Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 14. JANOAR 1931. HEIMSKRINGLA B. PLAÐSIÐA beinlínis í loftinu, þótt eigi sé vert að þvertaka nokkuð. Andrúmsloft- ið virðist einhvern veginn ekki sem hollast fyrir hinn viðkvæma gróður samúðarinnar, — hvað sem veldur. Eg hefi enn eigi haft svipað því næg- an tíma til að kanna hér landið. En ekki skyldi mig á þvi furða, að hér fyndist bráðum einhverskonar lejmi- gigur eða hver, sem andi frá sér ó- hollum neðanjarðargufum út yfir ^yggðina. 1 Beliingham, hér rétt hjá hafa þeir fundið jarðglufu, sem vætl- ar olíu upp á yfirborðið. Og hér ( Blaine er byrjað að grafa oliubrunna. Svo að tilgáta mín er hartnær vís- indaleg. Við frikirkjufólkið köllum íhalds- niennina “Lútherstrúarmenn”, en þeir kalla okkur "Cnítara”, og er hið síð- ara meira sannefni, — þótt ekkert eigi trnítarar yfirleitt sameiginlegt nema nafnið og trúfrelsið. Bæði eru þessi nöfn einskonar blótsyrði til beggja hliða, eftir því hver upp lýk- ur munni sínum í það sinnið. — Leitt er það, að Islendingar skuli vera sundurlyndir. Væru þeir sam- lyndir, væru þeir jafnframt sjálf- kjörnir útverðir norrænnar tungu og tnenningarerfða í Vesturheimi.------ Annars er það ekki ætlun mín að skrifa héðan verulegt fréttabréf. Eg tei efalaust að frú Margrét J. Bene- dictsson haldi uppteknum hætti, að senda blaðinu sína fjörlegu og fróð- legru annála. En á eitt atriði í sögu Blainebúa verð eg þó að minnast, sem vert er skráningar, en örðugt Mar- gréti um að rita, svo nákomið mál, sem það er henni. Dvöl mín hér i Blaine byrjaði á- nægjulega. Við komum hingað sunnudaginn 18. maí að morgni. — Samdægurs að kvöldi var mér boðin þátttaka í samsæti, er Fríkirkjusöfn- uðurinn hélt byggðarmönnum þeim, er næsta dag skyldu leggja upp i ls- landsferð. Þeir voru fjórir: Þorgeir Símonarson, Pétur Jónsson, Þórir Björnsson og Margrét J. Benedicts- son. Margrét er fátæk að fé, hygg eg, en rík að vinum og velunnurum. Á. hún sér all-einstæða sögn meðal vest- ur-islenzkra kvenna. Barðist hún árum saman fyrir kvennréttindunAog öðrum mannúðarhugsjónum, sem rit- stjóri tímaritsins “Freyja”. Allmikla vinnu hefir hún í það lagt, að safna og skrá sögulegan fróðleik um lif og landnám Islendinga hér í álfu. Þá hefir hún og jafnan verið hluthafi um Islenzk félagsmál, og alltaf eftir beztu vitund fallist á sveif frelsis og um- bóta, Þess skal geta sem gert er — eink- um ef það er vel gert. Margan merk- an athafnaferil hefir þó tekist að þegja í hel gleymskunnar — að minnsta kosti þangað til leiði hlut- aðeiganda er nokkurn veginn algró- ið. Eitt sinn var eg viðstaddur sam- tal séra Haraldar Níelssonar og tengdaföður hans séra Sigurðar Gunnarssonar. Þeir ræddu um hel- þögn gleymskunnar og hirðuleysisins -— almenna skortinn á ljúfmannlegri hugulsemi, sem alla getur glatt, og sumir beinlínis verðskulda, fyrir það sem vel er gert. Það var frú Rósa Casper, samborg ari vor, sem átti þá vakandi hugul- semi, að gangast fyrir því og vinna að því, að vestur-íslenzkar konur fengju goldið Margréti gamla skuld verðugrar viðurkenningar. I fyr- nefndu samsæti var Rósa stödd og afhenti Margréti þar um 900 dollara frá þakklátum þjóðsystrum hér vestra, sem nægilegan farareyri til Islands, á þúsund ára hátíðina þar. Var hugmynd Rósu vel til fundin og fórst henni framkvæmdin prýði lega. Hafði Margrét hið mesta yndi af heimferðinni, eins og ferðapistlar hennar hafa þegar borið vott um. — Mikla ánægju hlýtur hún og að hafa haft af þvi, að sjá þessa átækilegu sönnun, að með æfistarfi sínu hefir hún áunnið sér ítök í margra hugum og hjörtum. Aðstoðarlaus var Rósa ekki. Ber þar ef til vill einkum að nefna frú Matthildi Johnson, konu séra Hall- dórs E. Johnson. Reit hún að sögn á annað hundrað bréf í sambandi við fyrirtæki þetta. Rósa er óbrotin íslenzk alþýðukona. Hún er skynsöm og góð kona- Maður hennar, Kristján Casper, er stundum kallaður "Káinn” strandamanna, fyr ir liprar og smellnar kimnisvísur sin- ar. Hann er hirðulaus um skáldskap sinn — “yrkir sér til hugarhægðar, en hvorki sér til lofs né frægðar”. — Rósa, hins vegar, lætur sér annt um varðveizlu visnanna, og er það vel. Hún er dóttir þeirra hjóna Magnúsar Jósefssonar og Steinunnar Magnús- dóttur. Kemur mér hugullyndi hennar sízt á óvart, þvi að Steinunn er móð- ursystir þeirra bræðra ólafs og Magn- úsar Oddsona, Magnússonar í Wyn- yard, og þeirra systkina- En þá bræð- ur þekki eg að höfðingsháttum og drenglund, mjög umfram það sem venjuiega gerist. Allt eru þetta Breiðfirðingar og Haukdælir. En það þykist eg vita, eftir níu ára umgengni vestan hafs við fólk úr öllum byggð- um Islands, að um Breiðafjörð standi sumar helztu mannvalsbyggðir Is- lands. Ekki vil eg þó að Þingeying- um né Norðmýllingum finnist neitt frá sér tekið með slíkum ummælum. Sjálfur er eg bara Borgfirðingur og Húnvetningur, að svo miklu leyti sem eg er ekki "Jöklari”, sakir uppeld- is.-------- Enn einu sinni eru blessuð jólin um garð gengin.—En þá tekur lika við Þorrablótið hans “Jóns Trausta”, í miðjum febrúar. Sex bráðfeit og sætreykt sauðakrof biða nú blóts. — Harðfiskinn halda þeir áfram að end- ursenda, unz hann kemur samanburð arfær við nafna sinn á Hellusandi. Og enn mun sýna sig að röm er sú taug er rekka dregur í skyrveizlur og lundabaggagleðskap. Með slíka Júbíl-daga framundan er óhætt, þrátt fyrir alla hörðu tímana, að óska Blainebúum og allri Horn- strönd árs og friðar. En — vinum mínum í fjarlægðinni, sem eiga hjá mér ógoldin bréf og aðra vinsemd, ætla eg nú að fara að skrifa, allt hvað af tekur. Blaine, Wash. Nýársdag 1931. Friðrik A. Friðriksson. The Desert —Jón Runólfsson. With silver steeples shining gleams The city of my boyhood dreams, Beyond the sand-plain sere and bare. The serried palms will guide me there. There glinting in the sun I see The symbol of my destiny. Beyond the ruddy sea of sand My soul beholds the promised land. No threat or menace may avail To march me off the beaten trail; And no compulsion, path or sway — The palms are there to show the way. — The journey finished, far and drear I find the selfsame desert here: A parched and withered waste of land. My weary eyes are filled with sand. —P. B. Fishenrens Supplies ud- VERÐIÐ LÆKKAR HöR—30-; 40-3 og 50-3. SEA ISLAND COTTON—60- og 70-6 og 80-6. — AUKA-AF- SLÁTTTTR 10%. Þessi net reyndust mjög vel á Winnipegvatni síðastliðinn vetur- Sérstakt verð gegn peningum út í hönd: $2.95 pundið. Mikill afsláttur á Sideljne og Seeming tvinna. MIKI.AK BIRGÐIR I WINNIPEG. NET FELLD EF ÓSKAÐ ER. Skrifið eftir verðskrá vorri eða komið og finnið oss. FISHERMENS SUPPLIES LTD. 132 PRINCESS ST., Cor. Williain and Princess, Winnipeg. PHONE 28 071 Ingigerður Magnea Eldj arnsson Fædd 24. júlí 1884, Dáin 14. október 1930. Sá, sem tækifæri hefir haft til þess að eiga tal við fólk i Gimlibæ og sveit á þessu hausti, hefir ekki gengið þess dulinn, hve mikil eftirsjá því fólki flestu hefir verið í fráfalli þessarar konu, sem þessi mynd er af. Hún hafði alið svo að segja allan sinn ald- ur á þeim stöðvum ,og þótt hún á seinni árum hefði litinn þátt tekið í almennu félagslífi, en lifði meira en títt er fyrir heimili sitt og sinna ein- vörðungu, þá var mönnum samt svo kunnugt um mannkosti hennar, að mótlætið allt fékk blundað. þeim fannst byggðin að mun fátæk- j ari eftir, er hún var farin. Ýmslr höfðu fyr á árum haft tækifæri til að vinna með henni að viðhaldi Cnítara- safnaðarins, þvi hún lét sér sérstak- loft heimilisins hefir vafalaust hér stutt mikið að, því að maður hennar, Stefán Eldjárnsson, hefir ekki ein- göngu verið með ötuiustu mönnum í Gimlibygð til stuðnings hverju þvi máli, sem þar hefir horft til fram- fara og menningar, heldur á einnig betri og markverðari bækur en títt er um menn, sem lifa hafa orðið sí- fellt á afli handa sinna einvörðungu. Ingigerður Magnea var, eins og skýrt hefir verið frá, fædd 24. júlí 1884, og voru foreldrar hennar Jón Stefánsson skáld að Steep Rock og kona hans Sæunn Jónsdóttir. Var hún ein af mörgum systkinum og eru þessi öll á lífi: Pálmi, Alex, Stefán, Mrs. Snidal, öll að Steep Rock, Mrs. Reid og Mrs. McNaughton, í Los An- geles og Mrs. G. Oddson í Winnipeg. Hún giftist Stefáni Eldjárnssyni ár- ið 1905 og hafa þau jafnan búið i Gimlisveit. Sjö ára gamlan dreng, Stefán Victor, misstu þau 1913, en 3 piltar lifa móður sína: Skúli Vilbert. Kjartan Ingvar og Stefán Victor. Má nærri geta hvílíkur skaði þessum ung mennum er að fráfalli móður sinnar, sem enn var aðeins miðaldra, því að orð er á því gert, hve látlaust hún hafi fórnað sér fyrir heimili sitt og ættmenni . En hún lagðist í brjóst- veiki 20. júní s.l. og var flutt á sjúkra húsið í Ninette 25. júli og andaðist þar 14. október. Við jarðarförina á Gimli, sem sr. Ragnar E. Kvaran aðstoðaði við, var hið mesta f jölmenni saman komið. En áður en farið var frá heimilinu flutti hinn aldraði faðir, Jón Stefánsson, stef þau, se mhér fara á eftir, yfir kistunni. K. • * • MINNIN GARIJ ÓD. Mitt fyrsta blóm, sem greri á grund, er guð og ástin nærði, nú fölnað er á feigðarstund; eg ferskan skilning lærði, hver máttvana er drottni deýr er dýrðarljóma smurður, að gráta lausn, sem þreyttur þreyr, er þungur hugarburður. Þú varst mér dóttir dyggðafín, mér duldist engu sinni, ef komst eg hrjáður heim til þín, var hólpið líðan minni; , þú varst svo hrein og hræsnifrí, en hugsaðir skýrt og grundað, ef kynntist þú, maður, máli því, lega annt um viðhald skóla kirkjunn- ar. Það starf varð hún að láta niður ( falla, er hún fluttist út í sveitina úr , bænum. En þótt hún ætti ekki kost á að sinna því hin síðari árin, sem i hugur hennar hafði samúð með í al- mennu félagslífi, og færri fengju fyr- ir þá sök tækifæri til að njóta krafta hennar ,þá var mönnum almennt kunn ugt um ágæta hæfileika hennar. Er það kunnugra manna mál, að færri konur í þeirri byggð og þótt víðar væri leitað í íslenzkum nýlendum, hafi verið svo víðlesnar og vel heima í bók- menntalegum heimi sem þessi. Upp- lag þetta átti hún ekki langt að sækja þvi faðir hennar, Jón Stefánsson á Steep Rock, er flestum Islendingum hér um slóðir kunnur fyrir tilhneig- ingar sínar í þessa átt. Og andrúms- í Þín móðurdyggð var sterk sem stál hvort stækkaði ljós eða myrkur, þú tendraðir vizku- og blíðu-bál, svo börnunum veittist styrkur; hjúskapareiðinn hélztu tryggt með heiðvirðum ektamaka, þar reyndist ekkert flónskufikt, sem fláræði heimsins taka. Við guðs dýrð þú hvílist, dóttir mín þar dá þig synir og maki; | þeir sjá þig í anda og sakna þin * að síðasta andartaki. Og bráðum er gengin gatan treg, það grisjar til betri fundar, móðin þín lúin, líkt og eg, við lítum þig innan stundar. Jón Stefánsson. FRA GIMLI Þá eru blessuð jólin í þetta sinn fyrir nokkru búin, og að öllum líkind um bújð að loka öll jóla- og nýárs myndaspjöld, með allskonar myndum blómum og heillaóskum, niður í speg- ilborðið, til að geymast þar um ein- hvern óákveðinn tíma. Og að því loknu ætla eg nú að lofa fólki að líta á nokkuð öðruvísi blóm, undur fallegt íslenzkt blóm, er eg hér nefni svo, og sem varð til við lát frú ólafar frændkonu og beztu vinkonu minnar, konu séra Valdimars bróður míns, þegar hún dó á Stóranúpi 17. marz 1902. Hún var fædd í Hruna 1851. Þetta andlega blóm, sem eg svo nefni, er kvæði eða ljóð, ort af skáldjnu Benedikti Gröndal, og er svona: Nú dró yfir austrið daþurt ský og dimmir á fjarrum tindi; og ei er sú stundin heit og hlý, 3VÍ helið er i þeim vindi; nú þung yfir landið svífur sorg, og svona fer lífsins yndi. Hvað margur er ei úr manna svejm til moldar úr lífi borinn, og ókunnugt nafnið öllum heim og engin á jörðu sporin! En nú er allt annað, nafnið þitt er nýtt eins og rós á vorin. Þú fallega rós af fögru tré, 3ó fölnaður sé þinn blómi, >ín lofsæla mynd í landi sé, hún iifir hjá oss í tómi, en sjálf ertu æðra sett í hejm, og sæl eftir herrans dómi. En hér er svo margt í moldu lagt, sem mönnum var gefið fáum; og það verður ei í sögum sagt, þvi slíku vér ekki náum. En grátstafur okkar heftir hrós og hvergi vér gleði sjáum. United Grain Growers LIMITED IN BUSINESS 25 YEARS Paid-up Capital 53,180,803.37 Reserve and Surplus 527490,981.11 Total Paid-up Capital, Reserve and Surplus Lct this Company Handle ypur Grain Nú þegir hin skæra skáldsins rödd, er skrýðist þú dauðans hjúpi, því þú ert úr vorri veröld kvödd, og von er þó landið drjúpi. Það harmanna svarta sorgarský situr á Stóranúpi. En mannanna börn, hvað vjljum vér um vizkuna drottins tala? Hann ræður og setur allt, sem er„ og annast um blómið dala. Hann vekur og slökkvir lífsins ljós og leiðir til æðri sala. Gimli 10. janúar 1931. J. Briem. FRÁ ÍSLANDI. Rvik. 2. des. Fullvedisdagurinn, 1. des-, sem , þetta sinni bar upp á mánudag, var að venju haldinn hátíðlegur I höfuð- staðnum, að tilhlutun stúdenta. Veð- ur var hvasst og kallt. Þó fór fram skrúðganga stúdenta um Austur- stræti, Aðalstræti og Kirkjustræti og var fjölmennari en oft áður, þótt hlýrra hafi verið i veðri. Ræðuna af svölum Alþingishússins flutti Bene- dikt Sveinsson alþm. kl. 3 var sam- koma í Gamla Bío, ræðuhöld, söngur, upplestur og hljómleikar. Stúdents- blaðið kom út að venju þennan dagr og var selt á götunum- Um kvöldvð var danzleikur á Hotel Borg. — ÁgððS af hátíðahöldunum 1. des. rennur nö sem áður í byggingarsjóð Stúdenta- garðsins. —Tíminn. • • • Rvík. 2. des. Prófessorsnafnbót hafa verið sæmd- ir af konungi og samkvæmt tillögum forsætisráðherra Ásgrímur Jónsson málari, sr. Bjarn Þroisteinsson á Siglufirði og Einar Jónsson mynd- höggvari. —Tíminn. • » • Rvík. 14. des. Pétur Hafstein lögfræðingur var farþegi á togaranum April hingað frá Englandi. Hann var fæddur 15. nóv- 1905, lauk stúdentsprófi við menntaskólann hér vorið 1925 og lögfræðiprófi við háskólann vorið 1929. I fyrrvetur var hann kjörinn í bæjarstjórn Reyjavíkur. Samkomu heldur Páll Jónsson í neðri sal Goodtemplarahússins sunnu 1 daginn 18. janúar, kl. 3 e. h. — Um- ^ræðuefni: 450 prestar, aðeins einn út- valinn. Sungið og spilað- Allir hjart anlega veikomnir. Prentun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bœkur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. i THE VKING PRESS LTD I | 853 SARGENT Ave., WINNIPEG Sími g)6>”5S7 *P

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.