Heimskringla - 18.02.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.02.1931, Blaðsíða 6
« BLAJDStDA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. FEBRÚAR, 1931. JAPONETTA 1 eftir ROBERT W. CHAMBERS. Snúið hefir á ísienzku Davíð Björnsson “Leiktu, Japonetta, eins og þú vilt. Eg skal leysa mitt hlutverk sæmilega af hendi.’’ sagði Edgerton. “Á eg að skilja það svo, að þið ætlið að leika tvær ungar persónur, sem daðra saman?" spurði Sylvíetta stillilega. “Já, við ætlum að leika okkur sjálf. En þetta á ekki að neinu leyti við Sylvíettu. Það er aðeins alt þetta einkennilega og óskiljan- lega, sem verkar illa á Jim.’’ Hún gekk fram og aftur um stofuna hirðuleysislega og veif- aði blævængnum. “Eg hefi annars ekkert á znóti því að við----’’ “Díana! Þú hlýtur að koma Jim til að fá hræðilegar hugmyndir um þig, ef þú heldur svona áfram,’’ sagði Sylvíetta. “Og hann veit vel að eg hefi ekkert á móti því, og nú er það búið,’’ sagði Díana. “Hvernig getur þú búist við að einn mað- or geti safnað saman öllu sínu frændfólki?” spurði Edgerton. “Já, þetta var víst sigur fyrir þig, Jim,” sagði Díana háðslega. En það er ætlast til þess af Edgerton, að hann leiði í Ijós og finni ráð við því, sem í fljótu bragði virðist vera ómögu- legt. Og sá sem ber nafnið Edgerton, ætti að geta alt í New York.” “Díana!”. “Já, kæra. Eg er í því skapi núna, að eg tala hálfgert skrílsmál. Og eg veit að Jim frændi er svo mikill hemismaður, að það hneykslar hann ekki. Og svo er honum ef til vill sama um hvað eg aðhefst. Mínu sálar- istandi er þannig varið núna, að eg gæti hæg- lega byrjað á því að lesa hin fánýtustu skáld- verk og lifa mig inn í þau, án þess að það mundi á nokkurn hátt hneyksla hann. Og það á sér oft stað meðal hinna beztu fjölskyldna hér. Er það ekki satt, frændi?” “Stundum,” svaraði Edgerton alvarlega. “Díana horfði til hans hálf raunalega. “Við höfum ekki margt til skemtana hér,’ mælti hún. “Heldur þú að við verðum fær um það að halda uppi skemtilegum samræðum við gestina hjá herra Rivett? Og heldurðu ekki að hann hafi vænst of mikils af okkur á því sviði? “Þú og eg ættum að æfa okkur í nokkr- um fimleikaþáttum, áður ^n við förum þang- að, til þess að hafa eitthvað til brunns að bera fyrir gestina. Myndir þú til dæmis geta gert. tvöfalt heljarstökk af herðunum á mér?” spurði hann. “Eg skal reyna,” svaraði Diana. “Díana! í öllum guðanna bænum! Hvað ertu að tala um?” sagði Sylvíetta um leið og hún sneri sér frá hljóðfærinu og mætti þeirra gáskafulla hlátri. “Ó, kæra!” sagði Díana. “Eg hefði aldrei getað trúað því að eg gæti fjöllað lengur, því eg hélt að peningatap okkar hefði þrifið það alt f burt; en það var ekki, Jim. — Þetta er sama gjálífið og þú uppgötvaðir hjá mér undireins, og sem Rivett fjölskyldan mun vafalaust---- Sylvíetta, er ekki gólfið hérna yndislega gljá- andi? — Dansarðu frændi?” Díana lagði hendi sína á handlegg Edger- tons og svo liðu þau út í dansinn, en Sylvíetta sneri höfðinu við og fylgdi þeim alltaf eftir Tneð augunum á meðan hún spilaði. “Hann dansar alveg voðalega,’’ sagði Syl- víetta vandlætislega. “Því get eg ekki gert að” sagði Diana. “Eg var líka rétt að hugsa um það á þessu augnabliki. Jim ef þú gætir hætt við það að troða svona ofaná fæturnar á mér, þá held eg að þú værir' ekki sem verstur, og getir komið til með að dansa. Enginn maður sem eitthvað er varið í, má dansa eins og viðvæningur. Hinir reglulegu dansarar, dansa aðeins við —. INú finst þér víst eg vera að skjalla þig. Eg Ihafði líka í huga að gera það, til þess að þú yrðir ekki eins viðbjóðslegur að----. Viltu gera svo vel og láta það vera að horfa þannig á mig? Þú hefir áreiðanlega gert mér mikla ánægju.” “Guð veit, hvort eg er ekki einmitt skap- aður til þess Japonetta’’ sagði Edgerton blíð- lega. “Hamingjan góða, þvílík auðmykt! Ef eg ekki vissi það upp á hár að þú ert veraldar maður og meinar ekki eitt orð af því, sem þú segir, þá skildi eg hata þig.---Auðmjúkur maður — og svo þar á ofann hann þarna! Guð hjálpi mér------Nei, kæri frændi, það er eitt- hvað í augunum þínum — og í allri þinni fram- komu, sem-------”. “Hvað meinar þú?” “Ó, eg veit ekki. Ef þú værir ekki þrjátíu og tveggja ára gamall, þá mundi eg ekki dansa við þig og eg væri ekki hér í húsinu, eða réttara sagt þú værir hér ekki! Reyndu nú til þess að dansa dálítið. betur. Ekki að hoppa svona viöbjóðslega. Ertu að verða þreyttur?” “Nei," sagði Edgerton fjörlega. “Eg skal láta þig lausan eftir litla stund, áður en þig svimar svo mikið að eg verði að stiðja þig í stólinn. Nú ert þú farinn að dansa mikið betur. Eg býst við að þú komir til.------ þakka þér nú fyrir!” Þau stönsuðu bæði og blésu. Diana stóð fyrir framan hann með fagurrjóðar kinnar og Edgerton tók vasaklútinn sinn fram úr jakk- arerminni og þurraði svitann af enni sér. “Nú, það er heitt hér inni” sagði hann. “Sýnið mér garðinn ykkar uppi á þakinu!” “Þau Diana og Edgerton lögðu af stað. “Silvíetta! ætlar þú ekki að ganga með upp á þakið?" hrópaði Diana og leit við um öxl. “Silvíetta nikkaði höfðinu til merkis um að hún ætlaði að fara með þeim. Hún byrjaði að spila sönglagið, “Armide’’ og þau hiðu á meðan hún var að leika það. Svo gengu þau út í ganginn og upp á þakið. “Sælunnar bústaður!” Þannig fórust Díönu orð um leið og þau stigu inn í garðinn. “Japan- ska töframærin, Paponetta bíður sinn létt- úðga sanna spámenn velkominn.” “Edgerton leit aðdáunar augum á alt hið yndislega blóma skrúð, sem þar var saman- I komið. Þar var: Geranium, Verbena, Fuchsia, Heliotrope, og mörg önnur dásamlega fögur blóm. “Eg keypti þ'au af manni, sem var að bjóða þau og eg fékk hann til að bera þau hing- að upp. Þau kostuðu aðeins tvo dali, og mér fanst það ekki mikið og gat það vel, sérstak- lega vegna þess að eg var svo hagsýn í allri annari verslun’’ sagði Diana. Edgerton lét augu sín nema ftaðar á yndisfögru sólsegli, með gulum og hvítum röndum er þanið var yfir garðinn á litlum parti. “Það er frá Macy’s! Eg verð að svelta þig í kvöl^ til þess að geta borgað það”, sagði Diana mæðilega. Edgerton leit til hennar einkennilega. “Það eru til þeir hlutir, sem eg með gleði vil svelta fyrir------og fólk.’’ “Og sólsegl, frændi. “Já, þetta.” “Það var ofboð laglegt og kurteyst af þér að segja svo — og eðlilega sjálfsagt’’ sagði Diana. ‘Japonetta, getur þú aldrei trúað því að eg tali í alvöru?’’ sagði Edgerton. “Þa*ð Vona eg ekki frændi.” Brosið á vörum hennar virtist eins og svo lítið þingjandi og angurblítt, og rödd hennar óstyrk og tirandi. En það var aðeins þó augna- blik. Hún náði sér strax og snéri sér hvatlega við og tók sér hlæjandi sæti á hengibekk er þær höfðu útbúið þar uppi. “Einnig keypt hjá Macy,” sagði Diana mæðilega og niðurlút. “Við verðum öll sömun neydd til þess að svelta.-----Eg skal gefa þér leyfi til þess að setjast hér hjá mér ef þú vilt. Maríettu fjölskylda hafði byggt sér hreið- ur í svolítilli smugu skamt frá þeim á þakinu. Og ungarnir skræktu og görguðu í hvert sinn sem annaðhvort faðirinn eða móðirinn nálgað- ist þau og færðu þeim fæðu. “Ó, er þetta ekki hryílilegt?’’ sagði Díana. En svona gengur það ávalt til. Maður er ekki fyr giftur en komin er heil hersing af — hú! Og maður verður upp tekinn við að fæða, klæða og fræða nýjan ættlið!" “Það mundi mér þykja mjög ánægjulegt,’’ sagði Edgerton. “Hvað! Að strita fyrir aðra, rétt þegar maður er tilbúinn að njóta hamingjunnar í ríkum mæli,” sagði Diana. “Það er lukka. Annars mundi enginn sækjast eftir því — ekki einu sinni fuglarnir,” mælti Edgerton. “Það er eðlihvöt,” sagði Diana. “Ef til vill hjá fuglunum. Hjá þeim getur' hún verið mjög góð; en við höfum altaf vissa þrá eða takmark að keppa að, þegar við fylgj- um okkar eðlisávísun,” sagði Edgerton. Dfana hló. “Það er satt. Það er hvorki eðlishvöt eða ánægjutilfinning, sem fær okkur til þess að vinna að velferð barnanna. Það er skylda.” “Ef það væri ekkert annað,” sagði Edger- t°n, “þá mundi ríkið verða að sjá um það verk að mestu leyti. Nei, það er áreiðanlega mikil ánægja innifalin í því, Díana. Það er hin eina og sannasta úrlausn á því.” Díana ypti kæruleysislega öxlum og horfði til sólarinnar, sem var að ganga undir, og með þessum látalætissvip virtist hún ávalt varpa frá sér öllum skyldum og frekari andsvörum. • En meðan hún sat þannig með hönd undir kinn og horfði á sólsetrið, varð augnaráð henn ar smám saman milt og dreymandi. “Eg er glöð yfir því að við höfum hitt þig, Edgerton. Og í þetta sinn tala eg í fullri al- vöru. “Eg er líka mjög glaður yfir því,” sagði hann einnig með alvöru. “Þú ert það núna, það sé eg og veit vel. En hvað heldur þú að langt muni líða þangað til þú verður orðinn leiður á okkur?” sagði Díana. “Hvenær?” Hún sneri sér að honum og sagði: “Já, hvenær verður það ekki lengur nýtt fyrir þig?” “Eg hefi ekki hugsað um þig sem neitt nýtt.” En það er eg. Eg er aðeins laglegt leikfang. Ein fegurð leikfanganna lætur á sjá með tímanum, og þá verða þau ekki mikils virði, frændi.” “Þú tilheyrir minni ætt, og það er ekki neitt að óttast í því efni, sem þú ræðir um. “Hefir þú virkilega í huga að taka þenna lítilvæga skyld leika okkar svo alvarlega?” sagði Díana. “Það getur haft í för með sér vissar skyldur. Þú munt ef til vill finna margt hjá okkur, sem þú verður að yfirlíta — margt, sem ef til vill krefst fyrirgefningar. — Ertu vitandi þeirrar ábyrgðar?” “Já, eg var mér þess vel meðvitandi, þeg- ar eg bað um inngöngu í félag ykkar.” “Hvers vegna gerðir þú það?” “Hinn sami grundvöllur.” Díana þagði augnablik og horfði á Edger- ton. “Já hinn sami grundvöllur.” “Þú.” “Hvað er það annars sem þú meinar með þessum einkennilegu svörum?” “Ó, eg veit það ekki sjálfur, Japonetta.” sagði Eldgerton hlæjandi. Eg hefi einnig reynt að útskýra það fyrir sjálfum mér. Eðlishvöt ættarinnar hefir eitthvað með það að gera.” “Það vona eg,” svaraði Diana. “Eg vona það einnig; og guð veit, mikið af eigingirni — og það léki einnig með þar inni.” “Hvað?” “Síngirni.” “Eg held ekki að þú hafir mikið af henni í þér.” “Þar lýsir sér þitt góða og barnslega hjartalag, Japonetta,” sagði Edgerton. “Ó, eg er enginn engill. Eg er gölluð og síngjörn, en síngirnin 'er tvennskonar.------ Hvað var það annars, sem við vorum að tala nm? Ó-já, ástæðuna til þess að þú vildir ganga í------” “Nei, nei, það er útrætt mál." “Nú, já; þú sagðir að eg væri grundvöll- urinn til þess. Hvernig?” “Eg sagði þér, að eg vissi ekki rétt vel sjálfur hvað eg meinti. En upphaflega var það alt! saman þér að kepna.-------Og þegar þú hafðir sagt mér frá því fólki, sem kom til þín — þessum manni sem talaði við þig um ráðskonustöðuna —’’ “Jim Edgerton!" “Já, hvað er nú?” “Eg held-------nei, það getur ekki verið að þú sért svo góður! Það er ómögulegt. “Eg er alls ekki góður,” sagði hann mót- mælandi og roðnaði.” Díana hélt áfram: “Þú ert það. Eg er þess fullviss að þú hefir hjálpað okkur í huganum, því við Sylví- etta þörfnuðumst þá mannlegrar verndar — einhvers, sem feæti varpað manninum með all- ar sínar bústýruhugmyndir niður stigann, til dæmis. Gerðir þú það ekki?” “Nei, eg hugsaði aðeins —” “Þú gerðir það?” “Nei, auðvitað gerði eg það ekki.” “Veiztu nú hvað, Edgerton,” sagði Díana alvarlega; “þú ert á margan hátt mjög góður, eftir því sem eg hefi komist næst. Og nú veit eg að þú heldur mig vera að skjalla þig; en það gerir þig bara áhugaríkari og eftirtektar- samari. Og þú veizt að sú stúlka, sem fundið hefir skemtilegan oz aðlaðandi mann, hefir al- veg glatað siálfri sér." Díana hló, en Edgerton brosti aðeins, því hann var alls ekki á því hreina með, hvernig hann ætti að taka það, sem hún sagði. “Þú ert held eg reglu stríðnisrófa,” sagði hann. Síðan eg liitti þig, hefir veröld mín, eft- ir minni áætlun, þokast upp og niður á milli hálfs annars dollars og þrjátíu og fimm centa.” “Þú sagðist hafa tvo dali í vasa þínum! Eg hugsa að þú heyrir til þeim ríku mönnum sem ávalt gera sér upp fátækt.” “Hvað mikið fleira heldur þú um mig?” spurði Edgerton varfærnislega. “Eg veit ekki. Eg held að eg verði að skemta mér við að finna það út.” “Og hugsaðu þess á milli til þess, að eg er ávalt það, sem eg var, þ&gar eg í fyrsta sinn leit þig augum mínum — nei, á næstu mínútu eftir að eg sá þig.” “Snögg umskifti, frændi!” “Eins og elding, Díana.” “Áhrif guðanna.” “Díönu eigin ör. — Sólin skal ekki leggja þig að jörðu að deginum og tunglið ekki held- ur að nóttunni. Eg stend á milli hinnar jap- önsku upprennandi sólar og — þín, Díana.” “Þú ert mjög hrífandi. En ertu viss um að eg erti þig sundurrífi í háði alla tíð?” “Þú sagðir einu sinni —” “Það kemur ekkert þessu við,” sagði Dí- ana fljótlega með reiðiroða í kinnum og bloss- andi augnaráði. Hún stliti sig þó fljótlega aft- ur og sagði í sínum uppgerðar storkandi tón: “Þú hefir fyllilega rétt fyrir þér. Hver sá mað- ur, sem getur þolað alla okkar hárbeittu útúr- snúninga og gífuryrði, mun áreiðanlega þess verður að við tækjum honum og gengjum með honum til prestsins. En — það er ekkert tæki færi fyrir þig ennþá. Það tekur heila lífstíð að finna mann þeirrar tegundar. Og eg mun verða fjrutíu ára áður en mér kemur til hugar að skoða huga minn þannig gagnvart þér.” “Fjörutíu ára aldur greiðir ekki fram úr þessu. Það er að krefjast of mikils.” “Viltu giftast mér þegar eg er orðin fjöru- tíu ára. Eg fer nú að ókyrrast, ef þessu held- ur áfram. Því eg sagði þér það áður, að eg væri feimin og móttækileg fyrir skjall. Það er mjög leiðinlegt að eg skuli vera svona vel viti borin, og þurfa þó fleiri ár til þess að reyna þig og kynnast þér. Annars hefði eg hlaupið á burt með þér nú þegar.” i “í þínum japanska silkibúningi með strá- skóna á fótunum?” “Ó, já, ef þú værir svo viðkvæmur að leyfa það.” “Já, það mundi eg gera.” Díana ypti öxlum. “Eg vissi að þú vart draumóramaður — hrifinn af einhverri hugarsýn eða vitrun. Hugs- aðu þér að þú sæir mig vera að festa á mig falskt hár.” “Eg vildi gjarna mega hjálpa þér til þess.” “Nú, það eru margir aðrir hlutir, sem geta rifið þig út úr þessari glapsýn. Eg elska lýgi.” “Það geri eg líka,” sagði Edgerton. Þau hlóu bæði. Díana var nægilega nálægt Edgerton til þess að hann gat fundið angan þá, er lagði af kjólnum hennar, eða ef til vill hefir hana lagt út frá hári hennar og drifhvíta hörundi. Það var einhver ómótstæðilegur, heillandi, hrífandi og yndislegur æskustraumur, sem læsti sig um hann við nærveru hennar. “Frændi,” tók hún til máls; “eg hélt að við hefðum einu sinni ákvarðað að taka grím- urnar af okkur. En þær virðast sitja fastar en nokkru sinni áður.” Edgerton horfði á hana augnablik þegj- andi. “Við tökum þær aldrei af okkur,” sagði hann. “Aldrei?” “Nei, aldrei, Japonetta.” “Hvers vegna ekki?” “Vegna þess að eg vil að mínu leyti að þú álítir mig vera þannig, sem eg vil helzt vera.. Eg veit sjálfur hevrnig eg er. Alt fólk veit hvernig það í raun og veru er.---Ætli nokk- ur hafi sérstaka ánægju af þvf að grímubúa siS?------Mundir þú geta það sjálf, þótt þú vildir? Það mundi strax vilja vera þar önnur gríma undir. — Við getum aldrei verið laus við einhverja mynd af yfirskini eða grímu, hversu vel sem reynt er að haga sér, og hversu hjart- anleg og fölskvaiaus sem sambúðin er, og hversu mikið sem elskendurnir unnast; þá er samt alla tíð einhver gríma, sem ekki er hægt að sjá í gegnum, og hún verður þar, og augu vor eru lykillinn að þeirri opnun, sem þó eng- inn kann að fara með. Jafnvel sjálf móðirin sem í fyrsta sinn heldtir á afkvæmi sínu á örm- um sér og horfir í augu þess, fær ekkert séð. Þessi bláa, gagnsæja himna liggur eins og slæða yfir hinni ieynilegu sál/er hvílir á bak við hana, órannsakanleg og friðhelg." Eftir augnabliksumhugsun sagði Díana; “Sylvíetta hefir rétt fyrir sér, þú ert skáld, Jim. — Sylvíetta er líklega bráðum búin að að undirbúa miðdegisverðinn. Eigum við að ganga ofan?” V. Kapítuli. Þau komu öli til Adriutlia tveimur dögum síðar, í hellirigningu og vatnsgangi, blönduðum þrumuhljóðum og eldingum. Ung stúlka tók á móti þeim Díönu og Sylvíettu, og fylgdi þeim til herbergja^þeirra, sem þeim voru fyrirbúin. En þjónn leiðbendi Edgerton til herbergis í öðr- um enda hússins, þar sem karlmennirnir höfðu aðallega aðsetur. RobinHood ri/OUR Betra því það gerir betra brauð soososoceðocccoccooocooðQoccoococðcesooooeoooooeccoeuc

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.