Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.01.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 14. JANÚAR 1931. Heimskringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fjn-lríram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utanáskri/t til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 863 Snraent Ave . Winnineo Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Svrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 14. JANÚAR 1931. MATTOLLURINN. I>egar Rt. Hon. R. B. Bennett fór fram á það á samveldisfundinum, að Bretar legðu 10 prósenta toll á hveiti, sem á nú- verandi hveitiverði nemur 5 centum á hverjum mæli, kom heldur en ekki hljóð úr horni um það frá andstæðingum hans, að þetta væri sú svívirðilegasta krafa, er nokkru sinni hefði verið farið fram á, því hún væri í því fólgin að tolla matinn ofan í Bretann. Hvaða áhrif hefir nú 5 eða jafnvel 10 centa verðhækkun á hverjum mæli hveit- is á brauðverð á Englandi, eða hvar ann- arsstaðar sem er? Það er hlutur sem ekki var verið að at- huga neitt gaumgæfilega, þegar verið var að koma fólki hér til að trúa því, að krafa Bennetts væri óalandi og óferjandi. Þegar verðið á hveitinu féll um 80 cent nam verðlækkunin á einu pundi brauðs á Englandi einum fjórða úr penny. Þégar hveiti er selt á einn dollar mælir- inn í Canada, verður það að lækka um 30 cents í verði, áður en að eins punds brauð geti að réttum hlutföllum lækkað um einn fjórða úr centi í verði. Ástæðan fyrir þessu liggur í því, að það kostar bakarann svo að segja alveg það sama að gera brauð úr hveiti, sem kostar 70 cents og hveiti, sem kostar einn dollar mælirinn. Annar kostnaður við brauð- gerðina — og hann nemur nærri fjórum fimtu af öllum kostnaði hennar — er sá sami; vinnulaunin, flutningurinn og þess háttar, engu minna. Hveitið er ekki það sem mest kostar við brauðgerðina. 30 prósent verðlækkun á hveiti, nemur- ekki meiru en 6 prósent verðlækkun á brauði. Fjölskyldan brezka, sem tvö brauð keypti á dag mundi því með 30 centa lækkun á hveitiverði, græða um einn doll- ar og áttatíu cents á heilu ári, væri ann- ars tekið til greina að-setja brauðið niður um einn fjórða úr centi; en vitanlega er það ekki gert, og að því er neytanda við- kemur, gerir það sjaldnast til eða frá, hvort hveitið er selt á 55 cents mælirinn eða einn dollar; brauðverðið er undir flest- um kringumstæðum hið sama. En verðhækkun, þó ekki sé nema 5 eða 10 cent á mælirinn, munar miklu til fram- leiðandans eða bóndans. Og það var til- gangurinn með tolli Bennetts, að bóndinn hér yrði einshvers góðs aðnjótandi af hon- um. Og þar sem tollurinn var svo hag- kvæmur, að alþýða manna á Englandi beið engan óhag af honum, er það óskilj- anlegt, hvernig á því stóð, að Bretar and- æfðu honum eins og þeir gerðu, og enn ó- skiljanlegra hvernig á því stendur, að lib- eralar hér í landi gerðu það, þar sem þeir hlutu þó að sjá, að hann var bóndanum hér til stórkostlegs hagnaðar. Ef liberal- ar voru ekki með því að taka matinn frá munni bóndans hér, þætti oss fróðlegt að vita, að hevrju öðru þeir leppalúðar voru að vinna með því. ÓAFSAKANLEGUR FJÁRAUSTUR. Það verður ekki þráttað hér við neinn um það, hvort áfengisbann skerði mikið eða lítið frelsi einstaklingsins. Og það skal heldur ekki um það deilt, hvort að á- fengisstofnanir landsins séu svo dýrmæt- ur þjóðararfur, að það sé helg og há skylda að viðhalda þeim og vernda frá glötun. Það eru aðeins skýrslur stjórnanna um á- fengissöluna í Canada á síðastliðnu ári, er oss finnst vert að draga athygli að.. Samkvæmt þeim skýrslum hafa áfeng- iskaup þessara tæpra tíu miljón manna, sem Canda byggja, numið tveim miljón- um dala á síðastliðnu ári. Og í þessu er þó aðeins talið það áfengi, er stjórnirnar hafa lagt blessun sína yfir, en ekkert af öllu því, er á tunglsljósknæpunum er selt. Það hefir, sem von er á þessum erfið- leikatímum, mikið verið talað um það tap sem landið hefði orðið fyrir vegna verð- fallsins á hveitinu undanfarin ár. Menn hafa kallað það “sorgarleik viðskiftalífs- ins’’, svo alvarlegt hefir það þótt. Og til allra upphugsanlegra ráða hefir verið grip ið til þess að koma í veg fyrir, að slíkt tjón hendi aftur. En féð, sem Canada hefir eytt fyrir á- fengi á árinu, nemur þó talsvert meiru en tapið, sem verðfallið á hveitinu olli land- inu. Og sorgarleik eða tragedíu má eigi síður áfengisviðskiftin kalla en kornverzl- unina. En að gera ráðstafanir til að af- stýra því f jártjóni, virðist þó almennt ekki liggja mönnum þungt á hjarta. Á þessum erfiðu tímum væri þó margt óviturlegar gert en það, að stemma stigu fyrir að einstaklingurinn eyði fé sínu fyr- ir áfengi. Hann þarf þess með og veitir ekki af til annara kaupa, sem nauðsyn- legri eru. Áfengissala var bönnum af sam bandsstjórninni á stríðstímunum. Væri ekki alveg eins mikil þörf, með tilliti til tímanna, að fylkisstjómirnar færu nú að hennar dæmi? AMERÍKUÞÆTTIR. (Fyrir þrem árum átti eg tal um það við einn kunningja minn, að það væri und- arlegt, hvað lítið hefði birzt á íslenzku af hinum og þessum alþýðufróðleik um Ame- ríku. Þótti mér þetta þeim mun einkenni- legra, sem íslendingar eru mjög hneigðir að sögulegum efnum, og eiginlega öllum fróðleik. Kunningi minn hélt því fram, að Ameríka ætti enga sögu aðra en þá, er feldist í athafnalífi landsmanna á seinni árum, og um það væri ekkert nýtt eða sögulegt að segja. Það er að vísu satt, að Ameríka á ekki langa sögu, en ómerki- legri er hún ekki öllum öðrum sögum á seinni árum. En hvað sem því viðvíkur, fór eg úr þessu að skrifa niður þætti þá, er hér fara á eftir. Þess vil eg þó geta að þeir eru hér birt- ir fremur af því, að margt er sér til gam- ans gert, en voninni um, að þeir verði öðr- um til mikillar skemtunar. S. E. I. Þegar Ameríka fannst, er sagt að ka- þólski klerkalýðurinn í Evrópu hafi rekið upp stór augu. Hann furðaði, sem von var, á því, að þarna skyldi vera meginland, heil heims- álfa, og hennar hvergi getið í sköpunar- sögunni í trúarbókum þeirra. Ameríka virðist, frá því fyrsta, er sögur fara af, hafa verið undraland í augum manna, einhverskonar hyllinga- eða of- sjónaland Og hún er það jafnvel engu síður í dag en í gær, eða frá því fyrst er sögur fóru af henni. Fjarlægð hennar frá hinum álfunum, eða þeim hlutum hennar, sem byggðir voru, hefir framan af eflaust átt einhvern þátt í þessu. Á seinni árum hafa það að líkindum ver ið kostir landsins, sem öfga- og hjátrúar- kenndum hugmyndum hefir haldið við hjá flestum þjóðum um Ameriku. Matthías Jochumsson hefir eflaust ekki sneitt langt frá hugmyndum þeim, er agentaskrumar- arnir höfðu vakið hjá fólki yfirleitt á ís- landi, í lýsingum sínum af Vesturheimi, í “Vesturförunum’’, þar sem hann lætur hvern stein eða Grettistak hér vera úr skíru gulli. Að hinu leytinu mun það ,heldur ekki hafa verið fjarri skoðunum embættismannanna heima um eitt skeið, að Ameríka væri “helvíti’’, eins og Einar H. Kvaran lætur þá kalla hana, í sögunni “Vonir”. Og svipað þessu mun víðar en á íslandi hafa átt sér stað allt fram á síð- ustu ár. Á allra síðustu árum kann að vísu ein- hver breyting að hafa orðið á þessu. Eftir að samgöngur við Vesturheim fóru að verða tíðari og menn fóru að kynnast landinu og lifnaðarháttum manna hér bet ur, og sérstaklega hinum verklegu fram- förum, dvínuðu að vísu hindurvitnahug- myndirnar gömlu. En jafnvel þó að þær lægðu seglin og aðrar hugmyndir risu upp, er þó talsvert enn af öfgum á sveimi. — Leynir það sér ekki á því, að yfirleitt er sú hugmynd ríkjandi í Gamla heiminum þann dag í dag, að enda þótt verklegar fram- kvæmdir séu hér afar miklar, sé hér ekki, svo heitið geti, um andlegt hugsjónalíf að ræða . Verklegar framfarir og skáldskap- ur, heimspeki og vísindi, fara ekki saman í þeirra augum. Öfganna í hugmyndum Evrópumanna um Ameríku, verður því enn vart. En við það skal þó ekki lengur dvalið að sinni. 2. t vísindaheiminum eru nú margskonar hugmyndir á sveimi um uppruna Ameríku. Ein er sú, að hún sé í nánari frændsemi við Evrópu og Afríku, en menn hefir áður grunað. Þeir er þá skoðun hafa, ætla að hún hafi einhverntíma í fyrndinni klofnað frá meginlandi þessara tveggja heimsálfa og haldið smám saman í vestur, unz Atlants- hafið aðskildi hana frá þeim. Það sem dró athygli manna fyrst að þessu, var lögun austurstrandar Ameríku og vesturstrandar Evrópu og Afríku. Ef einhver sá Atlas væri nú til, sem haldið gæti á Ameríku á herðum sér austur yfir álinn, og lagt hann af sér samhliða Evrópu og Afríku, myndi ekki leyna sér að strand- lengjumar féllu mjög vel saman, að minsta kosti norður að írlandi Evrópumegin og Nýfundnalandi Ameríkumegin. En jafn- vel þó ekki sé nú kostur á þessu, nægir landabréfið ef á það er litið, til þess að færa manni heim sanninn um þetta. Það er skoðun manna, að Ameríka sé á ferð vestur á bóginn. Eru nú jarðfræð- ingar að rannsaka þetta, en svo löturhægt er farið, að þeir lofa engu um sannanir fyrir því, fyr en að tíu árum liðnum. Ame- ríka er því ekki að flýta sér neitt að því að taka saman við Japan, hafi það verið í efni, þegar hún lagði upp í túrinn. En hver er .orsök slíks ferðalags, ef það skyldi eiga sér stað, og er hugmyndin um það á nokkru byggð. Jarðfræðingar halda því fram, að þeir hafi fundið sérstakt jarðlag, mjög neðar- Iega í jarðskorpunni, er þeir ætla’að all- ur efri hluti jarðskorpunnar, allt að þvi 50 til 60 mílur á þykkt, hvíli sem heild á. Og eftir halla þessa undirstöðu jarðlags, geti jarðskorpan sígið seint og hægt til og frá. Sá heitir Alfred Wegener, og er austurrískur jarðeðlisfræðingur, er þessari skoðun hreyfði á fundi vísindafélagsins á Englandi síðastliðið sumar. Álít>ur hann ekki aðeins uppruna Ameríku, heldur yf- irleitt uppruna heimsálfanna, á þessu byggjast. Þótti vísindafélaginu skoðun þessi rannsóknarverð, hvort sem hún reyn ist nú sönn eða ekki. 3. Hvaðan komu fyrstu íbúar Ameríku? Þeir sem bezt hafa kynnt sér þetta efni, eru flestir þeirrar skoðunar, að hér hafi ekki verið um menn að ræða fyr en Indí- ána þá, er ætlað er að hingað hafi komið frá Asíu, og verður að því vikið síðar. — Ýmsir vísindamenn í Suður-Ameríku hall- ast þó að þeirri skoðun, að hér hafi menn (pre-Indians* verið áður, en fyrir því eru engar sannanir enn. Það hefir stundum í því efni verið bent á hina lægstu mann- flokka Suður-Ameríku, svo sem hina svo- nefndu Yahgans í Tierra del Fuego, og suma Mið-Brazilíu mannflokkana, sem ó- neitanlega eru á mikið lægra menningar- stígi en Indíánar, en við nánari athuganir hefir verið komist að þeirri niðurstöðu, að þeir séu Indíánar, sem úrkynjast hafi sök- um einangrunar, en ekki frummenn hér. í Norður-Ameríku er einnig stundum haldið fram, að leifar frumíbúa (pre-Indi- ans) hafi fundist, en líkurnar fyrir því þykja þó mjög vafasamar enn sem komið er, Það er að vísu satt talið, að menn á mjög lágu stígi hafi uppi verið á Bretlandi fyrir allt að því einni miljón ára. Og það er sömuleiðis hugsanlegt, að þá hafi Evrópa og Ameríka verið tengdar saman með landi norðarlega yfir Atlantshaf, sem nú er í sjó horfið. Hafa ýmsir á þessu bygt þá skoðun, að fyrstu menn hér hafi frá Evrópu komið. Aðrir ætla, að hellabúarn- ir á Frakklandi, er síðar voru uppi, hafi getað lent hingað á þann hatt, að þeir hafi í lok ísaldarinnar haldið norður á bóginn og SVO vestur, er ókleift var að komast lengra norður. Ln nú hafa engar svo fornar mannaleifar fundist á norðvestur- strönd Evrópu (írlandi, Skotlandi eða Norðurlöndum), er styðji þessa skoðun. Og í Ameríku norðaustanverðri, er ekki heldur <um neinar slíkar leifar að ræða. Þó bent hafi verið á, að Eskimóunum í Grænlandi og austan til í Norður-Ameríku svipi eitthvað smávægilega til Evrópu- manna, eru líkurnar í öllum aðalatriðun- um miklu meiri fyrir því, að þeir séu af Mongólum komnir, og því frá Asíu. Skoð- anirnar um, að Evrópumenn hafi hingað komið fyrst, hafa því ekki við annað að styðjast en litlar líkur, sem með öllu eru enn ósannaðar. Og svipað má segja um þá skoðun, að menn hafi frá Asíu til Ameríku komið fyr- ir eða á ofanverðri ísöldinni. Engar leif- ar slíkra manna hafa fundist í norðaustur- hluta Asíu eða á þeim slóðum, er þeirra mætti vænta. Og þó um síðastliðin fimtíu ár hafi verið leitað að leifum frummanna, hefr ekkert fundist, er heitið getur nokk- ur sönnun, fyrir því, að þeir hafi hér ver- ið. Tönnin, er í Nebraska fannst fyrir nokkrum árum, og haldið var að sannaði þetta, segir prófessor J. H. Mc- Gregor, sem talinn er að hafa víðtæka þekkingu á þessum efn- um, nú skýlaust, að sé ekki mannstönn. Hauskúpan, er fyr ir þrem árum fannst í Florida, er talið vafasamt að nokkuð sanni í þessu efni. Og forn- menjarnar, sem í Oklahoma fundust, og haldið var að bæru vott um, að menn hefðu verið hér fyrir þrjú hundruð þúsund árum, eru nú heldur ekki taldar svo gamlar. Væru þær það, hefðu hér verið uppi menn á miklu hærra stígi, en annars- staðar í heiminum á sama tíma. En því fer þó fjarri, að rétt væri að skoða það mál sannað, að hér hefðu ekki verið menn fyrir svo sem hundrað þúsund árum. Ýmsir ágætir vísinda- menn eru þeirrar skoðunar, þó rannsóknir, sem til þess hafa ver ið gerðar, sanni það ekki. 4. Indiíánarnir, eða Eskimóarn- ir, eru því enn sem komið er, taldir elztu eða fyrstu íbúar Ameríku. Hvernig að þeir komu hingað frá Asíu, því þeir eru af Mongólakyni taldir, er mönnum enn ráðgáta. Ýmsir ætla að þeir hafi komið um Aleutian- eyjarnar, sem eru mikil til óslit- inn eyjaklasi milli Kamchatka í Asíu og Alaska, og sem þeir í góðu veðri hafa getað skutlað sér á milli í barkarbátum, hafi þeir þá haft þá. Önnur tilgátan er, að Beringssundið milli Asíu og Alaska hafi þá ekki verið til og álfurnar hafi þá verið sam- fastar. En þetta hlýtur þó að hafa verið snemma, og ef til vill áður en menjar ísaldarinnar voru horfnar á þessum slóðum, og því mjög ólíklegt, að menn í Asíu hafi leitað sér bústaða svo norðarlega. Það væri hugsan- legt, að Eskimóarnir hefðu gert það, en þó er álitið, að þeir hafi ekki hingað komið fyr en löngu síðar. Jafnvel þó að klakabreiða ísaldarinnar næði ekki nærri því eins langt suður í Asíu og í Evrópu, er ólíklegt talið, að í Asíu hafi þá verið svo þéttbýlt, að þess gerðist nokkur þörf, að stórir hópar flykktust norður á yztu tanga til þess að lifa í því loftslagi, er þar hefir þá verið. Það virðist þvert á móti, sem menn þeir, er hingað komu fyrst frá Asíu, hafi verið á menningar stígi hinna yngri steinaldar- manna (Neolithic*, og að sú steinaldarmenning hafi verið komin norður á yztu skaga Asíu um 10,000 fyrir Kjýst, er ólík- legt talið, en um það leyti er bú- ist við, að innreið hinna gulu manna hingað hafi byrjað. — Nokkrir halda að réttara sé, að þeir hafi ekki komið fyr en 8000—6000 fyrir Krists fæðingu. En langur tími hefir hlotið að líða frá því að þeir fyrst komu til landsins og þar til að þeir voru komnir suður með strönd- inni til hinna frjósamari staða. Þó virðist allt benda á, að þeir og afkomendur þeirra hafi ver- ið um 5000 árum f. K. stráðir út og suður um allt meginland Ameríku. (meira.) DODDS ^ KIDNEY 5heumaTíí 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fjrrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Frá Blaine Kæra, góða Kringla mín! Kem eg bónarveg til þín — eða m. ö. o.: Rúms es þörf þeims rita girnisk frétt eðr frændkveðju. Treðk frá Hornströnd, við haf vestur, bónarbraut til þín. • • • • Nýárið heilsar Blaine — er heita mætti “Hornstaðir”, en ströndin “Hornströnd” — með ylviðrum og gróðrardöggvum. Fallin eru lauf af fagurviðum, en grasgræn er jörðin, enda frostbitin fáum nóttum aðeins. Paradísar-tíðarfar hér á Hornstöð- um! — Bregði Heimskringla ekki gömlum gestrisnisvanda, fæ eg hér tækifæri fyrst af öllu, að þakka fjölmörgum vinum mínum og minna, fjær og nær, sem á einn eða annan hátt minntust okkar við nýafstaðnar hátiðir. Jafn- framt verður að játa það með nokk- urri blygðun, að í þetta sinn vannst okkur eigi tóm til að senda út há- | tíðarkveðjur. Við aðeins byrjuðum. En þrotlaust annríki og tafir þver- tóku fyrir áframhald. t>á finn eg ennfremur ástæðu til i þess, við þessi timamót, að þakka : mínum nýju samherjum fyrir sam- , starfið þessa síðastliðnu átta mánuði. Þessi litli frjálskirkjuhópur hér í t Blaine hefir sannarlega unnið af kappi og afkastað miklu. 1 tvo mán- uði, miðsumars, undirbjó söngflokk- ur kirkjunnar söngsamkomur, er ; fremur auðguðu orðstir hans en hitt. I nóvember og desember æfði leik- flokkurinn stóran sjónleik, — gaman- t leikinn “Tengdapabbi” og þótti sýning . hans hér í Blaine hin ánægjulegasta. Jólasamkoma sunnudagaskólans á ^ jóladagskvöidið, var fjölsótt og tókst ( vel. Þar var meðal annars sýndur ! smáleikur eftir frú Jakobínu John- | son, “The Girls’ Christmas Club , Meets”. Efnis uppistaðan er þessi: ! Á fyrirfarandi fundi hafa litlu stúlk- I urnar samþykkt, að “þar sem öll j önnur félög safnaðarins starfa að því , að safna fé og öðrum efnislegum föng um’1, þá skuli þær nú safna og miðla öðrum — “nýjum hugmyndum”. — Fundurinn leiðir svo i ljós, hvernig , þeim gekk leitin að nýjum hugmynd- um. Smáleikur þessi minnir menn ósjálfrátt á það, sem H. C. Ander- sen sagði um sjálfan sig: “Eg skrifa I fyrir börnin, en minnist þess jafn- , framt að pabbi og mamma hlýða oft | á lestur barnanna, og þá er gott, aff þeir fullorðnu hafi líka eitthvað um að hugsa” (tilfært eftir minni.) En Fríkirkjuhópurinn er sem sagt smár ennþá að höfðatölu, þótt von- andi bæti nú byggðarmenn úr því áð- ur en langt um líður. Sem stendur kemur það sér vel, að söfnuðurinn á sér hauk i horni hér og þar um bygð- ina — utansafnaðarmenn, er leggja hönd á plóginn, ef á liggur. Fyrir kemur og að menn og konur úr hópi “keppinautanna” rétta okkur örvandi aðstoðarhönd. Þó er það alls ekki vonum fremur, miðað við rejmslií mína í Vatnabyggðum. Er hættu- laust að segja, að andúðin milli kirkju flokkanna er mun ríkari hér en þar- Þar mátti heita að allir væru eins og bræður, öll þau ár, sem eg var þar. Til sannindamerkis er það, að frjáls- hyggjupresturinn var árum saman til húsa og fæðis hjá forseta íhalds- kirkjunnar. I Vatnabyggð er málum svo komið, að þar ber mönnum ekk- ert framar á milli trúarlega. Það aðeins eimir örlítið eftir af þvi, sem Danir kalla “Interesse for gammel Skik”, — vanafestu, misskilinni holl- ustu, guðs ríki til tafar og íslenzku þjóðerni til ógagns. Góðgjarnir og ábyrgðarsamir menn fara nú að skoða það skyldu sína, að láta slík þversumöfl þoka fyrir þeim ráðstöf- unum, sem verður að gera, ef kirkj- an á að reynast verkefni sínu vaxin í þjóðmálaróti samtíðar og framtíð- ar. Er vonandi og enda sennilegt, ef sátt og sanngimi ræður, að samein- ingarviðleitni sú, er Vatnabyggðar- menn hófu í haust, verði sigursæl, og það innan skamms. Hér í Blaine liggur sameining ekki

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.