Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 6
BLAÐS/ÐA HEIMSKRINGLA WINNXPEG 14. JANÚAR 1931. tooððoooðsooðOðððssoðooððososososcGeeoosððSGisoososððoe RobiniHood FIjÓIJM. Betra því það gerir betra Brauð VOOSOOOS©5SSOSSSOBSOSSOJSOS0505050M50SOSS056SOSOSOOJ« JAPONETTA eftir ROBERT W. CHAMBERS. Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson I. Kapítuli. Crjaldþrot hins gamla velþekta félags Ed- qsjerton, Tennant & Co., var dálítið sérstætt að S>ví leyti, að það var heiðarlegt gjaldþrot. Hvert *flnasta sent var borgað upp, en það kostaði íM&rgar manneskjur aleigu þeirra og gamla T&enry Tennant lífið, því þessi snöggu umskifti <og gífurlega eignatap, varð orsök í dauða hans. Fráfall gamla Tennants og gjaldþrot félagsins, setti einnig hinar foreldra lausu bróðurdætur hans, þær Díönu og Silvíettu í svo mikil vand- ræði að þær vjssu ekkert hvað til brags skildi taka til þess að draga heiðarlega fram lífið. Tennant gamli föðurbróðir þeirra tók þær að sér eftir fráfall foreldra þeirra, og var þeim eins og faðir á meðan hans naut að. Nú var hann líka fallinn frá og þær orðnar eigna- iausar og einstæðingar í heiminum. Hingað til höfðu þær baðað í rósum og alsnægtum en voru nú næstum því orðnar eins og framandi fuglar sem mist höfðu fiugfjaðrir sínar. Og sonur gamla Edgertons, James Ed- ^erton varð að gefa upp sitt kostbæra nám á Englandi, með það eitt fyrir augum að afla sér lífsviðurhalds og nauðsynja upp á sínar «igin spítur. Svo yfirgaf hann skólann og lagði af stað með gufuskipi heim til sín til New York. Mieð ásetning um að koma sér þar áfram án fjess að fá peningalegan stuðning frá einum eða «5ðrum. Hann gekk frá járnbrautarstöðinni að fcúbb einum, sem hann var vel þektur í og Vunnugur. Það var árla morguns og því ekki margir á ferðinni. Þjónarir, sem tóku á móti honum, tóku kveðju hans álúðlega, og litu tfl hans með hlutekningu, því þeim var vel kunnugt um hið sviplega fráfall og gjaldþrot föður hans. “Eg skal taka við töskunum yðar herra minn,’’ sagði þjónninn sem tók á móti Edgar- ton í klúbbnum um leið og hann rétti hendur- nar út til að taka við þeim. ‘Nei, þakka iþér fyrir Fred, ekki núna” - sagði Edgerton brosandi um leið og hann vék sér fram hjá honum og gekk inn í móttöku herbergið. Þjónninn horfði á eftir Edgerton og hristi höfuðið dapurlega, svo gekk hann á eftir hon- «im að dyrunum og sagði: “Mr. Edgerton! Þér munuð finna Mr. In- wood á skrifstofunni,’’ að svo mæltu gekk hann fljótlega leiðar sinnar. Edgerton stóð við og hugsaði sig um augnablik, svo gekk hann rakleiðis að dyrun- um og bankaði. Og í því að Edgerton opnaði hurðina, leit Inwood upp frá skjölum sínum. “Nei, komdu sæll vinur! Er það virkilega þú Jim?’’ hropaði Inwood. “Já, eg sjálfur og enginn annar’’ sagði Eldgerton glaðlega. Þeir tókust þétt í hendur og Inwood benti honum að setjast í hægindastól gegnt sér við borðið. “Þú lítur hálf þreytulega út Jim.” sagði Jhann. Edgerton hló gleðisnauðum hlátri um leið tog hann lét sig falla niður í silki mjúkan hæg- indastól, sem hann ekki hafði setið í, í fulla sex xnánuði, og sem hann hvíldi sig nú í að Hkind- ,!Mm í síðasta sinn fyrir marga, marga mánuði “Það er heitt hér hjá ykkur í borginni” «agði Edgerton, og þurkaði af sér svitann með silki klút er liann dróg upp úr brjóstvasa sínum án þess að skeyta að nokkru síðustu orð- um vinar síns. “Hvenig gengur það annars Bill?” ‘Ágætlega,’’ sagði Inwood. “ En má eg «ekki bjóða þér vindil til hressingar. Einn ekta igóðan Hafanna vindil, sem kemur manni til að gieyma öllum áhyggjum og sorgum, og leiða Unann inn í land bjartsýnis og góðra vona’’ Edgerton hristi höfuðið. “Nei, þökk fyrir,” sagði hann. “Þá þyggurðu með mér eitt glas af ljúf- fengum drygg, þess er þér þörf,” sagði Inwood. “Nei, þakka þér fyrir Bill Ekkert fyrir mig í þetta sinn,” sagði Edgerton. Inwood horfði á vin sinn og hristi höfuð- ið. “Þú tekur þetta alt of strangt, alt saman,” sagði hann. “En þú hefir þó vona eg ekkert á móti því að eg hringi eftir einhverju styrkjandi, Cil þess að hressa sjálfan mig á,” sagði Inwood. “Nei, nei! Langt frá því Bill,” sagði Ed- Sgerton kæruleysislega og bandaði út frá sér iiendinni. Eftir litla stund kom þjónninn inn ig In- ■wood bað um glas af whiskey “Jæja Jim, vinur minn!” sagði hann eftir hafa dreypt á glasi sínu. “Þetta hryggir mig mjög mikið, og eg veit að aliir þínir kunn- ingjar harma mjög fyrir þína hönd að svona ískildi fara. Við vorum þó farnir að vona að þú gætir verið eitt ár enn í Paris til þess að Sjúka námi þínu.” “Það hélt eg nú líka,” sagði Edgerton og anikkaði höfðinu. “En eg hefi komist að þeirri niðurstöðu að það hjálpar svo sára lítið hvað maður vonar og hvað maður vonar ekki.” Inwood tæmdi úr glasinu og horfði með hluttekningu á hinn niðurhneigða mann, er sat á móti honum. “Nú kemur til kosta vina þinna að rétta þér hjálpar------” “Nei, nei, nei! Ekkert slíkt. Eg vel ekki heyra það. Vinir mínir skulu engan vanda bera mín vegna. Eg vil einn og óstuddur vinna mig upp úr þeim kröggum, sem eg er í nú. Eg vil ekki að neinn fái tækifæri til þess að kalla mig úrþvætti ættarinnar,” sagði Edgertori með kvellum rómi og tindrandi augum. “Og heyrðu Bill!” sagði hann og lækkaði nú röddina. “Eg ætla að draga mig til baka um stundarsakir og —og hverfa.” “Jim! Kæri Jim! Hvaða fádæma óráð er komið yfir þig maður!” sagði Inwood æstur og stóð upp. “Ekkert hættulegt Bill’’ sagði Edgerton rólega. “Eg kem ef til vill til baka — einhvem- tíma.” “Já, hver er þá ánægjan í því að eiga sér vini?” sagði Inwood. “Ó, það er mikil ánægja í því að eiga góð- an vin, sem maður getur treyst og talað við. En bezt mun þó vera að reiða sig ekki um of á vináttuböndin, ef um fjárhagslegan stuðning er að ræða, því þá gæti farið svo að þau slitn- uðu og orðinu vinur yrði gefið annað nafn,” sagði Edgerton og brosti. “Sönn vinátta er eitt af þeim dýrðlegustu samböndum manns- sálarinnar. Hrærum ekki við henni. Gerum ekkert til þess að veikja hana, því hún er bæði viðkvæm og sterk, eftir því sem með hana er farið.” Inwood hló að þessum röksemdum vinar síns. “Þínar hugmyndir um vini og vináttubönd eru langt frá því að vera eins og almennt ger- ist,” sagði hann. “Eg hygg að vinir mínir komi til með að sofa miklu rólegar, er þeir heyra, að eg létti af þeim þeirri kvöð að styrkja mig efnalega,” sagði Edgerton. “Þetta er í alla staði óréttmæt ásökun,” sagði Inwood og roðnaði. “Nei, það held eg ekki; og þér að segja, Bill, hygg eg að vinátta okkar stæði ekki lengi föstum fótum, ef eg færi að verða of mikið upp á þig kominn efnalega.” “Eg skil þig ekki, Jim. Þú ert ekki að tala alvöru,” sagði Inwood. “Ó, eg tek aldrei neitt mjög alvarlega. Og það er ef til vill þess vegna að heimurinn tek- ur mig þessum járnkrumlum og hrindir mér frá auð og metorðum niður á neðstu tröppu fá- tæktarinnar. En þó---------jæja, eg ætla að reyna til að komast aftur á fæturna,” sagði Ed- gerton um leið og hann stóð upp og gekk út að glugganum. Hann leit út um gluggann, og honum fanst óvanalega friðsamlegt og fagurt útsýnið, því á Fimtu breiðgötu var allt svo hljótt og fáferð- ugt þenna sólríka sumardagsmorgunn. “Hefirði lesið blöðin, Jim?” spurði In- wood. “Nei.” “Þau fara hrífandi orðum um það, hve að- standendum félagsins hefir farist vel við alla lánardrottna sína, og með því bjargað heiðri sínum og nafni.” “Ó, fari það til helv....! Hvers vegna skyldu heiðarlegheit ávalt vekja svo mikla eftir tekt hér í New York!” sagði Edgerton. “Við skulum gleyma því, Bill. Eg verð nú líka að fara að halda heim.” “Hvert þá?” “Heim í íbúð mína”. “En hún hefir verið lokuð upp í meira en ár; eða er ekki svo?” “Jú, en þar er dyravörður-----” “Ó, komdu með mér til Oyoter Bay,” sagði Inwood. “Gerðu það fyrir mig, Jim, og geymdu áhyggjur þínar til næsta mánudags.” “Hvað áhyggjum mínum við kemur,” sagði Edgerton og yppti öxlum, “þá hafði eg nægan tíma um borð á skipinu — á meðan það var á I leiðinni hingað — að raða öllu niður í huga mér. Og eg veit nákvæmlega hvað eg ætla að gera. Og nú fer eg heim til að byrja.” “Til að byrja hvað?” spurði Inwood for- vitnislega, en þó í góðri meiningu. “Eg ætla að reyna að komast eftir, hvort nokkrir af vinum mínum hafa svo mikið álit á listræni mínu, að þeir vilji útvega mér at- vinnu, sem gefi að minnsta kosti svo mikið af sér, að eg geti sómasamlega borgað fyrir þrjár máltíðir á dag.” “Hverju viltu helzt reyna þig á?” spurði Inwood. “Eg veit það nú ekki vel ennþá,” sagði Edgerton. “Eg var að hugsa um, hvort eg ekki gæti notað skáldgáfu mína eða leikarahæfileika til þess að afla mér ofurlítilla tekna,, ef fólkið vill leyfa mér það.” “Semja skáldsögur?” “Já, það eða eitthvað ann- að. Semja lög, skrifa leikrit, gerast leikari, eða eitthvert annað, heimskulegt athæfi, sem færir mér peninga í aðra hönd, og-------Edgerton þagnaði og í annað sinn sá Inwood, hve átakanlega Ed- gerton vinur hans var þreytt- ur og niður dreginn, þó hann vildi ekki láta mikið á því bera, og honum þótti mjög leiðinlegt að geta ekki og meiga ekki aðstoða að ein- J hverju leyti vin sinn og bera með honum á- hyggjurnar. “Jim!” sagði Inwood alvörugefmn: Hvers vegna viltu ekki lofa mér að rétta þér hjálp- arhönd?” “Þú hjálpar mér nú þegar,” svaraði Edger- ton. “Þess vegna fer eg nú að hugsa um mín- ar eigin fyrirætlanir. Heill og lukka sé með þér í öllum viðskiftum og fyrirtækjum, Bill. — Vertu sæll! Eg kem til baka einhverntíma við tækifæri, hvað annars sem eg kann að taka fyrir.” Hann tók handtöskurnar sínar upp og brosti til Inwoods um leið og hann hneigði sig fyrir honum. Svo gekk hann út í sólskinið á Fimtu Breiðgötu, og hélt vestur til bústaðar síns á fimtugasta og sjötta stræti. Þegar hann náði heim til sín, fann hann til dálítillar þreytu, og hugsaði hann sér því að láta dyravörðinn taka við töskunum sínum og bera þær upp fyrir sig Hann gekk því niður að kjallarainnganginum. í hvert skifti sem hann hringdi, gat hann heyrt til bjöllunnar inni fyrir, en enginn opn- aði. Svo eftir dálitla árangurslausa bið, gekk hann aftur út á götuna og horfði upp að hús- inu. Allir gluggar virtust vera lokaðir og glugga blæjurnar þétt dregnar niður. Edgerton stóð kyr og horfði upp og niður eftir götunni, og í huga hans liðu fram myndir frá vistardögum hans í París, sem hann bar nú saman við hin- ar fátæklegu og þvingandi kringumstæður, er umkringdu hann nú á alla vegu. Á meðan hann stóð þarna og leitaði eftir lyklinum í vasa sínum, skaut þeirri hugsun upp hjá honum, að hann yrði ef til vildi að flytja í ennþá leiðinlegri og fátækari bústað. Hann sló þó þessari leiðu hugsun óðara frá sér aftur, opnaði hurðina og gekk inn. Húsið var mjög gamaldags, klunnalega og óhagkvæmlega innréttað. Það var fimm hæða hátt og þó engin lyftivél í því, og aðeins ein í- búð var á hverri hæð. Þessi gamla, innilokaða og óhreina bygging gerði hann þyngri í skapi. Þar leigði áður mest gamal dags fólk, sem nú var víst flest flutt út á landið. Edgerton erfði þetta hús af föðurbróður sínum, sem af öllum var viðurkenndur hinn mesti sæmdarmaður en gamaldags í hugsun og háttum. Voru þarna í húsinu margir merkilegir gamaldags munir, sem Edgerton erfði ásamt húsinu. Slagandi með handtöskurnar, sína undir hvorri hendi, steig hinn ungi upp í tvær fyrstu tröppurnar. Þar stanzaði hann, setti frá sér töskurnar og horfði í krignum sig. Framtíðin fannst honum standa fyrir fram an sig eins myrk og tröppugangurinn, sem hann stóð nú í. Hann kveikti í vindlingi og lét sig dreyma framtíðardrauma.------ Eftir nokkra stund kastaði hann frá sér vindlingnum, tók töskur sínar og hélt áfram upp stigann, öruggur og vongóður, með fast- an ásetning. Að undanteknu fótgtaki hans í stiganum heyrðist ekki hið minnsta hljóð í öllu húsinu. Þegar hann kom að herbergjum sínum, tók hann upp hjá sér lykilinn og opnaði, gekk inn og lokaði á eftir sér. En um leið og hann var sloppinn inn fyrir dyrnar og hafði lokað hurð- inni, greip hann einhver grunsamlegur ótti við eitthvað óvanalegt. Og á meðan hann stóð þarna undrandi og skelkaður, varð hann þess var að hann var ekki einn saman þarna inni. Þegar hárin hættu að rísa á höfði hans og hann fór að jafna sig dálítið, gekk hann áfram hægt, hikandi og hljóðlega, og hafði vakandi augu á öllu í kringum sig, eins og hann ætti von á því, að eitthvað af þessum dauðu og fornfálegu munum í kringum hann risu upp og réðust á hann. Og þó hann ekki sæi neitt grunsamlegt, fann hann það greinilega á sér, að einhver var þar inni; enda sá hann það líka, að það var ekki allt með sömu reglu þar inni, sem hann hafði skilið við það fyrir ári síðan, því þarna lá fyrir fótum hans borðdúkurinn hans, sem hann hafði vafiö upp vandlega og lagt ofan í skúffu. Frá svefnherberginu sínu heyrði hann líka tik- tak hljóð með jöfnu mililbili. Það var klukkan hans, sem í hundrað og þrjátíu ár hafði verið á þessum sama stað og unnið hlutverk sitt dyggilega. Þetta kom Edgerton allt saman undarlega fyrir því hann hafði beðið Kæna, dyravörðinn, að loka íbúðinni; og hafa engan umgang um hana fyr en hann fengi bréf eða símskéyti frá honum því viðvíkjandi. Meðan hann stóð þarna athugandi og hlustandi, heyrði hann gluggatjöld blakta einhversstaðar frá opnum glugga. Hann gekk því hljóðlega að borðstofu dyrunum, opnaði hurðina og leit inn. Enginn gluggi var sjáanlega opinn þar. Það var dimmt í stofunni og sýndist líka skuggsýnna við það, að húsmunirnir voru allir svartir af ryki. Hann lét því hurðina falla hljóðlega aftur og gekk síðan að skrifstofudyrunum er stóðu hálfopnar, og sólin gægðist þar inn fyrir neðan hálf upp- dregnar gluggablæjurnar. Ennþá heyrðist honum skrjáfa í gluggatjöldum einhversstað- ar, þó skrifstofuglugginn væri aftur. Gekk hann þá aftur til baka sömu leið og hann kom; en þegar hann kom að búningsherbergi sínu og opnaði hurðina, sá hann að glugginn á þvf stóð opinn og tjöldin blöktu til og frá fyrir hægum vindblæ, er lagði inn um gluggann. En það sem sérstaklega vakti eftirtekt hans og undrun, voru nokkrar handtöskur, er láu á gólfinu og voru sumar þeirra opnar, svo hann sá dýrindis tauvarning, er þær höfðu að geyma, og þegar hann aðgætti þessar stásslegu flíkur nánar, sá hann að þær voru allar merktar með fangamarkinu D. T. eða S. T.. En uppi á stærstu töskunni sat lifandi köttur. II. KAPÍTULI. Kötturinn var snjóhvítur og gljáði á hár- ið; og hann virtist ekki vera neitt hræddur við hinn nýja gest. Hann sat þarna hinn rólegasti og festi hin dásamlega guiu augu sín á Edger- ton, er stóð fyrir framan hann fullur undrun- ar yfir því, sem fyrir augun bar í hans eigin herbergjum. En hann átti eftir að fá að sjá og heyra meira þerifía sguríka dag. Skyndilega gekk hann að svefnherbergisdyrunum og opn- aði þær; og það var næstum því að hann stirðn- aði upp við það sem hann sá. Þvert yfir rúmið hans láu útbreiddar hárfínir silkikjólar, alsett- ir knipplingum og rósrauðum böndum hér og þar Augnablik stóð hann sem dáleiddur í dyr- unum; svo hvörfluðu augu hans upp á búnings borðið, og á það hafði verið raðað allavega silf- ur- og kristallsmunum, og á stólbakinu láu knipplingar, kragar og silkibönd með öllum regnbogans litum. Loks var honum litið til dyratjaldanna, er héngu fyrir vinnustofu hans, og sem blöktu lítið fyrir hinum hæga blæ er lagði frá opnum glugganum. Hann færði sig svolítið nær svo hann gæti séð inn í hið stóra herbergi. Á þröskuldinum láu hælaháir, blóm- um settir silkiskór, og á litlu borði innan við dyrnar stóð blómsturkarfa, með hvítum og ljós rauðum angandi blómum. Gluggablæjunum var hleypt alveg upp og sólin uppljómaði þetta stóra og þokkalega her- bergi. Og innar í herberginu sá hann svo töfr- andi fagra veru, að hún líktist helzt hugarsmíði í japönsku æfintýri. Allt í einu sneri þessi töfravera sér snögglega við og kom auga á Ed- gerton. Þessi unga og fagra stúlka stóð þar grafkyr mitt í sólargeislunum, há og grönn í glansandi silkikjól, og horfði föstum augum á þenna hægfara gest. Á næsta augnabliki gekk hann inn í her- bergið. Hvorugt þeirra mælti orð frá munni. Hún lirti hann fyrir sér með sínum stóru og fögru augum, en hann starði undrandi og efabland- inn á hana. Allt hennar ytra útlit hafði mikil °g hiífandi áhrif á Edgerton. Þessar rósrauðu kinnar, fögru beru armar og silkiklæddu fætur í smáum stráskóm, er voru bundnir saman með rauðu bandi. “Hver eruð þér?” spurði hún og rödd henn ar hljómaði í eyrum hans sem englasöngur, og hélt honum föstum. “Viljið þér gera svo vel að ganga undireins út aftur?” sagði hún svo; og þessi orð vöktu hann af mókinu. “Það — það er mjög ólíklegt að eg geri það,” sagði hann stillilega. “Jæja, ekki það!” sagði hún um leið og hún lagði fingur sinn á bjölluhnappinn og héít honum þar. Hann virti hana fyrir sér án nokkurrar hræðslu, um leið og hann svaraði: “Eg get hreint ekki skilið allt þetta. Tösk- urnar, kötturinn, skrautið, og — og —”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.