Heimskringla - 06.08.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.08.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 6. AGÚST, 1930. HEIMSKRINGLA ^fdmskrtntvla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist íyrlríram. Allar borganír sendist THE VTKING PRESS LTD. SIGFÚa HALLDÓRS frá Höfnu'a Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsim: Manager THE VIKING PRZSS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A je„ Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Svgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 6. AGÚST, 1930. Um úrslit kosninganna i. Hvað sem um úrslit þessara kosninga annars verður sagt, bera þær það skýrt og áþreifan- lega með sér, að þjóðin hafi ekki gengið grufl- andi til verks, er hún gekk upp að atkvæðis- borðinu 28. júlí s.l. Það hefir viljað verða hörg- ull á því undanfarin ár, að stjórnir væru kosnar með hæfilegum meirihluta. Kingstjórnin varð t.d. öll sín stjórnarár að haltra á lánshækjum annara flokka. En þvi stjórnarstjáki er nú lok- ið. Þjóðin hefir tvímælalaust sýnt hver vilji hennar sé. Hinn yfirgnæfandi meirihluti Con- servatíva í kosningunum, er óbrigðull vottur þess, að þjóðinni fannst mál til komið að taka saman höndum um velferðarmál landsins, í stað þess að vera margskift um þau. Og það er góðs viti. Þá fyrst er það ljóst, að þjóðin veit sitt hlutverk, er hún sameinast um það mál, sem henni er til menningar og þrifa. A Islendinga- deginum á Hnausum minntist Mr. S. Thorvald- son í ræðu, er hann hélt þar, á hina vaxandi þjóðarmeðvitund Islendinga heima. Kvað hann hana aflið, er íslenzku þjóðina bæri nú áfram til þroska og frægðar. Þetta gildir eins um canadisku þjóðina. Undir stjórn Kings gat hún aldrei sameinast. Það er í skemmstu máli að segja, að það hafi heldur miðað í sundr- ungaráttina á stjórnartíð hans. Og var þá auð- vitað, hvert stefna mundi með framfarimar. Þjóðin verður að standa sameinuð með sinni stjóm, hver sem hún er, þar til hún kýs að skifta um. Annað verður aldrei affarasælt. Og það er einmitt á þessu, sem er að verða breyt- ing, ef nokkuð má dæma af úrslitum síðustu kosninga. Þjóðarhugsunin hefir öll snúist að því, að sinna velferðarmálum landsins. Þjóðin hefir allt í einu orðið þjóðlega sinnuð. Og vinni hún áfram í þeim anda með stjórninni nýkosnu, og stefnu hennar, sem er hin eina þjóðlega stefna í lands- málum, er nokkur von betri tima hér. I þessa átt virðast oss úrslit kosninganna benda. II. Blaðið Free Press varaði liberal blöðin og Kingstjórnarflokkinn sæla við því eftir kosning- arnar, að vera að reyna að bera í bætifláka fyr- ir ósigurinn. Kvað blaðið King sjálfum um hann að kenna. Og um Hon. R. B. Bennett fer blaðið lofsam- legum orðum, og vonar hins bezta fyrir land og lýð af stjóm hans, með það yfirgnæfandi fylgi kjósenda, sem hann hafi sér að bakjarli. En Lögberg, sem út kom vikuna eftir kosn- ingamar, fór þeim orðum um úrslitin, að “aft- urhaldsstefnan, ofbeidis og öfgastefnan” hefði gengið sigri hrósandi af hólmi. Hvað þet-ta orðalag Lögbergs á að þýða, er bágt að vita. En ekki virðist það bera mikið traust til kjósenda, að hafa farið svo óviturlega að ráði sínu að kjósa slíka stjóm sem þá, er Lögberg segir Bennettstjórnina vera, að ó- reyndu. Og meiri sómi hefði Lögbergi verið að því, að fara að ráði Free Press og minnast ekki á úrslitin, en fara um þau þeim vitleysis- öfgum, er blaðið gerði. III. En þetta er þó ekki nema smáræði af öllum bábiljum Lögbergs um kosningaúrslitin. önnur eins endileysa og það, að Heimskringla hafi sýknt og heilagt unnið persónulega á móti dr. J. T. Thorson i kosningunum, hefir sjaldan ver- *ð boðin almenningi. Heimskringla flutti ekki eina einustu ritstjómargrein á móti dr. Thor- son. I ritstjómargreinum hennar öllum var ekki á neitt þingmannsefni persónulega minnst. Það voru aðeins stefnur flokkanna sem Heims- kringla reyndi að skýra eins samvizkusamlega og ástæða var til. Kosningamar í heild sinni snemst ekki um annað, og það var eftirtektar- vert, hve á sjálf þingmannsefnin var lítið minnst i þeim. Það sem Lögberg er að reyna að hengja hatt sitt á i þessu efni, er ein aðsend grein i Heims- kringlu, er vék að hökti og afgerðaleysi King- stjórnarinnar í erindrekamálinu til lslands, og sem byggð var á þeirri óskiljanlegu framkomu Kingstjómarinnar, að senda engan þingfulltrúa heim. Þinginu í Canada var þetta boðið af stjóm Islands, en af því sem nú er i ljós komið, ann- aðhvort skildi Kingstjórnin það ekki ,eða að fyrir henni vakti, að gera sér einhvern flokks- mat úr þessu. Þetta virtist greinarhöfundinum verkefni Mr. Thorsons, sem málsvara Islend- inga i þingi, að leiðrétta. Og það er allt og sumt, sem minnst hefir verið á Mr. Thorson Heimskringlu, enda ber höfundurinn sjálfur full- komlega ábyrgð á þeirri skoðun sinni, og hefir Heimskringla þó ekkert við hana að athuga. IV. Ef Lögbergi stendur ekki alveg á sama hvort það heldur fram helberum ósannindum eða sann- leika, hefði það ekki lagt út í það, að reyna að rægja Heimskringlu í augum þjóðræknissinnaðra Islendinga út af þessu. Og jafnvel þó að Heims- kringla hefði barist í kosningunum á móti dr. J. T. Thorson, hefði hún ekki verið að aðhafast neitt, sem talist gæti goðgá í stjómmálum eða Lögbergi ætti að finnast mikið til um. Vér munum þá tíma er Lögberg óð á bæxlun- um á móti kosningu Mr. Sveins Thorvaldsson- ar, en sleikti hvert hár á “gallanum”, sem var gagnsækjandi hans ,og hefir eflaust talið sér það þjóðræknislegan heiður! Einnig munum vér eftir þjóðrækni þess, er Col. H. M. Hannes- son sótti í sambandskosningunum 1926 í Selkirk kjördæmi. íslendinga hér vestra mun einnig reka minni til þess, hve heitt Lögberg hefir barist með Þjóðræknisfélagi Islendinga hér vestra, síðan það var stofnað. Vér ætlum ekki aS fara að rekja þá sögu hér, en við hentugleika getur skeð, að minnst verði á eitthvað af “nefndun- um”, sem stofnsettar hafa verið og sendar til höfuðs því, þó skaðinn og skömmin af því hafi undantekningarlaust komið nefndarliðinu sjálfu i koll. Eins og Heimskringla lagði þau mál- efni er hún studdi í þessum kosningum, und- ir dóm kjósenda og hlítir algerlega úrskurði þeirra um þau, eins leggur hún í þjóðræknis- málinu framkomu sína undir dóm Islendinga, bæði hér og heima, óhrædd um það, að hafa enga vansæmd af þvi. Geti Lögberg sagt hið sama, væri það vel farið; en öllum almennilegum Islendingum mun virð- ast á aðra leið. V. Um áfall það, sem ýmsir góðir menn í liði Kingstjórnarinnar urðu fyrir, eins og t. d. Mr. Thorson, Dunning, Crerar, Cannon og McPher- son, er, eins og blaðið Free Press sagði, King sjálfum að kenna. Hvað Mr. Thorson snertir, hyggjum vér sann- ast að segja, að meirihluti Islendinga í kjördæmi hans hafi greitt honum atkvæði, af þjóðræknis- hvötum, þrátt fyrir það, að hann fylgdi þeirri stjóm að málum, sem margir þeirra voru and- vígir. Þó að Heimskringla sé ekki beint að á- fellast þessa menn, og telji jafnvel að slík aðferð geti verið réttlætanleg, í því falli að maðurinn, sem um væri a§ ræða, sé afburða hæfileikamað- ur, og afsakanlegt frá sjónarmiði tilfinninga, þá getur Heimskringla þó aldrei samþykkt þá teg- und þjóðrækni, að sjálfsagt sé að kjósa einhvern mann til þings í þessu landi, aðeins fyrir þá sök að hann sé Islendingur, alveg án tillits til þess, hvaða flokki eða stefnu hann fylgir. Svo heimskuleg og ofstækisfull þjóðrækni nær auð- vitað ekki nokkurri átt, enda stappar hún land- ráðum næst og kemur auðvitað hvergi til greina nema í hugskotum þeirra manna, sem aldrei hafa þekkt hina réttu hlið þjóðræknismálanna, og reyna nú, ruglaðir af ósigri sínum, að skeyta skapi sínu á andstæðingunum með því að þyrla upp blekkingum og moldviðri. Minni íslands Flutt á fslendingadegi í Wynyard, Sask. 1. ágúst 1930, af séra Benjamín Kristjánssyni. Islenzkir menn og konur! I hvert sinn og eg kem hér í íslenzka byggð, þar sem eg hefi ekki komið áður, hlýnar mér um hjartaræturnar. I hvert sinn er eg hitti hér á víðavangi þessarar fimbulfoldar, íslenzkt fólk, sem rutt hefir mörkina og gert hefir garða sína fræga, þar sem mælt er á norræna tungu, svo að þróttur og dugur íslenzkrar lundar andar á móti mér, svo að segja í hverju tungiftaki, gleðst eg, af því að það er mér opinberun um þann sgiurmátt, sem kynstofn vor hefir átt og geymir enn í fórum sínum. Islendingar þeir, sem hingað hafa fluzt, eiga hér mikla landnémssögu að baki. Feður þeirra hafa tvisvar sinnum áður hrundið opnum hlið- um vestursins og gert það á myndarlegan hátt, í fyrsta sinn með því að finna Island og þvi næst með því að finna Grænland og Ameríku fyrir hart nær þúsund árum síðan. Og þó að sá fund- ur yrði ekki til þess, að þeir settust þá að í landinu til langframa, þá getum vér þó sagt, að hann skapaði þeim merkilegan óðalsrétt. Nú fyrst eru þeir að fá viðurkenninguna fyrir þessu stórmerka þrekvirki. En að þeir síðar gerðust þrautseigir frum- byggjar þessa lands, og sýndu með því ósvikið ætterni sitt við hina harðgervu forfeður, er og heldur ekki minnst um vert. Hver byggð Is- lendinga hér i álfu er þess vegna og á að vera forvörður og fulltrúi þessarar dáðar og annarar dáðar íslenzkrar, og að þær hafa verið það að ýmsu leyti, efast eg ekki um. Eg hefi oft undrast það síðan eg kom hingað vestur, hversu mér hefir virst til skamms tima lítill skilningur á því heima á Islandi, hvílíkur gróði íslenzku þjóðinni í heild sinni gæti verið að því að halda lífrænu sambandi við það þjóð- arbrotið, sem hér býr, væri rétt með farið. Heimaþjóðin ætti að geta fyrir tilbeina barna sinna hér, haft betri aðgang að umheiminum og menningu hans, en ella mundi, það er að segja, ef íslendingar hér hirða um að vita þjóð- erni sitt og hætta ekki við að vera Islendingar og taka að fyrirlíta uppruna sinn og tungu. Þess munu nú reyndar vera dæmi, þótt vonanai fá sé, í sveitunum að minnsta kosti, allt að þessu. Enda veit eg .engann hafa grætt á því frægð eða fé, að afneita sínu þjóðemi og ganga eins og ómerkingur inn í ómótaða frumbýlings- hjörð þessa lands. Því enn hlýtur að vera langt í land til þess að canadisk þjóð skapist með nokkr • hann og ekki drakk hann og engi þorði að krefja hann málsins. Þá lét Njörður faðir hans kalla til sin Skírni, skósvein Freys, og bað hann ganga til Freys og beiða hann orða og spyrja, hverjum hann væri svo reiður, að hann mælti ekki við menn. Skírnir kvaðst fara mundu, en þó eigi fúss, því að illra svara einna væri von af honum. En er hann kom til Freys, spurði hann, hví Freyr var svo hnípinn og mælti ekki við menn? Þá svaraði Freyr og mælti, að hann hefði séð konu fagra. og fyrir hennar sakir væri hann svo harmfullur, að eigi myndi hann lengi lifa, ef hann skyldi eigi ná henni. Er harmi hans lýst mjög átakanlega í Skímismálum, þar sem hann mælir við svein sinn: Hvi" of segjak þér seggur hinn ungi mikinn móðtrega, alfröðull lýsir of alla daga ok þegi at mínum munum. Mær es mér tíðari en manna hveim ungum í árdaga; ása ok alfa þat vill engi maðr at vit saman séim. 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Gerður Gymisdóttir, segir hann. um séreinkennum. Það getur eigi orðið fyr en landið er orðið nokkurnveginn fullnumið fyrir stundu — en áratugir, jafnvel aldir munu líða þangað til að hægt verður að segja það um Canada. Hið merkilegasta við landið nú á þessu skeiði er líka einmitt það, að það er allra þjóða land, — einskonar sýningarvöllur eða samkeppn- island margvíslegra þjóðerna, sem eigi geta lát- ið hlut sinn hvert £yrir öðru að sinni nema að vera ’étin upp hveA af öðru, og eru önnur æfi- lok æskilegri. Þótt kynstofn vor eigi að sjálfsögðu eftir í framtíðinni að renna saman við aðrar þjóð- ir þessa lands, þá á hann að gera það á þann hátt, að menningargildi hans varðveitist sem bezt og verður það aldrei með neinum ótimabær- um og skyndilegum hrærigraut, heldur hægfara sambræðslu og þróun. Tíminn mun, langt fram í aldir, kunna ráð til að jafna þessi málefni, þegar betur fer á því að það verði gert. En ennþá hygg eg að tíminn sé ekki kominn til þess, og þess vegna sé heldur ekki kominn tími til, að nokkur þjóð beri kinn- roða fyrir sitt ætterni, og Islendingar hafi allra sízt ástæðu til þess, þótt þeir að vísu hafi ekki mannfjöldann sé til afsökunar. — Þeir hafa Leif Eiríksson og Þorfinn karlsefni. Það sem gleður mig sérstaklega, að koma hér í sveitirnar, er það, að nokkuð víða hittir mað- ur æskuna með ómenguðum sérkennum ís- lenzkrar lundar, og það gefur vonir um ,að enn- þá eigi íslenzkt þjóðerni eftir að renna hér um hríð i æðum vestrænna manna, bæði sjálfum þeim og frumþjóðinni til blessunar. Yfirleitt held eg að einmitt nú séu að opnast augu Is- lendinga hér vestra fyrir því, að það sé frekar sæmd og ávinningur að því, en vanheiður, að vera Islendingur. Og ef Islendingar heima skildu það á sama hátt, að lífrænt samband við land- ana hér gæti orðið þeim til blessunar á ýmsa lund, þá mundi saga norrænna landnáma verða rituð öðruvísi í framtíðinni, og þjóðerni vort vekja á sér meiri athhygli en enn hefir orðið. Hy&gr eg að heimför 600 Vestur-íslendinga í sumar yrði ekki með öllu giftulaus, ef hún yrði til þess að vekja meiri skilning á þessu báðu- megin hafsins, en enn er fenginn, og að treyst verði bönd ætternisins betur en verið hefir. En einkum er það af persónulegum ástæð- um, sem það vekur fögnuð minn að hitta þessa íslenzku gróðurbletti á víðlendum vesturs- ins. Mér finnst eg næstum því finna hér betur og skilja einkenni íslenzkrar lundar í framandi landi. I útlegð hreinræktast stundum þjóðar- einkennin betur en í beímalandinu. Og þar gera menn sér nánari grem fyrir því en áður, hvað í raun og veru greinir þá frá öðrum þjóðum. Og þeir finna í tungu sinni, orði og óði og eðlisgerð, þau einkenni, sem þeim eru dýrmæt og þeir vilja varðveita fyrir niðja sína, ef unnt er. — Af þessum ástæðum höldum vér árlega Islend- ingadag í þessu landi, að vér viljum minnast þessara eirlkenna, sem gera oss að einni þjóð, þessarar séreignar, sem enn er eigi gengin oss úr greipum. Og ef vér grípum nú tækifærið til þess að líta örlítið betur á þessi einkenni, og athuga það, hvers vegna vér eigum að varðveita þau, þá lang ar mig til þess að byrja með að segja yður ofurlitla sögu, sem þið þó sjálfsagt munuð flest af yður kannast við. Sú saga er úr norrænum goðafræðum, og felur í sér frumrót norrænna lundareinkenna. Hún er á þessa leið: Það var einn dag, að guðinn Freyr hafði geng- ið í Hliðskjálf, hásæti öðins, og sá þaðan of heima alla. En er hann leit í norðurátt, sá hann á bæ einum mikið hús og fagurt og til þessa húss gekk kona, er hann varð næsta hug- fanginn af. Þegar hún tók upp höndunum og lauk upp hurð fyrir sér, þá lýsti af örmum henn- bæði á loft og á lög, svo að allir heimar birtust af henni. En er Freyr gekk i brott þaðan, fékk hann þar af hugsóttir svo miklar, að ekki svaf Biður hann síðan Skírni að fara fyrir sig og biðja konunnar, sem hét Gerður og var Gymisdóttir úr Jötun- heimum, og hét Skírnir því að fara þessa sendiferð, ef Freyr gæfi horf- um reiðskjóta — es mik of myrkvan beri visan vafurloga og það sverð, er sjálft vegist við jötna ætt. Sgjdi þá Freyr undireins reiðskjóta sinfl af höndum og sverð sitt hið góða. Fór nú Skímir unz hann kom til Gýmisgarða og bað konunnar fyrir Frey og fékk heitorð hennar. Skyldi hún níu nóttutn síðar koma til þess staðar, sem Barrey heitir, ©g ganga þar að brullaupinu með Frey. Lýkur kvæðinu með því, hversu feginn Freyr varð heimkomu Skírnis og þessum ákjósanlegu málalokum. Nú hefir Snorri Sturluson viljað skýra sögu þessa þannig, að svo hafi hefnt sín mikillæti Freys, er hann sýndi með því að setjast í hið helga sæti Alföður, að hann lét tælast af einni jötnabrúður til ásta, sem hon- um voru eigi samboðnar; hann hafi eigi haft siðferðilegt vit til að setjast í sæti alföður. En miklu fegurri skil hefir skáldið Stephan G. Stephans- son gert sögu þessari, í kvæði, sem hann nefnir “Vormorgnar”. Hann le3 út úr þessari gullfallegu ástarsögu liking náttúruviðburðanna, og finnur í henni angan vorsins, hins islenzka eða norræna: í dag kom vor og allt er yngra, nú ómar Harpa í hverjum þey. I dag er Gerður gullin fingra að giftast Frey. er norræna vornóttin, sem hrindir frá. stöfum hurð klakans og myrkursins, svo að birtir um heima alla. Hvað er eðlilegra en að gróðrar- og ár- sældarguðinn Freyr líti hana ástar- augum og gangi til faðmlags viS hana í barrlundum hinna norrænu skóga. Og skósveinn hans, Skírnir, sem annast bónorðið, hann er eins og nafnið bendir til, sem þýðir hinn hreinl eða bjarti, hann er sólargeisl- inn, sem smám saman vekur hinn sof- andi gróður jarðar, unz fullnað er brullaup þeirra Gerðar og Freys og vornóttin vefur í faðmi sínum allt þetta f jölskrúðuga gróandi líf náttúr- unnar, sem eins og rís upp af dauðum við þessar ástir ljóss og lífsguðsins. Mér hefir aldrei orðið það ljósara, en af meðferð Stephans G. á ýmsum goðasögum norrænum, hvílíka ótæm- andi snilld skáldlegrar fegurðar er í þeim að finna. Og Stephan veður ekki á neinu tæpavaði taumlauss í- myndunarafls eða skáldaleyfis. Hann horfir beint inn að kjarna hlutanna. og sér af sinni djúphugulu skáldgáfu að goðasögurnar eru einmitt skálda- draumur um lífið og náttúruna. — Hvergi hafa þessir draumar um til- hugalif guðanna og náttúrunnar orð- ið innilegri en á norrænum slóðum, þar sem ljósið dvelur suma tíma árs- ins í faðmi jarðarinnar nætur sem daga, og um lágnættið er eins og frið- ur himinsins hnigi niður á jörðina og himinn og hauður blandi hjartablóði saman. Þegar vér í dag erum að minnast Islands og íslenzkra einkenna, þá er það íslenzka vorið, sem vér minnumst fyrst, minnumst bezt og söknum mest, og íslenzku vornæturnar, sem verða oss hugstæðastar. Þessi ógleym- anleg^ yndislega vornæturdýrð, sem er held eg hvergi í víðri veröld slík Þér fáið virði peninga yðar ef þér kaupið Buckingham vindlinga. Buckingham vind- lingar eru kaldir og beztu vindlingarnir, er hægt er að fá; ávalt með sínu upprunalega töfrandi bragði. Mjúkir og ilmgóðir, svo aliir dást að. Hvér vindlingur vekur nýja ánægjutilfinningu hjá hverjum sem reykir. Buckingham eru rétt búnir til og geymdir eins og þarf með frá framleiðslustaðnum til neytandans, í sérstaklega góðum umbúðum. Buckingham vindlingar eru óbrigðulir að efni. Tóbakið, sem þeir eru búnir til úr, er svo gott, að ofdýrt et til þess að vér getum látið nokkra miða eða premíur í pakkana. Þess vegna segjum vér — engir miðar — allt efni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.