Heimskringla - 04.02.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.02.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 4. FEBRÚAR 1930 HEIMSKRINGLA 3 BLAÐSIÐA ingum, með að fá þegnréttindi i land 'nu — styttri tíma, því að þeir einir myndu heim flytja, sem væru íslend ingar i eðli sínu og vildu vera það. Var mér sagt að undanþága í því efni, þ. e. ag þvj er tímalengd snerti, væri ekki aðeins lögum sam- kvæm — að mér skildist. Frú Ja- kobsen þótti það ekki nóg. Hún vildi láta Islandsstjórn sækja þá Vestur- Islendinga vestur, sem heim vildu koma til þess að setjast hér að, og fá þeim, sem vildu búa, hæfilegt land til ábúðar á Suðurlandsundirlendinu, en þeim er vildu setjast að í bæn- um, ábúð — hús og lóð til ræktun- nr austan við Reykjavík- Var það skörulega mælt og eigi um lítið beð- ið, og tóku þó nokkrar konur undir mál hennar í fullri alvöru. Og eft- 'r að hafa séð hið mikla og marg umrædda Suðurlandsundirlendi — því *g hefi séð það, þótt eg ekki hefði séð það þá — get eg vel skilið, að ■ slikt myndi Iandi og þjóð eigi svo litill hagnaður, þ. e. a. s. ef þangað flyttu efnabændur með nýtízku bú- þekkingu — og nauðsynleg- um verkfærum; og væri eg ung og efnuð, myndi eg hafa bæði áræði og löngun til þess að reyna það. Því eftir að hafa séð þetta mikla land- fisemi, hefi eg trú á því að saga þess sé ennþá ólifuð og óskráð. Með öðr- Um orðum, að það eigi sér framtíð sem engan hefir enn um dreymt. En sleppum mínum draumórum. Ein kona var þar þó, sem hafði nokkuð uðra skoðun. Hún sagði, að Vestur- fslendingar hefðu ekkert gert fyrir Island og Island vildi ekkert við þá eiga né af þeim þiggja. Ekkert kvað hun gott hafa komið frá Ameríku til Islands. Sótti hún mál sitt af ákafa miklum, litlu viti, minni still- lngu en minnstu af velvild í garð Vestur-lslendinga. Var það eina röddin, sem eg heyrði i þær sex v’kur, sem eg var heima, sem upp- hátt sýndi gestum sínum, þ. e. Vest- úr-lslendingum andúð. Vera má þó, að þetta hafi aðeins verið gert til Þess að koma meira kappi í sam- talið, sem annars var viðfeldið og sanngjarnlegt. En ekki nennti eg nð vera að rífast við frúna — lét öðrum eftir að eiga um það við hana. Eg fann mig aðeins vera Sest á Islandi og mitt hlutverk var gestsins — það að heyra, sjá og taka eftir. Annars leizt mér vel ★ frúna, hefði jafnvel haft gaman af að rífast við hana um eitthvað nnnað, meðan eg var ung og æst eins og hún. En ekki þetta atriði ú-nei! En nú er eg orðin stillt og get brosað að flestu, þegar vel ligg- Ur á mér, og það er oftast; og sér- staklega lá vel á mér, meðan eg var á Islandi s.l. sumar, og þá ekki sízt þetta kvöld. Hitt fann eg og, að persónulega hafði eg ekkert gert fyrir Island — gat það ekki, þegar land og þjóð þurfti þess með. Nú eru Islendingar heima eins vel ef ekki betur settir en fjöldinn af okk- ur hér vestra, ef eg hefi tekið rétt eftir. Þegar staðið var upp frá borðum, lituðust konur um I stofunni og skoð uðu málverk, er 'héngu á veggjum og nokkrar leirmyndir er þar stóðu umhverfis í hornum stofunnar. Voru það mest listaverk húsráðanda og allvel gerð, því hún er listræn í bezta lagi. Skýrði hún sjálf myndirnar. Frú Kristin er ein af þeim fáu, sem ekki auðveldlega gleyma. Ef rétt er að segja að nokkur karl eða kona beri á sér aðals einkenni, þá er það góð lýsing á henni, svo fremi það hafi nokkra verulega þýðingu. Hún er fremur há og virðuleg í fram- komu óg ásýnd; klæðist vel og þó látlaust að útlendum sið. Allt fer henni vel. Framkoman öll djarf- mannleg og þó góðleg. Hún minnti mig á þær Susan B. Anthony, Lucy Stone, Elizabeth Cady Stanton og slíkar konur. Látlaus, prúðmannleg og einarðleg. Væri eg ung stúlka, mundi eg velja slíka konu mér til fyrirmyndar. Eftir að hafa skoðað listaverk þau sem getið er hér að framan, sátum við enn nokkra stund. Frú Guðrún Lárusdóttir, minnir mig hún vera nefnd, las smásögu, er hún sjálf hafði þýtt, og las all vel. Að þvi búnu ræddust þær konurnar við i smáhópum, eftir því sem hugir horfðu, um eitt og annað. Nokkru seinna var stór skál með niðursoðn- um ávöxtum borin í kring og smáir ávaxtadiskar. Skyldi nú hver skamta sér sem lyst hefði. Þá voru og cígarettur bornar í kring á ný, og fór þar sem fyr að sumar þáðu, en sumar ekki, og var það með öllu óátalið, hvorn veginn, sem konur kusu i þvi efni. Að öllu þessu loknu tóku gestir að týgja sig til heim- ferðar. Við frú Jóhanna áttum víst lengst heim, enda mun klukkan hafa verið nær tvö eftir miðnætti eða að morgni næsta dags. Eg geri ekki ráð fyrir, að frú Kristín Pálsdóttir Jakobsen sjái þess ar línur. En skyldu þær villast til hennar, og hvort sem er, eiga þær að flytja henni hjartans þakklæti, fyrir vingjarnlegt viðmót í garð þess, er vissi sig vera útlending í föðurlandi sínu. Þetta kvöld bauð frú Bríet Bjarn- héðinsdóttir mér til veizlu með Landakvenna félaginu, er vera skyldi að Hótel Borg næsta kvöld. Því mið- ur gat eg ekki sinnt því, fyrir þá Kenora ,sem er næstur bær við Kee- 0>-«b*.o Prepare Now! \ Better times will come, much sooner than most people anticipate. The re- sul’t will- be a keen demand for steno- graphers, secretaries and bookkeepers, to fill the openings made vacant by the late financial depression. Right now, office staffs are cut to the limit, a'nd many who have been dismissed have gone into o.ther occupations, or have left the City. Besides, the number now training for business is considerably below the average. A Thorough School! The “Success’’ is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTONSTREET. PHONE 25 843 skuld, að það kvöld var eg öðrum háð, og þótti mér það meira en slæmt. En við því varð ekki gert. Var það minn skaði — auðvitað. watin, aðeins örstuttur spölur á milli, og var hún jarðsungin af Rev. Churchill, enskum presti. Þeim hjónum Magnúsi og Mar- gréti varð 9 barna auðið. Eitt dó í | æsku, en átta eru á lífi. Þau heita: I Margrét, Ragnhildur, Sylvia, Thelma, I Ingibjörg, Guðrún, Hermann og Tóm | as Þorgeir Hafsteinn, og eru öll J heima hjá föðurnum, sem nú gengur hópnum stóra í föður- og móður- stað. J. J. B. Margrét Valgerður Sigurðsson Fædd 2- janúar 1891. Dáin 9. maí 1930. Það er daglegur viðburður, að sam- ferðamennirnir á lífsleiðinni hverfa út á háf dauðans. En þó er hvert slíkt tilfelli nýtt. Hvert dauðsfall alvarleg áminning, sem skilur eftir autt sæti við einhvern arineld, og í fjölda mörgum tilfelliím opin sár, sem seint eða aldrei gróa. Dauðsfall það, sem hér um ræð- ir, er engin undantekning frá því allsherjar lögmáli. Fráfall Mar- grétar Sigurðsson skilur ekki aðeins eftir autt sæti við arineld heimilis- ins, þar sem hún var eiginkona, hús- móðir og móðir, heldur líka trega og söknuð allra þeirra, sem þekktu hana og henni kynntust, því hún var ein þeirra kvenna, sem flutti með sér yl góðviljans, fegurð einlægninnar og ljós háttprýðinnar, hvar sem hún fór. Mönnum er títt og í raun og veru eðlilegt, að láta hugann dvelja við hina dökku sorgarhlið lífsins, þegar þeir verða að sjá á bak sam- ferðamönnum sínum, eða ástvinum út i dauðann. En raunaléttir er það öllum að láta hugann lika dvelja við þá sannreynd, að góðir menn og góðar konur geta aldrei dáið. — Endurminningarnar frá samverutið- inni, og þegar þær eru hlýjar, hrein- ar og bjartar, þá eru þær frjódögg þess hjá manni sjálfum, sem fegurst er og í mestu samræmi við þær. — Eg hefi séð margar myndir sem eru fagrar og göfgandi, en enga sem er fegurri en mynd þeirra manna og kvenna, er samleið hafa átt í lífinu og ávalt dvalið sólar megin, eins og kona sú, er hér um ræðir. Margrét Valgerður Sigurðsson var fædd á Berunesi við Fáskrúðsfjörð á Islandi 22. janúar 1891. Foreldrar hennar voru þau Þorvaldur Þor- steinsson og Ragnhildur Eyjólfsdótt- ir, Oddssonar frá Sámsstöðum í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum þar heima, unz hún flutti vestur um haf 13 ára að aldri. Næstu sex árin eftir að hún kom vestur, dvaldi hún ýmist í Selkirk eða Winnipeg í Mani toba. Arið 1910 fluttist hún til Keewa- tin i Ontario, og giftist þar eftirlif- andi manni sínum, Magnúsi Sigurðs- syni frá Knarnesi á Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu 1. janúar það sama ár. I Keewatin reistu þau heimili I j \ í 5oc Taktu mig heim kostar Jóhannes Helgason Bergen 18. apríl 1857 — 30. jan. 1931. The Premier Spic Spari (þenna litla rafmagns handsóp) með öllu tilheyrandi, sogbelg og s. frv., má nú fá í nokkrar vikur með því að borga út í hönd AÐEINS 50c — AFGANGINN Á VÆGUM SKILMÁLUM Til viðskiftavina vorra skulum vér senda Spic Span með fylgikröfu. Þeir borga flytjanda 50c. Og svo $1.00 á mánuði með ljósa reikningnum. í Símar 848.131 848 133 848 133 Cítij of Wmnípeá 1 ” ’ illectncSijstcm, III llll afborgunum $19.75 Fyrir borgun út i PRINCESS ST. hönd. $18.75 Sú fregn kom hingað til bæjar- ins fyrra föstudag að andast hefði á sjúkrahúsi í Los Angeles, Cal., þá um morguninn herra Jóhannes Helga son Bergen, er um langt skeið átti heima á ýmsum stöðum i Nýja Is- landi. v Jóhannes heitinn var fæddur á Jörva í Hnappadalssýslu 10. apríl 1857. Foreldrar hans voru séra Helgi Sigurðsson, prestur á Setbergi í Eyrarsveit og síðar að Melum og Leirá i Borgarfirði, nafnkenndur. fræði- og fjöllistamaður, og kona hans Jóhanna Guðmundsdóttir Sím- onarsonar frá Gaul í Staðarsveit, dáin í Selkirk 1891. Hún var syst- ir frú Valdísar Guðmundsdóttur móð ur prófessors Valtýs Guðmundssonar í Khöfn, frú Guðrúnar Skaptason og þeirra systkina. Jóhannes fluttist til Ameriku sum- arið 1876. Dvaldi fyrsta veturinn í St. Paul, Minn., en eftir það I Win- nipeg, Selkirk og Nýja Islandi upp að árinu 1893; var á þeim tíma. skipstjóri á Winnipegvatni, sat í sveitarráði Nýja Islands og vann að ýmsum störfum öðrum er til féll- ust. Þetta ár flutti hann vestur að hafi til Seattle, Wash. Dvaldi á ýms um stöðum þar vestra; fór til Klon- dyke og víðar. Vorið 1909 flutti hann til Winnipeg aftur, en vestur aftur 1911. Má segja að eftir það, væri hann lengst af þar vestra, hér og hvar — í Washington, California og jafnvel suður í Alabama. Var þá atvinna hans af ýmsu tæi en oftast fremur stopul. Jóhannes var þrígiftur. Kvæntist í fyrsta skifti Jakobínu Sigurðar- dóttur frá Klömbrum í Þingeyjar- sýslu. Börn þeirra sem á lífi eru: 1. Sigurður Helgi, kvæntur Guðrúnu Nordal, búa þau í Winnipeg. 2. Jo- seph Andrés. 3. Jóhanna Lára, gift ★GENERAL ELECTRIC RADIO* $159 ONLY $5DOWN $2WEEKLY THE BESTIN RADIO Ít LOWEST TERMS IN CANADA -4r UPPHLAUPIÐ A BÆ J ARST J ÓRN ARFUNDI Rvík 2. jan. Þess var lauslega getið í síðasta blaði, að uppþot hefði orðið á bæjar stjórnarfundi 30 f. m. — Atburður þessi er einstæður í sögu bæjarins: Bæjarstjórnarfundi hleypt upp og ofbeldisverk framin á lögregluþjón um bæjarins. Fjárhagsáætlun bæjarins var til umræðu á fundinum, og urðu lang- að umræður um það mál eins og vant er að vera, og var gert fundarhlé um kl 8. En áður en bæjarfulltrú- ar gengu út, kvaddi einn áheyrandi sér hljóðs og skoraði á fulltrúana að taka atvinnubætumar á dagskrá. Varð þá nokkur þröng í salnum og háreysti, en þó skildust menn vand- ræðalaust. Eftir kvöldverðarhlé, var áheyr- endasalurinn fullur af fólki ,og gerð ist brátt hávært í salnum. Um kl 9.45 var gert boð eftir tveimur eða þremur lögregluþjónum, og voru Karl Guðmundsson og Magnús Hjalte sted sendir þangað, og verður hér farið eftir frásögn lögreglunnar um það, sem á fundinum gerðist eftir þetta. Þegar lögregluþjónamir komu, var nokkrir menn upp á borð og bekki i salnum og héldu æsingaræður. Hóta þeir borgarstjóra og bæjarfulltrúa meiðslum og að ekki skyldi verða fundarfriður fyr en dagskránni yrði breytt, og einnig höfðu þeir I hót- unum við lögregluna- Var tekið undir þetta í salnum með hrópum og söng. Sleit þá forseti fundi og ætlaði Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi fyrst- ur út. Laust þá upp ópi miklu og var honum varnað útgöngu og hrak inn aftur og ætlaði þá allur skarinn að ryðjast inn fyrir grindurnar og var því hótað að enginn bæjarfull- trúi skyldi komast út, fyr en at- vinnuleysismálið væri tekið á dag- skrá. Stóð nú lögreglan framan við bæj- arfulltrúana og vamaði áheyrendum að ryðjast inn. Tökust þá allharðar ryskingar, en nokkrir óspektarmenn komust inn fyrir lögregluna og réð- ust að baki henni. Börðu þeir lög- regluna með hnefum og stólum og hentu vatnsflöskum, glösum og öðru sem hönd á festi. Við þessa árás hlutu fjórir lög- regluþjónar meiðsli, og voru þeir þessir: Karl Guðmundsson var snúinn úr liði á þumalfingri hægri handar. Sveinn Sæmundsson varð fyrir Victor Eyjólfssyni við Riverton. — og bjuggu þar í tuttugu ár eða þar | Mið-kona hans hét Elínborg. Guð- til hún lézt 9. maí s. 1- Dauða Margrétar bar að skyndi- lega og mjög óvænt. Hún hafði ver ið heilsugóð þar til hún og maður hennar veiktust i lungnabólgu. Þau voru bæði flutt á sjúkrahús, þar sem Margrét lézt eftir nokkurra daga legu, en Magnús barðist við sjúk- dóminn í sex vikur og sigraðist á honum. Fráfall mæðra er ávalt alvarlegt. en I þessu tilfelli var það ekki sizt. Eiginmaðurinn lá þungt haldinn á sjúkrahúsi. Heima á heimilinu var stór barnahópur, hið elzta átján og hið yngsta þriggja ára. En móð- irin liðið lík. Félag, sem Rebecka heitir og Mar grét var félagi í, tók að sér að sjá um útförina og fór hún fram 11. mal frá enskri kirkju í bænum laugsdóttir ættuð frá Kálfalæk á Mýrum. Börn þeirra voru: 1. Ingi- björg Ethel, dáin 1920. 2. María Vio let, dáin. 3. Jóhannes Franklin, og 4. Helen .Gould, gift Þorsteini Magn- ússyni í Winnipeg. Þriðja kona Jó- hannesar er af hérlendum ættum og býr í borginni Birmingham í Ala- bama. Jóhannes heitinn var hinn gervi- legasti maður í sjón og vel gefinn, en hæfileikanna naut hann eigi sem skyldi og varð æfin honum því eig! jafn lángefin sem annars hefði orð- ið. Sjálfur komst hann svo að orði i bréfi til dóttur sinnar: “Eg get með sanni sagt, að æfi mín í það heila tekið hefir verið býsna mikið þyrnum stráð og upp á móti.” Hann var jarðaður i Los An- geles 2. þ. m. áheyrendasvæðið þétt skipað, en J vatnsflösku eða glasi, sem hent var nokkrir menn voru komnir inn fyrir af afli á ennið á honum. Skarst grindurnar, þar sem sæti bæjarfull- hann mjög á enni og hruflaðist mik- trúanna eru. Hávaði var nokkur i ið á kinninni, og í sama bili sló mað salnum. og sumir voru reykjandi, en , ur hann á efri vörina, svo að blóðið reykingar eru stranglega bannaðar j fossaði um hann allan. í húsinu. Þegar forseti, Guðm. As-J Ingólfur Þorsteinsson fékk höfuð- björnsson bað menn að þoka fram | högg svo að sprakk fyrir og blæddi fyrir grindurnar og hætta að reykja, þá var því svarað með hrópum ein- um og reykingarnar jukust. Meðan þessu fór fram, höfðu þessir þrír lögregluþjónar komið á fundinn: Magnús Sigurðsson, Margrimur Gísla son og Ingólfur Þorsteinsson, og stóðu þeir, ásamt hinum, í andyri hússins. Með því að hávaðanum linti ekki og fleiri ruddust inn fyrir grindurnar, bað lögreglustjóri lög- regluþjónana að koma inn fyrir grind urnar. Brugðu þeir þegar við ásamt Sveini Sæmundssyni lögregluþjóni. sem þar var staddur, en ekki í ein- kennisbúningi. Þegar þetr voru komnir inn fyrir grindurnar, báðu þeir áheyrendur með góðu að þoka fram fyrir grindurnar, en þeir kváð- ust ekki fara nema dagskránni yrði breytt, og gerðu sig líklega til þess að ryðjast enn lengra inn í salinn. Stjökuðu þá lögregluþjónarnir við allmikið. Hann meiddist og á kné og fótlegg. Magnús Eggertsson, sem ekki var I einkennisbúningi, en kom að, þegar ryskingarnar hófust, fékk hnefahögg á nefið svo það brákaðist og hann fékk blóðnasir. Þegar hér var komið, virtist verða ofurlítið hlé- En þá komu óeirðar- mennirnir inn í salinn með rauða fána og kröfuspjöld og hófu enn afj syngja og létu ófriðlega. Um sama leyti kom Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn inn í salinn ásamt þrem- ur lögregluþjónum. Sumir bæjarfulltrúar ávörpuðu á- heyrendur og reyndu að stilla til friðar, þegar bæjarstjórnarfundi var slitið, en fengu illt hljóð. Gekk svo í þessu þófi um stund, þangað til einhver kallaði upp og sagði að bezt væri að koma út á götu og halda kröfugöngu. Fóru þeim og ýttu þeim að mestu fram þeir svo að tinast út og héldu fyrst fyrir grindurnar. En þá var gert nokkrir æsingaræður hjá Þórshamrl áhlaup framan úr salnum, og hófust I Templarasundi, en lögðu siðan af þá stympingar. I sama bili stukku I Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.