Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 7
WINNIPEG 14. JANÚAR 1931. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSOIA Veroníka. (Frh. frá 3. síðn) ursta svæðið í Surrey. Skamt þaðan eru víðlendar heiðar, algerlega skotsk ar útlits. Aðeins fáum röstum þaðan getur maður mitt fyrir sér dal, sem er nokkurskonar Sviss í smáum stíl. Veroníki var farin að elska hvern blett i þessari sveit. Og nú átti hún &ð eignast nokkuð af henni, því höf- uðbólið Wayneford var ekki nema 25 rastir frá Lynne Court. "A morgun ætia eg að fara og skoða það”, sagði hún við sjálfa sig. "Fé spillir flestum sálum”, stóð í skrifhókinni minni. Ætli auðurinn sé farinn að hafa spillandi áhrif á mig? Er eg orðin ólik ungu stúlk- unni, sem stóð frammi fyrir jarlin- um mikla ekki alls fyrir löngu, skjálfandi af kviða, en þó gagntekin uf þeirri stoltu ákvörðun, að láta ekkert á því bera?” Hún leit aftur í tímann, til hins viðburðaríka morguns, þegar hún kom fyrst til Lynne Court, og sá sjálfa sig í endurminningunni, eins og hún var þá, holdþunn og föl, í fátæklega. 6dýra, látlausa, dökka kjólnum sín- um. Svo rifjaði hún upp fyrir sér þá hiynd, sem hún hafði séð í speglinum þenna siðasta morgun, þegar Good- tvin var að færa hana i fallega bún- ingfinn hennar, sem fór henni svo vel. "Já, eg hefi breytst,” hugsaði hún, "en hvernig gæti annað átt sér stað?” Eftir stutta stund reið hún af þjóð- Veginum og út á heiðina. Þegar þang- að var komið gaf hún hryssunni slak- an tauminn og hleypti á sprett yfir lyngbreiðurnar. Alt í einu kom hún auga á eitthVað tvent, sem var á hreyfingu fram undan henni. Hélt hún fyrst að það væru hérar. En þegar hún kom nær, sá hún að það var veiðitík með hvolpi. Tíkin sat og horfði með ánægjusvip á skrípalæti afkvæmis síns. Þegar hún heyrði hófaþruskið í lynginu, leit hún upp og rak upp stutt bofs, eins og til að- vörunar. "Rétt hjá þér, greyið’,, sagði Veron- ika brosandi, og var í þann veginn að víkja hrysunni til hliðar. En í sömu andránni fældist hún eitthvað, sem var á hlið við hana. Lá nærri, að hún væri búin að troða hvolpinn und- ir. 1 sama bili reis maður upp úr lynginu. Þaut hann, sem ör væri skot- i«, undir kvið hryssunnar, að því er Veroníku virtist. Þreif hann hvolpinn úr þeirri hættu, sem hann var í. Þetta var svo fimleg og djarflega gert, að undrum sætti. Veroníku varð hálf hverft við og blóðið -hljóp fram í hinnarnar. "ö, þökk fyrir,” sagði hún- “Er hann meiddur?” “Ekki vitund,” svaraði hann. “Aum- ingja greyið”, sagði hún við tíkina, sem hljóp gjálfrandi að hvolpinum, suðsjáanlega hrædd. “Það er ágætt”, sagði Veroníka. "Eg var orðin hrædd um, að eg hefði rtðið ofan á hvolpinn. Eg hefði líka áreiðanlega gert það, ef þér hefðuð ehki, með snarræði, náð i hann i taeka tíð. Viljið þér nú ekki rétta öiér hann ?” Hann rétti henni litla, mjúkhærða hvoipinn. Hún hók við honum, þrýsti honum að sér og strauk honum. Lét svo manninn taka við honum- aftur. “Það var mér að kenna”, sagði hann, um leið og hann lét vel að hvolpinum. “Eg lá sofandi þarna S tynginu, og hrossið yðar fældist mig. hlér þykir það leiðinlegt, en vona að tér afsakið það”. Veronika kinkaði kolli. Hún reyndi að dylja undrun sína, því að þessi 6- kunni maður var mjög fyrirmann- legur í málróm, tali og hreyfingum, en klæddur sem daglaunamaður. Henni datt fyrst í hug að hann væri skógarvörður. Hann var mjög fríður sinum og fagurlimaður, með brúnt, hokkið hár, yfirbragðið djarflegt, og vöxturinn allur bar vott um karl- h'ensku og snarræði. “Já, það er ekkert að”, sagði hún. 'Rg ímynda mér, að hvolpurinn og •hððirin séu frá býlinu þessu þarna”. “Það er sennilegt”, sagði hann. “Eg ®tla að fara með þau þangað og vita Uin það”. Hann tók ofan og bjóst til brott- ferðar, en hikaði við og sagði: “Fyrirgefið! Getið þér ekki sagt ^r til vegar að Lynne Court?” “Jú”, svaraði Veroníka. “Ef þér far- ið eftir veginum, þessa leið“ — hún benti með keyrinu sínu — “þá komið þér að suðurhliðinu. Eg kem ein- mitt frá Lynne Court.” “Þér getið þá ef til vill spurt að því fyrir mig, hvort — Nei, auðvitað gerið þér það ekki, — það er heim- skulegt af mér”. Hann hætti í miðju kafi og bros kom fram á andlit hans, sem Veroníka hafði virst fremur dap- urlegt til þessa. “Hvað er það, sem eg á að spyrja um?” sagði hún og brosti óafvitandi, því að það hafði skinið í augum hans, og hvitu tennurnar, sem sáust undir brúna granarskegginu. “Eg talaði í hugsunarleysi. Það var heimskulegt, eins og eg sagði Eg var í þann veginn að spyrja yður, hvort það vantaði skógarvörð á Lynne Court. En þér vitið það auðvitað ekki”. “Nei, það veit eg ekki”, sagði Ver- oníka, dálítið upp með sér yfir því, að hafa getið sér rétt til um starfa hans, “En ráðsmaðurinn gæti sagt yður það. Farið ekki í þá átt, sem eg benti yður áður, en gangið þvert yfir heiðina, þangað til þér komið að tré- hliði. Hús ráðsmannsins er í rjóðri rétt hjá því”. Hann leit úr yfir heiðina. auðsjá- anlega í vafa og þá sagði hún enn fremur: “Ef þér viljið koma með mér lít- inn spöl þá skal eg sýna yður það ” “Þakka yður fyrir”, sagði hann með virðingu, en þó án þess að snerta . hattinn, eins og þjónarnir gerðu. Og þegar hann gekk fram með hliðinm á hryssunni, horfði hann á hana með rannsakandi augum og aðdáun. “Þér eruð útlendingur,” sagði Ver- oníka. “Já”, svaraði hann, “Eg hefi aldrei komið hingað, fyr en í morgun. Eg gekk hingað frá Halsery, því að eg heyrði þar, að eg gæti ef til vill feng- ið stöðu á Lynne Court.” Þau virtust ekki hafa meira að segja. Héldu því þegjandi áfram yfir heiðina, út á veginn. Alt í einu verður honum litið á hægri hönd sina. Sér hann þá, að hún er blóðug. Hann hélt henni fyrir aftan bakið, þurkaði af henni blóðið, svo lítið bar á. Lét Veroníku ekki hafa pata af því, að hann hefði meitt sig. “Þarna er leiðin”, sagði Veroníka og benti með keyrinu. “Nú hljótið þér að sjá hliðið.” “Þakka yður fyrir”, sagði hann. “Eg ætla fyrst að fara með hundana yfir að húsinu þarna. Þökk. Verið þér sælar ” Hann tók aftur ofan, og var i þann veginn að fara, þegar vagn jarlsins kom fyrir hornið á veginum og Lyn- borough lávarður skipaði ökumannin- um að nema staðar. “Veronika”, ságði hann í spurnar- róm, og leit ýmist á hana eða unga manninn. Veronika relð fast að vagninum, beygði sig svo að hún gat talað í lág- um róm og sagði: “Þessi maður — eg var rétt að segja búin að ríða ofan á hvolpinn— hann bjargaði honum — dásamlega vel — hann var alveg undir kviðnum á Sally. Hann var að spyrja, hvar Lynne Sourt væri. Vill komast að sem skógarvörður. — Það var djarf- lega gert af honum.” Jarlinn leit þreytulegu, hálfluktu augunum sínum á unga mannin. “Það er auðheyrt að þú vilt, að eg launi honum þetta- Þú hefir ef til vill þegar gert það. Ekki?” Aður en hún gat komið í veg fyrir það, hafði hann tekið gullpening upp úr vasa sínum, og benti unga mann- inum að koma. “Hérna er dálítið handa yður”, sagði hann. Ungi maðurinn'hafði komið fast að vagninum, en þegar hann sá pening- inn, hörfaði hann frá, sólbrenda and- litið hans varð sótrautt og hann sagði í reiðiróm: “Hvað meinið þér?” Svo leit hann út fyrir að blygðast sín fyrir ofsa sinn, beit á. vörina og glotti. “Fyrir- gefið þér, en — en eg skil ekki hvers vegna þér bjóðið mér peninga, Sir.” Þegar lávarðurinn sá betur andlit unga mannsins og heyrði rödd hans, tók hann svlítið viðbragð, hallaði sév áfram og leiftri brá fyrir í kaldran- lega augnaráðinu hans. Því næst | hallaði hann sér aftur á bak, horfði ' afskiftaleysislega fram undan sér og stakk peningnum aftur í vasa sinn. “Haldið áfram Matthews”, sagði sagði hann tilfinningarleysislega- Veroníka, sem var orðin næstum eins rjóð og ungi maðurinn, hrá keyr- inu sinu á loft. “Aðeins eitt augna- blik, Lynborough lávarður,” sagði hún lágt. “Finst — finst yður hann verð- skulda þetta?” Maðurinn hafði snúið við þeim bak- inu og jarlinn leit til Veroníku með deyfðarlega kuldaglottið sitt á vör- unum. “Það virðist erfitt að gera þér til geðs, Veronika”, sagði hann þreytu- lega. “Ef þessi náungi er of stoltur til að þiggja peninga — ”. Hann ypti öxlum í stað þess að enda setninguna. “Hann bað um vinnu, atvinnu, en ekki peninga, lávarður minn,” sagði hún. * Þjónninn kallaði: “Hæ!” Ungi mað- urinn leit um öxl, hikaði lítið eitt við, en kom svo auðsjáanlega þó með tregðu. “Þér viljið komast að skógarvarð- arstöðu maður minn?” sagði hans hágöfgi. Ungi maðurinn kinkaði kolli. “Já, Sir.” “Það er hans hágöfgi, jarlinn”, hvislaði þjónninn í viðvörunarróm. “Farið þér til ráðmannsins míns. Segið honum að eg hafi sent yður. Ef þér kunnið verk yðar og eruð heiðarlegur — Hvaðan komið þér? Hvað heitið þér?” “Frá Ástralíu. Nafn mitt er Ralph Farrington”, var svarið. Augnabrýn jarlsins urðu beinar — augnabrýr Veroniku höfðu verið það meðan á þessu stóðí og þau tvö voru ákaflega lík þetta augnablik — og hann athugaði hið útitekna andlit unga mannsins með öðruvísi glampa i dökku augunum sínum. “Farið þér til ráðsmannsins”, sagði hann, og benti Matthews að halda áfram. Ungi maðurinn tók ofan of sagði alvarlegur í bragði: “Þakka yður fyrir, lávarður minn”. Svo leit hann snögglega til Veron- íku, og mátti lesa þakklæti í augum hans. Veroníka, sem sat bein í söðl- inum, horfði beint framundan sér og lét sem hún tæki ekki eftir því. Ef til vill hefir henni fundist, að nógu mikið umstang hafi verið gert vegna þessa manns, enda þótt hann hafi komið mjög vel og kurteislega fram Þegar hún tók í taumana, sá hún rauðleitan blett á vinstri hanska sín- um. Það var blóð- Fyrst hélt hún, að hvolpurinn hefði meiðst, þrátt fyrir alt — en svo datt henni alt í einu sannleikurinn í hug. Hún mundi, að hryssan hafði rekið. annan fram- fótinn í eitthvað, um leið og ungi maðurinn hafði beygt sig til þess, að ná í hvolpinn. Hann hafði þá meitt sig líkamlega, ef til vill mikið, við hina drengilegu tilraún sína til þess, að bjarga hund- inum. Ef til vill hafði það þá verið ennþá meira meiðandi að jarlinn bauð honum peningana. Hún leit á rauða blettinn og svo á háa íturvaxna manninn, sem var nú kominn út á heiðina. Hélt hann enn- þá hvolpinum i fanginu. Roði kom fram í kinnar hennar og hvarf aftur- Hún beit á vörina, svo að hvítu tenn- urnar komu í ljós. Hún fann hjá sér löngun til þess, að ríða á eftir honum og koma með afsakanir, en drambið hélt aftur af henni. Hún ypti aðeins öxlum og hélt áfram leið- ar sinnar. Hvernig gat hún vitað, að skuggi forlaga hennar reið við hlið hennar, að tjaldið var dregið upp, og harm- leikur lífs hennar var byrjaður. III. KAPITULI. Ungi maðurinn, sem sagðist heita Ralph Farrington, hélt sem leið lá heim að býlinu. Dyrnar stóðu opnar Hann leit inn í þokklega, litla dag- stofu. Ung og fögur stúlka sat þar við glugga og las sögu. Hún hafði bjart hár, og blíð, dökk augu. Munn- urinn var lítill og myndaði dálitla skeifu. Hakan og þessi skeifulagaði munnur voru að vísu fögur, en höfðu þó eitthvað það við sig, sem benti á fremur lítinn viljakraft. Hún tók dá- lítið viðbragð, þegar hún heyrði fóta- takið og stakk bókinni í vasa sinn. Svo leit hún snöggvast fram í eld- húsið, þar sem kona var að sterkja lín. Hún stóð upp og* horfði á komu- mann. Feimnisroði kom á vanga hennar. “Fyrirgefið”, sagði Ralph. “Eg er kominn með hvolpinn yðar. Hann er héðan eða er ekki svo?” “Jú, þakka yður fyrir", sagði hún og gekk eitt eða tvö skref áfram, til þess að taka við honum. Kiptist svo alt í einu við og hörfaði undan. “Æ, hann er meiddur- Honum blæð- ir.” “Nei, nei, það er ekkert að honum’,, svaraði Ralph brosandi. “Eg var rétt að segja orðinn undir hryssunni, en mér hepnaðist að bjarga honum í tíma Hrossið, ungu hefðarmeyjarinn, hlýtur að hafa slegið mig. Eg er ekkert meiddur,,’ sagði hann enn fremur, þe- ar hann sá meðaumkvunar- og hræð- slusvipinn á ungu stúlkunni. “Ekki vitund — eg hefi bara fengið dálitla skrámu.” Konan, sem var fram í eldhúsinu, hafði heyrt til þeirra. Kom hún nú fram i stofuna með sterkingarjárnið í hendinni. “Mamma, þessi maður hefir bjargað hvolpinum hennar Polly, og héfir meitt sig við það”, sagði unga stúlk- an. “Guð komi til!” svaraði móðir henn- ar. “Hérna, Fanny, farðu með jámið inn og haltu áfram með kragana.” “Eg vona að þér hafið ekki meitt yður, Sir,” hélt móðirin áfram. Hún bætti við orðinu “Sir” eftir að hafa horft spyrjandi augum á fötin hans. “Alls ekki”, sagði Ralph. “Eg skal bara sýna yður.” Hann bretti upp treyjuermina og skyrtuna, svo að hinn vöðvamikli handleggur sást ber. Fyrir neðan olbogann var stórt sár, sem ennþá blæddi úr. Konan rak upp veikt óp og kallaði: “Komdu með heitt vatn í skál, og handklæði — fljótt nú, Fanny!” “Eg segi yður það satt, að mér leiðist að gera yður ónæði,” sagði Ralph. “Þér munuð sjá, að það er ekkert við sárið að athuga, þegar búið er að þvo það.” Hann hió og hélt handleggnum yfir mundlauginni. “Þetta er ljótur skurður”, sagði hún. Svo þvoði hún sárið. “Hryssa, sögðuð þér. Var það ung hefðarmær, sem reið henni?” “Það hefir verið Miss Veroníka,” muldraði stúlkan, sem stóð nú hjá þeim og horfði með aðdáunarsvip framan í Ralph. “Eg sá hana ríða yfir heiðina.” “Það hefir víst verið hún,” svaraði Ralph. “Það var mjög falleg, ung stúlka, með grá augu og dökt hár.” Konan kinkaði kolli og leit framan í hann, auðsjáanlega dálítið hissa. Hann leit út fyrir að vera verkamað- ur, en verkmennirnir þar á staðnum voru ekki vanir að kalla Miss Veron- íku “stúlku”, heldur “unga hefðar- mær”. * “Frændi hennar var með henni, held eg,” sagði hann. “Lávarður —” “Lávarður Linborough — já. Þér hljótið að vera ókunnugur hér, þar sem þér þekkið ekki hans hágöfgi”. “Eg er það”, svaraði hann. “Ný- kominn frá Ástralíu. Eg kom gang- andi frá Halsery í morgun”. “Það er löng leið. Þér vilduð ef til vill fá eitthvað að borða og drekka. Þér eruð nokkuð gugginn,” sagði konan. “Fanny —” Stúlkan hrökk við- Hún hafði ver- ið svo niðursokkin í að athuga þenna laglega, unga útlending. Hún skund- aði fram í eldhúsið, kom bratt aftur með smurt brauð og mjólkurglas. “Eg er yður mjög skuldbundinn,” sagði Ralph, sem þáði þenna beina, án þess að sýna minsta feimnisvott. “Það var fellega gert af yður að taka eftir því, að eg var svaogur, Mrs”. — “Mason er nafn okkar”, sagði hún. Við“ sjáum um allan þvott fyrir hús- bændurna á Lynne Court.” “Já, eg sé það,” sagði hann. “Jæja, eg vona, að eg verði líka í tölu hjú- anna héma- Eg ætla að sækja um skógarvarðarstöðu hérna. Hans há- göfgi sendi mig til ráðsmannsins.” “Geoffrey Burchett,” sagði Mrs. Mason og ruggaði kollinum. “Jæja, eg vona að yður verði veitt staðan,” bætti hún við. En sagði það með svo miklum efahljóm í röddinni, að Ralph leit upp brosandi. “Það er eins og þér haldið, að mér verði synjað.” Hún hristi höfuðið- “Geoffrey Burchett er nokkuð harður í horn að taka, og erfitt að gera honum til hæfis — eg ætti nú reyndar ekki að tala illa um hann, þvl að hann er eá* ] N afi ÍS PJ iöl Id [ es£ Dr. M. B. Halldorson 401 Bojrd B!«Ik. Skrifstofusimi: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er ati finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Talsfmii 33158 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsíml: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — AtS hitta: kl. 10—12 » h, og 3—6 e. h. Helmili: 806 Victor St. Simi 28 130 DR. B. H. OLSON tie-220 Medioal Arts BidK. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21 834 Yit5talstími: 11—12 og 1_5.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson Slð HEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Itundar elnKðngu aiuðna- eyrnn • nef- ng kverka-sjúkdötna Er atJ hitta frá kl. 11—12 f. b. og kl. 3—6 e. b. Taiaimi: 21S34 Helmili: 688 McMillan Ave. 42691 Talafml t 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someraet Block Portage Arenne WINNIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DK. 8. O. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. gamall vinur minn. Hann býr aleinn í kofanum sínum og skiftir sér ekki af neinum manni, er óhætt að segja. Fanny hérna fer þangað á hverjum morgni og tekur til hjá honum.” Ralph kinkaði kolli og brosti við stúlkunni, eins og hann áliti, að það væri heiður fyrir Geoffrey Burchett að hafa slíka þjónustu. Fanny roðn- aði og leit undan hinu djarfmannlega og drengilega augnaráði þessa ein- kennilega laglega gests, sem hallaði sér aftur á bak í stólinn og drakk mjólkina sína á sama hátt — já, á sama hátt og einhver af aðalsmönn- unum á Lynne Court, enda þótt hann væri bara atvinnulaus skógarvörður. “Hans hágöfgi lítur út fyrir að vera gamall heldri maður af dramh- samara taginu,” sagði hann eftir stutta þögn, um leið og hann fékk sér aðra brauðsneið. Leit svo út sem Mrs. Mason hefði orðið fremur bylt við, þegar hún heyrðí talað svona blátt áfram og óhikað um galia jarlsins mikla. “Jæja, já, hann er það,” sagði hún. “En hann hefir ástæðu til þess. Hans hágöfgi er helzti maðurinn í þessum landshluta, Mr. —” Ralph sagði til' nafns sins. “Mr. Farrington. Þér hafði ef til vill séð Lynne Court?” “Ekki ennþá.” “Jæja, en það tilheyrir Lynborough lávarði og alt Lynborough og mest alt Halsery sömuleiðis. Auk þess á hann jarðir bæði á Irlandi og Skot- landi—”. Ralph hló þýðum hlátri, sem hreif Fanny svo, að hún endurómaði hann, að nokkru leyti án þess að vita það. “Það er honum sómi, að lofa öðr- um að eiga dálítinn hluta af Eng- landi,” sagði hann, “einkum þegar þess er gætt, hve lítið land það er”. Frh. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bld*. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfrceðingar 709 MINING EXCHANGB BUg Slmi: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur að Lundsur, Piney, Gimli, og Riverton, Man, | 1 Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenskur LögfræSingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur llkklstur og ann&st um útfar- lr. Allur útbúnaóur sá bextl. Ennfremur selur bann allskonar minnisvarTia og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phnnei N6 «07 WHVNIPBa Björgvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Musíc, Composftion, Theory, Counterpoint, Orchet- j tration, Piano, etc. 555 Arlington SL 81MI 71621 J MARGARET DALMAM TEACHER OF PIANO H.-V4 BANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Pianókennari hefir opnað nýja kenslustofu að STE. 4 NOBMAN APTS. (814 Sargent Ave.* TALSIMI 38 295 TIL SÖLU A ÓDtRU VERDI “FURNACB’* —bæBI vlDar og kola "furnace” lttltS brúkaC, ar tll sölu hjá undlrrltuöum. Cott tæklfærl fyrlr fðlk út & landl er bæta vllja hltusar- > áhöid á helmlllnu. GOODMAN CO. 786 Toronto St. Slml 2884T Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Bagfcase and Furnlture Movia* 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. I 100 herbergl meö eöa án ba: SEYMOUR HOTEL veró sanngjarnt ^ Slml 28 411 C. G. HITCHISON, eigané! Market and Klny St., Wlnnlpeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR i kirkju SambandsSafnaSar Messur: — á hverfum sunnudepi kl. 7. t.h. SafnaSarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hveriam mánutSi. Hjálparnefndin'. Fundir fyrMn, mánudagskveld t htreejth® mánuSi. KvenfélagiS: Fundir annan þríSjM dag hvers mánaðar, kl. 8 tf> kveldinu. S'öngflokkuri~ni Æfingar i hverj* fimtudagsxveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjuaa sunnudegi, kl. 11 f. h. aw-wn.wR?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.