Heimskringla - 04.02.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.02.1931, Blaðsíða 4
4 BLAÐSJÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 4. FEBRírAR 193» Heintsknngla (StofnuO 1886) Kemur út ð. hverjilfn miövikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsins er $3.00 á[gangurinn borgist fyriríram. Ailar borganir sendist THE VTKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utanáskrift til blaðsim: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave.. Winniveg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til riistjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A je„ Winnipeg. "Heimskringla’’ is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 4. FEBRtrAR 1930 RITFREGN SACA, VI. árg. 2. bók. ..Winni- peg 1931. Saga hefst að þessu sinni með Ásta- vísum til Helgu eftir Stephan G. Ste- phansson — sem aldrei hafa birzt áður. Er það sú hlið á kveðskap skáldsins, sem lítt hefir þótt gæta í ljóðum hans, en það stafar vitanlega ekki af því, að eigi hefði hann getað ort afbragðs ljóð á því sviði eins og um önnur efni, enda bera þessi ljóð ótvírætt vott um það, heldur sýnir það, hve heilsteyptur og óhvikull hann var í ást sinni sem öðru. — Æskuást hans endist honum í meira en hálfa öld, eða æfina út, og þess vegna þarf hann eng- in önnur ástakvæði að yrkja, en hann gerir í æsku. Slíkt tilheyrir og líka ung- lingsaldrinum, og þeir sem helzt aldrei yrkja annað en ástarkvæði, hafa aldrei vaxið til fullorðins manns — enda eru tilfinningar þeirra hvikular og í brot- um. — Það er samt sem áður gaman að eiga þessi kvæði eftir Stephan, og hjálp- ar til skilnings á eðlisgerð þessa merki- iega skálds. Annars er Saga að venju troðfull af skemtilegu og fjölbreyttu lesmflli, sögum frumsömdum og þýddum, fróðleik ýmis- konar, kvæðum og spakmælum, að ó- gleymdum þjóðsögunum, sem maður byrj ar ailtaf á að lesa. Þarna er áframhald af hinni bráðfjörugu æfisögu Bjarts Dags- sonar, eftir ritstjórann, sem er ein hin merkilegasta históría, er hvergi gæti hafa átt sér stað nema í Vesturheimi, og meg- insnjalit kvæði um Ask Yggdrasils, eftir sama. Það væri illa farið ef Saga yrði að hætta að koma út, fyrir áhugaleysi eða óskilvísi íslenzkra lesenda í Canada, eins og ritstjórinn er hálft í hvoru að hafa við orð, því að nóg er þegar orðið hall- ærið á sæmilegri íslenzku vor á meðal. En ritstjórinn Þ. Þ. Þ. er einn af þeim, sem ritar ifezt mál og andríkast nú í Vesturheimi, enda er hann skáld gott. Er það eindregin von mín, að úr hans penna eigi enn eftir að fljóta mörg vit- urleg hugsun. B. K. INDLANDSMÁLIÐ. Hinum mikla fundi, sem staðið hefir yfir á Englandi, um sjálfstæðismál Ind- lands, er nú ioks lokið. Indversku fuil- trúarnir eru lagðir af stað heim til sín með uppkast að stjórnarskrá, sem fund- urinn seint og síðar meir kom sér sam- an um, en sem nú verður lögð undir úr- skurð indversku þjóðarinnar á sambands- þingi hennar. Og hvernig málinu reiðir þar af, er nú beðið eftir með talsverðri eftirvæntingu. Það leyndi sér ekki, að indverska þjóð- in heima fyrir vakti yfir hverju spori, er fulltrúarnir stigu á fundinum, enda sýndu þeir mjög mikla festu í flutningi máls- ins. En það er nú samt eftir að vita, jafnvel þó fulltrúarnir færu að ráðum þjóðarinnar, eigi síður en sínum, með að samþykkja uppkastið, hvort að hún get- ur, þegar heim kemur, sett- sig í þeirra spor og gengið að því. í uppkastinu' má segja að Bretar hafi að miklu leyti orðið við kröfum Indverja. Þeim er veitt umsjón sinna sérmála og ábyrgð þeirra, eins og hinir gætnari sjálf- stæðismenn virðast allánægðir með. En þar með er ekki sagt að fullnægt sé kröf-' um hinna róttækari þjóðernissinna. Og það er einkum eftirlitið eða tryggingin sem Bretar áskilja sér í fjárlántökum landsins, hermálum og utan lands við- skiftum, í uppkastinu, sem þeir eru lík- legir til að andmæla. Bretar fara fram á að þeir hafi rétt til þess að hafna eða samþykkja gerðir þjóðarinnar, að því er þessi mál áhrærir. Ensku blöðin hér gera þó lítið úr þessu atriði uppkastsins, og halda því fram að það verði ósam- lyndi Tyrkjans og Indverjans í landinu, sem það strandi á, ef það verður ekki samþykkt. Það getur vel verið að sam- komulag þessara flokka sé ekki sem bezt. En það er þó líklegra, að þar sem Indland ér heimaland þeirra beggja, að þeir líti fyrr frá því sjónarmiði á sjálf- stæðismálið, en frá innbyrðis krit, sem á milli þeirra kann að eiga sér stað. Það að Indverjar hafi fleiri þingmenn, vegna þess að þeir eru fjölmennari en Tyrkinn, getur ekki skoðast beinlínis ástæða til þess að hafna stjórnarskránni. Það er enda of snemmt að spá nokkru um það, að þeir mundu sýna þessum löndum sín- um yfirgang, þó þeim yrði löggjafarstarfið í hendur lagt af þessum ástæðum, eftir að stjórnarbótin er samþykkt. En það er eftir að vita, hvað sá flokk- ur þjóðernissinna, er Gandhi leiðir, er stór. En hann er uppkastinu andvígur. Ef sá flokkur er í meirihluta, og verði « hann ekki sviftur þátttöku í stjórnar- skrármálinu, er nokkurn veginn víst, að þessari stjórnarskrá verði hafnað. En sé hann ekki nógu fjölmennur til þess, yrði sá flokkur í sambandsþinginu aðeins andstæðingaflokkur stjórnarinnar, og biði eftir að éflast svo að hann næði völd- um sjálfur. Þetta er flokkurinn, sem uppkastinu lík lega stafar mest hætta af, því að hann er áreiðanlegur andvígur þessu ákvæði um eftir lit Breta á þeim málum, sem á var minnst hér að framan. Með samþykkt þessarar stjórnarskrár á þingi Indlands, öðlast landið sömu rétt- indi og aðrar sjálfstjórnarnýlendur Breta. Er því ekki annað hægt að segja en að hún hafi í sér fólgna mikla réttarbót fyr- ir Indland. Mun það og hafa komið full- trúunum á fundinuin til þess að ganga að henni, þó hún ekki fullnægði öllum kröfum þeirra. En hinum svæsnari þjóðernissinnum finnst eflaust, að úr því að svo miklu varð náð, með góðu að heita mátti, hefði þeim alveg eins vel verið í lófa lagt, að kom- ast sjálfstæðisleiðina á enda og gera landið að alfrjálsu og óháðu ríki. HÝÐINGAR. Það hefir talsvert verið talað um fleng- ingar í Winnipeg í ræðu og riti undan- farið. Og eins og við má búast, hafa sumir mælt þeim bót sem hegningar- aðferð, en aðrir aftur fordæmt þær. Og líklegast hafa hvorirtveggja málsaðilar nokkuð til síns máls. En það virðist þó, þegar að ræða er um hegningaraðferðir, sem þær séu aðal- lega( komnar undir menningaráfetandi þjóðfélagsins. Hegningaraðferðir hafa verið tif, sem alla nú hryllir við að hugsa um. Það hafa verið þeir tímar, að menn hafa verið brytjaðir lifandi í stykki, og við það hefir ekkert þótt athugavert. Að lesa um pyndingar miðaldanna, er eitt- hvað það hroðalegasta og átakanlegasta, sem hugsast getur. Menn hafa verið slitnir í sundur eða limlestir á kvala- fyllsta hátt, skorin af þeimæyru eða nef og augun stungin út. Eða menn hafa verið holskornir og rifin úr þeim innyfl- in, og margt fleira því um líkt. Með aukinni menningu hvarf þetta smátt og smátt. Hegningarnar urðu mannúðlegri og kvalaminni. Þó hefir af ýmsum hinna allra villimannlegustu hegningum eimt eitthvað eftir allt fram á vora daga. Og þar á meðal má telja flengingar, því þær voru um eitt skeið algeng dauðahegning hjá mörgum þjóðum. Að vísu eru flengingar nútímans ekk- ert siipaðar því. Hinn seki var oft lam- inn 200 högg fyrrum, og bætt við ef með þurfti til þess að munka úr honum lífið. Þeir sem með lögum um flengingar eru nú, hafa í því efni mikið til síns máls, er þeir benda á, að þær fari fram undir lækniseftirliti, að hinn seki sé ekki lam- inn, þar sem honum stafi bráð hætta af því, o. s. frv. Einnig sáuhi vér þá halda því fram, að eftir þriðja höggið væri svo mikill dofi í h'kamann kominn, að kval- irnar væru ekki tilfinnanlegar úr því. Þetta geta sumir skoðað sem meðmæli ennþá með þessari hegningu. En eigi að síður er líklegt, að þess verði hér ekki langt að bíða, að þær verði úr lögum numdar. En breytingar hegningarlaga, eða hegn- ingaraðferða fara eftir siðmenningunni. Þegar mönnum yfirleitt virðast flengingar eins óviðurkvæmileg hegningaraðferð, og mönnum þætti nú ef skorin væri af mönnum eyrun, þá er ekkert hætt við að þær verði lengi um hönd hafðar. Þeim, sem héldu þeirri hegningu við, hefir ef- laust ekkert þótt hún neitt- ægileg, þó oss hrjósi nú hugur við henni. En bréfin sem hafa verið að birtast hvert eftir ann- að í dagblöðum þessa bæjar undanfarið, virðast bera vott um það, að fólk sé orð- ið mjög viðkvæmt fyrir hýðingarlög gjöf voiTa tíma, og líti á hana sem hegn- ingaraðferð, sem sé að verða ósamboðin vorum tímum. Vextir af Iáninu er fimm pró- sent og það fellur í gjalddaga þegar kornið er til markaðar flutt. Umsjón þessara lána er aðeins með höndum höfð á fjór nm skrifstofum. Er ein þeirra í Washington, nnur í St. Louis, sú þriðja í Memphis og sú fjórða í Grand Forks. Minnesota- og Dakotabúar, er færa sér þetta stjórnarlán í nyt, skifta við Grand Fork skrifstofuna. AFBRAGÐS SÝNISHORN. Ritstjórnargrein, sem birtist í blaðinu Manitoba Free Press síðastliðna viku, um loforðasvik Bennetts í ko.sningunum, er dágott sýnishorn af sanngirninni, sem andstæðingar hans eru haldnir af í sam- bandi við árásir sínar á stjórnarformann- inn. í grein þessari er verið að sýna fram á það, að Mr. Bennett hafi lofað í kosn- ingunum, að sambandsstjórnin skyldi standast allan straum af kostnaði þeim, er af ellistyrknum leiddi, en að nú sé það á daginn komið, að hann hafi svikið það loforð sitt, sem önnur, því allt sem hann ætli að greiða af kostnaðinum nemi að- eins níutíu og fimm prósent, en afgang- inn, eða fimm prósent af honum hnýti hann fylkisstjórnunum á bak. Byrðin, sem fylkisstjórnunum er á herðar lögð með þessum hluta ellistyrks- kostnaðarins, er í því fólgin, að þær sjái um greiðslu á fénu til þeirra, er styrk- inn þiggja. Það þótti ekki ósanngjarnt að fylksstjórnirnar bæru þenna skerf kostnaðarins, enda bæði beinna og kostn aðarminna fyrir þær að gera það, en sambandsstjórnina, vegna þess að þær hafa áður haft þetta verk með höndum. Og fylkin, sem áður greiddu fyllilega helming ellistyrksins, hafa til þessa ekki fengið sig almennilega til að kvarta und- an þessu, því þau losnuðu við ekkert litla byrði, er Bennettstjórnin færðist greiðsluna á ellistyrknum í fang, sem Kingstjórnin var ófáanlega til að gera og taldi jafnveí glæpsamlegt af stjórn sinni, fyrir tæpum tveim árum að lögleiða, að helmingur kostnaðarins væri af sambands stjórninni greiddur. En það broslega við þetta er, að þá steinþagði blaðið Free Press og allir lib- eralar, um byrðar fylkjanna í þessu sam- bandi. Þá var þó t. d. Manitobafylki að greiða um sjö hundruð þúsund dali árlega í ellistyrk að sínum helmingi. En nú stynur blaðið og liberalar mjög þungan út af því, að fylkln þurfi að sjá um út- býtingu fjárins, sem sambandsstjórnin leggur fram í þessu sambandi, og varla getur kostað fylkin mikið, eða segjum Manitobafylki ekki meira en þrjátíu og fimm þúsundir dala, í stað sjö hundruð þúsunda, er það áður greiddi. Og þessu lík eru fleiri dæmi, qr liber- alar bera á Bennett, í sambandi við að sanna mál sitt um svik á kosningaloforð- um hans síðastliðið sumar. Ef pólitískir stjómarandstæðingar hafa nokkru sinni í sögu þessa lands gert sig hlægilegri og auðvirðilegri í augum al- mennings með bárdagaaðferðum sínum, en liberalar hafa gert sig síðan um kosn- ingar, væri fróðlegt að sjá, hvenær það hefði átt sér stað. Vér minnumst þess ekki, og þeir munu færri, er nokkurt minni rekur til þess. AKURYRKJU LÁNVEITING BANDARÍKJANNA. Congressið í Bandaríkjunum hefir nú samþykkt fjörutíu og fimm miljón dala fjárveitingu, til þess að lána bændum I þeim héruðum, er uppskérubrestur var í síðastliðið sumar vegna þurka, og illa standa því að vígi með að halda jarð- yrkjunni áfram á þessu ári. Upptökin að þessarí lánveitingu átti Hoover forseti, og frumvarpið um hana var af honum lagt fyrir þingið. Ekki má lánið til hvers bónda fara fram úr sex hundruð dölum, og það er ekki búist við, að það verði nema fáir, er meira en tvö til þrjú hundruð dala lán taki. Tryggingin fyrir hverju láni er fyrsta veð á þessa árs uppskeru. Þingið hefir samið strangar reglur fyr- ir því til hvers lánið skuli notað af bænd- um. Með því má kaupa útsæði og borga fyrir hvað annað, er að sáningu lýtur. Á- burð má og kaupá fyrir það. Einnig fóð- ur handa vinnuhestum og olíu eða elds- neyti fyrir dráttarvélar. Aftur er ekki heimilit að veita lánið fyrir fóður handa öðrum skpnum en vinnuhestum, svo sem mjólkurkúm, svínum eða hænsnum, og heldur ekki fyrir matvæli til heimilisins. SINDUR. “1930, eru íslendingar ná- kvæmlega sömu dónarnir í ræð- um og blaðagreinum, í garð stjórnmálalegra mótstöðumanna sinna, og Canadamenn voru á byrjunarárum þjóðbúskapar síns fyrir meira en hálfri öld síðan.” (Saga.) Og þeir voru þá ekki betri en þetta mennirnir, sem hér voru uppi fyrir 50 árum og okk ur er sagt að virða og taka til fyrirmyndar! * * * ‘‘Heimskringla heitir á Dr. Brandson og Hjálmar Bergman að útiloka greinar mínar frá Lögbergi, þegar þær snerta aft- urhaldsleiðtogana.’’ (Sig. Júl. Jóh.) Þetta er tilefnislaust harma- kvein. En Heimskringlu furð- aði stórlega á því, ef útgefend- um Lögbergs þætti greinar dr. Sig. Júl. Jóhannessonar um “afturhaldsleiðtogana” útvalinn jólaboðskapur. Og hana furðar á því enn, eins og fleiri. * * * í ræðu, er fyrv. forsætisráð- herra Mackenzie King hélt í Wininpeg fyrir kosningarnar í sumar, og blaðið Free Press birti, fórust honum þau orð um atvinnuleysið hér, að hann gæti strax á morgun ráðið fullkomn- ar bætur á því. Þetta var kosningaloforð hans tvær vikur fyrir kosning- arnar og hann fór með völdin fjórar vikur eftir það, en gerði ekkert í atvinnuleysismálinu. — Ef dr. Sig. Júl. Jóh. setti upp betri gleraugun sín, yrði hann kannske var þessa og ýmislegs fleira í pokahorni liberala frá síðustu kosningum, er bæri vott um orðheldni þeirra. • * * “Siðferðilegan heigulshátt”, segir Sig. Júl. Jóh. að fram- koma Bennetts hafi borið vott um síðan hann kom til valda. Eitthvað annað héldum vér nú að finna mætti að Bennett en gunguskap. Og það eitt er víst að ekki flýði hann landið á með an á stríðinu stóð, eins og sumir aðrir gerðu. • • • “Sjálfstæðisfáni Canada og nýlendanna hefir aldrei verið hærra borinn á samveldisfund- unum á Bretlandi, en gert var á síðasta fundi, af forsætisráð- herra Canada, R. B. Bennett,” sögðu forsætisráðherrar nýlend- anna brezku. En svo mikinn undirlægjuhátt sýna nú sumir Vestur-íslendingar, að þeir skoða það orðið megna ókurt- eisi, að halda sjálfstæðiskröf- um sínum eða landi síns fram. “Þeir þakka ef það klakklaust í kistuna fer, sem kann að vera ætt á þeim dauðum, kvað Þor- steinn Erlingsson forðum um slíka menn. * ♦ * Skammsýn þjóðin kaus con- servatíva í blindni í síðustu kosningum, heldur dr. Sig.^Júl. Jóh. fram. Og liberalar komu ekki fyrir hana vitinu? Þar var þó af nógu að taka! * * * í blaðinu Free Press var birt skopmynd nýlega, og er fyrir- sögn hennar “Ekki iðjulaus”. Myndin sýnir fyrv. forsætisráð- herra Mackenzie King ,sitjandi við skrifborð, kafið af blaða- sneplum, sem hann hefir verið að klippa úr fréttablöðum lands ins með umsögnum þeirra um conservatíva í kosningunum s.l. sumar. Á myndin að sýna að í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hir» viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. Mackenzie King sé ekki iðju- laus, þó lítið hafi á honum bor- ið síðan um kosningar. Mynd- in er eflaust ekki út í bláinn dregin. Hún er ef til vill Sönn lýsing á hinu þýðingarmikla starfi, sem King hefir mleð höndum fyrir canadisku þjóðina. Meðan núverandi stjórn er vak- in og sofin í að vinna að nauð- synlegum framkvæmdum, sit- ur King úrvinda við úrklippu- iðju sína. Og erindi hans á næsta þing verður eflaust mest í því fólgið, að eyða nokkrum dögum af þingtímanum í að lesa úrklippurnar! Það er ein- 1 mitt það, sem þjóðinni ríður nú | mest á! Hún á ekkert meira framfaramál til en þetta, að beina huga að á komandi þingi! Endurminningar Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Sá kafli endurminninga minna, sem hér fer á eftir, átti að réttu lagi að koma á undan kaupstaðarförinni, er eg næst á undan sendi blaðinu, af því eg nú skýri frá minningaratriðum, sem gerðust veturinn næstan á und- an, en eg vona að það rekist hvergi á. — Veturinn 1878, frá þvi í miðjan janúar og þar til seint i marz, eða í 9. vikur, fékk eg að vera á Hofi í Vopnafirði og átti að læra þar rétt- ritun, reikning og dönsku. Annar piltur, nokkru eldri en eg, Gunnlaug- ur Oddsson, frá Hrappsstöðum í Vopnafirði, var þar til þess ásamt mér að njóta tilsagnarinnar, en kenn- arinn var séra Jón Halldórsson, sem þá var orðinn aðstoðarprestur hjá föður sínum séra Halldóri. Skóla- bróðir minn Gunnlaugur, var náskyld- ur bömum séra Halldórs, minnir mig að fyrri kona séra Halldórs og Vil- hjálmur á Hrapa^stöðum faðir Gunn laugs væru systkini. Við urðum fljótt góðir vinir, við Gunnlaugur, þó hann væri mér fremri um alia hluti. Hann hafði lært að spila á orgel og var söngstjóri í Hofskirkju. Hann fór hér til Ameríku á undan mér, og- frétti eg á fyrstu árum sínum hér, að hann byggi út við Winnipegvatn einhversstaðar, en svo veit eg ekki meira um það, hvort hann er á lífi eða látinn. Aður en eg segi nokkuð frekar af veru minni á Hofi, verð eg þó að geta um merkilega atburði, sem eg fræddist um á leið minni þangað. Það var i skammdeginu um miðj- an janúar að eg fór að heiman frá Grímsstöðum á Fjöllum. Foreldrar mínir þorðu ekki að eiga mig í þeirri hættu, að iáta mig i skamm- deginu vera á ferð yfir Dimmafjall- garð. Þá var tekið það ráð að fara svokallaðan Langadal. Það var að vísu mikill krókur en skemmra á milli bæja. Ráðsnjallasti vinnumað- urinn á heimilinu, Jón Davíðsson að nafni, var Játinn fylgja mér. Hann er ennþá á lífi, það eg bezt til veit, suður i Islendingabyggðinni í Minne- sota; hlýtur hann að vera kominn talsvert á tíræðisaldur. Hann var tengdasonur Jóns Rafnssonar á Búa-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.