Heimskringla - 20.08.1930, Page 6

Heimskringla - 20.08.1930, Page 6
6. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 20. AGCrST 1930. 3» HEIMSKRINGLA 5«- -------------------------------------- Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK ------------------——----------------------- höfðu eignað sér*), og þar á eftir konungur- inn. Á eftir honum gekk fálkavörður hans og hirðskáldið og þá aðrir af hinni fámennu hirð. Konungurinn nam staðar í skarðinu, fáein skref frá hinum normannska riddara, og Mal- let de Graville, sem þó var vanur hátignrsvip Vilhjálms hertoga og þeim tíguleik, er háaðall Frakka og Flæmingja hafði tamið sér, fann ósjálfrátt til aðdáunar og hrifningar yfir lát- bragði og framkomu þessa náttúrubarns, er hér stóð föstum fótum á fold feðra sinna. Þótt hann væri bæði lágvaxinn og grann- vaixnn, og tötraleg orðin konungskápan, þá skein sú ægitign úr svip og augum þessarar velsku hetju, er bar ljósan vott um hvort- tveggja, sjáifsvaldsvitund og óbifanlega vilja- festu, enda var handbending hans til riddar- ans svo framin sem af konungi í hásæti sínu. Eigi var heldur þessi hrausti og heillum horfni þjóðhöfðingi gersneyddur andlegri mennt, er vel hefði mátt verða að miklu ljósi á giftusam- legri æfiferli. Þótt fræðimennska sú, er eitt sinn átti sér stað í Wales (síðasta arf'eifð Rómverja), væri fyrir löngu köfnuð í blóði og bardögum, og eigi þyrptist lengur æskan að háskólanum í Caerleon, né væru lengur velsk- ir klerkar ein helzta prýði samvizkufræði sam- | tíðarinnar, þá hafði Gryffiður sjálfur, er átti sér vitran og víðfrægan föður, fengið þá mennt un í uppeldi sínu, að betri mátti teljast en í meðallagi, miðað við menntun saxneskra kon- unga. En af ofstækri þjóðerniskennd, hafði hugur hans snúist frá öllum öðrum bókmennt- um að sögum, söngvum og annálum hans eig- in fijóðar. Og sé það satt, að sá sé lærdóms- maðurinn mestur, er bezt skilur sitt eigið mál og metur fjársjóðu þess, þá var Gryffiður lærð- astur þjóðhöfðingi sinna samtíðarmanna. Eðlisgáfur hans, sérstaklega til hernaðar, voru áberandi, og ef rétt skyldi dæmt — án tillits til tæmdrar fjárhirzlu, og þess að liðsafli hans var af þeim skorna skamti, er dutlungar þegna hans létu honum í té; að háskalegustu fjandmenn hans voru hinir afbrýðissömu höfð* ingjar hans eigin lands, og að hann átti í höggi við þjálfaða hermenn og mannaðri þjóð, þar sem Saxarnir voru — þá er það víst, að saman borið við alla aðra velska leiðtoga, bar hann af þeim í þeirri hernaðaríþrótt, er þeim öllum var jafn kunn, svo að hann var langmestur her- foringi er Kumrar höfðu átt síðan á dögum Hróðreks hins mikla. Og þar var hann nú kominn; Jið hans mergsogið af hungri, á bak við hann í hlíðinni; á hjöllunum fyrir ofan hann blikuðu spjótarað- ir, og á bak við hann nokkuð álengdar stóðu drottinsvikararnir þrír, og einblíndu á hann grimmum og gráðugum augum. “Talið, faðir eða höfðingi,’’ sagði konung- ur á velska tungu; “hvers æskir Haraldur jarl af Gryffiði konungi?’’ Munkurinn tók til máls. “Heill sé Gryffiði-ap-Llewellyn, höfðingj- um hans og þjóð! Þannig mælir Haraldur, þegn Játvarðar konungs: — Á landi er vörður í hverju skarði; á sjcvnum erum vér einvaldir. Sverð vor eru í siíðrum, en hungrið færist æ nær, ýlfrandi eftir bráð. Kjósið viss grið af fjandmönnum yðar í stað viss dauða af hungri. Grið og frelsi skal öllum gefið, höfðingjum sem óæðri, og heimilt leiði til búa sinna — að Gryffiði einum undanteknum. Komi hann á vorn fund, eigi sem fangi eða útlagi, eigi með beygðu höfði né hlekkjuðum höndum, heldur eins og höfðingi á höfðingja fund, ásamt hirð- mönnum sínum. Haraldur skal honum mæta með allri sæmd í borgarhliði. Skal Gryffiður játast undir Játvarð konung, og ásamt Har- aldi ríða til hirðar Basileusar Breta. Lofar Haraldur honum griðum, og að tala máli hans til fyrirgefningar. Og þótt friður ríkis þessa og hergifta meini Haraldi að segja ‘konungur skaltu vera sem áður’, þá skal þó kóróna þín, Lleweilynsson, tryggð föðurætt þinni í beinan karllegg, svo að kyn Cadwalladers skal enn í Kumralandi ríkjum ráða.” *) Saxar í Wessex virðast snemma hafa tekið sér drekann fyrir skjaldarmerki. Af þeirri ástæðu er líklegt, að Játmundur Járnsíða, þjóðhetja Saxanna. hafi tekið það ham í merki sitt, því Wessex var aðalból Saxa þeirra er hreinastir voru að kynstofni, enda var það riki stofnsett af ættföður saxneskra stólkonunga. Einnig virðist drekinn hafa verið skjaldarmerki Nor- manna. Ljónin og lébarðarnir, er eignaðir hafa ver- ið Vilhjálmi sigurvegara, eru áreiðanlega síðar til komin. Þau sjást ekki á fánum né skjöldum Nor- mannahersins á Bayeux veggtjaldinu. Hermerrki not uðu Walesmenn og jafnvel Saxar, löngu áður en skjaldarmerkafræði var orðin vísindagrein með Frökk- um og Normönnum: o gdrekinn, er margir halda að lánaður hafi verið frá Austurlöndum, er menn kynnt- ust Serkjum, var áreiðanlega notaður sem hermerki á meðal Kumra, áður en þeir að nokkru gátu kynnst hetjuljóðum og sögum Serkja. — Höf. Munkurinn tók málhvíld, og von og fögn- uður skein úr andlitum hinna hungurdregnu höfðingja; en tveir drottinnsvikaranna þriggja skunduðu á stað til þess að herma spjótmönn- um þessi boð Haraldar. Þriðji samsærimaður- inn, Móðröður, lagði hendina á sverðshjalt sitt og smeygði sér nær, til þess að geta séð fram- an í konunginn. Andlit konungsins var sollið og reiðilegt, eins og stormnótt. Játvin lyfti krossinum hærra og hélt á- fram: ‘‘Og eg, þótt ættaður sé frá Gwentlandi, er herskarar Gryffiðs hafa lagt í eyði, og þrátt fyrir það, að höfðingi þess lands féll dauður á arinhellu sinni fyrir sverði Gryffiðs — eg, sem guðs þjónn og bróðir alls sem lifir; sem mögur ættjarðar minnar, er harm ber í hjarta yfir drápi þeirra, er síðastir héldu þar uppi vörn- um — eg særi þig, konungur, við þetta tákn kærleika og drottinsvalds, er eg nú hef á loft, að veita áheyrn þessum friðartioðskap — að varpa öllu jarðnesku drambi fyrir fætur þér. Set alla þína von á kórónu eilífs lífs, en eigl á glatsamleg mannaforráð. Því mikið skal þér fyrirgefið á frægðarstund þinni og áigurvinn- inga, ef þú nú frelsar frá dauða og dómi líf þeirra fáu manna, er enn átt þú yfir að ráða.’’ Meðan á þessari liátíðlegu áskorun stóð, gekk riddarinn, er séð hafði merkið er honum var gefið, fast að Gryffiði, kom hringnum í hendi hans og hvíslaði: “Hlýð þú fyrir sakir jarteikns þessa. Þú veizt að Haraldur er falslaus, og að höfuð þitt er þegar framselt af þínum eigin mönnum.” Konungur leit harðlega á riddarann og síðan á hringinn, er hönd hans læsti sig um með heljartaki. Og á því ægilega augnabliki varð maðurinn konunginum yfirsterkari; og langt frá mönnum sínum og múnkinum, flaug hjarta hans á stormbornum vængjum — til konunnar, er hann tortryggði, og loforð það, er leysa skyldi líf hans, virtist honum sem ástar- merki, er ögraði honum í falli hans: — hvæs- andi djöfull afbrýðinnar yfirgnæfði allar aðrar raddir í brjósti hans. Eftirvænting múgsins var auðfundin, jafn- skjótt og munkurin nlauk máli sínu, og eftir augnabliksþögn fór kliður um allan mannfjöld- ann, eins og til þess að neyða konung til hlýðni. Og þá gaus upp dramb harðstjórans til styrktar afbrýðisseminni og bræði hins tor- tryggna manns. Heiftaræði flaug ^fir vanga hans, og hann þeytti lúfunni frá enninu. Hann gekk einu skrefi nær munkinum, og sagði seint, með dimmri og sterkri röddu, svo heyra mátti langt upp eftir hlíðunum: “Þú hefir talað, munkur; og nú skalt þú heyra svar Llewellynssonar, réttborins erf- ingja Hróðreks hins mikla, er frá Eryri-hæðum sá öll Kumralönd sameinuð undir merki drek- ans frá Uther. Konungur var eg borinn, og konungur skal eg deyja. Eigi vil eg við hlið Saxans ríða að fótum Játvarði konungi, syni ofbeldismannsins. Eigi vil eg kaupa mér líf við æfilanga smán, með því að afneita rétti mínum, er nú má mönnum fallvaltur virðast, en sem heilagur er fyrir guði og framtíð vorri; rétti ættarminnar og þjóðar. Allt er Bretland vort. Og drottinssvikarar og uppreistarmenn eru afkomendur Hengists — eigi afkomendur Ambrósíusar eða Uthers. Seg þú svo Haraldi hinum saxneska. Eigi hafið þér o^s annað eftir skilið en grafir Drúðanna og gnýpur am- arins; en frelsi vort og drottinvald verður eigi frá oss tekið, lífs né liðnum — eigi fáið þér þess krafist né vér fram selt. Óttist eigi, höfð- ingjar, fáir að höfðatölu, en að hollustu auð- ugir og ódauðlegri frægð; óttist eigi að þér skuluð hungurmorða verða, sem heyrt hafið þér nú sagt, hér á hæðum þessum, er enn gnæfa yfir ökrum vomm. Vel má vera, að vér eigum líf vort að láta, en eigi hljóðlega né hefndalaust. Snú þú aftur, hvíslandi hermað- ur; snú þú aftur, falski kögursveinn Kumra- lands — og segið Haraldi, að vel skuli hann gæta víggrafa sinna og veggja. Kosti skulum vér bjóða honum, slíka er boðið hefir hann oss —" Eigi skulum vér óvörum á hann ráð- ast, né á næturþeli. Með glampandi spjótum og gJæstra skjalda braki skulum vér að honum úr hlíðum hlaupa, og þótt hann haldi oss hung- urmorða, búa þá veizlu innan víggarða hans, er valbráðir ernir frá Snowdon skulu svifglað- ir sækja!” “Fljótfær maður og heillum horfinn!” hrópaði munkurinn, “hvílíka bölvun ákallar þú yfir höfuð þitt! Vilt þú myrða menn þína, með því að stofna til vonlausra víga? Sekur skalt þú á himnum verða um blóð það, er þú hér læt- ur til einskis úthellt verða!” “Þegi þú! Lát eigi framar krunk þitt heyrast, örlýgni hræfugl!’’ grenjaði Gryffiður og var sem eldur brynni úr augum hans, og færðist hann allur. í aukana. “Eitt sinn kus- um vér klerka og munka í fylkingarbrjust, til þess að blása oss guðmóði en eigi bleyðiskap í |l;MlfTlTTírTT71l iFLOURl “PENINGANA TIL BAKA” Skilyrðislaus ábyrgð í hverjum poka- I 'i ■I brjóst, og heróp vort, Halle lúja! kenndu oss heilagir menn kirkju vorrar, á þeim degi er Saxarnir, jafn.grimm ir sem menn Haraldar og jafn fjölmennir, féllu á Maes-Gar- mon völlum. Nei, yfir höf- uð innrásarmannsins kemur bölvunin, en ekki yfir þá, er ölturu og arinhe'lur verja. Eins og söngurinn svellur í brjósti skáldsins, svo svellur formælingin um æðar mínar og geysist mér af munni fram. Við land það, er þeir hafa í eyði lagt; við blóð það er þeir út hellt hafa; á gnýp- um þessum, þar sem dauðir munu hrærast og heyra mál mitt, — lýsi eg bölvun þeirra er með rangsleitni hafa dauða dæmdir verið, á hendur niðj- um Hengists! Á sínum tíma skulu þeir einnig verða fyrir eggjum erlendra manna — kóróna þeirra skal sem gler moluð mjölinu smærra, og aðall þeirra skulu ánauðugir þrælar í eigin landi verða. Og afmáð skal ætt Hengists og Siðreks úr konungatölu og þjóðhöfðingja. Og andar feðra vorra skulu þá loksins ánægðir reika yfir gröf þjóð- ar sinnar. En vér — vér skulum staðfastir standa í anda til hinnstu stundar þótt veikir séum vér Munkurinn andvarpaði og leit með heilagri til varnar orðnir gegn fjendum vorum! Vel má svo fara, að þar gangi plógskerinn yfir, sem nú eru borgir vorar; en sú fold skal þó troðin fót- sporum vorum og minningin >um dáð vora halda lifandi tungu vorri í söngvum skálda meðaumkun yfir mannhringinn. Fékk honum eigi lítils fagnaðar að sjá á andlitum flestra þeirra, er viðstaddir voru, að konungur var einn um ögrun sína. Síðan hóf hann aftur krossinn á loft, sneri við og með honum hinn normannski riddari. vorra. Og eigi skal á dómsdegi annar kyn- flokkur en vor Kumra, úr gröfum sínum rísa í þessum hluta jarðarinnar, til þess að svara fyr irr syndir hraustra drengja!”*) Svo áhrifamikil var röddin, svo stórfeng- legt yfirbragðið, svo hátignarlegt látbragð kon ungsins, er Jiann mælti þannig, að eigi ægði munkinum eingöngu; eigi beygði eingöngu Normanninn höfuð sitt, þótt eigi skildi hann orð, eins og barn, er af eðlisávísan skelfist eldinguna, er þýtur úr þrumuskýinu — held- ur beygði sig einnig um stundarsakir uppreisn- arandi sá, er þegar var orðinn allhávær í hug- um höfðingja þeirra, er kringum konunginn stóðu. En spjótmennirnir og múgurinn hærra uppi í hlíðunum, er allshugar fegnir höfðu hlýtt á fregnina um griðaboð, og örþreyttir voru orðnir af einlægum ósigrum og óttanum við hungursneyðina, en voru of fjarri konungin- . um til þess að nema mál hans, hlustuðu í sama mund með mikilli eftirtekt á fláttskaparmál samsærismannanna tveggja, er flaug frá manni til manns, frá einni fylkingu til annarar. Kom þegar' los á fylkingu þeirra, er nú tóku að þok- ast ofan eftir hlíðinni og nær konunginum. Hinn normannski riddari, er náði sér brátt eftir iundrun sína, gekk aftur nær Gryffiði og hóf að nýju máls á sáttaleitan sinni. En kon- ungur bandaði við honum hendinni, alvarleg- ur í bragði og mælti hátt á saxneska tungu: “Engin launungarmál geta milli mín og Haraldar farið. Þetta eitt mátt þú honum frá mér herma: — Eg þakka jarli, fyrir mína hönd, drottningar minnar og þjóðar minnar. Stórmannlega kurteisi hefir hann §ýnt mér sem fjandmaður; sem fjandmaður þakl»a eg honum — en ögra honum sem konungur. Háls- men það, er hann hefir mér sent, skal hann aft- ur fá að sjá, áður en sól er sezt. Sendimenn, nú er yður svarað. Snúið aftur og hafið hrað- ann við, að vér eigi förum fram úr yður á leið- inni.” *) A herferð þeirri, er Hinrik II. fór til Suður- Walea, var gamall Walesmaður frá Pencadair, er kon- ungi hafði hollur reynst i hvívetna, beðinn að segja á- lit sitt um her konungs, og hvort hann héldi að upp- reisnarmenn mundu viðnám veita, og hver úrslit sá ófriður mundi fá. Svaraði hann þá þessu: “Það er yður að segja, herra konungur, að mjög kann nú að þjóð þessari þrengt verða, sem fyr á dögum, svo að henni haldi við eyðileggingu af yðar völdum og ann- ara, en þó mun hún af dásamlegum sjálfsdáðum það lifa, og aldrei mun hún af mönnum yfirstígin verða með öllu, ef eigi kemur til guðs reiði. Og eigi hygg eg að nokkur önnur þjóð en Walesmenn þessir, né nokkur önnur tunga en þeirra eigin (hvað sem hér I eftir kann að henda), muni á dómsdegi svara drottni hinum hæsta fyrir hönd þessa hluta landsins.” — Höf. En um leið og sendimennirnir sneru til baka, hófst hin ákafasta mótmælahríð frá höfðingjunum — merkið, er samsærismennirn- ir þrír höfðu beðið eftir, til þess að hefjast handa með orðum og athöfnum. Ofan hlíðina þusti nú manngrúinn, óður og uppvægur; en í kringum konunginn söfnuðust aðeins skáld- ið og fálkavörðurinn, ásamt fáeinum þeim, er drottinhollastir voru. Munkurinn og riddarinn námu skyndi- lega staðar, er þeir heyrðu þenna hávaða, og litu aftur. Þeir gát uséð mannfjöldann geys- ast ofan hlíðarnir, en eigi hvað fram fór á þeim stað, er þeir höfðu átt tal við konung, annað en það, að spjót og sverð voru mörg á lofti, og að menn riðluðust fram og aftur. “Hvað skal hávaði þessi?” spurði riddar- inn og greip hendinni um meðalkaflann. “Uss!” sagði munkurinn náfölur og studdi sig við krossinn. Allt í einu gall við rödd konungsins, yfir hávaðann, ógnandi og reiðileg, hvell og greini- leg. Þá varð augnabliks þögn — augnabliks þögn, og síðan vopnabrak, gjallandi hróp, skrækir og gnýr, sem þá er menn hlaupast á. Og allt íeinu heyrðist aftur rödd, er líktist rödd konungsins, en var þó hvorki greinileg né snjöll! — Var það hlátur? — Var það stuna? Nú varð dauðaþögn; munkurinn lá á knján um og baðst fyrir; riddarinn stóð brugðnu sverði. Dauðaþögn nokkra stund, og spjótin blikuðu hreyfingarlaus við loft. Þá lauzt aft- ur upp ópi, jafn sterku, en eigi jafn trylltu sem fyr. Og nú komu Walesmenn ofan skarðið og ofan gnýpurnar. Riddarinn tók sér stað, þar sem hann hafði klett að baki sér. “Þeir hafa fengið skipun um að myrða okkur,’’ tautaði hann; “en vei þeim, er fyrstur kemur í höggfæri við mig!” Walesmennimir nálguðust óðum, og í miðjum flokknum voru samsærismennirnir þrír. Og gamli höfðinginn bar stöng í hendi eða spjót, og á spjótsoddinum sat höfuð Gryff- iðs konungs, og draup blóðið af því við hvert fótmál. “Þefcta,” sagði hinn aldni höfðingi; “þetta svar færum vér Haraldi jarli. Vér verðum yð- ur samferða.’’ “Mat! Mat!” grenjaði mannfjöldinn. Og höfðingjarnir þrír (einn til hvorrar handar þeim er höfuð konungs bar á lofti) hvísluðu sín á milli: “Nú er okka rhefnt!” v

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.