Heimskringla - 04.02.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 4. FEBRtrAR 1930
HEIMSKRINGLA
5 BLAÐSIÐA
stöðum í Vopnafirði. Um þessar
mundir, fyr á sama vetri — eða
veturinn næstan áður — varð úti á
Langadal meður sá er Guðjón hét,
vinnumaður í Möðrudal, og minnir
mig hann væri ættaður frá Hálfseli
í Vopnafirði. Það var miklum vanda
bundið að fara yfir þessa löngu fjall
vegi, sem menn voru að ganga
myrkranna á milli í skammdegi og
misjafnri færð, áttavitalausir óg flest
ir þekkingarlausir á veður, þar sem
ekkert var við að styðjast nema
Stefnufestu hugans og tilfinninganna,
ef út af bar með veðrið, enda varð
oft slys að því.
Við fórum seinni part dags að heim
an og að Víðirdal á Fjöllum, sem er
mannabústaður við Langadal, þeim
megin við fjallgarðinn. Næsta morg-
un var fremur álitlegt veður og var
ákveðið að leggja á heiðina. Það
var annars enginn hægðarleikur fyrir
unglingspilt, að hafa orðið að vakna
löngu fyrir dag til þess, syfjaður og
lystarlaus, að fara að borða til und-
irbúnings fyrir langan þreytudag, og
til lystarauka hlýða á palladóma sex
fullorðinna karlmanna um veðrið og
veginn, sem lífið er undirkomið; og
tveir af þeim segja að veðrið muni
Verða gott, aðrir tveir, að það muni
hanga í honum fram á miðjan dag-
inn, og þeir þriðju tveir, að hann sé
að ganga í manndrápsbyl; og konur
Segja drauma, tvær og tvær í einu,
um bleika hesta, köntuð tungl á loft-
inu og moldarhauga á miðju bað-
stofugólfi; verða svo að taka úr og
auka í, fella úr gildi og leiða í ljós
sjálfum sér til hugsvölunar, þó í al-
gerðu þekkingarleysi sé.
Ferðin gekk seint og slysalaust yf-
ir Langadal. Við komum ofan að
Pögrukinn, sem er einn af innstu bæj
um í Hofsárdal í Vopnafirði. Bónd-
inn þar hét Jón, stjúpsonur hans kall
aður Gúsi, myndarlegur unglingsmað-
ur. A þessu koti hafði búið fyrir
nokkrum árum fprneskjulegur einsetu
karl, mig minnir hann héti Mikkael.
t“egar hann var látinn og fluttur til
grafar, þá voru talin fram tólf sauðar-
skinn með ullinni á úr rúminu hans í
stað undirsængur, og efast eg um að
konungar hvíli á mýkri sæng. Okkar
ferð var heitið að næsta bæ, Brunn-
hvammi. Bóndinn þar hét Magnús.
Það var stilltur og góðlátur maður,
°g áttum við þar góða nótt hjá hon
um. Aldrei hefi eg séð jafn brjóst-
veikan mann og var hann þó ekki
gamall, aðeins á sextugs aldri. Þegar
hann gekk fram í bæinn eða út á
hlaðið í hægum skrefum, þá blés
hann upp of ofan alveg eins og hann
væri að elta fráfærnalömb; það var
sárt að sjá hann um leið. Hann
sagði mér að hann væri að hugsa
um að fara til Ameríku og vita
hvort loftslagið þar ætti ekki betur
við sig; og það minnir mig, að eg
frétti seinna að hann hefði flutt vest-
ur. Kona ein gömul var á hans heim
ili mjög einkennileg, og verð eg lítið loft lærði eg aldrei að þekkja eða
eitt um hana að geta. Mig minnir
að hún væri niðursetningur á heim-
ilinu; en það var auðséð á öllu, að
vel var að henni búið, svo frjáls og
glöð' var hún og hafði alltaf nóg
til að tala um. Hún vakti forvitni
mína, og mér fannst hún vera fróð
um marga þá hluti, sem unglingar
hvessa eyrun við, og hún var fús til
að fræða mig. Hún sagði mér mikið
um frostrósir á gluggarúðum, hvað
þýddu, og hverju þær spáðu, eftir
því hvort þær sneru upp eða niður,
eða til hægri eða vinstri hliðar. Mik-
ið vissi hún um spábrest í baðstofu-
viðum, sperrum og súðarborðum.
Mest snerist það um veikindi og
feigð heimilismanna og tíðarfar, og
allsherjar stórtíðindi. Þá vissi hún
og mikið um fylgjur og feigðarein-
kenni á mönnum og skepnum, og
hollvætti í vötnum og ám; og tíðar-
fars spásagnir árstrengja og fossa;
um skeggrakstur, hárskurð og nagla
skurð, og ótal teikn á lofti og í
geimi. Vel hefði eg mátt vera þar
í heila viku og skrifa upp þann fróð-
leik, sem hún lét mér í té; en eg
býst við að enginn hefði hf»í um
það; en sumt af þessu reyndi eg þó
seinna að var mikið rétt, eins og
veðurhljóð í ám og fossum á mis-
munandi stöðum, eftir því hvaða
áttar að komandi vindur var.
Þenna dag var logn og frostlaust
veður, en stöðug hríðarmygla ,og
snjórinn bráðnaði á fótum okkar,
svo við urðum að halda rösklega á-
fram til þessa að líða ekki af fóta-
kulda.
Það gerðist nú ekkert sögulegt i
þessari ferð og í rökkurbyrjun vor-
um við komnir út í Hof.
Þó eg væri upp alinn á fjölmenn
asta og stærsta heimilinu á Hóls-
fjöllum, þá blöskraði mér nú í mesta
máta þetta mikla höfðingjasetur, og
þótti mér sem það mundi likjast
biskupssetrunum fornu í Skálholti
og á Hólum, hvorttveggja að húsa-
kynnum og að mannfjölda, og eng-
inn maður hefði getað gert sér í
hugarlund, hve mikill æfintýrablær
vafðist utan um mig, og þarna þekkti
eg engan mann, nema hvað eg hafði
séð þá prestana á snöggri ferð
nokkrum sinnum áður. Okkur var
fylgt inn í vinnumannaskála undir
baðstofulofti, og fagnaði eg því; en
þar voru menn af óæðra flokki, og
eg bjóst við að mikið djúp væri stað-
fest milli vinnuhjúa og höfðingja
staðarins; komst þó að því seinna,
að svo var ekki nema i gþðu hófi;
en eg varð þessari vistarveru feginn
í félagi með mínum jafningjum, því
feimnin kvaldi mig, og eg þráði
að vera kominn heim, fannst allt
svo mikilfenglegt. Eg heyfði talað
um prófastsstofu, kvennastofu, borð-
stofu, baðstofu, gestastofu ,skóla-
stofu, vefhús, suðurstofu, norður-
stofu, smíðaskála, búr og eldhús og
geymsluskála, svefnhús og svefnloft
H. F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands
verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í
Reykjavík, iaugardaginn 27. júní 1931 og hefst kl. 1 e.h.
Dagskrá:
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd-
um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á
yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og legg -
ur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikn-
inga til 31. desember 1930 og efnahagsreikning með
athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinn-
ar og tillögum til úrskurðar frá endurskóðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjómarinnar um skift-
ingu ársarðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn félag^ins, í stað
þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunum
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer,
og eins varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem
upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar af fundinum verða afhentir hluthöfuni
og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í
Reykjavík, dagana 25. og 26. júní næstk. Menn geta
fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn
á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. •
Reykjavík, 6. janúar 1931.
STJÓRNIN j
' sjá.
Seinna ferðaðist eg víða um sveit-
ir og sýslur landsins, og þvert yfir
land til Þingvalla, og sá mörg þessi
höfðingjasetur hin fornu, þó fá væru
þau jafn tilkomumikil og Hof í
Vopnafirði; og eg verð að haf-a
leyfi til að viðurkenna það hér, að
eg endurminnist allra slíkra heim-
ila með innileik og mikilli eftirsjá.
Þessi mörgu híbýli staðanna höfðu
hvert þeirra sinn sérstaka svip og
sína sérstöku sögu, mikið ágætari
en sundurþiljaðar stofur í einu stór-
hýsi. Híbýlin gömlu voru miklu
tryggari og geymslustaðir sögulegra
viðburða, og hétu líka mörg af þeim
eftir hundrað ára viðburðum og
miklu eldri. Þau voru geymslustað-
ir þúsund leyndarmála, góðra og
máske vondra, og þó fóstruðu þau
ekki glæpaverkin, þar sem þau voru
naumast finnanleg-
Hinar mörgu vistarverur á gömlu
islenzku höfuðbólunum höfðu við sig
marga gagnlega kosti. Þar sem hi-
býlin voru fráskilin hvert öðru með
þykkum torfveggjum, þá urðu þau
hvert um sig sjálfstæð; þannig að
þó að hryndi veggur eða bilaði þak
á einu þeirra, þá áhrærði það ekkert
aðrar krær, og máttartré öll voru
efnisminni og ódýrari, og minni tíma
var eytt frá heimilisstörfum og önn
um til aðgerðar smáhýsunum, þó
oftar þyrfti þá umbótum að sinna.
Þá er og alkunnugt, hvernig þykku
torfveggirnir á alla* vegu og með
torfþaki yfir, geymdu matvæli manna
árið í kring eins og beztu kjallarar.
Kjöt í öllum myndum, saltað, hang-
ið og súrt, fiskur ,slátur, ostar og
skyr geymt árið yfir óskemt, og alls
ekki svo að skilja að menn ekki
væru nógu hótfyndnir þá eins og nú,
ef ástæða var til að finna að. Eg
veit að þetta allt er geymt áfram
í nútízku húsakynnum, og eg er eng-
inn afturhaldsmaður, en þvert á móti
fagna nútíma byggingarstíl heima
á gamla landinu; en eg hefi þó leyfi
til að sjá eftir æfintýraljómanum
yfir fornu höfuðbólunum, sem mörg
af okkar beztu skáldum hafa sótt
sin áhrifamestu yrkisefni í.
Er það nú samt ekki meira efnis-
lega hagsmunalífið en andlega hug-
sjónalífið, sem græðir á gerbreytingu
í þessum efnum?
Það ber vel að vanda, sem lengi
á að standa. Piltur og stúlka, sem
vildu leyna ástfúsum samhug sínum,
að minnsta kosti eins lengi og þau
sjálf vissu ekki hvort þau mundu
binda með sér æfitiðar félagsskap
eða ekki, þau áttu ekkert bágt með
að eiga saman hljóðskraf í einhverri
vistarveru á gömlu höfuðbólunum
heima, jafnvel þó I meinum væri við
foreldra eða systkini. Það varð ekki
hlerað, mál elskendanna í gegnum
þykku torfveggina. Nú er það væn-
legasta heillaráðið að keyra stúlkuna
sína út dag eftir dag, þangað til all-
ir í byggðinni vita að þarna fara
hjónaefni, þó svo aldrel semjist um
æfitíðar félagsskapinn.
Margir komu gestir að Hofi og
voru þar um lengri eða skemmri
tíma, sumir jafnvel fleiri daga og
nætur, einkum þeir sem komu lengro
að. Sóknarbörnin, sem lengst áttu
að sækja til kirkjunnar, af nyrztu
bæjunum beggja vegna fjarðarins,
komu jafnaðarlegast á laugardags-
kvöldin og gistu á prestssetrinu á
sunnudagsnóttina, og alla helgidaga
var kirkjan nokkurn vegin full, og
alltaf skiftu prestarnir þapnig með
sér verkum, að séra Jón stóð fyrir
altarinu, en séra Halldór sté í stól-
inn.
Þenna tíma, sem eg var á Hofi,
átti eg kost á að kynnast mörgum
manni, sem mér er minnisstæður, þó
ekki sé ástæða til að skrifa hér um
þá nema að litlu leyti.
Séra Halldór var einn af þeim
mönnum, sem fékk áskorun heimu-
lega frá Jóni forseta Sigurðssyni um
að sækja þjóðfundinn á Þingvöllum
1851, þegar Jón stóð upp og mót-
mælti fulltrúanum í nafni konungs-
ins og þjóðarinnar íslenzku, og all-
ir fundarmenn stóðu upp og mót-
mæltu líka. Eg get um þetta hér,
af því að það lýsir betur en mörg
önnur orð því trausti og áliti, sem
almennt var borið til séra Halldórs
á Hofi. Hins vegar hefi eg það eft-
ir öðrum, þar sem eg er ekki fæddur
fyr en 1861, eða 10 árum seinna.
Séra Halldór reið sveitir vestur norð
anlands, en séra Sigurður Gunnars-
son á Hallormsstað var annar full-
trúi Austfirðingafjórðungs, og reið
hann Jökulsá á Fjöllum þar sem hún
kemur undan Vatnajökli og fór suð-
ur Sprengisand; og heyrði eg aldrei
neins annars getið, er farið hefir
yfir Jökulsá á þeim stöðvum, þó
fleiri færu Sprengisand.
Séra Halldór var mjög merkur
maður og naut mikils álits og virð-
ingar, bæði í héraði og sinni sókn.
Hann var þrekvaxinn, lágur meðal-
maður að^ vexti, hafði tvivegis fót-
brotnað og gekk ætíð við lítinn og
nettari staf, bæði inni _í húsum og
úti; samt var hann æfinlega rösk-
legur á fæti, vingjarnlegur í við-
móti, en þó blíðulaus og hafði ætíð
kurteisisleg spaugsyrði á reiðum
höndum. Sonu sína fimm, og þá sr.
Steingrím í Otradal og séra Arnór
á Hesti kostaði hann í gegnum skóla
og til embætta; dætur sínar mentaði
hann einnig vel.
Hún kemur einn dag ofan í skóla-
hún uppáhald. prófastshjónanna; og
vissi eg vel að eg átti að líta upp
til hennar.
Hún kemur ein ndag ofan í skóla-
stofu til okkar Gunnlaugs, undur al-
varleg á svipinn, horfir á mig og
segir mér að séra Halldór biðji mig
að finna sig inn á hans skrifstofu,
sem var innst á baðstofuloftinu; en
svo skundaði hún út aftur. Eg
hafði aldrei komið inn á skrifstofu
prófasts og mér duldist það ekki,
að þetta var eldraun fyrir mig, því
að það var enginn annar vegur til
en að fara í gegnum hirðmeyjasal-
inn. Það var hugsanlegt, að séra
Halldór ætti óþægilegt erindi vi£
mig, þó eg gæti ekki skilið það; en
stórmenni var hann og ekkert hægt
að gizka á hvað mín biði þar; en
það gat þó ekki verið nema reykur
samanborið við það að verða að
ganga í gegnum kvennabúrið. Aum-
ingja Gunnlaugur sá hvað mér leið
illa og hann fór að hughreysta mig,
hélt að eg óttaðist prófastinn, en
eg þorði ekki að segja honum hvað
að mér herti. En nú dugði ekkert
doskur, og setti eg í mig allan þann
kjark, sem eg átti ráð á og lagði
af stað. Einhvemtíma hafði eg úr
borðstofunni séð inn í setustofu
kvenfólksins, og tekið sérstaklega
eftir saéti frúarinnar; eg hugsaði
mér nú, að ef eg ekki gæti unað
með augun á tánum meðan eg færi
í gegnum stofuna, þá skyldi eg þó
helzt líta á frúarstólinn, því að eg
var viss um að hún var góðmenni;
og svo var eg kominn inn í stofuna
og mátti til að líta upp svo eg ræki
mig ekki á, og á frúna horfði eg, og
hún brosti þá og var auðsjáanlega
að gera gys að mér. Aldrei hefir
mér þótt sjálfsagðara að láta hurð
aftur á eftir mér, en þegar eg loks-
ins slapp inn í prófastsstofuna. Pró-
fastur sá strax að mér leið illa, og
fór viturlega að, bauð mér sæti,
mintist á veðrið og sagði að eg væri
nýr gestur hjá sér- Loksins segir
hann, hvort eg hafi átt nokkurt er-
indi við sig. Eg sagði honum þá,
að eg hefði fengið böð frá honum
að hann vildi finna mig. Hann fór
að brosa og segir að stúlkur séu að
hrekkja mig, og að nú skulum við
fara illa með þær; eg skuli nú sitja
hjá sér og lesa skemtilegar bækur
þangað til farið verði að borða, en
þá, er eg var á Hofi. Ef eg man rétt
muni þá sýnast að við höfum þurft
að finnast, og þá geti hann líka lagt
mér liðsyrði, þegar við förum að
borða. Þetta þáði eg með þökkum,
enda fengu þær makleg málagjöld á
sínum tíma. Eg held eg hafi aldrei
síðan þjáðst af feimni.
Frh.
Vatnaskilin
Frh. frá 1. bls.
móðurlega tilfinning hefir svo fast
sótt á Islenzkar mæður, að það eru
mannsaldrar síðan þær þegjandi og
hljóðalaust vörpuðu fyrir borð kenn-
ingunni um erfðasyndina og fordæm-
ingu óskírðra bama. Móðir mín, —
ef eg má taka persónulega nákomið
dæmi, — er alþýðukona, eins og
flestar frónskar mæður. Hún var
eftir beztu vitund trúhneigt og hlýð-
ið bam lúterskrar kirkju, og datt
sízt uppreisn i hug. En vel man eg
eftir þvi, að snemma í æsku tók eg
eftir samtölum hennar við aðrar
mæður um þessi efni, og þótti þeim
þá sumt sennilegt, en ekki allt! —
Mæðurnar báru sitt skyn á börn.
Þar var náttúran náminu ríkari. t
bömum sínum fundu þær ekkert ann
að en það, sem frjálslynda kirkjan
finnur í öllum mönnum, ungum sem'
gömlum — blessað og gott og þroska
vænlegt manneðli! En lengra náði
heldur ekki sjálfstæðið. Því að þeg-
ar lengra kom út i guðfræðivef kirkj
unnar, höfðu þær enga eðlisávisun
við að styðjast. Þar var ekki um
annað að gera en að láta kverið
og klerkinn ráða. Og þannig varð
það að þær höfnuðu fordæmingu, en
héldu friðþægingu; fleygðu burt
undirstöðunum en álitu yfirbygging-
unni óhætt. Þær gerðu þetta með
góðri samvizku, íslenzku mæðurnar,
og tóku fæstar eftir því, að nokkuð
væri við það að athuga. Ekki lái
eg þeim það. Hitt er furðulegra
fyrirbrigði en svo, að það sé mitt
meðfæri, að á vorum tímum — eft-
ir allt umtalið um þessi mál, allt það
er hvatt hefir menn og stutt til
skynsamlegrar samkvæmni, — skuli
menn ennþá reyna að samrýma það
sem vissulega er ósamrýmanlegt, enn
þá halda yfirsmíðinu, en ryðja burtu
grunninum, ennþá kenna friðþæg-
ingar-sáluhjálp, en afneita fordæm-
ingu og eldsvíti.
Það sem ber að stórvirða við í-
haldsprestinn i Boston, er sam-
kvæmni í hugsun hans. Hanji er
nógu skynsamur og einlægur til þess,
að kannast við það, að gerspilling
og örvæni mannanna sé forsendan
mikla, er “gamla” guðfræðin bygg-
ist á — þessi forsenda, sem íslenzk-
ar mæður margar vilja þó ekki líta
við. Og af því að prestinum er annt
um þá guðfræði, er honum og annt
um það, að þaðan sé engu sleppt,
sem þar á heima.
Islenzka menn ner vestra virðist
um of bresta þessa samkvæmni. Þvi
Því að svo er hugsunarhætti þeirra
komið, að ef þeir skildu sjálfa sig,
þá sæju þeir, að þeir eiga heima,
allir sem einn, að heita má, í frjáls-
lyndu kirkjunni, og hvergi annars-
staðar. Fyrir því vex mér í aug-
um ábyrgð þeirra leiðtoga, er ýfa
)á til andúðar við þeirra eigin raun-
verulega málstað. Afleiðingamar
margar eru slæmar.
Eg ber sérstakt traust til nor-
rænna manna. Eg er þó nokkuð
upp með mér af þjóðerni mínu og
samlöndum. Þeir eru bersýnilega
flestum þjóðflokkum fremur opnir
fyrir trúarlegu bjartsýni og frjáls-
lyndi. Þeir hafa áreiðanlega þegar
stigið yfir vatnaskilin milli gamals
og nýs — frá því gamla til hins nýja
— jafnvel þótt þeim sé það ekki öll-
um Ijóst sjálfum- I krafti Alföður,
sem starfar án afláts og alla hluti
gerir nýja, eru þeir að sannfærast
um það, að mannveran er i eðli sínu
gott, gróandi líf; að hún hefir aldrei
fallið frá því upprunalega eðli sínu;
að skaparinn hefir aldrei reiðst
>essu óskabarni sínu; að honum hefir
aldrei komið til hugar að tortíma
>vi; að elska hans og máttur vakir
yfir því, og leiðir það á vegum nátt-
úrlegs vaxtar og þróunar, í sársauka
og sælu, hrösun og viðreisn, áfram
um heima og himna tilverunnar, að
takmarki sinnar eigin guðdómlegu
fullkomnunar. 1 þessar áttir fara
yfirleitt skoðanir trúhneigðra Islend-
lendinga, austan hafs og vestan.
Og þessar skoðanir boðar frjálslynda
kirkjan. Þannig er frjálsa kirkjan
hin eiginlega kirkja allra Islend-
inga.----------
Eigi þarf að útlista það fyrir
hugsandi mönnum, hversu guðshug-
myndin miklast og fegrast við þá
sannfæringu, að sú sköpun skapar-
ans, sem veglegust virðist hér á
jörðu, maðurinn, mannseðlið, sé
kjarnheill og þroskavænlegur hlut-
ur, en ekki misheppnað og fordæm-
anlegt hrákasmíði. Þeir, sem ann-
ars eru hvað “vandlátastir guðs
vegna”, gæta þess sjaldnast, að van-
traustið á manneðlið er í sjálfu sér
vantraust á hann, sem manneðlið
gerði úr garði.
Eigi þarf heldur að minna á það,
að hugarstefna frelsis og bjartsýni
í þessum efnum hlýtur að vekja al-
náttúrlega og mannlega, og að sama
skapi innilega einlæga hollustu við
persónu Krists, svo sem heilaga sönn
un þess og dæmi, hversu faðir ljós-
anna og lifsins hefir blessað mann—
legt eðli með vaxtarhæfileikum til
þekkingar, siðgæðis og sálarfriðar.
Líf Krists, eins og guðspjöllin lýsa.
því, er æðsta fagnaðaropinberun
manneðlisins, er sagan þekkir.
Ein versta yfirsjón kirkjuguðfræð-
innar var það, að gera Jesú að lifs-
fjarlægu yfimáttúrlegu undri, sem
enginn skilur, í stað þess sem hann
var: háleit, elskuleg og máttug
mannssál, sem jafnvel smælingjar
gátu skilið og elskað. En slíkur
fulltrúi manneðlisins var hann og
endurspeglun algæzkunnar.
Samfara endumýjuðum og bjart-
sýnum skilningi á manneðlinu, þró-
ast sannfæringin um það, að lífift
sé gott, sé náðargjöf. Menn venjast.
á að unna öllu þvi, sem lifað og gró-
ið getur, svo og að fylgjast fagn-
andi með öllum raunverulegum frana
förum samtíðar sinnar — og vaxa
•
við það sjálfir. Þannig meðtaktt
menn hinn heilaga anda bjartsýninn-
ar, endurnýjunarinnar og vaxtar-
ins.---------✓
Ef til vill þarf að taka það fram,
betur en gert var í byrjun, að vér,
sem treystum því, að manneðlið sé
meðtækilegt fyrir allan æðri þroska,
verðum eigi fyrir það blindir á hin-
ar dökku hliðar mannlífsins. Fárán-
leg er synd mannanna og ransleitn-
in- Hún er raunveruleiki, en ekki ð-
verulegt, lífsfjarlægt hugarsmíð eins
og “erfðasyndin”. Syndin er eina
nálæg og raunveruleg eins og veikl-
un og vaxtarkorka jurtarinnar, sem
hjarir í hraungjótu, þar sem hvorkt
nýtur nægilegrar sólar né regns-
Jurtin er sjúk og þó eðlisheilbrigft.
Veitum henni eðlilegu vaxtarskilyrð-
in, látum hana drekka af döggvum
og laugast í ljósum himinsins, og;
hún mun vaxa og fullkomnast í yncfc-
isþókka eðlisgróinnar heilbrigði.
Allir menn virðast rata i einhverjía
synd og ógæfu, og hver sá, er hygg-
ur sig styrkan standa, gæti þess afi
hann ekki falli. Þroskaskilyrðin em
örðug. Af munni stjómmála, vísindtt;
og kirkju framgengur bæði blessutt
og bölvun. Vér lifum I þvi umhverf
sem eigi verður lifað og vaxiíi
án þess að vaka og biðja. Hinn
sterki þarf að styðja hinn veika.
Alla þarf að fræða um það, hvar
tignustu ljósberar sögunnar og sann-
leikans varpa geislum á veginn. Eng
inn má gleyma orðum né fordæmt
Krists. Þvi að við daggir lífsreynsl-
unnar og sólskin guðlegs málstaðar
og bjartsýni ber oss að læknast og
lífgast. *
Himnaríki á jörðu bíður þess aft
gróa upp, við hin æðri vaxtarskil-
yrði i sálum vorum. Homsteininn
að musteri guðlegrar menningar
lagði guð alfaðir í öndverðu í mann—
eðlið, og hann verður aldrei annars-
staðar lagður. — — —
Að lokum þetta: Hvað væri lít'ift
og manneðlið annað en auðvirðileg
froða forgengileikans, ætti það að
miðast við jarðheiminn aðeins? Tveir
eru bjartastir gimsteinar í kórómj
mannlegs eðlis: Guðsneistinn, sem
gerir oss öll að elskuðum bömum-
hins Hæsta, og áframhaldið, þetta
máttuga eðli persónuleikans að stand
ast óhaggaður umskiftin þau, er vér
köllum dauða. Segjum þvi meffi
einu trúhneigða, bjartsýna alþýðu-
skáldinu okkar:
“Eg legg af stað í litlum bát
með ljós í stafni hinnsta sinn.
A boðum á eg ekkert gát,
þótt aleign mín sé farmurinn.
Því hafið mitt er hreint og bjart
og hefir engar grynningar.
Sem sjómannsdrengur sigli eg djarft
og sé ei neina hættu þar.
I
Og fyrir stafni lít eg land;
það líkist minni feðragrund!
Og guðlegt vorsins geislaband
þar glitrar yfir sæ og lund.
Og þótt eg slái ferð á frest,
mér fagnar þessi dýrðarsýn. * j
Því allt það, sem eg unni bezt„
það er nú þarna og bíður min.“*
(S. Jóh.i
Að sigla með ljós í stafni um lifs-
ins og dauðans haf — ljós bjartsýn-
innar á eðli manns og elsku guðs —
það verður i framtiðinni æðsta afl'
siðgæðis og framfara með mönnun-
um. í
*