Heimskringla - 18.02.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.02.1931, Blaðsíða 2
2 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 18. FEBRÚAK, 1931. Opið bréí til Hkr. Tilelpkað þeim vinum mínum K. N. skáldi á Mountain, og frú Rósu Casper í Blaine. Norður. A laugardaginn 12. júlí erum við komnar um borð á "Suðurlandinu” um hádegi og nokkru seinna fer skip ið af stað. Gufuskipið Suðurland gekk á milli Reykjavíkur. og Borg- amess reglulega annan hvem dag, að mig minnir. Ymsir kunningjar og vinir fylgdu okkur á skip, og var margt um manninn þama á bryggj- unni, jafnvel þó veður væri hrá- slagalegt með rigningu og stormi. A skipinu var margt fólk, og flest af þvi varð sjóveikt. Við vomm ekki komin langt út, er alt í kring- um okkur var sjóveikt fólk, sem nú gaf fiskum kauplaust fæði, i stað þess að fiskar við Islands strendur vanalega fæða fólkið. — Góð skifti sjálfsagt fyrir þá — fiskana, og ekki ómakleg. Mörtu minni leið illa. Við færðum okkur út og sátum við borðstokk skipsins, í þeirri von að umflýja afleiðingar sjóveiki annara. En það tókst ekki. Til allrar ham- ingju höfðu flestir verjur — regn- kápur, og tóku þær við þvi, sem ekki fór í sjóinn. "Suðurlandið” kom við á Akranesi, en stanzaði svo stutt, að ekki var um upp- eða landgöngu að ræða. En þangað þótti mér fallegt að sjá, þrátt fyrir óveðrið. Akranes er allstóð bær, og umhverfið á þessum tíma árs, þ. e. landíð var skrúðgrænt til að sjá, sem eitt tún væri. Þar mundi eg hafa kunnað vel við mig i góðu veðri. Að Borgamesi komum við milli kl. 3 og 4. Vorum komnar í bil Jóns Þorsteinssonar og af stað kl. 4 eftir hádegi. Litinn tíma hafði eg til að líta i kringum mig í Borgarnesi; en það sem eg sá virtist mér hrikalegt og ljótt. Inn að lendingarstað og langt út i sjó eru hraundrangar og hrygg- ir. Mun inn- og útsigling þar hent- ust kunnugum og gætnum mönnum, þegar dimmveður er. Bærinn eða þorpið virtist mér standa á einum slíkum hraunhrygg, nokkru hærri og breiðari en þgir, sem lengra taka út. Þar fanst mér vera mundi ein hin ömurlegasta bygð, sem eg hefi enn séð á Islandi. Vera má þó að gott veður gefi því plássi vingjam- legri blæ. Jón þessi Þorsteinsson var mér sagt, að hefði verið fyrsti maður að voga bíl sínum og sér yfir Holta- vörðuheiði og norður í land fyrir 4 ámm siðan. Hann var því vegum kunnugur og ökumaður góður, gæt- inn og þó áræðinn. Drengur hinn bezti, það skal eg sverja. Meira um hann seinna, ef eg þá ekki gleymi þvi. Að Svignaskarði komum við kl. 6 sama dag og höfðum þar kaffi. Þar býr Guðmundur Danielsson. — Hann tók við jörðinni árið 1909. Kom þangað ungur og félitill. Aleiga hans var þá 16 ær, 10 gemlingar, ein kýr og ein kvíga, og jörðin og hús öll í niðuraíðslu, enda lágt mat á henni. Nú er þar tvilyft íbúðarhús úr steinsteypu, 12x18 álnir, með kjallara undir þvi öllu. Hann á 380 ær, 70 gemlinga, 40 hross og 10 kýr. Hesthús fyrir 8 hross og við það haughús fyrir allan áburð. Þar er og fjárhús fyrir 200 fjár og hlaða yfir 1000 hesta af heyi. Lengra burtu beitarhús fyrir 250 fjár með hlöðu fyrir 400 hesta af heyi. Auk þessa hefir hann og refahjörð — ekki spurði eg hvað stóra. En þess jptur séra Guðm. Arnason i hinni ágætu ferðasögu sinni. Eg og fleira af forvitnu fólki vildum gjama sjá þessar skepnur i nærsýn. Sumir fóru inn í húsið, sem geymdi þeirra, með eigandanum, en sumir klifruðu upp stiga að utanverðu og sáu þær, eða réttara sagt eitthvað af þeim inn um opinn glugga. Var eg i þeim siðari hónpum, og nægði bæði sjón og lykt, sem eg naut af þeim það- an. Minti lyktin mig á skonkahjörð, sem fésýslumaður einn setti upp í nágrenni við mig hér vestur á Kyrrahafsströnd. Er mér sagt að í refarækt séu góðir peningar. Er það meira en sagt verður um skonk ana — skonkarnir héma í nágrenni mínu, ráða eigandann inn að skyrt- unni, svo hann hætti áður en ver færi, og víir eg, og máske fleiri ná- grannar hans því fegnir. Svignaskarð stendur hátt. Er þaðan útsýn hin fegursta. Ekki minnist eg að hafa séð björgulegra hérað á Islandi en það, sem hér blasir við. G. A. segir að sér hafi verið sagt, að af Kastalanum — það er alleinkennilegur hóll skamt frá bænum, megi sjá 50 bæi. Mér eða okkur ferðafélögunum var sagt, milli 40 og 50. Sjálfar töldum við 45. Vel gátu þeir þó verið fleiri. Eg sagði áðan, að Kastalinn væri alleinkenileg hæð. Hann er það. Ofan er hann vallgróinn og skrúð- grænn eins og tún ------ er tún. Um- hverfis standa gráar hraunbergshyra ur eða hryggir og trjónur hér og þar út úr efri brúnum hans. Að neðan og upp undir þessar hraun- brúnir, túngresisbrekkur og sum- staðar alla leið upp úr. Annarsstað- ar gras- eða lyngi vaxnir geirar upp í og á milil hraunbrúnanna, en snar brött er hæðin á alla vegu. Mundi eg segja að þar hefði verið eða gæti verið ágætt vígi fáum mönnum, þó margir sæktu að. Uppi á hólnum sjást glögt húsastæði. Var mér sagt að þar hefði einhverntima verið kirkja eða klaustur, eða hvort- tveggja. Enda vitna vallgrónir veggirnir um, að þar hafi verið miklar byggingar, og ef mig ekki misminnir, sást þar og fyrir leiðum og kirkjugarði. Svo virtist mér sem þessl hóll eða hæð, væri eða hefði verið ein af mörgum hraunborgum, sem svo mik ið er af í þessu héraði, og Borgar- fjarðarssýlan og ef til vill fjörðurinn líka (þ. e. Borgarfjörður, dregur nafn sitt af. Ekki skal þó farið lengra út í slíkar athuganir; það gera eða hafa sjálfsagt gert mér fróðari menn, þó eg ekki minnist að hafa séð það. Tel eg það minn skaða. En enginn getur ferðast um þessar sveitir án þess að taka eftir þvi einkennilega landslagi. Hreðavatnshraun. sem einnig er í þessari sýslu, að eg held, er og annað fyrirbrigði. Hraun er hér áreiðanlega réttnefni. Það þenur sig yfir láglendi — jafnsléttu mundi eg sagt iiafa — allmikið. Við sem ekki erum jarðfræðingar, skilj- um það ufn hraun, að það hrynji eða hafi hrunið ofan úr fjöllunum og liggi því í hlíðarbrekkum og lengra og skemra fram — eftir magni því sem fallhæð og hrynjandi gefur því. En hér virtist mér um engin há fjöll að ræða og lítinn eða engan halla. Samt breiðir það sig út yfir langar leiðir, sem mér virt- ist jafnslétta. Björg eru það stór og ægileg á alla vegu. Af bílvegin- um sá eg urðina — og í henni gjót- ur sem gleypt geta menn og máske stærri skepnur, sem lenda kynnu niður í þær. Svo virtist mér sem gangandi maður gæti stiklað stein af steini og þannig komist yfir hraun ið ef á þyrfti að halda í góðu veðri á björtum degi; en fari þó varlega. En ekki vildi eg þurfa að ganga það, úr því að skyggir; teldi það hættulegt lifi og limum. Yfir þetta ægilega hraun liggur nú sæmilega góður bílvegur, ein- breiður þó. Bílstjórinn okkar fór fulla ferð og lét sér hvergi bregða; enda nú vanur verri vegum. En eg glápti á urðina, hraunið og og gjót- urnar, og spurði sjálfa mig: Hvaða regin hafa þeytt þessu hrauni hing- að ? Hvers átti þetta láglendi að gjalda ? Crr hverri hraunhyrnunni er það hingað komið? Þvi þar eru hraunhymur og hraunborgir um- hverfis, sem urðin þarna' sver sig i ættir við; en sem sagt svo lágar, að slikar hæðir gátu ekki gefið því — hrauninu — fallþol til að berast svo langt. — Og auðvitað fékk eg ekk- ert svar. Aður en eg lýk við þenna kafla verð eg bregða mér aftur að Svigna- skarði, því að þaðan fór eg i þenna útúrdúr, án þess að kveðja. Af þvi sem að framan er sagt um efnahag Guðmundar bónda Daníelssonar, eins og var þegar hann flutti þangað, og nú er — má nokkuð ráða hvað gera má, þar sem dugnaður og framtaks- semi haldast í hendur. En hér er og um greiðasölu og afarmkla um- ferð að ræða; má vera að það hjálpi nokkuð. Þó skal taka það fram, að greiði sá er sízt öfseldur. Þegar við komum að norðan stönzuðum við enn að Svignaskarði, og höfðum þar miðdegisverð. Vildi þá svo til að heim voru reknir sex klyfjahestar. Vom það hrísklyfjar og hygg eg eiigi ofhermt að hris það hafi verið um 20 feta langt — máske meira. Því miður höfðum við ferðafélagarnir, þ. e. Marta og eg, ekki tök á að taka mynd af þessu fyrirbrigði; en það gerðu ung hjón norðan úr Nýja Islandi, sem vom þá í þessum ferðamannahóp. Mikið þætt mér gaman af að fá mynd af þessu. I Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu var mér sagt að mik ið væri af þessu hrísi — skógi, er meira réttnefni; enda sáum við hann víða meðfram vegum, einkum ná- lægt hrauninu, sem áður er getið. En nú er verið að brenna hann. Að minsta kosti mun þetta hafa verið ætlað í eldinn. A öðrum bæ sá eg að stúlka var að kurla samskonar við niður til eldsneytis. Frá Svignaskarði held eg eins og leið liggur; komum þangað kl. 7.20 s.d.. Þar biðum rúman hálftíma eftir bíl, sem verða skyldi samferða yfir heiðina. Þykir það vist viss- ara að tveir séu saman, ef annar- hvor skyldi þurfa hjálpar við. Þeg- ar hér var komið ferð og sögu, var allmikil rigning og veður í meira lagi skuggalegt. Við leggjum á heiðina, Holtavörðuheiði, kl. 8 s.d. Heiðin var ekki fljótfarin, og kom það fyrir að alilr fóm út og gengu, meðan piltar ýttu á eftir bílunum yfir allra verstu torfærumar. Sér- stakl^a man eg eftir litlum spöl, sem flestum mun hafa þótt viðsjár- verður; fóm þar allir út og gengu. Spölur þessi var eggþunnur hrygg- ur, sem mig minnir að kunugir nefndur Kattarhrygg. Ofan í Hrúta- fjörð komum við kringum kl. 11 — vorum sem sé 3 tíma yfir heiðina. Geta þeir, sem kunnugir eru, séð, að vel var á haldið, því vegir vom alla þessa leið meira og minna slæmir, vegna sifeldra undanfarandi rigninga. Alla nóttina, þ. e. meðan við vorum á ferðinni, var þoka, regn og myrkur, eins mikið og- getur verið um þetta leyti árs. Enda sá eg ekkert frásagnarvert og sízt fallegt á þessari leið. En þá var þó haldið áfram þangað til við komum að Hvammstanga í Mið- firði; þá var klukkan orðin 2 um nóttina. Skilaði bílstjórinn okkur á gistihús. Þar höfðum við kaffi og rúm það sem eftir lifði nætur. Frá Reykjavík norður þangað höfðum við farið á 14 klukkustund- um, að meðtöldum öllum töfum — viljandi og óviljandi töfum. Frh. Æfiminning H^-raldar Karvelsonar Þann 26. september síðastl. and- aðist í Seattle, Wash., pilturinn Har- aldur Karvelson. Hann var sonur Gunnars Karvelssonar, nú búsettur í Blaine, Wash., en áður lengi til heimilis á Point Roberts, Wash., og konu hans Guðrúnar. Haraldur sál. var fæddur á Point Roberts 11. desember 1909. Hann var því aðefhs tæplega tuttugu og eins árs er hann var kallaður héðan. Hann lifði allan aldur sinn á Point Roberts, að undanteknum þremur árum er hann var til heimilis i Blaine, Wash. I fyrstu æsku var Haraldur sál. óhraustur að heilsu, en ágæt um- önnum ástríkrar móður flutti hann í gegnum það tímabil. Móður sína misti hann er hann var að eins sex eða sjö ára, en þá naut hann og systkini hans um nokkur ár móður- legrar umhyggju konu, að nafni Mrs. Berg. Hún lét sér mjög ant um bæði líkamlega og andlega vel- ferð þeirra, og em ómæld þau bless- unar ríku áhrif, sem hún hafði á líf þeirra. Haraldur var myndar piltur, frið ur i sjón, einstaklingur háttprúð- ur og þýður í framgöngu við alla, vandaður og skyldurækinn og fram- úrskarandi vinnugefinn, vildi aldrei iðjulaus vera; enda mun hann, þó ungur væri, sjálfur hafa getað borgað allan legu- og útfarar-kostn að sinn og eftirlátið föður sinum þar GILLETT’S HREINSAR BAÐKERIN Á HELMINGI SKEMRI TÍMA EN ANNARS TÆKI Flake Lye óblandað fyrir skolrennur óblandað í setskálina Blandað til algengra nota GlLLETT’S Lye “Eats Dirt” *I.útar efnið skyldi .tldrei látið í heitt vatn. Matskeið af Gillett’s lút leyst upp í galónu af köldu vatni¥ er hin bezta lútblanda til þess að hreinsa með vatnskerin í baðherberginu. Notið það til þess að þvo úr botn og barma keranna og minnist þess að með þvottinum eru þau sótthreins- uð ef notað er Gillett’s Lye. Hellið vikulega nokkru af Gillett’s Lye niður í set-skálina og helzt hún þá ávalt hrein. Gillett’s Lye hefir ótal fleiri tegundir af þvotta efni er nota má í heimahúsum. Skrifið eftir ókeypis GiUett’s Lye bækling lýsir hversu það má nota við hreingerningu. að auk töluverða upphæð í lífsá- byrgð. Hann var príðilega vel verki farinn og læginn til smíða. Þ6 mun hugur hans fremur öðru hafa hneigst að vélafræði, og hefði honum endst aldur mundi hann hafa lagt þá grein fyrir sig. Hann fann til lasleika sumarið 1929, og reyndist það að vera lung- natæring, og varð hún banamein hans. Hann var á sjúkrahæli í Seattle er hann lézt. Hann var fluttur til Point Roberts og fór jarðarför hans fram frá lútersku kirkjunni þar, og var hann legður t.il hvíldar við hlið móður sinnar í grafreit þeirrar bygðar. Hann var jarðsungin af séra Kolbeini Sæ- mundssyni. Jarðarförin var mjög fjölmenn og sýndi Ijóslega vinahug fólksins til hins framliðna unga manns og hluttekning þess með syrgjandi ástvinum hans. Eftirlifandi náin skyldmenni Har- aldar eru: aldurhniginn faðir, bú- settur í Blaine, Wash.; eldri systir, Sigrún Ingibjörg, er heima á i Seattle, Wash.; og tvíbura-systir hans, Hólmfríður, til heimilis I Bell- ingham, Wash. Til hins syrgjandi föðurs berst blíð og hrein og hughreystandi röddin hans, sem er sigurvegari dauðans, og segir, "Sonur þinn lifir.” Og til systranna syrgjandi talar hann, eins og til systranna i Betaníu forðum, "Bró.ðir þinn mun upprísa. Eg er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig mun lifa þótt han deyji. Og hver sem lifir og trúir á mig, hann mun aldrei að eilífu deyja.” “ö, þá náð, að eiga Jesú einkavin í hverri þraut!” Far vel, Haraldur, til heimkynna lifsins og ljóssins á landi Guðs eilífa friðar og sælu. K. S. VISS MERKI Æfiminning Hve naumur er tíminn vor! Nú kom að þér Sú nauðungin, biðinni að hraða. St. G. St. Eftir stutta en erfiða sjúkdóms- legu andaðist að heimili sinu þann 5. janúar 1931, Mr. Ingólfur Aðal- björnsson Jackson. Hafði hann fund- ið til einkenna sjúkdómsins undan- farinn tíma, þótt hann léti lítið á bera. Var hann ófús að leita læknis- njálpar og stundaði því atvinnu sína sem áður. Þó kom að því, að hann gat ekki haldið fótaferð. Var þá leitað lækna, en þeir gátu ekki vit- að hver sjúkdómurinn væri. Loks urðu þeir þó þess vísari að um inn- vortis sjúkdóm væri að ræða, og Nýrun hreinsa blóðið. Ef þau bregð- ast, safnast eitur fyrir í því og veld- ur gigt, Sciatica, bakverkjum og fjölda annara kvilla. Gin Pills gefa varanlegan bata, með því að koma nýrunum aftur í heilbrigt ástand. Kosta alstaðar 50c askjan. 134. ráðlögðu uppskurð, sem ekki kom þó að notum, því á áttunda degi eftir uppskurðinn var hann látinn. Ingólfur heitinn var ættaður úr Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru þau Aðalbjörn Jóakimsson og Vil- borg Snorradóttir. Bjuggu þau hjón að Arbót í Aðal-Reykjadal, þar til þau fluttu sig til Isafjarðar. Gaf Aðalbjöm sig þar við sjómensku og druknaði þar af hvalaveiðaskipi ár- ið 1883. Ingólfur heitinn var fæddur 1 á- gústmánuði árið 1879. Systkini hans em þessi: Arni fæddur 1882, uppal- inn á Islandi, en flutti ungur til Dan- merkur og hefir dvalið mestan hluta. æfi sinnar í Kaupmannahöfn; Guð- rún, Margrét og Guðný, er allar flutt ust með móður sinni vestur um haf og giftust þar innlendum mönn- um. Arið 1887 flutti móðir Ingólfs með tvö af bömum sínum til Ameríku (Norður Dakota); þar dvaldi hún eitt ár, en fór síðan heim til ls- lands. Þar kyntist hún seinni manni sinum Jakobi Jónatanssyni (Jack- son). Eftir eins árs veru á Islandi fluttu þau til Ameriku og settust að í Norður Dakota og vom þar eitt eða tvö ár. Fluttu þaðan vestur á Kyrrahafsströnd, til Victoria, B. C- Ekki vom þau þar nema skamma stund, þar til þau fluttu sig á ný, og nú til Point Roberts, Wash. Vom þau hjón með þeim fyrstu er námu þar lönd. Þar bjuggu þau til þess er móðir Ingólfs heitins dó árið 1924. Brá Jakob þá búi og flutti til Bellingham, Wash., og er hann þar nú. önnur ættmenni Ingólfs nú- lifandi em: Föðurbróðir, Jóakim Jóakimsson, nú á Isafirði, föðursyst- ir í Reykjavík og önnur í Minnesota. Ungur mun Ingólfur hafa verið, þegar hann varð að fara að sjá fyr- ir sér, því foreldrar hansc áttu við þröng efni að búa, að minsta kosti TIL AÐ TILKYNNA LÆGRA VERÐ EATON’S KAFFI NY BRENT DAGLEGA Hinar víðfrægu Eaton’s kaffitegundir, ljúffengar — og keimgóðar — og blandað- ar til smekklætis — svo hver heldur mest af þeirri tegund er hann hefir notað fást nú með lægra verði en áður hefir verið. VERÐLÆKKUNIN BYRJAR STRAX Eaton’s Java og Mocha Blendingur, pd.............. Eaton’s Plantation Blendingur, pd.............. Eaton’s Morgunkaffi Blendingur, pd. ............ 55c 45e 40c T. EATON C9 LIMITED þér sem notiS TIMBUR KA UPIÐ The Empire Sash & Door Co, Ltd. Birgðlr: Henry Ave. Eaet Phone: 26 355 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.