Heimskringla - 04.02.1931, Blaðsíða 6
« BLAÐSIÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG 4. FEBROAR 1930
JAPONETTA
eftir
ROBERT W. CHAMBERS.
Snúið hefir á íslenzku Davíð Björnsson
. ii —' —— JL!.— i—-1-r-T, *
“En”, sagði Silvíetta róleg. “Ríkt og hátt-
standandi fólk, hefir ekki brúk fyrir svo margt
þjónustu fólk. Það er fjarskalega fallegt af
yður Mr. Edgerton að bjóða þetta, en gæti
ekki farið svo, að þetta fólk sem við biðum
þjónustu okkar þættist upp úr því valið að
taka nvgræðinga, eða minni háttar persónur
inn á heimili sín, ekki síst ef það velur ekki
sjálft?”
“Það getur verið,” sagði Edgerton svo
vonleysislega að Díana leit til hans forviða.
En það steig brátt léttur roði upp í kinnar
hennar þegar hann lyfti upp geislandi andlit-
inu, og mælti:
“Þetta mun satt vera. 'En það að eg
geti ekki verið ykkur hjálplegur á þennan
hátt, þá ætti eg ef til vill að geta verið til
einhvers gagns ef gesti ber að garði sam-
kvæmt auglýsingu ykkar, og eins ef of nær-
göngulir og miður vel þokkaðir karlruddar
temja hingað komur sínar.”
“Þetta er mjög vel og fallega sagt af
yður, Mr. Edgerton,’’ sagði Silvíetta, um leið
og hún beindi til hans dökku, tindrandi aug-
unum sínum. “En við erum ekki hið allra
minsta hræddar og — þér munduð ekki getað
liðið það fólk, sem líklegt er að heimsæki
okkur.’’
“Ef þér getið það, þá get eg það líka.
Mig langar mjög mikið til þess að----------eða
viljið þér heldur vera lausar við mig?’’
“Ó, eg--------það mundi vera indælt —
ágætt. — En, okkur hefir aldrei dreymt um
neitt líkt því.’’
Edgerton snéri sér til Díönu. “Viljið þér
leifa mér að reyna?”
“Eg hefi aldrei hugsað um hvort — hvort
það væri mögulegt,” sagði Díana hálf rugl-
ingslega og utan við sig.
“Hvers vegna ekki?” sagði Silvíetta nú
mjög áhugasöm. “Þegar fólk heimsækjir okk-
ur, getum við sagt að við höfum tekið frænda
okkar, Mr. Edgerton í félag með okkur til
þess að skemta gestunum.”
“Er það þá meiningin að hann eigi að
vera spilari á dukkuleikhúsi en við skrípa
dansmeyjar?” spurði Díana æst og óttasleg-
inn.
Edgerton hnykti höfðinu aftur og hló
hjartanlega og reyndi á engan hátt að dylja
gleði sína. Og hinn létti, dillandi hlátur Sil-
víettu, hljómaði um alt þett^. stóra, sólrika
herbergi.
“Það var kanske óttalegt af mér að kasta
þessu fram, en eg gat ekki varist því að hugsa
okkur þrjú sem skop eða fimleikara.” sagði
Silvíetta hlæjandi. “Mundi það virkilega gjöra
okkur hlsagileg, ef við þrjú slæjum saman
til þess að skemta gestunum. Haldið þér það,
Mr. Edgerton? Eða er það aðeins eg, sem er
svona heimsk?”
Þegar þau höfðu jafnað sig eftir þessa
hláturskviðu, sagði Edgerton. “Hvað svo sem
við gerum í þessu tilliti, þá — og þar sem við
höfum þjónustu fólk, getur vel verið að aðrir
gestir hugsi að við séum líka aðkomu fólk,
ef til vill skuldugir miljónerar með nýtt hús
á fimtubreiðgötu og annað nýrra hús úti á
landinu.”
“Það er mjög fallega gert af yður að
hugsa þannig," sagði Silvíetta.
Díana sagði ekki neitt.
Silvíetta hélt áfram: “Eg veit það mjög
vel — og þér vitið það líka, Mr. Edgerton, að
hver einasta velmeigandi spjátrungur mundi
borga næstum því hvað sem væri fyrir nafn-
ið yðar.
Díana sagði enn ekki neitt.
“Það mundi hefja hina tilvonandi hús-
bændur okkar — hverjir sem þeir nú verða________
hálfaleið upp í sjöunda himin, ef þeir ættu von
á því að hafa Edgerton á heimili sínu. Og við
Díana mundum lýsa sem ofurlítill glampi, í
gegnum þennan dásamlega skildleika____________”
“Þér meigið ekki hæða mig,” sagði Ed-
gerton.
“Það geri eg heldur ekki. Eg meina
þetta virkilega. Eðlisárisun mín er nú orðin
svo spilt og verslunarkend að eg fer nú fyrir
alvöru að vinna að endurreisn ættar minnar
með því að græða á nafni yðar, Mr. Edger-
ton.”
“Nei,” sagði Díana stillilega.
Edgerton snéri sér að henni.
‘Eruð þér á móti mér?” spurði hann.
“Já’,’ sagði Díana.
“Gjörið þér það ekki,” sagði hann um
leið og hann leit í augu hennar.
Díana mætti róleg augna ráði hans og
leit svo til systir sinnar.
“Finst þér það virkilega fallegt af okkur
að hagnýta okkur Mr. Edgerton þannig?”
spurði hún.
“Guð komi til!’’ sagði Edgerton óþolin-
móður. “Eg er að spyrja um, hvort að eg
RobinfHood
ri/duR
Fyrir alla heima bekun
fái inngöngu í félagsskapinn, þetta kemur ekki
neitt því máti við.
“Hversvegna stingið þér upp á því?”
spurði Díana.
Edgerton hló. “Vegna þess að eg verð
líka að hafa eitthvað fyrir stapni svo eg geti
lifað.”
“Það er of lítilmótleg staða — fyrir yður,”
sagði Díaiia fast og ákveðið.
Edgerton leit fyrst á Silvíettu og síðar á
Díönu og hann skifti litum er hann mælti:
“En eg óska eftir að meiga vermda yður,
það er hinn eini og hreinasti sannleikur.”
‘Þetta er nú það dásamlegasta* af öllu
því sem hann hefir sagt, Díana,’ ’sagði Sil-
víetta, um leið og hún gekk fast upp að Ed-
gerton og skoðaði hann frá toppi til táar eins
og einhvert nývirki.
“Eg stend með yður’’ sagði hún. “Díana
við skulum taka hann í félagið. Við erum
öllsömul fátæk og ættum því að halda saman.
Og þar að auki er mér það alls ekki ógeðfellt
að hann gæti okkar, verndi okkur — ekki
svo að skilja að þess sé bein þörf — heldur
vegna þess að hann æsikir þess og mér finst
það svo undur þægilegt og heillandi.”
“Eins og þið vitið,” sagði Edgerton, “þá
hefi eg enga peninga, ekki einu sinni svo
mikið að það dugi fyrir einum reglulega góð-
um málsverði á Hóteli. En eg hefi þessa
íbúð, og hana getur enginn tekið frá mér þó
sjálfur yrði eg að deyja úr sulti. Eg á einnig
mikið af góðum fötum og get því litið út í
klæðabirði engu ver en miljónamæringur,
| þrátt fyrir öll peningavandræðin og fátæktina.
Og nú spyr eg yður ennþá aftur? Díana,
viljið þér ekki líka standa með mér?” Og
hann sagði þetta svo náttúrrlega rólegur
að hvorug systranna virtist taka eftir því að
hann nefndi Díönu með skýrnarnafni.
Silvíetta stanzaði við augnablik til þess
að sjá hver áhrif orð Mr. Edgertons hefðu á
systir hennar. En þegar Díana svaraði engu
og lét sem hún hefði ekki heyrt skýrnamafn
sitt nefnt, þá sagði Silvíetta: “Heyrðu systir!
Við skulum fara og klæða okkur. Við skul-
um lofa Mr. Edgerton að sjá okkur í nýju fall-
egu eftirmiðdags kjólunum okkar. Svo skul-
um við á eftir, ganga frá stofnun þessa félags-
skapar. Finst ykkur þetta ekki heilla vænlegt
ráð?”
Edgerton leit til Díönu. “Viljið þér alls
ekki hafa mig með?” spurði hann.
“Eg—veit—það—ekki,” sagði Díana og
dróg lengi og efandi við sig orðin, um leið og
hún leit djúptr hugsandi til Edgertons.
“Díana góða!” sagði Silvíetta.” Veistu
hvað er orðið framorðið? Klukkan er orðin
eitt, og eftir að hún hefir sleigið tvö, getum
við búist við að fólk fari að koma. Og ef það
sér okkur í svona kjólum, leikandi að blævæng
með hárið alt flagsandi og úfið, þá þætti mér
ekki ólíklegt að svo gæti farið að fólkið vænti
undarlega dansa af okkur.” Hún hló og
rétti Edgerton hönd sína. “Eg treysti yður
fullkomlega frændi, og það veit eg að Díana,
systir mín gjörir líka. Þegar þér eruð búinn
að skifta um föt og fína yður upp, þá skuluð
þér koma aftur til baka hingað, og þá skal
verða tekin fullkominn og fljót ákvörðun í
þessu máli.”
Díana hneigði sig fyrir Edgerton um leið
og hún gekk út úr dyrunum með systir sinni.
Hennar alvöru þrungni svipur og spyrjandi,
dreymandi augnaráð, minti hann helst á
barn, sem ennþá ekki var víst með sjálfu
sér um það hvort því ætti að láta sér falla
vel eða illa við þennan einkhnnilega, ófyrirlitna
en þó aðlaðandi mann. Og þegar þær hurfu
inn í svefnherbergið sitt, þá snéri hann sér
við og gekk inn í búningsherbergi sitt. Og
á meðan hann var að tína af sér flíkurnar og
háltaumið, þá fylgdu augu hans í dreymandi
ró, sólskins blettunum á veggnum, og eftir
því sem hann horfði á þá lengur og fastar,
fanst honum þeir fá skýrari lit og lögun af
stóru, fögru og bláu augunum hennar Díönu.
Og hann sagði við sjálfan sig: “Einn eða
annar verður að vernda hana. Hún má ekki
allslaus og alein leggja þannig út á heimsins
hálu og vandförubraut.
I
IV. Kapituli
Eftir að hafa baðað sig og rakað og klætt
sig í bestu fötin sín, gekk Edgerton út úr
herbergi sínu. í ganginum mætti hann þjón-
ustu stúlkunni, sem var nýkomin heim og
mátulega til þess að opna fyrir gestunum.
Hún var að koma frá systrunum og höfðu þær
sagt henni frá þessum frænda þeirra, sem
kominn var til þeirra. Henni kom því ekki
alveg á óvart að mæta honum þarna. Hún
brosti til hans yndislega og Edgerton nikkaði
til hennar höfðinu í kveðjuskyni um leið og
hann gekk inn í stofuna. Og rétt í þessum
svifum var dyrabjöllunni hringt.
Hvorki Silvíetta eða Dtfana höfðu látið
sjá sig ennþá, og hann hafði því heldur ekki
fengið neitt að heyra um það, hverju hann
skildi svara, ef einhver kæmi eftir auglýsingu
þeirra. Hann leit því bæði
hálf vandræðlega og hálf
hringlaður upp, þegar þjón-
Ustu stúlkan tilkynti honum
komu Mr. Rivett og hersis
Curmew. Hann náði sér þá
brátt og var fljótur að á-
kveða með sér hvað hann
skildi gjöra. Hann gekk því
óhikað og einarðlega fram til
gestanna til að taka á móti
þeim. “Góðan daginn herrar
mínir”, sagði hann mjög
elskulega. “Frænkur mínar
koma eftir fáein augnablik.
Nafn mitt er James Edger-
ton.”
Curmew hersir var mjög snirtilegur í
meðallagi hár og á að gizka á miðaldurs-
skeiði. Hann leit til Edgertons hvössum at-
hugulum augum eins og hann vildi lesa út
úr svip hans, hverskonar maður hann væri
og hver ástæðan væri til þess að hann var
staddur þarna sem heima maður. Ourmew var
hermannalegur á velli, en augun hans voru
gul, gljáandi, og hvít eins og þau væru stöð-
ugt að leita eftir einhverri veiði. Hann gekk
mjög fattur og horfði hátt og var stöðugt
að snúa upp á hið brúna granaskegg sitt, er
aldrei virtist geta verið í þeim stellingum, sem
því var ætlað að vera. Hann þekkti Edger-
ton mjög vel af umtali, að hann sagði. Og
eftir að hann hafði tekið sæti að boði Edger-
tons, hélt hann áfram að stara á hann sínum
kviku, bleiku augum.
Mr. Rivett settist líka niður. Hann var
mjög ólíkur* Curmewhersi í sjón. Hann var
frekar lítill maður og holdgrannur. Hann
hafði mikið yfirvararskegg, sem ekki var van-
ið eftir neinum sérstökum tízkureglum. And-
litsdrættirnir voru hreinir, skýrir og ákveðnir,
og bar öll framkoma hans og út útlit vitni
um göfugmennsku og sanngimi, jafnhliða ein-
beitni, festu og áræði. Mr. Rivett setti á sig
gleraugu sín eftir að hafa fægt þau vel og
vandlega. Og þegar han hafði komið þeim
í hinar réttu stellingar á nefi sínu, leit hann
á Edgerton sínum skæru og fjörlegu augum,
um leið og hann sagði:
“Og kom hingað í tilefni af einkennilegri
auglýsingu, er eg las nýlega f einu af blöð-
unum,” sagði hann fjörlega.
“Já, við auglýstum,’ ’svaraði Edgerton.
“Ef eg man rétt,” sagði Mr. Rivett, “þá
voruð þér ekkert nefndur í þessari auglýsingu.
“Nei,” svaraði Edgerton brosandi. Það
eru frænkur mínar, sem tala, rita og standa
fyrir öllu. Eg er aðeins aukanúmer. Efni
mín eru ekki mjög mikil. En eg er dágóður
reiðmaður og allgóð skytta. Eg er ekki sér-
lega vel tölugur eða slunginn að halda uppi
fjörugum samræðum og dansa alveg hræðilega
illa.”
“Það er svo,” sagði herra Rivet.
Edgerton nikkaði höfðinu brosandi.
Curmew hersir snéri skegg sitt í ákafa og
horfði stöðugt á Edgerton, sem gaf honum
auga við og við og sá eitthvað það. á svip
hans, sem honum ekki geðjaðist vel að, þó
ekki léti hann á því bera að neinu leyti.
Curmew hersir sagði:
Eg hefi aldrei haft þann heiður að mæta
yður persónulega fyr, herra Edgerton. En
nafn yðar og andlit þekki 'eg mjög vel frá
Fimtu Breiðgötu.”
“Foreldrar mínir bjuggu á Fimtu Breið-
götu fyrir Ingu síðan,” svaraði Edgerton, og
mætti augnaráði hersisins, er stöðugt hvíldi
á honum.
“Allir, ’ sagði Curmew hersir, þar sem
hann sat hnakkakertur í stólnum; “allir hér
í bænum hafa heyrt talað um og angrast yf-
ir því, hve illa fór fyrir hinu vel þekkta og
• virðingarverða félagi Edgerton, Tennant and
Company.”
“Það er mjög fallegt af yður, Curmew
hersir, að tala þannig. Og vitanlega er það
l'ka ein aðal ástæðan fyrir því, að frænkur
mínar eru að leita sér að atvinnu eins og eg.”
“Er það svo?” sagði Mr. Rivett, án
þess að hafa augun af Edgerton.
Það varð augnabliks þögn.
Curmew hersir snéri yfirskegg sitt og leit
í kringum sig. Hann var að hugsa um hvað
teppin, málverkin og silfurmunirnir mundu
fara fyrir hátt verð á uppboði.
“Þér elskið vitanlega mjög mikið þessa
gömlu og fáséðu muni,” mælti hann.
“Ó, eg veit ekki hvort eg elska þá svo
mjög heitt. En mér er annt um þá, af því
þetta allt saman tilheyrði föðurbróður mín-
um. Og eg býst helzt við að forngripasafnið
fái það allt eftir minn dag,” svaraði Edgerton.
Ó! Svo það á að fara á forngripasafn-
ið!” mælti Curmew.
Edgerton kinkaði kolli kæruleysislega.
“Er það svo?” sagði Mr. Rivett. Og allt
í einu kom það í huga Edgertons, að þetta
væri ef til vill eitt af mörgu, sem Mr. Rivett
langaði til að fá skýringu á. Allt útlit hans
benti á það, að hann hjó eftir hverju einasta
orði, er Edgerton sagði í sambandi við þessa
gömlu muni. Þrátt fyrir það hafði hann ekki
spurt eða sagt eitt einasta orð út í þetta; en
áhugi sá, er lýsti sér í augnaráði hans, kom
Edgerton til að tala dálítið Ijósara við Mr.
Rivett.
Frænkur mínar eru frá Califorínu, en
sjálfur er eg New Yorkmaður, eins og þér vit-
ið,” mælti hann. “Okkur fannst það mjög
vel til fallið frá hagfræðilegu sjónarmiði að
mynda einskonar félag með okkur, þar sem
svo var líkt á komið með okkur öllum. Við
sáurn að það var bráðnauðsynlegt fyrir okk-
ur að fá eitthvað til að starfa. Þess vegna
auglýstum við í blöðunum.”
Mr. Rivett sat ennþá hreyfingarlaus, án
þess að mæla orð. Og augun bak við gler-
augun hvíldu nú ekki lengur á Edgerton, held
ur virtist sem þau sæju eitthvaö langt í burtu.
Hið mikla yfirvararskegg hans huldi alveg
munninn og svipbreytingar sáust engar á and-
liti hans, svo Edgerton var alveg ómögulegt
að gizka á hvað þessi einkennilegi maður væri
að hugsa um, eða hvort hann í rauninni hugs-
aði um nokkuð sérstakt, en væri aðeins að
bíða. *
Curmew hersir stóð upp og gekk um
kring í stofunni, og virti fyrir sér hin dýru
og fornfálegu málverk og muni, er þar voru.
Allt í einu voru rennihurðirnar dregnar
til hliðar og Sylvietta og Díana gengu inn í
stofuna.
Edgerton stóð upp ög gerði þær kunn-
ugar Mr. Rivett og Curmew hersi. Ungu stúlk-
urnar tóku kveðju þeirra látlaust og óþving-
að, og svo tóku þau sér öll sæti. Að undan-
teknum hersinum, voru þau öll þannig ásýnd-
um, sem þau sætu á viðskiiftaráðstefnu; en
þessi vel klæddi hermaður með gulu augun
og smeðjulega andlitið, tillti sér aðeins á stól-
brúnina, með hálf fíflslegt bros á vörunum,
og snéri stöðugt upp á ksegg sitt og togaði í
sikyrtulíningarnar.
Mr. Rivett rauf þögnina skyndilega, og á
svo einkennilegan hátt, að þau urðu öll utan
við sig og mjög undrandi. Hann sagði:
“Jæja, hvað mig snertir, þá er þetta af-
gert.”
Það varð aftur þögn. En næst rauf Syl-
vietta þögnina og sagði:
“Fyrirgefið, herra Rivett, en eg held að
við höfum ekki vel skilið yður.”
“Eg sagði hvað mig snerti, þá er þetta
afgert,” svaraði hann. “Eg krefst ekki sér-
staklega neinna upplýsinga um þessar ungu
stúlkur;” og um leiö og hann sneri sér að
Edgerton, hélt hann áfram: “og heldur ekki
um yður, herra minn. Eg er ánægður, og það
mun konan mín einnig verða, þegar hún sér
ykkur.”
Díana og Sylvíetta virtust verða mjög
unðrandi, en Edgerton varð eins og dálítið
stúrinn á svipinn og hálf vandræðalegur við
þennan einkennilega úrskurð Mr. Rivetts.
“Hvað mig snertir,” sagði herra Rivett
aftur fljótlega, “þá hefi eg hús hér í New
York, sem er lokað upp sem stendur; og þar
að auki á eg nokkur önnur. Þar sem fjöl-
skylda mín er — konan, einn sonur og dóttir
— heitir Atrintha Lodge — eg veit ekki hvers
vegna. Það var konan mín, sem skýrði bú-
stað okkar þessu nafni. Húsið er mjög stórt
og þægilegt og getur rúmað marga gesti.”
Herra Rivett leit til Sylviettu um leið og
hann hélt áfram máli sínu í ákveðnum og við-
feldnum róm:
“Mig langar til þess, að þið verðið hjá
mér báðar, ungu stúlkurnar, ásamt frænda
yðar. Herra Edgerton getur hjálpað okkur
til að skemta gestunum. Ef við sjálf vær-
um fyllilega fær um að gera það, þá myndum
við ekki reyna að fá aðra til þess. Annað er
það líka, sem bezt myn vera að segja hreint
út, og það er að við erum mjög óbrotið fólk,
sem komum frá litlum smábæ vestra. Og við
þekkjnim hér mjög fáa, en höfum hugsað okk-
ur að kynnast. Eg er komin nhingað til borg-
arinnar til að dvelja hér, og mig langar til að
gera svo fá klaufastryk sem mögulegt er. —
Þess vegna er eg hér kominn til að biðja yður
að hjálpa mér. Viljið þið gera það?”
%