Heimskringla - 20.08.1930, Síða 8

Heimskringla - 20.08.1930, Síða 8
8. BLAÐSIÐA heimskringla WINNIPEG, 20. ÁGírST 1930. Fjær og Nær íslendingur, með margra ára reynslu við verzlun, óskar eftir vinnu í “General Store” ,helzt hjá Islend- ingum úti á landi. Allar upplýsing- ar hjá ritstjóra Heimskringlu. * * * Þrifin stúlka, vön húshaldi og mat- reiðslu, getur fengið vist á barn- lausu heimili í bænum. Gott kaup. Sími 26 570. • • » Melwin S. Yeo, einn af nemendum prófessor S. K. Hall, hlaut hæsta vitnisburð af 10 manns sem luku prófi í “Teachers Course” við Tor- onto Conservatory of Music. Mr. Yeo hefir kennslustofu að 391 Kennedy St., þar fiem hann tekur á móti nemendum. * * * Islandsbréf á Jóhann Sigurðsson Björnsson á skrifstofu Heimskringlu. og hr. Karl Thorfinnsson, 668 Alver- stone St. * * « Hingað kom í dag til borgarinnar Þórir Björnsson frá Blaine, Wash, úr Islandsferð. Hafði hann dvalið nokkra /daga hjá kunningjum i Dul- uth, Minn., á leiðinni að austan. A- leiðis vestur heldur Mr. Bjömsson á morgun. f * * * Skemtifundur verður haldinn 1 stúkunni Skuld miðvikudaginn 27. á- gúst. Vandað prógram. Nokkrir Islandsfarar verða þar og segja frá förinni. Kaffiveitingar áeftir. All- ir Goodtemplarar velkomnir. * * * Agæt og ódýr herbergi til leigu fyrir einn eða tvo karlmenn eða kon- ur, að 620 Alverstone St., hjá Mr. og Mrs. B. M. Long. Sími í húsinu. Gnfskrift. Nú er Asgeir fallinn frá, fátt við um það tölum. — Eflaust býr hann öndum hjá í þeim gullnu sölum. Svona margur drengur dó frá dýrstu sigurvonum; Ýmsu því hann yfir bjó undir stormgtuggonum. *) . *) Hinn “fráfallni” gengur með gleraugu. — Höf. S. K. HALL PIANO and THEORY Studio, 15 Asquith Apts. Phone 89 834 THOMAS JEWELRY CO. trrsmiði er ekki lærð á einu eða tveimur árum. 25 ára reynsla sannar fullkomna þekkingu. Hrenslun $1.00 Fjöður $1.00 Waltham Pr $12.00 Póstsendingar afgreiddar tafar- laust. CABL THOBLAKSON úrsmiður. 627 Sargent Ave., Winnipeg MRS. THOR BRAND 726 VICTOB STBEET WINNIPEG tekur á móti sjúklingum (con- valescent patients)og annast um þá á heimili sínu. Talsími: 23130 J. A. JOHANNSON Carage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. Hér á jörðu var hans val vörn, til hinstu þrautar, — Hart á móti hörðu skal, hvað sem skér og tautar. Angurgapi víst hann var, væri því að skifta; lítils virti flótta-far flökkulýðs — og skrifta. Víst var það, að átti oft ýmsu stríði að fagna, fannst þá syrta und Svörtuloft sinna beztu gagna. Hvar sem íslenzkt lyftist lín, leit hann hýrt til vinar. —'Honum þótti þjóðin sín þeim mun betri en hinar. Beiskt og heitt var blóðið hans bæði daga og nætur. -----Það má láta á leiði manns lífsins skaðabætur. Nú er æfi-nóttin stytt notin fá til svifa; gröfin þögul gleypir sitt, — gaman er að lifa! Margir þekkja þetta stig, — — það er gömul saga, að þú færð að eiga þig eftir þreytu-daga. Fá eg ætla að falli tár fyrir vininn þeginn. Þér á, lagsi, að líða skár á landinu hinumegin. T. T. Kalmann. ( Herbergi til leigu að 752 Victor Stræti. Ný rannsókn á flugleiðinni yfir norðanvert Atlants- haf, milli Evrópu og meríku með viðkomustöðum á lslandi og Grænlandi. l'pphaf að pólrannsóknunum miklu árið 1932—1933. Rvík 29. júlí. I gærmorgun kom hingað norskt selveiðaskip, “Grande”, frá Alasundi í Noregi. Er það 67 smálestir að stærð og hefir 75 hestafla hreyfil. Skipstjórinn heitir Hido. Skip þetta er. á lei ðtil austur- strandar Grænlands með 5 leiðang- ursmenn, sem eiga að athuga þar ýms skilyrði fyrir því, hvernig sé flugleið in um norðanvert Atlantshaf, milii Evrópu og Ameríku, með viðkomu- stöðum í Færeyjum, á Islandi, Græn- landi og Labrador. En jafnframt er ROSE THEATBE Phone 88 525 Sargent and Arlington Thur., Fri., Sat., This Weék~~ The Most Entertaining Picturc of the Year. J.ACK EGAN; MABIE SAXON “THE BROADWAY HOOFER’’ PASSED GENERAL Talking AT I Singing 1 Dancing Tears and Laughter Delight- fully Combined With Music and Dance Musical Drama that is Different Added Tarzan; Comedy; Mickey Mouse Childrén"”any time except NrkAicrSaturday Nights Ifír O W&Holiday Nights » U w B.ARGAIN SITPPER SHOW Adults Daily to 7.00 p.m. Z5C Mon., Tues., Wed., Next Week NOBMA TALMADGE in Her First Talking Picture “NEW YORK NIGHTS” With GILBERT ROLAND Romance Under The Bright Lights of Broadway Gripping! Colorful! Unusuai! (Passed General) Talking Comedy — Fox News Heitt vatn og heilbrigði! Heitt vatn er eitt af fyrstu skilyrðunum fyrir heilbrigði. Með okkar “Optional Gas Water Heater” taxta er kostnað- urinn stórkostlega færður niður. Símið; 842 312 eða 842 314. Winnipeg Electric Company “Your Guarantee of Good Service” Four Stores: Appliance Dept., Power Bldg., Portage and Vaughan; • 1841 Portage Avenue, St. James Marion and Tache, St. Boniface. 511 Selkirk Avenue. för þessi farin til imdirbúnings al- þjóða rannsóknum á veðráttu í pól- arlöndunum og þar i grend á árun- um 1932—33. Formaður þessa leiðangurs er rúm- enskur prófessor og doktor, Constan- tin Dumbrava að nafni. Hinir leið- angursmennirnir eru amerískur loft- skeytafræðingur ,sem Bassett heitir, franskur blaðamaður frá “Le Jour- nal”, Le Fevre að nafni, og tveir franskir kvikmyndatökumenn, Rene Ginet og Filippinet. Morgunblaðið náði tali af dr. Dum- brava í gær ,og spurði hann um fyr- irætlanir með leiðangri þessum. — Sagðist honum svo frá: Ferðinni er heitið til austurstrand- ar Grænlands, og í grend við Scores- bysund ætlum við að reisa timbur- hús, sem við höfum tilhöggvið með okkur hér á skipinu. Leiðangurinn kostar franska blaðið “Le Journal” í París, kennslumálaráðuneyti Rúm- ena og rúmenskur blaðahringur. Auk þess hefi eg lagt fram nokkurt fé frá sjálfum mér, og veðurstofan belgiska hefir gefið öll veðurathuganaáhöld, sem við höfum með okkur. Það er gert ráð fyrir að þessi rannsóknar- för kosti 600,000 franka. Húsið, sem við flytjum með okk- ur, er franskt og er smíðað eftir því hvemig veðrátta í Austur-Grænlandi er. Væntum við þess, að það reynist vel, og verði framvegis veðurathug- anastöð. Til þess að halda sambandi við umheiminn, höfum við með okk- ur 0.4 kw. loftskeytastöð af sömu gerð og Byrd hafði á Suðurpólnum. Er tilgangur farai^nnar aðeins sá. að rannsaka veðráttu norður þar? Þessari spumingu svaraði dr. Dumbrava þannig: Veðurfræðingum er það löngu ljóst. að undir veðráttunni við heim- skautin er komin góð eða vond veðrátta um allan heim. Þess vegna færa þeir sig æ lengra norður og suð- ur á bóginn til rannsókna. Eg hefi haft mikinn áhuga fyrir rannsókn- um við heimskautin síðan eg var drengunr og las ferðasögur hinna fræknu heimskautafara. Arið 1919 komst eg fyrst í kynni við heimskautalöndin, því að þá dvaldi eg á Svalbarða og síðar í Sí- beríu um 6 mánaða skeið. Veturinn 1927—28 var eg í Grænlandi, skamt frá Angmagsalik og gerði þar veð- urfarsrannsóknir, og nú ætla eg að halda þeim áfram og undirbúa hinar miklu alþjóðarannsóknir, sem fram eiga að fara í pólarlöndunum og þar í grend árið 1932—33. Verða þá gerðir út vísindaleiðangrar margra þjóða og vinna þeir saman á ýmsum rannsóknasviðum. Þá á meðal ann- ars að setja á fót veðurstöðvar hring inn í kringum pólinn, og eiga þær að senda athuganir sínar til stöðvar minnar, og verður hún því nokkurs- konar miðstöð þessara rannsókna. Og þess vegna hefi eg með mér fjög- ur senditæki og fjögur móttökutæki. En fyrst í stað reyni eg að halda sam- bandi við loftskeytastöðina í Ber- gen og loftskeytastöðvar á Frakk- landi og í Ameríku. I sambandi við veðurathuganir, ætla eg einnig að gera vísindalegar athuganir um loftleiðina milli Ev- rópu og Ameríku yfir norðanvert At- lantshaf. Eftir þeirri reynslu að dæma, sera eg fékk meðan eg var á Grænlandi, er eg viss um það, að flugleiðin um Færeyiar, Island og Grænland er eins trygg og nokkur önnur leið milli j Evrópu og meríku, ef gerðar eru góð ar flughafnir og reistar nógu marg- ar loftskeytastöðvar á þessari leið. Eg geri ráð fyrir, að það þurfi sex loftskeytastöðvar (með hér um bil 600 enskra mílna millibili), eina á Færeyjum, aðra í Reykjavík, þriðju á austurströnd Grænlands, fjórðu á vesturströnd Grænlands, fimtu á Re- ! solution Island og sjöttu á Seven Is- j lands. Eg hefi átt tal um þetta við franska flugfræðinga, og virtist mér ; þeir hafa mikinn áhuga fyrir því, að þeissi flugleið væri notuð. Og verði Frakkar fyrstir til, þá leggja flug- vqlarnar sjálfsagt leið sína um Eng- land og Island; en verðt stofnað al- heims flugfélag til að halda uppi samgöngum þessa leið, álít eg bezt að endastöð þeirra flugferða austan 'hafs verði í Bergen. Við förum héðan i kvöld eða fyrra- málið, mælti dr. Dumbrava ennfrem- ur. Þegar við komum til Grænlands, byrjum við á því að reisa húsið og j bíður skipið á meðan — líklega 12 til 14 daga. Þá f^r það heim aftur og með því kvikmyndamennimir og blaðamaðurinn, en við Bassett loft- skeytafræðingur verðum einir eftir og höfum þar vetursetu. Við höfum með okkur vélbát og búumst við að geta notað han ntil þess að skreppa til mannabyggða, annaðhvort til An- gmagsalik eða Scoresbysund fram í septembermánuð, ef okkur liggur á. Én í september kemur ísinn og þá verðum við inniluktir fram í maí. * • • Dr. Dumbrava gat þess ennfremur að hann væri í samvinnu við franska vísindamanninn, dr. Charcot á “Pour- ! qouis Pas” ( ?), sem hér er mörgum | að góðu kunnur. Ætlar dr. Chorcot ! að sigla til Grænlands í vor og sækja þá dr. Dumbrava. Hinni fyrirhuguðu pólrannsókn, sem dr. Dumbrava getur um, verður stjórnað af sérstakri alþjóðanefnd, og formaður hennar er La Cour, veð- urstofustjóri Dana. Veturinn 1932 —33 ætlar dr. Dumbrava að hafa aðra vetursetu á Grænlandi, og verða þá með honum tveir vísindamenn. (Mbl.) Leiðrétting. Athygli blaðsins hefir verið vakin á því, að í grein, er birtist í Heims- kringlu 6. ágúst 1930, á blaðsíðu tvö og þrjú, séu viss ummæli gerð af höfundinum, Mr. A. Björnsson, og sömuleiðis I bréfi frá Mr. Paul Reyk- dal, sem feli í sér alvarlega rang- sleitni gagnvart yfirskoðunarmönn- um Manitoba Co-operative Fisheries Limited, eða sem venjulega er nefnt Fiskisamlagið, nefnilega þau ummæli þar sem komist er svo að orði, að bækur félagsins hafi verið “cooked”, eða á annan hátt óreiðulega með þær farið. Heimskringla vill því hér með taka það fram, að áðurnefnd grein var birt án þess að eftir' því væri tekið, að í henni fælust meiðandi orð eða um- mæli um yfirskoðunarfélagið Miller, Macdonald & Co., og er henni Ijúft að lýsa yfir þvi, að hún álítur að slik ummæli gagnvart yfirskoðunarmönn- unum Miller, Macdonald & Co., í sambandi við Fiskisamlagið hafi ekki verið á nokkrum rökum byggð. Kappreiðar I Flóanum. A sunnudaginn fóru fram kapp- reiðar á nýjum skeiðvelli, sem Flóa- menn hafa gert á Hestaþingflöt í Hróarsholtsklettum. Skeiðvöllurinn er að visu ekki alveg fullgerður enn (er ekki nema 280 metra langur), en honum er ágætlega fyrir komið. Er hann í laut og grasigrónar brekkur báðum megin við hann, þar sem á- horfendur eru, og getur hver maður glögglega séð hvert hlaup frá upp- hafi til enda. 24 hestar voru reyndir þarna: 11 fullorðnir stökkhestar, 7 folar og 6 skeiðhestar. Dómnefnd skipuðu Eggert Bene- diktsson í Laugardælum, Tómas Guð- barndsson frá Skálmholti og Sigurð- ur Gíslason lögregluþjónn i Reykja- vík. Crrslitin urðu þau, að fullorðnu stökkhestunum sigraði “Lýsingur” Bjarna Guðbrandssonar að Læk í Flóa og fekk 1. verðlaun. 2. verðlaun fekk “Bleikur” Gísla á haugi (sá sem fekk 5. verðlaun á kappreiðum á Bólabási) og 3. verð- laun fekk “Sleipnir” Jóns Gíslasonar í Brandshúsum. 1 folahlaupinu sigraði “Ospakur” Jóns i Hraunsgerði á 19.1 sek., önnur verðlaun fekk “ögn” Arna Tómas- sonar í Bræðratungu (19.9 sek.) og þriðju verðlaun fekk “Mósi” Andrés- ar í Syðri-Gröf (20.1 sek.). Hlaupvöllurinn var 250 metrar, og er þetta ágætur tími hjá folunum. Skeiðið fór þannig að þrír hestar lágu, en hinir hlupu upp. Enginn hestur náði þó þeim tíma að hann fengi 1. verðlaun, en 2. verðlaun fekk “Hringur” Bjarna Eggertssonar í Laugardælum (25.1 sek.). Hvorugur hinna náði þvi að fá 3. verðlaun. Um 300 manns kom til þess að horfa á kappreiðarnar og skemtu menn sér hið besta, enda var veður hið ákjósanlegasta og staðurinn sem sagt hinn skemtilegasti. Fóru kapp- reiðarnar og vel fram. PRESERVING-TIME HELPFUL SUQQESTIONS MODERATELY PRICED Ring top sealers— dozen sma* 90 c medium dozen $1.10 large dozen $1.55 Spring top sealers— 4 QP small, dozen tpljDO medium, dozen $1.65 large, dozen .. $2.15 Rubber Bings, packet 7e Metal Rings dozen 20c Glass tops, dozen 20c Mason tops, rft Jelly Jars /J » dozen ................. DC Half-gallon crocks for 4 J*„ pickles, each ....... I DC One-gallon crocks for Q B pickles, each ......... uUu Flve-gallon crocks, ^ 4 rtA each 4> I .UU Canning racks to fit » Hold 8 sealers Preserving kettles, aluminum and granite, various sizes, $1.20° $2.60 Large strainer for washing fruit handle or colander style 50c,ní 65c Jar wrench for tightening tops, 15e ““ 25c Ever-ready strainer set, col- lapsible; it fits any kettle $1.50 Blanching Baskets, 25c Jar Filler (enamel) 35c —Housewares Section, Third floor, Portage Printed fruit labels, assorted 144 in book, 3for 25c Fancy labels, 25 in box 10c Plain gummed labels, 4 100 in box £ lfor 25c Waxed paper, Bradshaw’s 50c 1 lb. continuous rolls Doilies for jelly jars, packet 10c Plain white shelf paper, 10sheets 25c Colored shelf paper, 4 yards in fold 4 I" . 2 folds ..................... I DC Semi Waterproof Porcelain n r feet Shelf Paper, ....... Uw Colored Border paper, ^ yards i| Qq —Stationery Section, Main Floor, South 30c ^T. EATON C9 LIMITED The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega . og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD. i I 853 SARGENT Ave., WINNIPEG ! I ^ ^ímmi Sö~537 ^ j ►04H»04

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.