Heimskringla - 08.10.1930, Síða 1
Rev.
*. tleaners, ltd.
._ t.r- Pítunwon x ECIAL
« Hon» St. — CITY. Silk
Uresses uiy Oleaned >
& Finished
(Cash and Carry PriceJ
Delivered, $1.25
Minor Repairs Free
$1.00
DYERS & CLEANERS. LTD.
SPECIAL,
Men’s Suits Dry fl* 4 n n
Cleaned & Pressed^í I iUU
(Cash and Carry Price)
Delivered, $1.25
Buttons Tightened, Replaced
and all Minor Reparirs Free
XLV. ARGANGUR.
WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 8. OKTÓBER 1930
.................
NtrMER 2
Hræðilegt flugslys.
R-101 ferst á Frakklandi. 48 menn bíða bana.
A sunnudagsmorguninn var, kl. 2
f. h., vildi það ægilega slys til, að
stærsta loftskip heimsins, R-101
steyptist til jarðar nálægt Beauvais á
Frakklandi og logaði upp til kaldra
kola. 7 menn komust lífs af, og þar
af þrír næstum því ómeiddir, en 48
menn fórust og brunnu sumir upp
til agna. Meðal þeirra voru sumir
af æðstu flugmálamönnum og flug-
fræðingum Englendinga, svo sem
flugmálaráðherrann, Thomson lávarð
ur, Sir Sefton Brancker flugmála-
stjóri, Major George Herbert Scott,
sem uppdrættina hafði gert að skip-
inu, og Lieut.-Col. V. C. Richmond,
forstjóri flugstöðvarinnar i Car-
dington.
Loftskipið var að leggja af stað
í Indlandsför, 8000 mílna veg, og
lagði af stað frá Cardington á Eng-
landi kl. 7.36 á laugardagskvöldið.
Öð hinn tröllslegi dreki, þessi töfra-
smið mannlegs hugvits, hátignarlega
kolsvarta brim næturskugganna, eins
og þarna væri komin einhver kyn-
legasta andareið úr þúsund og einni
nótt, og bar ekkert til tíðinda, unz
hann flaug yfir Beauvais á Frakk-
landi. Fólkið stóð hópum saman úti
til þess að sjá þessa nýstárlegu loft-
sýn. Flaug R-101 á að gizka 500
fet yfir jörðu, glitrandi í ljósadýrð.
En skyndilega dapraðist loftfarinu
flugið eins og skotsárum fugli, og
nálgaðist hastarlega jörðina. Fólkið
hljóðaði upp yfir sig af skelfingu.
Það skifti engum togum að loftskip-
ið rakst á hæð og varð um leið
sprenging, og kviknaði í gasgeymi
þess. Blossinn stóð mörg hundruð
fet í loft upp. Kvalavein skipshafn-
arinnar, sem var innibyrgð í þessu
heljarbáli, blandaðist um stund brot-
hljóðinu og hvini eldsins. Manngrú-
anum, sem á horfði, féllust hendur,
enda var hvergi hægt að komast í
námunda við bálið sökum hitans. —
Hvernig hinir fáu menn gátu skriðið
út, vita menn ekki greinilega, né um
orsakir að slysinu enn sem komið er.
Loftskipið R-101 var stærsta loft-
far, sem nokkru sinni hefir verið
kýiTíít. og er talið að það muni hafa
kostað um 10 miljónir dollara.
Reistu menn enn meiri vonir á skipi
þessu en R-100, sem byggt var af
sömu mönnum og flaug með heiðri og
BIRKENHEAD LAVARÐUR.
Þriðjudaginn 30. september s. 1.
andaðist á Englandi fyrverandi æðsti
ráðgjafi konungs, stjórnmálamaður-
inn Frederick Edvin Smith, fyrsti
jarl frá Birkenhead, úr lungnabólgu.
Hafði hann þjáðst í nokkra mánuði
og verið allþungt haldinn annan
sprettinn, en skyndilega snerist sjúk
dómurinn upp I ákafa lungnabólgu,
og reið það honum að fullu. Hann
var aðeins 58 ára að aldri. \
Fáir etjórnmálamenn Breta á síð-
ari árum hafa átt glæsilegri braut
að baki> Var hann fæddur í Birken-
head nálægt Liverpool á Englandi
12. júlí 1872, af fátæku foreldri, en
vann sér undireins álit fyrir frábær-
lega skarpar námsgáfur svo að hann
hlaut námsstyrk við Oxford háskóla
Nam hann lög, eins og faðir hans
hafði gert, og vann sér brátt álit
fyrir víðtæka þekkingu á þeim svið-
um og dæmafáa rökvísi og mælsku.
Var hann kosinn til þings fyrir Wal-
ton kjördæmi árið 1906, og sat þar
jafnan síðan unz hann var gerður að
æðsta ráðgjafa 1919, og var um leið
aðlaður. Sökum gáfna sinna og
hæfileika hlaut hann hverja tignar-
stöðuna af annari og gegndi stund-
um mörgum í einu. Var nafn hans
á hvers manns vörum allt fram á
síðustu ár. T. d. barðist hann gegn
heimastjórn Ira árið 1914, og gegndi
þá ábyrgðarmikilli stöðu í Ulster-
hernum/ en síðar var hann einn af
samningsaðilum, er undirritaði sjálf-
stæðissamning þeirra árið 1921. Var
hann einn hinn ötulasti bardagamað-
ur conservatíva flokksins, og átti
meiri þátt í því en nokkuf annar, að
velta MacDonaki stjóminni 1924 og
koma Stanley Baldwin að aftur, og
var hann fyrir það viðvik gerður
Indlandsráðgjafi (Secretary of State
for India) og gegndi hann því em-
sóma til Canada í ágústmánuði s. 1.,
enda hafði i skipið verið lögð öll al-
úð nútíma vélavits. Var það byggt
til flugferða mUli Englands og Ind-
lands, og átti bæði að taka þunga-
vöru og farþega. Farþegarúm var
útbúið með öllum hugsanlegum þæg-
indum, danssal hvað þá annað. Það
var talsvert stærra en R-100, yfir
800 feta langt með 500,000 rúmfeta
gasbelg. — Hafði verið ákveðið að
fljúga fyrst til Egyptalands og stanza
þar lítillega, áður en haldið væri á-
fram til Indlands. Búist var við að
öll ferðin mundi taka 18 daga. En
þessi urðu ferðalokin, að eftir 5 kl,-
stundir lá það í logandi rúst yfir á
Frakklandi.
Sem’ nærri má geta, hefir miklum
óhug slegið á Englendinga, og rikir
þar almenn þjóðarsorg meðal æðri
sem lægri vegna þessara hörmulegu
afdrifa . Hætt er og við, að flugmái
Bretlands bíði við þetta óbætanleg-
an hnekki, að minnsta kosti í bráð.
Því að verkfræðingamir, þeir Major
G. H. Scott og Lt.-Col. Richmond,
sem staðið háfa langfremstir í allri
loftskipagerð Englendinga, létu þar
líf sitt, í þessari djörfustu loftsigl-
inga tilraun, sem gerð hefir verið, og
óséð hver kemur til þess að taka við
þeirra verki og fullkomna það. Munu
sennilega fæmstu hugvitsmenn
Þýzkalands og Bandaríkjanna verða
fengnir til þes sáð reyna að finna
út, hvað hafi skort á útbúnað skips-
ins, svo ömggt mætti verða, og á
þann hátt kann atburður þessi að
verða dýrkeypt áminning um það, að
búa enn ramlegar um hnúta, þegar
lagt verður af stað næst, en nú hef-
ir verið gert.
Fyrir tveimur árum síðan ritaði
maður að nafni E. J. Spanner á mót'
byggingu þessari loftskipa og taldi
þau glæfraspil, og spáði, að fara
myndi á sáma hátt með þau bæði,
og nú er á daginn komið með R-101.
Thomson lávarður tók eigi þetta til
greina, og sýndi traust á skipi þeirra
Scotts með því að fara sjálfur
reynsluferðina ásamt þeim. Fyrir
þetta hafa hinir bjartsýnu og hug-
djörfu menn orðið að gjalda með líf-
inu. Og slfk hafa að jafnaði orðið
iðgjöld alira framfara.
bætti til 1928, er sú stjórn fór aft-
ur frá völdum.
En þrátt fypr öll sín margvíslegu
og miklu stjórnmálastörf, vannst þó
Birkenhead lávarði ærinn tími til vis-
indalegra ritstarfa, svo að eftir hann
liggja ýms merkileg ritverk um lög-
vísi, og við háskólana í Oxford og
Glasgow hafði hann virðulegum em
bættum að gegna. Ennfremur vannst
honum tími til að standa í fjárafla-
fyrirtækjum, svo að hann varð allvel
fjáreigandi. Yfirleitt má segja, að
með Birkenhead lávarði sé einhver
gáfaðasti og á ýmsan hátt mikilhæf-
asti stjórnmáalmaður Breta til mold-
ar genginn.
HVEITIMARKAÐI7RINN.
Fyrir skömmu síðan var sú frétt
breidd út í kauphöllum í Evrópu, að
Hveitisamlagið hér í Canada hefði
orðið gjaldþrota, og að stjórnin hefði
tekið það í sinar hendur . Orsakaði
þetta, ásamt fregnum um að Rússar
hefðu dembt feikna miklu af hveiti
á Heimsmarkaðinn, meira verðfalli
á hveiti hér í Canada en dæmi eru
tn um í 22 ár. Októberhveiti hrundi
niður í 68c mælirinn. Brátt reynd-
ist þetta vera lygi ein og uppspuni
af einhverjum blygðunarlausum
hveitibraskara og hefir verðið stígið
aftur um lOc s.l. viku.
Hefir Grain Evchange i Winnipeg
boðið 1000 dollara hverjum þeim, er
ljóstað geti upp þvi, hver valdur sé
að þessum ótíðindum.
STROMBOLI GÝS.
Frá Rómi kemur sú frétt, að eld-
fjallið Stromboli hafi gosið með þeim
býsnum, að tindur f jallsins hafi
sundrast með miklum gauragangi..
Eldleðjan hefir runnið niður til San
Bartolo og eyðilagt hús og akra.
Vísindi og trú
eftir Kirtley F. Mather, prófessor í
jarðfræði við Harvard háskólann.
Þýtt hefir ö. Arnason.
Vöxtur og viðgangur vísindanna
hér I landi nú á síðustu áratugum,
hefir fært mönnum yfirleitt, bæði
leikum og lærðum, nýja skoðun á líf-
inu. Skoðunarháttur hinnar vísinda-
legu rannsóknaraðferðar hefir breið3t
út frá fræðimannlegum leiðtogum á
ýmsum sviðum til almennings, og nú
loksins er fjöldi karla og kvenna í
Ameríku farinn að líta á heiminn með
augum vísindamannsins. Þessi hugs-
unaíháttur er að mynda byltingu í
andljga lífirfu . Við höfum allir orð-
ið fyrir þessum áhrifum á lífsviðhorf
okkar. Hugsandi menn eru hvar-
vetna að leita að betri þekkingu og
sannari vizku en þeirri, sem hingað
til hefir fengist, með meiri ástundun
en nokkurntíma áður. Sérstaklega
er nú á tímum mikið af lifandi á-
huga fyrir því, að komast að raun
um, hvaða breytingar hafi orðið og
hljóti að verða á trúarskoðunum
manna sökum nýrrar þekkingar á
heiminum, sem við lifum i.
Við höfum framar öllu öðru tekið
eftir breytingunni í viðhorfinu við
áreiðanleikanum . Aður voru menn
vanir að binda enda á deilur sínar
með því að skírskota til orða ein-
hvers manns eða þess, sem stæði
skrifað í einhverri bók. Nú hafa
orðin eintóm ekki sama áreiðanleika
og þau höfðu áður. Það skiftir litlu
máli nú, hver það er, sem talar þau.
eða i hvaða helga bók þau hafa verið
skráð, eða á hvaða fjalli þau hafa
verið rist á steintöflur . Við leitum
nú að hugsuninni, sem var upphaf
orðanna, en kærum okkur minna um
það, hvaðan þau hafa komið.
Þessi hugsunarvenja, að komast
framhjá orðunum að staðheyndun-
um og reynslu, er mikilsverðust af
öllu því, sem vísindfn hafa lagt til
nútíðar menningunni. Það er henn-
ar vegna að endurvirðing allrar þekk-
ingar okkar hefir orðið að fara fram.
Staðhæfingar, sem við höfum tekið
að erfðum, standa ekki lengur sem
heilagar kenningar. Við erum reiðu-
búnir að spyrja, ekki aðeins um
þýðingu orða, heldur líka um gang
hugsananna, sem er grundvöllur
þeirra. Við hikum ekki við að spyrja
hvern sem er á þessa leið: ‘‘Hvemig
hefir þú komist að þessum niðurstöð-
um?” eða “A hvaða staðreyndum
byggir þú staðhæfingar þínar?”
Þetta hefir orsakað mjög eftirtekt-
arverða breytingu í skoðunum okkar
á biblíunni. Nú er ekki fram.nr hægt
á neinum stað, þar sem þekking er
á sæmilegu stígi, að skera úr neinu
máli með þvi að segja: “Þannig
stendur skrifað í biblíunni.” Það
er ekkert annað en að hella olíu í
eld ágreinings og orðasennu að skír-
skota til hennar. Það er ekki nokk-
urt efamál, að nútima vísindin hafa
eyðilagt mikið af hinu gamla trausti
á sannleik orða biblíunnar. Þegar
Pétur eða Páll kemst að raun um,
að lýsing heimsins og staðhæfingarn-
ar um uppruna mannsins og annara
dýra qg jarðarinnar í biblíunni full-
nægja ekki lengur vel menntuðum
vísindamönnum, þá missir hann þá
traustu virðingu, sem hann áður bar
fyrir þeirri bók. Því miður er ekki
ávalt hægt að gera greinarmun á
villu og sannleika, röngum lýsingum
og réttum, sem eru að finna í því
mikla safni ritverka, sem við nefn-
um biblíu. Fáir vita hversu nauð-
synlegt það er að meta hverja setn-
ingu jafnvel í þessu svokallaða heil-
aga riti, samkvæmt hennar eigin
verðmæti. Þótt fyrsti kapítulinn i
fyrstu bók Móse gefi engan veginn
fullnægjandi skýringu á uppruna
heimsins, þá er náttúrlega ekki þar
með sagt, að allt, sem biblían segir.
sé rangt, en i augum Péturs og Páls
varpar það skugga efasemdanna á
bókina, og það hefir eftirtakanlega
breytt afstöðu hugsandi manna
gagnvart henni.
Sannleiksleitin nú á dögum í stað-
reyndum og lífsreynslu vísar okkur
oft veginn til biblíunnar, og i henni
er að finna margar mjög verðmæt-
ar frásagnir, sem eru bersýnilega
sannar. En við segjum ekki lengur
að nokkur frásögn sé sönn aðeins
vegna þess að hún stendur í þessari
bók; við prófum frásögnina til þess
að finna hvaða gildi hún hefir, alveg
á sama hátt og við mundum prófa
frásagnir dagblaðanna eða yfirlýs-
ingu, sem gerð væri af vísinda-
manni eða hvaða prédikara sem væri
nú á dögum.
Aðferð vísindanna verður viður-
kennd í trúarbrögðunum. Sú afstaða
til sannleikans, sem vísindamaður-
inn hefir, lönguh hans til þess að
finna staðreyndirnar, og lýsa þeim
rétt og útskýra þær rétt, án tillits
til þess, hvort niðurstöðurnar eru
þægilegar eða hið gagnstæða, án til-
iits til þess, hvort þær eru í samræmi
við þær skoðanir, sem hann kann að
, (Frh. á 5. bls.)
SÖNGKVÖLD.
Svo sem ákveðið var, söng herra
Amgrímur Valagils i kirkju Sam-
bandssafnaða r að kvöldi þess 6. þ.
m. Aðsókn var því miður fremur
Iítil, en söngvaranum til verðugrar
ánægju, tóku tilheyrendur söngnum
ágætlega vel. Var söngvarinn marg-
^innis knúður til að syngja aukalög.
Hr. Valagils hefir óvenju lyriska
baritone-rödd, sem hann hefir tam-
ið ágætlega. Kemur söngkunnátta
hans einkanlega ótvirætt í ljós á
efra sviðinu, enda virðist raddmagn
þar meira frá náttúrunnar hendi, en
annars er raddtúlkun söngvarans yf-
irleitt góð.
Söngskráin var smekklega valin
og viðfangsefnin yfirleitt vel túlkuð,
sumstaðar ágætlega, einkum að þvi
er stigbreytingar á raddmagni snerti.
Kenndi þar í hvívetna skilnings og
leikni. Um stigbreytingar í fall-
anda mætti og margt gott segja, en
þar virðist mér þó söngvarinn ekki
hafa náð tilsvarandi fótfestu. en
hæfileikar mahnsins og einlægni lofa
góðu um, að á því sviði eigi hann
einnig eftir að öðlast það sjálfstæði,
sem hverjum góðum söngvara er
nauðsynlegt.
Undirleik annaðist herra Ragnar
H. Ragnar. Hann er svo sem kunn-
ugt er einn af okkar fimustu pían-
istum; en við þetta tækifæri var und-
irleikur hans helzt til uppivöðslu-
æikill, sem var enn meira áberandi
fyrir þá óheppilegu tilhögun að hafa
hljóðfærið galopið, sem mér þar að
auki virtist hálfgerður garmur og
illa stemmt.
Yfirleitt var samræmi milli söngv-
ara og undirspilara ekki sem æskileg-
ast, enda samæfing fremur af skorn-
um skamti, og skal þess þó getið að
síðasta og umfangsmesta lagið, sem
þeir munu hafa æft bezt saman, fór
vel úr hendi hvað áðurnefnt sam-
ræmi snerti.
Að endingu vil eg svo þakka herra
Valagils fyrir komuna, og eg veit að
eg tala þar fyrir margra munn.
B. G.
Sýnir Jónasar
Guðinn undan utanbakka skýlu
ennþá brosti. Það er gömul sýn.
Títt hans lundu, hvernig búi hvílu,
hollum kosti, gullinsáðug skrín.
Stólpaskýsins vestanátt ei vísa
vandanægðum skyldi góðs á mis.
Heilladísum hæfir svo að lýsa,
hátíð, frægð og dýrð ei verði slys.
Ekkert kyrrt. Úr úthafs mikla róti
eimi knúinn flota bar að strönd.
Itödd, frá snyTtu rosatíðar móti,
ræmdi, kúgun hagar skipuð, lönd;
mældi sýslum yrktan sjóði anda;
eðliskaupum trúar bragðaleiö.
Hræddist ísland flæsta ginni-ganda;
gönuhlaupum sinna barna kveið.
Hrikkti í ^ægurgrindum allra grunda;
greindist Mána skærst af Ingólfs haug.
Skjótt varð gæfu skammt í milli blunda;
Skuldar-ránið Hleiðrugreipar smaug.
Grænlands jökul-ströndu beindum stafni,
Btjörniuhvolfsins týgjast veiðiför.
Glæfrum bökuls glóðug Þverá hafni;
— gegnust málsins enn þau fomu svör.
Sprett úr Læðing, spræk í nýja Dróma,
sprakki snævar hæst því treystir enn,
hvalspár fræði Gleipnis glamurhljóma
glundri skræfur, bresti til þess menn;
norðurstraumunr næsti dagur renni
nýr af þúsund ára fyrirmynd;
máttarnaumum múgi göfug brenni
Mánafúsust glóð um Ingólfstind.
J. P. S.
$6,000,000.
Þetta er upphæð sjóðs af sölu
skólajarða í Manitoba, er verið hefir
í varðveizlu sambandsstjórnarinnar
til þessa, en sem nú verður afhentur
fylkinu með náttúrufríðindum þess.
Sjóður þessi hefir verið ávaxtaður
og er því sem stendur í verðbréfum
er vexti draga. En sambandsstjórn-
in hefir nú boðið Manitoba, og hin-
um vesturfylkjunum, sem einnig eiga
fé af skólajarðasölu í vörzlum sam-
bandsstjórnarinnar, að afhenda þeim
það fé. Voru forsætisráðherrarnir
J. T. M. Anderson, frá Saskatchewan
og J. E. Brownlee, frá Alberta,
staddir hér í Winnipeg s.l. laugar-
dag, og áttu fund með forsætisráð-
herra Manitoba viín þessi mál,
út um allt vestið hans og kom það
sér heldur en ekki bagalega, því að
kennarinn var bláfátækur og mát.ti
varla af aurunum sjá fyrir nýtt
vesti Samt fór hann í fatabúð og
keypti þar gamalt vesti af nýdánum
kaupmanni fyrir nokkra aura. —
Næsta dag, þegar hann ætlar að fara
að kiæða sig i vestið, finnst honum
það vera einhvernveginn hálf skrít-
ið í bakið, og fer með það til konu
sinnar. Sprettir hún upp saumnum
og finnur sér til mikillar undrunar
að i millifóðrinu er umslag með 15,-
000 krónum í reiðupeningum. Sneru
þau sér til lögmanns og báðu hann
að koma sér í samband við erfingja
kaupmanns þessa, og urðu þeir svo
glaðir yfir arfinum og ráðvendni
MERKILEGIJR hvort að þeir ættu ekki að taka við
FORNLEIFAFTjNDUR. Þessum sjóði nú þegar í verðbréfum
_____ v jeins og sambandsstjórnin býður, eða
sænskur*^'^a bar til verðbréfin eru seld. —
e^a barnakennarans, að þeir borguðu
honum 4 þfisund krónur i fundar-
laun.
Fornfræðingur nokkur,
að ætt, Ronald L. Olson, er vinnur við
American Museum of Natural His-
tory, %efir í fjallahéruðunum í Aust-
ur-Perú fundið greftrunarstaði, sem
hann telur engan vafa á að stafi frá
eldri tíð en Inka menningin. Eru
það fjölda margar grafhvelfingar, er
geyma múmíur löngu liðinna kyn-
slóða, vefnað og ýmsa muni aðra, er
varðveizt hafa þarna ágætlega sök
um mikilla þurviðra á þessum slóð-
um.
Staður sá ,er grafhvelfingarnar
fundust á, er í héraðinu Chachapoyas
og komst dr. Olson þangað með því
að ferðast fimm vikna tíma á hest-
baki frá Cajabamba. Varð hann að
brjótast gegnum illfæra fjallgarða
Mið-Andesarfjallanna og uppsprettu
Maranous árinnar, og halda síðan
upp Urubamba-fljóts dalinn. Þar
rakdt hann á rústir, sem honum virt-
ust'líkjast leifum af þorpi, er til-
heyrt hafi bergbúa-menningunni
(Cliff Dwellers), sem talið er að átt
hafi uppruna sinn i Norður-Ameríku
suðvestanverðri. I snarbrattri fjalls-
hlíðinni voru grafhellarnir hundruð-
um saman, byggðir úr kalksteins-
björgum, með þrem og upp í tiu
múmíum hver.
Þessi dauðraborg var þannig byggð
framan í snarbrattri fjallsegginni, að
mannháski virtist í, að efstu graf-
hvelfingarnar tíryndu niður yfir þær
neðstu, og hindraði þetta dr. Olson
í að rannsaka nema fáeinar þeirra
að sinni. Auk þess varð hann að
hverfa burt af þessum stöðvum hið
bráðasta, vegna hjátrúar fylgdar-
manna sinna, er voru af Indíánaætt-
um. Þó gat hann gengið úr skugga
um, að þar í nánd voru ýmsir fleiri
greftrunarstaðir með líku sniði.
Komu þeir sér saman um að taka
við verðbréfunum. \
A sjóði þessum stendur þannig, að '
samkvæmt gömlum jarðeignalögum,
voru tvær “sections” af landi í
hverju “township” í vesturfylkjun-
um settar til síðu sem skólaeignir.
En af þessum skólajörðum hefir nú
talsvert verið selt og hefir sambands-
stjórnin annast um söluna. Hefir
hún árlega greitt fylkjunum rentur
af þessu fé. Nam sú renta til Mani-
tobafylkis orðið $300,000 á ári.
1 BOÐI HJA KÓNGINUM.
Forsætisráðherrunum, sem á rík-
isráðsfundinum brezka eru staddir,
var öllum boðið heim í Buckingham
höllina af Bretakonungi s. 1. föstu-
dag. Engin ræðuhöld fóru fram og
engir fréttaritarar voru viðstaddir.
Þetta var aðeins hvíldarstund fyrir
hina lúnu forsætisráðherra.
HVAÐANÆFA.
Enskur líffræðingur, að 'nafni
Fleming, hefir gert þá uppgötvun.
að tár séu eitruð. Eigi segir hann
þó að nein mannhætta stafi af þeim,
heldur séu það sýklar og bacteríur,
sem þau drepi. Sé táravökvinn svo
baneitraður fyrir þessar smáverur,
að enda þótt hann sé þynntur út 40
þúsund sinnum, eyðileggi hann sykl-
ana. Gagnsýrir þetta eitur allan lík-
ama mgnnsins, og er hin öflugasta
vörn gegn allskonar sjúkdómshættu.
* * *
Barnakennari nokkur í Svíþjóð
datt ofan i lukkupottinn hérna um
daginn. Hafði hann heimavinnu að
leysa af höndum og velti óvart um
hjá sér blekbyttunni. Blekið ataðist
Ferðalangar hafa búið þá sögu til
um krókódílana, að þeir gráti eins
og í hryggðarskyni, þegar þeir eru
búnir að gleypa bráð sína, og af
þeirri sögu er komin samlíkingin
krókódílatár, þegar einhver gerir sér
upp klökkva af hræsni. Nú hafa
vísindamenn fundið ástæðuna fyrir
gráti krókódílanna og er vel á hana
lítandi. Sannast þar, að hver hefir
sinn djöful að draga. Þegar krókó-
dflarnir sofa, liggja þeir venjulegast
með gapandi ginið. Er það vafa-
laust gert í því skyni, að vera fljót-
ari að leggja undir tönn hvern þann
gest, er að garði ber. En tse tse
flugan notar sér vel þetta tækifæri
og bregður sér upp i krókódílinn og
fer að stinga og kroppa I viðkvæm-
ustu blettina i gómnum. Vaknar þvi
sá dílótti við vondan draum, og á nú
úr vöndu að ráða, því að flugan er
baneitruð. Þó verður kropp flug-
unnar honum bráðlega svo hveim-
leitt, að hann skellir saman skoltun-
um og gleypir hana, en með því hef-
ir hann rent niður syklum svefnsýk-
innar. Hvort tárin koma af óþæg-
indum flugnabitsins eða af veikinni,
þegar hún er að byrja, vita menn
ekki, en hitt sjá allir sanngjarnir
menn, að krókódílarnir hafa full-
komna ástæðu til þess að brynna
músum.
Samkvæmt upplýsingum frá at-
vinfiumáiaráðherrgi G. D. Robertson,
verður fjárveitingu þeirri, sem sam-
bandsstjórnin veitir, 20 milj. dollara,
ekki skift niður á fylkin eftir fólks-
fjölda, hsldur samkvæmt því, hve
mikið atvinnuleysi er fyrir á hverj-
um stað, og hversu mikil þörf er á
að hefjast handa til að bægja neyð
frá dyrum.
I