Heimskringla - 04.02.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.02.1931, Blaðsíða 2
2 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. FEBRCAR 1930 Sléttumannasaga. V. Brautryðjendur. Þegar Dollard flaut í blóði sínu I stauravirkinu fyrir neðan flúðimar í Ottawaánni, til þess að bjarga með því sinni ungu ættjörð. Nýja Frakk- landi, þá voru tveir aðrir landar hans á leiðinni, langt vestur úr Indi- ánabyggðunum, með örlagaþrungn- ari loðskinnafarm i fórum sínum, heldur en nokkru sinni áður hafði fluttur verið til sjávar í Ameriku- Yngri maðurinn af þessum tveimur, bar til dauðadags á annari kinninni ör. sem hann hafði fengið fáum ár- um fyr, af einni bardagasveðju þessa sama Indíánaflokks, sem nú var ný- snúinn aftur frá vígunum. Þegar ein flækja greiðist, verður annað að flókna, reynist auðfræði þjóðanna eins og það væri sjálfsagt' lögmál, þó það sé algerlega til kom- ið af mannavöldum en ekki nátt- Úrunnar. A blöðum sögunnar lýsir það sér óvíða betur en í æfiferli þeirra tveggja manna, sem hér um ræðir, hvemig up^lag einstaklinga, umhverfi bemskunnar, afnot tungu- mála, áhrif kvonfanga, ofriki valds- manna og nasvísi gróðamannsins slá sínar látlausu blæbreytingar á lífsvefi heilla þjóðá, jafnvel þeirra, sem sterkastar þykja. Það hafði drengur á sextánda ári slegist í förina, þegar Maisonneuve sá, sem stofnsetti Montreal 1642, lét I haf frá Frakklandi árið áður. — Þessi drengur hefði mátt taka séd I munn orðin: "í bemsku las eg blóm á Signár- engi,” því norðan við það fljót hafði hann verið fæddur og upp alinn. Prestar í Quebec höfðu í fyrstu tekið hann að sér, haft hann með sér í trúboðs- ferðir og hann reynst allra manna fljótastur að læra mál Indiána. Síð- an hafði hann, liðugt tvitugur, kvongast skozkri stúlku*) og um sömu mundir erft landareign yfir á Frakklandi, sem hann dró nafn af, og kallaði sig des Grouvilliers. Eftir fá ár hafði hann misst sína skozku konu, en nokkru siðar kvongast aft- ur Frakkneskri ekkju, og við það komist í kynni við bróður hennar, sem hét Radisson. Var sá dálítið yngri en hann var sjálfur, en annar garpurinn frá í loðfelldakaupmennsk unni, og varð sömuleiðis tvigiftur. Þar sneri þó öfugt við, að því leyti að seinni kona hans var ensk. Var hún svo komin á þessar slóðir, að föðurbróðir hennar var sá David Kirke, sem eitt sinn hafði sýnt Champlain í tvo heimana og tekið af honum Quebec- Hvor þessara manna um sig, höfðu þannig ítök í báðum hvitu þjóð- flokkunum og viðkynningu við ýmsa Indíánakynflokka. Þeir höfðu gert félag með sér, og ár eftir ár verið í þessum verzlunarferðum, en í þetta skifti höfðu þeir verið í burtu all- an veturinn 1659—60. Um haustið hafði þá dagað uppi vestur í Min- nesota, sem nú er kallað. Höfðu verið komnir þangað í þvi skyni, að *) Faðir hennar, skozkur hafn- sögumaður, Abraham Martin að nafni, hafði gert sér bújörð á hæð- inni bak við Quebecborgina, og draga Abrahamsvellirnir nafn sitt af hon- um. leita uppi skipaleið, sem Indíánar langtum austar höfðu sagt þeim frá að lægi til hafs beint í suður frá þessum stöðvum, en svo fengið þær fréttir hjá Indíánum þama, er þeir kölluðu Crees, að þar væri um aðra, arðvænlegri vatnaleið að ræða, alla leið til hafs i norður. Um vor ið höfðu þeir þó orðið svo fengsælir á feldina, að fréttiraar um höfin urðu að bíða, og það sem þeir höfðu handa á milli, varð sem fyrst að komast til kaupstaðar, eins og vant var. Landstjóri niðri í Three Rivers gleypti við fréttinni um gróðavonina í norðvestri — kannske sá fyrsti, en ekki sá síðasti valdsmaður þar eystra, sem það hefir gert. Hann vildi leggja þeim til tvo menn i helmingafélag, en þegar þeir afþökk- uðu það, ógnaði hann þeim með rétt indum þeirra einokimarfélaga, sem þar voru orðin rótgróin i meira en mannsaldur. Þeir laumuðust vestur samt tveimur árum síðar; en hvaða leið hefir verið farin i þessari fyrstu ferð, sem gerð var ofan úr landi til Hudsons flóans, vita menn ekki; hvort það hefir verið styzta leiðin frá Superiorvatni til James Bay, eða lelðin um Lake of the Woods (Skóga- vatn), eða jafnvel vestur i gegnum Minnesota og niður Rauðá. Hitt er kunnugt, að þegar Groseilliers og Radisson komu til Quebec úr þessari fyrstu sléttfylkjaför — sem svo má kalla, hafi þeir farið aðrahvora Win- nipegvatns leiðina, — þá var vam- ingur þeirra skattaður svo í drep, þegar austur kom, að upp frá því þorði enginn Quebec kaupmaður að eiga nein ítök í framkvæmdum þeirra. Sannaðist þar, að krókur- inn beygðist snemma til þess, sem verða vildi. • Þá sneru þessir mágar sér til Akadíu og lögðu fé sitt í skip, sem þaðan átti að sigla til flóans, en þVí hlekktist á í förinni, og voru þeir fjármunalega komnir að þrotum. Það var Groseilliers, sem minntist þess þá, að kona Radissons átti frændfólk í Nýja Englandi, og þang- að var nú leitað. Ekkert var bein- línis upp úr því að hafa, en í ferð- inni kynntust þeir fjórum sendimönn um frá Englandi, sem þar voru í ein hverri rannsóknarför vestur I nýlend unum, og þeir töldu ráðlegt að leita hjálpar í Englandi. Ekki geðjaðist þó Frökkunum að því ráði, með sjálfum sér; svo þó þeir kæmu sér á skip til Englands, linntu þeir ekkl ferð sinni, þegar til kom, fyr en í Paris. Þjóðeraisræktin hrekkur ekki æf- inlega til, og valdsmennimir missa stundum algerlega sjónar á henni og hleypa henni í lífsháska. Þarna var svó fullt af vinum einokunarfé- laganna, sem áttu frönsku nýlend- una með Indíánaflokkum hennar fyrir vestan hafið, að þeir mágar komust ekki þvers fótar fyrir fhrif- um þeirra. 1 þess stað rákust þeir þar aftur á einn þeirra Englendinga, sem þeir höfðu kynnst í Nýja Eng- landi, og hann kom þeim á tal við sendiherra Englendinga í Paris, er að lokum sendi þá aftur af stað tif Englands, með bréf, sem hann skrif- aði Prince Rupert. VI. Víkingur og gullsmiður. Titil þessa manns mun sendiherr- ann hafa stafsett eins og gert er hér að framan, og bendir til orðs, sem upphaflega merkir frumburð. Hefir titillinn sýnilega hossast til í sömu skúffunni eins og “höfingjar” og "fyrirmenn”, en fest sig þar ein- ungis ætteminu. Rupert var ekki frumburður, heldur þriðji bróðir; en hann var sá þeirra, sem virkilega gat kallast sonur kóngs og drottn- ingar í riki sínu, því hann var fædd- ur stuttu fyrir hátíðimar, þann eina vetur (1619—20), sem foreldrar hans áttu þeirri háu tign að heilsa, aust- ur í Prag í Bæheimi, þó bæði væru þau sjálf vestan frá sjó. Það er með sama hætti að hlát- ur og víkingur verða til. Þeir fæð- ast báðir óttalaust af því óvænta. Þegar tvær fyrirhyggjulausar and- stæður mætast i meðvitundinni, risa þær i báru, sem hrannast í hlátri Víkingssálin er samskonar mótsögn. Svo er einnig fræhnappurinn á vori og klofning kera, sem gneistar úr, þar sem sprettan er að hefjast. “Að deila við goðin er heimska, ei hreysti”, skilst Friðþjófi, en hann brennir Baldurshof. Rúpert prins verður oftast, sér ósjálfrátt, eins og lifandi bókarmark, sem færist jafn ótt og lesið er, og táknar aftur og aftur upphafið á endirnum. Það höfðu alltaf verið til Hússítar i Prag, frá brennunni sælu, 200 ár. um áður. Loksins höfðu þeir haft það af að fá kosinn sér til konungs þýzkan, lúterskan fursta, sem Frið- rik hét, en kaþólska kirkjan var ekki aldeilis á þvi ennþá, að sleppa heim inum við norðrið svona að óreyndu Það höfðu, frá hennar sjónarmiði orðið góðar tafir um mörg ár, frá þvi að Hinrik frá Navarra hafði verið myrtur, svo herhlaupið í Prag og brottrekstur Friðriks úr Bæheimi má heita upphafið á Þrjátíu ára striðinu; en það sjálft eru menn vanir að telja endirinn á trúarbragða styrjöldinni, sem siðabótinni fylgdi. Fyrir Rúpert prins var þð eftir margt annað upphaf og endir, áður og síðar. Hann flæktist til og frá um hið lúterska Þýzkaland með for- eldrum sínum, og átti loks varan- legastan samastað í Hollandi, eins og fleiri þess háttar mönnum hefir orðið. En þegar hann stálpaðist, var þess minnst að hann var systur- sonur Karls I. konungs í Englandi, og þangað hélt hann, og varð frænda sínum innan skamms allt í öllu. Þótti hann svo glæsilegur riddara- foringi, að ekki mundi fjarri sanni, að í honum lifði þá um stund síð- asta hámark þeirrar stéttar; en beiskyrtur varð Karl konungur við hann, þegar hann gafst upp við Bristol 1644, enda hefir konungur þá skilið betur hvað verða vildi, og átti mest í húfi. Er svo að sjá, sem Rúpert prins hafi aldrei átt mögu- legt með að meta til hlítar allt það brennutrúar ofstæki sem logað gat þá i Englendingum á báðar hliðar. En hann hélt áfram að verja kon- ungdóm Karls, svo sem herafli vannst til, og eftir að konungur var tekinn af lifi (1649), gerði hann Cromwell allt það illt, sem hann ork- aði, með skipaflota þeim, sem hann gat haft til umráða. Þegar það hætti að vera nokkuð annað en fásinna, fyrir aflsmunar sakir, gerðist hann sækonungur, upp á allra gamaldagslegustu víkinga- visu; varð sem sé hreinn og beinn ræningi í “spánska sjónum”, og lét þá um stund greipar sópa um ná- lega hvað sem fyrir hendi varð. Er hann þannig enn á ný nokkum veg- inn síðasta hámark þeirrar óhentugu stéttar í norðurheimi. Jafnskjótt og lokið var mililbils- ríki Cromwells, sem Skotlendingar eru hér enn í dag að syrgja og til- biðja út um allan Vesturheim, hvarf Rúpert aftur til Englands til bræðr- unga sinna, og settist í helgan stein. Vorið 1667, þegar Frakkarnir tveir voru sendir til hans með bréfið — réttum tvö hundruð árum fyrir stofn un Canadaveldis — höfðu mikil veik indi gengið á Englandi, og hann hafði lengi verið lasinn, svo að bréf- berunum ætlaði ekki að ganga sem greiðast að ná fundi hans. Þeir sem gátu voru í þá daga vanari þvi, þeg- ar svona stóð á, að halda sjálfa sig sem mest flekklausa frá umheimin- um, heldur en að kosta upp á sótt- vörð um sjúklinga. Eitthvað hefir orðið til þess, að aðrir menn komust svo snemma inn í þetta gróðamál, að í sinni viðurvist gátu þeir komið á rækilegum samtalsfundi, gullsmið- urinn, Mr. John Dortmann, og tveir aðrir með tigulegri nafnbótum. — Þetta fór loksins að ganga dálítið, og innan skamms var mikið masað við konunginn sjálfan. Rúpert prins, víkingurinn i ridd- arabúningi, fæddur og baðaður í gagnstæðum trúarbragðastríðum.hol- lenzku andrúmslofti ogspánska sjón- um, og Radisson, refilsstiga barn á allan handa máta, klæddur eins og Indíáni og þó ofan í kaupið Húgon- otti frá hinu ramm-kaþólska Nýja FrakklandJ, höfðu sennilega yfir mjórra bil að stökkva á milli sín innvortis, heldur en útvortis. Þegar búið var að raða nógum nafnbót- um, frá prinsi til landhlaupara, með gullsmið í miðjú trogi, er auðvelt, að láta sér, á afbakaðri latínu, finnast vænlega horfast á með tillhugalífið fyrir Romance og Finance. Það var farið af stað eftir feldun- um næsta ár, og farið aftur, og eft- ir þrettándann, þrem árum frá fyrsta samtalinu, var fyrsta opinbert upp- boð á loðfeldum haldið í London. Konungur ritaði undir stofnskrá, er löggilti Hudsonsflóa félagið, 2. maí 1670, eins og lesa má á fáguðum eirspjöldum, greyptum í búðarveggi þess víðs vegar i byggðum sléttu- manna, og minnir á 200 árin, sem frá þessu liðu fram að stofnsetningu Manitobafylkis. Prince Rúpert varð fyrsti forseti félagsins og hafði sér við hönd sjö manna ráð; þrjá ridd- ara í broddi fylkingar og gullsmiðinn til að reka lestina. Þannig er nöfn- unum raðað í stofnskránni sjálfri. Groseilliers og Radisson voru ekki í félaginu, aðeins í þjónustu þess __ fyrst í stað. Romance og Finance höfðu náð saman, með þeirra og herrans hjálp, eins fyrir því. Opið bréf til Hkr. Tileinkað þeim vinum mínum K. N. skáldi á Mountain, og frú Rós.u Casper í Blaine. Frh. Laugarnar 9. júlí er einn af þeim fáu elsku- legu dögum, sem eg hefi lifað á Is- landi að þessu sinni. Allur til kvölds og fram undir morgun næsta dag. Frú Jóhanna Sigurðardóttir og stúlk ur hennar fóru í laugarnar til þvotta og fékk eg að vera með — léát eg vera að hjálpa — gera minn part af þvottinum. Laugahúsið virtist mér gamalt. Bekkir eru þar fyrir þvottabala og þvottastampa — sund ur sagaðar tunnur, líklega oliutunn- ur, og þungir í vöfum. En við þá má þó bjargast, þegar ekki er um betra að ræða. Bót er það í máli að þvottaskólpi má hella á gólfið, og rennur það burt af sjálfu sér. En vatnið verður maður að bera inn, vilji maður þvo undir þaki, og kalt vatn all-langan spöl. Ekki eru mikil líkindi til umbóta í þessu efni, þvi þvottur þar er nú að leggjast niður. Samt voru býsna margir þar þenna dag. Sumir að verki en aðrir komn- ir þangað fyrir forvitnissakir. Mun síðar taldi hópurinn hafa verið fyrir það mesta útlendingar, Vestur-Islend VISS MERKI eru vottur um sjúk nýru. Gin Pills bæta fljótt og gersamlega, þar sem þær verka beint en þó þægilega á nýrun—og þannig bæta, lækna og styrkja þau. Kosti 50c í öllum lyfja búðum. 132 hátt, og eins oft — og oftar, ef enrt er nokkur, sem vilja kynni meira en tvo bolla, þar til áreiðanlegt er að enginn vill meira. Og hér var kaff- ið kaffi----ekki kaffispillir — bætir kalla þeir það. Þetta var ekta kaffi með ekta rjóma og átti vel við kaffi sálina mína. Þegar fyrstu kaffi- umferðinni var lokið, voru vindlingar bornir í kring og kveikt í fyrir þá. sem vildu reikja- Nokkrar konur reyktu, en fleiri ekki. Engar kon- ur settu upp löng andlit með vand- lætingarsvip gagnvart þeim, sem -reyktu, þó þær ekki gerðu það sjálf- ar, enda var reykingu að hófi stillt Og eg, mínir elskanlegu, reykti eina ingar og máske einhverjir aðrir til cigarettu með ánægju, og taldi mig leiðbeiningar þeim. Ekki hygg eg 5 góðum félagsskap. þar hafi verið þá aðrir útlendingar. ‘ Mikil er spillingin,” sagði vestur- Vatnið í laugunum sauð og vall af ^ íslenzk frú, er hún sá stúlkur í leik- sjálfsdáðum, þ. e. kom sjóðandi upp ^ ritinu "Syndir annara”, reykja. — úr jörðinni- Það er kristalls tært. ^ Ekkert annað var athugavert, hvorki Fólk notaði sér það, bjó sér til , við leikinn né leikendur. Já, mikil kaffi, og neytir þess liggjandi eða sitjandi í grængresinu og fyllir sál og likama. Líkamann af forða þeim er það flytur með sér, svo sem kaffi, sætabrauði og þessháttar. Sálina metta þeir, sem þannig eru skapi farair, á íslenzkri náttúrufegurð, því um þetta leyti árs er útsýn hér fög- ur, hvert sem litið er, þrátt fyrir það að hér er fremur láglent. En gangi maður upp á hæðina norður af laugunum, verður þó útsýnið miklu víðáttumeira og fegurra. Það gerðum við einu sinni og hefi eg er spillingin. Meðan nú þessu fór fram, sem að framan hefir lýst verið, voru sam- ræður komnar í gott horf. Var þar talað um landsins gagn og nauð- synjar, eins og vænta mátti af svo skynsömum konum. Gat einhver þess, að eitt af þvi, sem Island van- hagaði mjög tilfinnanlega um, væri vinnukraftur — fleira fólk, og lét í ljósi þá ósk, að sem flestir Vestur- Islendingar flyttu heim til að setjast þar að. Gat eg þess, að í því til- felli vildi eg að Islandsstjórn gerði áður lýst því að nokkru, og læt hér þeim auðveldara en öðrum útlend- þar við sitja. Gerið þér svo vel PaRKER HOUSE ROLLS Reynið þessa forskrift 1 bolli heit mjólk 2 matskeiCar smjör 1 matskeiö sykur 1 Saltskeiö af salti. Vi kaka uppleyst af Royal Yeast yx bolli af volgu vatni —Smjörið, sykrið og saltið skal láti í heitu mjólkina, lofa henni að kólna. Þegar hún er orðin aðeins volg skal láta saman við hana gerið og 1% bolla af hveitimjöli: Hræra þarf þetta vel saman og láta svo standa yfir nótt á hlýjum stað. Næsta morgun skal bæta við því mjöli er þarf, svo hnoða megi deigið, láta það svo bíða meðan það hefast, fletja það svo út unz það er % þuml. þykt. Skera svo með köku- járai og rjóða smjöri beggja megin á og brjóta kökuna saman, láta brauðið svo enn bíða og hefast unz það hefir tvöfaldast að þykt, láta það svo í bökunarofnin og baka það i 25 mínútur. Efni það sem umræðir er nóg í 10 brauðsnúða. Ef þér gerið bökun heima, þá skrifið Standard Brands Limited, Fraser Ave. og Liberty St. Toronto, eftir Royal Yeast matreiðslubók. I henni eru forskriftir fyrir Lemon Buns, French Tea Ring, Dinner Rolls, og ýmsar fleiri sælgætis brauðtegundir. Royal Yeast Cakes Gefur brauðinu betra bragð, betra útlit, það geymist betur. Það hefír verið talið bezt í 50 ár, ef nota hefir átt þurrager við heimabakstur. Hafið fullar byrgðir af því fyrirliggjandi. Hver gerkaka er vafin upp i vax pappir. Þær geymast svo mánuðum skiftir. "Kaupið vörur sem búnar eru til í Canada" Hjá frú Jakobsen. Að kvöldi þessa dags erum við frú Jáhanna i boði hjá frú Kristínu Pálsdóttur Jakobsen, áður getið á- samt nokkrum konum úr Landa- kvennafélaginu, sem nú sat ársþing sitt í Reykjavík, eins og áður er að vikið. Var mér sagt að þinginu, þ. e. fulltrúum félaganna, hefði verið skift niður þetta kvöld milli nokk- urra reykviskra kvenna, “frúa” væri máske nær lagi að kalla það. Var frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir i þessum hóp hjá frú Jakobsen. óþarft er að taka það fram, að við höfðum hér góðar viðtökur. Frú Kristín er ein af þeim konum, sem hefir sérstak- le&a gott lag á því að gera gesti sína heimakomna. Það virðist vera siður við þess konaf tækifæri, að koma gestunum sem fyrst að borði. Eru þar hvers konar kræsingar og æfinlega rjóma- kaka með tveggja þumlunga þykk- um þeyttum rjóma ofan á forláta köku. Fyrst er komið með súkku- laðikönnu, sem ýmist er sett á borð- ið, og skal þá hver hella í sinn bolla og rétta könnuna þeim næsta, eða borin i kring af þjóni eða þjón- ustustúlku — dömu mundu þeir segja heima, — og hellir hún þá í bollana. Þegar fyrstu bollarnir eru tæmdir, kemur súkkulaðikannan aft- ur á gang og ávalt fylgir henni þeyttur rjómi, sem hver tekur og lætur í sinn bolla eftir vild. Þegar útséð er um það, að enginn vill meira súkkulaði, kemur kaffikann- an, og er hún borin inn á sama 0G EIGNIST ÞESSA B0K Alt sem þér þurfið að gera. § er að leggja $1.00 á vöxtu og þér getið bætt við hann eða tekið af honum frá kl. 10 f. h. til kl. 6. e. h. á hverjum degi nema á laug- ardögum, þá frá kl. 9.30 til kl. 1. e. h. Manitoba fylki ábyrgist ÖII innlegg. Vextir eru 3%% PROVINCE of MANITOBA SAVINCS OFFICE Donakl St. við Ellice eða 984 Main St. Wlnnipeg þér sem no u í TI M BUR KAUPIÐ The Empire Sash & Door Co., Ltd. Blrgðlr: Henry Ave. East Phone: 26 35« VERÐ Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton GÆÐI ANÆGJA.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.