Heimskringla - 18.02.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.02.1931, Blaðsíða 1
 DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Men’s Suits Dry Q ■* aa Cleaned & Pressed*K I iUU (Cash and Carry Price) Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Replaced and all Minor Reparirs Free DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Ladies’ Plain Silk AA Dresses Dry Cleaned^ I iUU & Finished (Cash and Carry PriceJ Delivered, $1.25 Minor Repairs Free XLV. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVTKUDAGINN 18. FEBRÍrAR, 1931. NCMER 21 / “ISLANDS ÞPSUND AR”. Kantata Björgvins Guðmundsson- ar tónskálds, “Islands þúsund ár”, verður sungin af The Icelandic Chor- al Society, þriðjudaginn 3. og fimtu- daginn 5. marz næstkomandi. Flokkurinn hefi rverið að æfa kantotuna síðan í haust, svo að l>úast má við að hún fari vel úr hendi, enda hafa ekki aðeins verið starfandi við hana allir beztu söng- kraftar meðal íslendinga hér í bæn- um, heldur einnig leiðandi menn ut- an flokksins og ýmsir atkvæða- niestu söngfræðingar Winnipeghorg- ar» t. d. John Waterhouse fiðluleik- ari, sem leggur til fiðlurnar i undir- spilið og spilar sjálfur með; Peter Temple organleikari, conductor of Winnipeg Male Voice Choir og Win- n'Peg Symphony Orchestra, og marg ir fieiri. Af framangreindum áhuga, sem svo margir ágætir menn hafa sýnt í því að gera kantötu Björgvins Guðmundssonar sem myndarlegast úr garði, má það vera ljóst að mik- ið þykir til hennar koma af hérlend- um mönnum, og að um merkilegt tónverk er að ræða, sem enginn ®tti að sitja sig úr færi með að heyra. Enda er kantatan viðburð- hr að því leyti, að hún er ekki að- eins stærsta tónverk, sem sungið hefir verið eftir nokkurn Islending, heldur mun hún einnig vera stærsta verk sömu tegundar, sem nokkru sinni hefir verið æft af Winnipeg- borgarmanni. Má oss Islendingum bæði verða sómi og gleði að því, að unt skuli hafa orðið, að æfa kan- tötuna með samstarfi svo margra góðra manna. MANITOBAÞINGIÐ. Umræðunum um hásætisræðuna er sagt að muni ljúka þessa viku, og fjármálareikningarnir verði þá lagð- ir fram, Er nú á fjórðu viku síðan umræðurnar hófust, og hafa 22 þing- menn látið til sín heyra. Málin, er belzt hefir verið þráttað um eru kaup Brackenstjórnarinnar á Brandon orku verinu og frumvarp um breytingar á giftingarlöggjöfinni, þannig að frið- dómurum sé leyft að gifta, þó ekkt sé nema til fimm ára. Er ekkert likara en að það mál verði kæft af þingnefndinni, serrt hefir það með höndum. Og Brandon orkuverskaup- in eru nú þegar gerð, svo umræðurn- ar um þau eru þýðingarlitlar. Um timana og lán fylkisins til Hveitisam- lagsins hefii; og mikið verið rætt. — Hafa margir stjórnarsinnar kent úr- slitum sambandskosninganna í sum- ar um viðskiftaárferðið, en conserva- tívar heimta kosningar í þessu fylki, sf Bracken þori, til þess að sanna, að fylkisbúar séu ekki þeirrar skoðun- ar. En kosningar kveður stjórnin skki koma til mála I sumar. Mega Þá verk þessa þings heita upptalin fram að þessu. HVEITIVERÐ Er hveiti verð að skána? Það virðist sem það hafi smám saman verið að hækka, þar til að það síðast liðna viku var komið upp é. 66 cents á maí-hveiti, 68 cents á júlí-hveiti og yfir 70 cents á október hveiti. Að vísu hefir það fallið hcki{Ug niður úr þessu, en þó er október-hveiti 67 cents þegar þetta «r skrifað. A.f því að þessi verðhækkun frá 50 centum, hefir haldið jafnt óg þétt áfram um nokkurt skeið, ætla niargir, að verð hveitis sé yfirleitt a& batna og verða stöðugra. Hveiti- salan virðist hafa gengið heldur greiðara, undir stjóm McFarlands, en áður. Að öðru leiti em uppskeru horfur bæði í Argentínu, Bandaríkj- um og Rússlandi ekkert glæsilegar sem stendur og er hugsanlegt, að það hafi einhver áhrif á hið batn- andi verð. SKYLDUSALA A HVEITI. Hveitisamlagið í Manitoba hefir verið að gangast fyrir því, að fá kömræktarbændur I fylkinu til þess að greiða atkvæði með fyrirhugaðri löggjöf um að skylda atla bændur til að selja Hveitisamlaginu korn sitt. Síðastliðinn mánudág tók H. C. Burnell, formaður Hveitisamlags- ins, sér far í flugvél út til Carman, til þess að halda fund um þetta. En þegar á fundinn kom, var hann klapp aður niður, en í þess stað var stofn- að félag til þess að vinna á móti skyldusölunni. Svona fór með sjó- ferð þá. R. J. WHITLA FÉLAGIÐ GJALDÞROTA. Alnavöru- og fataheildsölufélagið, sem undir nafninu R. J. Whitla & Co. hefir um langt skeið rekið hér verzl- un, var lýst gjaldþrota s.l. mánu- dag. VERKFALLI LOKIÐ. Ullarverksmiðju verkfallinu á Eng landi er Iokið. Um 300,000 manns, sem iðjulausir hafa verið síðan í miðjum janúar, hafa aftur verið tekn ir í vinnu. Miklir jarðskjálftar urðu á Nýja Sjálandi í vikunni sem leið og öllu manntjóni ógurlegu. Aðal jarð- kippirnir voru á nyrðri eyjunni suðvestan verði þar sem bærinn Napief stendur. Segja símfregnir þaðan að hús flest þar í borginni séu í rústum, og hátt á annað þús- und manns hafi mist lífið. Féllu stórhýsi yfir göturnar svo umferð öll teptist. I flestum þeirra hefir kviknað svo að reykjar mökkurínn hylur útsýni yfir bæinn, og er til lands að líta af höfninni sem vfir rjúkandi eldhaf. Við jarðskjálftan gnkk hafsbotninn upp inni á vík- inni svo að á sumum stöðum nera- ur alt að 18 fetum, en aftur sukku nes norðanvert við borgina svo þau eru nú yfirflotin af sjó. öll sigl- ing hefir þvi tepst inn á höfnina og björgunar tilraunir orðið að mun erviðar. Fólk það sem komist hefir lífs af stendur uppi allslaust og hefir það nú verið flutt til nær- liggjandi staða þar sem því hefir verið komið fyrir til bráðabyrgða. Frysti jarðskjálfta kippurinn kom á mánudaginn 2. þ. m. rak svo hver kippurinn annan fram á fimtudag. Svæsnastur mún jarðskjálftinn hafa verið á þriðjudaginn, þá kom eldur upp víðast í húsum þeim er fallið höfðu eða skekst. Byrjaði þá allur bærinn að brenna. Voru þá her- sveitir sendar til bæjarins til þess að aðstoða við björgun og varð- veita eignir manna gegn ránum og þjófnaði. Nú, er þetta er ritað má heita, að allur bærinn hvíli i ösku og fólk alt flúið. I nærsveitum við borgina varð manntjón einnig og hefir fólk flúið úr öllum þeim hér- öðum. Liggur nú svæði þetta alt í eyði, er fyrir skömmum tíma var með blómlegustu sveitum Nýja Sjá- lands. • • • Gyðinga auðmaðurinn mikli Nath- an Strauss er andaðist í New York fyrir stuttu skyldi eftir sig minni auð en búist var við. Eignir hans námu réttri milljón dollara. Nú langan tíma hefir hann gefið árlega stórfé til ýmsra liknarstofnana og er sagt að gjafirnar skifti tugum miljóna. Var búist við að hann myndi nú ánafna þeim álitlegar upp- hæðir af eignum sínum eftir sinn dag, en svo varð ekki. Gerir hann grein fyrir því I erfðaskrá sinni. Hann segir: "Eg hefi lengi verið sannfærður um sannleiksgildi hins forna Gyðings málsháttar er svo hljóðar: ‘Alt sem þú gefur á meðan þú ert heilbrigður og við beztu heilsu er Skírasta gull. Það sem þú gefur í veikindum er eigi annað en silfur, en það sem þú gefur að þér látnum blý og ekkert annað.’ ” Gjafir fjölda margra hinna ríku verða ekki einu sinni á við blý. Eg hefi reynslu fyrir þvi. Eignir hans skiftast mili þriggja barna hans er lifa hann. • • • óvenju miklir þurkar hafa gengið í miðríkjum Bandaríkjanna. Ná þurkar þessir aðallega yfir Arkansas Oklahoma, Kentucky og Tennessee. Allur jarðargróði má heita skræl- harður, því hitar miklir hafa fylgt þessum þurkum. Eru uppskeru horf- ur því fremur ískyggilegar, hversu sem úr kann að rætast. • • • Frumvarp liggur fyrir ríkisþingi Japana er fer fram á að veita kon- um jafnan kosninga rétt við karl- menn í öllum bæjarborgar og sveita- málum. Er svo litið á, sem frum- varp þetta sé fyrirboði þess að innan skamms tíma verði konum þar i landi veitt jöfn réttindi við karl- menn í öllum málum innan keisara dæmisins. • • • Frá Indlandi koma þær fréttir að þjóðar leiðtoginn mikli Mahatma Ghandi, hafi hafnað heimastjórnar tilboði Lundúna ráðstefnunnar. Þyk- ir honum samningurinn ganga of skamt í flestum efnum er að sjálf- stæði Indlands lýtur. Heitir* hann því á þjóðina að taka honum ekki, en halda áfram baráttu sinni fyrir fyllra frelsi. Segir stjórnmála mönn- um mjög þungt hugur um hvern endir það muni hafa, óttast margir jtyrjöld og langverandi ófrið áður en lýkur. Liggja nú ýmsir stjórn- inni á hálsi fyrir að hafa veitt Ghandi frelsi og slept honum úr fangelsi, en ekki fá ásakanir þeirra miklar undirtektir hjá leiðandi mönn um þjóðarinnar. • • • Rússar eru að undirbúa tilrauna flug með Zeppelin loftfari yfir norð- ur heimskautið. Verður ferð þessi farin innan skams. Er gert ráð fyrir að fara frá Moscow norður niður Alaska og suður Kyrrahafsströnd Takist ferðalagið vel er í ráði að hefja loftferðir þessa leið milli Norðurálfunnar og Ameríku. Stytt- ir það vegalengdina afar mikið. Viðkomustaðir verða fáir, fyr en kom ið er til Alaska er verður helzta millistöðin milli Evrópu og Amer- íku. • • • Skattnefnd fylkisins setur um þess- ar mundir og virðist hafa ærða að starfa. Tíu bæjir og sveitarfélög hafa lagt fyfir hana beiðni um nið- urfærzlu á skatti á næsta fjárhags ári. Halda umsækjendur því fram, að eignamatið sé svo svo hátt að eigi nái nokkurri átt, ey land og bæjarlóðir hafi fallið svo í verði að heita megi óseljandi. I stað þess að eignamatið hafi verið fært niður hafi það verið fsért upp frá því sem það var fyrir 2 árum síðan, afleið- ingarnar hljóti að verða þær, að sveitafélögin verði sett á höfuðið. Bæir og sveitir, sem kröfur þessar flytja eru: Portage La Prairie, Sel- kirk, Transcona, Franklin, Norður Kildonan, Norður Norfolk, Eriks- dale, Macdonald Beausejour og Siglu- nes, Með öðrum orðum Englendingar Skotar, Skandinavar, Frakkar og Islendingar. • • • Alþjóðarráð Canadiskra kvenna hefir sent fulltrúanefnd á fund stjórnarinnar í Ottawa með tilmæli um að gerðar séu ýmsar mikils- varðandi breytingar á núverandi lögum er lúta að þjóðfélagsmálum í landinu. Meðal þeirra lagabóta sem farið er fram á eru þessar: Að skipaður. sé kvenlögfræðingur í nefndina, er situr nú að semja og skrásetja lög Alþjóðasambandsins. Að einfaldari lög og strangari séu sett gegn hvítu þrælasölunni svo- nefndu. Að samin séu lög til réttarbóta fyrir fólk, sem eigi hefir borgararétt í landinu. Lög er takmarki leyfi til að bera á sér skotvopn. Breytingu á hegningarfögunum, er ákveði sem fullkominn glæp, er varði lögum, “er ógiftar persónur sænga saman á gistihúsum”. Þá er farið fram á, að samin séu lög, sem ákveði: að konur skuli eiga sæti að jafnari tölu í tylftardómi við karl- menn, þegar hlutaðeigandi málsað- iljar eru konur eða unglingar. Að skrásetja skuli hjónabands- skilnaði á sama hátt og hjónavígsl- ur, fæðingar og dauðsföll. Að séð skuli vera fyrir viðeigandi húsakynnum fyrir myndir, filmur og minjasöfn frá hernaðarárunum. Lög er breyti tímareikningi. Lög um heilbrigðisskoðun áður en giftingarleyfi séu veitt. Lög er setji skipulagsnefnd fyrir húsabyggingum í sveitum og bæj- um. Lög um hjúkrunar- og heilbrigð- isstöðvar í sveitum. Lög um styrk til blindra og eftir- laun til þeirra, er leyst hafa af hendi langa þjónustu í þarfir hins opin- bera. Ennfremur er farið fram á, að rík- ið taki í sínar hendur öll, útvarpstæki í landinu og sameini í eitt kerfi. Sé þá radioskattur færður upp úr $1.00 í $3.00. Bannaðar skuli allar verzlun arauglýsingar í útvarpinu, en áherzla lögð á, að það flytji skemtandi og fræðandi ræður, söngva o. s. frv. Þá er þess krafist að atvinnulausar konur fái jöfn tækifæri við karlmenn við vinnu, sem ríkið láti gera. Stjómarformaður tók máli nefnd- arinnar vel og hét að athuga það áður en þing kæmi saman. • • • Hinn nýskipaði landstjóri í Can- ada i stað Willingdon lávarðar, sem skipaður er varakonungur á Ind- landi og hafinn upp til jarlstignar. heitir Bessborough. Er hann af gömlum lávarðaættum. Hann kvað vera væntanlegur hingað snemma í næsta mánuði. Atkvæðamaður hefir han nlítil lverið í landsmálum og lit- ið kunnur hér í landi, en sagður er hann lipurmenni og greindur mað- ur. • * * A þriðjudaginn í fyrri viku and- aðist hér í bænum frú Aikins, ekkja fyrverandi fylkisstjóra, Sir J. A. M. Aikins. Hún var 69 ára að aldri. * • • Sú breyting á hjónabandslögum fylkisins er nú borin upp í þing- inu, / er heimilar hjónaefnum að ganga í borgaralegt hjónaband. — Leyfi er Veitt í frumvarpinu héraða- eða sveitadómurum að framkvæma hjónavígslur. Andmæli hefir frum- varp þetta vakið meðal andstæðinga stjórnarinnar, er virðist á fremur tæpum rökum reist. Meðal annars er því haldið fram, að þetta höggvi stoðir undan helgi hjónabandsins og heimilanna, er hjónaefnin þurfi ekki annað en að ganga fyrir dómara, til þess að fá staðfesting á hjú- skaparsáttmálanum. MEDALÍIT SAMKEPNI “FRÓNS” Medaliu samkepni Fróns sem hald- inn var s. 1. mánudag hepnaðist hið bezta. Yfir 30 böm tóku þátt í henni, og annað það er til skemtana var, hlaut mikið lof áheyrenda, eins og t. d. söngur Alvin litla Blöndals — á þremur tungumálum (íslenzku, ensku og itölsku). Sömuleiðis fiðluspil Edv. Johnson o. fl. Upplestur barnanna var með bezta móti, að því leyti, að miklu minni ensku hreims kendi í framburðinum en áður. Mælir það með kenslu starfi því, er deildin “Frón” heldur uppi. Þessi börn hlutu medalíurnar: I deild I — börn upp að átta ára aldri: Friðrik Kristjánsson (silfurm.) Gerald Stefánsson (bronzm.) I deild II — börn frá 8-12 ára: Gladys Gillis (silfurm.) Björg Kristjánsson (bronzm.) I deild III — börn frá 12 - 16 ára: Sigríður Gíslason (silfurm.) ólöf Sigmundsson (bronzm.) Það leynir sér ekki, að þátttaka barna er mjög að aukast í þessari upplestrar-samkepni. Þegar byrjað var að hafa hana fyrir 3 árum tóku 6 börn þátt í henni, en nú yfir 30. og voru þó um 6 börn heima vegna kvefveikinna, sem gengið hefir. STÓRSTUKUÞING MANITOBA OG N ORÐ VESTURL ANDSIN S. Stórstúka Manitoba og Norðvestur- landsins, af Alþjóðareglu Goodtempl- ara, hélt 48. árþing sitt í Goodtempl- arahúsinu í Winnipeg þann 11. og 12. febrúar s.l. Voru meðteknar árs- skýrslur embættismanna, embættis- menn fyirir komandi starfsár kosnir og settir í embætti, og framkvæmdar nefnd gefið töluvert verkefni. Stórtemplar A. S. Bardal rakti ít- arlega ferðasögu sína um lsland og Evrópulönd, sem hann heimsótti sum arið 1930, sem erindreki Stórstúk- unnar á þúsund ára afmælishátíð hins íslenzka Alþingis, og á alþjóð- arþing Goódtemplarareglunnar, sem haldið var í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 21. til 25. júlí s.l. A ferða- lagi sínu var han neinnig vlðstaddur á stórstúkuþingi á Islandi, Sviþjóð og i Danmörku. Einnig kom Mr. Bardal á Goodtemplarafundi á Eng- landi. Embættismannaskýrslur á Stór- stúkuþinginu sýndu það, að reglan í Manitoba hafði tapað um 20 manns á árinu, en væri samt sem áiður vel lifandi og starfandi. Hástúkuskýrslur sýna, að Stór- stúka þessi hefir haldið og aukið meðlimafjölda betur, en yfirleitt má segja um stórstúkur víðsvegar um heim. Engar nýjar stúkur voru stofnaðar á liðnu ári í Manitoba; en jarðvegurinn er svo undirbúinn, að næstum þvl má víst telja, að á kmandi ári verði stofnsettar tvær eða þrjár stúkur, ef til vill fleiri. Þess má geta, að daginn eftir að þingi var slitið, fór A. S. Bardal norður til Hilbre, Man., og setti þar á laggirnar enskutalandi stúku á meðal Svía er þar búa. Heitir stúka þessi Woodland Lodge No. 202. Var fólki þar svo ant um að ganga i bindindisfélagsskap, og svo illa við þá, sem pukra þar með vínsölu, að þeim hafði alvarlega dottið í hug að nefna stúkuna “Anti-Bootlegger Lodge”. y Samþykt var að halda hátíðlegt 50 ára afmæli Stórstúkunnar, sem ber upp á 20. október 1933; og nefnd sett til að undirbúa þessa minning- arhátíð. Þetta ár gefst fyrsta tækifæri til að greiða atkvæði um “Local Op- tion” í sveitum Manitpbafylkis. Hafa ákvæði verið tekin þessu viðvikjandi og mun Stórstúkan taka ákveðinn þátt í því að reyna að loka bjórsölu- stofum í nokkrum sveitum. Gerir hún sér góða von um að þetta muni hepnast vel. Skýrsla Stór-gæzlumanns Ung- templara sýndi, að vel hefir verið unnið að bindindisstarfi meðal barna er tilheyra reglunni, í Winipeg og að Gimli. Þingið samþykti að skora á lands- stjórnina, að telja sem alvarlega Frh. á 5. bls. Sýningin. Heimilisiðnaðarsýningin, sem und- anfarna daga fór fram í verzlunar- búð Hudsonsflóa félagsins í Winni- peg, mætti vera íslenzku fólki á- nægjulega minnisstæð um langan aldur. Að vísu er það ekki neinum vafa bundið, ef litið er yfir sýningu allra þjóðanna í heild sinni, hvaða einn sýningarmunur beri þar af öllum öðrum. Það er eftirmynd dómkirkj- unnar í Milan, gerð úr tré og lýst innan frá með rafljósi, svo blíðum roða slær út um alla hennar glugga mergð. Liggur spjald á borðinu hjá her.ni, sem segir að í þessari eftir- mynd sé 5200 stykki og 7500 klukku tímar hafi farið til smíðarinnar. — Get eg ekki til þess munað, að eg hafi nokkru sinni séð jafn dásam- legan hlut úr tré, fyr eða siðar. Sennilega er smiðurinn ítalskur maður —- mér flaug í hug að hann kynni að vera múnkur. Uppfynding- argáfan þarf ekki að vera mjög mikil til þess að manninum vinnist þetta verk, en þolinmæðin og trú- mennskan við fyrirmyndina, næstum takmarkalaus. Einnig hefir sýning hverrar þjóð- ar eitthvað það til síns ágætis, er merkir hana frá hinum. Við það tengjast þó dálítil vandræði, sem fljótlega koma í ljós, ef nokkurri gaumgæfni er beitt til að ná yfir þetta heildarsjón. Hudsonsflóa fé- lagið sjálft verður þarna að þjóð, —■ og það er ekki í neinu háði talað, — það er rétt það sem búast mátti við. Er þar sýnd eftirmynd skiþs- ins “Nonsuch”, sem komst með Gro- seilliers alla leið til flóans, árið 1668, þegar Radisibn mágur hans varð afturreka til Englands, af því að skipið “Eaglet” gat ekki afborið veðráttuna. Þá er sýnd fyrsta opn- an í höfuðbók félagsins, sem byrjar á því, að bróðir Englandskonungs (sem 15 árum síðar varð sjálfur Ja- kob II), er skrifaður fyrir 300 ster- lingspunda virði af hlutabréfum, og svo Rúpert prins frændi hans fyrir 270 sterlingspunda virði. Skamt þar frá er landabréf, sem sýnir stöðvar hinna margvíslegu Indiánaflokka, sem í landinu bjuggu; og rekur svo einn sögulegur minjagripur annan. svo sem hin. þunglamalega en þarfa Rauðárdalskerra; 33 feta languf ein- trjáningur (nökkvi) frá Kyrrahafs- ströndinni; setubekkur með fjórum pósthóifum í frá Cumberland House, verzlunarstað, sem fyr hafði meiri þýðingu en hann nú hefir; og svo fleira og fleira, alt upp að mjúk- lega fóðruðum flatsleða, gerðum til höfðingjaflutningsferða, hér norður með Winnipegvatni fyrir liðugum 20 árum. Ef maður svo lætur með þessu fylgja í huga sínum, það sem sýnt er af vinnubrögðum Indíána, þá fer þjóðarmeðvitund þessarar deildar að vista sig sjálf, — og hún er sú canadiska, hvort sem ^nannl líkar það betur eða ver. Og perlusaumurinn í þeim vinnu- brögðum verður að óumflýjanlegu spumingarmerki. Hvað sýnir þar anda Indíánans sjálfs? Og hvað, áhrifin úr austri ? Við það berast böndin að brezku sýningunni, sem svo er nefnd, þvi sú fransk-canadiska er sérkennafá, og það er sú brezka raunar líka. I henni verður samt vefstóllinn að einskonar miðstöð, og fer vel á því. Hann er samt, því miður, helzt til smár, svo að varla getur heitið, að vefurinn sjáist sleginn, og höfuldin greinast tæplega þeim, sem ekki þekkir þau áður. Annars er vefnað- urinn allur fremur gagnsemdarleg- ur en glæsilegur, eins og kunnugt er orðið um allan heim. Glæsileiki sá, sem skarþir og i- burðarmiklir litir valda, verður fljót (Framh. á 4. síðu)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.