Heimskringla - 27.08.1930, Side 4

Heimskringla - 27.08.1930, Side 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. ÁGÍrST, 1930 f^ihnskrmglð (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. Sí3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. AHar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚa: HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til rilstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. "Heimskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Smgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 27. ÁGÚST, 1930 Leifs Eiríkssonar félagið í Saskatchewan Nýstofnað félag meðal Norðmanna í Saskatchewan, er nefnist “Leif Erikson Memorial Association”, hefir nýlega látið bréf frá sér út ganga, sem fróðlegt er fyr- ir íslendinga að iíta í, og hljóða þannig í þýðingar ágripi: TUgangur félagsins. — “Tilgangur félagsins, að því er Saskatchewan fylki snertir, er sá í fyrsta lagi, að reisa Leifi Eiríkssyni minnis- varða, sem bæði sé sæmandi sögufrægð hans, og um leið geti orðið til þess að innblása Norðmenn í Saskatchewan meiri ást á fornsögu sinni, og jafnframt til að gera þá að betri Canadamönn- um. Er líklegt, að þessum tilgangi verði náð í ná- inni framtíð, með því að borgin Saskatoon hefir þegar, samkvæmt tillögum félagsins, nefnt einn af skemtigörðum borgarinnar “Leif Erikson Park”. Er þessi garður þannig settur, að úr honum má sjá yfir alla borgina. Þess vegna bíður nú ekkert verk annað í þessu sambandi Norðmanna í Saskatchewan eða afkomenda þeirra, en að reisa Leifi Eirikssyni minnisvarða og gefa hann borginni Saskatoon. Þarf eigi að tgkfi það fram, að varði þessi verður að vera hinn myndarlegasti , og svo úr garði ger, að eigi eingöngu Norðmenn, heldur einnig borgin í heild sinni megi vera stolt af honum. Minningarsjóður Leifs Eirikssonar. — Annar tilgangur Leifs Eiríkssonar félagsins, er að stofna Minningarsjóð (Leif Erikson's Memorial Schol- arship), nægilega mikinn, til þess að hann geti styrkt hvaða canadiskan stúdent sem er frá há- skólanum í Saskatchewan, til þess að stunda náríi við háskóla í Noregi, í hverri þeirri námsgrein, er Saskatchewan háskóli eða stúdentinn sjálfur kann að velja eða óska eftir. Sjóðsmyndunin. — Það eru hér um bil þrjátíu og fimm þúsund Norðmenn eða afkomendur þeirra í Saskatchewan. Til þess að stofna sjóð þenna, svo að félaginu sé sæmd að og tilgangi þess verði náð á myndarlegan hátt, þarf að minnsta kosti hundrað þúsund dollara ($100,- 000). Hafa verið stofnaðar 9 eftirfarandi fé- lagsdeildir fyrir æfifélaga, sem jafnframt eiga að gera grein fyrir þeirri viðburðaröð, er lýtur að fundi Ameríku: 1. Noregs deildin, fyrir heiðursfélaga. 2. Víkingadeildin, fyrir þá sem borga minnst $100.00. 3. Islandsdeildin, fyrir þá sem borga minnst $50.00. 4. Grænlandsdeildin, fyrir félaga, er minnst greiða $40.00. 5. Vínlandsdeildin, fyrir félaga, er minnst greiða $25.00. 6. Þorvalds deildin, $10.00. 7. Þorfinns Karlsefnis deildin, $5.00. 8. Guðríðar deild, $3.00. 9. Snorra deild, $1.00. Ætlast er til að sjóður þessi verði myndaður af sjálfviljugu gjafafé, er honum kann að áskotn- ast frá Norðmönnum og afkomendum þeirra hér í landi. Skal sjóðurinn sjálfur vera varðveittur af háskólanum í Saskatchewan og vera alger- lega undir hans stjórn, og höfuðstóllinn má aldrei vera skertur, heldur séu það aðeins rentumar sem notaðar eru fyrir stúdenta á ári hverju. Námsstyrlturinn. — Námsstyrkurinn skal vera veittur samkvæmt tillögum háskólans í Sas- katchewan og samþykktur af yfirmönnum Leifs Eiríkssonar félagsins. Réttindi til þess að vera þessa styrks aðnjótandi skulu þó eigi vera tak- mörkuð við Norðmenn eina né afkomendur þeirra heldur skal hver og einn canadiskur borgari eiga völ á að njóta hans, sem stundað hefir nám við háskólann í Saskatchewan, með þvi skilyrði einu, að hlutaðeigandi stúdent hafi tekið námsskeið í norskri tungu, eins og háskólinn í Saskatche- wan krefst, eða svo sem því nemur. Bendingar.... Til þess er ætlast, að fram- | kvæmdarnefnd Leifs Eirikssonar sjóðsins, hefji hver í sínu umdæmi öfluga starfsemi að því að safna í sjóðinn ,og gefi hver um sig skýrslu til skrifstofu félagsins í Saskatoon. Skulu tekjur sjóðsins varðveitast í ábyggilegum sparisjóðum o. s. frv. Hver blessun má af þessu fljóta: — Stofnun slíks minningarsjóðs, mun verða Norðmönnum hér í landi og afkomendum þeirra uppspretta eilífrar frægðar og frama. Mundi það hjálpa til að vekja betri samúð milli Canada og Noregs. Mundi það vikka útsýni þeirra stúdenta, sem verða kynnu styrksins aðnjótandi, og gefa þeim betri skilning á arfsögnum, sögu og bókmennt- um fortíðarinnar, og jafnframt gera hann að betra Canadaþegn, hvort sem hann er af norsk- um forfeðrum eða ekki. Saskatoonborg. — Borgin Saskatoon hefir nefnt einn af skemtigörðum sínum “Leif Erikson Park”, og hefir með því sýnt íbúum sínum, að hún viðurkennir og meti að verðleikum þann sögulega atburð, er Leifur Eiríksson fann Ame- riku árið 1000. Sýnir þessi nafngift ennfremur, að Norðmenn eru mikils virtir borgarar, bæði í Saskatoon og annarsstaðar. Þess vegna ríður oss á, eigi aðeins að kappkosta að verða góðir borgarar Canada, heldur einnig að sýna mann- skap vorn i þvi, að reisa nú myndarlegan minn- isvarða i Leif Erikson Porok, og stofna sjóð til þess að hjálpa stúdentum til að stunda nám við eina af hinum elztu menntastofnunum, sem nú eru við lýði. Mættum vér í sannleika vera stoltir af þessu i framtíðinni. Förum nú og framkvæmum það.” Við þetta bréf, sem gefið er út á ensku, bætir svo félagið þeirri athugasemd í norska blaðinu Norröna, sem gefið er út hér í bænum, að með því að skíra þenna skemtigarð eftir Leifi, hafi nú borgin Sas- katoon, og þar með fylkið Saskatchewan viðurkennt, að Norðmenn hafi fundið Ameríku fyrstir manna, og skuli nú Norð- menn gæta þess, að láta ekki þetta afreks- verk hníga í gleymsku! Það er nú í sjálfu sér ekkert nema gott að segja um þessa sjóðsstofnun Norð- manna, og ætti sízt að vera að telja á þá fyrir það, þótt þeir reistu Leifi Eiríkssyni myndarlegan varða vestur í Saskatoon. En óneitanlega eru ástæðurnar, sem þeir færa fyrir því, dálítið hjákátlegar og barnalegar. Þeir eru að reyna, þvert of- an í allar sögulegar staðreyndir, að eigna sér Leif Eiríksson og þar með heiðurinn af fundi Ameríku árið 1000. Er þetta sama firran og maður rekur sig iðulega á meðal óupplýstra Norðmanna hér í landi, að Leifur hafi verið Norðmaður. Ekki þyrftu þessir menn annað en að fletta upp í Encyclopaedia Britannica, eða ann- ari ábyggilegri alfræðiorðabók, til þess að sannfærast um, að Leifur var íslend- ingur, fæddur á íslandi kringum árið 975. eftir því sem fræðimönnum telst til, eða hér um bil öld eftir að ísland tók fyrst að byggjast. Þetta mun og þeim Norðmönmum líka vera kunnugt, sem eitthvað hafa kynnt sér málin. En um þetta gætir hinnar sömu ásælni í garð íslendinga frá hendi Norð- manna, og er þeir hafa viljað eigna sér flest fornrit vor, og þar á meðal rit- höfundinn Snorra Sturluson, af' því að sjálfir eiga þeir fátt nýtilegt í bók- menntum eða sögu frá þessu tímabili. Nú er einmitt sérstaklega hætt við, að Norðmenn verði sér til athlægis hér í Ameríku, fyrir tilraunir sínar til að gera Leif Eiríksson að norskri þjóðhetju, eftir að það er orðið heimskunnugt, að Banda- ríkin gáfu Islandi styttu af Leifi nú á Al- þingishátíðinni, sem viðurkenningu fyrir því — aS fslendingur hefði fyrstur hvítra manna stígið fæti á þessa fold. Islands Minni. í Seattle, Wash., er bókafélag, er Vestri heitir, félag sem langbezt hefir gengið fram í því, að viðhalda íslenzkri tungu og öllu því sem íslenzkt er meðal landa í þeirri borg. F*undi heldur félag þetta jafnaðar- lega fyrsta miðvikudag í hverjum mán- uði, nema yfir sumarmánuðina, júlí og ágúst, og féll júnífundurinn í vor á 4. júní. Stjórnamefndinni fannst viðeigandi að helga þenna fund á einhvern hátt þjóð- hátíðinni, sem stóð fyrir dyrum á Þing- völlum, og ráðstafaði því fundi samkv. því. Var efnt til veizlu með íslenzku sniði þar sem á borð voru bornir íslenzkir réttir eingöngu; en aðalatriðið á skemtiskránni var kvæðasamkeppni, sem stofnað hafði verið til. Hafði nefndin mælst til þess við skáld og hagyrðinga í nágrenninu að taka nú á sínu bezta, og heitið þrennum verð- launum. Fimm kvæði komu. Voru þau öll lesin upp og verðlaunum útbýtt. Eitt af þessum kvæðum, kvæði Þorsteins Borgfjörð, hef- ir þegar verið birt heima á íslandi. Hér á eftir eru öll kvæðin birt. TIL ÍSLANDS. (í júnf, 1930.) Þig hefir margur dáð í drauma-sýn, Og dvalið sæll í ríki þinna Braga; í fjarlægð elskað fornu hrjóstrin þín, Sem frumleik snilldar tengd er öll þín saga. Og margur hjá þér fullnægingu fann, Er fró og líknsemd einverunnar seiða. — — Það virtist þroska meiri og betri mann, Að minnast við þitt fjalla-loftið heiða. * En nú ber annað ennþá stærra við En aðdáun hjá þeim, er hugsa’ í ljóðum; Því nú er spurt — hvar finnst í fornum sið Hið fyrsta spor til lýðstjórnar hjá þjóðum? Það lyftist tjald — og Lögberg þitt er sýnt Og lögsögn úlfljóts heilluð fram á sviðið! Og stjórnsemin og vitið vegsemd krýnt, Unz varpar gneistum forna goðaliðið! Það leiftrar víðar en um Þingvöll þinn, Er Þorgeir boðar kristna trú með lögum. — En aðrar þjóðir beittu brandinn sinn, Svo bergmálið er guðlaust frá þeim dögum. Og eflaust mun það lýsa lengi bjart, Er lézt þú banna hólmgöngur með lögum. —Á dögum Hrafns og Gunnlaugs varð þess vart Að vitrir goðar réðu þínum högum. Og það — að stytta útlegð einstaks manns, Sem ógæfan og heiftin banna friðinn! — Það örlar þar á kenndir kærleikans, — Menn komust við — þó Grettir væri liðinn. Oss virðist glæst um gamla Þingvöll enn! Nú ganga þar um sögu-vígðar slóðir Af umheim kjörnir konungbornir menn, — Þeir kynnast þér — og verða sögu-fróðir. Því gakk þú örugg, móðir, móti þeim! Og mundu — þú ert einnig rík og tignuð! Og þú munt rómuð enn um allan heim, Þá önnur voldug ríki verða hnignuð! Jakobína Johnson. ÍSLAND Tileinkað íslandi og íslenzku þjóðinni á Þúsund ára afmæli Alþingis, 29. júní, 1930. Langt í fjarlægð fyrir tíu öldum, frumherjar sér numið höfðu land, land sem girtu höf með hrönnum köldum og Hávamálin kváðu æ við sand. Land, sem rétti himni hvíta' tinda og heita kyssti vorsins morgunsól; og landsins dísir blómvönd gerðu binda úr blómum, sem þar uxu í dal og hól. Og þetta land var ísland okkar kæra, og áar vorir frægu stóðu þar á vellinum við vatnið Öxár tæra, Vitrir höfðu stefnt til fundar þar. Að byggja land með lögum þótti sæma; lýðveldið var hvítvoðungur enn; til að sækja “sök” og verja og dæma sína ætíð völdu beztu menn. Og þing var sett und himinboga heiðum, og handsöl vóru bæði traust og mörg. Frelsisgyðjan lék á austurleiðum lög, sem endurkváðu stuðlabjörg. Nú vóru fyrstu frelsisþættir snúnir framtíðinni og allra þjóða hag. Tíminn hefir geymt þær guðarúnir, sem göfugmennin ristu oss þann dag. Þjóðin mín, m«ð þrótt og sterkan vilja þúsund ára sirðist hefir próf. íturmennin ávalt virtust skilja, og enginn þeirra pund í jörðu gróf. Þeir stóðu á verði um Niflheims vetrarnætur, á Náströnd þrauta bitrust drukku full; en “Musspellsheimur” sumars var þeim sætur, er sólin breytti öllu í lýsigull. Við, sem hér frá vesturströndu mænum vonaraugum heim til þín í dag, og í okkar hjartans barnabænum biðjum guð, þér snúist allt í hag. Munið, bræður; minnist, systur góðar, að menning treystir venzlaböndin sterk. Við erum hér sem þingmenn vorrar þjóðar, það er okkar heilagt skylduverk. Við, sem búum langt frá okkar landi, með lýð, sem á sér afreksverkin flest; við getum samkvæmt okkar stöðu og standi. stundað margt, sem okkur líkar bezt. En viljirðu láta víðsýn augað hrífa, viljirðu gleyma böli, dauða og synd, lát þinn hug og sál á vængjum svífa um sumarnótt á íslands fjallatind. Á sævarströnd mér svífa Ijóð af munni, sonarkveðja, er hjartað eitt til bjó, til landsins sem að fyrst eg ungur unni og æsbuvonin gullin hörpu sló. Heim! Ó, Heim! Nú halla tekur degi. Eg hefi ei gleymt þér, kæra feðrastorð. Við sólarlag míns lífs, þá höfuð hneigi, eg helga þér mín fyrstu og síðsu orð. Þorsteinn Borgfjörð. KVEÐJA TIL ÍSLANDS. Nú fylkja frændur liði. * Nú fylkja frændur liði fram á Vínlands strönd, og hestum Ránar hrinda úr höfn og leysa bönd; og heim á iundan halda hugar skeytin fljót; ungir og aldnir sækja Íslands gleðimót. Eftir aldir tíu ísland lítur hátt; með frægð og fjöri nýju, sem færir andans mátt. Og enn á Alþing ríða . afkomendur Njáls, með ást til eldri tíða og afl hins forna máls. Á Þingvöllum sumarið 1930. Hér á þessum helga reit hefst vor forna saga; hér hin glæsta hetjusveit hjörnum beitti laga. Hér var ættlands ástin heit um unga frelsis daga. Hér voru menn og málin dæmd, og margur sekur fundinn; og mörg var hetja af Fróni flæmd, fjötrum laga bundin. Þeir vörðu frelsi, fjör og sæmd, þótt flest væru lokuð sundin. Hér var, þar sem Héðinn gekk hraustur milli búða; með fullhugum á fremsta bekk vér finnum kappann prúða; auðna sumum aldrei fékk afl og gæfuskrúða. Hér var, þar sem Gerður góð Gunnar leit í fyrstu. Hér var þar sem fögur fljóð frægar hetjur kysstu. Hér hið aldna Alþing stóð og auðnudísir gistu. Hér var margur mælskusnjall, sem málin sóttu og vörðu. Sumir líktust Síðu-Hall og sverðin slíðra kjörðu. En öðrum heift í huga svall og hefnd ei spara gjörðu. Vér grillum löngu gengna tíð gegnum sögu-spjöldin, og sjáum glæstan goða-lýð glíma um stjórnarvöldin. Ef að þurfti út í stríð, aflið veitti fjöldinn. Og feður merkið festu hátt fyrir þúsund árum. Böðlar konungs brutu í smátt, þótt brandur stæði í sárum; reyndu að stefna í rétta átt, röskvir á tímans bárum. Garðars hólmi ennþá á afar hrausta niðja. Með höfðings svip og bjarta brá þeir bratta vegi ryðja. Þeim hefir staðið heilög hjá hamingjunnar gyðja. Kappa móðir kostarík, með kalið hold og brunnið, heilla-vætt í hól og vík hafa hjá þér unnið. Og í dag er engin slík, sem í er meira spunnið. Vermi guð vort gamla land með geislum morgunsólar, og blessi æ vort bernsku land. þó bili valdastólar. , Og ávalt standi um okkar land andans sjónarhólar. J. J. Middaf. FJALLKONAN 1930. Móðir, eg á mynd af þér milda, hreina, bjarta; Guðs af fingri gerð hún er, grafin á mitt hjarta. Þetta dýra drottins ár dýru Fjallkonunnar, verður hennar vöxtur hár og yirtir þjóðum kunnar. Þolgóð beið í þúsund ár. Þolinmæðin réði. Hennar barnahópur smár nú hoppar upp af gleði! T. R.Johnson. Sökum þrengsla verður eitt kvæðið í þessum flokki frá Seattle, “Fóstbræðra minning” eftir Jón Magnús- son, að bíða næsta blaðs.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.