Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 2
2. PLAÐSIDA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 14. JANírAR 1931. Sléttumannasaga. m. Aldarandinn. Feldirnir í norðanverðri Ameríku urðu hinum norðlægari Evrópuþjóð- um eftirsóknarefni, eins og gullið syðra hafði orðið Spánverjum. Loð- feldir gátu ekki heitið nein þunga- vara, miðað við verðmæti, og þeir j menn einir gátu veitt sér að eignast þá ,sem hátt verð voru færir um að borga. Ameríka hafði þvi ekki að- eins orðið til þess með gulli sínu að færa hvítum mönnum grundvöllinn að nýju auðlegðarkerfi, heldur líka lagt þeim til nýja auðlegðar veiðistöð, er að talsverðu leyti dró athygli frá þeim veiðistöðvum í Asíu, er lengst hafði verið dorgað i. Kaupmennskan í veröldinni breytt- ist við þetta — breyttist svo gagn- gert að hún hefir ekki þekkt sjálfa sig síðan, i gamla speglinum, fyr en þá núna síðastliðin 15—16 ár eða svo. Norrænu kaupmanna samkundurnar, t. d. í Hamborg, Amsterdam, London og Bristol o. s. frv., höfðu ekki, fram að þessu, verið annað en aftasti hlekk urinn í hinni gömlu suð-austrænu verzlunarkeðju veraldarinnar. Nú urðu þessar norðlægu kaupmanna samkundur, eða aðrar samlöndur þeirra, hver um sig að heilli, sjálf- stæðri keðju, sem alla leiðina vestur í hina nýju auðlegðar veiðistöð, gerð- ist sín eigin eign. Auðvitað þyrfti maður sögu alls Vesturheims, til þess að fullnaðarmynd væri fengin af þeim breytingum, sem af þessu leiddi; en sléttumannasagan ein er vissulega bezta, eða það versta, brotið af sannleikanum, sem auðvalds glim- an á I fórum sínum, í siðastliðnar þrjár aldir. Eldri kaupmannakeðjan hafði, frá upphafi Spánargullsins ,snúið sér sem mest að þvi, að fá auðlegðarmælirinn sjálfan á sitt vald. Þeir höfðu svo- litla byrjunarreynslu fyrir sér í þá átt. Árið 1417, rétt áður en Hinrik sæfari fór að byrja á þvi, að brjótast upp á nýtt út á hafið, höfðu þeir kom ið sér upp dálítilli peningalánsstofn- un í Genf (Geneva) til þess að rétta þaðan ríkjum og stjórnum hjálpar- hönd.*) Þegar svo gullið úr vestri fór að kyngjast saman á ströndum Miðjarðarhafsins, og farið var jafn- framt að sjúga út hvem pening, sem kló festi á, úr löndunum fyrir norðan, þá hófst að fullu sá leikur, sem enn þá er óséð hvernig muni fara. I Ieikn- um þeim er enn þann dag í dag ann- ars vegar á það treyst, að hinn æfa- gamli snuðaraskapur geti, með pen- ingakrafti ,haft sig upp á sérhverri nýung, eins og á gullfundinum í gamla daga. Á hinn bóginn er treyst á það, að sá æskulýður, sem sjálfur á nánastan hlut að máli, glöggvi sig sem bezt á því, hve undra miklu hin- ar engil- saxnesku og aðrar norræn- ar þjóðir hafa til vegar komið, á þeim stutta tíma, sem þær hafa virkilega haft viðskiftamál heimsins í sínum höndum- Gullsýkin spánska hafði ekki feng- ið að vera í friði til lengdar. Að vísu hlífðust Frakkar við að skerast i leik inn, vegna almennrar afstöðu sinnar við kaþólska kirkju; en Bretar hermdu það fljótt eftir lútherskum Þjóðverjum, að höggva sig úr tengsl um við Róm og hennar föruneyti. Og þá kippti höfðingjaættum þeirra harla fljótt í kynið til víkingablóðsins á bak við sig. Upp úr svakalegri ræningja- ferðum Englendinga, en áður voru nokkurs staðar kunnar, sýndust það á endanum saman tekin gnðs og manna ráð, að gullið skyldi ekki sigra. Þegar hinn “ósigrandi” spánski floti kom norður, til að lumbra þar á söku dólgum sínum, skildi harðviðri norð- ursins og norræn hermennska að mestu leyti við hann á botni hafsins, árið 1588. En á meðan þetta hafði verið í aðsígi, hafði máttur auðsins verið að bera sjálfum sér vitni marg- vislega yfir á austurströnd Norður- sjávarins, í Niðurlöndum, sem þá lutu Spáni. Sögulegasti hluti þeirrar strandar nefnist nú Holland. Þar hafði einn landsstjóri spönsku krúnunnar látið taka af lífi svo tugum þúsunda fólks skifti, á sárfám árum. Voru karlmenn *) Sýnir það meðal annars, að Genf er ekki núna fyrst að koma þannig til sögunnar. flestir skotnir; en púður var þá ekki eldri uppfyndning en svo ,að það var ennþá í háu verði. Hlifði ríkið sér við þeim kostnaði að eyða því á kon- ur, og voru því margar þeirra teknar af lífi með kviksetningu — fyrir sparn aðar sakir. Samtímis þessum sparnaðaranda ríkis og kirkju, fjölgaði gimsteina- sölum mjög ört á þessum sömu slóð- um. Gerðu þeir gullstáss og mynt- aða peninga sér að féþúfu, upp á ýmsan máta. Tóku að sér að geyma fyrir menn peninga og gáfu kvitter- ingu fyrir. Þessar kvitteringar fóru áður en varði, að ganga frá einum til annars og reyndust handhægar. Komu svo til baka á misjöfnun tímum alla- vega á vixl, svo óhætt reyndist að lána nokkuð af peningunum, stund og og stund, gegn aukaborgun, og jafn- vel óhætt, að bæta kvittering- ingum við, undir einhvers nafni i sinni eigin fjölskyldu, þó ekki væri fótur fyrir því að neinir peningar hefðu verið lagðir inn. Auk þess varð svo mikið um götótta og skörðótta peninga, sem klipið var úr, í nýja peninga, að loksins var það ákveðið í Amsterdam (1609) að peningagildi þar skyldi aðeins miðast við þyngd en ekki mynt. Háttalag þetta færði sig þá um set, einna mest til London, og þar var lítið sinnt um það, fyr en undir lok aldarinnar, þegar Vilhjálm- ur III., sem var Hollendingur, var kominn til ríkis á Englandi. Höfðu Svíar þá, í millitíð, sett á stofn hjá , sér hinn fyrsta opinbera banka, með nútíðar fyrirkomulagi (1656). Það mætti segja, að yfirborð mann- lífsólgunnar hjá hinum vestlægu Ev- rópuþjóðum, væri trúarbragðastríð, mestan hluta beggja aldanna sitt hvoru megin við 1600; en undiralda þeirrar ólgu væri ný aðferð við að koma peningum í það hásæti auðfræð innar, að þeir gætu grætt sig út sjálf- ir, eins og lifandi verur, en í öfugum hlutföllum við allt annað, sem verði má kaupa. Sá aldarandi, sem yfir ólgunni sveif, varð að andlegu veganesti þeirra þjóð félagsstofnana, sem í Norður-Ame- ríku hafa síðan risið upp- Nágranna- löndin við Norðursjóinn, Holland, Frakkland og England, urðu hom- steinar þeirra mannfélagsbygginga, sem hér er um að ræða, þó Holland bráðlega hyrfi úr þeirri sögu. Sýni- lega hafði Danmörk einnig ætlað sér að verða með í förinni, en varð ekki úr. IV. Indíánarair. Frönsk tunga varð hið fyrsta hvitra manna mál ,sem Indíánarair i þeim hluta álfunnar, sem nú er Bandaríkin og Canada, byrjuðu að læra. Samuel Champlain "faðir Nýja Frakklands”, stofnsetti fastan bústað í Quebec árið 1608. Þaðan var fljótt hafist handa með að kristna Indíánana og kaupa hjá þeim alla þá feldi, sem fáanlegir voru. Afstaða þessara tveggja flokka mannkynsins varð eðlilega allt önnur, en afstaða Spánverja og Indiánanna í Mexico og Perú hafði verið. Feldir gátú komið ár eftir ár, og þurftu aldrei að verða búnir. Það var því báðum bezt að skilja sem bezt hverjir aðra, enda heppnaðist þeim sambúðin í landinu framar öllum vonum, fyrst í stað. En þegar fram liðu stundir og enska byggðin suður með ströndinni var komin á sama rekspölinn með þá Indíánaflokka, sem bjuggu í þeirra nágrenni, þá fór að versna. Indíán- arnir fóru að halda hver síns taum, og bæta því ofan á önnur illindi, sem nóg var af, á milli þeirra sjálfra. — Þeir leituðu á víxl eftir góðum ráðum og góðum vopnum til höfuðbólanna, og hjálpin var veitt, sín úr hverri átt ,og þeir jafnvel egndir til svaðil- fara á hendur andstæðingunum. — Biblían, byssan og flaskan eltu hver aðra upp frá ströndinni ,frá- oáðum hliðum, eins og reyndin hefir orðið i öllum villimannalöndum. Heimalöndin hertu á verdunarvið- skiftunum á víxl, og stóðu sjálf oft- ast nær í illindum hvort við annað, heima fyrir. Um 1627 styrkti Rich- elieu kardínáli” 100 manna félagið,” til að annast sem bezt hagsmuni Nýja Frakklands; og svo áttu Nýja Eng- lands byggðirnar, þegar fram í sótti tilsvarandi hauka í horai, á sinni upp- runalegu ættjörð. Þannig verður austurkaflinn af tveggja alda sögu Norður-Ameriku, lítið annað en berg mál af illindum og samkeppni tveggja Norðurálfuþjóða, og viðleitni þeirra hér til að gúkna yfir sem flestum Indiánaþjóðflokkum, og þar með fylgjandi þeirri gróðavon, sem í veiði- skapnum lá fólgin. Lengi vel gekk Frökkum betur. — Jesúítarnir voru ósérhlífnir og brut- ust á undan, þó það kostaði marga þeirra lífið. Franskir piltar flæktust vestur um allar jarðir, og þegar fram i sótti, fóru sumir þeirra að kvongast meðal Indíána. Gerði þetta land- könnunarmönnunum smám saman hægra fyrir, enda klöngruðust fransk ir menn alla leið upp í gegnum stór- vötnin, og þaðan að lokum bæði suð- vestur til Mississippi og þar niður að Mexícóflóa, og líka norðvestur til Winnipegvatns, og svo eftir ánum, er i það falla, vestur undir Klettafjöll. Að minnsta kosti ein ógleymanleg hetjusaga gerðist í þessum viðskift- um Frakka og Indíána. Það var ár- ið 1660, þegar Montreal var aðeins 18. ára gömul, að vinveittir Indiánar gerðu Frökkum aðvart um væntan- legt áhlaup fjölmenns Indiánaflokks, sem hafði ákveðið að eyðileggja þorpið. Ungur maður, Dollard að nafni, hét á aðra unga menn að koma með sér, þangað sem betur væri fall- ið til að veita aðsækjendum fyrirsát. Hann hafði sjálfur viða ferðast þar vestra, og var treyst til þess að vera það kunnugra en flestum öðrum, hvað bezt væri að reyna að taka til bragðs. Annars átti hann sökótt þar i þorpinu; hafði eitthvað gert fyrir sér, sem hann ekki var búinn að bæta fyrir. Þeir urðu 22 alls. Á bakkanum fyrir neðan flúðirnar í Ottawafljót- inu, nokkrar mílur upp með St. Law- rencafljóti, bjuggust þeir um sem bezt þeir gátu, i flausturslega gerðu stauravirki. Þar var sótt að þeim í fimm daga, enda var þá aðeins einn þeirra eftir á lífi, sem einhvern veginn slapp og gat sagt frá atburðunum. Voru þar um 700 Iroquois i aðsókn- inni og segist Parkmann sagnaritara svo frá, að þeir hafi þá horfið aftur með þeim ummælum, að enginn gæti gizkað á það, hversu lengi margir menn gætu varist í steinvígi, fyrst 17 Frakkar, 4 Algonquins og 1 Huron gætu tafið svona lengi fyrir með stauragirðingu. Adam Dollard og þessir 20 félagar hans af báðum kynflokkunum, hvít- um og rauðum, urðu manna fyrstir itl þess að draga til stafs í orðinu “ætt- jarðarást” i þessu landi — úr sínu eigin blóði- Um víða veröld Flokksveldi og flokkadrættir. Skoðun Bernard Shaw. Allt stjórnmálalíf nútímans í þing- ræðislöndum er byggt á flokkskift- ingu. Upphaflega var svo til ætlast að flokkarnir í hverju þingi væru tveir og skiftust á um það að fara með völdin, en reynslan hefir orðið sú að þeir hafa oft orðið fleiri og af því hafa sprottið ým^jr erfiðleikar í fram- kvæmd þingræðisins. Af flokkaskift- ingunni hafa einnig sprottið flokka- drættir og allskonar deilur og undir- róður um kosningar og endrarnær. Þetta hefir orðið til þess að menn hafa farið að athuga eðli flokkaskift ingarinnar, réttmæti hennar og nauð- syn, og ýmsir komist að þeirri nið- urstöðu, að af flokkaskiftingum og flokkadráttum komi flest illt í stjóm- málalífi nútímans. Einn af þeim, sem um flokkaskiftingu og stjórnmál hafa skrifað, er Bemard Shaw, enska skáldið, og verður sagt hér nokkuð frá skoðunum hans- Flokkaskifting okkar, eða flokka- kerfi, táknar ekki það, eins og marg- ir halda, að mismunandi flokkar skifti mönnum ávalt í flokka. Skoðanamun ur var til mörgum öldum áður en nokkurn dreymdi um flokkaskipu- lagið. Það, sem við er átt með flokka- skipulaginu er, að þjóðhöfðinginn verði að kjósa alla ráðherra sína úr hverjum þeim flokki, sem í meiri- hluta er í neðri málstofunni, hversu litla trú, sem hann kann að hafa á hæfileikum þeirra og hversu illa sem honum getst að þeim, og þó að það væri einnig ljóst, að unt væri að mynda betri stjórn með því að velja hæfustu mennina úr báðum flokkum. Þetta skipulag hefur sitthvað furðu- legt í för með sér. Það er ekki ein- ungis konungurinn sem verður að út- nefna í tignarstöður menn, sem hann er ef til vill gersamlega ósammála i stjórnmálum og trúmálum og sem hann I hjarta sínu álítur ef til vill bannsetta beinasna. En hver almenn- ur þingmaður og kjósandi lendir i sömu klípunni, af því að hvert at- kvæði sem greitt er í deildinni eða við kosningar verður atkvæði um það, hvort flokkurinn, sem við stjóm er. á að halda áfram að vera við stjóm eða ekki. Gerum ráð fyrir því, að stjórain flytji frumvarp um það að leggja aukaskatt á piparsveina, eða að greiða mæðrum styrk fyrir barn- eignir. Segjum, að það sé íhalds- flokksstjórn, sem frumvarpið flytur og að þú sért íhaldsþingmaður, en þyki frumvarpið ótækt og alveg rangt En ef þú greiðir atkvæði gegn því og frumvarpið er felt, þá er ihaldsstjórn- in ekki lengur í meirihluta og verður því að segja af sér og leysa upp þingið. Þá verða að fara fram nýjar kosningar og þú verður að bjóða þig fram á ný og það kostar þig talsvert fé, og endar máske á því að þú fellur. En ef þú ert góður íhaldsmaður þá sérð þú það, að hversu lítið, sem þér er um frumvarpið gefið, þá er það minni skaði, að það verði að lögum, en að ihaldsflokkurinn verði í minni hluta og jafnaðarmenn komist ef til vill til valda. Þú kringir þvi frum- varpinu og greiðir atkvæði eins og flokkurinn vill, þvert ofan í samfær- ingu þína. En gerðu svo ráð fyrir þvi, að þú sért heldur þingmaður í verkamanna- flokki og þyki frumvarpið gott- Þá ert þú i sömu klípunni. Þú verður að greiða atkvæði á móti þvi, og á móti sannfæringu þinni, því að hversu gott sem þér kann að þykja frum- varpið, þá þykir þér samt ósigur stjórnarflokksins ennþá betri og það, að þinn flokkur geti komist til valda og þá gæti hann borið frumvarpið fram sjálfur, ef það er gott. Ef þú ert aðeins almennur kjós- andi lendir þú líka í sama vandanum, þér er það ef til vill augljóst, að frambjóðandi flokks þíns er pólitiskt fífl, uppskafningur, sérdrægur, eða eitthvað annað, sem þér er ekki um, en andstæðingur hans er heiðarlegur og skynsamur maður. En það gildir einu, þú verður að kjósa flokksmann- inn, þvi að ef þú gerir það ekki getur flokkur þinn orðið undir og hinn flokkurinn komist til valda. Og hversu leiðinlegur sem frambjóðandi flokks þíns kann að vera persónu- lega, þá greiðir hann, þegar á þing kemur atkvæði eins og flokkurinn segrir honum, og það er fyrir mestu svo að persónulegir hæfileikar hans skifta litlu. Afleiðingin af þessu er þingdeild, sem samanstendur af einni tylft hæfra ráðherra og andstæðingum mátulegt vit til þess að hlýða flokksforingjunum. Þetta er flokk- stjórnarskipulag. En ef 615 þingmenn ættu að greiða atkvæði hver eftir sinni sannfæringu væri flokksstjórn ómöguleg. Það var reyndar alls ekki þetta, sem flokkaskipulaginu var ætlað að afreka í upphafi. Því var komið á af Vilhjálmi konungi III, þegar hann sá, að hann gat ekki haldið áfram að berjast við Lúðvik XIV ef neðri deild þingsins synjaði honum um efnin til j þess. Þá var það, að vitur stjórn- málamaður, Bobert Spencer jarl af Sundeland, benti honum á það, að ef hann veldi einlægt ráðhecra sína úr öflugasta flokki deildarinnar, þá yrði sá flokkur neyddur til þess að styðja hann. Nú voru Whiggar öflugasti flokkurinn í svipinn, en kóngurinn hataði Whiggana, því að hann var sjálfur Tory. Honum var ráðlegging Sunderlands þvert um geð, en fór samt eftir henni og kom þannig á flokkaskipulaginu, sem við búum enn við. Er þá til nokkurt annað fram- kvæmanlegt kerfi, sem komið gæti í stað flokkaskipulagsins ? Sannleikur- inn er sá, að jafnframt þessu flokka og þingræðisskipulagi en nú þegar til annað, sem betra er, sem sé það. sem sveitamálum er einnig farið þar eftir flokkum, en í framkvæmdinni ræður flokkaskipulagið þar ekki. Kerfið er þar þannig, að kosið er til ákveðins tíma í senn og ekki um að tala neinar nýjar kosingar, fyr en það tímabil er úti og hver maður getur því greitt atkvæði eftir því, sem hann vill án þess að þurfa að valda nýjum kosningum. Störfin eru unnin og málin rædd i sérstökum nefndum (rafmagnsnefnd, heilbrigðismálanefnd o .s. frv.) og þær koma saman hver i sinu lagi. 1 nútímaþjóðfélaginu eru því til tvenskonar stjórnargerfi, eftir öðru VISS MERKI 135 Hin undursamlegu lækningar-efn* Gin Pills, er verka beint á nýrun, hreinsa þvagið, lina og lækna sýktar líhimnur, koma blöðrunni aftur í samt lag, sem sé veita varanlega bót á öllum nýrna- og blöðrukvillum. 50c askjan í öllum lyfjabúðum. er landinu stjórnað, eftir hinu ein- stökum sveitum og það er betra, segir Shaw. Flokkaveldið og flokkadrætt- írmr eru pest hvers þjóðfélags og spilla og tefja venjulega skynsamlega afgreiðslu góðra mála- t)tför Andrée. Kveðja konungs og erkibiskups- tJtför þeirra Andrée og félaga hans. Strindbergs og Fraenkels, fór fram 5. þ. m. frá Stórkirkjunni í Stokk- hólmi með afarmikilli viðhöfn og a8 viðstöddum miklum mannf jlölda. Þeg- ar skipið, sem flutti lík þeirra til borgarinnar, kom þangað risu hvar- vetna flögg i hálfa stöng og manngrúi mikill um allar götur, þar sem lík- fylgdin fór. Þegar skipið leið að *THE BEST* IN RADI0 Víc(or.Majesiíc.r General Electiic. Silver- Marshall. iE.NiE§iBJinfir iLiriD), Sarqent at Sherbrook LOWEST TERMS IN CANADA þér sem notifi T I M BUR KA UPIÐ The Empire Sash & Door Co., Ltd. BirgSlr: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Horfið eftir þessu merki á bauknum, það er ábyrgða vottorðið um að Magic Baking Powder er laust við álum og önnur óheil- næm efni. Reynið þetta ágæta Næsta skifti sem þér hafið heimboð þá ráðstafið veitingunum eftir þessari á- gætu matarskrá sem Miss McFarlane yfir matreiðslukona St. Michaels spítal- ans í Toronto hefir samið. Þetta er forskrift TE MENU Tomatoes fyltar með Pineapple Graham brauðsneiðar, Hnetu-kökur Miss McFarlane fyrir GRAHAM BRAUÐSNÚÐUM Chase & Sanbom’s Te. Miss McFarlane segir: “Eg hefi haft reynslu með Magic Baking Powder i mörg ár. Þessvegna nota eg það ávalt og ráðlegg öðrum hið sama því eg veit að það má treysta á það þegar til brauð- gerðar kemur. Jafnvel viðvaningar geta notað það.” 1 boli hveiti mjöli 4 matskeiðar af púðursykri % teskeiðar salt 4 teskeiðar Magic Baking Powder 1 bolli Graham mjöl 1 boli af mjólk 1 egg 4 matskeiðar af bráðnu smjöri Blandið saman hveiti mjölinu, ^fírinu, saltinu og lyftiduftinu- Bætið svo við Graham mjölinu, mjólkinni, egginu og smjörinu og hrærið alt vel saman. Fyll- ið til hálfs bökunar skúfurnar með soff- unni látið þær svo nú í ofnin er hitaður hefir verið upp í 425 stig F. og látið þær bakast í 20 mínútur. Kaupið vörur, sem bún- ar eru til í Canada.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.