Heimskringla - 04.02.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.02.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry j* 4 ftfl Cleaned & Pressed 3 * ■ U U (Cash and Carry Price) Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Replaced and all Minor Reparirs Free XLV. ARGANGUR. /45* DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Ladies’ Plain Silk <t» 4 Afl Dresses Dry Cleaned ^ I ■UU & Finished (Cash and Carry PriceJ Delivered, $1.25 Minor Repairs Free WINNIPEG MIÐVTKUDAGINN 4- FEBRUAR J£StT NCMER 19 SAMBANDSÞINGIÐ. I dagblöðunum standa þær fréttir frá fréttariturum þeirra í Ottawa, að sambandsþingið muni ekki koma sam an fyr en aðra vikuna í marz, eða í kringum þann 12. mánaðarins. MANITOBAÞIN GIÐ. Þegar þeir I. B. Griffiths, þing- maður frá Russell og N. A- Hryhor- czuk frá Ethelbert, höfðu lagt til að hásætisræðan yrði samþykkt, tóku ýmsir þingmanna til máls. En mest kvað þó að ræðu Col. Taylors, leið- toga conservatíva, er gagnrýndi gerð ir stjórnarinnar all stranglega- En Isjárverðast af öllu starfinu voru þó kaupin á orkuverinu í Brandon, að sögn Taylors. Fyrir verið var borgað um $1,200,000; en það þykir Taylor of dýrt- Segir að fylkið hefði getað komið upp veri í Brandon fyr- ir einn fjórða þess verðs, þar sem leiðslan sé þangað komin. Og út úr þessum aðfinnslum gerði hann svo breytingartillögu við tillöguna um samþykkt hásætisræðunnar, er hljóð- aði á þá leið, að stjórnin hefði alltof mikið fyrir verið borgað. Þetta kostaði atkvæðagreiðslu, er þannig fór, að 15 atkvæði voru með breyt- ingartillögunni, en 28 á móti. Brack- enstjórnin stóð því áhlaupið vel af sér, þó hvorki greiddu verkamanna- fulltrúarnir né liberalar, að tveim undanteknum, atkvæði, sem voru þó í þingsalnum. S.l. mánudagskvöld hélt Bracken tveggja klukkutíma varnarræðu fyr- ir stjórnina. fra saskatchewan þinginu Fyrsta orrahríðin í Saskatchewan þinginu skall á þann 24. jan. Var hún í því fólgin, að liberalar gerðu breytingartillögu við tillöguna um að samþykkja hásætisræðuna. Efni breytingartillögunnar var það, að stjórninni var til saka fundið, að hún hefði verið aðgerðalaus og van- rækt að bæta úr efnalegu ástandi fylkisbúa, og hefði meðal annars ekki hjálpað verst stöddu sveitunum til þess að halda uppi skólum. Breyt- ingartillagan var í raun og veru vantraustsyfirlýsing á hendur An- dersonstjórninni. Og um hana urðu snarpar umræður. Atkvæðagreiðsl- nn skar þó þannig úr, að með breyt- ingartillögunni voru 26 atkvæði, en 33 á móti. Allir liberalar greiddu ntkvæði með tillögunni, en stjórnar- flokkurinn, conservatívar og bænd- nr á móti henni. Andersonstjórnin gekk því sigri hrósandi af hólmi eft ir þetta fyrsta áhlaup andstæðinga sinna. Og þó flokkur hennar sé ekki i stórum meirihluta, þykir þetta bera vott um að hún siti alltraust i sínum sessi bennett fek til washington. Síðastliðna viku brá forsætisráð- herra Canada sér suður til Washing ton. Erindi hans þangað ætla menn nð hafi verið í sambandi við tilboð brn kaup á 20 miljónum mæla af hveiti, er kom frá Italíu. Fylgdi sú írétt þessu tilboði að Italía mundi ^urfa hveitið að láni fyrst um sinn. Kefir ekki frézt um, hvað Bennett- stjórnin ætlar sér að gera í þessu efni. Einnig er sagt, að ferð Ben- betts muni hafa verið gerð til þess að finna stóriðjuhöldana suma syðra, er iðnað reka í Canada, og fá þá 4'1 að leggja fram meira fé til iðn- reksturs hér en nú er gert, til þess að bæta úr atvinnubrestinum. Hvað honum hefir orðið ágengt I þessu efni er ekki kunnugt- LANFÉLAG TIL EFLINGAR LANDBCNAÐI STOFNAÐ Lánfélagið, sem ráðgert var að stofnað yrði til þess að lána bænd- um fé til að auka búpeningsstofn sinn, er nú komið á laggirnar. Er höfuðból þess í Montreal og er fé- lagið byrjað að selja hluti. Kostar hluturinn $100. Hafa bæði bankar og járnbrautarfélögin og aðrar við- skiftastofnanir nú þegar keypt eitt- hvað af hlutum. Löggilt er félagið með fimm miljón dala höfuðstól, og heitir The Dominion Agricultural Credit Ltd. Er tilgangur og stefna félagsins mjög sú sama og sú, sem Bennett og Beatty höfðu látið í ljós er um stofnun slíks félags var að ræða. PIERRE LAVAL. Svo heitir hinn nýi forsætisráð- herra Frakklands. Er hann þriðji maðurinn, sem stjórn hefir reynt að mynda á Frakklandi innan tveggja mánaða. Lítur að visu nokkuð bet- ur út fyrir honum en fyrverandi for- sætisráðherra Steeg, en lítinn meiri hluta hefir hann þó. Laval er jafn aðarmaður, en hefir þó ekki tekist að ná hinum róttækari jafnaðar- mönnum í lið með sér, enda er hann sagður maður gætinn, þó yngri sé en flestir forsætisráðherrar, er ver- ið hafa á Frakklandi. Hann er að- eins 47 ára gamali. I stjórnina hefir hann náð með sér sumum þeim mönnum, er frakkneska þjóðin ber mikið traust til, svo sem Briand og Tardieu, og getur skeð að það geri hann stöðugri i sessi en fyrirrenn- ara hans. En timar eru ekki betri þar í landi en annarsstaðar og við- skiftahallinn á útfluttri og innfluttri vöru nam síðastliðið ár tíu miljón- um dala. Allt setur þetta’ stjórnina í bobba, svo að lítið má út af bera, ef vel á að fara. GIFTIST NÍTIU ARA. Indiánahöfðingi, að nafni John Tanner, til heimilis í Binscarth, Man., nítíu ára að aldri, giftist sl. mánudag í fjórða sinni. Konan er 50 ára og hana sótti gamli maður- inn til Bandarikjanna. Tanner er einn af elztu íbúunum í Binscarth og þekktur þar af hverju manns- barni. Hann bauð öllum Binscarth búum til giftingarveizlunnar er stóð í þrjá daga. Siðasta kona hans dó fyrir nokkrum árum, og þreyttur á einlífinu, tók hann sér þetta fyr- ir hendur. Þerriblað Káins. Oss dylst það ekki, að Káinn gamli Guttfa hefir blekt, þótt Gísla kanske hafi á sama staðið. En skyldi karlinn vita, að það er ekkert ótrúlegt, að ástin seitli í gegnum þerriblaðið. Lúlll ELDUK I KRISTNESHÆLI. Rvík 7. jan. Frá Akureyri er símað: Kl. 7.30 í kvöld varð vart við eld í efstu hæð Kristneshælis Hjúkrunarnemar sem höfðu íbúð í hælinu, ætluðu þá til herbergja sinna. En er þangað kom, stóð eitt herbergið í ljósum loga. Stúlka ein, sem þar átti föt sín og annað, æddi inn í herbergið, en 'er hún sneri aftur logaði hár henn- ar og klæði. Engin tiltök voru að svo komnu að slökkva eldinn. Veður er hér hvasst af suðri. Var nú símað til Akureyra og beð ið um aðstoð þaðan frá slökkvilið- inu og öðrum. Slökkviliðið, 30 manns, brá skjótt við, og komst brátt inn að Krist- nesi með slökkvitæki bæjarins. En er til kom urðu þau ekki not- uð, því slöngurnar komu ekki heim við vatnslásana. Einu slökkvitækin, sem hægt var að nota, voru vatnsslöngur af þeirri gerð, sem notaðar eru við vökvun garða- Engin tiltök voru að slökkva eld- in á þakhæð hússins. Slökkviaðgerðir urðu þær einar, að varna því með slöngum þeim, er nothæfar voru, að eldurinn bærist ekki af þakhæðinni niður gegnum stigagötin tvö, sem liggja upp á efsta loft. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins fór frá Kristnesi k’. 10, voru menn vongóðir um að þetta mundi takast. Þetta var þó miklu merfiðleikum Ijundið, því þrýstingur á vatninu er til þess að gera lítill. * Sjúklingarnir voru allir inni í hús inu á meðan þakhæðin brann. Voru þeir klæddir allir, sem voru á sjúkrastofunum á efri hæð, og þeir fluttir niður á stofu'næðina. AlJs eru um 70 sjúklingar á hæl- inu Tíðmdamaður blaðsins hafði tal af Jækni hælisins, Jonasi Rafnar, sem snöggvast. Taldi hann víst að flytja yrði alla. sjúklingana af hælinu nú þegar; m.a. vegna þess að vatnsgeymir sá, sein er í sambandi við hitalögnina, og er í þakhæð hússins, er sprunginn. övist er með öllu, hvar hægt verður að koma sjúklingunum fyrir. Talað er um að nota gamla barna- skólann á Akureyri fyrir bráðabirgð- ar hæli- I þakherbergjum hússins var geymsla og íbúðarherbergi hjúkrun- arnema og þjónustufólks. Þess er getið til að kviknað hafi út frá raflögn, en engin vissa er fyr- ir þvi, að órannsökuðu máli. Mbl. HKÆÐILEGUR JARÐSKJALFTI. I gær varð einn sá hræðilegasti jarðskjálfti í Nýja Sjálandi, er sög- ur fara af. Hrundu ótal byggingar í bæjunum Napier og Hastings, og hafa menn farist svo hundruðum skiftir, og rúmlega þúsund fundist meiddir. Marghýsi hrundu, þar sem fólk var við vinnu sína, er ýmist meiddist eða dó. Tala þeirra er far- ist hafa verður ekki með vissu sögð enn, og eignatjónið, sem varð af- skaplegt, er heldur ekki kunnugt um til fulls, en talið er að það muni nema miljónum sterlingspunda. -----O----- FRÁ ÍSLANDI. Siglufirði 28- des. I gær gerði hér ofsa rok af norð- austri með rigningu. Hélzt veðrið í nótt, en með morgninum gekk það heldur til norðurs og er nú nokkru hægra með slydduéljum. Snjógangur mikill. Skemmdir urðu nokkrar. — Fauk heyhlaða á Hvanneyri af grunni og skemmdist hey og annað, sem þar var geymt. Járn og trjábrak úr hlöðunni gerði talsverðar skemmdir bæði á prestssetrinu og flairi hús- um Einnig urðu nokkrar skemmd- ir á ljósaneti bæjarins. * Vestmannaeyjum 26. des. A aðfangadag jóla kom upp eldur í húsi því, sem útbú Ctvegsbankans er i. Er útbúið niðri, en bankastjór- inn býr uppi. Keypti bankinn hús þetta fyrir nokkru. Eldurinn kom upp í eldhúsi út frá steikarapönnu á eldavél. Eldurinn breiddist mikið út á efri hæðinni og var farið að loga út um þakið, er tókst að slökkva. Eldurinn náði ekki neitt niður, þar sem útibússkrifstofumar eru. Allt var borið út úr húsinu. Veður var gott, austankaldi, en ef hvassviðri hefði verið, er hætt við að ver hefði farið. HJÓNABANDSSNURÐUR. Svo heitir leikrit það, er Leikfélag Sambandssafnaðar ætlar að leika þann 16. og 17. febrúar í samkomu- sal kirkjunnar. Leikurinn er gam- anleikur í þremur þáttum, og er skemtilegur allt í gegn, og þarf ekki að efast um að Leikfélag Sambands- safnaðar geri honum góð skil. Leikurinn fer fram á hinu ríkmann lega heimili Talmanns hjónanna, og margt spaugilegt kemur fyrir í heim- ilislífi þeirra hjóna á þeim tíma «em leikurinn gerist. Hin drottnandi frú Tallmann vantreystir manni sínum í öllu, og hinn niðurbældi maður hennar, Timoteus, sem er nú allra bezta sál, kemst i mestu kröggur. er hann ætlar að leyna konu sina þvi, að hann fór skemtiför til borg- arinnar. Ekki er heldur allt með feldu um tíma milli ungu hjónanna Bob Racket og konu hans, en svo lagast það nú seinna. Og sizt má gleyma Obadias frænda, þvi ekki get ur maður varist hlátri við að fylgj- ast með hans hættulegu æfintýrum. Ef Islendinga langar til að njóta góðrar skemtunar eina kvöldstund, ættu þeir að sjá “Hjónabandssnurð- ur” mánudags- og þriðjudagskvöldið þann 16. og 17- febrúar. Vatnaskilin (Meginmunur “gamallar” og “nýrr- ar” guðfræði) ltæða eftir séra Friðrik A Friðriks- son, Blaine, Wash. "Eg hefi sagt: Þér eruð guð- ir, og allir saman synir hins hins hæsta” (Sálm. 82, 6; sbr. Jóh. 10, 30-38). “Verið þér þvi fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn.” (Matt. 5,48) Eigi eru þær stoðir allfáar né smáar, er renna undir viðfleygt og viðtekið bölsýni á mannlegt eðli. Algengt og hversdagslegt er hið pólitiska bölsýni á mannlegt eðli. "Human nature” — mannlegt eðli, illkynjað og ótryggt, er þrautalend- ing allra þeirra, sem neyðast til að kannast við það, að þjóðlífsfyrir- komulagið, stjórnarhættirnir, um all- an heim, séu óskapnaður og endemi — en vilja þó engu til hætta um breytingar. Hugtakið “mannlegt eðli” er þannig heimilismeðal stjórn- arfarlegs afturhalds gegn öllum hug- sjónum og tilraunum um nýtt og betra skipulag opinberra mála. Naumast tekur betra við er til vfsindanna og heimspekinnar kemur — þótt fjærri sé því að allir vís- indamenn og hugsuðir eigi þar ó- skift mál- En svo fórust orð einum vitsmunalegum leiðtoga þessarar þjóðar, í stórblaðinu “New York Times” ekki alls fyrir löngu: “Sé maðurinn borinn saman við ægilegar víddir vetrarbrautarinnar, sem mögnuð er miljónum sólna, sem hver um sig er ef til vill miðstöð heils hnattkerfis — þá er hann álíka tilkomumikill og ördeilis rykögn á risagluggum sölubúðanna. Að hann skuli lifa og hugsa er dramatisk (leikræn) tilviljun 1 efninu. Jeans hefir getið þess til, að jarðstjörnu- líf sé einskonar ‘kvilli, sem efnið þjáist af á gamals aldri”. Líf og hugsun — “dramatisk til- viljun” — — “ellikránkleikur efnis- ins”! Maður mætti halda að naum- ast yrði lengra gengið í bölsýninu á mannlegt eðli. En einn kemur öðrum meiri. Þá keyrir fyrst um þvert bak, í þessum efnum, þegar til þeirrar heimsoðunar og lífsskýr- ingar kemur, sem öldum saman hefir gengið undir nafninu “Kristindómur” eða “Fagnaðarerindi”. Fagnaðarerind ið er fagnaðarlaust i skoðun sinni og skýringum á manneðlinu. Þeim, er slíkum skoðunum ruddu til rúms, var það ekki vorkunnar- laust verk. Mannsálin er stríðsvöll- ur sundurleitra afla og ástríðna. Dýrslegasta grimmd, og viðbjóðs- legasta hræsni leika þar tíðum lausum hala. Enginn þarf lengra en í sinni eigin barm, til þess að sjá, hversu hollustan við hið sanna og fagra er örðug. ösigrarnir fyrir því auvirðilega er dagleg reynsla, jafn- vel þeim, er hafa meðvitaða þrá til hins gagnstæða. Hver er sá, sem ekki á í sinni eigin reynslu lykilinn að hugarástandi Páls frá Tarsus, er honum finnst að hann sé hrifsaður og hertekinn undir lög- mál syndarinnar og ómegnugur alls góðs! — Þannig leggja sagan og reynslan bölsýnis-guðfræðinni ærið spunaefni til- Enda eru þræðir van- traustsins orðnir margir og harð- snúnir: I synd ertu getinn; í misgjörð fæddur. Allar eru hugsanir þínar og verk vond frá barnæsku. I veru þína er gróin gjörspilling syndfallins mannkyns, — erfðabölv- un þúsund ættliða, alla leið frá hin- um fyratu föllnu mönnum. Fyrir þvi á lif þitt að farast á jörðinni og dæmast til eilífra, óút- málanlegra þjáninga.------- —nema óverðskuldað miskunnar- verk guðlegs máttar bjargi þér. • • • Svo magnmikið er bölsýnið á eðli og umkomu mannanna. Það virð- ist því ekki lítil dirfska, að ganga í berhögg við svo almennan hugsun- arhátt, og gjörast beinlínis bjartsýnn á mannlegt eðli. Vegur bjartsýn- innar er líka harla fáfarinn, að því er séð verður. Af öllum þeim mil- jónalýð, er þetta land byggir og játar einhverja mynd kristinnar trú- ar, telst svo til að aðeins 1 af hverj- um 200 þræði þá þröngu götu, og er þá vel í lagt. Vegur bjarsýninnar í trúarefnum er vegur hinnar fámennu frjálsu kirkju. Traustið á mannlegt eðli er hennar guðfræðilegi hornsteinn. Með þeirri skoðun að mannlegt eðli sé kjamaheilt og gott, stendur hún eða fellur. En þar vantar á, að menn virði málin fyrir sér frá þessari hlið- Sumarið 1922 hlýddi eg á íslenzk- an kennimann, sem hefir á sér skýr- leiksorð, gera þess grein í ítarlegu trúmálaerindi, hver væri munur “gamallar” guðfræði og “nýrrar”. Staðhæfði hann að munurinn væri kristfræðilegur fyrst og fremst, — að eldri stefnan boðaði guðdóm Krists, sem nýja stefnan hafnaði. Miklu betur tókst trúbróður hans einum i Boston nýlega. Sá er mik- ils metinn af íhaldskirkjunum þar. Tókst hann það á hendur, að útlista, í prédikun, trúvillur þær er frjáls- lynda stefnan væri sek um. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að for- ystuvilla þessa afleita villutrúarkerf- is væri fólgin í traustinu — oftraust- inu — á manneðlið! Sýnilega er prestur þessi mörgum skoðanabræðr um sínum rökfastari. Málið grefur hann til mergjar. Honum tekst, á þann hátt sem honum er eðlilegur, að benda á þau höfuðsannindi, að undirstaða allrar frjálslyndrar guð- fræði er sannfæringin um það, að maðurinn, mannssálin, sé sannar- legt “guðs barn”, sem af eigin eðli vaxi til réttlætis og fullkomnunar, þar sem skilyrðin eru fyrir hendi, fremur en til illgerða, úrkynjun og tortimingar. Sérhver sá, er kynnir sér kenningar og stefnur, á að sjá og kannast við, að hér stöndum vér við “vatnaskil” íhalds og frjáls- hyggju, — á merkjalínum milli gam- allar guðfræði og nýrrar. Þeir sem trúa og kenna svo, að maðurinn sé getinn og fæddur sem fallin og útskúfuð vera, geta með sæmilegri samkvæmni aðhyllst ger- samlega íhaldssama, orþódoxa guð- fræðikerfið. Hver sá mannshugur, sem trúhneigður er, en örvæntir þó um mannlegt eðli, flýr eðlilega I faðm hinna kirkjulegu lærdóma um friðþægingu og sáluhjálp. Þeir, hins vegar, er manneðlinu treysta, svo sem elskuðu og leiddu án afláts, af þeim mætti sem skóp það, sjá engra slikra örþrifaráða þörf, og finna því fyrnefndum lærdómum engan skyn- samlegan stað. Ef rökræða skyldi nú um þaff, hvor guðsfræði-forsendan, traustið & mannseðlið, eða vantraustið, væri réttmætari, líf*iu og þekkingunni samkvæmari, — þá yrði það senni- lega langt mál. Það er vitanlegt, að íhaldsmenn byggja aðallega böl- sýni sitt á frásögn um forboðið epll og syndafall. Sanngildi þeirrar sögu byggist svo aftur á bókstaflegum ó- skeikulleik ritningarinnar. Mér og ýmsum hættir þvi til að líta svo 4, að kenningakerfi íhaldsins standi mjög svo völtum fótum, frá guff- fræðilegu, vitsmunalegu sjónarmiði. En í hugum miljónanna, sem ka- þólskir og mótmælendur hafa kennt þessi sín sameiginlegu fræði, standa þau ekki völtum fótum. Þétt standa kirkjurnar í byggðum og borgum þessa lands. Með sárfáum undantekningum prédika þær þó all- ar það sama: — syndafall, blóðfórn og guðdóm eingetnaðarins. Undantekningarnar eru hins veg- ar til. Og þær koma okkur Islend- ingum ekki svo lítið við. Og þá kemur mér í hug eitt allkynlegt fyr- irbrigði, sem mér hefir mætt í um- gengni minni við vestur-íslenzk þjóð- systkini mín, um 9 ára skeið. Fyrir- brigðið er þetta: Meiri hluti íslenzkra manna hér í álfu, þeirra er sinna kirkjulegum félagsskap, fylkir sér undir merkri lúterskrar kirkju. Per- sónulega ann eg þeirri kirkju fyrir margra hluta sakir. Samkvæmt játningum sinum og samþykktum er hún þó “rétttrúnaðar” eða íhalds- kirkja. Og svo er að sjá, á stund- um, að ýmsir meðlimir hennar álítl sig skulda það guði sínum og sam- vizku að andæfa, og það allhranalega málstað og útbreiðslu frjálslyndrar kirkju- En einu gildir fyrir það, við hvern þú átt tal, lærðan eða leikan __ allir þvertaka þeir fyrir það, aff þeir aðhyllist erfðasynd eða eilífa útskúfun. Allir afneita þeir for- dæmingarlæitdómnum; enginn vill kannast við helvitiskenninguna — og það þvert ofan í áminningu og við- vörun síns áhrifamesta leiðtoga. t þessum efnum samsinna þeir þá skoff un frjálslyndu kirkjunnar, en for- kasta guðfræðisundirstöðum sinnar eigin kirkju. Samt eru þeir, eftir sem áður, vissir um það, að frjáls- lynda kirkjan sé óttalega vond, og þeirra eigin kirkja sérlega góð, og þeir sjálfir feirulausir lúterstrúar- menn- Þetta kirkjuvi,ðhorf samlanda minna vildi eg gjarna skilja og af- saka. En útkoman er sú, að yfir þetta á eg engin vægari orð en þau, að kalla það kynlega ósamkvæmnl Eina athugun hefi eg gert, sem nálgast það að vera sálfræðileg lausn á fyrirbrigði ósamkvæmninnar, og skal nú að henni vikið- Móðurtilfinningarnar eru máttug- ar og skyggnar. Greindum norrænum mæðrum óar við þeirri kenningu, að þessar sakleysislegu, vanmáttugu verur, blessuð börnin, sem þær fæða inn í þenna heim, séu gerspilltar ver- ur — séu, eins og kennt er, gagnsósa af synd! Nei, því trúa þær ekki. hvað sem allir prestar og játningar segja, þá leiða þær hjá sér kenn- inguna þá. Það er satt að segja skapi og skilningi mæðranna nær að þessi nýkomnu líf, þótt ung séu og óþroskuð, séu i eðli sínu heil- brigð og hrein líf, vaxandi líf, til líkama og sálar. Þessi mannlega og Frh. á 5. bls-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.