um Þorlák Björnsson, frá Reykjavik, systurson Brynjólfs Þorlákssonar söngstjóra, sem kominn er hingað vestur um haf fyrir tveimur árum og bjó hjá Mrs. Jóhannsson, 747 Beverley St. hér í bænum, unz hann fór vestur í land seint í júlí í fyrra- sumar, og hefir ekkert spurst til hans síðan, að gera sér viðvart hið fyrsta. Jón Björgvin Guðlaugsson. 747 Beverley St., Winnipeg. • • • Eftirfylgjandi nemendur Mr. O. Thorsteinsson á Gimli, Man., tóku próf við Toronto Conservatory of Music: Junior Violin: Jóhannes Pálsson, 73 stig, Honors. Stefán Guttormsson, 66, pass. Primary Piano and Theory: Lilja Pálsson, 90 stig, First class honors. Marion Lang, 80 stig, First class honors. Jóhannes Pálsson, 75 stig, Honors. Stefán Guttormsson, 72 stig, hon- ors. Sigrún Jóhannesson, 66 stig, pass. Kristín Benson, 63 stig, pass. Elementary Piano and Theory: Sigrún Jóhannesson, 98 stig, first class honors. Thomas Philiph, 97 stig, first class honors. Steina Jónasson, 95 stig, first class honors. Kristín Benson, 94 stig, first class honors. Snjólaug Jósepsson, 94 stig, first class honors. Lilja Pálsson, 94 stig, first class honors. ólöf Jónasson, 88 stig, First class honors. Margrét Jónasson, 67 stig, pass. Margrét Sigurðsson, 67 stig, pass. Ina Jónasson, 67 stig, pass. Pearl Sigurgeirsson, 66 stig, pass. Björg Guttormsson (Violin) 68 stig, pass. Thorsteina Sveinsson, (Violin) 65 stig, pass. Svanberg Albertsson (Violin), 64 stig, pass. Introductory Violin and Piano. Kathleen Bennett, 86 stig, first lass honors. Asta Johnson, 72 stig, honors. Laura Olson, 68 stig, pass. Thomas Philips, (Violin), 68 stig, pass. Gilbert Sigurgeirsson (Violin), 64 stig, pass. • • • A föstudagskvöldið 1. ágúst setti H. Skaftfeld, umboðsmaður stúkunn- ar Heklu eftirfarandi meðlimi í em- bætti fyrir ársfjórðunginn: F.Æ.T., B. A. Bjarnason. Æ.T., Guðbjörgu Sigurðsson. V.T., Bjarney Fáfnis R., Stefaníu Eydal. AJt., Stefán Einarsson F. R., B. M. Long. G. , Jóh. Th. Beck. K. Ingibjörgu Hallsson. D., Valg. Magnússon. A.D., Þóru Sveinsson. Sk. R., Sveinbjörn Gíslason. V., Eyvind Sigurðsson. Hreinlegan ungan mann, sem vill læra bakaraiðn, vantar nú þegar. — I Upplýsingar í Winnipeg Electric Bakery, 631 Sargent Ave. KENNARA VANTAR við Frey skóla nr. 890, fyrir komandi skólaár. 10 mánaða kennsla. Um- sækjendur þurfa að vera færir um að kenna “Grade 9. Tiltakið æfingu og kaup. H. B. SKAPTASON, Sec.-Treas. P.O. Box 206, Glenboro, Man. • • » KENNARA VANTAR fyrir Arnes skóla nr. 586 næsta skólaár; átta mánaða kennsla. Umsækjendur verða að hafa lst class certificate og góða æfingu. — Tiltakið kaup. Tilboð sendist til undirritaðrar fyrir 9. ágúst 1930. MRS. TH. PETERSON, Sec.-Treas. HVAÐANÆFA (Frh. frá 1. bls.) Frézt hefir frá Kaupmannahöfn, að Danir, sem eiga aðeins tvö stór herskip, hafi nú ákveðið að hætta útgerð á þeim báðum, og verður annað þeirra, Heimdal, rifið, en hitt Niels Juel, sem nýkomið er frá því að flytja konunginn til Islands, selt til Kína. Virðast Danir vera ein- ráðnir í því að takmarka herbúnað enda hefir landið lengst af nú á síð- ari áratugum verið hlutlaust í stríði. * * • 1 bænum Leon á Spáni voru öldr- uð brúðhjón gefin saman f hjóna band hér á dögunum. Brúðguminn var 82 ára en brúðurin stóð rétt á áttræðu. Voru þau búin að vera trúlofuð síðan árið 1887 eða-í 43 ár, og höfðu þá keypt alla búslóð sína I með afborgun. En þau strengdu þess þá heit að gifta sig ekki fyr en þau væru búin að borga allt upp f topp, því að þau vildu ekki byrja búskapinn með skuldabasli. Þetta gekk að vísu seinna heldur en þau bjuggust við, en heistrenginguna efndu þau. Fyrir þvi geta þau nú byrjað hjónaband sitt skuldlaus að kalla, og skyldi maður ætla að lifið hefði þá ekki skákað þeim, svo að þetta ellihjónaband verði laust við allt basl. • • • 1 British Guinea var nýlega skot- inn gamall krókódíll ógurlega stór. sem rogaðist með stærðartré á bak inu. Hyggja menn að fræ hafi ein- hverntíma hrokkið ofan á bakið íi honum, og með einhverjum undra- verðum atburði hafa fest þar rætur. Ekkert vita menn um hvernig krókó- dílnum muni hafa líkað þessi gróðr- arstöð á bakinu á sér. þegar það hafi fengið tilkynningu frá rafmagnsstjórn um að tilboðið í verkið “i princiþ godtages”. — Síðan voru opnuð tilboð frá Siem- ens Norsk Aktieselskab, Oslo (Sie- mens-Schuckert Werke, Berlín) — Samkvæmt bréfum dags. 23. april og 9. júlí þ. á. og verktilboði. Tilboðið er i þrem liðum. 1. tilboð, ísl. kr. 6,644,512.55 2. tilboð, ísl. kr. 7,060,704.25. 3. tilboð, ísl. kr. 6,430,756.55. Auk þess telur firmað tilboðið geta tækkað eitthvað vegna lækkunar á verði á kopar og blýi, ef sú lækkun helst er pöntun verður gerð. Hvað snertir fjárútvegun tekur til- boðið fram, “að firmað hafi til þessa tíma því miður eigi tekist að fá að- gengilegt lánstilboð”. Um víða veröld Frá Islandi Sogs vi rk j u n i n. Rvík 17. júlí. A fundi rafmagnsnefndar 15. þ. m voru opnuð tilboð í Sogsvirkjunina. Um framkomin til'ooð segir svo i fundargerð nefndarinnar: Fyrir var tekið að opna tilboð f Sogsvirkjunina og mættu þá á fund- inum Paul Smith. fyrir hönd Siem- ens-Schuckert Werke og Sigurður Jónsson fyrir hönd Kampmann, Kier- ulff & Saxild í Kaupmannahöfn. Þá barst fundinum bréf frá Bræð- urnir Ormsson, í Reykjavík, með beiðni um frest. Þá voru opnuð 2 bréf og 1 sím- skeyti frá Aktiebolaget Electro-In- vest, Vesteaas í Svíþjóð og sundur- liðað tilboð með þrennu móti: 1. tilboð, sænskar kr. 5,125,000.00 2. tilboð sænskar kr. 5,245,000.00. 3. tilboð sænskar kr. 5,135,000.00. Jafnframt bréf frá Kampmann, Kierulff & Saxild, þar sem þeir stað- festa þátttöku sína í framangreind- um tilboðum. Hvað snertir f járútvegun tekur til- boðið fram, að Aktiebolaget Electro- Invest sé reiðubúið að koma fram með sundui<liðað peningalánstilboð, (FVh. frá 5. síðu). miljónir ára, því sjá megi klettalög þar og viða annarsstaðar (m. a. á Norðurlörídunum), sem sjeu að min- sta kosti 1,500 milljón ára gömul og þurfi því miklu lengri tíma en al- mennt sje gert ráð fyrir, til þess að svo gamlir og harðir klettar (granít) hafi myndast, ef gert sé ráð fyrir því, að jörðin hafi fyrst verið gufuhnöttur og síðan vatns. En hann segir, að engar jarðfræði- legar sannanir verði færðar fyrir þvi að jörðin hafi verið í gufulíki. Hún hafi eiginlega ekkert kólnað síðan fyrst verði rakin saga hennar, en hitinn verið nokkuð misjafn, aðal lega vegna ísalda. Hann setur fram þá spumingu, hvort jörðin muni ekki hafa getað myndast úr köldu efni einhverskonar smáögnum, eins og þeim, sem enn berist hingað mill- jónum saman utan úr geimnum. töluðu líka vinsamlega um samkomu- lagið, þótt ekki vildu þeir taka þátt í því. Sá fyrnefndi gaf McDorfald gullpennann, sem skjölin voru undir- skrifuð með, í þakklætisskyni fyrir fundarstjóm hans. Hinir nýju flotamálasamningar eru allmikil skjöl, inngangur og 5 kaflar í 26 greinum og gilda allir fyrir Bretland, Bandaríkin og Japan, en 1., 4. og 5. kaSi fyrir Frakkland og ttalíu þegar formleg staðfesting hefur farið fram. Hvert er þá efnið og árangurinn? Fyrst og fremst stórfeldur fjársparn- aður fyrir Breta. Flotagjöld bretska skattþegna minka um 60 — 70 milj- ónir punda á næstu 6 árum. Sparn- aður allra þjóðanna er áætlaður 160 —180 miljónir punda. Þegar samn- ingsákvæðin eru gengin í gildi á Stóra-Bretland 15 orustuskip og rúml. 541 þús. smálestir annara skipa. Bandaríkin eiga þá líka 15 orustuskip og 526 þús. smál annara herskipa og Japanar 9 orustuskip og 367 þús. smá- lestir annara herskipa. Erí Frakkar og Italir skuldbinda sig til þess að hætta herskipabyggingum í 5 ár, en ganga ekki að öðru leyti inn á á- kveðnar flotamarkanir. Til samburðar skal þess getið, að Bretar eiga nú 20 orustuskip, Banda- ríkin 18 og Japanar 10 (auk margra smærri skipa, sbr. fyrri frásögn). þar að auki ætluðu þessi ríki að byggja 26 orustuskip á næstu 6 árum. En samkvæmt samningunum verð- ur hætt við smíði þeirra allra og nokkur af gömlu skipunum eyðilögð eða tekin úr herþjónustu og notuð sem skólaskip. Skipin sem eftir verða eru tiltölulega ný, stór og full- komin. Flotamálafundurinn Skipafækkun og 180 miljóna punda sparnaður. Flotamálafundinum í London var lokið um páskana. Lögrjetta sagði frá viðfangsefnum hans og undirbún- ingsstarfi hans um það bil þegar hann hófst. Hermálin eru þjóðunum þjak- andi byrði og böl og allir góðir menn hafa því fylgt með áhuga tilraunum til þess að draga úr vigbúnaði og hernaðargjöldum. Flotamálafundur- inn stóð í 3 mánuði og gekk oft í þófi og leit stundum út fyrir að alt samkomulag færi út um þúfur. Að sumu leyti náðist heldur ekki það samkomulag sem t. d. McDonald gerði sjer í fyrstu vonir um, en að öðru leyti varð árangurinn meiri en á horfðist um skeið. Aðalárangurinn var þríveldasamningur milli Breta. Bandaríkjamanna og Japana, en Frakkar og Italar sitja hjá að sinni, en segjast vona, að fult samkomulag náist síðar. Gert er ráð fyrir því að annar fundur v*rði haldinn 1936. Fundinum var slitið í St. James höll og fluttu aðalfulltrúarnir þar vin- samlegar ræður, að sumu leyti vin- samlegri en efni stóðu til eftir á- ranginum. “Við skiljum fullir af góðum og starfsömum vilja,” sagði McDonald. Stimson undirstrikaði hið vaxandi vinfengi við “hina góðu nágranna okkar, Japana”. Wakat- suki sagði að samningarnir væru merkilegt spor á braut friðar og framtíðar mannkynsins”. Briand og ítalski flotamálaráðherrann Girianni THOMAS JEWELRY CO. Crrsmíði er ekki lærð á einu eða tveimur árum. 25 ára reynsla sannar fullkomna þekkingu. Hrenslun $1.00 Fjöður $1.00 Waltham trr $12.00 Póstsendingar afgreiddar tafar- laust. CARL THORLAKSON úrsmiður. < 627 Sargent Ave., Winnipeg MRS. THOR BRAND 726 VICTOR STREET WINNIPEG tekur á móti sjúklingum (con- valescent patients)og annast um þá á heimili sínu. Talsími: 23 130 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. AKKERIÐ ÚT VINDB0RÐA það hefir komið í veg fyrir margt óhappið. Að eiga dálitla peninga uppræð í bankanum er hið sama og að hafa akkeri úti á vindborð. Það kemur i veg fyrir að yður reki upp á sker efnalegs ósjálfstæðis og alls- leysis. Byrjið nú þegar að leggja í handrák á þessum banka. $1. er nægileg byrjun til að opna reikning. Opið frá 9f. h. til 6e.h. Laugardögum 6 f.h. til 1. e.h. Province of Manitoba Savings Office Donald St. at Ellice Ave. or 984 Main St., Winnipeg. Heitt vatn á lœgra verði Leitið yður upplýsingar um tækifæris verð vort á gasi til vatnshitunar. Það minnkar vatnshitunarkostnað yðar. Símið: 842 312 eða 842 314. Winnipeg Electric Company “Your Guarantee of Good Service” Four Stores: Appliance Dept., Power Bldg., Portage and Vaughan; 1841 Portage Avenue, St. James Marion and Tache, St. Boniface. 511 Selkirk Avenue. Om Nýja íslenzka brauðbúðin Cor. SARGENT og McGEE WINNIPEG Vönduðustu og beztu brauð og kökur. Margra ára sérfræðsla í að búa til giftinga- og afmælis kökur. Einnig tekið á móti pöntunum á íslenzkum rjóma- tertum. Allt tilbúið úr bezta efni og selt með afarlágu verði. Kringlur, tvibökur og skonrok ávalt fyrirliggjandi. — Okkar hveitibrauð aðeins 5 cent, við- urkennt að vera hið bezta í borg inni. Búðin opin alla daga frá kl. 8 að morgni til kl. 11 að kveldi, nema á sunnudögum. — Lokuð allan sunnudaginn. Virðingarfyllst, Páll Jónsson. The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKIMG PRESS LTD í I ! 853 SARGENT Ave., WINNIPEG ! 8* Sími 86-537 I í 4

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.