Heimskringla - 18.02.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.02.1931, Blaðsíða 4
4 BLAÐSJÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. FEBRírAR, 1931. StofnuB 1886) Kemur tíí á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 833 og 8S5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlrfram. AUar borganir sendist THE SHKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utanáskrift til blaðsiTu: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sarnent Ave.. W-.nniven FÍltstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til rilstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A x., Winnipeg. >HeTmskringla'’ is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'trgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 18. FEBRCrAR, 1931. ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ. Um það leyti er næsta blað kemur út, verður ársþing Þjóðræknisfélagsins komið saman og tekið til starfa. Þing þetta er nú orðið svo þýðingar- mikill viðburður í samkvæmislífi og í raun og veru í þjóðlífi Vestur-íslendinga, að það má með fullum rétti þjóðmenn- ingarlind kalla. Það er lang-veigamesta og alíslenzkasta samkomumótið, sem hér er nú árlega efnt til af íslendingum. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum, þegar eina tilraunina eftir aðra varð að gera til að stofna Þjóðræknis- félagið, að líftaug sú, er því átti að veita styrkinn, væri svo rík í eðli Islendings- ins, að félagið ætti eftir, innan fárra ára, að verða megin aflgjafi og viðhald íslenzks þjóðernis hér vestra, og einn volduasti íslenzki félagsskapurinn, sem hér hefir risið upp. En svo er því þó komið nú, þrátt fyrir erfiðleikana, sem á leiðinni virtust vera í fyrstu. í fyrstu, segjum vér. í raun og voru erfiðleikarnir í fyrstu aðaliega tómlæti, sem stafaði af sofandi þjóernismeðvit- und. Að sumu leyti og hjá mörgum get- ur og verið, að /raman af hafi að minsta kosti búið nokkur ótti við fyrirlitningu þá, sem hér ríkti á fyrri árum gegn út- lendingum. En jafnvel þó að þjóðemismeðvitund- in yrði vakin af dvala og óttinn hyrfi smátt og smátt við hinn ríkjandi hugs- unarhátt við það að opinber og hiklaus þjóðræknissamtök kæmust á fót, voru samt ekki allir erfiðleikar úr sögunni í sambandi við þjóðræknisstarfsemina. — Það var fyrst eftir að Þjóðræknisfélagið var stofnað, að farið var fyrir alvöru og meira að segja með undirlögðu ráði, að reyna að hlaða hellum að höfði því. Mun flstum hafa þótt nóg um það og verkefn ið heldur ótilhlýðiegt; en eigi að síður er það satt, að hér hafa nokkrir íslenzk- ir labbar látið sér það bezt lynda að siíta skóm sínum við að troða illsakir við Þjóðræknisfélagið og reyna að hnekkja áhrifum þess og jafnvel tilveru. En þjóð- ræknistilfinningin var ekki eins auðveld- lega göbbuð og afvegaleidd, eftir að einu sinni var búið að vekja hana, og haldið var, og hafa því flestar slíkar uppvakn- ingar dagað uppi við Ijós hennar. Þjóð- ræknisfélagið hefir ekki aðeins haldið hlut sínum óskertum fyrir þeim ófönguði heldur hefir það eflst og styrkst við hvem bardagann. Og svo áhrifamikið er það nú orðið, að unísvifamestu þjóðernismál vor Vestur-íslendinga — hvort sem em inn á við eða út á við — em talin sjálf- kjörin verkefni Þjóðræknisfélagsins, af því að meira er af því vænst, en nokkr- um öðrum félagsskap í slíkum málum. Mönnum, sem ekkert þekkja til þjóð- ræknisstarfsins hér, mun þykja þetta, lýgileg saga í sambandi við það. En hvort sem litið er á það sem andlegt fyrirbrigði eða eitthvað annað, verður sagan ekki véfengd eða rengd af þeim, sem hnútunum eru nokkurn vegin kunn- ugir. Tilhpgunin á þessu komandi þjóðrækn isþingi, verður auðvitað með mjög svip- uðum hætti og áður. Þingið hefst kl. 10 að morgni þann 25. febrúar, og heldur á- fram óslitið í þrjá daga, nema hvað að kvöldi hins 26. febrúar verður sérstök veizluskemtun undir umsjón þjóðræknis- deildarinnar Frón í Winnipeg. Fyrirlestr- ar munu verða fluttir að kvöldi bæði fyrsta og síðasta þingdaginn. Heimskringia vill sérstaklega leitast við að vekja athygli íslendinga á að sækja þjóðræknisþingið. Starfið, sem þar er verið að vinna að, er hið mikilsverðasta. Og það verður þeim mun stærra og þýð- ingarmeira, sem þeir eru fleiri, er hönd leggja á plóginn. Það er í raun og veru undarlegt, að hver einn og einasti íslend- ingur skuli ekki heyra Þjóðræknisfélag- inu til. Áhugamál þess, hlýtur að vera áhugamál hvers sanns íslendings, og ekki aðeins það, heldur mesta og stærsta áhugamál hans. BÓKARFREGN. Almanak 1931. Útg. Ó. S. Thorgeirsson, Winnipeg. Almanak þetta kemur nú út í 37. sinni og mun þegar orðið víðlesið og vin- sælt hér vestra. Vinsældir þess ætlum vér ekki sízt að þakka frásögnum þeim um íslenzkt landnám í Vesturheimi, sem um örg ár hafa birzt í því. Þann, sem þetta ritar, rekur að minsta kosti minni til þess, er hann eitt sinn var staddur úti í einni af íslenzku bygðinni, er Al- manakið kom út með landnámssögusafn þeirrar bygðar, að það var heldur en ekki handagangur í öskjunni fyrir bygðarbú- um, með að ná sér í eintak af því. En auðvitað er það ekki eini kosturinn við þetta landnámssögusafn. útgefandinn er auk þess að vinna mjög þarft verk með því og ómissandi, með því að bjarga frá glötun og gleymsku mörgu, er sögu Vest- ur-íslendinga áhrærir mjög mikið. En þeir, sem brúnin mun sérstaklega lyftast á við útkomu Almanaksins í ár, verða Árdælingar, því nú er það Árdals- og Framnesbygðin, sem skrifað er um. Höfundur þess landnemasafns er Magnús Sigurðsson frá Storð í Framnesbygð. Er hann einn af elztu íbúum þeirrar bygð- ar, og mun því efninu eins kunnugur og ákosið verður. Hann er og fornsagna- þulur og lætur vel að segja frá söguleg- um efnum, þótt lítið muni hann hafa rit- að fyr en á síðari árum. Lýsing hans á landnemunum er og óvanalega glögg og greinargóð, að því er ættfræðina snertir,, svo engin hætta er á að nöfnum verði ruglað saman. En frekar verður heldur ekki fræðst um landnemana af lýsingum hans. Það getur vel verið að þetta eigi svo að vera f landnámabókum; en satt að segja virðist oss, þar sem þetta er í fyrsta sinni sem um Árdalslandnámið er skrifað, að landnemalýsingunum hefði átt að fylgja einhver frásögn eða lýsing af bygðinni, þegar landnám hófst þar. og af helztu framfarasporum hennar. Oss virðist það svo eðlilegt, að lýsing hvers landnáms byrji á því. Með því myndi eins og ósjálfrátt þátttaka landnemanna tvinnast inn í þroskasögu bygðarinn&r, og það gæfi sögusöfnuninni hold og blóð, ef svo má að orði komast. Með manna- nafna upptalningunni einni verður land- nemalýsingin c>f einþætt. En þrátt fyrir þessa athugasemd kunnum vér að meta kosti þssa áminsta safns til landnámssögu Árdælinga. Og vér skiljum ofur vel, að það hefir ekki verið fyrirhafnarlaust, að viða að sér heimildum til hennar. Aðrar helztu greinarnar í Almanakinu eru: Um Jóhann Briem og Guðrúnu Pálsdóttur konu hans, eftir séra Jóhann Bjarnason. Þá: tildrög að landnámi ís- lendinga við Little Salt í Norður Dakota, eftir Finnboga Hjálmarsson, ágæt grein, eins og fleira frá þeim höfundi, og mikils verð þar sem landnáms þessa gleymdist. að geta í Dakotasögu ungfrú Þórstínu Jackson. Ennfremur: Vestur-íslending- ar fyrir 50 árum, fréttabréf ritað af séra Jóni Bjarnasyni D. D., er hann var stadd- ur í Reykjavík árið 1880, og var prentað í blaðinu ísafold. Fróðleg grein um hag og framtíðarhorfur Vestur-íslendinga á þeim árum. Fleiri greinar eru í Alamnakinu í ár, sem hér verða ekki taldar, en sem eigi að síður mega heita mjög nytsamar, frá sögulegri hlið skoðaðar. Að því er hinum ytra frágangi Al- manaksins viðvíkur, ber hann þess glögg merki, að útgefandinn hefir nú sem fyr lagt á hann gerva hönd. Á STÚDENTASAMKOMU. Eg var að ráfa um stéttina framan við húsið og vissi eiginlega hvorki í þenna heim né annan. Veðrið var blítt og vatn- ið lak í dropatali ofan af húsþakinu. En eg hugsaði hvorki um það né vorið, sem það boðaði. Alt í einu er slegið á herð- arnar á mér, og kunningi minn, sem þarna er kominn, heimtaði mig með sér vestur í Sambandskirkju, til þess að hlýða á kappræðu, sem hann kvað þar eiga að fara fram milli íslenzkra stúdenta. Við fórum og það stóðst á endum, að þegar við*'vorum búnir að koma okkur fyrir í sætunum, hófst kappræðan. Efnið, sem um var kapprætt, laut að því, hvort ekki væri nauðsynlegt að hafa strangara eftirlit með myndum þeim, er sýndar væru á kvikmyndahúsunum. Var ekki annað hægt að segja, en að það væri vel valið umræðuefni. Áhrif hreyfi- myndanna eru óumflýjanlega mikil — annaðhvort til ills eða góðs. Það duldist stúdentunum ekki, og var skemtilegt að heyra þá útskýra þau áhrif frá báðum hliðum. í kappræðunni tóku fjórir þátt, tvær stúlkur og tveir piltar. Stúlkumar voru Svanfríður Jóhannesson og Mabel Reyk- dal, en piltarnir Sigurður Sigmundsson og Þorvaldur Pétursson. Alt íslenzkt fólk. í bréfi, sem eg fékk nýlega frá gömlum og greindum íslendingi, er að því spurt, hvar hérlenda mentunin sjáist hjá uppvaxandi kynslóðinni íslenzku. — Hefði bréfritarinn verið á þessari sam- komu staddur, hefði hann getað svarað þessari spurningu sjálfur. Ræðurnar, er þama vom fluttar, voru hver annari betri. Ræðufólkið hlaut að hafa verið þræl- undirbúið, því meðferð efnisins virtist því leikur einn. Ef að nokkru var hægt að finna, var það einna helzt það, að mál sitt flutti það með hraðara móti. Báru stúlkurnar einkum ótt á, og kom mér það ekki á óvart, því mig hefir lengi grunað að kvenfólk væri skarpgáfaðra en karlmenn. Meðan eg sat undir kappræðunni, rann ýmislegt upp í huga mínum. Eg fór að hugsa um, að ef kappræðan hefði farið . fram á íslenzku, hefði Heimskringlu þótt matur í að flytja ræðuraar. Eg fann sjaldan eins glögt til þess og þetta kvöld, , hve hugsjónir æskulýðsins skortir til- finnanlega í því, sem nú er birt á ís- lenzku. Og hina eldri íslendinga þyrst- ir í fátt meira en að kynnast hugsjón- um æskunnar. Og sannleikurinn er sá, að ef hér á til langframa að haldast við íslenzkt þjóðlíf, verður æskan að rétta því sína örvandi hönd. Og eftir að hafa verið á þessari samkomu, dylst mér það ekki, að æskan er þess megnug, ef hún aðeins tekur sig fram um það. Bilið milil hinna elztu og yngstu ís- lenzku kynslóða hefir víkkað um of síð- ustu árin. Það bil verður hið bráðasta að brúa, ef vel á að fara. Og eðlilega iíta þjóðræknisvinir hér til Stúdentafélagsins íslenzka, að hefjast handa í því efni. Það er það sem megn- ugra er en aðrir til þess að leiða hina ís- lenzku æsku aftur inn í íslenzka þjóð- lífsstrauminn hér. % Engum tíma ætti að sleppa. Stúdent- arnir íslenzku kunna íslenzku að meira eða minna leyti ennþá. Það er aðeins æfingin í að beita henni, sem iðka þarf. Og annað eins verður námsfólk hér að færast í fang og það, að komast niður í einu máli. Það fyrsta, sem Stúdentafélagið gæti gert, er að hafa fundi við og við á ís- lenzku. Engir fundir yrðu hér betur sóttir af íslendingum, en fundir þess, ef þetta væri gert. Þannig væri strax nokk urt samband myndað milli hinna eldri og yngri. í örðu lagi þyrfti miklu meira og öfl- ugra samband og samvinna að komast á milli stúdenta félagsins og Þjóðræknis- félagsins eða deildarinnar “Frón”, sem beinlínis heldur hér uppi fslenzkri kenslu. Stúdentar gætu með því að koma t.d. fram á fundum deildarinnar við og við unnið mjörg þarft þjóðræknis verk. Sömuleiðis gæti Frón á ýmsan hátt að- stoðað stúdentafélagið á fundum þeim er það héldi á íslenzku. Samstarf í þessum skilningi ætti bæði að reynast auðvelt og skemtilegt. Erifð- leikarnir eru ekki svo miklir að halda því uppi, að þeir sé setjandi fyrir sig. En svo er það þó mikils vert atriði, að bráð- ur bugur sé að því undin, að úti er um íslenzkt þjóðlíf hér þegar eídri kynslóðir fellur frá, nema að það sé gert. En það tel eg víst, að nútíðarkynslóð íslenzkra stúdenta vilji ekki að það verði einn kapi- tulinn í sögu þeirra, að íslenzkt þjóðlíf hér hafi króknað. Það hvað íslenzku stúdentarnir komu gáfulega og myndarlega fram á þessari áminstu samkomu, varð tilefni þessara hugleiðinga. Hvað segja stúdentamir um þær? 8. Sýningin. Frh. frá 1. bls. séðasta sérkennl sýningarinnar, þar sem slavneska fatagerðin mætir auganu; og norsku sýninguna sér- merkir harðangurssaumuijinn óaf- máanlega, þvi þótt hann sé nú kom inn út um víða veröld, knýtir nafnið eitt þá íþrótt með óslítandi taug við sínar upprunastöðvar. En íslenzka deildin nær sér ein- hvernveginn á strykið samt, áður en búið er, þó svona margt annað sé um að ræða. Það er eins og þar sé altaf sama þyrpingin, hvemig sem manngrúinn iðar aftur og fram. — Fjöldinn virðist ótrúlega fljótt drekka þar í sig ástæðu skáldsins fyrri því, að “víkja í nesið: þar er svo mikill maturinn”. Það má eins vel segja það fyrst eins og seinast, að heildaráhrifin af íslenzku deildinni verða þau, hvað hún sé veigamikil. Smáir hlutir úr hári, ull eða tré, sýnast þungir. Jafn- vel eltiskinnsgæra, sem kastað er á miligerð á eina siána, dregur augað svo að sér, að hún gleymist ekki strax aftur, — þannig um farin ís- lenzku handbragði, að úr henni verð ur dýrgripur. Og svona er það — mergur í hverjum hlut, Ekki er neitt dularfult við það, að þetta skuli vera svona, en fulln- aðarskýringu þess getur ekki verið um að ræða í þessari blaðagrein. 1 annari aðalstúku þessarar deild- ar, situr ung, íslenzk peysubúin kona við rokk og spinnur, og kemh- ir þó öðruhvoru fyrir sjálfa sig. A miðjum vegg aftan við höfuð hennar er islenzki fáninn sveigður í tígulegar fellingar á gráan grunn, með sams- konar handbragði eins og þreyjandi drotningarefni hefði látið hann liggja eftir sig í einhverjum kastala ridd- araaldarinnar. Spottakorn til hlið- ar, yfir hornið á stúkunni, er is- lenzkur fáni af vanalegri gerð, sett- ur í umgerð, sem búin er til úr smærri fániim flestallra annara þjóða, og er svo á íslenzka fánann sjálfan ritað efst: “Iceland 930— 1930”, en neðst: “Mother of Parlia- ments”. Ráku nokkrir upp stór augu, en undruðust þó og dáðust að. En það sem fastast seiðir þó athygli hvers, sem þarna kemur, eru saumaðar myndir. Ljótt var það víst sem mér datt í hug. Ekki þyrftu nú menn að láta sér vera mikið stríð í því, að sagt væri, þeir settu upp hundshaus, ef það gæfi ekki til kynna, að þeir bæru neftt verri blæ yfir sér, heldur en þann, sem Sslenzkri stúlku auðnast að sauma með ullarbandi framan í fjár- hundana tvo, sem stara þarna á mann af stúkuvegnum, eins og þeir væru ekki einu sinni skynlausar skepnur. Það þykir engum til muna vænt um neitt húsdýr i kringum sig, s^m ekki verður eitthvað dálítið snortinn af þeirri mynd. í hinni aðalstúkunni sat eldri kona og spann á snældu eða sýndi spjald- vefnað. Oftast átti hún þó ónæð- issamt, því að í kringum hana voru allskonar hannyrðir, sem hún stöð- ugt varð, eins og bezti skólakenn- ari, að fræða áhorfendurna um. Þar voru, meðal annars, blóm úr ull og úr hári, og fleira og fleira, sem eg varla kann að nefna. 1 viðbót við þessar hannyrðir kvenna stóð for- kunnar fögur sedrusviðarkista við gaflvegg þessarar stúku. Mun flest- um karlmönnum hafa orðið það, að stanza við, og dást að þvi myndar- lega áhaldi. Er herra Guðlaugur ólafsson, 764 Toronto St., sagður eigandi kistunnar, og fylgir sú saga, að hann muni vera til með að selja hana með svo lágu verði, að mér þykir það ekki hafandi eftir. Sé það ekki neitt málum blandað, not- ar væntanlega einhver sér það tæki- færi sem fyrst. Mest af karlmannaverkunum er raunar fólgið I þeim hlutum, sem glerhúsin geyma til hliðar við stúk- urnar. Er þar margur sá gripur, sem engum dytti í hug að láta liggja á opnum glámbekk i slíkri mannþröng. Glámbekkur mætti það nú þeita samt, þó lokaður sé, því dásamlega skrifuðum rúnum, sem einna fyTst vekja eftirtekt, er slegið opnum, einmitt þar sem verið er að segja frá Glámi gamla. Þama fanst mér ekki heppilegt að hafa I fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. gamla biblíu fyrir sýningargrip. — Innihald þeirrar bókar er séreign Gyðingaþjóðarinnar, eins og gömlu íslenzku sögurnar eru okkar séreign, og Islendingar þurfa þess manna sízt, að svæla undir sig bókmenta- legan arf frá annari þjóð, sem lítið þess konar, annað en þessa einu bók, á til að missa. 1 sambandi við þær bækur, sem aðrar þjóðir sýndu, var það eftir- tektarvert, að bækumar voru ekki opnar. Bandið eitt var til sýnis, og var það sjálfsagt rétt, frá sjónar- miði þess heimilisiðnaðar, sem ekk- ert hafði lagt til innihaldsins. Hr. Nikulás Ottenson hefði gert rímna- skrift sinni rangt til með slíku, enda ekki nein hætta á því af fullorðnum Islendingi. Þrá sinni til flugs sval- ar eðlisávísun Islendingsins með þvi að beina kröftum hans, næstum ó- sjálfrátt inn á við, brjóta til mergj- ar, þegar aðrir láta sér umbúðimar duga fyrir kjarna. Ekki er viðlit að telja upp þá góðgripi, sem þarna voru, úr tré, tönn og horni, þó maður helzt freist ist til að tefja við sjötugan ask, sem kastað hafði ellibelgnum og- glampaði nú eins og dökkur speg- ill. I hornasmíðinu saknaði maður þess, að göngustafur Eiríks Sche- vings skyldi ekki þar vera, senni- lega hinn mætasti dýrgripur, sem ís- lenzkar hendur hafa úr horni gerð- an í þessu landi. Ekki var þar held- ur nein önd úr beini, með ungana sína á bakinu, því hér eru ekki þeir fiskar, sem leggi manni klumkum- ar til, nema ein tegund í Winnipeg- vatni, og þá heldur smáar. Og til þess síðasta geymir maður svo það, sem bezt er alls þess, sem gott, skart norrænna kvenna. Flest sem til þess heyrir, mun vera smíði karlmanna, nema gullbaldíringin þar, sem með kvenhöndum er gerð. Þýð- ir ekkert, hvað illa sem manni kann að vera við misbrúkun gulls í kúg- unarmálum heimsins, — að skrökva því að sjálfum sér, að nokkur ann- ar hlutur taki gullinu fram til skrauts. Sú baldíring, á sínum tinnusvarta grunni, getur svo þægi- lega og rólega, í samfélagi við koff- ur og belti, kórónað alt annað þar í kringum sig, að glossablær allra annara litasambanda hjaðni í hjóm eins og dögg á morgni. Göfgi og tíguleiki þess, sem ríkulegast er, lætur aldrei að sér hæða. Þar mætti demöntum einum svo á bæta, að ekki spilti. Konur þær, sem að þessari ís- lenzku sýningu hafa unnið, hljóta að hafa unnið sér til sæmdar með frammistöðunni, enda hlýtur for- stöðukonan, frú Sigrún Lindal, að bera gott skyn á þessa hluti, bæði vegna sinnar miklu hérlendu skóla- gcngu, og alls þess íslenzka heimil- isiðnaðar, sem hún sá fyrir sér á uppvaxtarárunum, mörgum öðrum, á sínum aldri, fremur. Getur þó ekki mtnsti vafi leikið á þvi, að fleiri konur, líklega margar, hafa óneitanlega lagt fram krafta sína til þess, að þetta skyldi fara svo myndarlega úr hendi, sem raun varð á. Hitt er annað mál, hvort þetta sýningarsamband á ekki til á sér nema þessa einu hlið, sem nú hefir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.