Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 8

Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 8
■-r~5VTTv , «. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 14. JANOAR 1931. Fjær og Nær Dr. Rögnvaldur Pétursson fór í gær suður til Cavelier, N. Dak., til að jarðsyngja Vilhelm ólason og lionu hans og þrjú börn, er fórust af bíl slysi. Dr. Pétursson fékk sím- Skeyti því viðvíkjandi, en fréttir hafa ekki greinilegar borist af þessu Ihræðilega slysj aðrar en þær að það Ihafi átt sér stað suður í Chicago, en þar var fjölskyldan á ferð. • • • Séra Ragnar E. Kvaran messar á aunnudaginn þ. 18. jan. kl- 3. e. h. 1 Riverton • * • Næst fundur þjóðræknisdeildarinn- ar Frón verður haldinn föstudaginn 23. janúar. Skemtiskráin verður aug lýst i næsta blaði. Brynjólfur Þorláksson söngstjóri byrjar laugardagssöngkennslu sina í Goodtemplara húsinu næstkomandi laugardag (17. jan.) kl. 2 e. h. Biður j hann öll þau börn og unglinga, er i njóta vilja þessarar söngkennslu, að koma. Kennslan er ókeypis og hefir deildin Frón heitið Mr. Þorláksson þeirri aðstoð, er hún getur í té látið. Ættu íslenzkir foreldrar ekki að láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga að kenna börnunum sínum islenzkan söng. • • • Tvær tundurheitar ástarsögur birtast nú í hverju blaði Heimskringlu. Hver þeirra kostaði ljtlu minna, ef í bók væri seld en allur árgangur blaðsins. Betri bókakaup er því ekki hægt að hugsa sér en þau, að gerast áskrif- andi Heimskringlu. Og með þvi að byrja nú með nýári, næst í báðar sögurnar frá byrjun. ROSE THEATRE Phone 88 525 Sargent and Arlington Thur., Fri., Sat., This Week Jan. 15-16-17 MILTO\ DILS and DOROTHY MACKAILL MAN TROUBLE Added “The IndlanM Are ComlnfC*’ Comedy Mlckey Monse Mon., Tues., Wed., Next Week Jan. 19-20-21 RICHARD B.\ RTHKLMKSS THE DAWN PATROL Added Comedy* .Movlelone Newn Ragnar E. Eyjólfson Chiropractor Stundar Mérataklegra: Gljct, hakverkl, tau^avelklun og MvefnleÍNl Slmar: Off. K072d; Helma 30 265 Snite K37, Somerset Bldg:., 204 Portagre Ave. Spilafundur. Að tilhlutun safnaðarnefndar Sambandssafnaðar verður spilafund- ur haldinn i samkomusal kirkjunnar ! áhornj Sargent og Banning, föstudag- inn 16. jan. n. k. hefst kl. 8. —Veit- ! ingar verða gefnar og samskot tekin. Fjölmennið! * * * Mr. Jóhannes Einarsson frá Lög- berg, Sask., kom til bæjarjns s. 1. ; sunnudag. Hann var í viðskiftaer- indum og hélt heimleiðis í gærkvöldi • • • Greinin "Tungumálafarganið”, sem birtist í síðasta blaði, var prentuð upp úr Tímariti Verkfræðingafélags Is lands. Þessa láðjst að geta. • • • 1 Fæði og húsnæði á þægilegum stað í bænum, skamt frá sporvagni. Sími 28 152. J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Slmi 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oila, Extras, Tire*, B»tteries, Etc. THOMAS JEWELRY CO. 627 SARGENT AVE. SIMI 27 117 AHar tegimdir úra seldar lægsta verði. — Sömuleiðis water man’s Lindarpennar. CARL THORLAKSON úrsmiður Heimasími 24 141 UNCLAIMED CLOTHES SHOP Karlmennii fiit osr yflrhnfnir, Miiihuh eftlr mfill. \ 15n rliorun nlr hnf fnNlft ör KÍIdl, ok fötln MojaMt frfl #0.75 tll #24.50 n |»pha fli'Kii Melt A #25.ÍM) ok upp I #<M).()0 471 £ Portage Ave.—Sími 34 585 Á fótum fyrir dag. i. Hann er á fótum fyrir dag. — Fannir við og ísalag: Hann með sinni hundalest Höfgar leiðir trotta sést. Lítil þó sé lestin hans, líf er í hug þess skógarmanns; með sín dýru fiskiföng fæst hann ei um dægrin löng. Kaldur þó sé kofinn hans, kemur hann eigi fljótt til lands; nóg er starf við netavök nýt að sýna karlmannstök. Eftir að hafa átt við net, afla fundið — það eg met: — hans er lítil heima-værð. Honum geðjast: auðn og stærð. II. Náttúrunnar næma barn, Napurt iþó sé lífsins hjarn: Fold og himinn fagna þér, frummynd hrein sem spegilgler. Lands við auðnir, alheims þögn, öll þig styðja guðamögn; samrýmd gildi sannleikans sigri berst þíns innra manns. Öld þó smái örlög þín, — orð þau tjáir hyggja mín — þér eru lífsins kuldakjör kær í þinni veiðiför. Ef þú verður úti þar, orpinn fönn við kaldan mar, yfir þér þar enginn grét; aðeins féllstu, — við þín net. Jón Kernested. NÚ ER TÍMINN TIL AÐ KAUPA RÚMFATNAÐ YÐAR og borga fyrir hann nú og yfir sumarmánuðina. VéR höfum agætt crval af Eiderdown Stoppteppum, Ullarteppum, Bómullarteppum Rúmteppum, Gólfteppum — og Linoleum dúkum. — Simið og umboðsmaður vor mun koma til yðar. “YOTJR CREDIT IS GOOD WITH US” Gillies Furniture Co., Ltd. 956 MAIN ST. PHONE 53 533 ÁRSFUNDUR Viking Press Ltd. Ársfundur hlutafélagsins Viking Press Ltd., Verður hald- inn á skrifstofu Heimskringlu 853 Bannig St., Winnipeg, Man., laugardaginn 17. janúar 1931, kl. 2. e. h. Á fundin- um verða lagðir fram ársreikningar félagsins, stjórn- arnefndin kosin fyrir næsta ár og því öðru ráð- stafað er þurfa þykir viðkomandi félaginu. Sérstaklega skorað á hluthafa að sækja fundinn. Winnipeg, Man., 3. jan., 1931. í umboði stjórnarnefndar RÖGNV. PÉTURSSON, Skrifari. M. B. HALLDÓRSSON, Forseti. Hjónavigslur. framkvæmdar síðastliðið ár í Blaine, Wash., af séra Friðrik A. Friðriks- syni: Þriðjudag, 10 júní — Mr. Carl Poul- son, af norskum ættum, og Mjss Jó- hanna Ingibjörg, dóttir Guðmundar Guðmundssonar, Arnasonar, frá Sól- heimum, Svínadal, Húnavatnssýslu, og konu hans Guðbjargar Þorleifs- dóttur Jóhannessonar (fósturdóttur Halldórs Konráðssonar, Móbergi, Laugadal). Mr. og Mrs. Carl Poul- son búa fyrst um sinn í Blaine- Miðvikudag, 23. júli — Mr. Carl Söderquist og Miss Ruth Berg, frá Tacoma, Wash., af svenskum ættum. Föstudag, 16. október — Mr. Fred Robert Smith, af hérlendum ættum, og Miss Ouida Margrét, dóttir Bjarna Davíðssonar, Guðmundssonar, og konu hans Friðriku Kristjönu. Davíð Guðmundsson var frá Kópavogi við Reykjavík, en kona hans Margrét Ingjaldsdóttir, skagfirsk. Móðurfor- eldrar brúðarinnar: Jón Þórðarson frá Litladal, Eyjafirði, og kona hans María Brandsdóttir frá Hlíðarhaga. Brúðhjónin settust þegar að í Bell- ingham, Wash., þar sem Mr. Smith vinnur fyrir eimskipafélag. Sunndag, 30. nóvember — Mr. Fred Araway, af rússneskum ættum og Jeanne Dorjs, dóttir Jónasar Jónas- sonar, Sturlaugssonar, frá Sauðhús- um, Laxadal, Dalasýslu, og konu hans, Þuríðar Jónsdóttur, Gislasonar frá Varmá í Mosfellssveit. Brúðhjónin búa í Marietta, Wash., að búgarði fósturforeldra brúðgumans, Mr. og Mrs. John Araway, fyrrum liðsfor- ingja í rússneska hernum. • • • Þeir foreldrar og aðstandendur, sem vilja láta ungmenni sín ganga til séra Kriðrik A. Friðrikssonar, Blaine, Wash., til trúarlegrar uppfræðslu og fermjngar, fram til vors, afráði það sem fyrst. Spumingar hefjast nú þegar. Því þroskaðri sem ungmennin eru að aldri, þvi betra. Ensk tunga notuð að öðru en þvi, ef einhver ung- menni kynnu að vilja læra minnis- greinar á íslenzku. öll ungmenni vel- komin, utan safnaðar sem innan. • • • Samkoma, til arðs fyrir Jóns Bjamasonar skóla, verður haldin I samkomusal Fyrstu Jútersku kirkju á laugardagskvöldið í þessari viku. Dómsmálastjóri Manitoba-fylkis, hr. W. J. Major, flytur þar erindi um Island og sýnjr mjmdir. Mr. Major er áheyrilegur ræðumaður og hefir reynst sannur Islandsvinur. Skemt verður einnig með söng. Allir vel- komnir. Hver gefur það sem hann getur og vill. Samkoman hefst kl. 8.15. FRÁ ISLANDI. Rvík. 2. des. Slys. Þann 7. þ- m. varð úti á Eld- járnsstöðum á Langanesi unglings- piltur, Þórður Sigurðsson að nafni. Var Þórður heitinn að leita fjár í “KINGFISHER” GILL NETTING Made by JOSEPH GUNDRY and CO. LTD. BRIDPORT, ENGLAND. ESTABLISHED OVER 250 YEARS. BEST QUALITY LINEN GILL NETTING SUPER QUALITY SEA ISLAND COTTON FÁIÐ OKKAR PRfSA ÁÐUR EN PÉR KAUPI Office and Warehouse: 309 Scott Block Winnipeg. W. Flowers, SALES REPRESENTATIVE PHONE 86 594 hríðarveðri, en kom eigi til bæjar, og hefir eigi fundizt enn svo að frézt hafi, þrátt fyrir itrekaða ieit. -— Þann 25. þ. m. féll tveggja ára gamall drengur, sonur Freymonds Jóhannes- sonar málara út um glugga og beið bana af eftir liela stund. —Tíminn. • • • Rvik. 6. des. Pálmi Loftsson forstjóri kom hing að síðastliðna þriðjudagsnótt með björgunarskipið, sem keypt hefir ver- "ið í Þýzkalandi og hlotið nafnið “Þór". Hafði Pálmi sjálfur skip- stjórina á hendi. Skipið er byggt 1922 og kostar um 180 þús. krónur. Að áliti erlends sérfræðings, sem at- hugaði skipið, eru kaupin mjög hag- kvæm. A leiðinni reyndist skipið á- gætlega og lenti þó í einhverju því versta veðri, se msögur fara af. • • • Rvik. 14. des. Ötvarpstilraunir hafa staðið yfir þessa viku. Hefir verið varpað út á reglubundnum tíma, eina klukku- ★VICT0R STILL^ STANDS SUPREME HOME RECORDING RADIO- ELECTROLA Greaiest lnstrument ofaim9752 I0%cash e 20months iE.NiE§iBuhnr inriD) Sarqent at Sherbrook LOWEST TERMS IN CANADA ★ 2 stund á kvöldi, söng, liljóðfæra- slætti, upplestri og fréttum. Hefir heyrst vel til stöðvarinnar noður i Grímsey og á Austfjörðum, og hefir hún þó eigi notað nema lítinn hluta orkunnar. Scholarship við bezta verzlunar- skóla í Winnipeg fást hjá Heims- kringlu. LIMITED COAL SPECIAL Best Grade Drumheller Kitchen Lump $9.50per ton Satisfaction Guaranteed PHONES 24 512 — 24151 Iþróttasýning Fálkanna Fimtudagskvöldið 22. þ. m. kl. 8.15 e.h. í efri sal Goodtemplarahússins Sargent og McGee. N Til skemtana verður: o 1. Ræða, — J. T. Thorson X 2. Leikfimissýning unglinga. 0 3. Pyramid-sýning o 4. Ensk og íslenzk “Glíma”. q 5. Hnefaleikur milli “Mutt og Jeff’’. fi 6. Dans er hefst kl. 10. Inngangseyrir fyrir fullorðna 50c. — Börn 25c. b 1 umboði félagsins, 0 Forstöðunefndin. ^cccccccccccccccccccccccccccccccccaccccccccccccccccco i Gleðilegar fréttir fyrir fólk í LUNDAR og nágrenni. Föstudaginn 16. janúar n. k. mun T0M GELMON GENERAL STORE setja á sölu ýmsar ÁGÆTIS VÖRUR með mjög lágu niðurfærslu verði Gefið gaum að auglýsingablöðum er send verða COAL and COKE CHEMICALLY TREATED IN OUR OWN YARD Phone 87308 THREE LINES D. D. W00D <S S0NS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.